Dagur - 07.01.1970, Blaðsíða 4

Dagur - 07.01.1970, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. VIÐ ÁRAMÓT ÞEGAR sól nýja ársins rann upp í fyrsta sinn, var búið að skipta stjóm- arráðinu í þrettán ráðuneyti, sam- kvæmt lögum frá í fyrra. Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að láta sér detta í hug, að ráðherramir geti líka orðið þrettán er tímar líða. Hverj- um ráðherra er heimilt að taka sér persónulegan aðstoðannann, launað- an, sem kemur og fer með ráðherran- um og er það nýmæli. Lögmál Parkinsons lætur ekki að sér hæða. En forsætisráðherrann var daufur í dálkinn á gamlárskvöld. Sem reynd ur maður í þjóðmálum, veit hann, að nýja árið verður erfitt fyrir ríkis- stjórn, sem ekki nýtur trausts og hef- ur setið við völd, lengur en sæmilegt er. Hafa mun hann í huga, að órói er á vinnumarkaðinum, og bæjar- og sveitarstjórnir verða kosnar í vor. Fyrir jólin gekk Alþingi frá fjár- lögum nýja ársins. í þeirn eru ríkis- titgjöldin áætluð nokkuð á níunda þúsund milljónir króna en voru inn- an við eitt þúsund milljónir þegar núverandi valdJtafar tóku við. Um sama leyti var á Alþingi samþykkt innganga í EFTA 1. marz n. k. Al- menningur í landinu hefur að von- um átt erfitt með að átta sig á þessu máli á skömmum tíma. Það sýnist út af fyrir sig álitlegt, að mega selja ýmsar íslenzkar vörur tollfrjálst til EFTA-landa þótt sölumöguleikar séu þar litlir eins og nú standa sákir. En böggull fylgir skammrifi. Ekki má telja það útilokað, að EFTA- samningurinn geti orðið þjóðinni að gagni ef vel er á haldið. En sum ákvæði samningsins eru þannig, að þau auka mjög á þá nauðsyn, sem á því er, að hér komi sem fyrst til valda ríkisstjóm, sem ekki er eins veik fyr- ir útlendum áhrifum og útlendum atvinnurekstri og sú, sem nú situr. Þetta hljóta menn að gera sér ljóst nú þegar. Þótt innganga í EFTA hafi verið samþykkt, er málið ekki útrætt á Alþingi. Eftir er að fjalla um lækk- un tolla á innfluttum vömm frá EFTA-löndum, og eftir er að fjalla um 45% hækkun söluskattsins, sem á að bæta upp tolltekjutap og skapa drjúgar tekjur að auki. En söluskatt- urinn innheimtist illa og kemur þyngst niður á láglaunafólki. Forsætisráðherran mun ennig hafa í huga hina miklu skuldasöfnun er- lendis og þá óheillaþróun innan- lands, að verðbólgan heldur áfram að vaxa. Hinu hefur hann e. t. v. ekki eins mklar áhyggjur af, að kaup máttur launa heldur áfram að minnka á íslandi á sama tima og kaupmáttur launa vex í öllum ná- lægum löndum. □ fyrir mannfjöldaþróun á Norðurlandi r Ur ræðu Bjarna Einarssonar, bæjarstjóra, við fyrstu umræðu fjárliagsáætlunar Ak. 1970 FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjar- sjóðs Aíkureyrar kemur nú til afgreiðslu bæjarstjórnar. Það frumvarp, sem bæjarráð leggur fram er í ýrrusu áþekkt fjárhags- áætlunum tveggja undangeng- inna ára. Það sem fyrst og fremst einkennir þetta frum- varp, eins og reyndar síðustu áaetlanir, er hve þröngur stak'k- ur er sniðinn öilum framkvæmd um bæjaiáns. Framkvæmdaþörf in er grfurleg en getan grátlega lítil. Á blaði, sem ég vona, að bæj-arfulltrúar hafi fengið með d-agiskránni, er sýnd hiutfallsleg skipting níu fjárhagsáætlana og þessa frumvarps á rekstrar- og fjánmunamyndunarliði. Nú er okikiar reikningshaldi þannig háttað, að hrein skipting á milli refastrar og fjánnunamyndunar er erfið. í þessari töálu eru -lagð- ir sam-an, í neðstu línu, liðirnir gatna-gerð og skipulagsmál. F ramík'v æm d asj óðu r og fjár- munamyndunarliðir á eigna- breytingareikningi, en lántökur sem tilgreindar eru í fjárhags- áætlun eru dregnar frá. Við get um kaJlað þetta framkvæmdafé eða eitthvað þvíumlíkt, þó hér sé eíkki um hreina framkvæmda hði að ræða. Þetta framkvæmda fé nam 38.9% af fjárhagsáætlun 1965, en lækkar síðan ár frá ári niður í 26.3% samkvæmt því frumvarpi, sem fyrir hggur. Ef við þrengjum þessa mvnd dá- lítið og -teljum einungis til þann hluta gatnagerðar-fjárins, sem rennur til lagningar nýrra gatna og endurbyggingar og malbikunar eldri gatna ásamt Framkvæmdasjóði og fjármuna myndunarhðum á eignabieyt- ingareikningi var hutfahið tæp 34% 1965, en um 17% 1970. Eins og áðurnefnd tafla sýnir hafa liðir, svo sem félagsmál, menntamál, íþróttamál, eldvam ir, hreinlætismál og stjóm bæj- arins telkið þetta fé til sín. í krónutölu munar langmest um félaigsmóhn og menntamálin. Stjórn bæjarins er reyndar svip að hlutfall af tekjum bæjarsjóðs og verið hefur. En þróun sú, sem þessar tölur lýsa er dæmi- gerð fyrir þjóðfélagsástandið. Nútíminn kxefst vaxandi og batnandi þjónustu opinberra aðila, sem ekki má draga úr þó á móti blósi í efnahagslegu til- liti, og á krepputímum er ein- mitt afar sterk tilhneiging til aukningar á hverskyns almanna tryggingum Gg meiri þörf fyrir ma-rgháttaða lýðhjálp. Hin háa fæðingartala áranna fyrir 1960 gerh' og stórkostlegai' kröfur til skólaikerfisins, eins og við höf- um orðið vör við hér í Gagn- fræðaskólanum, og mikil nauð- syn örari hagþróunar eykur þörf á vaxandi gæðum mennta- kerfisins og aukinni menntun kennai'a. Við þetta bætist svo sú verðlagsþróun, sem allir þek'kja. Verulegum hluta af þeim fjár hagsbyrðum, sem þessi þróun hefur valdið, hefur ríkisvaldið velt yfir á sveitarfélögin, og það án þess að teljandi þætur k-æmu á móti í formi nýrra eða betri tekjustofna. Þær umbætur, sem gerðar hafa verið á því sviði hafa fjrrst og fremst komið sveit a-rfólögum höfuðborgarsvæðis- ins að gagni. Á ég þar við hina frægu hækkun eígnaútsvars hér um árið, sem tvöfölduðu tekj-ur Reykjavikurborgar af þeirn tekjustofni, hækkaði tekjur Akureyrar af honum um 20— 25%, en lækkaði tekjur margra sveitarfélaga, þeirra sem búa v-ið lágt fasteignamat. Þess vegna m. a. hefur ha-gþróunin í þjóðfélaginu komið misjafnlega niður á hinum ýmsu sveitar- félögum. Ég get elcki, eins og borgar- stjórinn í Reykjavík, þeg-ar hann fylgdi fjárhagsáætlun borgarinnar úr hlaði, gef-ið yfir- Bjarni Einarsson. lýsingair um stórbættan fjárhag og mikinn vöxt framkvæmda. Reykjavík hefur landið a-llt að skattlandi, en Akureyri lítið annað en sjálfa sig. Ef við ber- um tekjur Reykjavíkur og Akur eyrar saman er fyrsta atriðið, sem taka verður til greina að með-altekjur í Reykjavík e-ru talsvert hærri en á Akureyri. 1968 voru -m-eðaltekjui’ fram- teljenda 195.203 kr. í Reykjavík en 186.212 kr. á Akureyri. Þá var landsmeðaltalið 186.314 kr. Mismunur meðaltekna á Akui'- eyri og í Reykjavík er um 4.8%. Þetta veldur m. a. því, vegna þess hvemig útsvarsstiginn er gerðua', að með að nafninu til svipaðri eða jafnvel læ-gri álagn ingu en á Akureyri nær borgin til sín hærri hluta af heildar- tekjum borgai'búa. 1968 námu tekjuútsvör einstaklinga, þau sem innheimt voru það ár, (af tekjum 1967) 7.93% af heildar- brúttótekjum fi-amteljenda í borginni en á Akureyrí 7.36%. Sam sagt, það ár tók Reykja- vík til sín 7.93% af tekjum borgai'búa, en Akureyrarbær 7.36%. Mig minnir að afsláttur frá skala hafi verið 6% þetta ár í Reykjavík en 5% hér. Annað atriði, sem miklu máli skiptir er hv-e miklu meiri þýðingu eignaútsvör hafa fyrir Reykja- vík en fyrir Akuireyri, vegna hins mikla munar á faisteigna- mati. 1969 námu tekjur Reykja- vík-ur af eiignaútsvörum einstakl inga og félaga 88.1 m. kr., sem mér reiknast að hafi verið 6.6% af tekjum borgarsjóðs, settum upp á sama hátt og gert er í reikningum • Akureyrarbæjar. Tekjur bæjarsjóðs af þessum tékjustofni námu hinsvegar ekki nema 3.5 m. kr., eðá 2.9% af tekjum bæjarsjóðs. Þriðja atriðið, sem ég vil nefna í þess- um samanburði er, að Reykja- vík befur hlutfallslega meiri tekjur af sínu atvinnulífi en Akureyri. Tekjur borgarinnai' af útsvörum og aðstöðu-gjöldum félaga námu 1969 233.3 m. kr. eða 17.3% af heildartekjum, en á Akureyri 19.2 m. kr. eða 15.8%. Að síðustu sakar ekki að geta þess, að verulegur hlu-ti af dýr- asta bluta gatnakeiifis borgar- innar eru abnennir þjóðvegir, 'hraðbrautir, en hór nær þétt- býlisþjóðvegur út fyrir byggð beggja vegna bæjarins, og bær- inn hefu-r nú framkvæmt fyrir 12.2 m. -kr. umfram framlög í þessum vegi. Akureyri hefur orðið illa fyr- ir barðinu á kreppunni. Hvort- tveggj-a virðist ver-a, að veruleg ar veilur hafa komið fram í at- vinnulífi bæjarins, o-g hitt, að- stæ-rð bæjarins er óhagkvæm og ástand hvað snerti-r magn og gæði hinna ýmsu opinberu fjár- muna, gatna, vatnsveitu, hafn- ai', Skólakerfis, o. s. frv. h-efur verið í lakara lagi. Því er fram- fara og framkvæmdaþörf hér mjög rnikil. Það er m. a. skylda bæjarstjórnar að le-i-tast við að fullnægja þessum þörfum svo sem vei'ða má. Slíkt virðist ekki vera auðvelt eins og sakir standa nú, ef við einungis lít— um á frumvarp, sem liiggur hér fyrir. En hollt er að gera sér grein fyrir aðstæðum í víða-ra samhengi. Við þurfum að gera okkur grein fyrir hvort horfur eru á breytingum, sem geta gert þróunina hagstæðari íbúum þessa bæjar en verið hefur. Það -sem mestu rnáli skiptir í þessu samba-ndi er annarsvegar hvort horfur eru á að stað-a sveita-r- félaganna almennt innan ríkls- heildarinnar verði lagfærð en hinsvegar hvort búast megi við —að -aðstaða Akureyrar sérstak- lega batni frá því sem hún er. Verkefnaskipting ríkis og sveitarfélaga. Á vegum Samband-s íslenzkra sveitarfélaga hefur að undan- förnu verið unnið allmikið starf við að byggja upp fræðilegan og hagnýtan grundvöll fyrir um- i'æður við ríkisvaldið um breyt- ingar á verkefnaskiptingu ríkis og svei-tarfélag-a. Nefnd sú, sem að þessu hefur unnið, hefur m-aiikað þá stefnu, að samskipti ríkis og sveitarfólaga skuli ein- földuð til muna frá því, se-m nú er. Minna verði um sameigin- l'egar framkvæmdir og sameigin lega þjónustu ríkis og sveitar- félaga en nú er, en ríki annist suma þætti að fullu og giæiði af þeim allan kostnað, en sveitar- félögin aðra. Sveitarfélögin ann ist alla þá þjónustu, -sem telja má, að sé hlutfallslega jöfn þörf fyrir í hverju byggðarlagi og krefst meiri beinni tengsla við borgarana heldur en þjónusta ríkisins. Sveitarfélögin fái tekjustofna, sem samsvara verkefnum betur en nú er, og verði í minna mæli háðir ha-gsveiflum en verið hef- ur og hefðu ekki félaglsleg mark mið sem slíkir. Hver árangur verður af þessu starfi er enn ekki vitað enda árangur að mestu 1-eyti kominn undir við- brögðum ríkisins. Norðurlandsáætlun. Hvað Akurey-ri sjálfa varðar skiptir miklu máli að stefna sú, sem sett hefur ve-rið f-ram í svo- nefndri Norðurlandsáætlun verði framkvæmd. Þar er því haldið fram, „'að vöxtur og við- gangur Akureyrar hafi megin- þýðingu fyrir alla mannfjölda- þróun á Norðurlandi,“ sem um leið hafi úrslitaáhrif á by-ggða- þróun landsins sem heildar. Ef við lítum á þær skýrslur, sem ■fram ha-fa komið sem stefnuyfir lýsingu ríkisvaldsins í byggða- málum ætti allur vandi Akur- eyrar að vera leystur þegar fram í sækir, ef þessari stefnu verður framfylgt. Markmiði í byggðaþróun, sem stefnt er að. fremst m-eð alhhða eflingu at- vinnu'lífs á þeim stöðum aða-1- lega, sem bera ei-ga uppi þá byggðaþróun, sem stefnt er ð. Og meginás þeirrar þróunar er, sa-mikvæmt því sem sagt er, Akureyri. Bæjarstjórn Akureyrar hlýt- ur -að faHia-st á þessi sjónamiið og hlýtur því að taka upp stefnu þá, sem fram kemur í Norður- andsáætlun, sem sína stefnu o.g haga sér eftir því. Frá sjónar- miði bæjarstjórnar hlýtur því að skipta meginimáli að Norður- landsáætlun verði framfylgt, og bæjai'stjórn hlýtur að gera sitt til að svo megi verða. Því er m. a. nú rétti tíminn til að gena einhvei'skonar framtíðarspá og framkvæmdaáætlun fyrir bæ- inn, sem byggð verði á sörnu forsendum og Norðurlandsáætl un. Hef ég þeg-ar gert nokknair í'áðstafanii' til að afla grund- vallarupplýsinga, sem nauðsyn. leg-air eru, og tel ég rétt að unn- ið verði að þessu verki á fyrstu mánuðum næsta árs. Annars er orðið áætlun orð-ið svo útþvælt -af margs konar mis notkun og misskilningi, að varla er hægt -að nota það len-g- ur, og æskil-egt að kalla það sem hingað til hefur verið kallað -framkvæmda-áætlun fyrir bæ- inn einhverju öðru nafni. En í þessu sambandi verðum við að -ge-i'a okkur Ijóst, að það er vöxtur og viðgangur atvinnu- lífs bæjarins sem öllu ræður um framvindu rnála. Atvinnulífið er okkar akur, og ber bæjar- stjórn að rækta hann svo sem í hennar va-ldi stendur. Staða bæjarsjóðs nú. Vegna hins takmarkaða rekstrarfjár bæjarins er afai’ þýðingarmiliið að fjárhagsásetl- im -sé raunhæf. Að undanski-ldu því, að á sl. ári var ekki áætlað fé til þeirra bygginga, sem -fóru fram úr áætlun 1968, hefur áætl un líðandi árs reynzt tiltölulega raunhæf og hefur staðizt betur en fyrri áætlanir. Samkvæmt reikningsyfirliti síðustu mánað- armóta virðast fáir Idðir munu fara fram úr áætlun. Þeir helztu eru, hlutfallslega, íþróttamál, fyrst og fremst vegna halla- reksturs Skíðahótels og íþrótta- skemmu svo og rekstur fast- eigna og sennile-ga ga-tnagerðin. Hvað rekstursfé snertir er ha-g- Ur bæjarsjóðs mun betri nú en í fyrra og betri horfur á sæmi- 'legri stöðu um áramót. Inn- heimta bæjargjalda stóð nokkuð betur, en 30. nóvember höfðu verið innheimt 79.3% útsvara og aðstöðugjalda, en 76.7% á sama tíma í fyrra. Meiri hörk-u hefur verið beitt í ár við að 'halda fjárhagsáætlun en áður, og síðast n ekki sízt, mikl-ar lán tökur á árinu hafa ha-ft hagstæð áhrif á rekstrarfjárstöðu bæjar- ins. Ef fjárhaigsáætlun næsta ái's verðui’ a. m. k. álíka raunhæf og áætlun þessa árs tel ég góðar horfur á, að fjárreiður bæjarins komist í skaplegt horf á næsta- ári, bærinn nái sér eftir koll- steypuna 1966—1967. Megin- ata-iði í þessu sambandi er að Hjartans kveðja frá börnimum, Árhvammi, Öxnadal Elsku- .afi, nú kærleiks böndin bresta, er burt þú flytur, frá okkur uni sinn. Við biðjum þér, þess fegursta og bezta, og biðjum Guð að lýsa veginn þinn. Þó við sorgir ekki ennþá skiljum, og sigur lífsins alltaf mikill er. Ó, vertu sæll, við klökkvum huga kveðjiun, og kærleiks friður ætíð fylgi þér. okkur takist að greiða vanskila- skuldir bæjarins við Tryggin-ga stofnun ríkisins og Sjú'krasam- lag bæjarins á næsta ári. Höfuðdrættir fjárliagsáætlunar. 1 fyrirHggjandi frumvarpi eir gert ráð fyrir að rekstrargjöld bæjarins hækki um 14.5%, en tekjurnar alls um 15.3%. Þessi hlutföll geta breytzt eitthvað á milli umræðna, þar eð upplýs- ingar um suma tekjusto-fna eru enn ófullnægjandi, og víst má telja, að þýðingannikill útgjalda Hður, aknannatryggingar, hækki um 5—6% frá því sem hann er áætlaður í frumvarp- inu. Til þess að fjárhagsáætlun vei-ði sem raunhæfust tel ég rétt að önnur u-mræða um fjár- hagsáætlun fari ekki fram fyrr en þessar upplýsingar liggja fyrir. Tekjuáætlun. í yfirliti því, sem fylgir frum- varpinu, sjást áætlaðar breyt- ingar tekjustofna í krónutölu og í hlutfalli. Þær veruleigu hæ-kk- anir, sem þar koma fra-m, byggj ast á verðla'gshækkunum vegna gengisfellinganna og á þe-im 'hcekkunum launataxta, sem af þeim hefur leitt. Efraahagsstofn- unin reiknar með um 13% hækk un brúttótekna landsmanna og 20—25% hækkun söl-uskatts- skyldrar veltu. Samkvæmt þe-im upplýsingum, sem ég hef nú, virðast þessar hækfcanir svip- aðar hér og í landinu almennt. Æskilegt er að nánai'i upplýs- ingar um þessi atriði liggi fyrir áður en fjárhagsáætlunin verð- ur afgreidd endanlega, og mun ég reyna a-ð afla þeirra. Mikl-u máli skiptir í þessu sambandi að fólksfjölgun í bænum er enn mikil Samkvæmt upplýsingum á m-anntali ok-kar fluttu 88 fleiri ‘ "til bæjarins 1969“ én fra"honum, sem er talsvert meira en 1968. Bendir þetta til þess að íbúa- fjölgun verði nú aftur yfir 2%. Við vitum hins vegar ekki hvort meðaltekjur bæjai'búa hafa hækkað meira eða minna en nemur landsmeðaltah. Tekju- skiptingu í bænum er þannig háttað, að hver % ti'l eða frá skiptir bæja-rsjóð mjög miklui fjárh-agslega. Ég vil geta þess, til að sýna hve mikla þýðingu þe-tta g-etur haft, að frá 1967 til 1968 fækkaði gjaldendum út- svara úr 3249 í 3245, þrátt fyrir allmikla fjölgun íbúa, enda (Framhald á blaðsíðu 7) num stíl aí þoka \ JOHANNES VÍGFÚSSON, PÍANÓLEIKARI, SVARAR NOKKRUM SPURNINGUM BUÐSINS Nemandi Skrifar: Menn læra af öðrum. „Maður verð'ur manni líkur í samfélagi við aðra menn“. Alist hann upp •meðlal úlfa, apa eða þursa, verð ur hann úlfum, öpum og þurs- um líkur í hátterni sínu og breytni. í dag er hraðinn að gera hvern mann vitskertan. Bezt er að hafa augun opin, helzt allan sólarhringinn því alltaf er eitthvað að gerast. Menn fara til vinnu sinnar, börn og unglingar í skóla o. s. frv. En alllir eiga sínar frístundir. Það eru þær sem þú skalt nota vel. Hefii'ðu anna-rs veitt því athy-gli að flest stórmenni sögunnar hafa einmitt unnið sín mestu afr-ek í frístundum sínum (Edi- son, Lincoln o. fl.). í bænum eru starfandi nokkr ir félagsskapar æskufólks. Þeir viniia a'Hir góðverk á sínu sviði. Er efcki hægt að mynda ein- hvei-ja samvinnu meðal þessara félaga? Það yrði ódýrara heldur 'en að hvert félag starfi í sínu hoi-ni. Hvað á 15 ára unghngur sem ieiðist hekna hjá sér (því víða cr pottur brotinn) að gera? Hann hefur ef til viH e'kki áhuga á neinum félagsskap í foænum en langar samt að skemmta sér með jafnöldrum sínum. Svarið er auðvelt: ÞVÆLAST um göturnar eða fara inn á t. d. H. A. en þangað má ekki stígia fæti inn nema kaupa eitthvað og auk þess þarf viðkomandi að vera orðinn 16 ára til að fá þar inngöngu ef-tir kl. 8 á kvöldin. Kvikmyndahús- in eru oft og iðulega með bann- laðar myndir og þá er sá draum- ui' búinn. Sem sa-gt ekkert hægt að gera. Og efckert er óheppi- legna fyrir fjörmikinn athafna- sarraan ungling er að hafa ekk- ert fyrir stafni. Æiskulýð'sráð er starfandi í bænum en er lítils- megnugt vegna fjárhagsvand- ræða. Hvemig verður ástandið þegar Akureyri verðux borg? f stórborgum Bandai'íkjanna eru innbrot og glæpir svo tíðir að allur almenningur er -hættur að fylgjast með því. Við verðum að varna því að iðjulausir ungling- ar fari út í þjófnað, skemmdar- v-erk og óreglu. En hver er leið- in til að bæta þetta áður en Akureyri verður borg? Frá mínum bæjardyrum séð er brýn nauðsyn á að fá féla-gs- heimili sem Æskulýðsráð hefði umsjón með. Ætti þar að vena opið hús fyrir alla 14 ára og eldri nokfcur kvöld í viku frá kl. 8—11. Til skemmtunar mætti hafa t. d. diskótek, sjónvarp, út- varp -og leikstofur af alls kyns gei-ðum (sam'anber Tónabæ í Reykjavík). Einnig tel ég að bærinn þurfi að ráða sálfræðing og félagsráð- gjafa sem hver og einn gæ-tí. leitað tiil í sínum vandræðum. „Æskulýðurinn er einn okkar mestu fjársjóða“, segja þeir full orðnu og munið: „Maðurinn verð-ur manni líkur í samfélagi við aðra menn“. Reynum því að búa erfingjum bæjarins góðan samastað og félagsskap stnax. Virðingafyllst. H. H. nemandi G. A. HÉR á dögunum. nánar tiltekið á þriðja í jólum, efndi ungur Akureyringur, Jóhannes Vig- fússon, ttí píanótónleika í Borg- arbíói á Akureyri, og var þetta frumraun hans á tónleikapal-li. Af þessu tilefni fer hér á eftir htið spjall við Jóhannes. Hann er borinn og barnfædd- ur hér á Akureyri, sonur Huld- ar Jóhannesdóttur og Vigfúsar Jónssonar og á þegar að baki sér óvenju glæsUegan náms- feril. Jóhannes lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akui'eyri vorið 1965 með ágætis einkunn og hélt utan sama ár til náms í stærð- og eðlisfræði við háskólann í Ziirich. Hann stundaði einnig nám við Tónlistarskóla Akureyrar og lau-k prófi þaðan vorið 1964, og jafnhliða háskólanámi hefur hann numið við tónlistarháskól ann í Ziirich með píanóleik sem aðalnámsgrein. í fyrsta lagi, livað gætirðu Jóhannes sagt okkur af þeirri ágætu stofnun, sem þú stundar tónlistarnám við? „Tónlistarháskólinn ber hið langa nafn „Konservatorium und Musifchochschule Ziirich". Deild sú, er ég stunda nám við heitir „Konzert-ausbildungs- klaisse“ og skiptist í ýmsar grein ar. Námstilhögunin miðast við það að mennta verðandi atvinnu fólk á hinum ýmsu sviðum tón- listar. Þar e-r t. d. kennaradeHd, sömul-eiðis deild fyrir þá, sem foyggja á kammermúsik sem sér svið og svo einleikaradeild og hef ég valið bana. Kennari minn, Sava Savoíf, er búlgarskur að þjóðerni og nam á sínum tíma í Þýzkalandi, en hefur um aUlangt skeið verið búsettur í Sviss. A-uk hljóðfæraleiksins eru all margar skyldunámsgi'einar og nefni ég þjálfun í almennri tón- heyrn, þá hljómfræði, kontra- punkt, analysu og foiTnfræði. Þá er tónhstarsaga, tónlistar- fagurfræði og kórsöngur, sem býsna ríkt er gengið eftir að menn ástundi. Það er víst óþarft að taka fram, að eigi að fylgja þessu öhu eftir, útheimtir það mifcla tímasókn. í Ziirich er einnig Tónlistar- a-kademía (Musikakademe) þar sem námstilhögun er næsta frjálsleg. Stendur til, að aka- demían og tónlistarháskólinn verði lögð saman í eina stofnun, og í því sambandi eru fyrirhug- að’ar verulegai' breytíngar á námstilhögun og skipan allri. Þetta mun að ö-Uum líkindum koma til framkvæmda þe-gar á næsta ái'i.“ Hver er nú næsti áfangi í nám inu? „Enn sem komið er hef ég ekki séð mér fært að sækja tíma í öU.um þessum aukagreinum, sem ég tilgreindi, hvað sem síð- ar kynni að verða. Annars stendur til nú í janú- ar, að ég komi fram í Zúrich á tónleikum, sem haldnir eru á vegum skólans. Jóhannes Sigfússon. Innan skólans er nokk-uð stefnt að því að gefa ungu tón- hstarfólki tækifæri til að koma fram opinberleg-a, og er kennari minn einmitt mHtill áhuga- og fra-mkvæmdamaður í þdfm efn- um. A þessum tónleikum verður efnisskráin sú sama og hér á Akur-eyri.“ Hvað efnisskránni viðkeniur, geí ég skriftað það, að hún kom mér nokkuð á óvart. í fyrsta lagi flaug mér í hug, hvort þér hefði eklti óað það að byrja þína fyrstu tónleika á Mozart sónötu, langri og vandasamri. í annan stað átti ég fastlega von á, að tónlist frá 20. öld myndi skipa nokkurt rúm þar sem ég veit, að þú ert áhugamaður um nú- tímatónlist. „Það vantaði ekki, að mér vor-u gefin góð ráð og leiðbein- ingar og bent á það, sem ég raunar vissi, að Mozart er mjög erfiður að fást við, ekki sízt svona í upphafi tónleika, en hvorttveggja var, að ég hef dá- læti á þessu verki, og svo er lærdómsríkt að spreyta sig á því á sviðinu. Það er rétt, að nútímatónlistin varð afskipt, þegar ég setti sam- an efnisskrána, og ég vona, að mér takist að bæta það upp síðair. Þessi efnisakrá er fi'emur í hefðbundnum stH. Allt eru þetta vel þekkt og dáð verk. Ef til vill hef-ur hátíðleiki jólahaldsins ein hvemveginn haft sín áhrif þarna, en þá leita-r hugurinn gjarnan aftur til hin-s vel þefckta, til meistaraverka lið- inna tíma.“ Ég hef iðulega hugleitt það, hvort hið gamalkunna tónleika- form sé ekki að syngja sitt síð- asta, livort þetta sé raunar ekki að verða úrelt fyrirkomulag, sem lengi hefur tíðkazt, þ. e. með virtuos einn eða fleiri uppi á sviði og meira eða minna óvirka áheyrendur úti í sal. Sjást þess engin merki úti „í hiinuii stóra heimi“, að í þess- um efnum sé einliverra breyt- inga áð vænta? „Því er ekki að neita, að margt bendir til þess, að tón- leikaform sé mjög að færast í nýstárlegra horf, og tekur það einkum og sér í lagi til tónverfca nútímahöfunda. Þeir miða margir hverjir veúk sín við nýtt fyrirkomulag á flutningnum og stefna greini- lega að því að rjúfa markalín- una milli flytjenda og áheyr- enda. Það er vel hugsanle-gt, að tónleikar í hefðbundnum stH muni að einhverju leyti þoka fyrir nýjum háttum. Þessi þróun, sem raunar gæt- ir einnig og ekki síður í leiklist, beinist fyrst og fremst í þá átt) að gera hinn almenna áheyr- anda að sem allra virkustum þátttakanda í listinni, fá hann til að leggja fram sinn skerf til þess sem fram fer, með öðrum orðum vera með á nótunum.“ Að Iokum Jóhannes, hvað hyggstu fyrir á næstunni? „Það fer nú senn að síga á seinni hluta eðlisfræðinámsins. Hvað síðar tekur við er óráðið. Tónlistarnámi mun ég náttúr lega halda áfram eftir föngum.“ Dagur þakkar Jóhannesi spjallið og árnar honum heiUa. S. G. Tónleikar Jóhannesar Yigíússonar - Fréttir úr Reykjadal (Framhald á blaðsíðu 5) 66 ára að aldri. Hann hafði farið út til gegninga um morgunin og -komið inn frá þeim, en veikt ist þá snögglega og var látinn éður en læknir kom á vettvang. Stefán var fæddur að Þórodd- stað í Kinn, en ólst upp að Brett ingsstöðum í Laxárdal. Hann 'bjó aH'an sinn búskap í Reyk- dælahreppi, síðustu 30 ár á Hjalla. Stefán var vinsæll mað- ur og glaðlyndur, áhugasamur og fengsæU stangveiðimaður. Má ótvn-ætt rekja það til upp- vaxtar hans á bakka Laxár; liinnar rómuðu veiðiár. Hann lætur eftir sig ek-kju, Fjólu Hóbng-etísdóttur, og 4 uppkomin börn. □ LAUGARDAGINN 27. des. sl. fóru fram í Borgarbíói aðrir tón leikar Tónlistarfé-lags Akureyr- ar á yfirstandandi starf-sári. Jóhannes Vigfússon lék á píanó, og voru þetta fyrstu sjálf stæðu tónleikar hans. Ekki skal það endurtekið hér, sem getið er á öðrum stað í blaðinu um námsferH hans fram að þessu, en afköst h-ans í námi hafa alla tíð verið slík, að stóra undrun og Sdáun vekur. Á efnisskrá voru verk eflir Moza-rt, Beethoven, Brahm-s og Chopin, og var þungamiðjan hin stórbrotna „LebewohT* sónata Beeithovens. Það fer ekki miUi mála, að Jóhannes hefur náð miklum og góðum árangri og tekið alhliða framförum. Leikur h-ans ber það ekld með sér, að tónlistamámið sé ein- ungis a-ukastarf eða tómstunda- gamian. Hann tekst á við við- fangsefnin af fuHri alvöru og er á góðri leið með að ná öruggri tækni. Mér virðist flutningur hans á vei'kum Chopins mjög bera af, með skýru-m heildarsvip, og leik ur hans yfirleitt hefur fengið aukinn blæ léttleika og mýktar. Var honum vel fa-gnað og inni lega, færð blóm og lék hann að lokum aukal'ag, Etude efttí Chopin. Nú hefur Jóhannes staðizt sína frumraun á tónleik'asviði svo sem hans vai' von og víisa. Hann á enn námsbraut fram,- undan, og er ekki að efa, að hann gengur hana með glæsi- brag. Hann á einnig eftir að í'eyna enn frekar örðugleifca þá, sem því eru samfara að þjóna tveim herniim. Um það skal engu spáð, hvor yfir-sterkari verður, er fram í sækir, einungis vildi ég me-ga bera fram þá ósk, að eð-lisfræðin nái ekki alveg að yfirskyggja frú músíku. Ég er þess fuUviss, að ég mæli fyrir munn fjölmargra, er óg segi „mættum við fá meira að heyra“, og árna honum farar- lieilla og -alls velfamaðar. S. G.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.