Dagur - 14.01.1970, Side 1

Dagur - 14.01.1970, Side 1
Dagur LIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 14. janúar 1970 — 2. tölubL FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÓSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Mb. Sæiari irá Talknaiirði týndur með sex mönnum BÁTSINS Sæfara frá Tálkna- firði, sem var í fiskiróðri í vondu veðri, er saknað síðan á laugardag. En til hans heyrðist síðast kl. 2.30 á laugardagsnótt. Síðan hefur víðtæk leit staðið yfir á sjó og í lofti, og gengið hefur verið með fjörum, en leitin hefur ekki borið árangur. Á Sæfara, sem er 100 toonn, eign Hraðfrystihúss Tálkna- fjarðar, voru sex menn. □ Skoðanakönnun í Norðurlandskjördæmi v. HINN 6. janúar lau'k talningu atkvæða og stigaútreikningi í Skoðanakönnun Framsóknai-- manna í Norðurlandskjördæmi vestra en skoðanakönnunin fóir fram dagana 28. nóv. til 18. des. síðastliðinn. Urslit könnunar- inntar fara nú til 10 manna fram boðsnefndar, sem síðan leggur tillögur um framboðslista í næstu alþingiskosningum fyrir kjördæmisþing Framsóknar- manna í kjördæminu. Er könn- unin ráðgefandi. Þeir, sem þátt tóku í skoðana- könnuninni, áttu að velja fimm menn og raða þeim síðan í tölu- röð eftir því í hvert af fimm efstu sætum listans viðkomandi skyldi vera. Við útreikning gilti síðan eftirfarandi stigatafla: Sá sem settur var í 1. sæti féfck 1 stig. Fyrir annað sæti var 44 úr stigi, fyrir þriðja sæti % úr stigi, fyrir fjórða sæti % úr stigi og fyrir fimmta sæti 44 úr stigi. Samkvæmt þessu voru úrslit skoðanakönnunarinnar sem hér segir: 1. Ólafur Jóhannesson, alþing- ismaður, 1257 stig. 2. Björn Pálsson, alþingismað- ur, 654 stig. 3. Magnús Gíslason, bóndi, Frostastöðum, 478 stig. 4. Stefán Guðmundsson, bygg- ingarmeistari, Sauðárkróki, 405 stig. 5. Björn Fálsson, stud. scient., Syðri-Völlum, 348 stig. (Framhald á blaðsíðu 5) i : ' ' Á Austurlandi eru hreindýr kornin til byggða, svo sem á ýmsum stöðum á Fljótsdalshéraði. VerÖa ,seríuMogarar smíðaðir á Akureyri Alþingi kom saman á mánudag ALÞINGI kom saman að nýju á mánudaginn eftir jólahlé. All- margir þingmenn voru fjarver- andi vegna inflúensu, samgöngu erfiðleika og af fleiri ástæðum. Tveir varaþingmenn mættu, þeir Kristján Thorlacius í stað Einars Ágústssonar, sem varð fyrir slysi og liggur í sjúkra- húsi, og Eyjólfur Konráð Jóns- son í stað Pálma Jónssonar, sem er veikur. Þrj ár þingsály ktunartillögur voru teknar til umræðu. Sú fyrsta var tillaga um að gerð verði heimildarkvikmynd af A1 þingi. Onnur var varðandi kaup lausafjár með afborgunarkjör- um, sú þriðja um læknaþjón- ustu í strjálbýli, þess efnis, að athugaðir vei’ði möguleikar á að fá hingað til lands erlenda lækna til að þjóna hinum ýmsu læknishéruðum, sem ekki fást ■FENGU VERÐLAUN Á GAMLÁRSKVÖLD var út- hlutað þi-em styi’kjum úr Rit- höfundaiisjóði Ríkisútvarpsins. Styinkinn hlutu, Einar Bragi, Jakobína Sigurðardóttir og Ós'k ar Aðalsteinn, 50 þús. kr. hvert. Jaikobína er húsfi-eyja í Mý- vatnssveit og fyrsta konan, e,r vei'ðlaun hlýtur úr þessum sjóði. Úthlutunin var sú fjórtánda úr Rithöfundarsjóði Ríkisút- varpsins og afhenti þau Stein- grímur Þorsteinsson prófessor, formaður sjóðsstjórnai’. □ skipuð innlendum læknum. Fjái’hagsnefndir komu saman í gær, þriðjudag, til þess að ræða um nýju tollskrána og 45% hækkun söluskattsins. □ TOGARAFLOTI landsmanna hefur dregizt sarnan síðasta ára tuginn. Flestir voru togaramir 47 en eru nú um eða innan við tuttugu talsins og flestir þeirra mjög komnir til ára sinna, enda enginn nýr bætzt í hópinn síð- ustu 10 árin. Hins vegar hafa aðrar fiskveiðiþjóðir sótt mjög fram á þessu sviði, en við dreg- izt afturúr að sama skapi. Ýmsir útgerðarstaðir á Norð- urlandi hafa undanfarin ár reynt að eignast togara eða hlið stæð veiðiskip til hráefnisöflunJ ar fyrir hraðfrystihús staðanna og fiskverkunarstöðvar, en af togarakaupunum hefur ekkert orðið. Á sama tíma hefur nefnd á nefnd ofan unnið að athugun á gerð væntanlegra BjargaBi tnanni við Togarabryggju ÞAÐ bar til á Akureyri 8. janú- ar, á fjórða tímanum, að lög- reglunni bai-st sú tilkynning frá Ú. A., að maður hefði lent í sjó- inn við Togarabryggjuna. Brá lögreglan við og kom innan lítillar stundar á slysstaðinn, en þá flaut maðurinn í sjónum 15 —20 m. fi-aman við bryggju- hausinn. Ófeigur Baldursson lögreglui- þjónn (friá Ófeigsstöðum) setti á siig bjarghx-ing, kastaði sér til sunds og náði manninum. Frost var 19 stig. Varð hvorugum meint af þessu volki. Fór Ófeig- ur strax til vinnu sinnar, er hann hafði farið í þurr föt, en 'hinn maðurinn, sem dvalið hafði á Akureyri um jólán, var fluttur í sjúkrahús til aðhlynn- ingar. Seint á laugai'dagskvöldi'ð, 10. janúar, kom eldur upp í svo_ kölluðum verkstjóraskúr ó norð anverðri Togarabryggju, austan við bílavogina. Slö'kkvilið bæjar ins kom á vettvang og slökkti öldinn, en skúrinn er ta'linn ónýtur að mestu eftir brunann. Þarna var kaffistofa. Um elds- upptök er ókunnugt. Ólvun var lítil um helgina en árekstrar nokkrir, eða alls sex síðan á fimmtudag. skipa á vegum hins opinbera, en árangur liggur ekki ljós fyr- ir. íslendingar verða nú að feta í fótspor annarra um gerð tog- ara og veiðitækja, og þeir verða eiunig að vakna af tíu ára dvala og endurnýja skipastól sinn eins og aðrir og á þann veg, að henti til veiða í sama sjó. Sauðárkróksbúar, Skagstrend ingar, Siglfirðingar, Akureyr- ingar og Norðfirðingar hafa hver í sínu homi reynt að Ieysa gátuna um „hið fullkomna skip“, en e. t. v. eru að verða þáttaskil í því máli. Seint á liðnu ári fóru nokkrir forystu- menn útgerðar frá sumum þess um stöðum til Noregs til þess m. a. að skoða togara nýja tím- ans, sem íslendingar þekkja að- eins af afspurn. Þar skoðuðu þeir sérstaklega grænlenzkan, nýjan togara, sem er einn af nýjustu skuttoguruonum og hann er einmitt af þeirri stærð, sem kann að vera hagstæð hér við Norðurland og af þeirri stærð a. m. k., sem Sauðárkróks búar hafa látið teikna og boðið út. Smíðalýsing af þessu nýja skipi hefur undanfamar vikur verið til athugunar í Slippstöð- inni á Akureyri og Stálsmiðj- unni í Reykjavík. Teikning þessi er af 500 tonna skipi, og af þeirri stærð er grænlenzki togarinn. í Noregsferðinni var hið græn lenzka skip vel skoðað, og gagn legar upplýsingar fengnar hjá færeyskum skipstjóra þess, en (Framhald á blaðsíðu 4) Hekla í reynsiu- ferð í dag I GÆR var ráðgert, að fara árn degis í dag, miðvikudag, reynslu ferð á nýja strandferðaskipinu Ileklu, sem nú liggur fullsmíðað við Togarabryggjuna á Akur- eyri. Ennfremur er ráðgert að afhenda hinum nýju eigendum, Skipaútgerð ríkisins, Heklu áí laugardaginn. En þann dag verður siglt um Eyjafjörð með ýmsa boðsgesti, og að afstað- inni þeirri siglingu mun verða boðið til veitinga á KEA. □ Nálfúruverndarár 1970 Ófeigur Baldursson, lögregluþjónn. Hinn 8. janúar varð 5 ára telpia fyrir bifreið í Stekkjar- gerði. Hlaut hún höfuðhögg og skrámaðist lítilisháttar -— og fé'll í götuna. En meiðsl hennar eru ekki alvarieg. (Saankvæimt viðtali við lög- regluna). EVRÓPURÁÐIÐ í Strasbourg hefur samþykkt, að árið sem nú er að byrja, skuli helgað bar- áttunni fyrir verndun náttúr- unnar og hinni náttúrulegu auð linda og mælizt til þess að svo verði gert í öllum aðildarríkjum ráðsins. Félög og stofnanir, sem haifa náttúruvernd á stefnuskrá sinni, munu að því tilefni efna til sérstakra aðgerða, hvert á sínu svæði, svo sem með fund- um, sýningum, útgáfu eða „her- ferðum“ af ýmsu tagi. Mjög er mikilvægt, að al- menningur kynni sér þessi mál og taki afstöðu til þeirra. Samtök um náttúruvemd á Norðurlandi, munu bráðlega senda út ávarp í tilefni að nátt- úruverndarárinu, þar sem mál- efni náttúruverndar verða ýtar_ lega kynnt. (Fréttatilkynning frá stjórn Samtaka um náttúruvemd á Norðurlandi). , Bcrun er hafin BORUN hófst á Laugalandi á Þelamörk á mánudaginn, á veg- um Akureyrarbæjar vegna væntanlegrar hitaveitu kaup- staðarins. Vinna tíu manns við borunina, á vöktum og er borað ailan sólarhringinn. Talið er, að hver 6—700 m. djúp boihola muni kosta 3 milljónir króna. □

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.