Dagur - 28.01.1970, Blaðsíða 6
6
Reglugerð fyrir Framkvæmdasjóðinn
(Framhald af blaðsíðu 1).
við Atvinnujöfnunarsióð eða
aðrar opinberar stofnanir.
f) Ófyrirséð verkefni eftir
ákvörðun bæjarstjórnar hverju
sinni.
Framkvæmdasjóður fær til
eignar öll hlutabréf í eigu bæjar
sjóðs Akureyrar og allar eignir
Framkvæmdasjóðs bæjarins
eins og þær eru þegar reglu-
gerð þessi gengur í gildi.
Tekjur Framkvæmdasjóðs
eru eftirfarandi:
a) Framlög á fjárhagsáætlun
um bæjarsjóðs.
b) Ábyrgðargjöld bæjar-
ébyrgða, sem falla undir þessa
reglugerð.
c) Vextir af lánum sjóðsins.
d) Lántökugjöld.
e) Arður af hlutabréfum.
f) Aðrra tekjur.
í greinargerð segir svo m. a.:
Síðan þ. e. 1956 hefur bæjiar-
stjórn veitt alls 52.4 m. kr. til
Framkvæmdasjóðs. Þar af hef-
- GULLNA HLIÐIÐ
(Framhald af blaðsíðu 5).
eldra Kerlingar, Guðlaug Her-
mannsdóttir, er leikuír Helgu
vinnukonu, Gestur Jónasson,
sem leikur bónda og Aðalsteinn
Bergdal, sem leikur Fiðlarann.
Helena Gunnlaugsdóttir og Elin
borg Jónsdóttir leika útvaldar,
en þjófinn og ríkisbubba leikur
Orn Bjarnason, böðulinn Jón
Ingimarsson, ennfremur sýslu-
manninn. Einar Hairaldsson leik
ur drykkjumann og Sigurveig
Jónsdóttir leikutr frillu Jóns
bónda. Auk þessara eru nokkrir
púkar.
Tónlistina samdi Páll ísólfs-
son, svo sem kunnugt er, en tón
listarflutning önnuðust dr.
María B. Jiittner og Ingimar
Eydal. Jón Þórisson teiknaði
leikmyndir.
Á frumsýningunni, fimmtu-
daginn 22. janúar, flutti Gísli
Jónsson ávarp um höfund 'leik-
ritsins, Davíð Stefánsson. Að
leiksýningu lokinni ávarpaði
Jón Kristinsson viðstadda og
kallaði uipp á sviðið tvo kunna
og aldna leikara bæjarins, þau
Jónínu Þorsteinsdóttur cg
Björn Sigmundsson, flutti þeim
ávarp, en leikhúsgestir hylltu
þau.
Þá kvaddi bæjarstjórinn,
Bjarni Einarsson, sér hljóðs,
þakkaði sýninguna og skýrði
frá því, að bæjarstjórn hefði
ákveðið að stuðla að því, að sem
allna flestir bæjarbúar, einkum
æska bæjarins, fengju tækifæri
til að sjá þennan leik og var
því tekið með fögnuði.
Þótt margt orki tvímælis í
uppsetningu þessa sjónleiks og
ýmislegt megi að finna, var
sýningin um margt mjög
anægjuleg og víst er um það,
að breytingarnar frá fyrri sýn-
ingum eru miklar og forvitni-
legar og samanburðurinn hlýt-
ur því að vekja urntal, eftir-
væntingu og athugasemdir, svo
þekkt er þetta leikhúsverk og
- Ferðakostn. sjúklinga
(Framhald af blaðsíðu 1).
að sjúkratryggingadeild Al-
mannatrygginganna greiði þenn
an kostnað fremiqr en sjúkra-
samlögin. Það sýnist eðlilegt, að
hinn sjúki fái allan ferðakostn-
að greiddan, því ef þjóðfélagið
uppfyllir ekki þá sjálfsögðu
skyldu af hendi við héruðin, að
sjá þeim fyrir læknisþjónustu,
þá hlýtur samfélagið að eiga að
bera þann kostnað, sem af van- ■
rækslunni ileiðir.
Stefán Valgeirsson, Eysteinn
Jónsson og Sigurvin Einarsson
hafa nú flutt á Alþingi frum-
varp þess efnis, að sjúkradeiid '
Almannatrygginganna greiði
„óhjákvæmilegan ferðakostnað
sjúklinga svo og barnshafandi
kvenna úr þeiim héruðum, þar
sem ekki er læknir til staðar
eða sjúkrahús.“ Og er Stefán
framsögu|maður málsins. □
svo rík ítök á það í hugum bæði
yngri og eldri leikhúsgesta.
Ég vil vekja sérstaka athygli'
fólks í nágrannasveitum á því,
að nú er færi gott og auðvelt að
ferðast og sækja leikhús u;m
nolckurn veg, en það er ekki
víst að svo verði lengi á þess-
um árstíma, þótt engu verði
spáð um veður. Sjálfur naut ég
sýningarinnar vel, svo mikil
reisn er yfir verkinu, sem gætt
er auk þess hraða og öryggi í
meðferð leilkara og leikstjóra.
Að endingu þakka ég Leik-
félagi Akureyrar fyrir það, að
heiðra minningu þjóðskáldsins,
Davíðs Stefánssonar frá Fagra-
skógi, með því að sýna vinsæl-
asta leikrit hans, Gullna hliðið.
E. D.
ur Útgerðarfélagi Akureyringa
h.f. verið lánaðar 41.5 m. kr.
Aðrar eignir sjóðsins voru um
síðustu áramót lán til Krossa-
nesverksmiðju 4.4 m. kr., Hafn-
arsjóðs Akui'eyrar 2.0 m. kr.,
Vatnsveitu 1.2 m. k., Bygginga-
lánasjóðs Akureyrarbæjar 0.3
m. kr., til jarðborana 0.5 m. kr.
og óráðstafað fé frá fyrra ári
l. 5 m. kr. Samtals eru þetta 51.4
m. kr. Ein milljón króna hefur
verið veitt úr sjóðnum sem
styi'kur til Skíðahótelsins í
Hlíðarfjalli.
Á undanförnum árum hefur
veiting bæjarábyrgða farið
mjög í vöxt. Er þar fyrst og
fremst um að ræða ábyrgðir til
fyrirtækja, sem fela í sér mikils
verðan stuðning við atvinnulíf
bæjarins. En einnig hafa verið
veittai- fjölmargar smærri
ábyrgðir til einstaklinga. Alls
munu bæjarábyrgðh' nú nema
um 50 m. kr.
Enn ein aðferð bæjarins við
stuðning við atvinnulífið er bein
þátttaka í atvinnufyrirtækjum.
Bæjarsjóður er einkaeigandi
Síldarverksmiðjunnar í Krossa
nesi og aðalhluthafi í Útgerðar-
félagi Akureyringa h.f. Hluta-
bréfaeign bæjarsjóðs er nú sem
hér segir:
Útgerðarfélagi Akureyringa
h.f. 2.000.000.00, Möl og sandur
h.f. 50.000.00, Kísiliðjan h.f.
100.000.00, Sana h.f. 740.000.00.
Samtals kr. 2.890.000.00. □
ivava Jónsdóttir
(Framhald af blaðsíðu 4).
ast þessara samveru okkar á
meðan ég get munað.
1947—8 var undirbúin' stofn-
un Zontaklúbbs Akureyrar. En
Akureyrarveikin svokallaða
kom í veg fyrir stofnfund haust
ið 1948, eins og til stóð. 4. desem
ber þetta ár var samt ráðist í að
koma saman á Hótel KEA og
kjósa fyrstu stjórn klúbbsins.
Var þar mættur um helmingur
stofnfélaga. Hinar voru allar
veikar. í þessari fyrstu stjórn
var frú Svava. Var hún kosin
varaformaður, en varaformaður
verður formaður næsta ár. Frú
Svava var mjög skemmtilegur
og góður stjórnandi, sem vænta
mátti. í þessari sömu stjórn var
frú Maja Baldvins ritari. Þetta
var strax ágætur ’lagsskapui’,
eins og alltaf síðan. Frú Svava
var alltaf mjög góður félagi, öll
framkoma hennar ætíð ljúf og
háttvís.
Þegar hún dvaldi hjá fólki
sínu í Ameríku nokkrum árum
seinna (1954) mætti hún sem
fulltrúi Zontaklúbbs Akureyrar
á þing Alþjóða Zontafélagsskap
arins, sem þá var haldið í
Cincinatie. Þar eignaðist hún
góðar vinkonur, mjög merkar
konur, einkum tvær, doctor
Dozier, sem var forseti Alþjóða
Zonta (Zonta Internationale) og
seinna heimsótti Zontaklúbbana
í Reykjavík og á Akureyri og
frú F. Stephens, sem var mjög
merkur lögfræðingur í Wall-
street í New York og bauð hún
frú Svövu að búa hjá sér meðan
hún dveldist í New York. Þegar
frú Svava fór heim, bað frú
Stephens hana að senda til sín
Zontur úr Zontaklúbbi Akur-
eyrar, sem yrðu þar á ferð. Nú
var ég svo heppin ári seinna, að
lenda í þessum lukkupotti fyrir
tilstilli frú Svövu. — Þá sag'ði
frú Stephens mér að frú Svava
hefði haldið langbeztu ræðuna
af öllum fulltrúum á þinginu í
Cincinatie, á ljómandi fallegri
ensku og hún ein af fulltrúun-
um hefði ekki þurft að lesa af
blöðilm, en verið fyndin og gert
að gamni sínu, enda gert mesta
lukku af þeim öllum og fengið
dynjandi lófaklapp. Svo spilti
það ekki, að hún var í íslenzk-
um hátíðabúningnum sínum,
með skaut. Þetta sagði doctor
Dozier okkur líka þegar hún
kom. Haustið 1955 heimsótti frú
Stephens Zontaklúbbana í Rvík
og á Akureyri. Ég hefi líka góð-
ar heimildii' fyrir því, að árið,
sem hún dvaldist með fólki sínu/
vestra, en þau bjuggu í smábæ
skammt frá Boston, hefði frú
Svava mörgum sinnum verið
boðin í kvennaklúbba þ. á. m.
Zontaklúbb Bostonborgar til að
flytja erindi um ísland og sýna
myndir og alltaf var ‘hún beðin
um að vera í íslenzka hátíða-
búningnum sínum. En hún átti
ákaflega vandaðan og fallegan
dökkan kirtil, mjög fagurlega
útsaumaðan af henni sjálfri og
höfúðbúnað. Einnig kom hún
íram í sjónvarpi í Boston sam-
'kvæmt beiðni.
Frú Svava var heiðursfélagi
Zontaklúbbs Akureyrar vegna
frábærra starfa liennar fyrir
félagsskapinn. Þakka Zonta-
systur henni allt, sem hún hefir
fyrir klúbbinn gert Og allar sam
venustundirnar og biðja henni
blessunar.
Ragnheiður O. Björnsson.
Vil kaupa notaðan
HEYBLÁSARA.
Jónas Þorleifsson, Koti,
sími um Dalvík.
Vil kaupa notaða,
smellta SKÍÐASKÓ
nr. 40—42.
Uppl. í síma 1-25-41.
Aðalfundur
Framsóknarfélags Akureyrar
fer fram í Félagsheimilinu, Hafnarstræti 90, mið-
vikudaginn 28. jan. kl. 20.30 (það er í kvöld).
Venj uleg aðalfundarstörf.
Þá verður rætt uin fjárhagsáætlun Akureyrarbæj-
ar.
Félagsmenn eru hvattir til að nræta vel og stund-
víslega.
STJÓRNIN.
SÍÐIR SAMKVÆMISKJÓLAR - hagstætt verð.
PILS og VESTI — margar gerðir.
VERZLUN BERNHARÐS LAXDAL
Herra-KULDASTIGVEL - vatnsheld
— verð kr. 1.256.00.
Tékkneskir KULDASKÓR
— herra, kr. 578.00 — dömu, kr. 486.00.
Hvítir STRIGASKÓR
— stærðir 35—46, kr. 177.00 og 210.00.
5KÓVERZLUN M. H. LYNGDAL
TAPAÐ
KVEN-GULLÚR tap-
aðist 31. des. Vinsamleg-
ast látið vita
í síma 1-24-22.
Til sölu:
Nýleg SKÍÐI, SKÍÐA-
STAFIR og
SKÍÐASKÓR
í Suðurbyggð 16
(bakdyr).
BARNARÚM til sölu.
Uppl. í síma 2-12-31.
RADIOFÓNN til sölu.
Uppl. í síma 1-24-22.
SKELLIN AÐR A,
Honda 50, árg. 1968,
til sölu.
Uppl. í síma 1-25-73.
DRÁTTARVÉL.
Til sölu er Ford 3000
dráttarvél, 46 hö., með
vökvastýri, árgerð 1967,
ásamt sláttuvél.
Uppl. gefur Jónas Hall-
grímsson, Arnarnesi,
sími um Hjalteyri.
KJÓLFÖT til sölu.
iMðalstærð.
Uppl. í síma 1-29-72.
BARNAKOJUR og
ÞVOTTAVÉL til sölu.
Uppl. í síma 1-27-59.
Til sölu:
Tveir DÍVANAR (ann-
ar tvíbreiður). Lágt verð.
Uppl. í síma 1-20-41.
Lítil ÍBÚÐ til leigu
í 3 mánuði.
Uppl. í síma 2-16-84.
F j ögurra h erbergj a
ÍBÚÐ til sölu. Skipti á’
aninni íbúð koma til
greina.
Uppl. í síma 1-24-94.
Tveggja herbergja
ÍBÚÐ óskast til leigu.
Uppl. í síma 1-14-62,
kl. 8—10 næstu kvöld.
ELDRI-D AN S A-
KLÚBBURINN heldur
dansleik laugard. 31. jan.
í Alþýðuhúsinu kl. 9 e.h.
Miðasalan opnuð kl. 8.
Félagsskírteini seld á
föstud. kl. 8—10 e. h.
Góð músík.
Stjórnin.
Vil kaupa eða ^eigja
SKÚR.
Ásgeir Halldófásbhj'1 '
Kornvörulnisinu.
ÓSKILAFÉ í Glæsibæj-
arhreppi, Eyjafjarðar
sýslu, haustið 1969:
Hvítkollótt ær, gömul.
Marg skemmt. Gæti ver-
ið: Sýlt biti altan hægra,
stýfður helmingur fram-
an, biti aftan vinstra.
Hlöðum, 10. jan. 1970.
Hreppstjórinn.