Dagur - 28.01.1970, Blaðsíða 7
7
- Fréffabréf úr Laxárdal, S.-Þing.
(Framhald af blaðsíðu 8).
hverfið er fagurt eða ekki. ís-
lenzkir stangveiðimenn virðast
óttast ásókn, og líklega yfirboð,
útlendinga í laxveiðiárnar. Sjálf
sagt er sá ótti ekki ástæðulaus.
Þó mikið sé nú unnið að lax-
veiðimálum — undir ágætri for
ystu veiðimálastjóra — bæði
með laxaklaki og gerð fiskivega
í fossum, bíða þó mörg verkefni
óleyst. Eitt af þeim er að koma
laxi í Lará, frá Laxárvirkjun og
upp að Mývatni, og einnig í
annað vatnahverfi Mývatns-
sveitar. Nakkur undanfarin ár
hefur verið sleppt laxaseiðum í
Laxá frá Mývatni og niður í
Laxárdal, og var þetta með
mesta móti í vor. Er hér um
starfsemi áhugamanna að ræða.
Verið er að undirbúa stofnun
veiðifélags fyrir Laxárdal og
stóran hluta Mývatnssveitar, en
ekki er ráðið hvort Aðaldalur
— eða einhver hluti hans verð-
ur með. — Veiðifélagið verður
stofnað svo fljótt sem aðstæður
leyfa, en inflúensa er nú víða,
margir að verjast, og einnig
ótryggar samgöngur sem stend-
ur.
Sennilega er laxarækt ein-
hver bezta fjárfesting sem nú
er hægt að gera, og virðist
muni óhætt að auka hana eins
og hægt er. Nú er verið að at-
huga um laxaklak í stórum stíl
hér í sýslunni, þ. e. í Mývatni,
og hún mun ekki gefa minni
tekjur í erlendum gjaldeyri en
ýmsar aðrar atvinnugreinar. Og
í sambandi við aukinn ferða-
mannastraum til landsins,
mundi fátt hafa meira aðdráttar
afl en laxveiði í fögi-ui umhverfi,
og þar er Laxá í fyrsta sæti,
það er hafið yfir allan efa, ekki
sízt svæðið frá Gljúfrum og upp
að Mývatni, og einn ágætasti
hluti þess er kaflinn frá Gljúfr-
um og upp að Sogi.
Guðmundur Einarsson frá
Miðdal sagði að Laxá væri feg-
ursta veiðiá á landinu, og lík-
liega í öllum heiminum. Guð-
mundur fór gangandi með Laxá
frá upptökum að ósi, og var sem
s
f
1
l
%
%
%
Vistfólk í Skjaldarvík sendir öllum vinum og vel-
unnurum, einstaklingum, hópum og félögum, hlýjar
kveðjur og kærar þakkir fyrir heimsóknir, fræðslu,
skemmtun og góðar gjafir á líðnu ári.
Um leið og við óskum ykkur öllum gæfu og gengis
á nýbyrjuðu ári, biðjum við þess, að það verði ár
farsældar og friðar.
VISTFÓLK í SKJALDARVÍK.
§ ?
Móðir okkar,
HAFLÍNA HELGADÓTTIR,
lézt að heimili sínu, Þverholti 1, Akureyri, þann
21. janúar. — Jarðarförin fer fram frá Akureyrar-
kirkju 2. febrúar ikl. 1.30 e. h.
Anna Jóhannsdóttir,
Bjarni Jóhannsson,
Gunnlaugur Jóhannsson.
Eiginmaður minn og faðir,
SIGURJÓN JÓHANNESSON,
Eyrarveg 3, Akureyri,
sem andaðist að heimili sínu 21. janúar s.l., verð-
ur jarðsunginn frá Akureyrarkirkju -miðvikudag-
nn 28. janúar, kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Elín S. Valdemarsdóttir,
Kári Sigurjónsson.
GUÐRÍÐUR SKAFTADÓTTIR,
Oddeyrargötu 16,
lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þ. 26.
jan. — Jarðarförin fer fra-m frá Akureyrarkirkju
laugardaginn 31. janúar kl. 13.30.
Systkini liinnar látnu.
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og
amma,
MARGRÉT KRISTINSDÓTTIR,
Hafnarstræti 91,
iverður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtu-
daginn 29. janúar kl. 1.30 e. h.
Blóm og kransar afbeðið. — Ef einhverjir vildu
minnast hinnar látnu, er þeim bent á líiknar-
stofnanir.
F. h. ættingja,
Jón Þórðarson.
kunnugt er bæði veiðimaður og
fegurðarunnandi. Og fögm- er
Laxá, um það er enginn ágrein-
ingur. Á umræddu svæði er
mikill fjöldi af hólmum og eyj-
uan. í Laxárdail, þ. e. frá Gljúfr-
um og að sveitarmörkum við
Mývatnssveit, eru 30 hólmar —
sem ýmist bera hól-ma- eðia eyja
nöfn —, allir vel grónir og flest-
ir vaxnir fjölbreyttum og fögr-
um gróðri, svo sem víðitegund-
um, lynigi, skógi — og í einum
þessara hókna — Rauðhólaey —
eru — að því bezt er vitað —
elztu barrvíðir í Þingeyjar-
sýslu, ása-mt miklu af blóm-
Skrúði. Umhverfis þessa hól-ma
fellm- Laxá á flúðulm og í
strengjum með lygnum á milli.
Þar er mörg „Kirkjuhólm-akvísl
in kjörinn veiðistaður," auk
þe-ss sem hólmarnir sjálfir eru
flestir augnayndi. Það er alveg
óhætt að slá því föstu að þeg-ar
lax verður -kominn á þennan
hl-uta Laxár eru þar mikil auð-
ævi fyrir þá se-m land eiga að
henni.
Ég óska svo þeim sem þessar
línur lesa góðs árs svo og lands-
mönnuim öllum.
G. Tr. G. '
Gjafir fil
Svalbarðskirkju
ORGELSJÓÐUR: Frá kirkju-
gestum á -kirkjukvöldi kr. 5.215,
frá Ragnheiði Björnsdóttur -kr.
500, frá Nönnu og Jóhannesi,
Þórisstöðum (minningargjöf um
Sigmar Jóhannesson, Mógili)
kr. 500, frá Rögnu og Aðalsteini,1
Mógili (minningargjöf ujm Sig-
mar Jóhannesson) kr. 1.000, frá
Helgu, Dóru og Kjartani (minn
ingargjöf um Sigmar Jóhannes-
son og Peer Drube) kr. 500, frá
Ellen og Kristjáni (minningar-
gjöf um Peer Drube) kr. 500,
frá Petru og Ángúsl Hákansson
(minningargjöf um PeerDrube)
kr. 500, frá Kirkjukór Svalbarðs
kirkj u (minningargjöf um Peer
Drnbe) kr. 5.000. — Kirkju-
lóðarsjóður: Frá systkinunum á
Hörg (minningargjöf um Sig-
mar Jóhannesson) kr. 1.000, frá
Baldri Bragasyni kr. 770. —
Samtals kr. 19.985.00. — Gef-
endum færu-m við hjartanlegar
þakkir.
Svalbarðskirkju.
Sóknarnefnd
LEIKFÉLAG
AKUR-
EYRAR
Gullna hliðið
SKÓLASÝNING í
KVÖLD (miðv.d.kvöld).
FIMMTUDAGS-
KVÖLD KL. 8.30 e. h.
Sýningar um helgina
auglýstar í útvarpi, götu-
auglýsingum og fsl.-ísa-
fold.
Aðgöngumiðasala L.A.
er opin í Leikhúsinu kl.
3—5 e. h. og frá 7.30 e.h.
leikdagana.
Athugið: Aðgöngumiða-
salan fer aðeins fram í
Leikhúsinu.
Sá hlýtur viðskiptin,
sem athygli vekur
á þeim.
St.-. St.-. 59701287 — VII.-. 5 .-.
I.O.O.F. — 151130814 —
I.O.O.F. Rb. 2 — 1191288V2, —
I — III.
MESSUR í Laugalandspresta-
kalli: Kaupangur 1. febrúar
kl. 15.00. Biblíudagurinn. —
Grund 8. febr. kl. 13.30. —
Munkaþverá 15. febr. kl.
14.00. — Hólar 22. febr. kl.
14.00.
MESSAÐ verður í Akureyrar-
kirkju n.k. sunnud-ag kl. 5 e.h.
(ath. breyttan me-ssutíma).
Minnzt verður í messunni
starfs Biblíufélags íslands og
starfs að slysavörnum. Sálm-
ar: 425 — 431 — 426 — 660 —
684. Þeir sem óska eftir bíl-
ferð til kiikjunnar hringi í
síma 21045 milli kl. 10.30—12
á sunnudag. — B. S.
BRÚÐHJÓN. Sl. sunnudag voru
gefin saman í hjónaband í
Akureyrarkirkju brúðhjónin
Lilja Karla Helgadóttir og
Konráð Oddgeir Jóhannsson
sjómaður. Heimili þeirra er
að Eiðsvallagötu 7, Akureyri.
I.O.G.T. stúkan Akurliljan nr.
275. Fundur n. k. fimmtudag
kl. 21.00 í Ráðhúsinu. Félagar
fjölmennið. — Æ.t.
I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99.
Fundur fimmtudaginn 29. jan.
í Kaupvangsstræti. Fundai'-
efni: Vígsla nýliða, stjórnar-
kosning. Eftir fund: Kvik-
mynd.
KVENFÉLAGIÐ FRAMTÍÐIN
heldur aðalfund fimmtudag-
inn 39. jan. kl. 8.30 e. h. í
Elliheimili Akureyrar. —
Stjórnin.
Æ.F.A.K. — Aðaldeild.
Fundur verður n. k.
fi-mmtudagskvöld kl.
8.30 í kapeliunni. Fund
arefni: Helgistund, skemmti-
atriði, kvikmynd og veitingar.
Takið -með árgjaldið. Fjöl-
mennið. — Stjói'nin.
KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION.
Sunnudaginn 1. febr. Sunnu-
dagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn
velkomin. — Samkoma kl.
8.30 e. h. Guðmundur Hall-
grímsson talar. Allir hjartan-
lega velkomnir.
HLÍFARKONUR, Akureyri. —
Aðalfundur fi-mmtudaginn 29.
janúar að Þingvallastræti 14,
kl. 8.30 síðd. Venjuleg aðal-
fundarstörf. — Stjórnin.
SKAUTAMÓT AKUREYRAR
verður næstkomandi laugar-
dag og siunn-udag. — Sjó nán-
ar auglýsingu í blaðinu í d-ag.
MINJASAFNIÐ er opið á
sunnudögum kl. 2 til 4 e. h.
Te'kið á móti skólafólki og
ferðafólki á öðrum tímum ef
óskað er. Sími safnsins er
1-11-62 og safnvarðar 1-12-72
MÖÐRU V ALL AKL AU STURS -
PRESTAKALL. Guðsþjón-
usta n. k. sunnudag 1. febrúar
kl. 2 e. h. að Möðruvöllum. —
Sóknarprestur.
FRA SJÓNARHÆÐ :
Drengjafundir á mánudögum
Saumafundir fyrir telpur á
fimmtudögum kl. 5.15.
Samkoma að Sjónarhæð kl. 5
á sunnudaginn. Efni: Hvar er
himnaríki. Sæmundur G. Jó-
hannesson talar.
Sunnudagaskóli að Sjónar-
hæð kl. 1.30 á sunnudaginn.
FRÁ SJALFSBJÖRG.
Annað spilakvöld verð
ur föstudaginn 30. jan.
kl. 8.30 e. h. að Bjargi.
Myndasýning á eftir.
LIONSKLUBBUR
^AKUREYRAR
^ Fundur í Sjálfstæðishús
inu fimmtudaginn 29.
jan. 'kl. 12.00.
HRAÐSKÁKMÓTIÐ
verður á Hótel Varð-
borg, Akureyri mánu-
daginn 2. febrúar n. k.
og hefst kl. 9 e. h. — Sem flest
ir þátttakendur mæti með
töfl og skákklukkur. —
U.M.S.E.
LEIÐRÉTTING. Fyrsti ein-
söngvai-i Karlakói's Akureyr-
ar var Guðmundur Magnús-
son en ekki Jóhannes Jó-
hannesson, eins og sagt var
-hér í blaðinu er kórsins var
getið í síðasta tölublaði.
FRA póststofunni á Akureyri.
Frá n. k. mánaðarmótum
opna bréfa og bögglaafgreiðsl
urnar kl. 9. — Póstmeistari.
IÐNNEMAR, Akureyri. Áríð-
andi félagsfundur á laugar-
daginn í Iðnskólanulm kl. 2.
Sjáið nánar auglýsingu.
FJÁRÖFLUNARDAGUR Slysa
varnafélagsins er á sunnudag
inn kemur.
FRÁ ALÞÝÐUMANNINUM. —
Sökuhn forfalla mun Alþýðu-
maðurinn ekki koma út í þess
ari viku, en ætlunin er að
blaðið komi út vikulega úr
því.
MIKIL VERÐLÆKKUN.
MARKAÐURINN
SÍMI 1-12-61
BIAFRASÖFNUNIN. Ingibjörg,
Sigurbjörn og Jórunn kr. 300,
N. N. kr. 1.000, systkinin Eyr-
arlandsv. 14 kr. 1.500, Anna
Hafdal kr. 500, H. og G. kr.
I. 000, Óskar Alfreðsson kr.
500, ónefnd kona kr. 1.000,
N. N. kr. 500, N. N. kr. 1.000,
J. Á. 'kr. 500, N. N. kr. 525,
Jónína Guðmundsd. kr. 500
og H. P. Á. kr. 500. — Beztu
þakkir. — Birgir Snæbjörns-
son. i
BIAFRASÖFNUNIN. — Frá
Æskulýðsfélagi Akureyrar-
kirkju!' kr. 5.000, frá Önnu
Björnsdóttur kr. 1.000, frá
Birnu Jónsd. og Guðrúnu
Jónsd. kr. 3.000, frá Áslaugu
og Trausta kr. 1.000, frá Kven
félagi Akureyrarkirkju kr.
5.000, frá L. J. kr. 200, frá N.
N. 'kr. 500, frá Júlíönu kr. 200,
frá Sigurveigu ki'. 100, frá
Bjarna Kristjánssyni kr. 100,
frá Ó. S. og R. Þ. kr. 500, frá
B. J. og M. N. kr. 200, frá Sig-
urbjörgu og Lúðvík kr. 500,
frá Svövu, Gunnlaugi og
krökkunum kr. 500, frá Boggu
og Lilla kr. 100, frá Grétu kr.
200, frá Sesselju Eldjárn kr.
500, frá B. S. kr. 300. — Beztu
þakkir. — Pétur Sigurgeirs-
son.