Dagur - 04.03.1970, Blaðsíða 1

Dagur - 04.03.1970, Blaðsíða 1
FILMU HÚSiÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 ■ P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Fiskirækt í Svartá LENGI hefur verið rætt um fiskh-æ'kt í Svartá í Lýtings- staðahreppi framan við Reykja foss í Skagafirði, en allt til fossins er laxgengt. Nú hefur Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur og Jakob Hafstein o. fl. gert tilboð um að láta gera fisk- veg framhjá fossinum og rækta ána. Þessu tilboði var tekið af 30 landeigendum er land eiga að ánni framan við Reykjafoss. Þeir Indriði og Jakob hafa svo ána leigulaust í 8 ár og sleppa tiltaknu magni laxaseiða í hana ár hvei't. Er því allt útlit fyrir að hér bætist skemmtileg laxveiðiá við þær, sem fyrir eru og er það veiðimönnum gleðiefni. □ Einherji flytur til Sauðárkróks í EINHERJA, blaði Framsókn- armanna í Norðui'landskjör- dæmi vestra, er frá því sagt 19. febrúar, að blaðið verði eftir- Píanótónleikar PHILIP JENKINS píanóleikari heldur tónleika í Boi'garbíói kl. 9 í kvöld, miðvikudag. Aðgöngu miðar í Bókabúðinni Huld, Hafnarstræti 97. Verð 150 kr. leiðis gefið út á Sauðárkróki. Þar verður afgreiðsla blaðsins að Suðurgötu 3, og nýr blaða- maður, Guðmundur Halldórs- son rithöfundur, hefur verið ráðinn til Einherja, sem þó verður áfram prentaður á Siglu firði. Ákveðið er, að 10 tölu- blöð, 8 síður, komi út á ári, auk jólablaðs. Ein'hei-ji er 38 ára og hefur á fjórða áratug verið málgagn Framsóknarmanna, síðustu 10 árin kjördæmisblað þeirra í Noi'ðurlandskjördæmi vestra undir ritstjórn Jó'hanns Þor- valdssonar. □ Við setningu hátíðarinnar á íþróttavellinum. (Ljósmyndastofa Páls) Vetraríþróttaliátí ðin á Akureyri VETRARÍÞRÓTTAHÁTÍÐ ÍSÍ var sett á íþróttavellinum á Akureyri kl. 2 á sunnudaginn. íþróttamenn gengu fylktu liði frá Lóni og þaðan undir fánUm sínum út á íþróttavöllinn með Lúðrasveit Akureyrar í broddi fylkingar, og undir stjórn skáta. Veður var bjart en nokkurt frost og norðan stormur. Hátíð Hlutafé Slippsiöffvarinnar aukið cg hlutafélaginu kosin ný stjórn Tónlistarfélagið annast alla fyrirgreiðslu við þessa tónleika. En fjórðu tónleikar Tónlistar- félagsins verða 19. marz n. k. Þá leikur Lundúna-tríóið. □ HLUTAFÉ Slippstöðvarinnar h.f. hefur nú verið aukið í 38 milljónir króna, en var mjög lítið. Nýir hluthafar eru ríkis- sjóður, sem leggur fram 10 milljónir, Akureyfarbær, er leggur fram 15 milljónir, KEA, sem bætir 5 milljónum við Bókmenntaklúbbur - Davíðspenni FIMMTUDAGINN 26. febrúar var stofnaður Bókmenntaklúbb ur Akureyrar, að frumkvæði Höfundamiðstöðvar Rithöfunda sambands íslands. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur var hér staddur og stofnaði klúbb- inn, hinn fyrsta sinnar tegund- ar, en í ráði er að stofna fleii'i slíka eða jafnvel marga, víðs- vegar um landið. Markmið þessara klúbba er tviþætt. í fyrsta lagi eiga þeir að vinna að aukinni bókmennta kynningu í skólum. Til þess leggur Höfundamiðstöðin fram fé eftir getu, einnig sveitarfélög (svo sem á Akureyri, 50 þús.), og bókmenntaklúbbar geta ef- laust lagt þar hönd að, auk annarra starfa. í öðru lagi er til þess ætlast, að upp verði tekinn sá háttur, að hinir al- mennu lesendur greiði atkvæði um beztu bók íslenzks höfund- ar á liðnu ári og hljóti hann gullpenna — Davíðs-penna í verðlaun. Sú verðlaunaveiting, að aflokinni atkvæðagreiðslu allra klúbbanna, fari fram á Akureyri ár hvert. En bók- menntaverðlaun, tengd nafni Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi, eru mjög virðuleg og ef tirsóknarvei-ð. í fyrstu stjórn nýstofnaðs klúbbs eru: Eiríkur Sigurðsson formaður, Árni Kristjánsson, Lárus Zophoníasson, Kristján frá Djúpalæk og Gísli Jónsson. Meðstjórnendur eru Bragi Sig- urjónsson og Sverrir Pálsson. hlutafé sitt og Eimskipafélagið leggur fram 2 milljónir króna. Eldra hlutafé er metið á 6 millj. króna. Á framhaldsaðalfundi Slipp- stöðvarinnar ó Akureyri, var félaginu kosin stjórn. Skipa hana þessir menn: Skafti Ás- kelsson formaður og fulltrúi fyrri hlutafjáreigenda, Bjarni Einarsson varaformaður ásamt Jóni G. Sólnes, fulltrúar bæjar- ins, Bjarni Jóhannesson fyrir KEA og Hörður Sigurgestsson fyrir rí'kissjóð. Þá var Gunnar Ragnars ráð- inn forstjóri fyrirtækisins. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og var áður einn af fram kvæmdastjórum stöðvarinnar. þessi átti að hefjast á laugar- daginn en vegna óveðurs og samgöngutruflana í lofti var setningu frestað fram á sunnu- dag og íþróttakeppni fram á mánudag. Þá var orðið stillt veður, 5 stiga frost og lítilshátt- ar mugga öðru hverju. Á íþróttavellinum fluttu stutt ávörp: Jens Sumarliðason form. mótsnefndar, Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ, Þórir Jónsson form. SKÍ, Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi og Bragi Sigur- jónsson forseti bæjarstjórnar. Heillaskeyti barst frá forseta íslands. Skátar og íþróttamenn stóðu heiðursvörð á meðan og gengu síðan fylktu liði suður bæinn. Meðal gesta við setn- ingu mótsins voru ráðherrarnir Magnús Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason. Til fþróttahátíðar þessarar var stofnað vegna 50 ára afmæl is ÍSÍ, en Akureyri er miðstöð vetraríþrótta í landinu, svo sem kunnugt er, enda þar bezt að- staða sköpuð til þeirra íþrótta og náttúran er oft gjöful á þau gæði, sem þessuim íþróttagrein- um, bæði skíða- og skauta- íþrótt, henta bezt. Fleiri keppendur eru á þessu móti, en á nokkru öðru, sem hér hefur verið haldið að vetrai- lagi, eða hátt á annað hundrað, og þar af eru nokkrir erlendir. Undirbúningur hefur staðið lengi yfir og hefur fátt verið til sparað, að ’hafa hann eins full- kominn og framast var unnt. Ein skemmtileg nýjung var upp Gísli Halldórsson í ræðustól. tekin, en snögg hláka eyðilagði árangur hennar. En það voru snjómyndir, sem hvarvetna blöstu við og sumar stórar og frumlegar. Hefðu þæ.r sett list- rænan og skemmtilegan svip á íþróttasvæðin, hefðu þær feng- ið að standa. Dagblað er gefið út á Akur- eyri þessa dagana og er það (Framhald á blaðsíðu 2) Skruöganga a leikvangmn. (L,josm.: hi. O.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.