Dagur - 04.03.1970, Blaðsíða 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Vetraríþrótfahátíðin
VETRARÍÞRÓTTAHÁTÍÐ ÍSÍ á
Akureyri stendur yfir. Er þetta fyrsta
stórmót sinnar tegundar á landinu,
haldið í tilefni af hálfrar aldar af-
mæli íþróttasambands fslands, en í
framhaldi af því verður sumar-
íþróttamót ÍSÍ haldið á Laugarvatni
síðar á árinu. Akureyringar standa í
þakkarskuld við íþróttasamband ís-
lands fyrir þá viðurkenningu, að
gera Akureyri að miðstöð vetrar-
íþrótta. Sú viðurkenning er ekki
lengur umdeild og í henni felast
mörg fyrirlieit og einnig sá vandi,
sem hverri vegsemd fylgir. En með
byggingu fyrsta skíðahótelsins á land
inu og með tilkomu stóla-skíðalyft-
unnar, hvorttveggja í Hlíðarfjalli,
var grunnurinn að vali vetraríþrótta
miðstöðvar lagður, auk þess sem
náttúrlegar gnægðir fanna flesta
vetur leggja til. Þá má á það minna,
að Akureyri er næstum eini staður-
inn, þar sem um langt skeið hefur
verið lögð veruleg rækt við skauta-
íþróttina, enda má um hana segja,
að þar hjálpar náttúran einnig til.
Á dagskrá er að búa til vélfryst
skautasvell á Akureyri til að tryggja
skautaíþróttinni enn meiri fram-
gang-
Með íþróttamannvirkjum í Hlíð-
arfjalli, ásamt vegalagningu þangað,
varð aðstaða fyrir skólafólk að dvelja
þar undir umsjá skólanna og fyrir
unga og aldna að sækja þangað
heilsu og hreysti með auknu útih'fi
til fjalla. Og aðstaða til allskonar
þjálfunar skíðamanna og keppnis-
móta þeirra, sem lengra eru á veg
komnir, varð önnur og betri, og má
síðan sjá þess glögg merki í aukinni
getu færustu manna og kvenna. En
hinu má heldur ekki gleyma, að þau
hundruð manna, sem í Hlíðarfjalli
hafa notið þess sem notið verður í
góðu skiðalandi, án þess að vera
orðuð við íþróttir eða keppni á skíð-
um, hefðu farið á mis við marga dýr-
lega daga, ef íþróttamannvirkin
hefðu ekki verið fyrir hendi.
Aðrar þjóðir leggja kapp á, að sem
allra flestir þegnar þjóðfélagsins
stundi íþróttir, bæði til þess að auka
líkamlegt atgervi og til þess að varð-
veita hið andlega heilsufar æskunn-
ar og veita henni aukinn viðnáms-
þrótt gegn hinum „tærandi menn-
ingarsjúkdómum“ okkar tíma. Þetta
viðhorf á einnig að hafa í heiðri hjá
okkur. íþróttaforystan í landinu
verður að horfast í augu við þá stað-
reynd, að þrátt fyrir 30 þúsund
„virka“ íþróttamenn í landinu, eru
þúsundir æskufólks á Islandi í hættu
af völdum áfengis og eiturlyfja, eða
(Framhald á blaðsíSu 2).
Fj órðungssamband Norðlend
inga og hlutverk þess
GÍSLl GIIÐMUNDSSON, alþingismaður:
DAGANA 22.-23. okt. sl. var
11. þing Fjórðungssambands
Norðléndinga haldið á Sauðár-
króki. Á þessu þingi var fjórð-
ungssambandið endurskipulagt
og ný lög samþykkt fyrir hið
endurskipulagða fjórðungssam-
band. Segir svo um það í 1. gr.
laganna að það skuli vera sam-
band sveitar- og sýslufélaga í
Norðlendingafjórðungi, en þó
skuh heimilt að veita „aðliggj-
andi sveitar- og sýslufélögum
aðild“ ef þau æskja þess og
fj órðungsþing veitir til þess
samþykki sitt.
Með orðinu aðliggjandi mun
einkum átt við sveitarfélög þau
í Strandasýslu og Norður-
Múlasýslu, sem Efnahagsstofn-
unin hefir gert skýrslur rnn í
sambandi við Norðurlandsáætl-
un. Ekki veit ég þó til þess, að
þau sveitarfélög hafi enn sem
komið er óskað inngöngu í fjórð
ungssambandið, enda eru þau í
öðrum fjórðungum, og á þing-
inu þótti a. m. k. sumum orka
tvímælis, að um þau ætti að
fjalla, í sambandslögunum að
svo stöddu.
í Norðlendingafjórðungi,
rnilli Hrútafjarðar í vestri og
Gu,nnólfavíkurfjalls í austri, eru
sex sýslur og fimm kaupstaðir.
í sýslunum sex eru samtals 62
sveitarfélög. Samkvæmt 4. gr.
laganna er réttur til að eiga
fulltrúa á fjórðungsþingi sem
hér segir, miðað við manntal
1968:
Akureyri hefur fimm full-
trúa, og skal bæjarstjóri vera
einn þeirra. Sauðárkrókur,
Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dal-
vík og Húsavík hafa þrjá full-
trúa hvert, og skal einn af full-
trúunum hvers þeirra vera bæj
arstjóri eða sveitarstjóri. Sýsl-
umar sex hafa þrjá fulltrúa
hver, en auk þess eru sýslu-
menn (4) sjálfkjömir. Hreppar,
sem hafa yfir 300 íbúa en innan
við 1000, hafa einn fulltrúa
hver. Þessir hreppar em samkv.
fyrmefndu manntali (1968):
Hvammstangahreppur, Blöndu,-
óshreppur, Höfðahreppur, Lýt-
ingsstaðahreppur, Akrahreppur,
Svarfaðardalshreppur, Árskógs
hreppur, Saurbæjarhreppur,
Ongulstaðahreppur, Ljósavatns
hreppur, Grýtubakkahreppui',
Skútustaðahreppur, Reykdæla-
hreppur, Aðaldælahreppur,
Raufarhafnarhreppur og Þórs-
hafnarhreppur. Samtals em full
trúar 58 samkv. 4. gr. laganna
og manntalinu 1968. En skammt
neðan við 300 íbúa lámarkið var
samkv. því manntali: Hríseyjar
hreppur með 296 íbúa, Hofsós-
hreppur með 288 íbúa og Prest-
hólahreppur með 275 íbúa. En
að sjálfsögðu gildir síðasta
manntal fyrir fjórðungsþing
hverju sinni. Sennilega ber að
líta svo á, að þeir þrír fulltrúar,
sem hver sýslunefnd kýs, séu
raunverulega fuUtrúar þeirra
hreppa í hlutaðeigandi sýslu,
sem ekki hafa sjálfir fulltrúa.
Kjörgengir em þeir einir, sem
eru sveitarstjórnarmenn eða
varamenn þeirra. Svo virðist
sem sýslunefndarmenn séu ekki
kjörgengir nema þeir séu aðal-
menn eða varamenn í sveitar-
stjórn. Þessi kjörgengisákvæði
eru tekin eftir Sambandi ísl.
sveitarfélaga, en trúlega vilja
sýslu- eða sveitarfélög ráða því
sjálf, hvernig þau haga kosn-
ingu fulltrúa sinna, er stundir
h'ða.
Samkvæmt 3. gr. sambands-
laganna ber að halda fjórðungs
þing ár hvert og „að jafnaði
fyrir ágústlok.“ Gert er ráð
fyrir, að næsta þing verði á
Blönduósi á árinu 1970. Fjórð-
Ungsþing kýs formann fjórð-
ungssambandsins og auk 'hans
átta menn í fjórðungsráð,
hvorttveggja til eins árs í senn.
Skulu fjórir búsetth á „Norður
landi eystra“ og fjórir á „Norð-
urlandi vestra". Fjórðungsþing
kýs einnig sérstakar milliþinga
nefndir og eru nú tvær slíkar
starfandi: Atvinnumálanefnd og
samgöngumálanefnd. Hins veg-
ar var ekki kosin raforkumála-
nefnd að þessu sinni. Níui
manna fjórðungsráðið kýs tvo
Gísli Guðmundsson.
menn í fjórðungsstjórn með for
manni sambandsins, sem er
sjálfkjörinn stjórnarformaður.
Ennfremur ræður það fram-
kvæmdastjóra. Foimaður fjórð-
ungssambandsins er nú Mar-
teinn Friðriksson framkvæmda
stjóri á Sauðárki'óki og með
honum í fjórðungsstjóm Bjarni
Einarsson bæjarstjóri á Akur-
eyi’i og Bjöm Friðfinnsson bæj-
ai'stjóri á Húsavík. En auk þess
ara manna eru í fjórðungsráði:
Óskar Levy bóndi á Ósum, Jón
ísberg sýslumaður á Blönduósi,
Jóhann Salberg Guðmundsson
sýslumaður á Sauðárkróki.
Stefán Friðbjamarson bæjar-
stjóri á Siglufirði, Ásgrímur
Hartmannsson bæjarstjóri á
Ólafsfirði og Jóhann Skaptason
sýslumaður á Húsavík. Fram-
kvæmdastjóri er nú Lárus Jóns
son viðskiptafræðingur á Akur-
eyri. — Til lagabreytingar þarf
% atkvæða á fjórðungsþingi.
Með því, sem nú hefir verið
sagt, er lýst í meginatriðum fé-
lagslegri uppbyggingu fjórðungs
sambandsins og stjórnarfyrir-
komulagi, að undanteknum fjár
hagsgrundvellimun, sem að
sjálfsögðu er kominn undir
sveitarstjórnum og sýslunefnd-
um, þar sem fjórðungsþing hef-
ir ekki að landslögum vald til
að leggja gjöld á sýslu- eða
sveitarfélög. En í 9. gr. sam-
bandslaganna er gert ráð fyrir,
að sveitarfélög greiði samband-
inu „ákveðinn bundraðshluta"
samardagðra útsvara og aðstöðu
gjalda og sýslur af sýslusjóðs-
gjaldi þeirra sveitarfélaga, sem
ekki „eiga beina aðild“ þ. e.
fulltrúa, á fjórðungsþingi. Til
þess að svo megi verða mun
þurfa formlegt samþykki sveit-
arstjórnar eða sýslunefndar
samkvæmt sveitarstjómarlög-
um.
Hlutverk fjórðungssambands-
ins er þannig ákveðið í 2. gr.
sambandslaganna:
„Höfuðmarkmið sambandsins
er að sameina sýslu- og sveitar-
félög í Norðlendingafjórðungi
um hagsmuna- ig menningar-
mál sín og stuðla að því, að þaui
komi fram sem ein heild út á
við, hvort heldur er um að ræða
sameiginleg mál fjórðungsins
alls eða einstakra sveitarfélaga
og byggðarlaga.
Sambandið skal stuðla að því,
að unnið verði að áætlanagerð
um byggðaþróun í Norðlend-
ingafjórðungi, heildaráætlun og
áætlun fyrir einstök sveitar-
félög, svo og annað það, er til
hagsbóta horfir og menningar,
og um það höfð samráð við
sýslunefndir og sveitarstjórnir
svo og viðkomandi ríkisstofn-
anir.
Sérstaka áherzlu vill sam-
bandið leggja á aukna náttúru-
vernd í Norðlendingafjórðungi,
svo og varðveizlu sögulegra
minja og annarra þeirra tengsla
milli fortíðar og nútíðar, sem
nauðsynleg eru hverri menn-
ingarþjóð.“
Ég sat sem gestur fjórðungs-
þingið á Sauðárkróki, ásamt
flestum eða öllum alþingis-
mönnum kjördæmanna tveggja
á Norðurlandi. Tók að vísu ekki
teljandi þátt í störfum þess, en
gaf því gætur, sem þar fór fram
á þingfundum, en á nefnda-
fundi kom ég ekki. Mér virtist
sú þróun, sem þar var lagður
grundvöllur að, stefna í rétta
átt. Ég er einn af þeim, sem um
mörg undanfarin ár hafa haldið
því fram í samræmi við tillög-
ur fjórðungsþinga um 1950, að
athuga beri möguleika á skipt-
ingu landsins í nokkur stór um
dæmi (,,fylki“) með takmark-
aðri sjálfstjóm í sérmálum og
í tillögu, sem lögð hefir verið
fram, á Alþingi því er nú situr,
um endurskoðun stjórnarskrár
innar, er m. a. um þetta mál
fjallað. Á Alþingi hafa tillögur
í þessa átt hlitið litilar undir-
tektir hingað til. En með stofn-
un sveitarfélagasambanda í ein
stökum landshlutum hefir nú
síðustu árin verið vakin sú
hreyfing, sem vænleg er til
árangurs og gæti orðið undlan-
fari nýrrar löggjafar, sem þá
yrði byggð á reynslu, sem
fjórðungs- eða sveitarfélagssam
böndin afla sér í starfi sínu. Það
er skoðun mín, að NorðurLand
hafi aðstöðu til að gerast braut-
ryðjandi á þessu sviði. En til
þess að svo megi verða þarf
margs að gæta.
Þegar ég tala um góða að-
stöðu Norðlendinga í þessum
efnum, á ég fyrst og fremst við
framtíðarmöguleika Norður-
lands vegna náttúrugæða á
landi og sjó, og má þá ekki
gleyma því, að sumt af því, seml
nú virðist fyrst og fremst til
þess fallið að gleðja augað eða
svala fróðleilcslöngun manna,
getur einnig, er stundir líða,
orðið undirstaða vehnegunar.
en ég hefi hér einnig í huga, að
um það er enginn ágreiningur,
hver sé höfuðstaður Norður-
lands alls og eðlileg miðstöð
sameiginlegrar starfsemi. í öðr
um ’landshlutum orkar þetta
fremur tvímælis, að því er virð
ist, eins og sakir standa. En hér
leggst á eitt fjölmenni Akur-
eyrar og hið mikla iÖna'Sar-
framtak þar, staða hennar mið-
svæðis á Norðurlandi, og þó
eigi sízt aðstaða hennar sem
norðlenzkrar menntamiðstöðv-
ar, og í því efni arftaka Hóla-
staðar og Möðruvailla.
Einstaka sinnum hefi ég
heyrt menn hafa orð á því, að
Norðlendingar þurfi að gæta
hófs í því að efla Akureyri.
Hún geti reynzt Norðurlandi
viðsjál á sama hátt og Reykja-
vík landsbyggðinni í heild. Það
er ekki norðlenzk hugsjón að
gera Akureyri að samskonar
sogdælu fyrir Norðurland og
Reykjavíkursvæðið er gagnvart
landinu. Ég hefi heldrn- ekki
orðið þess var, að Akureyri
sækist eftir því að verða sdík
sogdæla. Ég held, að menn
megi treysta því, að það sé ekki
markmið góðra Akureyringa,
að gera hana að stórri. borg í
hálfeyddum landshluta, héldur
leiðandi fjórðungsmiðstöð blóm
legra byggða. Ekki er ástæða
til að hafa á móti því, að Akur-
eyri haldi sinni eðlilegu fólks-
fjölgun, og taki við því fólki,
sem ella myndi fara burt af
Norðurlandi suður að Faxaflóa.
Og því bæri vissulega að fagna,
ef Akureyri yrði þess umkom-
in að snúa straumnum við,
þannig að hann tæki stefnu í
norðurátt. Við skipulagningu
fjórðungssambandsins og félaga
samtaka innan Norðurlands-
kjördæmis eystra, sem ég hefi
kynni af, sýnast mér Akureyr-
ingar hafa gætt viturlegs hófs.
— Auðsætt er, að hin fjölmenn-
ari byggðarlög mega ekki, ef
vel á að fara, láta hin fámenn-
ari gæta aflsmunar.
Norðlenzk stefna, og þar með
stefna fjórðungssambandsins, á
Opið bréf fil
Hr. Bjarni Einarsson,
bæjarstjóri, Akureyri.
ÞAKKA bréf yðar frá 17. þ. m.
Sem svar við því vil ég leyfa
mér að taka fram eftirfarandi:
Ég lýsi undrun minni á sam-
þykkt bæjarstjórnar Akureyrar
í sambandi við fyrirhugaða
Gljúfurversvirkjun í Laxá.'Þyk'
ir mér hún bera það með sér,
að háttvirt bæjarstjórn hafi
ekki kynnt sér það mál sem
skyldi og téð samþykkt henni
því eigi samboðin eins og á
stendur.
Ég vil minna á þá staðreynd,
að stjórn Laxái'virkjunar hefur
algjörlega sniðgengið þá laga-
legu og siðferðislagu skyldu
sína, að hafa samráð við Þing-
eyinga um fyrirhugaðar virkj-
unarframikvæmdir í héraðinu,
en aftur á móti kappkostað að
vinna að þeim málum án vit-
undar héraðsbúa. Einnig skilst
manni að hagkvæmni fyrir-
hugaðrar virkjunarfram-
kvæmda byggist að verulegu
leytí á því, að Þingeyingar beri
af þeim tjónið nær bótalauíst.
Eins og nú er komið virðist
þess full þörf að vekja athygli
á því, að Þingeyjarsýsla er ekki
afréttarland Akureyrar, heldur
nágrannahérað og fólkið, sem
þar býr hlýtur að hafa eitthvað
um það að segja hvernig farið
er með eigur þess og afkomu-
möguleika. Hvað snertir afleið-
ingar af umræddum virkjunar-
framkvæmdum er ekki úr vegi
að hugleiða eftirfarandi:
í nýjustu áætlun um full-
virkjun Laxár er gert ráð fyr-
ir því, að nær allt Skjálfanda-
fljót verði flutt yfir til Laxár.
Eigi slíkir vatnsflutningar sér
stað, þarf ekki til sérfræðinga
að leita um það, að geysilegt
tjón og byggðaeyðing hlýtur að
eiga sér stað með Laxá frá upp-
hafi til ósa og í Mývatnssveit
hljóta afleiðingarnar að vera
ófyrirsj áanlegar. Enda þótt
Laxá sé í dag ein fegursta og
eftirsóknarverðasta sportveiðiá
í gjörvallri Evrópu, þá yrði hún
naumast í tölu veiðivatna að
loknum þeim vatnsflutningum,
stíflugerð og vatnsmiðlun, sem
auðvitað að vera sú að vernda
og éfla byggð um allt Norður-
land. Náttúruskilyrði eru því
ekki til fyrirstöðu, að svo megi
verða. Sumir sem eiga heima í
strjálbýli eða fámennum þorp-
um, hafa beyg af óljósu tali hag
fræðinga um „byggðakjarna“
og kortagerð í því sambandi. Á
fjórðungsþinginu samþykktu
menn t. dó í trássi við byggða-
þróunarhugleiðingar Efnahags-
stofnunarinnar, að Siglufjörður
skyldi teljast „byggðakjarni"
en ekki „Miðarkjarni“ eins og
skrifað stóð. Svo er nú það, og
þarf ekki morg orð um að hafa.
Við getum, ef við viljum, kallað
það „byggðakjarna“ kaupstað-
ina okkar, kauptúnin, hin fjöl-
mennu1 skólasetur o. s. frv., hér
á Norðurlandi. Þetta hefur allt
orðið til með eðlilegum hætti og
vegna náttúrulegrar þróunar og
á vissulega sinn tilverurétt og
sínar framtíðarvonir, og sama
er að segja um hina norðlenzku
sveitabyggð, sem staðið hefur
um aldir, þótt þar hafi breyting
á orðið. Það er ekki norðlenzk
stefna að eyða vontun heldur
að glæða vonir í norðlenzkum
byggðai'lögum, hvar svo sem
þau eru.
Hlutverk fjórðungssambands-
ins er að sameina kralfta, laða
menn til samstarfs fyrir Norð-
urland allt og að vera sameigin
leg þjónustustofnun og baráttu
bæjarsljórans
hér um ræðir. Hvað veiði snert
ir má hið sama segja um Skjálf
andafljót og þó meira, því að
það yrði nær þurrkað út af ís-
landskortinu með ýmsum óhag-
kvæmum afleiðingum, sem hér
yrði of langt upp að telja.
Fyrirhuguð stórstíflugerð í
mynni Laxárdals hlýtur auk
algerrar byggðaeyðingar þar að
skapa íbúum Aðaldals óbætan-
legt tjón, óöryggi og hugsan-
lega lífsháska. Slík meðferð á
Aðaldælingum Mýtur að til-
heyra ómannúðlegum sjónar-
miðum gagnvai't þeim. Enda
veit ég engan halda því fram,
að Akureyringum yrði boðið
upp á að búa undir slíkri stíflu,
þótt hliðstæðaa- aðstæður væru
þar fyrir hendi. Auðsætt virðist
að hinn lífræni framburður í
Laxá og Skjálfandafljóti muni
botnfalla í hinu fyrirhugaða
lóni í Laxárdal og eigi ná að
berast til sjávar. Ætla má að
slíkt kynni að hafa afdrifaríkar
afleiðingar fyrir botngróður og
fiskigengd í Skjálfandaflóa. En
auðvitað skortir nær allt á um
vísindalegar rannsóknir á
þessu, sem og flest öllu í sam-
bandi við umræddar fram-
kvæmdir. Auk þess, sem hér er
talið, þá eru öll náttúruverndar
sjónaimið fyrir borð borin í
sambandi við margnefndar
framkvæmdir, og hljóta þær að
lýta náttúrulegan svip umhverf
isins og hafa hin neikvæðustu
áhrif í sambandi við ferðamenn
og ferðamál almennt. En þau
eru nú mjög á dagskrá meðal
íslendinga að mér skilst. En
þetta er auðvitað ekki bara mál
Þingeyjarsýslu, Húsavíkur og
Akureyrar, heldur og alls ís-
lands.
Þegar Búrfellsvirkjun er full
gerð hafa íslendingar aðeins
náð að nýta 6% af virkjaMegri
vatnsorku í landinu. Þegar svo
er ástatt virðist það ekki þjóð-
hagslega hagkvæmt að taka nú
þegar að eyðileggja verðmæt-
ustu vötn landsins með virkj-
unarfi-amkvæmdum þegar
nægra annarra kosta er völ. í
því sambandi má benda á ýmsa
möguleika í Þingeyjarsýslum
svo sem virkjun Jökulsár á
tæki út á við í sókn og vörn.
Náttúrlega getur komið upp
ágreiningur milli norðlenzkra
byggðarlaga og sumum er það
stundum mikilsvert, sem aðrir
láta sér liggja í léttu rúmi. Þeg-
ar slíkt kemur fyrir, þynfti
fjórðungssambandið að geta
verið sá vettvangur, þar sem
reynt er að leysa vandann „að
beztu manna yfirsýn“. Það er
mikilsvert, að vel hæfir áhuga-
menn sem fyrst og fremst beri
velferð Norðurlands fyrir
'brjósti, veljist þar til forystu.
En það skiptir líka miklu, að
ekki ríki tómlæti um störf þess
í norðlenzkum byggðarlögum,
heldur gefi menn öllui því góð-
ar gætur, sem þar fer fram,
veiti því stuðning til að láta
gott af sér leiða, og fái því verk
efni, sem ætla má, að það geti
Ieyst af hendi.
Þó að Efnahagsstofnunin hafi
nokkur undanfarin ár unnið að
undirbúningi Norðurlandsáætl-
unar, og fjórðungssambandið
kunni að halda því verki áfram
með stuðningi Efnahagsstofn-
unarinnar, er sambandið sem
slíkt óháð ríkisvaldinu, og eng-
inn á yfir því að segja nema
umbjóðendur þess, sveitar- og
sýslufélögin norðlenzku. Það er
sjálfstæð norðlenzk stofnun og
vonandi lánast því að sýna það
í verki, að svo sé. G. G.
á Akureyri
Fjöllum, Skjálfandafljóts í sín-
um eigin farvegi, jafnrennslis-
virkjun í Laxá og jarðgufu-
virkjanir, sem taka nú örum
framförum erlendis. En þar höf
um við íslendingar dregizt mjög
aftur úr, þrátt fyrir óumdeilan-
lega möguleika á því sviði.
Mér virðist því vafasamt að
halda áfram þeim einstefnu-
akstri í virkjunarmálum, sem
stjórn Laxárvirkjunar virðist
hafa tekið upp. Og mér er
spurn: Hvað nær stuðninguir
bæj'arstjómar Akureyrar langt
við stefnu stjórnar Laxárvirkj-
unar í virkjunarmálum? Ætlar
hún að taka ómakið af Laxár-
virkjun og bæta Þingeyingum
allt það tjón, sem af fyrirhug-
uðum framkvæmdum kann að
Mjótast? Ætlar hún kannske
líka að taka fulia ábyrgð á
stíflumannvirkinu í mynni
Laxárdals, og vera við því búin
að bæta líf og eignir 300 Aðai-
dælinga, ef um stífluslys yrði
að ræða, sem auðveldlega geti
átt sér stað við þær aðstæður,
sem fyrir hendi eru? Þessa
væri kannske full þörf, því ekki
get ég séð, að Laxárvirkjun
standi undir öllu þessu.
Eða er stuðningurinn aðeins
í því fólginn að reyna að kúga
Þingeyinga? Að lokum vil ég
svo fara þess á leit við yður,
herra bæjarstjóri, að þér hlut-
ist til um að virðMeg bæjar-
stjórn Akureyrar taki þetta
stórmál til rækilegrar endur-
skoðunar og beiti sér fyrir því,
að virkjunarmál Norðaustur-
lands verði nú leyst af viti en
ekki óviti.
Virðingarfyllst,
Laxamýri, 26. febrúar 1970,
Vigfús B. Jónsson.
Blöð að heiman
Brúa hnattar hálfan veg
hingað til mín vestur,
kveðja að heiman hjartaMeg,
hvert eitt feginsgestur.
Richard Beck.
Skoðanakönnun Framsóknarmanna
ATKVÆÐAGREIÐSLU í skoð
anakönnun Framsóknarfélag-
anna á Akureyri lauk 22. febrú-
ar. Atkvæði greiddu 768 manns.
Kjósa átti 8 menn af 30 manna
lista. Flest atkvæði hlutu eftir-
taldir 8 menn:
1. Sigurður Óli Brynjólfsson,
kennari, 660 atkv.
2. Valur Amþórsson, aðstoðar-
kaupfélagsstjóri, 481 atkv.
3. Sigurður Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri, 442 atkv.
4. Stefán Reykjalín, bygginga-
meistari, 437 atkv.
5. Haukur Árnason, tækni-
fræðingur, 355 atkv.
6. Jónas Oddsson, læknir,
328 atkv.
7. Amþór Þorsteinsson, verk-
smiðjustjóri, 296 atkv.
8. Tryggvi Helgason, flug-
maður, 233 atkv;
Við athugun á því, hvernig
menn voru tölusettir á listann,
þar sem notuð er reglan:
í fyrsta sæti fer sá, sem hlýt-
ur flest atkvæði í það sæti, í
annað sæti sá, sem Mýtur flest
atkvæði í 1. og 2. sæti, í þriðja
sæti sá, sem hlýtur flest at-
•kvæði í 1., 2. og 3. sæti o. s. frv.,
verður röðin þessi:
í TILKYNNINGU frá Ferða-
málafélagi Akureyrar, sem hélt
aðalfund 14. fberúar sl., segir
frá skýrslu stjómar, ræðum
Bjarna Einarsson og Lárusar
Jónssonar. Fundurinn gerði svo
hljóðandi ályktun xun sam-
göngumál:
Aðalfundur Ferðamálafélags
Akureyrar, haldinn 14. febrúar
1970, bendir á nauðsyn þess, að
reist verði umferðarmiðstöð á
Akureyri, sem hýst geti skrif-
stofur og afgreiðslur vegna
ferðafólks. Fundurinn telur
þetta eitt af grundvallaratrið-
um, sem fyrir hendi þurfa að
vera til verulegrar aukningar
ferðamannastraums til bæjarins
og nágrannahéraðanna. í þessu
sambandi bendir fundurinn á
að áætlunarflug með hag-
kvæmri gerð flugvélar frá Akur
eyri myndi tengja saman á nýj-
og öryggis, m. a. vegna ferða-
mannaþjónustunnar í bænum.
Formaður félagsins (Herbert
Guðmundsson), sem flutti til
Reykjavíkur um síðastliðin ára
mót lét af störfum hjá félaginu
og var honum þakkað ágæt
störf hans og áhuga á málefnufn
félagsins, enMremur gengu
tveir aðrir stjórnarmeðlimir úr
stjórn, samkvæmt lögum félags
ins og voru tveir nýir kosnir í
þeirra stað. Stjórn Ferðamála-
félagsins er nú skipuð þessum
mönnum: Lárus Jónsson, Gunn
ar Kárason, Björgvin Júníus-
son, Gunnar Árnason, Hennann
Sigtryggsson, Jón Egilsson og
Ragnar Ragnarsson. □
1. Sigurður Óli Brynjólfsson.
2. Stefán Reykjalín.
3. Valur Arnþórsson.
4. Sigurður Jóhannesson.
5. Haukur Árnason.
6. Jónas Oddsson.
7. Arnþór Þorsteinsson.
8. Tryggvi Helgason.
Atkvæðagreiðslan fór fram í
Félagsheimili Framsóknar-
félaganna, Hafnarstræti 90, og
voru kjörseðlar aðeins sendir
heim til þeirra, sem þess ósk-
uðu.
Rétt er að taka fram, að það
er fulltrúaráð Framsóknar-
félaganna, sem endanlega ákveð
ur uppstillingu listans, auk þess
er eftir að fá endanlegt sam-
þykki viðkomandi manna.
Prófkjörsnefnd.
Fra Húsmæðraskóla Akureyrar
an hátt ferðamannasvæðin á
Norður- og Austurlandi, bæði á
vorin þegar vegir eru slærnir og
einnig á sumrin og geti þamiig
orðið mikil lyftistöng fyrir heild
aruppbyggingu ferðamálanna í
þessum landsMutum. Fundur-
inn bendir ennfremur á, að
mjög hugsandi er að framhMd
verði á mikilsverðum fram-
kvæmdum við aðstöðu uppbygg
ingu flugstöðvarinnar á Akur-
eyri svo náð verði því takmarki,
að Akureyrarflugvöllur geti
þjónað almennum millilanda-
flugi. Loks bendir fundurinn á,
að vegagerð frá flugvelli til
bæjarins, frá bænum upp í
Hliðarfjall, svo og frá Akureyri
austur og vestur á aðalleiðum,
er ein aðalforsenda þess að Ak-
ureyri verði mikilvæg ferða-
mannamiðstöð, eins og stefna
ber að. Fundurinn beinir því
þeim eindregnu tilmælum til
samgöngumálaráðuneytisins og
viðkomandi ríkisstofnanna að
tekið verði sérstakt tillit til
þessara mála við gerð fram-
kvæmdaáætlana næstu ára, á
grundvelli hins þjóðhaglega
gildis, sem þáttur Akureyrar á
að geta haft í ferðamannaþjón-
ustu, sem stórvaxandi atvinnu-
grein.
Aðalfundur Ferðamálafélags
Akureyrar, haldinn 14. febrúar
1970, lýsir mikilli ánægju yfir
óhuga og aðgerðum stjórnvalda
varðandi skipMegar rannsóknir
og áætlanagerð í ferðamálum
og hlutdeild Sameinuðu þjóð-
anna. Fundurinn fagnar sér-
staklega hversu Mutverk Akur
eyrar hefur verið metið við
undirbúning fyrmefndra að-
gerða og heitir fMlum stuðningi
sínum við framkvæmd þeirra,
jafMramt því sem það óskar
eftir að eiga að þeim beina
aðild svo sem verið hefur við
undirbúning þeirra.
Aðalfundur Ferðamálafélags
Akureyrar, haldinn að Hótel
KEA 14. febrúar 1970, felur
stjórn félagsins að leita eftir
því við bæjai'stjórn og fleiri
aðila, að eigandi snjóbílsins
A 1587 verði gert kleift að halda
þessu tæki í bænum og í not-
‘hæfu standi til samgöngubóta
í VETUR hafa verið haldin á
vegum Húsmæðraskóla Akur-
eyrar námskeið í ýmsum grein-
ulm. Fyrir jól voru 40 konur á
saumanámskeiði hjá frk. Ing-
unni Björnsdóttur. Á föndur-
námskeiði, sem stóð í 5 kvöld,
voru 25 konur, kennari var frú
Ragnheiður Valgarðsdóttir.
Rúmlega 70 konur horfðu á
sýMkennslu í matreiðslu hjá
frú Hjördísi Stefánsdóttur.
Vefnaðarnámskeið hafa einn-
ig verið í vetur hjá frú Ólöfu
Þórhallsdóttur og hafa þau
verið vel sótt. Nú standa yfir
sauma- og vefnaðarnámskeið,
og munu standa til vors. Fimm
vikna matreiðslunámskeið hjá
frk. Guðrúnu Sigurðardóttur er
senn að Ijúka, en í ráði er að
hefja ný námskeið innan
skamms og standa þau líklega
í 3—4 kvöld og einkum ætluð
húsmæðrum.
Nánari upplýsingar í Hús-
mæðraskólanum á miðvikudag
kl. 1—3, sími 1-11-99.
Yfirlit um kærur
yfir kærur tíl embættís bæjarfógetans á Akureyri og sýslumanns-
ins í Eyjafjarðarsýslu árið 1969.
I. Sérrefsilagabrot.
1. Olvun á almannafæri .................................. 286
2. Olvun í heimahúsi .................................... 23
3. Ölvun við akstur...................................... 77
4. Ólögleg meðferð áfengis............................... 31
5. Ólögleg sala áfengis.................................. 4
6. Bifreiðaslys og árekstrar ............................ 617
.7. lUmferðarlajíabrot:
a. Of hraður akstur................................ 82
b. Akstur án réttinda ............................. 14
c. Ofhleðsla bifreiða ............................' 5
d. Ótilgreind umferðarlagabrot .................... 82
e. Röng staða bifreiða o. fl. (lögreglusektir)..... 83
f. Stöðumælabrot .................................. 542
------ 808
8. Lögrgelusamþykktarbrot (ýmiskonar) ................... 12
9. Ólögleg meðferð skotvopna............................. 8
10. Tolllagabrot ......................................... 3
11. Brot á samþykikt um lokunartíma sölubúða.............. 3
12. Landhelgisbrot .......................................... 3
13. Brot á reglum um möskvastærð botnvörpu................... 4
14. Verðlagsbrot ............................................ 5
1 i ■
II. Ýmsar Sakadómsrannsóknir.
1. RannsókMr vegna vofeifilegs dauðdaga..................... 4
2. Brunarannsóknir ......................................... 7
3. Rannsóknir vegna slyss á mönnum......................... 18
4. Barnaverndarmál ........................................ 24
5. Ymsar rannsóknir ........................................ 5
III. Ilegningarlagabrot.
1. Þjófnaður og innbrot ................................... 77
2. Hnupl .................................................. 11
3. Eignaspjöll ............................................ 52
4. Líkamsárásir .......................................... 13
5. Svik og skjalafals ..................................... 15
6. Brot gegn valdstjórninni................................ 1
7. Nytjastuldur ............................................ 2
Samtals 2113