Dagur - 25.03.1970, Page 6

Dagur - 25.03.1970, Page 6
s ■ fslenzkt þjóðfélag i framliðarheimi (Framhald af blaðsíðu 5). telja þetta sjálfir eitt hættuleg- asta vopn, er menn hefðu í hönd um, þ. e. vopn, sem gerir mögu- legt að breyta eðli mannkyns. Þannig er margt, sem varast 'ber, einnig í því að notfæra sér sigra vísindanna. En hraðar breytingar koma. Þær koma yfir okkur eins og fellibylur, gagn- stætt því sem var. En svo bezt stöndum við í storminum, að hann komi okkur ekki á óvart, og því ber okkur að skyggnast um og fylgjast með hinum hrað fara breytingum allt umhverfis okkur, og reyna að láta þær þjóna okkar staðháttum sem bezt, því storma breytinganna getum við ekki flúið. Þegar við ■höfum gert okkur grein fyrir því, hvert þróun umheimsins stefnir, verðum við að spyrja okkur sjálf, hvað við viljum og hvernig þjóðfélag okkar eigi að vera í framtíðinni. Skortur á forsjá og fyrir- hyggju hér á landi, veldur mér áhyggjum, og stærsta átakið er að breyta þessu viðhorfi. Ýmis- konar einingar framleiðslu, full vinnslu og í iðnaði verðum við nú að stækka og fullkomna. Tvö hraðfrystiliús í litlu sjávarþorpi, sem berast á banaspjótum vegna vöntunar á hráefni, er á sumum stöðum sorgarsaga. Þar er samvinnuformið auðveldasta úrræðið og það á við í ríkum mæli í sjávarútvegi, jafnvel milli landshluta, þar sem nýta þarf sem bezt bæði hráefni og vinnuafl. En til þess að svo - NÁMSKEIÐ... (Framhald af blaðsíðu 8). fyrir fullkomnum húsmæðra- skóla á Akureyri auk námskeið anna. Vonandi styðja konur og kvenfélög bæjarins þennan þátt í eflingu Akureyrar eftir mætti, sem skólabæjar. Skólanefnd húsmæðraskólans heitir á allt gott fólk að stuðla að framgangi þessa máls. □ r - Ovænlega horfir (Framhald af blaðsíðu 4) árum síðan var allstór og nægilegur, ef hann liefði verið veiddur skynsamlega til þess að fullnægja eftir- spurn eftir saltsíld og frystri síld í dag, ofveiddum við í algerri fáfræði eða fégræðgi. Það allra grátlegasta var þegar við mokuðum upp síldarseiðum í Skeiðarár- dýpi tvö ár í röð. Eftir þá veiði var eins og síldin hyrfi á lýgilega stuttum tíma. Ég tel, að við megum aldrei veiða síld af þessum stofni austan Vestmannaeyja. Eins þurfum við að friða allar gotstöðvar, sem vitað er um fyrir öllum botnsköf- um allt árið um kring og einnig fyrir netalögnum á gottímanum. Að sjálfsögðu verðum við að veiða eitt- livað úr þessum stofni árlega til beitu og fl., en umfram allt að reyna að lofa honum að stækka verulega, til þess að við getum farið að láta hann skila okkur milljarða verðmætum árlega í síldar- hungruðum lieimi. Ég trúi ekki öðru en við getum sam einast um þetta mikla verk- efni.“ □ verði þarf sterka leiðsögn hins opinbera. Við getum tekið annað dæmi af svipuðu tagi, húsgagnaút- flutningsiðnaðinn. Það eru yfir tvö hundriið fyrirtæki hér á landi, sem framleiða húsgögn, með 4—5 menn í þjónustu sinni, að meðallali. En þeirra á meðal eru þó til nokkur töluvert stór og þekkja Akureyringar það. Dýr vélakostur nýtist illa á litl- um verkstæðum. Erlendur bankamaður sagði í sumar um lánastarfsemi til iðnaðarins, að það væri miklu óskynsamlegra að lána of lítið en of mikið, fyr- irtækjum, sem rétt væru upp byggð og hefðu góða möguleika. Þessi sami maður sagði, eftir að hafa skoðað hér myndarlegt hús gagnaverkstæði, að vörurnar væru góðar og að Bandaríkja- menn myndu vera fúsir á að kaupa þær. En til að sinna slík- um markaði verða litlir fram- leiðendur að starfa sem ein heild vegna markaðarins, eins og t. d. Danir gera með góðum árangri og einmitt í þessari grein. Hér þarf góða leiðsögn valdhafa. í fiskiðnaði höfum við ótrúlega mikla möguleika. Sennilega fækkar enn fólki víða um land og dregst enn til höfuðborgarsvæðisins. Þetta er háskaleg þróun, og getur hlut- verk Akureyrar, til mótvægis, verið veigamikið, öllu landinu til góðs. Hér á landi er það orðin land læg venja vegna þess að hennar er þörf, að menn grípa hverja stund til að afla sér au'katekna. En þetta hlýtur að breytast. Við getum naumast unað því til lengdar, að búa við langtum verri lífskjör en nágrannar okk ar, svo við getum ekki lifað sómasamlega af venjulegum launatekjum, án eftir- og helgi- dagavinnu. Og svo bætast við nefndarstörfin, sem hér á landi er ekki hægt að koma tölu á, launuð og ólaunuð — til við- bótar. Nefndarstörf eru oft höfð að gamanmálum samanber manninn, sem vildi láta grafa á legstein sinn: Farinn á næsta fund. En því miður gefum við okkur of lítinn tíma til að njóta þess umhverfis, sem við eigum, og of fáir hafa bókstaflega efni á því. Auðvitað verða íslend- ingar að vinna fyrir þeim fjár- munum, sem við þurfum að nota, jafnvel meira en aðrir, og lifað þó hamingjusömu lífi. Ekki höfum við eitrað andrúms loft og umhverfi, eins og svo margir aðrir. Við skulum meta það og öll hin miklu gæði lands ins, fegurð og hreinleika. En það eru hinir illa settu erlendu menn, sem kenna okkur þann sannleika. Og í sambandi við þetta dettur mér í hug, eftir að hafa verið á skíðum í dag í hinu dásamlega Hlíðarfjalli, að það er hreinasta skömm að því, að hið opinbera skuli ekki gera hér nokkurt átak vegna skíðaíþrótt arinnar, t. d. byggja skiðalyftu alveg upp á fjallið, í framhaldi - MÚLAÞING, 4. hefti (Framhald af blaðsíðu 5). Einkar fróðlegt var viðtalið um elzta skólahúsið á Eiðum og merkilegum fróðleik þar bjarg- að frá gleymsku. Þetta átti aldrei að vera ann- að en stutt umgetning um þetta nýja hefti af Múlaþingi. Sögu- félagið vinnur merkilegt verk með útgáfu þess. Heftið fæst í Bókaverzlun Jónasar Jóhanns- sonar á Akureyri svo og hin heftin. af því, sem fyrir er. Ferðamálin geta rennt styrkri stoð undir efnahag okkar, ef rétt er á haldið. Steingrímur Hermannsson ræddi margt fleira en hér er stiklað á, auk þess að svara fyrirspurnum. En í lok fram- söguræðu sinnar, minntist hann sérstaklega á, hvers vegna hann væri Framsóknarmaður, en það væri vegna þess, að flokkurinn ætti rætur í þjóðlegum arfi feðranna og treysti á úrræði samvinnu og samhjálpar, en hvorttveggja væri þjóðinni jafn nauðsynlegt til að öðlast lífs- hamingju í hinu fagra landi okkar. Q Eitt HERBERGI og ELDHÚS óskast til leigu. Uppl. í síma 2-13-89. KARLMANNSÚR, Terval, fundið hjá Brún. Ragnar Elísson, Kotá. TAPAÐ! Hvítur KÖTTUR hefir tapazt í Glerárhverfi. Uppl. í síma 1-21-67. Til sölu HONDA 50 skellinaðra. Uppl. í síma 1-13-60, eftir kl. 7 á kvöldin. BARNAVAGN til sölu. Grænugötu 6, sími 1-18-98. Til sölu HONDA, árg. ’66, ásamt varahlutum. Uppl. í Helgamagrastr. 48, niðri, enginn sími. Til sölu TELPUKÁPA á 8—10 ára. Uppl. í síma 2-10-92. Til sölu: SKODA OKTAVIA, árg. 1959. Uppl. í síma 1-25 80 og 1-27-52. Til sölu: VÖRUBIFREIÐ, Ford D800 dísel, árgerð ’66. Uppl. í síma (96) 2-10-51 Til sölu WILLYS- JEPPI, árgerð 1955. Uppl. gefur Brynjar Jónsson, Landbúnaðar- verkstæðinu, sími 1-20-84, heimasími 1-20-16. STÚLKU VANTAR í einn mánuð vegna veikindaforfalla. Vinna hluta úr deginum kenrur til greina. Stjörnu apótek. Heildverzlun á Akureyri óskar að ráða SÖLU- MANN sem fyrst. Bílpróf og reglusemi nauðsynleg. Uppl. í síma 1-24-32. SfMI 21400 FERMINGAR- GJAFIR r 1 úrvali. Falleg PEYSA er hentug FERMINGARGJÖF. Hvergi meira úrval. VERZLUNIN DRÍFA Sími 1-15-21. ÚRVAL AF Nylon- VATTSLOPPUM TIL FERMINGARGJAFA. Góð fermingargjöf! GJAFAPAKKAR með handavinnuefni. Fagurt og mikið úrval. Póstsendum. . Verzlun Ragnheiðar 0. Björnsson NÝKOMIÐ! Hvítar SLÆÐUR Hvítir TREFLAR Hvítar TÖSKUR Hvítar BUXUR ★ * Hvítir LEISTAR Hvítir SPORTSOKKAR Hvítar SOKKABUXUR ★ Hvítar, langerma BARNA- * CREP-PEYSUR VERZLUNIN ÁSBYRGI Skrifsfofustúlka óskast til starfa á bæjarskrifstofunni. Upplýsingar um starfið veitir bæjarritari. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 6. apríl n.k> • t ■ a t Bæjarstjórinn á Akureyri, 24. marz 1970, BJARNI EINARSSON. . > l'. »* li Í f ---------------—------------—r PÁSKAEGG 1 GLEÐJIÐ BÖRNIN OG FJÖLSKYLDUNA. MIKIÐ ÚRVAL. KJÖRBÚÐIR KEA Eiríkur Sigurðsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.