Dagur - 06.05.1970, Blaðsíða 4

Dagur - 06.05.1970, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. OKKAR PLÁGA ST J ÓRN ARBLÖÐIN óttast það meira en allt annað í undirbúningi bæjarstjórnarkosninganna, að fólk sé minnt á hina hraklegu sögu stjóm arflokkanna á liðnum árum, enda hefur sjálfur forsætisráðhenra óskað þess, að þeim málum væri ekki blandað saman! En fram hjá því er ekki unnt að ganga í pólitískum kosningum, að landsmál séu tekin á dagskrá. íslendingar fylgjast allvel með því, er gerist meðal nálægra þjóða, og það vekur undrun allra þeirra, sem um stjórnmál hugsa, að á sama tíma og vestrænar þjóðir búa við ört batnandi lífskjör og stórstígar fram- farir á flestum sviðum, skuli ein þjóð dragast aftur úr. Hvaða þjóð er það? Það eru íslendingar. Hvers vegna fylgjast þeir ekki með? Er það vegna aflabrests, verðhruns á erlend- um mörkuðum, eða er það vegna eldgosa eða herkostnaðar? Nei, við liöfum á síðustu 10 árum búið við aflagóðæri, já metafla fleiri ár, líka markaðsgóðæri, eldgos hafa ekki eitrað gróðurinn né ísinn lokað leið- um til langframa. En við höfum haft þá ríkisstjóm, sem er plága, ríkis- stjórn, sem setið hefur rúman ára- tug við völd, svikið flest sin loforð og fyrirheit og leitt þjóðina svo af- vega, að slíks eru engin dæmi. Eftir ísalds- og kratastjóm í rúman ára- tug, er íslenzka þjóðin að verða að viðundri meðal Norðurlandaþjóð- anna, og skulu þess nefnd örfá dæmi. Stjórnin lofaði að efla atvinnuveg- ina og skapa öllum landsins bömum örugga atvinnu. Fólkið uppskai' mesta atvinnuleysi sem orðið hefur í áratugi og fjölmargir flúðu land. Heitið var bættum lífskjömm. Efnd- irnar em þær, að á síðustu ámm hefur kaupmáttur venjulegra launa, t. d. verkafólks, minnkað að mun, eða 20—25% á síðustu tveim árum. Heitið var, að standa vörð um ís- lenzku krónuna. Fjórar gengisfell- ingar, m. a. tvær gengisfellingar á einu ári, em efndir þess fyrirheits. Verðstöðvunarstefna var eitt af kjör- orðum íhalds og krata. Allir vita hvemig hún tókst. Ýsan hefur hækk- að um 814%, kartöflur um 1293%, kaffi um 432%, hveiti um 378% og svo frv. Og það tekur lengri tíma að vinna fyrir flestum nauðsynjum en áður. í stað verðstöðvunar ríkir óða- verðbólga í landinu. Það er naum- ast von að forsætisráðlierra slíkrar stjómar vilji blanda landsmálum í bæjarstjómarkosningarnar! Þess er vænst af kjósendum, að þeir skilji, að blind flokksti'yggð er engin dyggð, og í bæjarstjórnarkosningum er unnt að veita lélegri ríkisstjórn nokkra aðvörun. □ Islendingar virða rétt einstaklingsins — en leggja þó álierzlu á sainfélagsskyldurnar segir Bjarni Einarsson bæjarstjóri á Akureyri BJARNI EINARSSON bæiar- stjóri á Akureyri er ungur mað ur, sonur séra Einars Guðn’a- sonar prófasts í Reykholti og Onnu Bjarnadóttur konu hans. Hann fæddist í Reykholti og ól-st þar upp en árið 1950 fór hann að heiman til frekara náms, varð stúdent við Mennta- skólann í Reykjavík og nam sið an viðskiptafræði, lauk háskóla prófi 1958 en sigldi síðan utan til framhaldsnáms í hagfræði og skipulagsfraeðum. Vann eftir heimkomuna við hagi’annsókn- ir og hagskýrslugerð hjá Fram- kvæmdabanka fslands og síðan hjá Efnahagsstofnuninni. Kona hans er Gíslina Guðrún Friðbjörnsdóttir úr Reykjavík og eiga þau tvö böi*n. Bjarni Einarsson bæjarstjóri er frjálslyndur hugsjónamaður, vel máli farinn, vel kunnugur völundarhúsum valds og fjár- magns, atorkumaður með mikla yfirsýn í embætti sínu og áhuga samur um vöxt og viðgang Norð urlands, sem hann telur nauð- synlegt mótvægi við hlutfalls- lega stóra höfuðborg. Hann hefur verið bæjarstjóri á Akur- eyri í þrjú ár. Dagur bað bæjarstjórann að svara nokkrum spurningum blaðsins og hittist svo á, að þann sama dag hljóp af stokk- unum skip það í Þýzkalandi, sem hlotið hefur nafn afa hans, það er hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson. . Verður þú bæjarstjóri hér áfram? Ég hef nú verið hér þrjú ár, þrjú kreppuár. Nú er að lifna yfir hlutunum á ný. Það hlýtur að veVa skemmtilegra að vinna við stjórn bæjarmála þegar vel gengur, og víst langar mig til að reyna hvernig það er. Auk þess á ég ýmsu ólokið hér. Annars langar mig til að gera nokkra grein fyrir aðdraganda að för minni hingað norður og því, sem til grundvallar Já. Þú vannst þá hjá Efnaliags- stofnuninni? Já, frá stofnun hennar. Síð- ustu árin, eða frá 1964, starfaði ég einkiun að ákveðnum mála- flokki, sem ég varð mjög hug- fanginn af. Þetta voru byggða- áætlanirnar. Mér finnst þróun byggða-r í landinu rneðal allra þýðingarmestu þjóðmála og þeim ekki nægur gaumur gef- inn, hvorki á æðstu stöðum né meðal almennings. Ég hef mik- inn áhuga á, að starfsa að þess- um málum á sem breiðustum grundvelli, eða á þeim vett- vangi, sem árangurs er helzt að vænta hvei-ju sinni. Ég gat thugsað mót' aS hverfa fi'á þess- um störfum á vegum ríkisins og fara hingað, því ég áleit Akur- eyri gegna alveg sérstöku hlut- verki í byggðaþróun landsins. Ég hef reyrldar tekið svo djúpt í árinni að halda því fram, að þróun Akureyrar ráði úrslitum um þróun landsbyggðarinnar yfirleitt. Þó ég í staifi mínu í Efnahagsstofnuninni hefði náið samband við fólk og fyrirtæki víða um landið, fannst mér ég að sumu leyti vera áhorfandi fremur en þátttakandi í baráttu landsbyggðarinnar. Bæjarstjóra starfið á Akureyri virtist bjóða upp á einstakt tækifæri til þess að kynnast raunveruleikanum ef eigin reynd. Einnig bjóst ég við að komast að niðurstöðu um, hvort Akureyri gæti gegnt því þýðingarmikla hlutverki í framtíðai-uppbyggingu íslenzks þjóðfélags, sem mér og ýmsum öðrum virtist hún þurfa að gegna. Nú, að síðustu flökraði það >að mér, að ef til vill gæti ég látið eitthvað gott af mér leiða, ásamt því að öðlast sjálfur dýr- mæta lífsreynslu. Hefur þú orðið fyrir von- brigðum? Nei. Starfið er einstaklega fjölþætt og hér hef ég kynnzt flestum hliðum mannlegs lífs. Ég hef einnig haft bein persónu leg kynni af rekstri margvis- legra fyrirtækja, auk reksturs Bjarni Einarsson. þessa mikla bæjarfélags sjálfs og þeirra margvíslegu stjóm- sýslustarfa, sem þar þarf að vinna. Hér hef ég einnig haft kynni af mörgum merkismöim- um, og eru þau kynni lærdóms- rík og verða mér ógleymanleg. Og ég er enn sannfærðari en áður um, að Akureyri getur gert það, sem hún þarf að gera, ef bænum verða sköpuð þau skilyi'ði, sem nauðsynleg eru, og ef Akureyringar vilja það. Mér finnst starfi mínu ekki lok- ið hér. Kreppan setti strik í reikninginn hjá mér, eins og svo mörgum öðrum. Hennar vegna höfum við átt í varnar- baráttu undanfarin þrjú ár. Nú er ástandið að breytast, og ég held að tími sé kominn til að snúa vöm í sókn, og mig langar til að vera nálægur, a. m. k. við upphaf sóknaraðgerðanna. Sumir tala um Akureyrar- kenningima? Nafngiftin „Akureyrarkenn- ingin“ er villandi. Hún er til komin vegna þess hve mikið hefur verið lagt upp úr þýð- ingu Akureyrar fyrir þá byggða þróun, sem talin er nauðsynleg. En villandi er nafngiftin vegna þess, að það er ekki fyrst og fremst vegna Akureyrar, sem áherzla er lögð á vöxt hennar, heldui- vegna þeirra áhrifa, sem vöxtur Aikureyrar hefur á þró- un byggðar á Norðurlandi, og þar með á þróun byggðar í land inu sem heild, Þessai- byggða- þróunarkenningar ættu því fremui- að nefnast „Norðurlands kenning“. Gagnrýni hefur komið fram við þessa kenningu? Ég hef oráið var þrennskonar gagnrýni, frá Reykjavík, Norð- lendingum, öðrum en Eyfirðing um, og þekn, sem líta á sig sem málsvara sveitanna sérstaklega. Sá misskilningur virðist algeng m- meðal Reykvíkinga, að efl- ing byggðar á Norðm'landi, og þar með vöxtur Akureyrar, sé gagnstæð hagsmunum Reykja- vikur. Þessu er öfugt fai'ið. Á höfuðboi'gai'svæðinu býr nú meira en helmingur þjóðarinn- ar, og því mun rúmur helming- ur fólksfjölgunar í landinu koma þar fram, án aðflutninga. Slík þróun væri höfuðborgar- svæðinu mjög hagstæð, mun hagstæðari en ofþensla, slík sem þar var á árunum 1950— 1960. Það er hagsmunamál Reykvíkiniga að landsbyggðin eflist, svo auðlindir landsins alls nýtist sem bezt, auk þess sem mikið fé mun sparast, því mun ódýrara er að stækka ýmsu helztu þéttbýlisstaði úti á landi en Reykjavík, Við skulum líka minnast síðasta sumars, en þá kom áþreifanlega í ljós, að ísland getur ekki án Norður- lands verið. Ör vöxtur Sauðár- króks, Akureyrar og Húsavíkur er eina leiðin til að tryggja efl- ingu byggðar á Norðm-landi svo um muni og þar með hagkvæma byggðaþróun í landinu. Á þessu þurfa íslendingar að átta sig, og þá Norðlendingar ekki síður en aði'ir. Það, sem stefna þarf að í þessum landsliluta, er að stöðva hina miklu fólksflutn- inga frá Norðurlandi, suður. Það tekst því aðeins að unnt sé að bjóða samskonar atvinnu- tækifæri hér nyrðra og bjóðast syðra og að félagsleg aðstaða sé svipuð. Fyrir Norðlendinga þarf Akureyri þá að geta komið í stað Reykjavíkm- og' héraðsmið stöðvarnai' þurfa að eflast svo að þær geti veitt mun fjölbreytt ari þjónustu og atvinnutæki- færi en nú er. Sveitir og kaupstaðir eiga sameiginleg hagsnmnamál? Ég vil láta það koma skýrt fram, að ég tel hættulegt að gera eins mikinn greinarmun á hagsmunum sveita annars veg- ar og kaupstaða og kauptúna hins vegar, eins og sumir gera þegar rætt er um byggðaþróun. Vitaskuld eiga þeir, sem stunda hina ýmsu atvinnuvegi sérhags muna að gæta. En þetta eru hagsmunir á landsvísu og skipta ekki höfuðmáli þegar fjallað er um þróun ákveðinnar byggðar eða landshluta. Þetta kemur gleggst í Ijós þegar við lítum næst okkur sjálfum. Hið auðuga landbúnaðarhérað við Eyjafjörð er einn höfuðstyi'kur Akureyr- ar, og Akureyri er áreiðanlega máttarstólpi héraðsins. Utgerð- arstaðirnir út með firðinum fjdla svo upp í myndina, og þá kemur í ljós, að hér er um eina stórkostlega, lífræna heild að ræða. Einmitt hér við Eyjafjörð hefur þróazt afar hagkvæm verkaskipting á milli sveitar- félaga, sem tvímælalaust á veru legan þátt í því, að iífskjör hér eru meðal þeiira beztu í land- inu. Ef unnt væri að gera Norð- urland allt að slíkri heild sem Eyjafjörður er, væri vandinn leystur. Fjóiðungsmiðstöðin, höfuðstaður Norðurlands, hér- aðsmiðstöðvar, útvgesbæir og sveitir mynda þá eina samstarfs heild. Fjórðungssambandið er spor í þá átt? Já, endurskipulagning Fjórð- ungssambands Norðlendinga, sem gengið var frá sl. haust, er mjög þýðingaxmikið skref í þessa átt. Efling þessara sam- taka er mjkið hagsmunamál Akm'eyrai', sem og annarra sveitarfélaga á Norðm'landi. Ég vona, að fljótlega verði imnt að stíga það skref til fulls, að gera sambandið að samtökum alli'a sveitarfélaga í fjórðungnum þannig, að sveitahrepparnir fái þar beina aðild en ekki sýsl- urnar fyrir þeirra hönd eins og nú er. Hvað viltu segja um pólitík- ina? Ég hef ekki tekið beinan þátt í stjórnmálastarfsemi í meira en áratug. Á háskólaárunum átti ég nokkra aðild að stjórnmála- baráttunni í FUF í Reykjavík, en fyrst og fremst í Félagi frjáls lyndra stúdenta. Ég var í stjórn þess félags, formaður eitt ár. Að loknu námi fór ég að starfa við hagdeild Framkvæmdabankans, undir stjórn dr. Benjamíns Eiríkssonar, þess gagnmerka og mikilhæfa manns. En bankinn var pólitískt hlutlaus stofnun. Um þetta leyti hófst líka lífs- baráttan og þá var lítill tími til félagsstarfa, enda afvandist mað ur pólitík, en tileinkaði sér við- horf hlutlauss embættismanns, og þannig hefur það verið síðan. Ég held að embættismenn ríkis og sveitai-félaga eigi að vera óhlutdrægir í pólitík. Störf þeirra verða að vera málefna- leg. En sé mönnum flokkspóli- tíkin mikilvæg, er erfitt að halda henni aðgreindri frá störf um embættisins. Og eins og bæjarstjórn Akureyrar er skip- uð og bæjarmálefnum háttað, tel ég bezt fara á, að bæjarstjór inn dragi ekki taum neins ákveðins stjórnmálaflokks, en leggi mál fyrir á eins málefna— legan hátt og kostur er. Fram- faramál Akureyrar mega held- ur ekki verða neitt pólitískt bit- bein á landsvísu. Vöxtur þessa bæjar er þjóðfélagslegt nauð- synjamál, sem þarf að vera haf- ið yfir flokkadrætti. Ég finn raunar ekki hjá mér neina þörf til að aðhyllast neitt sérstakt hugmyndakerfi eða dá neina pólitíska hugsuði. Útlend hug- myndakerfi hafa öll reynzt fá- nýt, og ég vorkenni þeim íslend ingum, sem enn eru bundnir slíkum kreddum. íslenzk stjórn mál eiga fyrst og fremst að byggjast á íslenzkri söguhéfð og mótast af þörfum þjóðfélagsins á hverjum tíma. Okkar þjóð- félgashefð er framúrskarandi lýðræðisleg og byggist á félags- lega ábyrgri einstaklingshyggju, sem er sérstæð fyrir okkur. ís- lendingar virða rétt einstakl- ingsins, en leggja áliérzlu á sam félagslegar skyldur gagnvart samferðamönnum sínum. Og það er einmitt þessi sérstæða í slenzka einstaklingshygg j á, sem gerir íslendinga að raun- 'hæfum samvinnumönnum. Aúð vitað hefur íslenzkt þjóðfélag vsína galla. Þeir hafa verið við- loðandi síðan á Sturlungaöld. Við verðum að reyna að bæta úr þessum göllum eftir beztu getu og nota til þeés innlénda og erfenda þkelringu og heil- brigða skynsemi. En ’kostir þjóð félags okkar eru rhiklu þýngri á -metunum. Við skultim því ekki fyrirverða okkur fyrir það, heldur vei'a stolt af því, og láta það vera að apa hugsunarfaust eftii- öðrum þjóðum. Þú ert sæmilega ánægður með þjóðfélagið? Við erum komin vel á -veg með að byggja upp fyrirmyndar þjóðfélag. Og á sumum sviðum lengra komin en þjóðir, sem þó þykjast hafa af miklu að státa. Það kemur í Ijós á næstu ái'um, hvort okkur tekst þetta eða elriri. Ég held jafnvel, að vinir okkar á Norðurlöndum' geti ýmislegt af okkur lært, ekki síður en við af þeim. En víkjum þá að bæjarmál- umun? Aðrir mu-nu ræða þau í.smá- atriðum næstu vikurnar, en ég vil heldur tala um þau á breið- ari gi'undvelli. Við skulum hafa sem umræðugrundvöll þá/iþrjá höfuðþætti, sem ég held að nái yfir flest það, sem við erum að gera og skiptá mestu máli þégar litið ér yfir -léngri tíma. Þéssir höfuðþættir eru atvinnumál, stjórnsýsla, bæjarins og skipu- lgasmál. Ef þú vildir þá ræða atvinnu- málin fyrst?- 5 Þróun atvinnulífsins í bæn- um er undirstaða alha annarra þróunar. Á eflingu atvinnulífs- ins byggist batnandi hagur bæj arbúa- og vaxandi framkvæmdir og þjónusta bæjarfélagsins. Ýmis atriði hafa áhrif á atvinnu þróunina, efnahagslegar aðstæð ur í landinu, ýmis ytri skilyrði, sem ríkisvaldið hefur á sínu valdi, aðstaða til atvinnurekstr- ar í bænum og svo framtakið heima fyrir. Bæjarstjórn getur liaft töluverð áhrif á atvinnu- þróunina, bæði beint og óbeint. En það er sígilt deilumál hvern ig opinberir aðilar haga afskipt um sínum af atvinnumálum. Við skulum ekki fara náið út í þá sálma-nú, það yrði of lapgt mál. Þó vi-l-ég. leggja áherzlu á það hlutverk sveitastjórna -að hafa staðgóða þekkingu á at- vinnu-lífi sínu. Þær eiga að sgm eina yfirsýn og staðarþekkingu. Annað - þýðingaimikið atriði, sem ég v.il nefna sérstaklega,. er að hafa þarfir atvinnulífsins í huga í framkvæmdum sveitar- félagsiris. Hér í bæ skipta bástt hafnaraðstaða og ný vatnsvéita mjög miklu máli fyrir atvinnu- líf bæjarins. Hafnarframkvæmd ir eru hafnar og vatnsveitufram kvæmdir hefjast innan tíðar. Ýmislegt ileira er hægt að gera atvinnulífinu til styrktar. Bæj- arstjórn Akureyrar hefur . um langan aldur haft meiri eða minni afskipti af atvinnurnál- um. BSerinn hefur reynt að veita fyrirtækjum þá bjónu$tu, sem hann hefur getað og veittar hafa verið miklai' bæjarábyi'gð ir. Bæjarsjóður er aðaleigandi Útgerðarfélags Akureyringa og einkaeigandi að Krossanesverk smiðju. Þá hefur bæjarstjórn nýlega átt aðild að fjárhagslegri éridurskipulagningu Sana h.f. og meginþátt í endurskipulagn- irigu Slippstöðvarinnar h.f. ■ Að vísu hafa afskipti bæjarstjórnar af-atvinnumálum oft verið held -ur: tilviljanakennd, og eins og hjá ríkinu, og reyndar öðrum opinberum aðilum, hafa af- skjptin venjulega miðazt við, annai's Vegar að reyna að anna eftirspurn eftir lóðum og ann- arri þjónustu eftir því, sem hún hefur komið fram, og hins veg- •ar við að bjargast út úr ýmis- konar neyðarástandi. Afskipti af . atvinnumálum mættu gjarna miðast við að sjá eftirspurnina fyrir og jafnvél skapa hana. Og þó við getum ekki ráðið við-hag .svéiflur þjóðfélagsins, ættum við að geta stuðlað að því að hagkerfi bæjarins verði oliki éiris næmt fyrir slíkum sveifl- tug, um leið og við stuðlum að 'Sem örustum vexti þess. - Hvað um störf atvinnumála- jiefndar? -s i •Atvinnumálanefndin vat'Sur þrjggja ára í sumar. Ég vona að starfsemi hennar -stuðli að því að afskipti bæjarstjórnar af at- 'Vinnumálum komist i fastara form; Þýðingarmikið skref í þá átt var stigið á sl. vetri þegar •samþykkt var ný reglugerð fyr- jr Framkvæmdasjóð A-ku-rcyr- aar, sem m. a. felur í sér vísi að atvinnumálastefnu bæjarstjóm ar. Sjóðurinn er að vísu afar félítill enn sem komið er, en ég vona að aðstæður verði til að efla hann sem mest á næstu ár- um. Það mun auka sjálfstæði bæjarstjórnar og áhrifavald á hag bæjarbúa að hafa yfir að ráða eigin fjármagni til áhrifa á atvinnuþróun bæjarins. Atvinnuleysi hefur þurrkast út? Veturinn í fyrra var mörgum þungur í skauti. Þá voru hér hátt á fimmta hundrað á at- vinnuleysisskrá. Látlaust var spurst fyrir um atvinnu hjá þeim starfsmönnum bæjarins, sem mannaforráð hafa, og marg ir komu til mín. Það var sárt að geta ekkert gert fyrir það fólk, sem til mín kom, fólk, sém vildi vinna og gat unnið. Það eina, sem við gátum gert, var að vinna að útrýmingu atvinnu leysisins með fjáröflun til fram kvæmda og stuðningi við at- vinnufyrirtæki. Ég vona að sú starfsemi hafi átt einhvern þátt í því, að nú er ekkert raunveru- legt atvinnuleysi hér á Akur- eyri. Atvinnuleysi er eitt mesta böl sem hent getur bæjarfélag. Ég vona að bæjarstjórn Akur- eyrar auðnist að stuðla að því, að sú vofa sjáist hér ekki fram- ar, og að hér verði á næstu árum þróttmikil uppbygging á sviði atvinnumála. Takist það, fýlgir annað á eftir. En hvað viltu segja um stjóm sýsluna? Sjálf stjórnsýslan er venju- lega hálfgert olnbogabarn hér á landi, bæði hjá ríki og bæjum. En ef vel á að fara þarf hún sitt. Við erum alltaf að taka ákvarðanir um þetta og hitt, og það er mikilsvert að teknar séu réttai' ákvarðanir og að fram- kvæmdir séu í réttri röð. Við- bygging sjúkrahússins er ágætt dæmi um veikleikana í stjórn- sýslu ríkisins, en við höfum enn ekki getað fengið neina endan- lega skýrgreiningu af hálfu rík- isvaldsins á hlutverki þessa sjúkrahúss, hvort það eigi að vera héraðssjúkrahús, fjórð- ungssjúkrahús eða landsspítali. Við eigum sjálfir erfitt með að finna réttu lausnina á fyrir- komulagi byggingarinnar. Það má nefna fleiri dæmi um flókn- ar ákvarðanir, sem byggja þarf á ýmiskonar athugunum og það þarf fólk til að gera þær, bæði hjá bæ og ríki. Röng ákvörðun er venjulega miklu dýrari en kostnaður við undirbúnings- athuganir. Annars væri þetta ekki svo erfitt, ef unnt væri að ráða til starfa alla þá sérfræð- inga og aðstoðarmenn, sem meðal fjölmennari þjóða er tal- ið nauðsynlegt að hafa við hend ina þegai- fjallað er um mikils- háttar framkvæmdir eða stór- feldan rekstur. En ef við gerð- um það, yrði kannski ekki mik- ið eftir til sjálfra framkvæmd- anna, en þetta fólk er jafnvel ekki til hér á landi. Því meiri er okkar vandi, að byggja upp öflugt stjórnkerfi með sem minnstum kostnaði. Slíka stjórn un þurfum við að bæta okkur upp með fáu, menntuðu, dug- legu og samvizkusömu fólki. Og Akureyringar eru svo lánsamir að hafa í sinni þjónustu slíkan hóp. Stjórnsýsla bæjarins ein- kennist af því, að hún hefur verið miðuð við mun minna bæjarfélag og minni umsýslu en nú er. Kreppan tafði fyrir okkur að skipuleggja þessi mál. Nú er hins vegar mikil verkefni framundan, sem gera meiri kröf ur til stjórnsýslunnar. Stjórnsýslustarfinu má skipta í tvo þætti, þ. e. þann er snýr að rekstri og hins vegar að framkvæmdum. Báða þættina þarf að auka eitthvað, en þó sér staklega að skipuleggja þá. Slíkt er í undirbúningi hjá okkur og vona ég að árangur sé skammt undan. Ýmsar nýjungar eru á döfinni, þessu viðvíkjandi, svo sem í bókhaldstækni. í því sam bandi kemur til greina, að koma upp bókhaldsmiðstöð hér á Ak- ureyri, en til þess þui'fa margir aðilar að koma sér saman um það. Þá má nefna áætlanagerð. Undirbúningur framkvæmda- áætlunar var hafinn hér á árinu 1966, en kreppan kippti reyndar fótunum undan þeirri starfsemi, því að tekjuáætlanh' gátu ekki staðist. En nú er unnt að taka þar þráðinn upp að nýju. Ég vil hins vegar vara menn við því, að taka áætlanir og áætlunar- gerð of alvarlega, því áætlunar- gerð er ekki form stjórnsýslu heldur hjálpartæki, og sem slík mjög gagnleg. Gagn áætlunar felst fyrst og fremst í því að með þeim gefst tækifæri til að sjá framkvæmdir í víðara sam- hengi og yfir lengri tíma. En frumskilyrði þess, að fram- kvæmdaáætlun komi að gagni er, að hún sé endurskoðuð reglu lega. Það þýðingarmesta og gagnlegasta við áætlunargerð er þó ef til vill sjálft starfið sem fer í að gera áætlanir e'ða að endurskoða þær. Það starf fel- ur fyrst og fremst í sér, að kanna vandamál bæjarfélagsins á víðtækum grundvelli, sem vitaskuld hvetur til skilnings og framsýni samfara betri nýtingu á fjármunum bæjarfélagsins. En skipulagsmálin? Aðal skipulag Akureyrar er frá 1927 og liggur í hlutarins eðli, að það er orðið úrelt. í sam bandi við 100 ára afmæli bæjar ins fór fram samkeppni um skipulag miðbæjarins og eru þau gögn í höndum bæjarstjórn ar. Skipulagsstörf eru tímafrek og umfangsmikil, ef þau eru vel unnin og það er mikilvægt að þa-u takist vel, því með skipu- lagi eru teknar ákvarðanir, sem margar aðrar ákvarðanir byggj ast á og hafa mikil áhrif á líf bæjarbúa. Hér á landi eru mál þessi öll í molum. Skipulags- skrifstofa ríkisins er liðfá og getur ekki sinnt öllum þeim verkefnum, sem hún þarf að sinna. Þegar Reykjavíkurboi'g þurfti að gera sitt aðal skipulag varð hún að leita út fyrir land- steinana eftir sérfræðingum. Fyrir bæjarfélag á stærð við Akureyri er þetta verkefni erfitt, enda eru skipulagsstörf hópvinna og ef vel á að vera þarf skipulagshópurinn að hafa frið til að sinna þeim, ótruflað- ur af öðrum störfum. Gerðar hafa verið tillögur um það af Fjórðungssambandi Norðlend- inga, að komið verði á fót á Akureyri skipulagsskrifstofu fyrir Norðurland allt, og er það að mínu viti mjög raunhæf lausn þessara vandamála. Það er enginn vafi á því, að við þurfum að fá aðal skipulag fyr- ir bæinn allan, og þá vaknar spurningin um skipulag ná- grannasveitarfélaganna. Ég held að æskilegt væri að taka upp samstarf við þau um skipulags- mál, því skipulag og vöxtur Ak ureyrar hlýtur að hafa áhrif á þau, enda gert ráð fyrir sliku samstarfi í skipulgaslögUnum. Á Akureyrai'svæðinu fer fram einhverskonar sameining' sveit- arfélaga þegai' fram líða stundir eða stækkun lögsagnarumdæm- isins á annan hátt. Þau skipulagsstörf, sem mest liggur á, önnur en aðal skipu- lagið, eru deiliskipulag fyrh' hafnarsvæðið og miðbæinn. Þegar hefur verið ákveðin stað- setning og gerð hafnarmann- virkja og um leið er ákveðinn hluti af miðbæjarskipulaginu. Nú er unnið að skipulagi gatna kerfis bæjai'ins, sem er hður í aðal skipulaginu sjálfu og und- anfari þess. Þá er að Ijúka skipu lagning byggðasvæðis ofan Gerðahverfis og einnig er unn- ið að skipulagi fyrir smábáta- höfn i Sandgerðisbót. Akureyri hefur ekki verið mikið spillt með röngum skipu- lagsaðgreðum, og hér er enn hægt að skipuleggja fyrinnynd- arbæ. Miðbæ Akureyrar má gera alveg sérstaklega skemmti legan, raunverulegan miðbæ, sem getur haldið þ.ví hlutverki um alla fyrirsjáanlega framtíð. Þetta er mun betra ástand en t. d. í Reykjavík, þar sem gamla miðborgin hefur tapað sínu miS bæjarhlutverki. (Framhald á blaðsíðu 2) - Enn um Gljúfurvei (Framhald af blaðsíðu 1) við una, verði unnt að heij.i franikvæmdir við Laxá innan skamms. Þess má geta, að 18—20 n:, vatnsborðshækkun virðist ver;, í samræmi við ályktanir sysiu nefndar og Búnaðarsamband: • S.-Þing. í fyrra og nálægt þv sem nefndur er annar áfangi i Gljúfurversvirkjun, eins og hún var hugsuð áður en viöræðu hófust um málið. Ekki er líklegt, að nokkuri lausn dcilunnar um nýjar virk j anir í Laxá muni farsælli. □ n GuSrún Jóhannesdóttir MINNING ÞEGAR samferðamennirnir hverfa snögglega yfir móðuna miklu, þá finnst okkru- stundum sem ský di'agi fyrir sólu, og dapurleiki sæki að okkur við þá nálægð dauðans. Við þurf- um stund til að átta. okkur. Þannig fór fyrir mér þegai' ég frétti lát Guðrúnar í Sandvík, þann 21. apríl sl. Ég vissi að vísu, að hún gekk ekki heil til skógar hin síðari ár, en ég hélt ekki að dauðinn væri svona nærri. En maðurinn með ljáinn gerir ekki alltaf boð á undan séf, og enginn ræður sínulm næturstað. Guðrún var fædd 23. apríl 1907, að Þverá í Fnjóskadal, dóttir hjónanna Maríu Gunnars dóttur og Jóhannesar Bjarna- sonar, sem þá var kennari þar. Sama vorið og Guðrún fædd- ist fluttu foreldrar hennar til Flateyjar á Skjálfanda, þar sem faðir hennar gerðist kennari og hreppstjóri. í Flatey er víðsýnt til allra átta og vorfagurt er sígur sól ýfir norðurslóð. Þar ólst Guðrún upp í hópi glaðra syskina. Hún vandist snemma á öll störf, sem unnin eru til sjávar og sveita, enda hygg ég að fá hafi þau störf verið, sem hún kunni ekki skil á. Hún hlaut góða undirstöðu- menntun hjá föður sínum, auk þess sem hún dvaldi einn vetur við nám á alþýðuskólanum að Laugum. Þann 12. nóvember 1933 gift- ist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Jósep Kristjánssyni í Sandvík í Glerárþorpi, og þar var heimili þeirra æ síðan. Þar bjó hún manni sínum og dætrum indælt heimili, þar sem sarnan fór myndai'skapur hús- freyjunnar og listfengi hús- bóndans. Þau eignuðust 3 dætur. Maríu Svövu, gift Arngrími Pálssyni, Svanhvít Aðalheiði, gift Svav- ari Hjaltalín og Nönnu Krist- ínu, gift Emi Herbertssyni. Við andlát góðra samferða- manna rifjast upp margar end • unninningar frá liðnum árun . Þannig fer fyrir mér nú, að me : kemur í hug þegar ég í fyrstn. sinn var við setningu Glerár - skólans, þá nýráðinn kenna . við hann. Þá veitti ég athygll fríðri og glæsilegri konu, sem mér var sagt að héti Guðrúr. Jóhannesdóttir og væri handa- vinnukennari við skólann. Mé ■ duldist ekki að þarna var engi: . meðalmanneskja, heldur hlauii hún að búa yfir miklum hæfi ■ leikum. Það átti ég svo eftir ai? sannreyna. Við vorum sam • verkamenn um langt skeic, bæði sem samkennarar, og ekfc'. síður eftir að hún var xosin ’ skólanefnd, en þvi starfi gegnc ', hún í allmörg ár. Sem kennari var hún afar V' sæl af nemendum sínum o;; lagði mikla alúð við kennslun; í skólanefnd var hún tiUÖgugO': og vildi vinna að heiil skólans. Hún unni söng og hljoðfæra - slætti og hafði mjög blæfagra millirödd, enda söng hún í mör;; ár í kirkjukór Lögmannshlíðai ■ sóknar, eða meðan heiisa r«: j •kraftar Ieyfðu. Þá er ótalið starf hennar fyi •.■ kvenfélagið Baldursbrá, þav sem hún gegndi formannsstöri - um um skeið. Þá er mér of- kunnugt, að hún var í mæðra- styrksnefnd, og hefur an eln reynzt þar góður hðsmaður. Ég geri mér ljóst, að þess: fátæklegu orð mín eru engau veginn tæmandi lýsing á æv. og starfi Guðrúnar heitinnar Þeim er fyrst og fremst ætlao að vera persónuiegar þakkir fyrh' ágæta viðkynningu oi: margvíslega hjálp. Ég þakka henni fyrir langt og gott sam- starf í skólamálum, sem hun leysti svo vel af hendi, eins og’ allt, sem hún vann. Þá þakk . ég henni margra ára ánægju • lega samvinnu í kirkjukór Lög- mannshlíðarsóknar. Og' siðasi en ekki sízt þakka ég aUar ánægjustundirnar, sem ég átti á heimili hennar og hennai' ágæta manns, Jóseps Krfstjáng- sonar, og dætra þeirra. Hún kveður nú þennan heim um það leyti, sem í hönd fer sá timi, þegar ríkir nóttlaus vor- aldar veröld hér á norðursióð- um. Þannig mun birta og heið- ríkja skína yfir minningunnl um hina mætu konu í hugum allra sem kynntust henni. Ég votta manni hennar, dætr=. um, tengdasonum og bamáböm um, sem öll 'hafa misst svo mik- ið, mína innilegustu samuö. „Þar sem góðir menn íaivg þar eru guðs vegir.“ Blessuð veri minning G .4« rúnar Jóhannesdóttur. Hjörtur L. Jét'.stna,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.