Dagur - 16.05.1970, Blaðsíða 7
7
(Framhald af blaðsíðu 1).
leit. Þetta eru þó allt staðreynd
ir, sem nú blasa við og ekki
verður móti mælt.
Þéttbýlisstaðinn Akureyri,
byggja 10—11 þúsund manns,
ræða. Hins vegar er framliald
þess framkvæmdatímabils, sem
nú er og hófst á yfirstandandi
kjörtímabili undir forystu Fram
sóknarmanna. Um þá stefnu
tala verkin sjálf öllu öðru- betur,
eins og nú skai drepið á.
Á kjörtímabilinu, sem nú er
senn á enda, var fullkomnasta
bókhlaða landsins byggð yfir
með samofna hagsmuni, menn-
ingaraðstöðu, félagslegt öryggi
og að sjálfsögðu einnig sam-
félagsábyrgð. Þessu samfélagi
kjósum við úr okkar hópi ellefu
manna stjórn, bæjarstjórnina,
til að stýra þeim sameiginlegu
málum, sem við viljum saman
eiga og staðhætdr krefjast.
í þessum kosningum stendur
valið á milli tveggja ólilíra
stefna, sem allir verða að átta
sig vel á, áður en þeir ganga að
kjörborðinu.
Annars vegar er gamla íhalds
stefnan endurvakin, hjólböru-
og skóflutímabilið — tímabil
brottflutnings og fólksfækkun-
Frá Sjálfsbjörg
EFTIRTALDAR gjafir hafa fé-
laginu boi'izt undanfarið:
Þórhalla Björ.gvinsdóttir,
Raufarhöfn, kr. 200, Halldóná
Sæmundsdóttir, áheit, kr. 500,
Oskar Hallgrímsson kr. 500, Jó-
lhann G. Sigurðsson, Dalvík, kr.
500, Aðalheiður Karlsdóttir,
Ólafsfirði, kr. 2.000, Steingrímur
Eggertsson kr. 3.000, Andrés
Andrésson, Reykjavík, kr. 3.000,
N. N. kr. 3.000, Rögnvaldur
Bergsson kr. 200, Halldór Aðal-
steinsson kr. 200, JúMus Boga-
son kr. 100, Tryggvi Kristjáns-
son kr. 200, Jóhanna Vilhjálms-
dóttir kr. 1.000, Indíana Einars-
dóttir kr. 400, N. N. kr. 700,
Heildverzlun Valgarðs Stefáns-
sonar kr. 5.000, frá Dalvík, til
minningar um G. A., kr. 6.000.
Félagið færir gefendum inni-
legar þakkir og þakkar einnig
bæjarbúum veittan stuðning
við fjáröflun félagsins og marg-
víslegan annan greiða og skiln-
ing á starfsemi þess.
Sjálfsbjörg.
FÖGIJR minningargjöf hefir
mér borizt til Akureyrarkirkju.
Eru það 20 þúsund krónur, sem
gefnar eru til minningar um
sæmdarhjónin, er lengi bjuggu
að Bitru í Kræklingahlíð, Magn
ús Tryggvason bóndi frá Vögl-
um og Sigríði Kristjánsdóttur
frá Hólsgerði í Saurbæjar-
hreppi. Þau hófu 'búskip í Bitru
um 1890, og eignuðust 9 börn.
Ennfremur er þessi gjöf til
minningar um frú Ingibjörgu
Baldvinsdóttur frá Sólborgar-
'hóli f. 14. okt. 1888 — d. 22. maí
ar, tími vonleysis og fárra úr-
Amísbókasafnið, mikið hús tíl
afnota fyrir löggæzluna, stærsta
skip landsmanna, smíðað innan
lands, byggt hér á Akureyri,
Hraðfrystíhús Ú. A. stækkað ag
togarakaup undirbúin, ný drátt
arbraut tekin í notkun, sú
stærsta á landinu, meira átak
gert í gatna og holræsagerð en
nokkru sinni fyrr í sögu bæjar-
ins, verið að undirbúa vatns-
veitu- og hitaveitu, sjúkrahús-
byggingu, endurbyggingum SlS
verksmiðja að miklu lokið,
skíðalyfta sett upp í Hlíðarfjalli,
íþróttahús byggt og mikil hafn-
armannvirki í smíðum. Iðn-
sltólahús byggt og bygging Gler
árskóla framundan.
Það er kjósendum hollt að
aíhuga þessar staðreyndir cg
hugleiða, hvort nökkrar líkur
væru á því, að svo vel hefði
verið að unnið undir forystu
íhaldsins. Og við gerum bók-
staflega kröfu til þess, að fólk
geri það upp við sig, hvort það
er ekki einmitt þetta, sem það
hefur viljað og vill. Sé svo, á
ekki að skipta um forysíuna í
bæjarmálum og um það eiga
kjósendur að sjá. Þeirra er
valið.
Framsóknarmenn lofa livorki
gulli eða grænum skógum og
þeir kaupa ekki atkvæði. Þeir
gera miklar kröfur til borgar-
anna til enn stærri átaka, þeir
lofa heiðarleika í viðskiptum,
orðheldni, réttlæti í ákvörðun-
um og nánu samstarfi við aðra
flokka, sem með þeim vilja
vinna að velferðarmálum bæjar
ins.
Valið milli hinna ólíku stefnu
miða er auðvelt, er menn hafa
Rökkur
BLAÐINU hafa borizt tvö hefti
lað ritinu Rökkur og segir Axel
Thorsteinsson í formála, að ekki
sé útilokað að fleiri bætist við.
En í fyrra heftinu er útvarps-
erindið „Margt dylst í hraðan-
um,“ sem á sínum tíma vakti
athygli og svo tvö önnur.
í síðara heftinu er ýmislegt,
nýtt og gamalt frá Irlandi eftir
ritstjórann og fleiri þættir. í
Rökkri hefur jafnan verið eitt
og annað eftirtektarvert, svo
sem að líkum lætur þar sem
snjall höfundur fjallar um. □
1966. Ingibjörg var búsett á Ak-
ureyri frá 1934 og átti jafnan
heima í Laxagötu 6. Ingibjörg
var kærleiksrík kona og mikil
húsmóðir.
Gefandinn óskaði eftir því, að
hans yrði ekki getið, en ég vil
hér með fyrir kirkjunnar hönd
bera fram hjai-tans þakklæti fyr
ir þessa fórnarlund og mlklu
hugulsemi. Ég bið Guð að blessa
hinn ónafngreinda gefanda, og
'hinar fögru minningar um þá,
sem gefið er til minningar um.
Pétur Sigurgeirsson.
áttað sig á því, hvort þeir vilja
kyrrstöðu eða framfarir.
Og þeir, sem hyggjast styðja
Alþýðuflokk, Hannibalista og
kommúnista, ættu að athuga að
kosningarnar snúast ekki um
þá. Það er kosið um framsókn
í verki, eins og hún hefur veriSI
og er fyrir allra augum, sem
vilja sjá, og hins vegar um
íhaldið og kyrrstöðuna, hrossa-
kaupa- og braskarastefnu íhalds
ins, sem menn ættu líka að vera
farnir að þekkja hér á Akur-
eyri. Úreltur kommúnismi, lítil
þægur og bitlingasjúkur Alþýöu
flokkur og „svanasöngur“
Hannibalista hæfa ekki Akur-
eyringum fremur en íhaldið, ef
þeir ætla að sækja á brattann
af slíkum krafti, sem þeir hafa
gert á þessu kjöríímabili. □
í STÓRU lausagöngufjósi á
Hofi í Arnarneáhreppi bar það
við sl. föstudagskvöld, að helm-
ingur fjósgólfsins bilaði og
hröpuðu 15 gripir niður í mykju
'húsið. Ein kýr drapst, en hinum
var náð upp og varð ekki meint
NÝTT hefti Atlantica & ICE-
LAND REVIEW er nýkomið út,
'hið glæsilegasta að öllum bún-
ingi að vanda. Einkum vekur
þar athygli ensk þýðing brezka
stórskáldsins W. H. Auden á
Rigsþulu úr Eddukvæðum og
fonmáli, sem hann skrifár sjálf-
ur fyrir Iceland Review. Lýsir
hann þar áhuga sínum á ís-
lenzku fornsögunum, hvernig
hann vandist þeim í föðurhús-
um og lagði rækt við þær á
fullorðinsárum.
RigSþula er myndskreytt af
Einari Hákonarsyni, listmálara,
á nýstárlegan cg skemmtilegan
hátt.
í þessu nýja hefti Iceland
Review er grein um laxveiðar
á íslandi oftir Guðmund Daníels
son, í'ithöfund, og þar birtast
myndir í litum og svart-hvítu,
af laxveiðimönnum. Eru þær
eftir M. E. Newman og Rafn
Hafnfjörð.
í þeta hefti Iceland Review
skrifar Magnús Magnússon frá-
sögn af ferð um sögustaði á ís-
landi og Matthías Johannessen
á viðtal við brezka kvikmynda-
leikarann Peter Ustinov, þar
sem þeir ferðast um Þingvelli.
Ennfremur er grein eftir Braga
Ásgeirsson um Kristján Davíðs
son, listmálara, og birtar eru
myndir af verkum listamanns-
ins í litum og svart-hvítu. Þá
er grein um ferðalag um Aust-
SUMRA gjafanna hefur verið
getið áður.
1. Minningagjafir:
Frá Jóhannesi Óla Sæmunds
syni, til minningar um foreldra
hans, Sigríði Jóhannesardóttur
og Sæmundar Sæmundsson, kr.
10.000.00.
Frá 6 systkinum, börnum
hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur
og Ásmundar Sigfússonar, sem
lengi áttu heima á Litla-Ár-
skógssandi, vandaður ljósakross
á turn kirkjunnar. Er það minn
ingargjöf um þau hjón og Pál
Jónsson, sem lengi var heimilis
maður þeirra. — Þau systkinin
sáu einnig um að koma kross-
Inum fyrir á turni kirkjunnar,
en það reyndist mjög kostnaðar
Frá nokkrum ættingjum hjón
MÖÐRU V ALL AKL AUSTURS -
PRESTAKALL. Bægisár-
sókn! Athugið breytingar á
messudögum: Fei-mingar-
messa verður að Bægisá
sunnudaginn 7. júní kl. 2 e. h.,
en ekki á annan hvítasunnu-
dag og 14. júní, eins og áður
var auglýst. — Söknarprestin-
I.O.G.T. stúkan Akurliljan nr.
275. Fundur n. k. fimmtudag
kl. 21.00 í Ráðhúsinu. Félagar
fjölmennið. — Æ.t.
I.O.G.T. Vorþing umdæmisstúk
unnar nr. 5 1970 verður haldið
að Kaupvangsstræti4, þriðju-
daginn 19. maí, og hefst kl. 20.
— U.T.
aif. Gólf það er brast, var úr
strengjasteypubitum, er keypt-
ir voru nýlega í Reykjavík.
Samkvæmt viðtali við Bjarna
Pálmason bónda á Hofi, brugðu
nágrannar fljótt við til hjálpar,
er slys þetta. varð. □
firði eftir Pétur Karlsson.
Tryggvi Þorfinnsson skrifar um
íslenzka lambakjötið og gefur
uppskriftir af ýmsum réttum úr
því. Margt fleira er í ritinu.
Að þessu sinni fylgir í fyrsta
sinn 16 síðu fréttablað Iceland
Review, og eru þar í samþjöpp-
uðu formi almennar fréttir, auk
fróðleiks um iðnað, ferðamál,
sjávai'útveg og útflutningsmál
Islendinga. Er þetta fast fylgi-
rit, sem birtir það fréttnæmasta
(Framhald af blaðsíðu 8).
í þessum umræðum, m. a. Gísli'
Guðmundsson. Sagðist hann
vilja vekja athygli á því, að það
væru eingöngu Reykjavíkur-
blöð, sem aðstoðina fengju,
fimm dagblöð og eitt vikublað,
og slíkt væri óþolandi. Blöð á
öðrum stöðiím ættu sama rétt
tíl að njóta aðstoðar, t. d. blöð
hér á Akureyri. Það væri líka
óhæfa hjá Ríkisútvarpinu, að
láta lesa dag hvem útdrátt úr
forystugreinum Reykjavíkur-
bláða, en geta þess að engu,
sem blöð utan Reykjavíkur
segðu um þjóðmál.
BÚINN AÐ FLYTJA
TILLÖGU
Næst bar það við í þessum mál-
um, að Benedikt Gröndal sagði
anna Guðrúnar Vigfúsdóttur og
Kristjáns Jónssonar, sem lengi
bjuggu á Litlu-Hámundarstöð-
um, til minningar um þau, kr.
5.000.00.
2. Áheit og gjafir:
N. N. kr. 1.500.00, Þórunn Jó-
hannsdóttir kr. 3.000.00, kona á
Árskógsströnd kr. 500.00, Svein
björn Jóhannsson kr. 500.00,
hjónin í Steinnesi (gjöf) kr.
1.000.00.
Fyrir þessar miklu gjafir og
þann hlýhug til kirkjunnar, sem
þær bera vott um, eru gefend-
um færðar alúðar þakkir.
Fyrir hönd Stærra-
Árskógssfnaðar,
Marinó Þorsteinsson.
KVENNASAMBAND AKUR-
EYRAR heldur aðalfund sinn
að Þingvallastræti 14 fimmtu
daginn 21. maí kl. 8.00 e. h. —
Stjórnin.
FIEIRI HENDUR TIL
HJÁLPAR
Hrísey 15. maí. Nú er mikið að
gera í Hrísey. Snæfell landaði
85 tonnum á miðvikudaginn,
Ólafur Bekkur 45 tonnum áður
og nú í mor.gun kom Arnar með
25 tonn.
Auðunn og Haförn eru með
net í Þistilfirði og afla ágæt-
lega.
Grásleppuveiðin, sem var
óvenju mikil er nú Mtil, en flest
ar trillurnar stunduðu þær
veiðar.
Snjór er enn mikill, svo menn
muna ekki annað eins.
Skólaprófum er að Ijúfca og
þá koma ffleiri hendur til hjálp-
ar við að vinna aflann. S. F.
sem gerist hverju sinni, en ritið
sjálft birtir aftur á móti nær
eingöngu greinar um menn og
málefni á íslandi.
Eins og fyrr segir, er þetta
hefti Iceland Review vandað að
efni og öllum frágangi, í því er
mikið af litmyndum og kápan
er helguð laxveiðum, með ljós-
mynd af laxi og flugum. Rit-
stjórar og útgefendur Iceland
Review eru Haraldur J. Hamar
og Heimir Hannesson. □
frá því, að liann væri búinn að
flytja tillögu um það í útvarps-
ráði, að lesið yrði úr blöðum
utan Reykjavíkur. Vonandi get
ur ríkisstjómin einnig fallist á,
að kaupa vikublöð fyrir ríkisfé,
engu síður en Reykjavíkurblöð,
og er þá átt við blöð, sem koma
út reglulega, og að borga megí
fyrir opinberar tilkynningar,
birtar í vikublöðum úti á landi,
ekkert síður en í Reykjavík.
HEIÐAGÆSIN
Peter Scott, hinn frægi fugla-
fræðingur hefur frá því sagt,
að væntanlega verði leigð þyrla
til aðstoðar við rannsóknir
heiðagæsarinnar í Þjórsárver-
um. En lientugasti tími til að
rannsaka þessa einstæðu fugla-
byggð er síðari liluti júlímán-
aðar og í ágúst. Stofnunin The
Wildfovvl Trust sér um rann-
sóknir.
ÞVOTTAEFNIN
Mikið af auglýsingaefni sjón-
varps er um þvottaefni. Neyt-
endasamtökin hafa látið frá sér
fara niðurstöður rannsókna á
þessum þvottaefnum, og kemur
þar fram, að innlend þvottaefni
eru mun ódýrari en þau er-
lendu, og er þá miðað við hin
lágfreyðandi, en þvottahæfni er
svipuð. Ættu húsmæður að geta
stuðst við þessar upplýsingar,
er þær vilja gera hagstæð inn-
kaup.
SVÍÞJÓÐ FREMST
f Svíþjóð eru bamsfæðingar
öruggastar, segir WHO, og dán-
artala sængurkvenna lægst í
heiminum, en hvarvetna lækk-
ar dánartalan, þar sem tölur eru
til um þetta atriði.
GUÐMUNDUR KARL PÉTURSSON,
yfirlæknir,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju jrriðju-
daginn 19. maí kl. 1.30 e. h.
Inga Karlsdóttir,
dætur og tengdasynir.
Fögur minningargjöf
STRENGJASTEYPUGÓLFIÐ LÉT UNDAN
lceland Review góð landkynnin
GJAFIR OG ÁHEIT TIL ST. ÁRSKÓGSKIRKJU
SMÁTT & STÓRT