Dagur - 03.06.1970, Page 7

Dagur - 03.06.1970, Page 7
7 STYÐJUM HJARTAYERND EINS og kunnugt er, rekur Hjartavernd rannsóknarstöð að Lágmúla 9 í Reykjavík og fer þar fram: í fyrsta lagi hóprannsóknir á fólki — konum og körlum. Er þá fyrst og fremst leitast við að finna hjarta- og æðasjúkdóma á ýmsum stigum, jafnframt aðra sjúkdóma, er geta verið undan- fari hjarta- og æðakvilla. Eru þessar sérstöku rannsókn ir kerfisbundnar og eru þær framkvæmdar í flestum menn- ingarlöndum heims og þá í sam ráði við Alþjóðaheilbrigðismála stofnunina, og stefna allar að sama marki, að vinna sameigin- ■lega á móti þessum ört vaxandi sjúkdómi, sem ágerist nú mjög í öllum svonefndum velferðar- löndum og einnig hér á landi. 1 öðru lagi tekur stöðin til skoðunar alla þá er þess óska og má segja að þá fari fram mjög nákvæm skoðun á heilsu- fari viðkomandi, en þó fyrst og fremst á hjarta- og æðakerfi, eða svipuð skoðun og í áður- nefndri hóprannsókn. Mjög ört vaxlandi tækni á sviði læknavísinda krefst stöð- ugt nýrra tækja, sem stuð'la að bættri sjúkdómsgreiningu og þótt stuttur tími sé liðinn síðan stöðin tók til starfa að Lág- Ritgerðasamkeppni BARNABLAÐIÐ VORIÐ og Flugfélag íslands efndu til rit- gerðasamkeppni um efnið: London, höfuðborg og sam- göngumiðstöð. Verðlaunin voru ókeypis ferð með Gullfaxa, þotu Flugfélags íslands, til London í sumar og skoða hina heims- kunnu stórborg. Alls bárust 15 ritgerðir í þess ari samkeppni, en verðlaunin hlaut Valhildur Jónasdóttir, Hrafnagilsstræti 23, Akureyri. En bókaverðlaun hlutu: Drop- laug Sveinbjarnardóttir, Ara- götu 1, Reykjavík, Garðar Rún- ar Árnason, Bölmóðsstöðum, Laugadal, Árnessýslu og Hulda Hafdís Helgadóttir, Esjubraut 7, Akranesi. Um ritgerðirnar dæmdu Eirík ur Sigurðssoon, ritstjóri Vors- ins, Sveinn Sæmundsson, blaða fulltrúi og Kristján skáld frá Djúpalæk. (Fréttatilkynning) múla 9 og þá búin hinum nýj- ustu og fullkomnustu tækjum er nú þegar orðið bráðnauðsyn- legt að auka þann tækjabúnað, en til þess að það megi verða, skortii- fé, en öll slík tæki eru afar dýr. Sl. ár var stofnað happdrætti að tithlutan Hjartaverndar til að styrkja þá sjúklinga, sem leita þurfa sér lækninga erlend is vegna hjartasjúkdóma, sem ekki var 'hægt að gera neitt við hér heima. Hafa nokkrir sjúkl- ingar nú þegar notið mjög góðs stuðnings af ágóða fyrrnefnds happdrættis, en þar sem nú mun ákveðið að Almannatrygg- ingarnar taki að sér þetta hlut- verk í fnamtíðinni, þá er eigi lengur þörf á aðstoð Hjarta- verndair í þessu augnamiði. En önnur verkefni Hjarta- verndar eru mörg og aðkall- andi ig hefir nú framkvæmdar- (Framhald af blaðsíðu 8). ur Níl, barst ihnurinn á land undan golunni og menn þustu á eftir á árbakkanum til að anda að sér hinni góðu lykt. Flest ilmvötn eru unnin úr jurtaríkinu og eru fleiri en nöfri um tjáir að nefna. En ambra, eitt frægasta ilmefnið, grátt og vaxkennt, myndast í innyflum búrhvala. Og moskus fæst úr kynkirtlum hjartartegundar einnar, frægt ilmefni. Sagt er, að kona, sem vel þekkir ilm- vötnin og smekk karlmanna, eigi auðvelt með að vinna lijörtu þeirra! Á ÞORRABLÓTI Það bar til á þorrablóti einu í Eyjafjarðarsýslu, ekki alls fyrir löngu, að boð voru gerð fyrir bónda einn, sem þar var, að eftir honum væri beðið. Var þar kominn bílstjóri og sveit- ungi hans til að sækja hann og konu hans, eftir umtali. Bjuggu hjónin sig nú til heimferðar, glöð í bragði af góðum fagnaði. En á meðan bílstjórinn beið, brá hann á það ráð, að gera sér nokkurt gaman. Gekk hann til bónda eins er út kom, og sagði honum að lögreglan væri á næstu grösum. Innan stundar höfðu allir heyrt söguna, og stjórn Hjartaverndar ákveðið ■að halda happdrættinu áfram með líku sniði, en þó breyttu nafni og heitir happdrættið nú: HAPPDRÆTTI HJARTA- VERNDAR og ágóða þess varið til m. a. tækjakaupa og annarra nauðsynlegra hluta, sem allt miðar að því að gera starfsem- ina fjölbreyttari öllum landslýð til heilla. Hjartavernd væntir þess að þór hjálpið til við sölu happ- drættismiðanna og vonar að happdrættið njóti jafn góðrar fyrirgreiðslu og sl. ár. Nú leitar Hjartavemd stuðn- ings allra þeirra, sem berjast vilja á móti skæðasta sjúkdómi þjóðarinnar í dag og væntir þess að nú sem fyrr, þegar gott og göfugt málefni er á ferðinni, láti Norðlendingar efcki sitt eft- ir liggja og veiti þessu nauð- synjamáli verðugt brautargengi. tóku þann kostinn, flestir, að ganga heim en skilja bíla sína eftir á samkomustað. Enginn varð lögreglumanna var, en furðu margir sáust gangandi á ferð þá nótt. SENN VORAR Austur í Hallormsstaðaskógi vaxa 34 tegundir barrtrjáa og dafna margar vel og una ís- lenzkum staðháttum. Og marg- ar þessar tegundir voru í haust þaktar þroskuðum könglum, eftir hagstætt skógræktarsum- ar. Skógræktarmenn söfnuðu þar könglum margra tegunda, jafnframt því að fá þá úr öðr- um áttum og margar um lang- an veg, ásamt fræjum lauf- trjánna. Nú vorar, veður hlýna og jörð fer að anga, fræj- um verður sáð í mold, frjóangar teygja sig móti birtunni og brumknappar opnast. Hve marg ir vilja þá ekki hjálpa vorinu til að klæða landið skógi? Orðsending til ðlmennings KRÍAN fer langan veg til ís- lands, til þess að njóta í íslenzk- um kjörlendum sínum sumars Og ástalífs. Margir sækja í kríuvörp eftir eggjum, þó slíkt sé lögbannað, því .að fuglinn nýtur alfriðunar. Víða á landinu horfir til út- rýmingar á kríu, vegna mikillar eggjatínslu á undanförnum ár- um. Þá h.afa votviðrasöm og ill- viðrasöm sumur stuðlað að mikl um ungadauða. Eru ekki allir íslendingar sam mála um að útrýming þessa víð- förula, líflega og ljúfa sumar- gests yrði mikið áfall? Lofum kríum að eiga egg sín í friði. Stjórn Sambands Dýi-averndunarfélags íslands. Þorsteinn Einarsson. Vegagerð ríkisins vantar ungan VÉLAMANN með búsetu á Húsavík. Uppl. gefa Vegagerð rík- isins á Akureyri og Jón Sigurðsson, verkstjóri, Húsavík. Móðir okkar, ELÍN EINARSDÓTTIR, andaðist á Fjórðungssjúkra'húsinu á Akureyri laugardaginn 30. maí. — Jarðarförin fer frarn frá Akureyrarkirkju, laugardaginn 6. júní, kl. 13.30. Guðríður Tryggvadóttir, Kristjana Tryggvadóttir. Þökkum af alhug auðsýnda sarnúð og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar, fósturföður, 'tengdaföður, afa og langafa, FRIÐBJARNAR JÓNASSONAR frá Þrastarstöðum. Sérstakar þakkir færum við læknuin og hjúkrun- arfólki Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Jóna Friðbjarnardóttir, Ragnar Emilsson, Þórður Friðbjarnarson, Anna Sigurgeirsdóttir, Baldvina Baldvinsdóttir, Ólöf Tómasdóttir, Dana Ainar, Steingrímur Felixson, Sólveig Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. SMÁTT & STÓRT R.M.R. — M.V.S.T. — 8 — 6 — 70 — 81/2 — BM — HV. FRÁ AKUREYRARKIRKJU. Kirkjan er opin til sýnis alla virka daga kl. 10—12 f. h. og 2—4 e. h. Á sunnudögum kl. 2—4 e. h. — Kirkjuvörður. SJÓMANNAMESSA verður í Akureyrarkirkju n. k. sunnu- dag kl. 10.30 f. h. Sálmar nr. 531 — 364 — 125 — 660 — 681. — B. S. LÖGMANNSHLÍÐARKIRKJA. Messað kl. 2 á sunnudaginn. Sálmar nr. 43 — 528 — 137 — 681 — 660. Bílferð úr Glerár- hverfi kl. 1.30. — P. S. FÍLADELFÍA, Lundargötu 12. Samkoma hvern sunnudag kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. — Fíladelfía. FRÁ Sumarbúðunum, Vest- mannsvatni! Enn geta nokkur börn komist í sumarbúðirnar. — Stjórnin. TAPAÐ Kulm KVENÚR tapað- ist í bænum s.l. miðviku- dag. — Finnandi hringi í síma 1-28-05. HJÓLKOPPUR, merkt- ur „PONTIAC* tapað- ist, sennilegast við Sjöfn. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 2-11-77. — Fundarlaun. í vetur tapaðist KARL- MANN SARMBANDS- ÚR á Svalbarðsströnd. Skilist gegn fundariaun- um til Árna Sigurjóns- sonar, Leifshúsum. Vil taka á leigu ÍBÚÐ. Uppl. í síma 1-25-83. Ung stúlka óskar að taka á leigu HERBERGI í sumar. Uppl. í síma 1-12-90. ÍBÚÐ! Vil kaupa 3—4 herbergja íbúð. — Tilboð merkt „íbúð“ sendist blaðinu fyrir 10. júní. HERBERGI til leigu. Uppl. í síma 1-11-13. Tveggja eða þriggja herbergja ÍBÚÐ ÓSKAST til leigu. Einlwer fyrirfram- greiðsla kemur til greina. Uppl. í síma 1-23-65 eftir kl. 5 e. h. GÓÐ AUGLÝSING - GEFUR GÓÐAN ARÐ I.O.G.T. stúkan Akurliljan nr. 275. Fundur n. k. fimmtudag kl. 21.00 í Ráðhúsinu. Félagar fjölmennið. — Æ.t. SKOTFÉLAGAR. Æfing á fimmtudaginn. Farið frá lög- reglustöðinni kl. 8. SUNDLAUGIN á Syðra-Lauga landi verður opin almenningi sem hér segir: Miðvikudaga og föstudaga kl. 8.30 til 10.30 e. h. og sunnudaga kl. 2 til 4 e. h. IIANDAVINNUSÝNING nem- enda Húsmæðraskólans á Laugalandi verður laugardag inn 6. júní frá kl. 2—10 e. h. Tlboð óskast í VOLKS- WAGEN station, árgerð 1966. Uppl. í Hólabraut 19, næstu kvöld. Til sölu HRAÐBÁT- UR, 141/9 fet, ásamt mótor og vagni. Aðeins notað í 50 tíma. Uppl. í síma 2-15-70. POTTABLÓM til sölu frá kl. 8—10 e. h. í Langholti 17. Til sölu hálfsjálfvirk ÞVOTTAVÉL. Uppl. í Hafnarstræti 41, miðhæð. Til sölu er MOBYLETTE vélhjól, lítið notað og vel með farið. — Ódýrt! Uppl. í síma 1-18-70. Stór FATA- og TAU- SKÁPUR til sölu. Þorsteinn, Blómsturvöll- um. Til sölu, sem ný, 4 BÍL- DEKK, 895x15, með fín- gerðu mynztri. Henta t. d. fyrir Bronco. Uppl. .í síma 2-12-12. nælon koma næstu daga. Kápur ullar og terrylene koma í miklu úrvali þegar verkfall- ið leyist. MARKAÐURINN SÍMI 1-12-61

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.