Dagur - 10.06.1970, Blaðsíða 7

Dagur - 10.06.1970, Blaðsíða 7
7 SMATT & STORT (Framhald af blaðsíðu 8). kvæði, livort óska bæri eftir opnun áfengisútsölu í kaupstaðn um. Með því greiddu 127 at- kvæði en 739 á móti. Var sú atkvæðagreiðsla ótvíræð og þeim til mikils sóma. AÐ BJÓÐA HUNDI HEILA KÖKU Henry Hálfdánsson segir í Sjó- mannablaðinu Víkingi, í upp- hafi grcinar um verksmiðju- togara: „Þegar stjórn Úthafs h.f. hóf sókn sína fyrir byggingu ný- tízku verksmiðjuskips af skut- toogaragerð og leitaði til Borgar ráðs Reykjavíkur og sjálfrar ríkisstjórnarinnar og hinna lielztu ráðunauta þessara stjórn arvalda, var þetta engu líkara en að bjóða hundi iieila köku. Þeir eru ekki vanir slíkri of- rausn og þora ekki að snerta hana af hræðslu við að verið sé að gabba þá. Þannig hefur það verið með forráðamennina. Þeir virtust óvanir því að eitt- hvað skynsamlegt og jákvætt í atvinnumálum væri útbúið í hendurnar á þeim og þá sér- staklega það, að þetta var gert þeim að kostnaðarlausu og án allra eftirgangsmuna.“ „ABYRGUR MEIRIHLUTI“ Áróðri' fiestra andstæðinga sinna fyrir kosningar um „ábyrgan meirihluta“, svöruðu- Framsóknarmenn á þann veg, að meira væri um vert, að kallaf sérhvern bæjarfulltrúa til ábyrgrar afstöðu, heldur en að dæma hann inn í fyrirfram gerð an meirihluta, sem væri óper- sónulegur. Með fyrirframgerð- um meirihluta væri hætt við því, að fulltrúarnir yrðu ábyrgð arlaust verkfæri í höndum hans, eins cg cft er talað um, að eigi sér síað á öðrum veítvangi. Þessu hefur nú væntanlega ver- ið bægt frá bæjarstjórn í bráð a. m. k. og vonandi einnig til frambúðar. Islenzkir FÁNAR - inargar stærðir. VEFNAÐÁRVÖRUÐEILD ... X f > Hugheilar þakkir til allra, sem á ýmsan hátt ® glöddu mig á 60 ára afmœli minu, 8. þ. m. I I HERMANN VILHJÁLMSSON, Löngumýri 34, Akureyri. i f Móðir okkar, KRISTÍN JÓNA JÓNSDÓTTIR, andaðist að Kristneshæli föstudaginn 29. maí. Jarðarförin hefur farið fraim. Þökkum auðsýnda samúð. María Stefánsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir og Asgrímur Stefánsson. Fósturmóðir mín, SIGFRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, Gránufélagsgötu 43, Akureyri, verður jarðsungin frá Akuréyrarkirkju föstudag- inn 12. júní kl. 1.30 e. h. Aðalgeir Tómas Stefánsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug vegna andláts og jarðarfarar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍNAR EINARSDÓTTUR. «'akar þakkir færum við læknum og öðru jcarfsfólki F.S.A. fyrir góða umönnun í veikind- um 'hennar. Guðríður Tryggvadóttir, Árni Júl. Árnason, Einar Pálmi Árnason, Kristjana Tryggvadóttir, Bjarni Sigurðsson, Valgerður Hjördís Bjarnadóttir. Spáðu kosningaúrslitum Á SAMKOMU Framsóknar- manna fyrir kosningar, spreyttu samkomugestir sig á því, að spá um úrslit bæjarstjórnarkosning anna. Hlutskörpust varð Þóra Magnúsdóttir, Stórholti 1, er spáði B-listanum 1666 atkvæð- um, og komst næst endanlegum úrslitum. 2. Sigmundur Guðmundsson, 1657 atkv. 3. Árni Sverrisson, Skarðs- hlíð 32, 1655 atkv. 4. Margrét Hálfdánardóttir, Bjarkarstíg 5, 1654 atkv. Þóra getur nú vitjaó verð- launa sinna á skrifstofu flokks- ins í Hafnarstræti 90. □ -17. júní hátíð 1970 Munu síðan „landnámsmenn- irnir“ fara á hestum sínum inn að Krókeyri og út á hæðirnar norðan Glerárhverfis, þar sem þeir munu kveikja elda, til að helga sér landið. Eftir hádegi er vonast til að sem flestir bæjarbúar fjölmenni í skrúðgöngur þær sem fyrir- hugaðar eru úr bæjarhverfun- um og leggja af stað upp úr kl. 1 frá Heimavist M. A., Verzlun- inni Brekku, Veganesti og Eiðs- velli. Klukkan 2 e. h. er fyrirhuguð hátíðadagskrá á íþróttavellin- um. Þar verður meðal annars: Völuspá, skrautsýning kórsöng- ur, söguleikrit og ræða dagsins, sem Þór Magnússon, þjóðminja vörður flytur. Á hátíðarsvæðinu verður eftir líking af skála landnámsmanna og þar og á túninu í kring verða „landnámsmenn“ að ýmsum störfum og einnig er fyrirhugað að þar verði eitthvað af þeim dýrum, sem þeir höfðu með sér til landsins. Eftir að hátíðadagskránni lýk ur hefst skemmtidagskrá fyrir yngri sem eldri. Þar verða fim- leikasýningar, leikir og keppnir, trúðar koma í heimsókn og einn ig mun Ómar Ragnarsson fara þar með gamanmál, auk fleiri skemmtiatriða. Um kvöldið verður svo skemmtidagskrá á Ráðhústorgi. Þar verður söngur, upplestur, sýningar og skemmtiatriði, sem leikararnir Árni Tryggvason og Klemens Jónsson sjá um. Á eftir verður síðan dansað á torginu til kl. 2 eftir miðnætti við undirleik hinnar þekktu hljómsveitar Gauta frá Siglu- firði. (Fréttatilkynning) ‘X;XvaVv'-X-Xv; i M iii' • AKUREYRARKIRKJA. Mess- að á sunnudaginn kemur kl. 10.30 árd. Séra Björn Jónsson prestur í Keflavík predikar. Æskulýðskór Keflavíkur- kirkju syngur undir stjóm Siguróla Geirssonar organista. — P. S. MÖÐRU V ALL AKL AU STURS - PRESTAKALL. Guðsþjón- usta að Glæsibæ n. k. sunnu- dag 14. júní kl. 2 e. h. — Sóknarprestur. SÖNN Guðsdýrkun gegn fals- dýrkun, opinber fyrirlestur fluttur af Kjell Geelnard full- trúa Varðturnsfélagsins sunnudaginn 14. júní kl. 15.00 í Alþýðuhúsinu. Allt áhuga- samt fólk er velkomið. Ókeyp is. Engin samskot. ókeypis. ÁHEIT á Grímseyjarkirkju kr. 1.500 frá N. N. — Kærar þakk ir. — P. S. MINJASAFNIÐ á Akukreyri verður opið alla daga frá og með sunnudeginum 14. júní frá kl. 1.30—4.00 e. h. (Lokað 17. júní). Sími safnsins er 1- 11-62 og safnvarðar 1-12-72 NONNAHÚS verður opnað fimmtudaginn 18. júní og verður síðan opið daglega kl. 2— 4 e. h. Sími safnvárðar er 1-27-77. FRÁ Vorhappdrætti Framsókn armanna. Dregið verður í kvöld, drætti ekki frestað. Það er vinsamleg tilmæli til þeirra, sem fengið hafa heim- senda miða, að gera skil sem allra fyrst á skrifstofuna, Hafnarstræti 90, eða á af- greiðslu Dags. — Fjáröflunar nefndin. OLD BOY‘S. Knattspyrnuæfing á fimmtudaginn kl. 20.00 við Barnaskólann í Glerárhverfi. SKOTFÉLAGAR. Æfing á fimmtudaginn. Farið frá lög- reglustöðinni kl. 8. I.O.G.T. stúkan Akurliljan nr. 275. Fundur n. k. fimmtudag kl. 21.00 í Ráðhúsinu. Félagar fjölmennið. — Æ.t. I.O.G.T. st. Ísafold-Fjallkonan nr. 1. Skemmtiferð fimmtu- daginn 11. þ. m. kl. 8.30 e. h. Farið verður frá Kaupvangs- stræti 4, hringferð fram í Eyja fjörð. Félögum heimilt að hafa með sér gesti. Mætið stund- víslega. — Æ.t. Áheit á Munkaþverárkirkju. K. J. kr. 200, K. J. kr. 100, G. F. kr. 200, ónefndur kr. 100. Frá fyrra ári, Rósa Krist- insdóttir kr. 150. — Með þökk um móttekið. — Sóknar- nefndin. LEIÐRÉTTING. í fréttum frá Dalvík var í síðasta blaði sagt, að Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag hefðu verið saman um lista. En þriðji aðilinn á listanum voru Samtök vinstri manna og leiðréttist fréttin samkvæmt því. MÆÐRASTYRKSNEFND Ak- ureyrar þakkar af alhug kvik myndahúsum bæjarins og blómabúðinni Laufás fyrir ríf leg fjárframlög í sambandi við Mæðradaginn, svo og öllum öðrum, sem lögðu okkur lið. Ennfremur alúðar þakkir fyr- ir 5.000 kr. gjöf frá ónafn- greindri 'konu. — F. h. nefnd- arinnar, Guðrún Jóhannes- dóttir. - Lappar lifa í sátt og (Framhald af blaðsíðu 4) syngja þegar þeir gleðjast sam- eiginlega. Stundum mæla þeir stef af munni fram við gömlu þjóðlögin sín. Varð ég vitni að því í kveðjufagnaði, sem þeir héldu mér þegar ég var að fara þaðan, og ég var snortinn af því. Sagt er, að Lappar hafi niikla jólagleði? Ekki er ofsögum sagt af því. Jólahátíðin stendur upp í hálf- an mánuð og þá er etið og drukkið og farið í heimsóknir. Þá fer að styttast í aðra hátíð, en það er 23. janúar, þegar sólin sézt fyrst á ári hverju. Þá er Náffúruverndarsýiring og sjó mannadagsháfíð á Húsavík Húsavík 8. júní. Opnuð var ‘hér á föstudaginn náttúruverndar- sýning. Stóð hún þrjá daga og var all vel sótt. Helgi Hallgríms son frá Akureyri setti upp þessa sýningu, og er hún í samræmi við hin nýju sjónarmið um náttúruvernd, sem mæta vax- andi skilningi og áhuga almenn ings. En þetta ár, árið 1970, er TAPAÐ Tapazt hefur SILFUR- ARMBAND, með 2 steinum, ágrafið Sigrún. Finnandi hringi í sínra 1-29-75. alþjóða-náttúruvemdarár og er þess víða minnzt. Sjómannadagurinn, 7. júní, var hátíðlegur haldinn í Húsa- vík. Hófst hann með kappsigl- ingu á trillubátum á flóanum og kappróður fór líka fram. En kl. 11 f. h. flutti séra Björn H. Jóns son sóknarprestur guðsþjón- ustu. Eftii’ hádegi var svo keppt í mörgum greinum íþrótta. Al- menn þátttaka var í þessum há- tíðahöldum og veður var eins og bezt verður á kosið. Um kvöldið var dans stiginn. Minni afli var siðustu dagana og grásleppuveiði er að Ijúka. Verkföllin ná ekki hingað nema til afgreiðslu skipa og hefur atvinnulífið því ekki truflazt verulega. □ samlyndi og eru . . . viðhöfn og allir fara út til að sjá sólina ofar sjóndeildarhring. Enginn lætur slíkt fram hjá sér fara og þá ríkir fögnuður. Sagt er, að mönnum verði oft að ósk sinni, ef hún er rétt fram borin á þeirri hátíðastund. Hefur þú heimsótt Lappana þína síðan? Ég kom þangað nú í vor og mér var vel fagnað af vinum mínum, sem sögðu við mig: Viltu ekki setjast að hjá okkur? Hér færðu að lifa í friði og þarft ekki að eiga í illdeilum við einn eða neinn, eins og á írlandi. Þeir höfðu að vísu lög að mæla, og þar væri hægt að una í sátt og samlyndi, en ég var aðeins ferða maður á langri leið og nú í stuttri heimsókn. Það er ekki jafn friðvænlegt í þínu landi? Nei, því miður, og mér þykir ólíklegt að sumarið líði án blóðs úthellinga. Þar liggur margra alda saga til grundvallar, flókið mál fyrh- ókunnuga. Trú og pólitík er hættuleg blanda. Hin eina von um frið er sú, að ung|a fólkið taki aðra afstöðu en feður þess og mæður gera, og ég held að breyting sé að verða í rétta átt. En hún er of hægfara og fólkið heldur áfram að yfirgefa land sitt og leita lífsins gæða víða um iheim. Þó mun fólks- fjöldi nú standa í stað allra síð- ustu árin, þótt tugþúsundir flytji árlega úr landi. En allir frar þrá að flytja heim á ný og einhverntíma getur hið góða ír- land boðið öllum þegnum sínum sæmileg lífskjör, segir hinn ungi, írski málvísindamaður að lokum og þakkar blaðið viðtalið. E. D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.