Dagur - 17.06.1970, Blaðsíða 4

Dagur - 17.06.1970, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.L Islenzk vika I DAG er 17. júní og hátíðahöld um land allt. Hér á Akureyri verða há- tíðahöldin með öðrum hætti en ver- ið hefur og farið inn á nýjar brautir, þar sem sögu byggðarinnar við Eyja- fjörð eru gerð nokkur skil. En í dag vill blaðið minna á nær fjögurra ára- tuga atburð, sem iðnaðarmenn og verzlunarmenn á Akureyri stóðu að og vakti athygli um allt land. Þeir héldu fyrstu „íslenzku vikuna“ hér á landi, 3.—10. apríl 1932. Markmið hennar var að kynna íslenzkan iðnað og framleiðslu, fá menn til að glöggva sig á stöðu þjóðarinnar í þessum efnum, breyta neyzluvenjum í þjóðlegra horf, finna nýjar leiðir til að efla iðnað og framleiðslu, taka upp þjóðlegri lifnaðarhætti, vera ís- lenzkari í orði og athöfn, auka fram- tak og áræði. Blaðið „fslenzka vik- an, Akureyri“ var gefið út, og síðan var það sent um land allt sem fylgi- blað Akureyrarblaðanna. í það rit- uðu kunnir menn á Akureyri. Og þar auglýstu iðnaðar- og verzlunar- menn bæjarins íslenzkar vörur. Mikil hátíð var haldið í Samkomu- húsinu 3. apríl, þar sem Geysir söng, Lúðrasveitin Hekla lék, Davíð Stef- ánsson flutti ræðu, ennfremur Jó- hann Frímann, Otto Tuliníus og Sig. Einarsson Hlíðar. En til sam- komustaðar gengu iðnaðarmenn fylktu liði undir fánum sínum með Lúðrasveitina í broddi fylkingarinn- ar. Síðar í vikunni fluttu erindi í Menntaskólanum, Sigurður Guð- mundsson, dr. Kristinn Guðmunds- son, Steindór Steindórsson, Ólafur Jónsson, Steingrímur Matthíasson, Jónas Þór og Sveinbjöm Jónsson. Öll voru erindin tileinkuð „fslenzku vikunni" og á hennar veguin. Eldri bæjarbúar minnast „fs- lenzku vikunnar“ með nokkm stolti og gleði, sem bendir til þess, að hún liafi vel tekizt. Um árangur hennar er örðugt að fullyrða. Þó er víst, að Akureyri er hlutfallslega mesti iðn- aðarbær landsins, mesti samvinnu- bærinn, bær minni úlfúðar milli manna, stétta og flokka en flestir aðrir og bær jafnra lífskjara — fárra ríkra en flestra bjargálna og engra auðnuleysingja. Auðvitað væri fljót- fæmislegt, að þakka þetta allt löngu liðinni viku-hátíð. Fremur mætti ætla, að hér væm fleiri greinar á sama meiði, vakandi hugsjóna, þar sem ást og virðing á landinu og íbúum þess væri aflvakinn. Þann aflvaka verður að varðveita og glæða með hverri kynslóð, til þess að skap- andi orka einstaklinga og félaga leys- ist úr læðingi og lyfti Grettistökum. Eigum við að efna til „íslenzkrar viku“ á ný? □ Kalskemmdir cg eilruS aska fíerja á bændasfétfina á fíessu m VIÐTAL VII) JÓNAS JÓNSSON RÁÐUNAUT BÍ JÓNAS JÓNSSON ráðunautuv Búnaðarfélags íslands hefur víða farið um landið nú að und- anfömu, kynnt sér kalskemmd- ir, sem enn einu sinni valda stórtjóni á ræktuðu landi og eru jafnvel víða meiri en áður, og ihann hefur einnig tekið þátt í abugunum á öskusvæðinu svo- nefnda, fundaTiöldum í því sam- 'bandi og kynnt sér viðhorf fjölda bænda til þessara mála á þessu vori og aðstöðu þeirra. Þegar Jónas Jónsson leit inn á ski-ifstofur Dags á mánudaginn og fór þá eftirfarandi viðtal fram: Viltu segja fyrst eitthvað frá öskusvæftinu? Aðalsvæði það, sem askan féll á eftir Heklugosið, er mun stærra en menn gerðu sér fyrst grein fyrir. Á Suðurlandi féll askan fyrst og mest á efstu bæi Landsveitar, Hreppa og Bisups- tungna. En öskufallið náði þó miklu lengra, og niður í Laugar dalinn. En það eru einmitt þessi svokölluðu jaðarsvæði, sem er svo miklu stærri en fyrst var álitið. Þá barst aska á efstu bæi í Borgarfirði. Hinn mikli geiri, sem askan féll á Norðurlandi, nær yfir Húnavatnssýslur báð- ar. Vestur-Húnavatnssýslan er öll í öskunni og askan nær aust- ur í Vatnsdal og utanverðan Blöndudal, Svínadal og eitthvað út á Skaga. Að vestan nær ösku svæðið yfir Bæjaihrepp í Strandasýslu. í V.-Hún. er talið, að 210 bændur séu á öskusvæðinu. En 200 mættu á fundi í Ásbyi-gi, þar sem rætt var um vanda þann, er vegna öskufallsins hafði skapazt. Þarna er ekki unnt að koma búfénu burtu, nema þá helzt geldneytum, sem i ráði er að flytja út í Breiða- fjai-ðareyjar. En A. - Húhvetningar ? Þeir munu reyna að koma sin um geldneytum annað, þar sem öskufall var ekki, og e. t. v. reyna að bera áburð þar á, til að bæta haglendið. Grímstungu heiði mun illa farin, en Auð- kúluheiði er talin ómenguð og þar er þörf að halda fénu í sumar. Hvernig er heílsufar búpen- ings nú? Á honum eru allmikil van- höld. Ær hafa týnt tölunni, aðr- ar látið lömbunum og lamba- og folaldadauði er nokkur, en mjög er þetta misjafnt á bæjum. Hryssur hafa og drepizt í haga. En kýmar þá? Kýr eru ennþá inni. Efna- greiningar fré 8. júni sýndu, að gróðurinn var enn of eitraður, einkum fyrir nautgripi, sem er viðkvæmur fyrir flúoreitrinu, en eitrunin fer þó ört minnk- andi. En ungviðum er alltaf hættast og því er nauðsynlegt að koma kvigum á ómengað land í sumar. Á Blönduósi er komin norsk kjamfóðurblanda, sem gerð er til að vinna á móti flúoreitri. Verða fjárskiptí i haust? Það er talið liklegt, að fjár- skipti þurfi að fara fram á þess- um sýktu svæðum, að meira eða minna leyti. Hvemig verður svo heyið í haust? Til öryggia eru bændur á öskusvæðinu mjög hvattir til að rækta í sumar mikið grænfóð- ur, en það fóður verður ómeng- að. Þegax er búið að gera áætl- un um 250 ha. með grænfóðri í V.-Hún. i sumar. En askan og eitrið eru ekki einu hörmungar bændanna í ár? Það er um Sunnlendinga að segja, að í fyrra voru tún þeirra gegnsósa af vatni, og jafnvel hey á þeim til skemmda. Þar virðist gróður hafa rotnað mjög og mest þar sem seint var sleg- ið. Túnin eru því svo illa farin, að þar hafa ekki sézt meira skemmd tún og er þetta svo um allt Suðurland. ir mjög miklar og hefur aldrei annað eins sézt þar. Þar er jafn vel snarrótin dauðkalin og þá er nú langt gengið. Á Árskógsströnd eru túnin miklu betri og líklega í Arnar- neshreppi, en mjög eru tún kalin í Öxnadal og Hörgárdal og í Kræklingahlíð blasir þetta við af veginum. Jafnvel á Sval- barðsströnd og í Öngulsstaða- hreppi eru kalin tún nú. í S.-Þing. er mjög kalið og t. d. í Köldukinn, þar sem oft hefur mikið kalið, er þó enn meira kalið nú en nokkru sinni áður. f Reykjadal er ástandið víða slæmt og fréttir berast af miklum túnaskemmdum í N,- Þing., en þangað hefi ég ekki komið ennþá. Ég sé ekki annað, en þetta sé eitt alvarlegasta kalár, sem kom ið hefur, auk öskunnar og þeirra hörmunga, sem af henni leiða, segir Jónas Jónsson ráðunautur að lokum og þakkar blaðið við- talið. E. D. v * csa Ljósmyndin er frá sýnikennslunni áð Hótel KEA. Kynning hinna gómsætu ostaréfta FYRIR hádegi dagana 9.—11. júní sl. kynnti frú Margrét Kristinsdóttir, húsmæðrakenn- ari, osta í þrem stærstu útibú- um Nýlenduvörudeildar KEA og gaf öllum viðskiptavinum að bragða á nokkrum ostaréttum. En kl. 4 e. h. sömu daga sýndi hún og kenndi húsmæðrum til- búning ýmissa ostarétta að Hótel KEA. Þangað fjölmenntu konur þar alla dagana og munu yfir 300 húsmæður á Akureyri hafa notið þar ágætrar fræðslu um osta. Að lokinni sýnikennslu bauð Akureyrardeild KEA hús- mæðrum til kaffidrykkju. Gerðu þær hinn bezta róm að öllu þessu. Á tímabilinu 18.—22. júní er ákveðið að sýnikennslan verði á 4 stöðum í Eyjairði utan Akur eyrar, svo sem nánar greinir í auglýsingu hér í blaðinu. Afhugasemd við fréffafilkynningu Jónas Jónsson En á Norðurlandi? í V.-Hún. eru tún slæm af kali £rá 1968. f A.-Hún. eru tún ekki skemmd verulega af nýju kaii. Þegar i Skagafjörð kemur eru tún nokkuð falleg, t. d. í Blönduhlfö og orðin vel gróin. En út með Skagafirði að austan ei-u tún illa farin og því verr sem norcter dregur og í V.- Fijótum algert kal á túnum nokikurra bæja og víða um 80%. Þar á nú að rækta grænfóður. Sáðvörur eru til og það þarf að vinna landið og sá hið fyrsta, helzt næstu daga og í síðasta lagi fyrir mánaðaiTnót. Enn er snjór á túnum í Ólafsfirði, en það sem undan snjó er komið er fallega grænt. f Svarfaðar- dal utanverðum eru kalskemmd í FRÉTTATILKYNNINGU Lax árvirkjunarstjórnar í Degi 3. þ. m. segir m. a. í sambandi við meint samkomulag í Laxár- virkj unarmálinu: „Iðnaðai’ráðuneytið gaf út yfirlýsingu um málið 13. maí 1970, þar sem gerð er grein fyr- ir þessu máli og viðræðum ráðu neytisins við stjórn Laxárvirkj- unar, sveitarstjórnarmeðlimi og fulltrúa Héraðsnefndar Þing- eyinga, ásamt sýslumanninum á Húsavík. Stjórn Laxárvirkjunar var fyrir sitt leyti samþykk yfir lýsingunni og sýslumaður ásamt Héraðsnefndinni var henni einnig samþykkur, enda í sam- ræmi við kröfur og yfirlýsingar úr héraði." Einnig segir í sömu fréttatil- kynningu: „Það furðulega hefur hins vegar skeð að hluti Héraðs nefndarinnar féll frá þessu sam komulagi." Við þessa fráleitu fullyrðingu Laxárvirkjunarstjórnar vill und irritaður gera eftirfarandi at- hugasemdir: 1. Það er alrangt að Héraðs- nefndin hefði samþykkt tillögur iðnaðarráðuneytisins, sem fram komu í bréfi þess 13. maí sl. Þessu til sönnunar skulu eftir- tfarandi atriði birt úr svarbréfi nefndarinnar, undirritað af öll- um Héraðsnefndarmönnum, frá 4. maí: „Héraðsnefndin lýsir and- stöðu sinni við að hafnar verði óákveðnar virkjunarfram- kvæmdir í Laxá og telur að endanlegar niðurstöður rann- sókna verði að liggja fyrir áður en tilhögun framkvæmda er fast ákveðin. Héraðsnefndin telur vatnsborðshækkun og vatns- miðlun í Laxá sérmál veiðirétt- areigenda við Laxá og Mývatn og vill leytfa sér að benda á ný- stofnuð félagssamtök landeig- enda á Laxársvæðinu sem sjálf- sagðan samningsaðila gagnvart Laxárvirk j unarstj órn. Héraðsnefndin álítur samn- inga komna á milli iðnaðarráðu neytisins, Laxárvirkjunarstjórn ar og Héraðsnefndarinnar um að fallið sér frá áformum um virkjun í efri hluta Laxár og flutninga Suðurár og Svartár. • • r::; VERKFALLSLESTUR Strax og verkfallið var fonn- lega orðið staðreynd, í staðinn fyrir að vera hugsjón í fleiri mánuði, tók ég að íhuga hvað ég gæti aðhafzt auk þess að éta og soía, og varð ijóst að lestur mundi helzta úrræðið. Næst var að athuga hvaða textar skyldu valdir og varð ég sammála sjálf um mér um að sleppa alveg Bibh'unni og ritlingum Votta Jehóva; einkum vegna þess hve báðar þessar tegundir bóka mæla ákaft gegn framþróunar- kenningu Darwins. En sú kenn- ing hefir einmitt þróazt mjög frá því sem var á dögum frum- hötfundanna, líkt og stjörnu- fræðin og flestar eða allar vís- indagreinar á sama tíma, — nema þjóðfélagsfræði, utan sósíalisminn. Eins og fomáli eða inngangur að þessu lestrarnámskeiði í góð- um hugsunum, urðu fyrir mér bækur Ara Arnalds, en þær heita Mmningar, Örlagabrot og Sólarsýn. Næst fetaði ég yfir í bækur eftir Björn J. Blöndal, en þær eru margar, svo sem Haniingjudagar, Vatnaniður, Örlagaþræðir, Að kvöldi dags, Vinafundir og Daggardropar. Var nú kominn góður hugblær af að njóta allra þessara góðu og fallegu bóka, sem höfund- arnir mega vera stoltir af, enda leitun á betri nýja-testamennt- um í íslenzkum bókmenntum, — og bætti ég þó við Útnesja- mönnum Jóns Thorarensens og 3farínu sama höfundar. Fannst mér þessu næst hollt að ferðaxt og sitja þó kyrr á sama stað, og veittu mér þá ánægju bækur Hallgríms Jónassonar, svo sem Frændlönd og heimahagar, Á öræfum og Við fjöll og sæ. Eftir þetta tók ég mér hvíld frá ferðalögum úti í islenzkri sumarnáttúru og smátúrum til annarra landa, með góðum leið- sögumanni, og stundaði íhugun um skeið. Naut ég þar leiðsagn- ar hinna ágætustu bóka eftir Ólaf Tryggvason, en þær heita Huglækningar, Tveggja lieima eýn og Hugsað uppliátt, auk góðrar skáldsögu. Hafði ég það á tilfinningunni að Hugsað upp- liátt mundi vera nauðsynlegt að þýða á erlendar tungur. Þótti mér gott að minnast þess, að fyrr á árum hafði ég lesið góðar bækur eftir veraldlega lækna, þar á meðal San Michele eftir Axel Munthe og Læknisævi Ingólfs Gíslasonar. En nú hatfði ég fyrir framhald í verkfalls- lesningunni, bókina Lífið er dásamlegt eftir Jónas Sveins- son. Dásamlega bók. Ekki get ég neitað því að eg greip niður í aðrar bækur en þær sem nú hafa verið nefndar. Og þótti mér talsvert koma til Merkra samtíðarmanna og Feg- urðar lífsins eftir Jónas tfrtá Hriflu, Úrvalsrita Karls Marx og bóka eftir Brynjólf Bjarna- son. En hver hneykslast á því? Enda er hægur vandinn að hafa við höndina hina einu útgáfu sem til er á íslenzku af Bók æskunnar, sem danskur andans maður skrifaði fyrir árttugum. S. D. Héraðsnefndin telur því fjár- hagslegar forsendur fyrir GTjúf urversvirkjun í heild ekki Itng ur fyrir hendi, og þegar af þeirri ástæðu beri að endur- skoða áætlanir um framkvætnd ir við Laxá innan ramma nú- gildandi laga.“ Til -ehn frekari skýringar. er vert að geta þess, að í þessu síðasta bréfi iðnaðarráðuneytis- ins, er Héraðsnefndin hafði áður fengið í hendur til þess1 að gera sínar athugasemdir Ádð, eins og að framan greinir. En auðsa?tt.. er að rannsóknirnar þurfa að fara fram áður en — ekki eftír — að framkvæmdirn- ar eru ákveðnar, ef þær eiga að verða e.ittlivað annað og meira en tómtf' yfirklór. Má ráða af Íík- um hverjir hafa komið fram þessari míkilvægu grundvallar breytingu ráðuneytisbréfslns, sem leiddu til þeirra samninga er nú háfa verið gerðir um fram kvæmclir yið Laxá, enda þótt ekki Tiafi verið talTn 'nein ástæða til að bera siíka smá- muni undir okkur. Það ætti því öllum áð vera auðskilið, aðHér- aðsnefndin gat aldrei tfallið’ frá því samkomulagi, sem aldrei var gert í þessu máli, nema*við annán. deiiuáðilann, þ. e. a. s. Laxárvirkj unarstj ómina. 2. Það er blekking hjá Laxár- virkjunarstjórn, að fengin sé reynsla fýrir því að útilokáð sé áð virkja Laxá nema með miðl- un. Hver eru rökin fyrir þessu, eða háfa ekki rennsHsvirlcjan- irnar við Brúar skilað Akur- eyringum dálaglegum hagnaði fram að þessu? Sé þessi skóðun hins' végar rétt, væri bezt fyrir ’ Laxárvirkjunarstjórn að leggja allar frekai'i fyrirætlanir um virkj unarframkvæmdir við'Lax á á hilluna, þar sem dagsveiflur . BÆNDUR a öskuíallssvæðinu . með á annað hundrað þús., fjár og .þúsundjT nautgripa era illa á vegi staddir. Hjá mjög mörg- um þeirra er yá fyrir dyrúVn ef sam'félagið hieypur ekki dyggi- lega undir baggá og veitir þeim aðstoð, seffl .um munar. Án.þess er mikil hætta á, að fjölmargir þeirra flosni upp ög þáð et þjóð félaginu dýtaia en aðstoð nú. verða aldrei leyfðar í þessari tfögru jafnrennslis-lindaá. 3. Það er furðuleg fullyrðing hjá Laxárvirkjunarstjórn, að 20 m. vatnsborðshækkun í Laxá muni ekki hafa nein áhrif á bú- skaparaðstöðu í Laxárdal. Sannleikurinn er sá, að 3—4 jarðir a. m. k. munu missa svo mikið land undir vatn við þessa vatnsborðshækkun, auk hins mikla tjóns á laxveiði, á um 10 km. bakkalengd, að þær mundu verða lítt byggilegar. Auk þess mundi vatnsborðshækkunin stórskemma, eða jafnvel eyði- leggja með öllu, hina glæsilegu laxræktarmöguleika í öllu vatna hverfi Laxár, ofan virkjunar, er varðar hag og framtíðarlífs- afkomu um 50 bænda og land- eigenda á þessu svæði. Áhrifin á veiði og fiskirækt í neðri hluta Laxár gæti orðið hin sömu, yrði þetta miðlunarmannvirki reist í Laxárgljúfri. 4. Tilvitnaðar samþykktir sýslunefndar og Búnaðarsam- bands S.-Þing. um 18 m. vatns- borðshækkun í Laxá, ofan virkj unar, voru gerðar að lítt athug- uðu máli á sínum tíma, en báð- ar með þeim fyrirvara, að hér væri um loka rennslisvirkjun að ræða í Laxá á grundvelii samn- inga. Þessum framkomnu hug- myndum hötfnuðu fulltrúar Lax árvirkjunarstjómar afdráttar- laust, á þeirri forsendu að svo takmörkuð vatnsborðshækkun — eins og þeir orðuðu það — væri ófullnægjandi og beinlínis hættuleg fyrir öryggi virkjunar innar, vegna þeirrar hættu að k.rap gæti fyilt virkjunarlónið. Því væri hrein rennslisvirkjun að þeirra dómi stórum öruggari úrlausn. Þessar hugmyndir um 18 m. stíflu í Laxá eru því ekki til umræðu lengur við samtök Lax árbænda á Laxársvæðinu, sem líta á þetta sem sérmál sitt og eignarréttarspursmál, en sam- tökin hafa bundizt samtökum um að rækta Laxá með laxi alla leið upp til Mývatns og lengra þó, þar sem lax mun geta geng- ið til upptaka Krákár og Gaut- landalækjai*. Stiflumannvirki í Laxá upp í 18 m. mundu eyði- leggja þessi glæsilegu framtíðar áform, sem mundu gera Laxár- og Mývatnssvæðið mörgum sinnum verðmætara og eftir- sóluiarverðara en það er nú. 7. júni 1970. Hermóður Guðmundsson. Þarfasti fíjónninn reyndur og sýndur LAUGARDAGINN 6. júní sl. leiddu hestamenn á Akureyri góðhross sín og kappreiðahesta á skeiðvöllinn við Eyjafjarðarú til sýninga og keppni. Veður var þurr sunnanátt, en blés heldur mikið, svo að Einar Eggertsson fyrirliði hópreiðar átti fullt í fangi með að hemja félagsfánann. Þá flutti Karl Ágústsson setn- ingarávarp og af því loknu hófst sýning góðhrossa. Dómnefnd hafði starfað daginn áður en hana skipuðu: Friðgeir Jóhanns son, Dalvík, Magni Kjartansson, Árgerði í Eyjafirði og Óskar Eiríkson bústjóri að Lundi. Þess má geta að efstu hest- arnir hljóta rétt til þess að keppa fyrir hönd félagsins á landsmóti hestamanna á Þing- völlum, sem fer fram 10.—12. júlí n. k. Óskar Eiríksson lýsti dómum, og efstur alhliða góðhesta varð Bleikur, 10 vetra, eyfirzkur. Eig andi Karl Ágústsson. Annar varð Hlynur, grár, 17 v., skag- firzkur. Eig. Ingólfur Magnús- son. Þriðji Roði, 12 v., þingeysk ur. Eig. Hólmgeir Valdemars- son. Fjórði Tígull, jarpskjóttur, 13 v., eyfirzkur. Eig. Þorvaldur Pétursson. Verðlaunaafhending fór fram á stáðnum og þau afhenti Árni Magnússon formaður Léttis. í fiokki klárhesta með tölti urðu úrslit þessi: 1. Nös, jarp- stjörnótt, 11 v., eyfirzk. Eig. Jenny Karlsdóttir. 2. Lukka, jörpj 8 v., eyfirzk. Eig. Þorvald- ur Jónsson. 3. Blíða, jarpstjörn- ótt, 10 v., eyfirzk. Eig. Jón Ó. Sigfússon. 4. Sörli, grár, 10 v., NYJAR rannsóknir sýna, að neyzla áfengis komi í veg fyrir það, að sýrur berist á eðlilegan hátt til heilafrumanna. Hvenær sem áfengis er neytt og hvort sem er öl eða sterkir drykkir, bíður heilinn tjón af. Rannsókn- ir þessar þykja uggvekjandi, en þær voru framkvæmdar af vís- indamönnum við læknadeild há skóLans í Soutli Carolina í Char leston, Bandaríkjunum. Formaður rannsóknarnefndar innar var dr. Malvin H. Knisely, prófessor í líffærafræði. Lengi hefur verið kunnugt, að áfengissýki (alkoholismus) valdi alvarlegum heilaskemmd- um. Það, sem dr. Knisely hefur nú sannað, er að slíkar heila- skemmdii' stafi ekki aðeins af áfengissýki, heldur geri dauði heilafrumanna vai-t við sig strax og áfengis sé neytt. húnvetnskur. Eig. Þór Sigurðs- son. 5. BIossi, rauðblesóttur, 11 v., þingeyskur. Eig. Jónas Egils son. 6. Rimma, rauðskjótt, 14 v., eyfirzk. Eig. Sigurður O. Björns son. 7. Rökkvi, brúnn, 6 v., ey- firzkur. Eig. Páll Alferðsson. 8. Nausta-Blesi, rauðblesóttur, 11 v., eyfirzikur. Eig. Guðmund- ur Karlsson. Nös hlaut bæði klárhestabik- arinn og hryssubikarinn, því að hryssur geta keppt við reiðhest- ana. Falla því hryssurnar úr flokknum þegar vaiið er á lands mótið. En víða er nú farið að hafa sér flokk fyrir hryssur, en eiga þeir þá ekki að vera tveir? Þetta er í fyrsta skipti, sem vísindamaður færir sonnur á með hverjum hætti þessar heila skemmdir vei'ða og hvern þátt notkun áfengis á í þeim. Uppgötvanir þessar eru tald- ar mjög mikilvægar. Dr. Knisely skýrir frá rann- sóknum þeirra vísindamann- anna meðal annars á þessa leið: Rauðu blóðkornin límast sam an og mynda einskonar blóð- kekki, þegar áfengi (alkohol) lýkur um þau, rennsli blóðsins verður tregt, en einungis með folóðstraumnum berast til heil- ans lífsnauðsynlegar sýrur. Frumur þær, sem ráða hugsun- inni krefjast séstaklega mikils sýrumagns, en stöðvist það, hætta frumurnar að starfa. Stöðvist sýruaðstreymið í meira en þrjár mínútur, eiga sér stað (Framhald á blaðsíðu 6) Alhliða hryssur og klárhryssui'? En sitt sýnist hverjum. Á lands- mótum liafa eyfirzkar hryssur ávallt borið hæst, en hvort svo verður í ár fæst úr skorið þann 10,—12. júlí. Alls kepptu í mótinu 45 hross, þar af 20 í 'kappreiðum í 4 grein um. Skeið er lítið iðkað í keppni hér norðanlands og er það mið- ur. Oftast hlaupa hestarnir upp reyndir á skeiði og lá einn. þeirra á síkeiðinu í úrslitaspret' og það var Erili, brúnn, 9 v., skagfirzkur. Eig. og knapi Guð • rún Steindórsdóttir nemandi M. A., en hesturinn náði þó ekl tíma til verðlauna. Önnur kappreiðaúrslit: 250 m. folahlaup. 1. Gormur, brúnn, 4 v., ey > firzkur. Eig. Jóhannes Mikaék • son, tími 20.3 sek. 2. Fengui', brúnn, 6 v. skag • firzkur. Eig. Jóhann M. Johanr i son, tími 20.4 sek. 3. Ljúfur, brúnsokkóttur, 4 v., húnvetnskur. Eig. Pétur Pétur ! son, HöHustöðum, tími _0.8 se) . 300 m. stökk. 1. Lýsingur, leirljós, 10 v., ey - firzkur. Eig. Hugi Kristinssoi. og Vilhelm Jensen, tími 24.6 sei .: 2. Blíða, jarpstjörnótt, 10 \ / eyfirzk. Eig. Jón O. Sigíússon, tími 25.7 sek. 350 m. stökk. 1. Hringur, rauðskjott u’, 8 v . eyfirzkur. Eig. Jósep Zóphonía : son, tími 27.6 sek. 2. Fluga, jörp, 10 v., eyfirzi Eig. Pétur Þorvaldsson, tín 28.4 sek. 3. Blesi, rauðhlesóttar, 7 v , skagfirzkur. Eig. Mikael Ragi arsson, tími 34.1 sek. Mótið fór vel tfram, oör ’. fengu ókeypis aðgang en full orðnir hefðu mátt vera fleiri t 1 þess að standa straum af kostn. ■ aði mótsins. Skeiðvöllurinn vav eins og bezt verður á kosið enda. áin ekki fallið yfir hana nú eins og stundum áður, því aúí oft hefur þurft að aflýsa moturr. á síðustu stundu vegna þess a< > Eyjafjarðará hefur runmð yi:i’ völlinn. Brýn þörf er því á að úívegu. hestamönnum á Akureyri fram tíðaraðstöðu fyrir n\-jan skeii': • völl, vel staðsettan með góði i aðstöðu fyrir áhorfendur cc; með nægum bílastæðum nva fleiri geti notið þess að sja c'j reyna góða hesta. M.G> Árni Magnússon afliendir Jenny Karlsdóttur klárhestabikar o;; bikar fyrir beztu hryssu. Ljósm.: M.O.C i hér í Eyjafirði er hafður sá hát.t sem kallað er, og má þar kenn ur á að skipta góðhrössum í tvo þjálfunarleysi og því að velli áðurnefnda flokká, þannig að eru ekki nægilega sléttir. A< : • i -þessu sinni voru þó þrír hesta’ Bleikur Karls Ágústssonar vann góðhestabikarinn. Ljósm.: M.Ó.G. Jafnvel smá-skammfar af áfengi geta valdið heilaskemmdum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.