Dagur - 24.06.1970, Blaðsíða 1

Dagur - 24.06.1970, Blaðsíða 1
LIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 24. júní 1970 — 29. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SERVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Ríkissjóður og BSRB semja SAMNINGAR hafa tekizt milli fjármálanáðherra f. h. ríkissjóðs annars vegar og Kjararáðs f. h. Bandalags starfsmanna ríkis og hæja hins vegar um breytingar á kjörum starfsmanna ríkisins til samræmis við ákvæði í ný- gerðum samningum nokkurra verkalýðsfélaga við Vinnuveit- endasamband íslands. Frá og með 1. júlí 1970 munu laun þau, sem greidd voru í júní þ. á. að viðbættum 15% teljast grunn- laun. Kaupgreiðsluvísitala var sett 100 við undirskrift sámn- ingsins og greiðast verðlagsbæt- ur á öll laun starfsmanna ríkis- ins eftir sömu reglum og til- greint er í samningum verka- lýðsfélaga og Vinnuveitendasam bands íslands frá 19. júní 1970. Vegna mikilla launahækkana hefur ríkisstjórnin ákveðið að hækka elli- og örorkulífeyri og aðrar hliðstæðar bætur almanna trygginga um 20% frá og með 1. júlí að telja. □ Yilliist í þokunni og lét reka Raufarhöfn 23. júní. Tíð hefur verið framúrskarandi góð und- anfarnar vikur. Haraldur Guð- mundsson fór einn á lítilli trillu á handfæri á laugardags'kvöldið. Á hann skall svarta þoka og vél 5 ölvaðir við akstur FIMM ökumenn hafa vei'ið tekn ir vegna meintrar ölvunar við akstur frá 17. þ. m. að telja og til hádegis í gær og er það óvenju rnikið. Og fyrir of hrað- an og gálausan akstur hafa einnig allmargir verið teknir undanfarna daga. Þá voru um helgina teknir benzínþjófar á Fremri-Kotum í Norðurárdal og reyndust þar Akureyringar að verki, náðust þeir og játuðu verknaðinn. í gær kviknaði í heyi við Ránargötu og ónýttist það, en aðrar skemmdir urðu ekki. □ bátsins bilaði. Kom hann því ekki að landi á *þeim tíma er ætlað var og var leit hafin. En það er af Haraldi að segja, að er 'hann hafði komið vélinni í gang, var hann orðinn villtur og treysti lítt á kompásinn. Tók 'hann til bragðs að láta reka og bíða þess að þokuna birti. Síð- degis á sunnudag var enn þoka, en Vilborg fann trillubátinn þá 3 mílur norðaustur af Rakka- nesi. Var maðurinn heill á húfi. Afli er ágætur og menn fá upp í tonn á dag, á færi. Jökull er búinn að leggja upp yfir 200 tonn í þessum mánuði og ei'um við ánægðir með það. Frystihúsið hefur naumast und- an eins og nú er. Á laugardagskvöldið sýndi Leikfélag Akureyrar Jörund. Var góð aðsókn og sjónleikur- inn skemmtilegur. Var þessi heimsókn hin bezta. H. H. Landnámsskipið. (Ljósm.: E. D.) Lýðveldishátíðin á Akureyri tókst vel VEÐUR var mjög hlýtt 17. júní en nokkur sunnanvindur eink- um framan af degi. Hátíðahöldin á Akureyri voru með öðrum hætti en fjölmörg undanfarin ár. Má þar nefna siglingu landnámsskips um Poil inn, er fram fór árdegis. í fram- haldi af því „helguðu landnáms menn sér land“ að fornum sið og „héraðsþing“ var háð á íþróttasvæðinu. Þá var Völuspá Samið var um 15-18% kauphækkun SÍÐASTA föstudag tókust samn ingar í launadeilunni miklu, milli verkalýðsfélaga og atvinnu rekenda, eftir þriggja vikna verkfall. Helztu samningsákvæðin, sem hin ýmsu verkalýðsfélög síðar samþykktu, voru þessi: Kaup hækki um 15%, miðað við kaup eins og það var 1. júní síðastliðinn. Full verðlagsuppbót verður greidd á laun. Samningarnir gilda til 1. októ ber 1971. Meðal annarra mikilvægra atriða má nefna að þegar verka maður hefur öðlazt rétt til fasts vikukaups, er gagnkvæmur upp sagnarfrestur 1 vi’ka, miðað við vikuskipti, þar til viðkomandi hefur öðlazt rétt til eins mán- aðar uppsagnarfrests skv. lögum nr. 16,1958. Mánaðarkaupsmenn Enn er mokafli á Skálfandaflóa Bæjarstjórinn í Húsavík, Björn Friðfinnsson, var endurkjörinn til næstu fjögurra ára Húsavík 23. júní. Búið er að halda fyrsta fund 'bæjarstjórn- ar, hér í Húsavík eftir kosn- ingarnar. Alþýðuflokkur, Fram sóknarflokkur, Sjálfstæðisflokk ur og Oháðir mynduðu meiri- hluta og hafa samið um málefni kaupstaðarins. En í minnihlut- anum eru Sameinaðir kjósend- ur, 3 að tölu af 9 bæjarfull- trúum. Björn Friðfinnsson var end- urkjörinn bæjarstjóri til næstu fjögurra ára. Forseti bæjar- stjórnar er Arnljótur Sigurjóns son. Afli er ennþá ágætur á fló- anum svo Fiskiðjusamlagið hef- ur vart undan að vinna aflann. Þó er unnið þar á tveim vökt- um og unnið frá 6 til 24. Er því mikið að gera og mikil verð- mæti berast á land dag hvern. I>. J. GÓÐ VEIÐ í LAXÁ VEIÐI í Laxá í Suður-Þing- eyjarsýslu er óvenju góð. Fyrstu 10 dagana veiddust þar 88 laxar á þrjár stengui'. Laxinn er vænn, enginn léttari en 7 pund. En eftir þessa 10 daga, eða frá 20. júni, eru 12 stengur leyfð ar í ánni og þar með hafin lax- veiði í allri ánni, en fyrstu dag- ana var aðeins veitt í landi Laxamýrar. □ flutt, saga íslenzka fánans kynnt á mjög skemmtilegan hátt og öll voru þessi atriði nýstárleg og tókust vel. eiga ávallt eins mánaðar upp- sagnarfrest, miðað við mánaða- mót, sé ekki annað ákveðið í samningum. Þá má nefna að eftirvinnu- greiðsla með 40% álagi er óbreytt og 80% álag á nætur- vinnu og helgidagavinnu. Um verðlagsuppbót á kaup segir svo í samningnum: „Greiða skal verðlagsuppbót á öll laun samkvæmt samningi þessum eftir kaupgreiðsluvísi- tölu, er Kauplagsnefnd reiknar. Skal kaupgreiðsluvísitala þessi sett — 100 við undirskrift samn ingsins, og svarar sú grunntala til framfærsluvísitölu 141.20 stig hinn 1. maí 1970. Kaupgeiðslu- vísitalan skal breytast í 'hlut- falli við hækkun framfærsluvísi tölu frá 141.20 stigum, en þó skal við þennan útreikning eigi taka tillit til þeirrar hækkunar eða lækkunar á framfærsluvísi- tölu, er leitt hefur af breytingu á vinnulið verðlagsgundvallar landbúnaðarvara, vegna launa- hækkunar við undirskrift þessa samnings eða vegna greiðslu verðlagsuppbótai' á laun sam- kvæmt ákvæðum hans. — Kaup greiðsluvísitalan skal reiknuð á sömu tímum og vísitala fram- færslukostnaðar, þ. e. miðað við byrjun mánaðanna ágúst, nóv- ember, febrúar og maí, o. s. frv., og gildir hún við ákvörðun verð lagsuppbótar á laun frá byrjun (Framhald á blaðsíðu 7). Þór Magnússon flytur ræðu- sína. — (Ljósni.: E. D.) Gífui'legur mannfjöldi safnað ist saman í skrúðgöngur, er síð- an gengu út á íþróttasvæðið. Undu rnenn sér hið bezta þar, sem vænta mátti. En hátíða- höldin fóru fram samkvæmt þeirri áætlun, er auglýst hafði verið og frá sagt, m. a. hér í blaðinu. Sú undantekning var þó gerð, að skemmtidagskrá sú, er um 'kkvöldið átti að fara fram á Ráðhústorgi, var flutt á íþróttasvæðinu nema dansinn, sem var í íþróttaskemmunni. Að venju kaus bæjarstjórn sérstaka hátíðanefnd, til að ann ast undirbúning og framkvæmd. En svo samdist um, að skátar tóku að sér hennar verk að mestu og má segja, að þeim tækist vel. Aðalræðu dagsins flutti Þór Magnússon þjóðminjavörður. □ FRAM - ÍBA N. K. SUNNUDAG fer fram hér á Akureyri fyrsti leikurinn í 1. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu á Akureyrarvelli og eig- ast þá við lið ÍBA og Fram, en leikir mil'li þessara aðila hafa oft verið skemmtilegir og spenn andi, og verður svo vonandi enn. Leikurinn hefst kl. 4 e. h. Næsti leikur á Akureyrarvelli er svo miðvikudagskvöldið 1. júlí kl. 8.30 og leika þá Akur- eyringai' gegn Þýzku liði, sem kemur til landsins í boði Þrótt- ar í Reykjavík. □ ÞING STÓRSTÚKU ÍSLANDS ÞING Stórstúku íslands stóð dagana 18.—21. þ. m. í Reykja- vík. Um 80 fulltrúar sátu þing- ið frá öllum landsfjórðungum. Þar voru samþykktar ýmsar ályktanir til ríkisstjórnar. og A1 þingis. Fu'lltrúar fóru í ferðalag til gosstöðvanna við Heklu svo og leikhúsferð. Þingið gekk mjög vel, einnig og samhugur ríkti meðal fulltrúanna. Næsta þing Stórstúkunnar verður á Akureyri eftir tvö ár. Dmkknaði í Skjálfandafljóti ÞAU sorglegu tíðindi ui-ðu í síðustu viku, að 18 ára stúlka, Guðrún Bjarnadóttir Hjaltalín frá Akureyri, drukknaði í Skjálfandafljóti fimmtudaginn 18. júní. Hún var á ferð ásamt nolckr- um piltum varð bifreið þeirra benzínlaus hjá Fosshóli. Hvarf Guðrún er verið var að athuga um benzínmálin og sá enginn hvernig slysið varð. En lík hennar fannst síðan á eyrum í Skjálfandafljóti nálægt Græn- hyl, sem er mörgum km. norð- ar. Skjálfandafljót var í mikl- um verti. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.