Dagur - 12.08.1970, Qupperneq 5
i
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR ÐAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar hJ.
BEÐIÐ EFTIR
RANNSÓKN
f BRÉFI því, er raforkumálaráð-
herra skrifaði sýslunefnd S.-Þingey-
inga, stjóm Laxárvirkjunar, Félagi
landeigenda og fl. aðilum í S.-Þing.
13. maí sl. um virkjun Laxár, segir
svo m. a.:
„Ráðuneytið mun beita sér fyrir
því að hraðað verði eftir föngum
rannsókn annarra virkjunarmögu-
leika, sem völ væri á til að fullnægja
raforkuþörf hlutaðeigandi liéraða,
svo sem virkjun Skjálfandafljóts við
íshólsvatn, en jafnframt lialdið
áfram að rannsaka stærri virkjunar-
möguleika, með hliðsjón af stóriðju
fyrir norðan, svo sem Dettifoss-
virkjun eða samtengingu við aðrar
orkuveitur."
Við samkomulagstilraun Laxái-
málsins var þessi yfirlýsing ráðu-
neytisins að sjálfsögðu talin mjög
mikilst erð. Hins vegar er Degi ekki
kunnugt um, að neitt hafi verið gert
til að hraða þessum rannsóknum,
sem hér er um að ræða. Má þó vera
að svo sé, en þá ætti það ekki að
liggja í láginni. Og einsætt virðist,
að gera hefði mátt ráð fyrir, sam-
kvæmt ráðuneytisbréfinu, að liafizt
yrði handa svo um munaði þegar á
þessu sumri.
I útvarpi og blöðum hafa verið
birtar fréttir um það, að sérfræðing-
ar frá Orkustofnuninni hafi verið á
Austuröræfum við athugun á mögu-
leikum til að steýpa saman jökul-
vötnum í Fljótsdal og er ]>ó ekki
kunnugt um brýtia þörf til virkj-
unar af því tagi þótt Austfirðingar
hafi óskað eftir lítilli Lagarfljóts-
virkjun. Einnig er sagt, að unnið sé
að framhaldsrannsókn á Þjórsár-
svæðinu með tilliti til framtíðar-
virkjana. Ef allar þessar misjafnlega
aðkallandi rannsóknir eiga að sitja
fyrir því, sem lofað var að „hraða“
hér nyrðra, þykir það að vonum ein-
kennilegt.
í ráðuneytisbréfinu 13. maí var
það skýrt tekið fram, að Suðurái-
veita væri úr sögunni og einnig að
öðru leyti, að því er virtist, mörkuð
leið til samkomulags, en þó þannig,
að gert var ráð fyrir áframhaldandi
viðræðum milli málsaðila, enda ekki
þess að vænta, að vandamál af þessu
tagi verði að fullu leyst, með einu
ráðuneytisbréfi. Þar sem ráðuneytið
lét málið til sín taka á þennan hátt,
sem var eðlilegt, hefði farið vel á
því, að það liefði síðar haft forgöngu
um nauðsynlegar viðræður milli
Laxárvirkjunarstjórnar og Land-
eigendafélagsins. O
Kemur til dyranna eins og hann er klæddur
Tryggvi Jóhannsson á Ytri-Varðgjá svarar
nokkrum spurningum blaðamanns
FLESTIR eða allir þeir, sem vjð
innanverðan Eyjafjörð búa og
komnir eru til vits og ára, kann-
ast við Tryggva Jóhannsson á
Ytri-Varðgjá, þrekinn mann og
háan vexti, hressilegan og kátan
kjarnakarl. Og með þakklæti
minnist ég þess, er hann stund-
um leit inn á skrifstofur blaðs-
ins til að spjalla litla stund á
meðan beðið var eftir bíl eða
þess háttar. Nú er hann sjaldan
á ferð, orðinn gamall maður, er
unir ævidögum hjá syni, tengda
dóttur og barnabörnum heima á
Varðgjá.
Ég bað hann um viðtal og
hann svaraði skjótlega á þá leið,
að velkominn væri ég, en þá
skyldi ég heldur ekki draga það
mjög lengi. Og svo ók ég sem
leið liggur úr bænum, inn fyrir
fjarðarbotninn og Leirurnar,
austur yfir láglendið og upp að
Ytri-Varðgjá. Þar heima er
víðsýnt og mjög fagurt,
enda stendur bærinn hátt og
þaðan blash- við innsti hluti
Eyjafjarðar og vestan hans Ak-
ureyri og margar blómlegar
sveitir. En í brekkunum niður
af bænum dafnar Vaðlaskógur
hinn nýi. Lönd Varðgjánna
beggja og nágrannabýla eru
mjög hallandi, allt til sjávar, bæ
ir standa brekkumegin vegar og
á bak við rís Vaðlalieiðin, vel
gróin, prýdd hamrabeltum og
miklum gróðri og góðum sumar
högum.
Og sunnan við snyrtilegan
bæinn á Ytri-Varðgjá stianda
laufskrúðug, gömul og þroska-
mikil reyni- og birkitré. Þangað
veit glugginn á herberginu hans
Tryggva og þar setjumst við
inn og hann spyr formála-
laust, af sínum vanalega rösk-
leika, þegar verk á að vinna: Á
hvorum viltu byrja, karlinum
eða stráknum?
Stráknum.
Jæjá þá. Ég fæddist 7. marz
1885 í Kálfsskinni á Árskógs-
strönd. Foreldrar mínir voru
Þóra Vigfúsdóttir frá Hellu og
Jóhann Franklín frá Látrum
á Látraströnd. Við vorum
fjórir bræður: Magnús, elztur,
drukknaði á Pollinum, ungur
maður en kvæntur, Jónas og
Elinor, smiður, báðir á Akur-
eyri, og svo ég. Systir okkar dó
óskírð.
Þú varst lengi sjómaður?
Já, ég byrjaði að róa með föð-
ur mínum innan við fermingu
á Litla-Árskógssandi. En for-
eldrar mínir fluttust þangað. í
sama húsi bjuggu einnig Jóhann
Jónsson frá Litla-Árskógi og
kona hans, Margrét, hálfsystii'
mín, og svo Gísli Gestsson kenn
ari, svarfdælskur, og móðir
hans. En við áttum ekki lengi
heima þarna, því húsið brann.
Það kviknaði í hjá þeim Gísla,
og þá fluttum við í Árbakka,
sem er býli við Litla-Árskógs-
sand. En þar var Jóhann Þor-
valdsson frá Krossum og Hall-
fríður kona hans, foreldrar Eg-
ils skipstjóra á Akureyri og
Freymóðs málara. Þá var nú
hægt að búa þröngt og árekstra-
laust.
Hvenær fórstu fyrst til Akur-
eyrar?
Akureyri var sá staður, sem
hafði aðdráttarafl, ekki siður en
nú. Það var mikiH viðburður að
koma þangað í fyrsta sinn, enda
stopular ferðir nema helzt á sjó.
Ætli ég hafi verið nema svona
10 eða 11 ára þegar Jóhann mág
ur bauð mér að fara með sér, en
hann var þá að koma úr hákarla
túr og átti leið til Akureyrar.
Þetta var tilhlökkunarefni, eins
og gefur að skilja. Ég man vel
hvern farareyri ég hafði í þess-
ari fyrstu Akureyrarferð minni.
Ég var látinn fara með fjögur
bönd af stórýsu til að selja. Ég
mátti svo verzla fyrir andvirðið.
Þá var ýsubandið metið á 25
aura, svo ég hafði eina krónu úr
að spila.
En þá var hægt að kaupa of-
urlítið fyrir hverja krónu?
Já, bara töluvert. En það seg-
ir ekki af ferðum okkar til Ak-
ureyrar. Þar fórum við í land
og ég elti auðvitað ,Jóhann.
Hann þekkti marga og einn slík
ur spurði hann, hvort hann g'æti
selt sér ýsu. Nei, sagði Jóhann,
en drengurinn á ýsu sem hann
ætlar að selja, og benti á mig.
Þar með hófust nú viðskiptin.
Ég var látinn rogast með ýsuna
heim til þessa manns. En þegar
þangað kom gat konan ekki
borgað og bað mig að koma um
kvöldið. Ég gerði það og þá var
maðurinn ekki heima og konan
enn auralaus. Hún sagði mér að
koma morguninn eftir. Það
gerði ég, en var þá sagt, að mað
urinn væri ekki kominn á fæt-
ur. Enn kom ég um hádegið og
þá var þó mannskömmin heima,
en jafn auralaus og konan. Þá
fór ég að gráta. Ég gat ekki
verzlað neitt og fékk aldrei neitt
fyrir ýsuna. Svo fór um sjóferð
þá. Síðar frétti ég, að þessi mað-
ur, sem ýsuna fékk, væri heldur
slæmur maður í viðskiptum og
hlaut ég að taka það trúanlegt.
Ég vona að ég hafi aldrei á ævi
minni sært barn slíku sári.
Komstu ekki snenuna í kynni
við byssuna?
Ó-jú, óþai-flega snemma. Sjó-
menn skutu sér bæði sel og
fugl og kom það sér auðvitað
vel. En það vildi nú svo til, að
ég kynntist þessu á annan veg
en algengast var. Þannig bar
það til, að þrem dögum fyrir
jól fór ég með pabba og Þor-
valdi að sækja skyrtunnu út í
Háls í Svarfaðardal og einhverj
ir fleiri voru með. Þetta var á
meðan við áttum heima á Ár-
'bakka. En þar var engin kýr og
við því mjólkurlaus, og var skyr
ið því kærkomið. Við fórum á
báti út í Hálshornið, en höfðum
með okkur sleða til að aka skyr
tunnunni á fx-á Hálsi og niður
að sjó. Þetta gekk nú allt eins
og í sögu. Við vorum komnir
með skyrtunnuna að bátnum.
En þá var háfjara og framsetn-
ingin því erfið. Við fengum okk
ur kefli í fjöru til að setja undir
bátinn og þetta gekk, þótt hægt
miðaði. Byssa var í bátnum, er
Jóhann Þorvaldsson átti. Nú fór
einn að leita að kefli eða spreki
til að setja undir, því annars
sökk báturinn í sandfjöruna.
Jóhann hafði hönd á byssunni,
ætlaði að færa hana eitthvað til,
en ég stóð gegnt honum við bát-
inn, sem nú hallaðist á mig og
ég beygði mig niður, setti í hann
bakið. En í því ég beygði mig
hljóp skotið úr byssunni og
skóf holdið af herðablaðinu á
mér. En sá, sem féll, var ekki
ég heldur Jóhann, svo mikið
varð honum um. Og gott var að
ég beygði mig niður, því annars
væri ég ekki til fi-ásagnar af
þeim atburði. En hlaðin hagla-
byssa Jóhanns hefur rekizt eitt-
hvað í, er hann var að færa
hana til. En það er af mér að
segja, að snarlega var snúið við
og haldið heim að Hálsi með
mig og þar var ég heldur illa
haldinn. Þangað kom um kvöld-
ið kona frá Hamri, sem eitthvað
kunni fyrir sér, og þvoði hún
sár mín og batt um. Skömm er
að muna ekki hvað hún hét, en
þökk sé henni. (Líklega hefur
þetta verið Freyja Þorsteins-
dóttir).
Þá var næsti læknir Sigurður
Hjörleifsson á Grenivík og var
hann nú sóttur. Hann sagði að
lítið væri hægt fyrir mig að
gera, því ég væri svo brunninn.
og sá til hans. Loks lagðist sel-
urinn á grunnu vatni og hi'eyfði
sig ekki. Ég sá hann greinilega
og hefði getað vaðið út. En ég
hafði ekkert í höndnunum nema
byssuna og það var þýðingar-
laust að skjóta niður í vatnið.
Ég gerði það nú reyndar, en sel-
urinn rótaði sér naumast, höglin
ui'ðu auðvitað ki-aftlaus í vatn-
inu. Svo stóð ég og beið með
hlaðna byssuna, því ég vissi að
einhvern tima yrði kobbi að
koma upp til að anda. Ég var
alveg hissa hve lengi ég þui-fti
að bíða og mér var farið að
detta i hug, að selurinn væri
Tryggvi Franklín Jóhannsson á Ytri-Varðgjá.
En ég skuli koma til sín eftir
viku. Eitthvað lét hann mig hafa
við þessu. Ég var þessa viku á
Hálsi, en þar bjuggu þá Jón og
Guðrún og létu þau sér annt
um mig. Þegar vikan var liðin
var faiið með mig til Grenivík-
ur og læknirinn fór nú að gera
betur að sárum minum. Stúlka
ein var þar inni hjá okkur og
spurði 'hún lækninn hvaða bláu
blettir væru á bakinu á mér.
Læknir skoðaði þá betur og
voru það auðvitað höglin.
Fór hann svo að plokka höglin
úr og duttu þau á gólfið. Ekki
veit ég hvað mörg högl duttu, en
mörg voru þau, svo mikið man
ég, því að ég var alveg hissa hve
mörg duttu í gólfið. Mér var
sagt, að herðablaðið væri bert,
en sjálfur sá ég það ekki. Skinn
var sett yfir og það greri. Lengi
hafði ég hendina á fatla, en
smám saman jafnaðist þetta og
mér batnaði. En örin eftir þetta
slys voru mikil, og þótt ég greri
sára minna, sýna þau hvað gerð
ist á Hálshorninu fyrir meira en
sjötíu árum. Og nú fyrir
skömmu, eftir að ég gerðist gam
all og fór til læknis cg í mynda-
töku, komu nokkur högl í ljós,
sem ég hef gengið með í
skrokknum alla tíð síðan, og fá
að fylgja mér héðan af.
Þú hefur þá ekki mikið feng-
izt við byssu síðar?
Jú, víst gerði ég það. Ég skaut
margan selinn héma fyrir fram
an í gamla daga. Það komu oft
selir hér inn í Kvíslina fyrir neð
an og ég skaut sel á hverju ári
um langt árabil og stundum
fleiri en einn. Ég skrapp einu
sinni hérna niður og sá sel á
skör í Kvíslinni. Ég skaut hann,
en hann komst niður og synti
norðui- Kvíslina. Ég hljóp með
steindauðui*. En allt í einu kom
hann upp og það urðu 'hans
endalok.
Oðru sinni skaut ég sel og
seldi bökuna af honum á 350
krónui'. Það var nú peningur, í
þá daga. Selkjöt og selspik er
herramannsmatur og það svík-
ur ekki unglingana, sem eru að
vaxa og þroskast.
En svo við hverfum aftur til
unglingsins með skotsárið?
Það greri og ég gleymdi því
alveg. Hálfsystir mín, Anna, og
sammæðra, var gift Jóni Ara-
syni og bjuggu þau á Þverá í
Ongulsstaðahreppi. Á unglings-
árum mínum ólst ég þar upp að
verulegu leyti. Það var þannig,
að fjölskyldan var á Þverá á
vetrum, en svo stunduðum við
pabbi róðra á Látrum, að mig
minnii' ein 5 eða 6 sumur.
Á Látrum voru m. a. Höfða--
bræður með þrjá báta um þess-
ar mundir. Þar var nú líf í tusk-
unum fast sóttur sjórinn nóg að
borða og stundum skemmtanir
af einhverju tagi. Ég þroskaðist
mikið þessi árin og ki'afta og þol
fékk ég á árinni. Þetta voru al-
veg dásamleg ár og þessi surnur
á Látrum eru mér ógleymanleg
og það var auk þess mikið upp
úr róðrunum að hafa. Fiskinn
seldum við á Kljáströnd. Stund-
um var farið í selaróðra. Það
hefur svo mikið verið skrifað
um þennan stað, sjóhetur þaðan
og útgerðina, að ekki er á það
bætandi.
Einhvern túna liefur þú
kannski komizt í liann krappan
þar?
Tvisvar sinnum man ég, að
litlu mátti muna. Pabbi var for-
maður og ég var auðvitað með
honum. Þá voru ekki komnar
vélar í bátana. Við pabbi vorum
u
einu sinni í róðri vestur og
fi'am af Látrum. Það var blíða
logn og bezta veðui'. En allt í
einu rýkur hann upp með vest-
an rok. Það var siður að setja
fiskinn á seil, til að þyngjá ekki
bátinn, þegar eitthvað var að,
en nú var engin tími til þess og
við fleygðum fiskinum í sjóinn.
Við ætluðum svo að lendá því
nóg var af mörinum til að táka á
móti okkui', rerum upp undir
og hleyptum upp. Engan sákaði
og báturinn var heill.
í annað sklþti var það að
morgunlagi, eftir norðanbrim
og illviði'í, að við rerum méð 12
stokka af línu, sem búið vár að
standa á éiha þrjá daga, á-með-
an norðanhvellurinn var. í þetta
sinn var Tryggvi Jónasson, bróð
ir föður míns, formaður, énda
hans bátur, sem róið var á, og
ég man að með okkur var í
þetta sinn Jón Hrólfur. Það var
komið logn þegar við rerum en
miki'l kvika. Og í’óðurinn gekk
vel og við fiskuðum, 'þótt
beitan væri gömul. Svo kipp-
uðum við fiskinn, létum hann
útbyrðis og dufl við, höfðum
svo snúru méð okkur í 'land,
til að geta dregið hann í 'land.
Þegar við komum að lándi
var ágætt í sjálfri víkinnf, en
stór ólög komu svo faia varð að
öllu með gát. Við biðum dálitla
stund eftir lagi og í fjöi’unni
voru margii', sem fylgdust með
okkur. Svo kallai' Tryggvi og
segir okkur að taka róðurinn.
Við bentum honum á ólag, sem
var á leiðinni og það sáu menn-
irnir í landi líka og vöruðu- við.
En Tryggvi vildi nú ekki - láta
segja sér fyrir verkum. Hann
var formaðurinn og honum bar
að hlýða. Við lögðumst fast á
árarnar og tókum lífróðurinn.
En ólagið varð fljótara og tók
okkur. Það var gx-íðarstór kvika,
sem bar okkur upp í fjöruna og
alveg upp undir bakka. Þar
slengdist bátux-inn á stein og
partur af kjölnum brotnaði.
Þarna munaði mjóu og við vor-
um taldir af á þeim augnablik-
um, sem ólagið elti okkur.
En engum varð meint af
nema bátnum .og Þorsteinn í
'Rauðuvík, sem xeri á Látrum
•og vai- bátasmiður, gerði fljótt
við skemmdirnar og lífið hélt
áfi'am sinn vanagang við yeiði-
.skap og önnur dagleg stöi'f.
En sjómennskan átti ekki eft-
ir að verða þitt ævistarf? .
Nei, ég gerðist bóndi. Látra-
vistin var að vísu enginn bún-
aðarskóli, en samt góður skóli,
kannski bctri skóli á ýmsum
sviðum en ýmsar þær stofnanir,
sem skólanafn bera. Tuttugu og
eins árs kvæntist ég Svövu Her-
mannsdóttur frá Ytri-Varðgjá
og eins og aðr'ir, sem lánið-leik-
ur við, var ég hamingjusamur
og ánægður með lífið og leit
bjöi'tum áúgum á framtíðina.
Fyrst vorum við í nokkui's kon-
ar húsmennsku hérna á Ytri-
Várðgjá, hjá tengdaforeídrum
mínum, en keyptum þá Vtri-
Reistará í Arnarneshreppi og
bjuggum þar nokkur ár. En þá
skipuðust málin þannig, að
tengdamóðir mín varð heilsulítil
og okkur stóð til boða Ytri-
Vai'ðgjá. Það gerðum við og hér
dvöldum við meðan við bæði
Tifðum og nú býr hér Höi'ður
sonur ókkar og hans kona, Elín-
borg Einarsdóttir og annast hún
mig vel í ellinni, eins og mín
eigin dóttir 'væri.
Hvað kom jtil, að þú fluttir í
Reistará?
Það vai' nú ski’ítið. Eiginlega
var það i-auð hryssa, sem á heið
urinn .af.þyi Þegar ég var-með
annan fótiim á Þverá, ásamt for
.eldrum mínum, var þarikaupa-
kona er átti skjóita hryssu. fyrir
vestan. Hún bauð mér hiryssuna
til kaups .og .ég keypti hana
óséða. Svo þegar hún kom, varð
ég fyrir vonbrigðum. Hún var
leiðinlega skjótt, dágott hross að
vísu, en liturinn fór voðalega í
taugarnar á mér. Einar á Eyrar-
landi, lengi alþingismaður, átti
um þetta leyti skjóttan hest,
hrekkjóttan skratta, sem oft
kastaði eigandanum af sér. Það
varð nú að ráði að við höfðum
hestakaup og líkaði Einari það
vel. Hinsvegar átti ég eftir að
venja klárinn af klækjunum og
það tókst mér ekki. Þá voru á
Kaupangsbakka bræðurnir Ár-
mann og Jón Tómassynir, mikl-
ir hestamenn. Jón bauð mér
einu sinni að taka Skjóna og
laga hann. Og það tókst honum
svo sannarlega. Skjóni lagði nið
ur alla hrekki sína og þá var ég
eins ánægður og Einar með
hestakaupin og riðum nú báðir
á skjóttu. En meðan ég átti
Skjónu eignaðist hún rautt mer
folald, sem varð mikill gæðing-
ur, alveg dásamleg skepna.
Sigurgeir á Öngulsstöðum
tamdi hana að nokkru. Jón
Stephensen, umboðsmaður
þjóð- og kii-kjugarða og gjald-
keri í Landsbankanum á Akur-
eyri, frétti af hryssuni hjá Jóni
Tómassyni og falaði hana af
mér. Sú rauða var ekki til sölu.
En þá kom Jón Tómasson einu
sinni til mín með ágætan hest,
jarpan að lit, og 200 krónur,
hvorttveggja frá Stephensen og
bauð hann þetta fyrir þá rauðu.
Ég stóðst ekki freistinguna, ekki
sízt er þau skilaboð fylgdu með,
að ég skyldi sitja fyrir hverju
því jarðnæði, sem losnaði og
umboðsmaðurinn hefði ráð á.
Þetta varð til þess að ég fékk
Reistará og flutti þangað.
Hve stór var bústofninn?
Það gekk nú talsvert á, áður
en ég flutti. Ég fékk Jón Mel-
stað á Hallgilsstöðum til að fara
með mér út í Reistará til að
skoða jörðina og bæinn. Okkur
var neitað að skoða húsin fyrst
í stað. Það gekk þó á endanum.
Ég átti eina kú, keypti svo
kvígu að fyrsta kálfi fvrir 100
krónur og átti þá eftir 100 krón
ur af Rauðkuverðinu. Svo átti
ég þann jarpa og bleikan hest
frá Hermanni tengdaföður mín-
um, nokkrar ær, en auk þess
átti ég að fá tólf, sem fylgdu
jörðinni. Fyrri ábúendur létu
mig hafa svo lélegar ær, að ekki
var forsvaranlegt. Stefán í
Fagraskógi og Guttoi-mur á Ósi
réttu hlut minn í því máli. En
svo bættust mér óvænt 10 góð-
ar ær. Jóhann á Garðsá, faðir
Björns frá Laugalandi og þeirra
systkina, kom að máli við mig
og sagðist ætla að láta mig hafa
10 ær. Ég gæti svo sjálfur ráðið
því hvort ég borgaði sér leigu
og hvenær og ég gæti líka
fengið ærnar keyptar ef ég vildi
það heldur og mætti þá greiða
þær síðar. Ég varð alveg forviða
og þekkti ég þó vel til dreng-
skapar Jóhanns á Garðsá.
Mér búnaðist vel á Reistará,
gi’æddi ofurlítið, keyti jörðina
fyrir 2800 krónur, minnir mig,
en seldi hana Sveini Friðriks-
syni þegar svo réðist að ég flutti
hingað í Yti’i-Varðgjá. Sveinn
átti peninga og borgaði út.
Síðan hefur þú búið hér,
byggt og ræktað?
Já, og hef átt góða granna og
hér hefur okkur liðið vel alla
tíð. Einn granni minn, Stefán á
Syðri-Varðgjá, var skemmtileg-
ur maður og einn af mínum
góðu nágrönnum. Hann stakk
einu sinni upp á því, að við
byggðum rafstöð í félagi. Ég
vildi síður vera í félagi með
það fyrirtæki, bauð honum læk
inn til afnota og svo komum við
tveim rafstöðvum upp við sama
lækinn og mín gengur ennþá
eftir meira en 40 ár.
(Framhald á blaðsíðu 2).
JÚHANN ÞORKELSSON
fyrrverandi héraðslæknir
KVEÐJA FRÁ GÖMLUM BEKKJARBRÓÐUR
HAUSTIÐ 1921. Ég var nýkom-
inn til Akureyrar til þess að
setjast í annan bekk Gagnfræða
skólans gamla. Mér hafði verið
vísað til herbei’gis. Það var stórt
fjögurra manna herbei’gi á ann-
arri hæð. Þarna sat ég einn og
nokkuð uggandi um minn hag.
Ókunnugur daladrengur og
fávís um marga hluti.
Þá var hurðin opnuð og inn
gekk unglingsmaður, fölleitur
með svart liðað hár, augun dökk
og tindrandi. Maður á svipuðum
aldri og svipaður á vöxt og ég
sjálfur. Hann heilsaði mér sem
gömlum kunningja, kvaðst heita
Jóhann Þorkelsson frá Siglu-
firði, eiga að búa á þessu her-
bergi og hafa verið í skólanum
veturinn áður. Ég varð komu
hans feginn. Það var eitthvað
traustvekjandi við látlausa en
djarfmannlega framkomu hans.
Og hann var öllum hnútum
kunnugur á þessum stað. Þann-
ig urðum við hei-bergisfélagar
einn vetur en skólabræður tvo
vetur eða til voi’sins 1923, en
þá ui’ðum við gagnfræðingar.
Gott er að eiga góða félaga.
Félagsskapurinn í gömlu „Para-
dís“ — en svo var herbergið
okkar kallað — var með ágæt-
um veturinn ’21—’22. Þar var
Jóhann einskonar oddviti okk-
ar, er þar bjuggum. Enda okkar
reyndastur skólasveinn. Glað-
vær og ætíð hress í skapi. Það
var ekkert ólundar heimili í
„Paradís“ veturinn þann. Góð-
viljaður og greiðvikinn var Jó-
hann með ágætum. Vissi ég
það, að hann eyddi löngum tíma
til þess að hjálpa nemendum,
er lélegan undirbúning höfðu
fengið og erfitt áttu uppdráttar.
Góður námsmaður var hann og
þó ekki sérstaklega iðinn við
lestur, en greindin var skörp og
eftirtekt ágæt svo árangur varð
mikill.
Hann var áhugamaður um
íþróttir, ágætur fimleikamaður
og frár á fæti. Á þessum missir-
um var mikill knattspyrnuáhugi
i skólanum og háðum við marga
hildi á gamla knattspyrnuvell-
inum, bæði innbyrðis í skólan-
um og út á við, við knattspymu
félög bæjarins og gerðumst
þeim svo erfiðir, að þeim þótti
nóg um. Jóhann var jafnan sjálf
sagður þátttakandi í kappliði
skólans og gekk hann jafnan
glaður og reifur til leiks, snai’
og viðbragðsfljótur. „Hvergi
hræddur hjörs í þrá.“
Síðari vetur okkar samveru
í skóla, var Jóhann „matar-
stjóri“ sem svo var kallað og
var það ærið starf í viðbót við
skólanám. En hvatleiki og
skerpa Jóhanns gat sigrað mikla
erfiðleika og gerði það. Hann
var á ýmsan hátt forustumaður
skólasveina þann vetur. Löng-
um einarður og öruggur.
Hér er margs að minnast, en
raunar fátt eitt hægt að segja,
þegar minnzt er góðs félaga.
Við útskrifuðumst í maí 1923 og
leiðir skildu í bili.
Eftir tuttugu og tvö ár lágu
leiðir okkar saman að nýju. Þá
var hann héraðslæknir í Akur-
eyrai'héraði, búinn að stai’fa
sem slíkur í nokkur ár. Búinn
að vinna það afrek að bi’jótast
gegn um erfitt nám læknisins,
bæði heima og erlendis, þrátt
fyrir þröngan hag og fjárskort.
Með því samdi' hánn enn einn
kapitula í afrekaskrá umkomu-
lítilla íslenzkra námsmanna, er
hafa fetað það einstigi fýír ög-
síðar.
Eftir þetta og til hins síðasta
áttum við nokkur samskipti
öðru hvoru. Og alltaf var Jó-
hann sami gamli góði félaginn.
Röskur og kátur, jafnan reiðu-
búinn að leysa annars vand-
ræði. Fyrir mig persónulega
leysti hann vandræði nokkur:
Þó einkennilegt sé, kvnntist
ég lækninum Jóhanni Þorkels-
syni aldrei að ráði. Þurfti aldrei
til hans að leita í þeirri veru.
En það vissi ég, að marga ferð -
ina fór hann um Eyjafjörð á
löngum starfsferli, fljótur oh
úrræðaglöggur að vanda. Ef •
laust verða aðrir til að minnas j
þessa meginþáttar hans ævi ■
starfs.
Strákahópurinn, er forðun1.
sat saman á skólabekk, veturn..
’22 og ’23, er nú orðinn næst;
fáliðaður. Mannfall í þessun.
hóp hefur orðið ótrúlega miki<:
á undanförnum árum. Eftir er
nokkrir rosknir menn, sumi
teknir mjög að grána. En ein
sinni voru þetta ungir skóla
piltar, sem hlustuðu á Sigui'i
Guðmundsson útskýra magn ■
þrungin kvæði Egils Skalla •
grímssonar, á magnþrungini
hátt. Og einu sinni stjornað.
Lárus Rist þessum hóp, mei:
sinni þrumuraust, uppi í gaml,.
leikfimihúsinu og lét þá jafnvc-.
fljúgast á heilar kennslustundi, ,
til að stæla vöðva og vilja. O;;
stundum hnakkrifust þessi .
strákar sín í milli, en vöru jafn •
góðir vinir eftir sem áður. S;,
er nú féll síðast úr þessum hóp,
var hann Jóhann Þorkeissoi ,
sá hvati og ágæti drengur.
Þegar hópurinn, sem efti 1
stendur, lítur fram á veginn og
minnist hans og allra hinnt
sem á undan eru farnir, verðu ■
hans minnzt sem eins hins rösi'
asta og raunbezta förunautar ■
lífsins leið.
Aðalsteinn Jónsson,
Á SKÖMMUM tíma hafa horfið
af sjónarsviðinu tveir af aðal
forvígismönnum Akureyrar-
deildar Rauða krossins, þeir
Guðmundur Karl Pétursson yfir
læknir og Jóhann Þorkelsson
fyrirv. héraðslæknir.
Ég vil fyrir hönd Akureyrar-
deildar færa báðum þessum
heiðursmönnum þakkir deildar-
innar fyrir ötula forustu og
óeigingjarnt starf að málefnum
hennar.
Sjálfur vil ég þakka ánægj'.
lega samvinnu með þeim i þa '.
fimm ár, sem ég hefi átt sam ■
starf með þeim. Ég finn vel a'’
það verður vandi að fá menr.
til að skipa þeirra sess, en vK:
skulum vona að vel takist.
Aðstandendum þeirra votta
ég innilega samúð við fráfaU
þeirra.
Guðmundur Blöndal. 1
- FRUMRANNSÓKNIR VIÐ MÝVATN
(Framhald af blaðsíðu 1).
tímanum, og nokkrar athuganir
gerðar á sýrustigi og súrefnis-
innihaldi vatnsins.
Safnað var sýnishornum af
svifi og botnlífi á um 50 stöð-
um, þar af á 18 stöðum í Mý-
vatni og á 10 stöðum í Laxá,
alls um 250 sýni.
Langflest sýnin voru rannsök
uð lifandi í rannsóknarstofu,
sem komið var upp i barnaskól-
anum á Skútustöðum, en aúk
íþess verða öll sýnin varðveitt
til nánari rannsóknar.
Allan rannsóknartímann var
mikið mor (grugg, leirlos) í
vatninu og í Laxá. Morinu
valda örsmáir Blágrænuþörung
ar af ættkvíslinni Anabaena,
(líkjast mest perlufesti, í smá-
sjá) sem virðast hafa einstak-
lega góð vaxtarskilyrði í vatn-
inu, einkum þegar hlýtt er í
veðri, eins og í júnímánuði í
vor. Af hjóldýrum (Rotatoria)
var mikið í vatninu. Þau eru
örsmá og koma naumast til
greina sem fiskifæða. Af' éigin-
legri átu, svo sem krabbaflóm
og mýlirfum, var fremur iitið .'
vatninu, enda silungur í Mý •
vatni talinn lélegur, það sem ; :
er þessu sumri.
Mý var lítið áberandi á ranr
sóknartímanum, enda veðui
skilyrði óhentug, og bitmýi :
fræga lét varla sjá sig, þótt tals ■
vert væri af lirfum þess og pup
um í botni Laxár.
Þótt aðalrannsóknunum sé nxi
lokið að sinni, verður reynt ad
íylgjast með breytingum
ástandi lífsins í vötnunum fran.
á haustið, og hafa nokkri
menn verið fengnir tii að tak..
vikulega svifsýni í þeim i
sumar.
Nefndar rannsóknir ber eir: ■
ungis að skoða sem undirbúnin;;
miklu víðtækari og nákvæmai'
rannsókna, sem nu heíur veri<:
ákveðið að framkvæma a vatna •
kerfi Mývatns og Laxár, vegn: .
fyrirhugaðrar nývh’kjunar
Laxá við Brúar. Þær rannsókn >
ir munu vara í mörg ar, uöur ei
endanlegar niðurstöður liggja
fyrir.
(Fréttatilkynnir-.t}