Dagur - 19.08.1970, Blaðsíða 4
I
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMtJELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
SLIPPSTÖÐIN
SLIPPSTÖÐIN H.F. á Akureyri
greiddi 38 milljónir króna í vinnu-
laun á síðasta ári. Þar vinna nú 170
—180 manns. Aðal verkefni nú, er
smíði systurskips strandferðaskipsins
Heklu, er einnig var smíðuð á Akur-
eyri og allir kannast við. f undir-
búningi er smíði þriggja fiskibáta,
tveggja 105 tonna og eins 150 tonna.
Er einn bátanna óseldur en hina
kaupa Reykvíkingar og Hafnfirðing-
ar. Þessi verkefni endast stöðinni til
næsta vors, þegar reiknað er með
hinum almennu skipaviðgerðum, er
til falla.
Togaranefnd ríkisins bauð út
smíði sex skuttogara. Slippstöðin á
Akureyri átti eitt af þrem hagstæð-
ustu tilboðunum, og e. t. v. það hag-
stæðasta. En hana vantar liins vegar
þá aðstöðu, að geta veitt kaupend-
um skipanna þau lán, er erlendar
skipasmíðastöðvar bjóða. Verður hið
opinbera að veita þá fyrirgreiðslu við
innlendan iðnað og jafna metin.
Útgerðarfélag Akureyringa h.f. hef-
ur nú sótt um kaup á einum hinna
sex togara, og mun hann verða smíð-
aður á Akureyri.
Slippstöðin á Akureyri er lengst á
veg komin í uppbyggingu hérlendra
skipasmíðastöðva, og hún er vel fær
um smíði nýtízku togara og fiski-
skipa, svo og smíði minni farmskipa
fyrir íslendinga, á samkeppnisfæru
verði við erlendar stöðvar. Og
ánægjulegt er að vita, að skipasmíða-
stöðin á Akureyri getur aukið afköst
sín um helming, án nýrra fjárfest-
inga, með því að láta vinna á tveim
vöktum í stað einnar, og getur hún
því fengizt við meiri verkefni en
hingað til, þegar þau verða fyrir
hendi. Þessa aðstöðu þarf auðvitað
að nýta til fulls með skipulegum að-
gerðum, í stað þess að greiða fjár-
fúlgur fyrir vinnu manna á erlend-
um skipasmíðastöðvum. A meðan Is-
lendingar stunda fiskveiðar og sigl-
ingar þarf á miklum skipakosti að
halda.
Nýlega var klössunaniðgerð á
varðskipinu Óðni boðin út og átti
Slippstöðin lægsta tilboðið og vann
verkið á mun skemmri tíma en til-
skilið var. Við það verk yar „bónus-
kerfi“ notað og gaf það mjög góða
raun, og var til hagsbóta fyrir út-
gerðina, jafnt sem skipasmiði, sem
juku tekjur sínar verulega. Gefur
þetta auga leið við aukna nýtingu
vinnuafls, þar sem slíku verður við
komið. En klössunaniðgerð þessi er
fyrsta verkefni stöðvarinnar, þar sem
lokið er verkefni með „bónuskerf-
inu.“ □
STEFÁN VALGEIRSSON, alþingismaður:
Landbúnaðarmálin ofarlega á baugi
Á FUNDI, sem foiTnaður Fram-
sókn.arflokksins, Ólafur Jó-
hannesson, hélt á Akureyri 10.
ágúst og frá var sgat í síðasta
blaði, flutti Stefán Valgeirsson
ræðu og gerði landbúnaðinn og
vandamál bændanna . m. a. að
umræðuefni. Fer sá kafli ræð-
unnar hér á eftir:
Það má að vísu segja, að þetta
vandamál (uppskerubrestur af
völdum kals) steðji að bænda-
stéttinni í heild eða fast að því.
Þó er það svo, að óvíða mun
ástandið verra í þessu efni en
í þessu kjördæmi, en misjafnt
frá einum bæ til annars, og á
milli gveita, allt frá því að fa
sama sem engin hey eða ná
meðalheyskap. Eins og nú horf-
ir eru engar líkur til þess, að
■heyfengur verði nema helming-
ur af því, sem verið hefur í
venjulegu árferði á stórum
svæðum. Frammi fyrir þessum
vanda stendur öll þjóðin, því
þetta er ekki eingöngu vanda-
mál bændastéttarinnai', heldur
þjóðarinnar allrar. Færi svo að
bændur verði að skerða bústofn
sinn, og setja á í samræmi við
heimafengið fóður á komandi
hausti, verða þeir margir, sem
verða að ganga frá jörðum sín-
um, því engin afkomuskilyrði
verða lengur fyrir hendi. Þau
voru víða ekki of góð fyrir.
Hvernig hefur verið brugðizt
við, þegar svipaður vandi hefur
steðjað að í sjávarútvegi? Hvað
var gert þegar hinn svokallaði
þurrafúi kom fram í fiskiskipa-
flota landsmanna? Þær skemmd
ir voru greiddar að fullu úr sam
eiginlegum sjóði þjóðarinnar,
en með tvennu móti. Ríkið gekk
í ábyrgðir fyrir iánum, sem
fóru til greiðslu á viðgerð skip-
anna, og þegar ábyrgðarheimild
in var gefin, var reiknað með,
að ríkissjóður tæki að sér
greiðslur þessara lána, enda
varð svo í reyndinni. Eigendur
skipanna voru aldrei krafðir
um greiðslu þessara lána.
Árið 1957 var svo lögleidd
skyldutrygging á fiskiskipum
fyrir þurrafúa, en útflutnings-
sjóður og síðan ríkissjóður
greiddu iðgjöldin vegna þessara
trygginga, svo um var að ræða
aðeins form'breytinj*r á greiðslu
vegna þessara skemmda.
Þegai- aflabrestur hefur orðið,
hefur ríkið hlaupið undir bagga
með margskonar hætti, enda
hefur fiskverð aldrei verið mið-
að við það, að útgerðin geti tek_
ið á sig stór áföll.
Nú steðjar að bændastéttinni
sambærilegar skemmdir og tjón,
eins og útvegsmenn urðu fyrir,
af völdum þurrafúans, eða þeg-
ar síldin ekki veiddist, eða vetr-
arvertíð brást.
Munurinn er þó sá, að nú
hafa Framsóknarmenn ekki
stjórnaraðstöðu eins og þegar
þessi háski steðjaði að útvegs-
bændum.
Liggur ekki einmitt þarna
skýringin á því tómlæti, sem
bændastéttinni hefur verið sýnt
á liðnum erfiðleikaái-um? Fram
sóknarflokkurinn hefur verið
utan við ríkisstjórn. Bændur
vita ekki hvort þeir munu fá
aðstöðu nú í nokkru formi,
óvissan er því alger, og þó ein-
hver úrræði væru fyrir hendi,
þora menn ekki að hafazt að
fyrr en eitthvað liggur fyrir um
það efni.
Til greina hlýtur að koma, að
gengist verði fyrir heymiðlun,
þannig að þeir sem hlutfallslega
hafa mest hey miðað við bú-
stofn, láti eitthvað til þeiiTa,
sem minnst hafa, miðað við það
að allir bændur fóðri bústofn
sinn á kjarnfóðri innan skyn-
samlegra marka, til þess að kom
ast hjá, að skerða bústofn lands
manna meira en óumflýjanlegt
er.
En til þess að slíkar ráðstaf-
Stefán Valgeirsson.
anir komist í framkvæmd þarf
forystu, slík forysta getur ekki
komið nema frá landsfeðrunum
sjálfum, því slíkar ráðstafanir
kalla á verulega fjármuni, þeir
verða ekki teknir nema úr sam-
eiginlegum sjóði þjóðarinnar a.
m. k. verða þeir ekki teknir hjá
bændastéttinni, verðbólgan á
viðreisnargöngunni hefur leikið
þá svo hart sé litið á stéttina í
heild.
Afurðaverðið á búvörum hef-
ur ekki verið miðað við slík
áföll, eins og nú steðja að
bændastéttinni, heldur miklu
fremui' við bezta góðæi'i, sem
sést á því, að bændur hafa
reynzt tekjulægsta stétt lands-
ins, þó engin umtalsverð áföll
hafi steðjað að.
Það er ef til vill óþarfi að
minna á það, og vekja athygli á
því að landbúnaðarframleiðslan
í norðlenzkum byggðum er höf-
uð undirstaðan undir atvinnu-
lífinu í þéttbýlisstöðunum hér
ásamt fiskveiðum.
Verði samdráttur í fram-
leiðslu þessara undirstöðu at-
vinnuvega þýðir það minnkandi
atvinnu í þéttbýlinu hér. Af
þessu leiðir, að það hlýtur að
vera krafa okkar allra, hvað
sem búsetur líður, að allt vei'ði
gert sem tiltægt sýnist til að
draga úr afleiðingum harðæris-
ins, og það hlýtur að verða eitt
af höfuð baráttumálum okkar
Framsóknarmanna hér eftir,
sem hingað til, að koma í veg
fyrir eyðingu byggðar, halda
uppi fullri atvinnu allsstaðar á
landinu miðað við sem jöfnust-
um lífskjörum.
En nú hefur komið fram brest
ur í undirstöðu þjóðarfram-
leiðslunnar, sambærilegur við
þá bi'esti sem komi af völdum
aflabrests eða þurrafúa. Nú verð
ur að bregðast við eins og þá til
að koma í veg fyrir stór slys.
En þar sem ég var að ræða
um einn þátt atvinnulífsins um
annan undirstöðuþáttinn, vil ég
í framhaldi af því drepa á at-
vinnuuppbygginguna hér að
öðru leyti. Við verðum að stefna
að því, og miða atvinnuuppbygg
inguna hér við það, að næg at-
vinna verði fyrir alla, svo engin
þurfi að flytja héðan af Norður
landi, vegna þess að hann fái
ekki verk að vinna við sitt hæfi.
Þetta hlýtur að vera megin
markmið okkar Framsóknar-
manna, og út frá því takmarki
verða allar ákvarðanir okkar að
miðast.
Eitt af þeim verkefnum, sem
hvað mest aðkallandi er að leysa
í þessu sambandi er að auka
raforkuna. Nú er svo komið að
skortur á raforku í þessu kjör-
dæmi hindrar aukna starfsemi,
sem byggist á henni. Vélar og
tæki eru í mikilli hættu, vegna
þessa orkuskorts, þar sem spenn
an fellur oft mjög mikið á mestu
álagstímunum. Á þessum vanda
verður að finnast farsæl lausn,
lausn sem byggist á samstöðu
bæja og héraða á þessu svæði,
sú leið hlýtur að vera til ef vilji
er fyrir hendi. Q
JÖHANN ÞORKELSSON
fvrrverandi héraðslæknir
Mæðgurnar Súsanna og Ragnliildur.
(Ljósm.: E. D.)
Kom til Akureyrar eftir 57 ár
SUMIR eldri menn Akureyrar—
bæjar, rifja það upp þessa dag-
ana, að ein fegursta stúlka bæj-
arins í þeirra ungdæmi, og þeir
voru hrifnir af, er nú hér stödd,
eftir 57 ára fjarveru. En þessi
kona, sem nú er orðin 82 ára,
flutti af landi burt á brúðkaups
degi sínum, ásamt manni sínum
Páli Halldórssyni Péturssonar
frá Holti á Ásum og hélt vestur
um haf. Þau fóru til Winnipeg
og dvöldu þar löngum síðan.
SMÁTT & STÓRT
(Framhald á blaðsíðu 5)
er að láta leggja yfír akurinn.
Nýtízkulegri aðferð er vatns-
úðunin og er hún þekkt hér á
landi og hefur verið notuð af
Eyfirðingi, búsettum á Suður-
landi, og með góðum árangri.
Ekki er blaðinu kunnugt 11111,
að kartöflubændur hafi vakað
yfir görðum sínum og barizt við
frostið á þessu sumri. Má þó
vera að svo hafi verið.
HAUSTKOSNINGAR
Þótt ekki hafí verið ákveðnar
haustkosningar þegar þetta er
ritað, bendir margt til, að svo
verði. Það er á valdi stjórnar-
flokkanna að ákveða það og
gera grein fyrir ástæðunum, ef
til kemur. Verður þá rofið þing,
en kosningar eiga, samkvæmt
lögum, að fara fram innan
tveggja mánaða frá þingrofi.
ÁSTÆÐURNAR
Haustkosningar hafa „legið í
loftinu“ um skeið. Vitað er um
megna óánægju ungra manna í
Alþýðuflokknum og mikillar
þreytu er farið að gæta hjá ríkis
stjórninni. Þetta er þó ekki
ástæðan til haustkosninga, held
ur hitt, að vegna þess að ríkis-
stjórnin hefur enga tilburði til
að hafa hemil á enn einni verð-
bólguskriðunni, sem nú er tek-
in að flæða yfir, verður óhjá-
kvæmilegt að gera misvinsælar
ráðstafanir í vetur. Staða stjórn!
arflokkamia yrði þá sennilega
enn verri en hún er nú, og
kosningar óhagstæðari fyrir þá.
OPIN BOK
En hvort heldur sem kosið ver3
ur í haust eða vor, sjá flestir,
að núverandi valdhafar geta
engan vanda leyst. Ekki tókst
þeim að leysa verðbólguvand-
ann, ekki minnkaði skuldasúp-
an við útlönd, ekki var verð-
gildi krónunnar varið og treyst,
ekki var atvinnan tryggð eða
vinnufriður, ekki voru- skattar
lækkaðir, ekki leyst liúsnæðis-
vandræði, ekki var togaraflot-
inn endumýjaður, engin lieild-
arstefna upp tekin í fjárfesting-
armálum, heldur happa og
glappastefnan látin ráða. Mönn
unum, sem mistókst allt þetta,
tekst naumast betur eftirleiðis.
Páll er látinn fyrir skömrflu.
Hann var málari að iðn, skáld
og rithöfundur. Þau Páll og
Súsanna eignuðust 5 börn, öll
búsett vestra og ein dætranna,
Ragnhiídur, kom með móð\ir
sinni og . tveim börnum sínum
11 og 13 ára. Ennfremur var
dótturdóttirin Carol Minaken
arkitekt með í för, hefur ný-
lokið háskólaprófi í sinni grejn.
Af frændfólki Súsönnu á Ak-
ureyri eru tvö systkini enn á
lífi og fjöldi frændfólks. En
Súsanna er Guðmundsdóttiii á
Stóra-Eyrarlandi á Akureyri-og
geta nú ættfróðir menn tekið
til sinna athugana. 1
Til gamans má geta þess, að
maður Ragrihildar, er fyrr var
nefnd, stjórnar miklu fyi'irtæki
í Kanada, sem framleiðir flestar
tegundir sundlauga. Það fyrir-
tæki hefui' t. d. í athugun eins-
konar plasthiminn yfir Suxld-
laug Akureyrar.
Þær mæðgur, Súsanna Guð-
mundsdóttir og Ragnhildur dótt
ir hennai', .sem litu inn á skrif-
stdfu Dags með fræriku sinni,
Björgu Baldvirisdóttur leik-
konu, báðu fyrir beztu kveðjur
til ættingja og vinafólks. En
þær eru nú á förum, eftir nokk-
úrra daga dvöl á Akureyri og
nokkur ferðalög um nágrennið.
JÓHANN Þorkelsson fyrrver-
andi héraðslæknir var til mold-
ar borinn fimmtudaginn 13.
ágúst síðastliðinn.
Hann var sonur hjónanna
Þorkels Sigurðssonar bónda að
Húnsstöðum í Stíflu og konu
hans Önnu Jónsdóttur.
Jóhann var fæddur að Húns-
stöðum 1. apríl 1903. Ungur að
árum var hann tekinn í fóstur
af Helga Guðmundssyni, héraðs
lækni á Siglufirði og Kristír.u
Jóhannsdóttur konu hans. Jó-
hann útskrifaðist frá Mennta-
skólanum í Reykjavík vorið
1927, og kandídatsprófi frá Há-
skóla íslands lauk hann vorið
1933 með ágætri einkunn. Árið
1934 fer hann til Danmerkur og
tekur danskt embættislækna-
próf vorið 1936.
Eftir fjölþætt nám og starfs-
reynslu heima og erlendis er
hann skipaður héraðslæknir í
Akureyrarhéraði í ársbyrjun
1938, en því embætti gegndi
hann til ársloka 1968. Ennfrem-
ur starfaði Jóhann að heilsu-
gæzlu og heilsuvernd bæði sem
forstöðumaður Heilsuverndar-
stöðvar Akureyrar og sem skóla
læknir.
Á starfsárum sínum hér í
Eyjafirði lagði hann lið og ráð
nærfellt öllum félagasamtökum
og starfsheildum á vettvangi
lækninga, heilsugæzlu og líkams
ræktar.
Varanlegasti varði, sem reist-
ur var að frumkvæði hans og
samherja hans, í baráttunni
fyrir bættri vernd og aðhlynn-
ingu vangefinna, er hið glæsi-
lega hæli Sólborg, sem veldur
áreiðanlega straumhvörfum í
lífi þeirra samborgara okkar, er
svo mikla þörf hafa fyrir hjálp
og styrk til öryggis og sjálfs-
bjargar.
Að síðustu má nefna, að Jó-
hann var virðulegur fulltrúi
Minning um hjónin Irá Ærlæk
Kðffisala suður við Hótavatn
EINS og undanfarin sumur,
starfræktu KFUM og KFUK
sumarbúðir að Hólavatni sl.
sumar. Aðsókn í sumarbúðirnar
er vaxandi með hverju sumri og
hefur oftazt verið fullskipað í
dvalarflokkana. Síðasti dvalar-
flokkurinn kom heim föstudag-
inn 14. ágúst. Dvalargjald í
sumarbúðunum er mjög í hóf
stillt, og er tekjuafgangur lítill
sem enginn. Fjár hefur verið
aflað með sölu fermingarskeyta
á vorin og kaffisölu að hausti.
Á sunnudaginn kemur, 23.
ágúst, gefst mönnum kostur á
að styrkja starfsemina, og verð-
ur kaffi og kökur á boðstólum
frá kl. 2.30 til kl. 6 e. h. Að Hóla
vatni eru 38 km. og er því til-
valið að fara hringferð í Eyja-
fjörðinn og drekka síðdegiskaff-
ið að Hólavatni. Er hér með
minnt á nýlega brú yfir Eyja-
fjarðará við Vatnsenda.
Verið velkomin að Hólavatni
á sunnudaginn kemur.
(Aðsent)
„Ég finn þcgar okkar fundir skilja
hve fátækleg verða þá orðin raín.“
SAMT finnst mér ég verða að
minnast þeirra Halldóru Gunn-
laugsdóttur og Jóns Sigfússonar
frá Ærlæk nokkrum orðum. Ég
kom til þeirra sextán ára ungl-
ingur, þekkti engan nema Rakel
dóttur þeirra, við höfðum verið
herbergissystur á Laugum vet-
urinn áður. Ég kveið því mikið
að koma til ókunnugra til að
vinna, því verkleg kunnátta
mín var ekki mikil. en ég hafði
heyrt um það talað hvað heimil
ið á Ærlæk væri, myndarlegt,
Þessi kvíði minn reyndist þó
ástæðulaus með öllu. Mér var
tekið eins og ég væri eitt af
börnunum þeirra, þannig reynd
ust þau mér alltaf siðan. Þau
voru mér sem beztu foreldrar,
Þau barna þeirra, sem þá voru
eftir heima, Guðmundur og
Rakel, voru mér sem systkini,
en þó því betri að-systkini rif-
ast stundum en okkar samkomu
lag var svo gott að til sliks kom
aldrei. Ég saknaði þeirra alha
um hausrtið þegar ég fór þaðan.
Ég kom seinast í Ærlæk 20. júlí
í sumar ásamt manninum mín-
um og sex börnum. Öllum hópn
um var tekið opnum öimum af
Halldóru, Guðmundi syni henn—
ar og Guðnýju konu hans, en
riú var stórt skarð í gamla hóp-
inn. Jón Sigfússon dó vo.rið
1969 eftirlangt og strangt sjúk-
dómsstríð og Rakel er flutt til
Bandaríkjanna og býr þar ásamt
manni sínum og þremur börn-
um. Vjð gistum öll á Ærlæk ,um
nóttina. Um kvöldið vorum við
að rifja. ugp liðna tið. Halldóra
var þá hress og kát og mér datt
'það sízt. í ’hug þegar eg kvaddi
haná morguninn eftir, að það
væri síðasta kveðjan. Hún var
mj ög. hamingj usöm yfir að hhfa
getað dvalið Vestanhafs hjá dótt
Ur Sinni síðastliðinn vetur. Hún
kom heim í vor, sagði að bezt
•mundi að fara að búa sig undir
síðustu Jangferðina. Það vildi
hún gera heima á gamla land-
inu sínu, sem væri sérsvo kært.
Mér bi-á mjög þegar ég heyrði
það 8. ■ ágúst að nú væri sú ferð
hafin. Um margt voru Jón og
Halldóra. ólík, en þó svo sam-
hent að þau.unnu saman að þll-
um máhun smáum sem stórum.
‘Halldói'a var ákafamanneskja,
allt þui'fti að gerast fljótt og-vel,
-sjálfri sér ætlaði hún ætíð það
erfiðasta og tókst ávallt að íram
kvæma það l>ótt til þess þyrfti
oft meira en venjulegt fnlkhef-
ur til að bera, Hún var hvergi
meðalmanneskj a, hún .var alls-
Danmerkur sem ræðismaður
frá árinu 1957.
Á Hafnarárum símim mun
Jóhann hafa kynnzt hinni
ágætu konu sinni Agnete
Brinck Claussen, en henni
kvæntist hann 13. oktcbe-r 1934.
Þau hjónin áttu tvær dætur,
Sólveigu og Helenu, sem er kjör
dóttir þeirra. Helena er gift en
Sólveig dvelzt hjá móður sinni.
Þessi fáu orð hér að framan
segja margt, ef vel er að gætt.
staðar meira en það. Jón var
manna hægastur og rólegastur,
en kom þó meiru til leiðar en
flestir menn er ég hef þekkt.
Það er því ekki að undra þó
meira liggi eftir þau en flesta
aðra. Bæði störfuðu þau mikið
að félagsmálum, töldu þá hvorki
eftir tíma né vinnu. Samhentust
voru þau þó um það að hjálpa
ætíð náunganum og glöðust er
þau gátu leyst einhvers vanda.
Mér finnst að ættum við fleiri
sem líktust þeim þá væri heim-
urinn betri og vandamálin mik-
ið færri. Þeim Jóni og Halldóru
varð fjögurra barna auðið. Þau
eru: Guðmundur bóndi á Ær-
læk, Svava og Sigfús, bæði gift
í Reykjavík og Oddný Rakel,
gift í Bandaríkjunum. Auk þess
voru mörg börn hjá þeim um
lengri og skemmri tíma. Ég veit
að börn þeirra sakna þeirra sárt
svo mun um marga fleiri. En
engan þekki ég sem betur hefur
unnið til þess að líða vel hinu-
megin en Jón og Halldóru og
bezt munu þau una því að fá
að dvelja saman. Ég sendi Ær-
lækjarsystkinum og fjölskyldum
þeirra, einnig Helga og Theódór
bræðrum Halldóru, samúðar-
kveðjur.
Þóra Björnsdóttir.
Fyrst og fremst má lesa þar
sögu þeirra skeleggu manna,
sem á fyrri hluta þessarar aldar
brutust til náms og unnu sigra.
Ekki aðeins á námsbrautinni
heldur einnig í starfi.
Ég held, að fæstir geri sér
grein fyrir því, hversu sár niður
læging og vanþekking ríkti í
heilbrigðismálum á íslandi allt
fram á þessa öld. Þessu gjör-
breyttu þessir menn, sem nú
eru óðum að kveðja okkur.
Laun þeirra voru ekki talin
í peningum og starf þeirra ekki
einskorðað við ákveðnar stund-
ir. Þeir réðust gegn fáfræðinni
með ræðu og riti og lögðu nótt
við dag í baráttu við sjúkdóma
og skort.
Á fáum tugum ára tókst þeim
að vinna bug á skæðustu fylgi-
fiskum fátæktar og fáfræði,
þeim landlægu sóttum, sem
hrjá svo mjög frumstæðar þjóð-
ir. Ennfremur höfðu þeir mild-
að þá vá, sem farsóttirnar voru,
og fyrir miðja öld, sem nú er að
líða, eru íslendingar orðnir ein
sú þjóð, meðal menningarþjóða,
sem á að fagna fæstum dauðs-
föllum og mestu langlífi meðal
jarðarbúa.
Þeir Jóhann Þorkelsson og
Guðmundur Karl Pétursson,
sem nú er nýlega látinn, stóðu
vissulega í fylkingarbrjósti þess
arar skeleggu sveitar. Okkur
sem njótum þessa þykir sérstak
lega hlýða að tjá þeim gengnum
þakkir og viljum að í letur sé
fest þakkarskuld okkar.
En æviatriði Jóhanns Þorkels
sonar sýna einnig fjölmargt
fleira. Þau sýna meðal annars
hinn fágæta vilja manns til þess
að vei'ða öðrum að líkn og liði
— og ósk hans um að góð mál-
efni séu ekki aðeins óskhyggja
heldur sé þeim hrundið í fram-
kvæmd.
Jóhann Þorkelsson varð mörg
um að líkn og liði og kom mörg
um hjartans málum sínum í
framkvæmd. Hann uppskar
þakklæti og vináttu og margar
gleðistundir.
En þessu fylgdu einnig áhyggj
ur og vinnudagur hans var oft-
ast alltof langur — því hygg ég,
að hann hafi horfið okkur svo
fljótt. Okkur finnst sem hann
standi enn Ijómandi af áhuga og
góðvild mitt á meðal okkar og
vissulega gerir hann það þótt
hann hafi kvatt okkur. Við
þökkum Jóhanni fyrir þá líkn-
stafi og Ijósrúnir, sem hann risti
okkur samferðamönnum sínum.
Tilvist þeirra í hugum okkar er
ekki skráð í bækur, en ef til
vill gætu þær stuðlað að því,
að einhverjir okkar sýndu hjálp
semi, góðvild og atorku í fram-
kvaemd allra góðra mála.
Væri það ekki sá bautasteinn
sem Jóhann hefði helzt óskað
sér? .
Við sendum eftirlifandi konu
Jóhanns og dætrum hans okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
þakkir.
Hvíl þú í friði, bróðir.
Björn Bessason.
t
KÆRI vinur og bróðir, Ekki
hefði mér brugðið meh'. þótt
mér hefði verið tilkyrint lát
mins eigin bróður, en þegai' ég
heyrði lát þitt. Ég á enn bágt
með að trúa því, að þú sé'rt far-
inn frá okkur. Ég hafði búizt
við að það yrði ég, sem flytti á
undan yfir landamærin miklu.
En við áætlum en gúð ræður.
í þau 25—30 ár, sem við erum
búnir að þekkjast, þú, sem lækn
ir minn og fjölskyldu minriar
og síðar sem félagi minn bæði
í leik og ferðalögum, voru það
mínar beztu stundir, ef ég gat
létt af þér áhyggjum, méð því
að aka fyrir þig bifreið þinni er
þú varst búinn að virina allan
daginn en þurftir að dagsverki
loknu að fara út og suður um
sveitir til að tala og hressa við
unga og gamla, en slíkt lézt þú
aldiei undir höfuð leggjast að
gera ef einhver kallaði. Sá ég
oft ánægjuna Ijóma af andlitum
gamla fólksins, þegár þú • varst
búinn að spjalla við það með
þinni hressilegu og glaðvæiu
rödd. Eitt sinn, sem oftar, vor-
um við búnir að vera á ferðinni
mikinn hluta dags og ég orðinn
þreyttur og latur og bjóst yið að
svo væri einnig um þig, og nú
yrði haldið heim, en þá segir þú
allt í einu: „Ég var búinn að
lofa gamalli konu að koma til
hennar, en verst er að ég get
engu bætt henni, þvi miður. En
hemii líður kannske betur ef-ég
lít til hennar.“ Þannig varstu
allur fyrir aðra og hlífðir þér
'hvergi ef til þín var kallað. Og
enginn vafi leikur á, að næst
guði, á ég þér að þakka tilveru
mína hérna megin landamær-
anna.
Ég þakka þér, kæri vinur, og
bið guð að blessa minningu þína
og halda sinni almáttugu vei'nd-
arhendi yfir fjölskvldu þinni.
Hafliði Guðmundsson.
t
KVEÐJA FRÁ FÉLÖGUM
í GOLFKLÚBBI
AKUREYRAR
Á SKÖMMUM tíma skipast
veður í lofti. Svo er einnig um.
Iff okkar. Aldrei vitum vi5
hvenær kallið kemur. Og þráth
fyrir þessa staðreynd, hefir okí :
ur, félögum í Golfklúbbi Akui •
eyrar, aldrei brugðið meir, ei
þegar við fréttum lát fólagr
okkar, Jóhanns Þorkelssonaj ,
Að vísu vissum við að heilsr
hans var ekki sem öruggust, ei
að kallið væri svo skammt und -
an hvarflaði ekki að neinun.
okkar. Við, sem lékum með hor
um fyrir nokkrum dögum og
hann, sem var að búa sig undi.
langa og erfiða ferð til Amerík;
til keppni sem einn af bezti
leikmönnum í þessari íþrótt a::
hinum eldri mönnum. En hva5
skeður? Hann er lagður af stac
í enn lengri ferð. Ekki þyðir a< I
deila við dómarann mikla.
Jóhann Þorkelsson var búim .
að vera félagi og ein aðal drif
fjöður i Golfklúbbi Akureyra
um 30 ára skeið. Formaður í
ár og í stjórn hans í 23 ái
Einnig var hann einn af virk/ ■
ustu félögum klúbbsins allt ti'.
síðustu stundar og þannig' vav
Jóhann, í öllu, sem hann tóh
sér fyrir hendur. Þar var aldre'
nein hálfvelgja í neinu, senc
'hann tók sér fyrir hendur.
Við félagar í Golfklúbbi Aku
eyrar þökkum honum allar sar;
verustundirnar bæði á vellinun
og utan hans og blessum minn ■
ingu hans og vottum fjölskyldú
hans okkar innilegustu samúft;
i
t
HINZTA KVEÐJA TIL |
FÖÐUR FRÁ DÓTTUR
ÞÚ varst mér svo óendanleg ,
mikils virði þann tíma, sem þi.
varst meðal okkar og fæst þaoi
aldrei fullþakkað. Alltaf varst,.
jafn góður, alltaf jafn glaður og
eru minningar mínar og systur
minnar allar jafn fagrar, án
nokkurs skugga.
Seinna, þegar ég flutti að
heiman, varst þú ennþá hinrv
umlryggjusami faðir og avall!
reiðubúinn að hjálpa i hvers •
kyns vandamálum, hvort sen.
var á nóttu eða degi. Heim tix
ykkar gat ég alltaf leitað, þa :
kom enginn að luktum ciyrun
Þú varst ekki einungist faði
minn og heittelskaður afi barr, •
minna, þú varst líka Pezti vinu:
minn.
Guð blessi minningu þína.
Hafðu þökk fyrir allt og all ,
Helen Þorkelsson.
Hvað ætta Akureyringar að gera<
NÆSTA VOR, þann 26. april
1971, hefði Björgvin Guðmunds
son tónskáld á Akureyri, orðið
80 ára gamall, ef hann hefði
lifað.
Lengi og vel var hann búinn
að starfa að söngmennt á Akur-
eyri og þannig auðga bæjarlífið
að fegurð og menningu.
Nú langar mig að bera fram
eina spurningu. Hvað ætla Ak-
ureyringar að gera til heiðurs
minningu hans á þessum tíma-
mótum? Glaður held ég hann
hefði orðið, ef allir kórar bæjar-
ins hefðu lagt saman og flutt
eitthvert af stói-verkum hans.
,Gott söngfólk og söngstjórar
á Akureyri! Takið höndum sam
an, leggið ykkur fram, flytji -
sameiginlega einhverja af söng
drápum hans, svo iengi verði £
minnum haft.
Björgvin er eina stór-tói: •
skáldið, sem Akureyri heíur átý,
og ekki yrði til sóma fyrír höfuíi
stað Norðurlands, ef lítið eðc.
ekkert væri aðhafzt af þessu tii •
efni. Nei, það má ekki kom .
fyrir* myndarlegt átak allra kc .
anna, er það sem ætti ad stefr .
að og sýna að Ak ureyringa
kunni nú loksins að meta oj;
virða verk og störf þessa tón •
skálds, sem kom tii Akureyrrr
kringum 1930 frá Amei'íku, fyr •
ir beiðni og áeg'gjan þáveranci
áhiifamanna bæjanns. Á,