Dagur - 19.08.1970, Blaðsíða 7

Dagur - 19.08.1970, Blaðsíða 7
7 - ATHYGLISVERÐIR FUNDIR ÓLAFS... (Framhald af blaðsíðu 1) var með líku sniði og hinir fund irnir tveir, á Akureyri og Húsa- vík. Ólafur Jóhannesson flutti aðalræðuna, en síðan tóku til máls Gísli Guðmundsson, Stefán Valgeirsson og Ingvar Gíslason, Sigurður Jónsson á Efra-Lóni, Eggert Ólafsson í Laxárdal, Hólmsteinn Helgason, Raufar- höfn, Aðalbjörn Arngrímsson, Þórshöfn, Jónas Helgason, Hlíð og Sigtryggur Þorláksson á Svalbarði. Ólafur Jóhannesson svaraði síðan fjölmörgum fyrir- spurnum fundarmanna. Allir fundirnir í kjördæminu voru bæði fróðlegir og skemmti legir. Akureyrarfundurinn var góður, Húsavíkurfundurinn var þó betri og Þórshafnarfundur- inn beztur, bæði hvað snerti hlutfallslega fundarsókn og um- ræðufjör. Ólafi Jóhannessyni, formanni Framsóknarflokksins, var hvar- vetna vel fagnað og máli hans framúrskarandi vel tekið. Eiga fundarmenn nú aðra mynd í huga sér af forystumanni stærsta flokks dreifbýlisins, en andstæðingarnir hafa brugðið upp í hörðum áróðri sínum. Þeir munu hafa fundið, að þar fer traustur maður og vitur, há- menntaður og sanngjarn rök- hyggjumaður, sem ekki má vamm sitt vita. Slíkur foringi er andstæðingunum hættuleg- ur, og engin furða þótt um hann gusti öðru hverju, eins og aðra forystumenn í íslenzkum stjórn málum. Við vonum, að þess verði ekki langt að bíða, að formaður Framsóknarflokksins gefi sér tíma til að heimsækja Norður- landskjördæmi eystra á ný, til að skiptast á skoðunum við íbúa þess. □ I I I I I I I *i' I I- Kceru vinir. Hugheilar þakkir fyrir innilegar af- mœliskveðjur og gjafir d 70 ára afmœli minu, og ^ að gera mér glaðan dag. Guð blessi ylikur öll. HALLDÓR JÓNSSON, Gili. Þ-fs!K-a-wS'WS-K--«'a-fs'í'{'ð-fsS'('ð-fsii'í^?-f^'Wð-fs^'i-a-fs’í'WS-fsiS'WS-f^' Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim, sem heim- sóttu mig og glöddu á 80 ára afmceli minu 3. ágúst. Þakka blóm, skeyti, gjafir og hlý handtök. Guð blessi ykkur öll. t | t t ? I SIGNÝ JÓNASDÓTTIR, Stœrra-Árskógi. ? % % Amma okkar, SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja að Ketilsstöðum, Tjörnesi, andaðist að Kristneshæli 11. ágúst. Kveðjuathöfn fer frarn frá Akureyrarkirkju .fimmtudaginn 20. ágúst kl. 1.30 e. h. Jarðsett verður á Húsavík föstudag 21. sama mánaðar kl. 2 e. h. Fyrir hönd vandamanna. Sigríður og Sæunn Hjaltadætur. Þökikum af alhug kærleiksríka samúð og vinarliug við andlát og útför okkar elskaða eiginmanns og föður, JÓHANNS ÞORKELSSONAR, fyrrverandi héraðslæknis. Sérstaklega þökkum við bæjarstjórn Akureyrar og sýslunefnd Eyjafjarðar, sem heiðruðu minn- ingu hans með því að annast útförina. Agnete Þorkelsson, Sólveig, Helen. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og bróður, HANNESAR KRISTJÁNSSONAR, Víðigerði. Sérstakar þakkir fær.unr við læknum og h júkrun- arfólki Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir frábæra hjúkrun. Ennfremur þökkum við öllum þeinr mörgu, er heinrsóttu hann og glöddu í veiik- indum hans. Laufey Jóhannesdóttir, Kristín Hannesdóttir, Haraldur Hannesson, Benny Jóhannsdóttir, Kristján Hannesson, Olga Ágústsdóttir, Hólmfríður og Gunnar Thorarensen, Jónas Kristjánsson. Tímarit ungmcmiafélaganna ANNAÐ hefti Skinfaxa, tíma- riti ungmennafélaganna, er kom ið út. Ritstjóri er Eysteinn Þor- vladsson. í þessu riti segir að sjálfsögðu frá starfi ungmenna- félaganna, sem er mjög mikið víða um land, félagsmálaskóla UMFÍ, en fyrsta námskeið hans var í Haukadal og þar er grein um ÆSÍ og WAY. Þá er álykt- un um mannvirkjagerð og nátt- úruvernd, grein um nýjar íþróttagreinar, knattspyrnu og fleira. □ GJöf í minnmgu Guð- mundar góða til kirkjuskólans á Hólum MÉR hefir borizt gjöf, kr. 500.00 frá þakklátri móður, sem hún gefur í minningu Guðmundar góða til væntanlegs kirkjuskóla að Hólum í Hjaltadal. En það er hugmynd kirkjulegra sam- taka í Hólastefti, að á Hólum verði kirkjulegur skóli, og eru nú í sjóði á annað hundrað þúsund krónur til slíks skóla. Ég þkaka þessa fögru gjöf og þann hug, sem hér liggur að baki. Sérhver gjöf og vinarhug- ur til þessa hugsjónamáls mun eiga sinn þátt í því, að hugsjón- in um kirkjuskólann komist í framkvæmd. Pétur Sigurgeirsson. Hestavísur Silfurmerin, svöng og þreytt, sjaldan hvílir fót í tröðum. Hleypir henni úr garði greitt Guðbergur á Rassastöðum. Árið rann sitt endaskeið. Eitthvað flestum varð að meini. Blaðadólga bikkjan leið brokkar heim að Gljúfrasteini. Bóndi út í bæjardyr býsna vörpulegur gengur og alúðlega Andrés spyr: „Ertu að villast hingað, drengur?“ „Ónei,“ svarar Andrés hátt. „Ég átti að skila þessum hesti. Hefurðu slíka hryssu átt? Hún er kostagripur mesti.“ Þetta virðist gaman grátt. En Gljúfrabóndi anzar þýður: „Um merargreyið finnst mér fátt. En flyttu þakkir engu síður.“ Líða dagar, líða ár. Lítur Helgi út um skjáinn. Á hlaðinu úti hímir klár og héluð nartar kuldastráin. „Ætíð sælir, Andrés minn. Ertu að spretta af Leira þínum? Mér lízt ekki á að láta hann inn og lána beit í högum mínum.“ AKUREYRARKIRKJA. Mess- að í Akureyrarkirkju á sunnu daginn kemur kl. 10.30 f. h. Sálmar nr. 26 — 60 — 356 — 251 — 97. — P. S. LAUFÁSPRESTAKALL. Mess að í Laufási n. k. sunnudag kl. 2 e. h. — Sóknarprestur. HJÁLPRÆÐISHERINN Almenn samkoma sunnu ^výP,'/A dag kl. 8.30 e. h. AlHr æJ? velkomnir. KONUR í Kvenfélagi Akur- eyrarkirkju. Farið verður í ferðina 30. ágúst n. k. Lagt af stað frá afgreiðslu Flugfél. fsl. kl. 1 e. h. stundvíslega. Gjörið svo vel að tilkynna þátttöku sem fyrst í símum 11648, 12210 eða 11581. — Nefndin. FERÐAFÉLAG AKUREYRAR. Laugardaginn 22. ágúst Timb- urvalladalur. Sunnudaginn 23. ágúst Fljót. FRÁ Krabbameinsleitarstöð Ak ureyrar. Krabbameinsleitar- stöðin tekur aftur til starfa miðvikkudaginn 26. ágúst. Tekið á móti pöntunum í síma 11477 mánudaginn 24. ágúst milli kl. 17 til 18 og fram á miðvikudag á sama tíma. — Krabbameinsleitarstöð Akur- eyrar. OLD BOY’S FÉLAGAR. Þeir, sem ætla að vera með í inni- æfingum í vetur eru vinsam- lega beðnir að mæta á æfingu n. k. fimmtudag kl. 8 á Þórs- svæðinu hjá Glerárskóla. AKURLILJAN númer 275. — Fundur fimmtudaginn 20. ágúst kl. 21 í Ráðhúsinu. Fundarefni: Vígsla, vetrar- starfið, önnur mál. Áríðandi að allir félagsmenn mæti. —■ Æ.t. STÚKAN Brynja nr. 99. Fund- ur kl. 9 e. h. miðvikudaginn 19. ágúst að Kaupvangsstræti 4. Fundarefni: Kosning í fuH- trúaráð. — Æ.t. I.O.G.T. st. Ísafold-Fjallkonan nr. 1. Fundur fimmtudaginn 20. þ. m. kl. 8.30 e. h. Fundar- efni: Vígsla nýliða, önnur mál. Eftir fund ? — Æ.t. FÉLAGAR í Flugb j örgunar- sveitinni. Mætið alhr á mið- ’ vikudagskvöld kl. 8 til við- ræ|na um ákveðna ferð að Snsefelli þann 20. ágúst. — F.BiS.A. GJAFIR til endurhæfingar- stöðvar SjáHsbjargar á Akur- eyri. Nýlega hafa félaginu broizt tvær góðar gjafir til styrktar þeirri ákvörðun fé- lagsins að koma upp endur- hæfingarstöð. Áheit frá J. kr. 3.000 og frá Steingrími Egg- ertssyni kr. 5.000. Hér með er gefendum af alhug þakk- aðar gjafirnar og sá hlýhugur og skilningur sem þeim fylgja. — SjáHsbjörg. BRÚÐHJÓN. Laugardaginn 15. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Antonía Marsibil Lýðs dóttir hjúkrunarnemi, Ásvegi 21, Akureyri og Sigurður Hermannsson húsasmiður, Löngumýri 34, Akureyri. Ljósmyndastofa Páls. BRÚÐKAUP. Þann 15. ágúst sl. voru gefin saman í Akureyrar kirkju brúðhjónin ungfrú Heiða Grétarsdóttir og Jón B. Sveinbjörnsson ketil- og plötusmiður. Heimili þeirra er að Hlíðargötu 5, Akureyri. FRÁ SJALFSBJÖRG. Blómasalan er á laug- ardaginn kemur. Þeir, sem vildu vera svo góðir að keyra út blóm in eru beðnir að gefa sig fram á skrifstofu félagsins í Bjargi fyrir laugardag. Einnig vant- ar sölufólk í bílana. Sölulaun. — Sjálfsbjörg. MINJASAFNIÐ á Akureyri er opið alla daga kl. 1.30—4.00. Sími safnsins er 1-11-62 og safnvarðar 1-12-72. NONNAHÚS er opið daglega kl. 2.00—4.00 e. h. Sími safn- varðar er 1-27-77. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ er opið alla daga, nema laugar- daga, sem hér segir: Sunnu- daga kl. 2.00—4.00, mánudaga kl. 4.00—7.00, þriðjudaga, mið vikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 2.00—3.30. SkrH stofa og bókasafn er opið mánudaga kl. 4.00—7.00. Sýn- ingarvörður er Sigurlaug Skaptadóttir, sími 1-21-87. MATTHÍASARHÚS — Sigur- hæðir — er opið daglega kl. 2.00—4.00. DAVÍÐSHUS — Bjarkarstíg 6 — er opið daglega kl. 5.00— 7.00. LYSTIGARÐURINN er opinn daglega frá kl. 9.00 árd. til kl. 10.00 síðd. ) NYKOMIÐ / „Hér er enginn húðarklár. Hryssan er af góðu kyni. Þú færð hana þetta ár. Það er gert í bezta skyni.“ „Ekki vil ég efa það,“ anzar Helgi þolinmóður. „Komdu henni bara á betri stað. Beztu þakkir, Anrés góður.“ Andrés blés og ’biturt hló. Byrstur slær hann undir nára. ,Merin beit, og merin sló. ----Magnast fréttir næstu ára? Hrosskell. Lætur til sín heyra FEGRUNARFÉLAGIÐ á Akur eyri, undir stjórn Jóns Kristjáns sonar, hefur sent bæjarstjórn- inni bréf um fegrun bæjarins. Það gerir þá kröfu til forráða- manna bæjarins, að þeir bæði ætlist til góðrar umgengni borg- aranna, og vinni að því, að svo sé gert. M. a. bendir Fegrunar- félagið á lóðir Menntaskólans á Akureyri og Gróðrai'stöðvarinn ar, sem séu í slíkri óhirðu, að vansæmd sé að, og vart verði lýst. . □ SKYRTUBLÚ SSUR — Jersey SÍÐBUXUR — nýjar gerðir BUXNADRAGTIR GREIÐSLU SLOPPAR SUNDBOLIR - bikini MARKAÐURINN SÍMI 1-12-61

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.