Dagur - 23.09.1970, Blaðsíða 2

Dagur - 23.09.1970, Blaðsíða 2
2 Þessi voru við kísilveginn. (Ljósm. E. D.) - Gullni laxinn í Selá áffúruverndarsamfök sfofnuð (Framhald af blaðsíðu 5). ar og snögghærðar í framana og með sama lit á fótum, en hvítar á lagðinn. En ullin á þessu fé er þó sjaldnast eins hreinhvít og ullarfræðingar telja æskileg- ast. Nú sjást reykjársúlurnar aust an Námafjalls, úr gömlum bor- holum og uppi í marglitu fjall- inu bulla og sjóða leirhverirnir án afláts. Brátt er komið yfir skarðið, þar sem vegurinn ligg- ur í gegn um þetta sérstæða fjall, og mannvirkin í og við Bjarnarflag blasa við. Kísilgúr- verksmiðjan var hulin gufu öðru hverju en hvæsandi gufu- strókarnir úr nokkrum borhol- um geta gert mann vitlausan og enn er verið að bora. Enginn veit, hve mikinn hita og orku er unnt að ná upp á yfirborðið til margs konar nytja á þessu jarðhitasvæði, en fyrsta gufu- virkjunin framleiðir á þessum stað töluvert rafmagn, og er þar ■engin hætta á krapastíflum á vetrum! Niður á Mývatni liggur dælupramminn og sogar upp botnleðjuna, hið dýrmæta hrá- efni, og veit enn enginn hver það á. Verksmiðjusvæðið er stór- kostlegt, mannanna verk mikil, en tröllaukinn náttúrukraftur þó margfalt meiri, næstum ógn- vekjandi. Og maður hraðar sér, sem leið liggur, framhjá ný- byggðu verksmiðjuþorpi, til að fá sér kaffi á gamalkunnum veitingastað. Það bragðaðist vel og hressti sál og likama, eins og kaffi á að gera. Við spui'ðum frammistöðu- stúlkuna hvort nokkuð hefði verið sprengt í loft upp síðustu daga, en hún brá upp sínu blíð- asta brosi og sagðist ekki hafa heyrt þess gétið. Við héldum nú af stað og fór- um ekki skemmstu leið, enda Gráni okkar, Fólksvagninn, enn hinn viljugasti og ferðamenn- irnir vel hressir. Við héldum norður Kísilveginn og sáum margt fé og frítt. Þar völdum við okkur uppáhaldshrútinn og var hann ekki af verri endan- um, fríður, þykkvaxinn og með öll einkenni 'hins þingeyska stofns. Og litlu síðar sáum við hreyfingu á fé við veginn og komum 'þar að, rétt áður en ek- ið var á sandana, hvar maður einn, á svartri folaldshryssu, kom með stóran fjárhóp. Brátt vorum við komnir norð ur á móts við Kringluvatn og litlu síðar Geitafell, þar sem heiðin endar með reisn. Og ein- mitt þar voru fjárleitarmenn komnir með mikið safn. Litlu síðar var ekið fram hjá bænum Geitafelli, þar sem ég kom, ásamt mörgu fólki síðla kvölds fyrir nær fjórum áratugum, og þótti gott að koma inn í birt- una og ylinn þar og njóta hinna beztu veitinga, á meðan hest- arnir blésu mæðinni. Síðan var beygt til vinstri, út af Kísilgúrveginum, og ekið nið ur að Laxárvirkjun. Þar er allt á tjá og tundri eins og títt'er á framkvæmdastöðum. Og þar blasir Aðaldalurinn við, skrýdd- ur skógi, hrauni og hinni fögru Laxá, með Kinnarfjöll í baksýn, og frá þessum stað sést einnig ofurlítið fram í Laxárdalinn. Og þarna var þá gamla klakhúsið hans laxa-Páls enn uppistand- andi, hurðarlítið, en þó notað fyrir nokkur hundruð kíló af sprengiefni, sem einhver átti. En það 'þótti merkur fundur í víðavangsleit dinamíts, er fram fór fyrir skömmu í nágrenni Laxár. Auðvitað kemur enginn mað- ur á þennan stað, án þess að renna augum yfir raðir fríðra bændabýla á bökkum Laxár, og hugsa um deiluna um Laxár- virkjun. Svo er haldið heim, þeim sagð ar laxasögur, sem nenna að hlusta, og í góðu tómi kallaðar fram minningar um þessa ferð, og þær munu endast lengi. Þá mun gullni laxinn í Selá stökkva mót kvöldsólinni og gróðurinn á Mývatnsöræfum skarta í öllum regnbogans lit- um. E. D. (Framhald af blaðsíðu 8). hugsanlegar hættur af mann- virkjagerð eða vegna annarra inngripa mannsins. Einnig munu samtökin beita sér fyrir friðlýsingu sérstæðra staða og náttúrufyrirbæra og bættri að- stöðu fyrir almenning til að ferðast og fræðast um landið, án þess að valda á því spjöllum. Á stefnuskrá er einnig verndun atvinnu- og menningarsögu- legra minja, þótt ekki teljist það tiil náttúruverndar. Aðild að samtökunum er tvenns konar, bein aðild og styrktaraðild. Beinir aðilar geta allir þeir einstaklingar orðið, er vinna vilja að markmiði sam- takanna. Styrktaraðilar geta orð ið einstaklingai', sveitarfélög, klúbbar, félög félagasam'bönd, hlutafélög, fyrirtæki og stofn- anir. Stjórnina skipa 5 menn, og fer hún með málefni samtak- anna milli aðalfunda, sem halda skal að sumarlagi ár hvert. Gert er ráð fyrir, að samtökin hefji innan tíðar útgáfu fréttabréfs til kynningar á starfsemi sinni. Formaður undirbúningsnefnd ar, Hjörleifur Guttormsson, líf- fræðingur í Neskaupstað, setti fundinn með ávarpi og greindi frá tildrögum að stofnun sam- takanna. Til fundar voru komn- ir sem gestir Árni Reynisson, framkvæmdastjóri Landvernd- ar, og Helgi Hallgrímsson, for- maður Samtaka um náttúru- vernd á Norðurlandi. Fluttu þeir ávörp og óskuðu samtökum Austfirðinga heilla í starfi. Fundarstjóri á stofnfundinum var Sigfús Kristinsson ,bifreiðar stjóri á Reyðarfirði og fundar- ritari Ingvar Ingvarsson bóndi á Desjamýri. Hilmar Bjarnason, skipstj óri á Eskifirði, kynnti drög að lögum fyrir samtökin, og voru þau rædd og samþykkt með nokkrum breytingum. Þá var flutt fræðsluerindi um náttúruverndarmál. Sigurður Blöndal, skógarvörður á Hall- ormsstað, talaði um umhverfis- rannsóknir og náttúruvernd, en Get tekið KJÖT í reyk um óákveðinn tíma. Uppl. í síma 1-25-19. Óska eftir að koma 3ja ára barni í FÓSTUR írá kl. 9-12 og kl. 2-4. Sigrún Jenkins, sími 1-20-19. SMÁBARN ASKÓL- INN VIÐ VÍÐIVELLI byrjar ifimmtndaginn 1. okt. — Uppl. í síma 1-13-84. DÍVANAR, borð og stólar, gangadreglar og ýmislegt fl. er til sölu með tækifærisiverði í Hríseyjargötu 21, að sunnan, Páll Jóhannsson. SKRIFBORÐ TIL SÖLU Uppl. í síma 1-15-79. hann var nýkominn af ráðstefnu í Noregi, þar sem þau mál voru á dagskrá. Erling Garðar Jónas- son, rafveitustjóri Austurlands, hafði framsögu um náttúru- vernd og stórframkvæmdir og Hjörleifur Guttormsson kynnti náttúruverndarlöggjöfina og fyr irhugaðar breytingar á henni. Allmargir tóku til máls að fram söguræðunum loknum. Svohljóðandi tillaga kom fram á fundinum og var samþykkt samhljóða: „Stofnfundur Nátt- úruverndarsamt. Austurlands, haldinn á Egilsstöðum 13. sept. 1970, lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu Þingeyinga fyrir verndun Laxár- og Mývatns- svæðisins. Skorar fundurinn á Alþingi og ríkisstjórn að tryggja með löggjöf varanlega verndun á hinu sérstæða náttúrufari þessa svæðis.“ Samþykkt var einróma tillaga um, að samtökin sæktu um aðild að Landvernd. Formaður samtakanna var kjörinn Hjörleifur Guttormsson, varaform. Völundur Jóhannes- son, Egilsstöðum, ritari Sigurður Blöndal, féhirðir Sigfús Krist- insson, meðstjórnandi Hilmar Bjarnason. Varam. voru kjörn- ir: Sigríður Helgadóttir, Staðai'- borg, séra Þorleifur Kristmunds son, Kolfreyjustað og Erling Garðar Jónasson, Egilsstöðum. Mörg verkefni bíða þessara náttúruverndarsamtaka á Aust- urlandi, og er þýðingarmikið, að allir áhugamenn um náttúru vernd á svæðinu gangi til liðs við þau. Með stofnun þessara samtaka hafa Austfirðingar lagt fram nokkurn skerf til náttúru- verndarársins 1970, en auðvitað veltur mest á því, að samtökin starfi ötullega framvegis. (Fréttatilkynning). - Heyskapur að ljuka (Framhald af blaðsíðu 1). farsbátar eða opnir vélbátar. — Mikið hefur verið reynt til að fá togskip, en það ekki borið árangur. Vetraratvinnuleysi við sjáv- arsíðuna og fólksfækkun hér á Norðausturlandi er vandamál, sem ætla má, að Fjórðungs- sambandið gefi gætur að í sam- bandi við Norðurlandsáætlun. G. - Búkolla (Framhald af blaðsíðu 4) sína Búkollu, og deilan milli Laxárvirkjunarstjórnar og þeirra harðnar með hverjum mánuði. — Menn hugleiða hvaða stefnu þessi mikla deila tekur, hve mikið það kostar að liverfa frá allri frekari mannvirkjagerð við Laxá, hvort bæjarstjórn Ak- ureyrar vill skipta um stjórn virkjunarmála, eða láta hana lokast inni. Maður vanur SVEITA STÖRFUM óskast. Kjartan Magnússon, sími 2-15-70. KONA óskast til að gæta tveggja barna í vetur, frákl. 1-5. Uppl. í síma 2-14-24. HESTAR til sölu. Til sölu er veturgamall foli, moldóttur, af góðu kyni. — Einnig 6 vetra rauðblesóttur hestur, taminn, af sama kyni. Uppl. í síma 1-25-00, á daginn. MYNDAVÉL! Til sölu er Konica Auto reflex T myndavél, einnig eilífðarflash. Selst sitt í hvoru lagi eða sam an. Skipti á ódýrari vél kæmu til greina. Uppl. í síma 1-19-08, milli kl. 12.15-13.15 eða 19-20. Til sölu eru 35—40 ung- ar ÆR (vestfirzkur stofn) á Ytri Tjörnum í Eyjafirði. Uppl. gefnar á sama stað. BT ÞVOTTAVÉL, gömul, en með nýlegum potti, er til sölu. Verð kr. 2.500.00, ef tekin strax. Uppl. í síma 1-15-27. Til sölu cr tvíbura BARNAKERRA hjá Jökli Guðmundssyni í Skarðshlíð 14F. Skýlisláus BARNA- KERRA til sölu. Uppl. í Skarðshlíð 38. TIL SÖLU Tveir dívanar og Rafha- þvottapottur, 50 1. Sími 1-14-32. Til sölu BARNA- VAGN, barnakerra, plötuspilari, fataskápur. Uppl. í síma 1-15-38. DRÁTTARVÉL 60 hestafla dieseltraktor með húsi til sölu. Up.pl. í síma 2-13-45, eftirkl. 7 áikvöldin. TÆKIFÆRISKÁPA til sölu í Brekkugötu 11, uppi* Nokkar KVÍGUR, árs- gamlar og yngri TIL SÖLU. Stefán Jóhannsson, Hömrum 2. Tvær MYNDAVÉLAR til sölu. Uppl. í Myndver, Skipa- götu 12. Til sölu ÞVOTTAVÉL (Tasmall), tveir armstól- ar, barnarúm, lítið sófa- borð og vandaður bóka- skápur. Ujrpl. í síma 1-17-99. Til sláturgerðar Rúgmjöl, haframjöl, rúsínur, sláturgarn, rúllu- pylsukrydd, salt, saltpétur, plastpokar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.