Dagur - 23.09.1970, Blaðsíða 8

Dagur - 23.09.1970, Blaðsíða 8
!S$$$$S$$$5$$$$$$5S$$$$$$$$$$$$$$$$$$$5$$$$$$$$$$$$$$$S SMÁTT & STÓRT Samgöngubót á hálendinu ‘4rnstastöðum, 12. sept. Það fer ;kki hjá því að hent hafi þá ■ikagfirðinga, sem leið hafa átt : fcílum sunnan yfir Sprengisand ■ið harma það, að ekki skuli hafa verið unnt að komast ;'\fram vestur til Skagafjarðar ið fcaki byggða, heldur þurfa ínnað tveggja ofan í Bárðardal iöa Eyjafjörð og þaðan heim. Svo varð þó að vera því á leið- nnj vestur var ein megin tor- ' æra Jökulsá eystri. Það er a. m. k. víst, að fyrir bessn fann Ingólfur Nikódemus :or , húsasmiður á Sauðárkróki, mikiill útivistarmaður og ferða- ^ai pur, og ásetti sér að bæta úr. ’Náði hann samningum við yfir- ’öld vegamála um að hirða í því skyni járngrindarbi'ú suður i Sólheimasandi. Hér var að •vísu ekki í næsta kaupstað að : ara til aðdrátta, en ekki lét Ing • ilfur vegalengdina og fyrirsjá- ndega, margháttaða erfiðleika . iö búferlaflutninga brúarinnar iftra sér, en gerði, í ihitteðfyrra- íaust, út leiðangur suður á Sól- : íeimasand og sótti mannvirkið. '?imj vannst ekki til annars þá jm haustið en að koma brúnni áíangastað við Jökulsá. í fyrra .iumar var svo hafizt handa við nð koma 'brúnni á ána og hafði fngólfur yfirumsjón með því verki. Vegna únfellis, sem mjög 'pillti ófullkomnum vegi inn að i n únni, reyndust efnisflutningar il brúargerðarinnar tafsamir og torveldir, svo að verkinu varð ekki lokið í fyrrasumar. í sum- ar var svo verkinu fram haldið og í sept.byrjun var brúin kom- in á sinn stað. Fór vígsla hennar fram laugardaginn 5. sept. s.l. að viðstöddum rúml. 100 manns. Fluttu þar ræður Ingólfur Nikó demusson, Snæbjörn Jónasson, yfirverkfræðingur, sr. Gunnar í Glaumbæ og Haukur bóndi í Vík. Síðan var haldin vegleg veizla austur í Laugarfellsskála. Með brúarsmíðinni á Jökulsá, norðaustur af Laugarfelli, hafa vegir opnazt „til allra átta“. Hægt er nú að fara milli Kjalar og Sprengisands norðan jökla og velja um leiðir norður af: niður í Bárðardal, Eyjafjörð, Vesturdal, Blöndudal. Ég er ekki viss um að allir með þessari mikið afrek geri sér ljóst, að brúarsmíði hefur verið unnið, rniðað við allar að- stæður. Vegamálastjórnin mun hafa veitt til verksins kr. 400 þús. Það var góður stuðningur en engan veginn allt, sem þurfti. Varð því ekki hjá komizt, að treysta mjög á þegnskap margra manna um ókeypis aðstoð, og hann brást ekki. Varð Ingólfi gott til liðs því honum reyndist auðvelt að vekja áhuga á verk- efninu. Fyrir fáeinum dögum lét hann þau orð falla, að hann hafi vitað, að áhugi væri víða fyrir hendi, aðeins þyrfti að leiða þær sitrur saman í einn farveg, þá væri björninn unn- inn. — Þannig tala hugsjóna- menn. Brúin er vottur þess hvernig þeir vinna. —mgh Hafnarframkvæmdum miðar veS Hrísey, 21. sept. Ógæftir hafa hamlað sjósókn að undanförnu og hefur því lítill afli borizt á land. En nú er sérstaklega gott veður í dag. Fólk hefur verið að taka upp kartöflur sínar, sem eru heldur lítið sprottnar að þessu sinni, en kartöflugrasið var ekki alveg fallið. Stöðugt er unnið við höfnina og ganga framkvæmdir, held ég, eftir áætlun. Búið er að setja járnþil á 25 m kafla og stendur til að dæla í uppfyllingu innan við. Þetta er allt á góðri leið, og vonandi gefur guð góða tíð í haust. S. F. BÝÐUR NOKKUR BETUR? SUNNLENZK laxveiðiá, sem hér verður ekki nafngreind, var í fyrra leigð fyrir 700 þús. kr. til stangveiði. I ár voru boðnar í hana 2,2 milljónir og um þá upphæð samið. Nú er búið að bjóða 4,4 millj. ísl. kr. í þessa sömu laxveiðiá til veiða næsta ár. En landeigendur bíða betra boðs! ÓTÆMANDI AUÐUR Hin háa og ört hækkandi leigai1 er tímanna tákn og á eftir að koma betur í ljós næstu árin. Mengun vatna og veiðiáa aust- an hafs og vestan og alger dauði í sumum, eykur eftirspurnina þar sem ár eru enn lítt eða ekki mengaðar. Þess vegna keppa út lendir veiðimenn eftir veiðileyf um hér á landi, og mörgum þeirra ofbýður ekki verð, sent hér er talið hátt. fsland er ná-> lega eina landið í stórum heints liluta, sem spillir ekki veiði í ánt og vötnum og veitir börnunti sínunt og þeim, sem hingað koma, ferska náttúru — hreint loft, tært vatn og veiðivon í fjölda vatna og vatnsfalla. Þetta er dýrmætara með hverju ári sem líður. Enn eru fjalla- og heiöavötn Iítt nytjuð að nýjunii hætti, einkunt vegna vondra vega að þeini. Og hvarvetna má auka veiðina með því að aðstoða náttúruna við fiskeldið. Hér er um ótæmandi möguleika að ræða. FÓÐURKORN HÆKKAR í VERÐI Talið er, að fóðurkorn, sem ís- lenzkir bændur eru orðnir mjög liáðir í búskap sínum, muni halda áfram að hækka í verði á heimsmarkaðinum. Ástæðan er ni. a. minnkandi framleiðsla korns í mörgum ríkjum Banda- ríkjana af völdum sveppateg- undar, er rýrir uppskeruna til mikilla muna. Um þetta hefur verið skrifað í brezkum bún- aðarblöðum og varað við að treysta um of á framleiðslu landbúnaðarafurða með erlend- um korntegundum í eins rík- um mæli og verið hefur, en jafn framt livatt til aukinar ræktun- ar þess fóðurs, sem unnt er að framleiða heima. Hér á íandi liefur hið erlenda korn verið ó- dýrt, miðað við verð á innlendu heyfóðri, og þess vegna, og ennfremur vegna .lítillar upp- skeru héys, hafa. bændur keypt lúð erlenda fóðurknm í miög vaxandi mæli hin síttustu ár, stórfelld kaup ákvéðin. ná í haust og vetur. ÖDÝR HEYVERKUN Allvíða hafa bændur nú í suinar verkað hluta heyfóðursins sem votliéy, svo sem þeirra er venja, en einnig með nýjum hætti og á ódýran hátt. Reynslan liefur sýnt að það þarf hvorki lihnin- liáa turna eða járnbent stein- steypuhús fyrir vothey, þótt hvorugt sé lastað. Bóndinn á Kleif á Árskógströnd hefur ár- um saman verkað vothey án nokkurs húsakosts. Hann slær grasið með sláttutætara, lætur það í haug á þurrum stað, press ar það, ef með þarf, nfeð drátt- arvélinni og lætur síðan jarðveg yfir. Þetta hey hefur haldist ó- skemínt í mörg ár. Aðrir slá upp éinskonar stíu inni í hlöðu eða utan við hlöðuvegg fyrir votheýið og reynist vel, einku-m ef maurasýra er látin í heyið. Á þennán hátt verður efnatap lít- ið, og unnt að bjarga heyfóðri frá skemmdum af völdum ó- þurrka. MEÐ LEPP FYRIR AUGA í íslendingi-fsafold, sem borin var út um bæinn í gær, er rit- stjóri Dags yíttur fyrir að gera kröfur um sættir í deilunni miklu um Laxá. Ðagur er þakk- látur fyrir það, að á þetta er minnt og viðurkennt og þykir ekki vansæmd að. En um leið og þetta er þakkað, vill Dagur benda ritstjóra íslendings-ísa- foldar á, að nú þurfa sem allra flestir að taka lepp frá auga sér og leggja sáttum lið. ningar kæra Laxárvi i nauonngaruppboSi GÆR VAR Húsgagnaverk- .miðjan Vaíbjörk, Glerárgötu 18, boðin upp og seld, sam- !cvæmt áður auglýstu nauðung u-uppboði. En á ýmsu hefur .^engið í rekstri fyrirtækisins >g þar urðu fyrir skömmu eig- mdaskipti að nokkru. Það sem ,,elt var, voru verzlunarhús og verksmiðja, ásamt vélum. Hæst ijóðandi var Reinhold Krist- jánsson, f. h. Atvinnujöfnunnar sjóðs sem bauð 15,5 millj. kr. Fyrirtækið Valbjörk, hefur skapað sér góða aðstöðu við Glerárgötu 28, framleitt margt góðra muna, og veitt verulega atvinnu. Væntanlega heldur húsgagnaframleiðslan, eða ann- ar umtalsverður iðnaður áfram, þótt enn hafi orðið eigenda- skipti. □ Háttúruvemdarsamtök stoínuð : 'íÁTTURUVERNDARSAM- TOK Austurlands voru form- ega stofnuð á fundi á Egilsstöð- im sunnudaginn 13. september al. Sóttu stofnfundinn um 50 inanns, en á annað hundrað ein •staklingar höfðu þá skráð sig í uamtökin. A fundinum var gengið frá lög- um samtakanna, en í þeim er kveðið á um stefnumið þeirra og starfshætti. Hyggjast samtökin vinna alhliða að náttúruvernd á félagssvæðinu í samræmi við lög um náttúruvernd og í sam- vinnu yið alla þá aðila, sem láta sig n'áttú’rtivernd varða. Er sér- staklega fram tekið, að samtök- in muni leitast við að hafa vin- samleg samskipti við þá aðila, er kunna að. hafa hagsmuna að gæta, sem andstæðir eru nátt- úruverndarsj ónarmiðum. Að markmiði sínu ætla sam- tökin m. a. að vinna með fræðslu um náttúruvernd meðal almennings, heimildasöfnun og rannsóknum, svo og með athug- unm og upplýsingum varðandi (Framhald á blaðsíðu 2) HINN 15. september barst em- bætti saksóknara ríkisins kæra frá Félagi landeigenda á Laxár- svæðinu vegna stíflugerðar Lax árvirkjunar við Mývatn. Segir í kærunni, að stíflurnar, sem smíðarar voru 1960 og 1961, hafi verið gerðar án leyfis réttra um ráðamanna landsins. Kveða bændur stíflurnar hafa alger- lega rofið frjálsa för göngusil- ugns milli Laxár og Mývatns, en með því hafi verið valdið stórkostlegu, óbætanlegu tjóni á silungsstofninum, sem frá fornu fari hafi verið til mikilla bú- drýginda. Segja bændur aldrei hafa verið rætt við alla þá fjöl- mörgu veiðiréttareigendur, er þar hafi hagsmuna að gæta. Þá segir í kærunni, að stífl- urnar hafi valdið því, að Mý- vatn hafi frosið á vetrum alveg að stíflunum, en áður hafi straumvatnið út í kvíslar Laxár haldið opinni vök, þar sem álft og húsönd hafi náð í æti, þegar vatnið var víðast annars staðar ísi lagt. Hafi afleiðingin orðið sú, að álft og húsönd hafi fallið úr hor unnvörpum á vetrum, síðan stíflurnar voru settar. Þá segir í kærunni til sak- sóknara, að ráðuneytisleyfið til Stíflugerðarinnar hafi orðið til með ólögmætum hætti, þar sem það hafi verið gefið að þeim öll um forspurðum, er hagsmuna hafi að gæta. Loks er í kærunni krafizt op- inberrar rannsóknar á atferli stjórnar Laxárvirkjunar öllu, og að höfðað verði opinbert sakamál á hendur stjórninni. Er vitnað í kærunni til ákvæða al- mennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi og til ákvæða um refsingar fyrir skemmdar- verk og eignasviptingu. Segja kæruaðilar, að brot stjórnar Laxárvirkjunar sé varanlegt brot, sem staðið hafi yfir öll síðustu 10 ár. □ Huginn cg dvalarfólk Sólborgar SUNNUDAGINN 20. septem- ber fór Lionsklúbburinn Huginn á Akureyri með vistfólk Sól- borgar, heimili vangefinna, 40 manns, í skemmtiferð fram í Eyjafjörð. Var komið í Þverár- rétt og dvalið þar um stund, en síðan ekinn hringurinn, um Möðruvelli og Saurbæ, en hressing veitt við Melgerðis- mela á heimleið. Veður var hið bezta og þessi skemmtiferð veitti mörgum þeim ánægju, sem oft gleym- ast. □ Álffahjóniií EIN ÁLFTAHJÓN verptu í sumar í nágrenni Akureyrar, og komu þau upp þremur ungum, augnayhdi hverjum þeim, er séð hafa. En fyrir helgina, á föstudagskvöld, fóru þrír ungir og drápfúsir Akureyringar, — vopnaðir rifflum, og skutu á þessa fallegu fjölskyldu út um glugga bifreiðar- sinnar. — Til þeirra sást og var hinn Ijóti leikur stöðvaður. En tvær álftir voru í sárum og þurfti að lóga þeim. Lögi-eglan á Akureyri greip sökudólgana og méðgengu tveir þeirra fljótlega, og sá þriðji með meiri tregðu. Hér voru ekki svangir menn á ferð, og eiga sér því fátt til afsökunar í þeim sökum að fara með skot- vopn án löglegra leyfa, skjóta friðaða fugla og fremja þann verknað í landi annars manns. Hljóta allir góðir menn að víta slíkan verknað. Fyrir skömmu var auglýst eftir þjófum. Þeir munu nú komnir í leitirnar og höfðu stol- ið rafgeymum úr dráttarvélum í bæjarlandinu. Því máli er enn ekki lokið, en að mestu upplýst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.