Dagur - 07.10.1970, Blaðsíða 1

Dagur - 07.10.1970, Blaðsíða 1
K tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. BoX' 397 SÉRVERZLUN: LJÓSMYNDAVÖRUR FRAMKÓLLUN - KOPIERING Þrymur hreif áheyrendur Þórshöín 7. október. Karlakór- inn Þrymur frá Húsavík hélt söngskemmtun á Raufarhöfn í gær og hér í félagsheimilinu á Þórshöfn að kveldi sama dags, undir stjórn tékkneska söng- stjórans Jaroslava Lauda og við undirleik frú Lauda. Þetta var góð heimsókn, karlakórinn um- skapaður í höndum síns nýja söngstjóra og hreif áheyrendur. Heyskap er nú eiginlega lok- ið. Það síðasta af grænfóðrinu er komið í hlöður. Eru það góð heyskaparlok eftir atvikum, enda tíð hin hagstæðasta um hálfs mánaðarskeið. O. H. Bjóðum ekki hætfunni heim HIÐ hörmulega slys í Reykja- vík, er tvö átta ára börn drukkn uðu í gróf í Breiðholtshverfi, er mikil aðvörun. Gröf þessi var mjög djúp, full af vatni, af mönnum gerð, en með öllu óvarin og ómerkt. Nýja Esja rennur út úr smíðahúsinu í sjó fram. (Ljósm.: E. D.) Ný Esja sjósett á Akureyri VIÐ FÖGNUÐ ÞÚSUNDA BÆJARBÚA Geimfarar í heimsókn GEIMFARARNIR Lowell, Haise og Swigert, er heims- þekktir urðu í för Apallos 13, komu til Reykjavíkur með bandarískri herþotu á fimmtu- daginn. Þeir hafa komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Dvöl þeirra lauk á sunnudag. í þess- ari för munu þeir heimsækja nokkur önnur lönd álfunnar, sem sérlegir fulltrúar Nixons forseta Bandaríkjanna. □ MENGUN HINN 1. október birti Tíminn eftirfarandi grein Ingólfs Davíðssonar grasafræðings: „Síðari hluta ágústs fór undir ritaður nokkrar ferðir til Hafn- arfjarðar að skoða garða. Trjá- gróðurinn var óvenju vesæll að sjá, einkum reyniviðartegundir, en einnig birki, víðir, heggur, hlynur og jafnvel ribsrunnar. Laufið var víða með þornaða, sérkennilega rauðbrúna jaðra. Ungir hreggsprotar voru sums- staðar vanskapaðir, dökkir og kringvafðir í endann. Hlynblöð hvítrákótt. Börkur á nokkrum reynitrjám skorpinn og óvenju Hve oft er ekki hættu af slík- um framkvæmdum boðið heim, t. d. hér á Akureyri? Blaðinu er tjáð, að starfsmenn bæjarins hafi fyrir helgina sett hættu- merki á nokkra staði, þar sem ræsa- og skurðagerð stendur yfir, og ei’ það vel. En lögreglan þarf að fylgjast með því, að hin ir ýmsu framkvæmdaaðilar í bænum virði öryggisreglur og bjóði ekki þeirri hættu heim, er svo válegum tíðindum olli syðra dökkur. Toppar víða þurrir og visnir, einkum á stórum reyni- trjám og sömuleiðis greinar ofantil á trjánum. Trén laufguð ust seint í vor og sum felldu laufið í byrjun júlí, þótt þau virtust laufguð að eðlilegum hætti í fyrstu. Ég' skoðaði laufið og fann ekki í því neinar skemmdir af völdum sveppa og til frekari fullvissu sendi ég nokkur sýnis horn utan til Pannsóknar og fundust þar heldur ekki sveppir í laufinu, en allt benti til þess að um einhverskonar sviðnun væri að ræða, helzt loftborna. Samkvæmt efnagreiningu, GÍFURLEGUR mannfjöldi safn aðist saman við Slippstöðina á Akureyri á tólfta tímanum á laugardaginn var, 3. október. Tilefnið var það, að sjósetja átti nýtt strandferðaskip Skipaút- gerðar ríkisins, sem þar er í smíðum, kallað systurskip m.s. Heklu, er þar var einnig smíð- uð og öllum er kunnugt. Veður var stillt og svalt. Athöfnin hófst með því, að Gunnar Ragnars framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar flutti ávarp, en síðan tók Ingólfur Jónsson samgöngumálaráðherra til máls. En Eva Jónsdóttir kona ráðherrans gaf síðan skipinu nafnið Esja. Eftir það voru fest- ingar skipsins skornar sundur og hið nýja skip seig hægt og vii'ðulega út úr skipasmíðahús- inu í sjó fram, við mikinn fögn uð viðstaddra. Síðar sama dag bauð Slipp- stöðin h.f. 300 manns til kaffi- samsætis í Sjálfstæðishúsinu. Veizlustjóri var Skapti Áskels- son stjórnarformaður Slipp- stöðvarinnar. Auk hans tóku til máls: Magnús Jónsson fjármála ráðherra, Guðjón Teitsson for- stjóri Skipaútgerðai' ríkisins, Bjarni Einarsson bæjarstjóri og Albert Sölvason stjórnarformað ur Útgerðarfélags Akureyringa -h.f. Um 200 manns vinna nú hjá Slippstöðinni h.f. á Akureyri. reyndust sýnishorn trjálaufs úr Hafnarfirði mengað af flúor. Við sumarbústað, rétt hjá Straumsvík, reyndist flúor- mengunin miklu meiri, bæði í laufi og grasi. Bendir það til hvaðan hún er komin í hafn- firzku garðana. Lítur ekki vel út með trjárækt Hafnfirðinga ef slíku fer fram til lengdar. Flúormengun gæti og hæglega borizt til Reykjavíkur frá Straumsvík, þó mistur þaðan leggi eðlilega oftar og meir yfir Hafnarfjörð. Hreinsitæki í verk smiðjunni virðist augljós nauð- syn. Iugólfur Davíðsson.“ Hér fara á eftir upplýsingar Slippstöðvarinnar um gerð hins nýja skips, byggingarstig og upplýsingar um framsetningu. Skipið er byggt sem einnar skrúfu flutningaskip með íbúð- um fyi'ir 12 farþega og 19 manna áhöfn. Mest lengd er 68.40 m., mesta dýpt 6.10 m. og mesta breidd 11.50 m. Stærð þess er um það bil 700 BRT (brutto register tonn) og verð- ur það systurskip m/s HEKLU. Lestarrými er 61520 cb.ft. og þar af frystirými 8400 cb.ft. Skipið er byggt samkvæmt „Lloyd’s Register of Shipping í UPPHAFI sláturtíðar var mjög um það óttast, að féð væri rýrt að þessu sinni viða norðan lands. En það reynist betur en ætlað var. Hér á Akureyri er vænleiki mjög svipaður og í fyrra, lík- lega um 14 kg., að sögn Hauks Olafssonar sláturhússtjóra KEA Á Ivópaskeri er meðalvigtin allt að hálfu'öðru kg. minni en í fyrra, en þá var féð með ein- dæmum vænt, eða 16.05 kg. Á Kópaskeri verður 26 þús. fjár lógað, um 1200 á dag, sagði Kristján Ármannsson kaup- félagsstjóri. Oli Gunnarsson sláturhús- Grein þessi vakti mikla at- hygli og leiðir væntanlega til aukins eftirlits, og að tiltækum ráðum verði beitt til að stöðva mengunina, svo sem fyrirtæk- inu er skylt, samkvæmt samn- ingum. Það hefur vakið eftir- tekt, að grein grasafræðingsins hefur verið mætt af sumum opinberum aðilum af nokkrum hroka. En mál þetta er svo alvarlegt, að almenningur syðra mun hvorki sætta sig við slík svör eða aðgerðarleysi af opin- berri hálfu. Virðist hér ætla að fara á sama veg og í Noregi, þar sem mengun frá álverum er tilfinnanleg. □ 100 A 1,“ styrkt fyrir siglingar í ís. Skipið verður búið 1650 hest- afla Deutz aðalvél og þrem ljósa vélum af Paxman gerð samtals 671 KVA auk þess neyðarljósa- vél af Deutz gerð, 57.5 KVA. Aðalvél og skiptiskrúfa sem er af Lips gerð er hægt að stjórna bæði frá brú og vélar- rúrni. Skipið er einnig búið 200 hestafla bógskrúfu af Jestram gerð og er henni stjórnað frá brú. Ganghraði skipsins er áætl- aður 13 sjómílur. Lestun og losun er framkv. með tveim 3 tonna bómum stað (Framhald á blaðsíðu 4) stjóri á Þórshöfn sagði, að búið væri að lóga nær fimm þús. fjár og væri meðalvigt á 17. kg. Er það gott þótt meðalvigtin sé minni en sl. haust, og nokkur bú hafa fengið hátt í 18 kg. meðalvigt nú í haust, sagði Oli. ÓK Á FULLRI FERÐ í KÚAHÓPINN ÞEGAR Indriði Ketilsson á Fjalli í Aðaldal var að reka kýr sínar heim, að kveldi 30. sept- ember, og lítinn spöl eftir þjóð- veginum ók bíll á fullri ferð í kúahópinn. Tvær kýr drápust, aðrar tvær þurfti að aflífa á staðnum og fjórar eða fimm slösuðust minna. Ökumaður- inn, sem var frá Húsavík, taldi hemla bifreiðarinnar hafa verið óvirka þegar til átti að taka. Q SÁTTAFUNDUR í LAXÁRDEILUNNI Á MÁNUDAGINN var á Húsa- vik haldinn fyrsti sameiginleg- ur sáttafundur í Laxárdeilunni. En sáttasemjarar, þeir Ofeigur Eiriksson og Jóhann Skaptason sýslumenn, hafa áður haldið marga fundi með deiluaðilum, hvorum um sig. Næsti sam- eiginlegur fundur verður innan fárra daga. □ í bílaþrönginni við Slippstöðina á laugardaginn lagðist jeppinn sá arna á hliðina. (Ljósm.: F. V.) FRÁ ÁLVERKSMIÐJUNNI? féð er vænna en Mzt var við

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.