Dagur - 07.10.1970, Síða 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Síniar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar hJ.
Skólarnir á
Akureyri
SKÓLARNIR á Akureyri eru tekn-
ir til starfa. í þrem bamaskólum
bæjarins eru allt að 1400 börn og
hófst kennsla þar fyrir rúmum mán-
uði eða fyrr en venja var. Þar eru
fastir kennarar 47 talsins. í Gagn-
fræðaskólanum eru 830 nemendur
að þessu sinni í 32 bekkjardeildum.
Kennarar samtals eru 51 að lausráðn
um meðtöldum. Þar er, eins og í
fyrra, starfandi 5. bekkur, framhalds
deild með 24 nemendum og eru þar
svonefndar valgreinar kenndar. í
verzlunardeildum, sem nú eru í fleiri
bekkjarstigum en í fyrra er verið að
undirbúa liliðstætt verzlunarnám og
veitt er í Verzlunarskóla íslands.
Fyrirhugaðar byggingar barnaskóla
í Glerárhverfi og Lundshverfi mæta
aukinni þörf á barnafræðslustiginu.
En jreir eru einnig hugsaðir þannig,
að þcir veiti sínum nemendum allt
skyldunámið, þá 14 og 15 ára ungl-
ingunt líka. Léttir j>að á aðsókn að
Gagnfræðaskólanum ]>ar til }>á ann-
ar gagnfræðaskóli verður byggður.
Við þessa nýju barnaskóla þarf að
hugsa fyrir leikfimi og íjnótta-
aðstöðu. Sú stefna hefur nti verið
tekin upp í sambandi við ]>essa skóla,
að íjjróttaaðstaða jieirra þjóni tveim
hlutverkum; fyrir skólafólk á dag-
inn en fyrir íþróttafélögin á kvöld-
in. Þar má Jjví ekki samjjykkja þröng
ar og úreltar reglur í byggingum.
M. A. hefur verið settur og Tón-
listarskólinn að hefja starf.
Iðnskólinn er einnig að taka til
starfa. Þar er að skapast nýir mögu-
leikar í iðnnámi í bænum og er iðn-
fræðsla öll í sköpun með hinni
bættu aðstöðu í nýrri skólabyggingu.
Verklegt nám mun nú æ meira fær-
ast inn í skólann, í stað þess að nem-
endur liafa sótt þann hluta náms síns
til iðnmeistara út í bæ. Þama er
einnig til húsa undirbúningsdeild
tækniskólans, og háværar raddir em
uppi um Jjað, að Vélskóli fslands fái
þarna einnig inni, og að skólar þessir
verði með hinu verklega námi að
nokkm saman tengdir.
Við barnaskólana og skyldunáms-
skólana er .mikil nauðsyn að taka
upp bæði sálfræðijjjónustu og félags-
ráðgjöf, ennfremur er nauðsynlegt
að búa betur að jjeim, sem ekki geta
fylgst með. í almennu námi. Til
barnakennslu hefur verið unnt að
ráða fólk með full réttindi, en við
fraiúlialdsnám er erfiðara um vik að
fá kennara með tilskilin réttindi. □
i brezkum mennfamálum
MIG langar til að vekja athygli
á nýmæli í brezkum mennta-
málum. Það er Opni háskólinn,
The Open University, sem taka
mun til starfa 1. jan. 1971.
Menntastofnun þessi starfar
samkvæmt sérstökum lögum
(a Royal Chai'ter) frá 1. júní
1969, en hafði þá verið í undir-
búningi a. m. k. um þriggja ára
skeið. Stjórn skólans er tvískipt.
Framkvæmdaráð (a council)
annast öll framkvæmda- og fjár
hagsmálefni, en kennsluráð (a
senate) sér um allt, sem varðar
sjálfa kennsluna. Starfslið skól-
ans mun nú þegar vera um 90
manns í fullu starfi, en mun
vafalaust aukast mjög á kom-
andi árum, ef vel tekst um all-
an rekstur stofnunarinnar.
Crowther lávarður, sem áður
hét Sir Geoffrey Crowther og
. var um langt skeið ritstjóri viku
blaðsins The Economist, hefur
verið skipaður kanslari háskól-
ans (þ. e. rektor), en vara-
kanslari er dr. Walter Perry,
sem áður var aðstoðar-rektor
háskólans í Edinborg.
Opni háskólinn er kostaður af
mennta- og vísindamálaráðu-
neytinu brezka. Reiknað hefur
verið með stofnkostnaði, sem
ekki yrði mikið yfir eina millj-
ón punda, en rekstrarkostnaður
er áætlaður milli 3 og 4 millj.
punda, þegar skólinn er kominn
í fullt starf. Það mætti ætla það
um 17 krónur íslenzkar pr.
íbúa.
Menntastofnun þessi er sér-
staklega ætluð fullorðnum nem
endum. Ætlunin er, að hún
verði nemendum að sama gagni,
hvar sem þeir eiga heima á
Bretlandseyjum. Nemandinn
þarf hvorki að láta af starfi né
hverfa frá heimili sinu, nema
einu sinni á ári, en þá er ætlazt
til, að hann taki þátt í hálfs
mánaðar sumarskóla. Innritun
er ekki háð ákveðnum prófum,
heldur er innritunar-umsókn
hvers einstaks umsækjanda met
in eftir reynslu hans og starfi
ásamt vandlegri athugun á
fyrra námi.
Námið er að nokkru leyti bréf
skólanám, að nokkru leyti út-
varps- og sjónvarpsnámsefni og
enn að nokkru leyti viðræður
og stöðugt samband við kenn-
ara eða leiðbeinendur, sem
dreifðii' eru um allt landið, en
því hefur verið skipt í ákveðin
námssvæði. Námið verður að
langmestu leyti heimanám. Þó
er ætlunin, að nemandi taki dá-
lítinn þátt í starfi námsflokka
og námsstöðva í heimahéraði.
Nemandinn á að hitta leiðbein-
anda sinn a. m. k. hálfsmánað-
arlega og getur leitað til hans
hvenær sem er. Nemandinn fer
eftir alveg ákveðinni námsáætl
un og svarar sífellt úrlausnar-
efnum, sem honum verða send
í pósti. Þá verður hann að fylgj
ast vandlega með útvarps- og
sjónvarpsþáttum þeim, sem hon
um eru ætlaðir. Próf skólans
eru sem næst miðuð við venju-
legar prófkröfur brezkra há-
skóla. Skólinn mun sjálfur ann-
ast alla framkvæmd prófa sinna
og veita nemendum fullnaðar-
skírteini. Vonast stofnunin til
að þau njóti sama réttar og
sömu virðingar og brautskrán-
ingarskjöl annarra háskóla.
Próf verða háð í nóvember og
desember, og nemendur braut-
skráðir í lok skólaárs, sem er
almanaksárið. Einkunnakerfið
verður mjög svipað og „punkta
kerfi“ það, sem notað er við
ameríska og skozka háskóla,
þ. e. að nemandinn fær einkunn
(„a credit") fyrir hvert nám-
skeið, sem hann lýkur við.
Allt prófnám skólans hefst
með tveimur svonefndum undir
stöðunámskeiðum í greininni,
sem um ræðir. Þessi námskeið
hvíla á nokkuð breiðum grunni.
Fyrir þau fást tvær einkunnir.
Næstu tvö námskeið eru á tals-
vert þrengra sviði og þau tvö,
sem þá taka við, eru sérhæfð-
ust. Þegai' nemandinn hefur lok
ið þeim, hefur hann fengið sex
einkunnir og hlýtur þá lægstu
lærdómsgráðu („basic degree“),
Árni Jónsson bókavörður.
sem svarar víst að mestu til
B. A. prófs hjá okkur. Ef nem-
andinn lýkur svo tveimur fram
haldsnámskeiðum hlýtur hann
„honours“-gráðu.
Meðalnemandi mun þurfa að
leggja um 10 stunda vinnu á
viku í 40 vikur áriega til þess
að Ijúka hverju námskeiði. Ef
nemandinn hefur tíma og getu
til þess, er honurn leyfilegt að
stunda tvö námskeið samhliða.
Reiknag er með, að nemandi
þurfi a. m. k. 4—5 ár til þess
að Ijúka lægstu lærdómsgráðu,
en tímatakmörk eru ekki
ströng'. Þá er tekið fullt tillit til
fenginnar einkunnar, ef menn
taka upp nám að nýju efíir
nokkurt hlé.
Árið 1971 verður um að ræða
fjögur undirstöðunámskeið, í
hugvísindum, félagsfræðum,
stærðfræði og raunvísindum.
Síðan er gert ráð fyrir, að á
næstu tveimur árum verði um
16—20 greinar að velja í þess-
um efnum. Árið 1974 er gert
ráð fyrir, að útvarps- og sjón-
varpssendingar skólans verði
orðnar 64 stundir á viku. Send-
ingartímar verði milli kl. 5.30—
7.30 e. h. virka daga, en um
miðjan dag á laugardögum og
sunnudögum. Verulegur hluti
sendinganna verður e. t. v. end
urtekinn milli 6 og 8 á morgn-
ana. Nemendur greiða svipað
skólagjald og algengast er í
brezkum bréfaskólum. Þá verða
nemendur að eyða nokkru fé til
bókakaupa, þótt gert sé ráð fyr-
ir, að brezku almenningsbóka-
söfnin verði mikilvægur aðili
þessa starfs.
I maí-lok sl. höfðu verið
skráðir 46.236 þús. þátttakendur
í undirstöðunámskeiðunum
1971. Gert hefur verið ráð fyrir,
að á næstu árum verði um 100
þús. nemendur við skólann, þar
af um 25 þús. kennarar, sem
ekki hafa lokið prófum, þótt
teknir hafi verið til starfa.
Það verður gaman að sjá,
hvernig tekst um tilraun þessa.
Verður þetta þetta merkilegasta
grettistak Breta á 20. öld til
þess að skapa æðri menntun
algerlega nýja undirstöðu, nýja
víkkun og breidd? Eða er þetta
hálfgert húmbúkk eins og svo
margar nýjungar á tækniöld?
Reynslan sker úr um það. En
því segi ég frá þessu hér í Degi,
að ég hef verið að velta því
fyrir mér, hvort hér væri ekki
um mál að ræða, sem við ís-
lendingar ættum að gefa ein-
hvern gaum. Ég á alls ekki við,
að við reyndum að apa þetta
eftir og setja upp sérstaka
menntastofnun sem þessa. En
gæti Háskólinn og Ríkisútvarp-
ið ekkí tekið höndum saman og
gert tilraunir í þessa átt? Það
er um að gera að fara stillt af
stað, en stöðvast aldrei. Við
verðum að gera okkur grein
fyrir því, að menntunarþörf
okkar íslendinga er geysimikil
og þá alveg sérstaklega i hag-
nýtum efnum, t. d. landbúnaði,
sjávarútvegi, fiskvinnslu og öðr
um iðnaði. Við erum ein af
mestu fiskiþjóðum heimsins, og
fiskafurðir eru 95% af útflutn-
ingi okkar. Þessi mikla fiskút-
flutningsþjóð á engan tækni-
skóla í fiskiðnaði, hvað þá að
fiskiðnaður, efnafræðileg, líf-
fræðileg, tæknileg og fjölþætt
hagnýt undirstaöa hans og bygg
ing, sé ein af helztu kennslu-
greinum Háskóla íslands eins
og verðugt væri. Sama er að
segja um búvísindi okkar. Ég
held ég sé ekki að kasta stein-
um í einn eða neinn, þótt ég
segi, að búnaðarmenntun okkar
sé í talsverðum molum. Ég er
alltaf jafnhissa á því, hvað for-
ustumenn okkar i þessum at-
vinnugreinum virðast áhuga-
litlir í þessum efnum og skiln-
ingslitlir á þau sannindi, að
menntunin ein getur lyft dverg
þjóð eins og íslendingum upp
úr hópi hinna svonefndu van-
þróuðu þjóða. Ég veit, að þetta
verður ekki gert í skyndi, og
ég veit enn betur, að bréfskóla-
og útvarpskennsla dugar hér
skammt. En einnig hún gæti
haft þýðingu, orðið einn hinna
þúsund þátta, sem framtíð ís-
lands mun ofin úr. Þess vegna
langaði mig til að vekja athygli
á þessu brezka nýmæli og
spyrja, hvort ekki væri ástæða
fyrir oklcur að gefa því ein-
hvern gaum. Árni Jónsson.
lokkur slórmál bokasf í rélfa áff
MALBÍKUN - VATNSVEITA - HITAVEITA
HAFSKIPAHÖFN OG SKIPULAG
TÓLF TENÓRAR
ÞAÐ er að jafnaði ekki í frá-
sögur færandi þótt söngelskir
menn komi saman og æfi söng
sér og öðrum til ánægju. En
þegar ein rödd úr karlakór tek-
ur sig til og fer að syngja fjór-
raddað leggja áheyrendur
gjarna við hlustirnar.
Þetta hafa 12 félagar úr öðr-
um tenór í Karlakór Akureyr-
ar nú gjört alllengi og komið
víða fram og sungið m. a. á
fjölmörgum árshátíðum og
þorrablótum. Hafa þeir félagar
æft af dugnaði undanfarin sum
ur, þegar aðrir kórar eru venju
lega í sumarfríi og verið reiðu-
búnir „til leiks“ næstum
hvenær sem er enda notið vax-
andi vinsælda með sinn létta og-
líflega söng.
Laugardaginn 26. sept síðast
liðinn hófu þeir „vertíð“ sína
með söng og dansleik í Árskógi-
og n. k. laugardag 10. okt.,
skemmta þeir ásamt hljómsveit
Örvars Kristjánssonar og Sögu
í Skjólbrekku í Mývatnssve.it
kl. 9 e. h.
Söngstjóri „tólf tenóra“ og
undirleikari er Sigurður Sig-
urðsson. Q.
MINNING
FRÚ Hólmfríður Guðmunds-
son, ekkja Björgvins Guðmunds
sonar tónskálds, var til moldar
borin á Akureyri 27. september
sl., en hún andaðist í Reykja-
vík 17. sama mánaðar, 73 ára
að aldri.
Frú Hólmfríður fæddist vest-
anhafs, dóttir hjónanna Jóns
Frímanns Kristjánssonar og
Kristínai' Jónsdóttur, og bjuggu
þau hjón um eitt skeið í Ási í
Kelduhverfi. Var Hólmfríður
yngst fjögurra systkina, er flutt
var til Nýja íslands, í svonefnda
Fljótsbyggð, og síðar varð hún
einskonar fósturdóttir Guttorms
J. Guttormssonar skálds. En 1.
maí 1923 giftist hún Biörgvin
heitnum Guðmundssyni tón-
skáldi.
Heim til íslands fluttu þau
Björgvin og Hólmfríður upp úr
1930 og á Akureyri dvöldu þáu
á meðan bæði lifðu og á Akui'-
eyri voru þau bæði virt og dáð
að verðleikum. Einkadóttir
þeirra hjóna er Margrét,
Frú Hólmfriður var fríð koria
og mörgum góðum hæfileikuín
gædd og mannkostum búin —
sjaldgæf úrvalskona — eins og
séra Benjamín sagði um hana
látna. □
MALBIKUN á Akureyri er eitt
af meiriháttar viðfangsefnum
'bæjarins. Götur, innan gamla
skipulagsins eru yfir 40 km. að
lengd og lengjast stöðugt með
vaxandi byggð. Þar af eru mal-
bikaðar götur 12 km„ og þótt
götur séu malbikaðar á hverju
ári nú síðustu árin, helzt hið
óhagstæða hlutfall milli mal-
bikaðra og malargatna nálega
óbreytt síðustu 3 ár a. m. k.
Akureyrarbær á malbikunar
stöð og eru því möguleikar á
stórframkvæmdum í gatnagerð,
ef fé er fyrir hendi. Og í þessu
efni full þörf á nýjum úrlausn-
arleiðum.
í sumar voru malbikaðir tæp
ir tveir kílómetrar í nýjum göt
um eða 15 þús. fermetrar og 20
þús. fermetrar gatna, áður mal-
bikaðar, voru yfirbræddar.
Unnið er við nýju vöruhöfn-
ina sunnan á Oddeyri í sumar.
Búið er að setja innri staura-
röðina og leggja ofan á þá, og
steypa hluta bryggjugólfsins.
En eftii' er að setja niður ytri
stauraröðina. En á vestasta
hluta bryggjustæðisins er
ótraust undirstaða. Eimskip hef
ur ekki tekið endanlega ákvörð
un um, livoi't þeir byggja sína
miklu vöruskemmu í ár eða á
næsta ári. En búið er að steypa
grunna þeirrar byggingar. ’
Vatnsveita bæjarins er að
verða of lítil, og hefur undir-
búningur nýrrar staðið yfir
nokkurn tíma. Að síðustu þóttu
tveir staðir koma helzt til
greina, til vatnstöku. En 'það
var Glerá, með hreinsistöð í
Glerárdal og eyrar, kenndar við
Krossastaði á Þelamörk. En
þar, eins og víðar, fóru tilrauna
boranir fram. Og þar er enn
verið að bora eftir köldu vatni.
Ef ekkert óvænt kemur fyrir,
verður vatnið tekið þar og leitt
NÝ ESJA SJÓSETT Á AKUREYRI
(Framhald af blaðsíðu 8).
settum framan við yfirbygg-
ingu, 5 tonna krana miðskips
sem nær yfir allar lestar skips-
ins og 20 tonna kraftbómu i
frammastri. Allar vindur eru af
gerðinni Hydraulik Brattvaag
og eru vökvadrifnar.
Lestarlúgur eru af Mac-
Gregor gerð og lestarop það
stór að auðvelt verður að nota
gáma. Lestar eru súlulausar
með sléttu milliþilfari, en það
auðveldar notkun gaffallyftara.
Skipið verður búið mjög full-
komnum siglingatækjum, svo
sem tveim ratsjám Kelvin
Hughes 24 og 64 mílna, Giro
áttavita, Anschutz, sem tengdur
er við sjálfstýringu, ratsjá og
miðunarstöð.
Allar íbúðir og salir eru
klæddir með plasthúðuðum
plötum sem eru óeldfimar. Hurð
ii' og innanstokksmunir eru úr
eik og mahogny. íbúðir eru hit-
aðar upp með rafmagni, loít-
ræsting af Hi Pres gerð.
Fyrirkomulagsteikning og
línuteikning er gerð í Hollandi,
en allar aðrar teikningar éru
unnar af Slippstöðinni h.f., sem
einnig héfur hannað verkið að
öðru leyti.
Kjölur að skipinu var lagður
24. júní 1969 og hefur verkið
gengið samkvæmt áætlun ef
undanskildar eru tafir vegna
vérkfalla. Stálverki er að mestu
lokið og innréttingai' vel á veg
komnar. Uppstilling á tækjum' í
vélarrúmi -er að mestu lokið, en
unnið -er að frágangi og teng-
ingu þeirra. Frágangur á þilfars
búnáði hefst strax að lokinni
sjósetningu, með því að reíst
verðá möstur og bómur.
Áætlað ei' að skipið verði full
búið til afhendingar eftir miðj-
an febrúar.
Þungi skipsins nú á görðum
er ca. 850 tonn. Við framsetn-
ingu er skipinu lyft af görðun-
um á framsetningsbraut. Þetta
er gert með því að fleyga skip-
ið upp. Notuð eru ca. 350 pör af
eikarfleygum og þarf til þess
um 100 manns. Lyftingin tekur
um 2 klst. Þetta verður að fram
kvæmast skömmu áður en skip
ið rennur fram, því annars er
hætta á að þungi skipsins pressi
feitina sem sett er á brautina
burfu. □
til bæjarins. Mun áætlað, að
leggja stofnleiðslu, er flutt geti
100 lítra á sek. eða svipað vatns
magn og vatnsból bæjarins í
Hlíðarfjalli gefa nú að jafnaði.
Þessi framkvæmd er talin kosta
rúmar 30 millj. króna, en síðan
hafa þó verðhækkanir orðið á
efni og vinnu. Vatnið á Krossa-
staðaeyrum er talið mjög gott
neyzluvatn.
Hitaveita er einnig undirbúin
og 1965 hófst borun eftir heitu
vatni á Laugalandi á Þelamörk
og gaf góða raun. f fyrra voru
svo boraðar þar tvær holur og
gaf önnur verulegt vatnsmagn.
Norðurlandsborinn var notaður
og er nú unnið mð honum í
Bjarnarflagi. Heita vatnið á
Laugalandi er enn lítt kannað,
þrátt fyrir þær þrjár borholur,
í um það bil 700 m. dýpi, sem
gerðar hafa verið.
I sumar fóru fram viðnáms-
og segulmælingar á Laugalandi
og milli Laugalands og Akur-
eyrar. Þær gáfu til kynna, að
sögn, að við Djúpárbakka og
Lónsbrú væru sennilega heitar
vatnsæðar. Um þessar mundir
er verið að rannsaka borholurn
ár á Laugalandi, m. a. með
dælingu til að ganga úr skugga
um, hvað mikið af heitu vatni
fæst þar við stöðuga dælingu.
Talið er, að hver borhola af
svipaðri dýpt og vídd og á
Laugalandi, kosti 4 millj. króna,
og er vatnsleit þessi því fjár-
frek, en gefur hins vegar mikl-
ar vonir um hagkvæmt fyrir-
tæki.
Skipulagsmál bæjarins éru
mál málanna, segja margir. Þau
mál hafa nú verið tekin fastari
tökum en fyrr. Bæjarstjórn hef
ur samþykkt að fela bæjarstjóra
að semja endanlega við Gest
Olafsson skipulagsfræðing og
arkitekt um að gera aðalskipu-
lag af Akureyrarkaupstað. Það
verk er óhjákvæmilegt að láta
gera, þótt það kosti allmargar
milljónir.
Togarar bæjarins eru gamlir
orðnir og loks er ákveðið að
kaupa 1000 tonna skuttogara,
og er það Ú. A., sem togarann
fær. Þá hefur bærinn samþykkt
að styrkja Súlur h.f. til að
kaupa annan skuttogara. En
bæði Ú. A. og Súlur hafa ákveð
ið óskað þess, að skip þessi
verði smíðuð á Akureyri. □
Sólnes sextuguf
JÓN G. SÓLNES útibússtjórl
Landsbankans á Akureyri op;
bæjarfulltrúi varð sextugur 3t.
september. Hann er ísfirðingu ■
en flutti til Akureyrar 1919 oj;
hefur átt þar heima síðan. Hó :
bankastörf hjá Júlíusi Sigurðs -
syni 1926 og síðar hjá Ólai .
Thorarensen, þar til hann sjálf .
ur tók við stjórn bankaútibú.1- »
ins og hefur gegnt því síðan.
Jóni G. Sólnes hafa verið fai ■
in mörg önnur ti'únaðarstörf
Akureyri og nýtur almennra.'
vinsælda. Dagur sendir honui.,
árnaðaróskir í tilefni afmæli> >
ms.
Hitaveifa úr Reykahverfi til Húsavíkur
Esja hin nýja er hið myndarlegasta skip og sjósetningin tókst framúrskarandi vel.
(Ljósm.: E. D.)
(Framhald af blaðsíðu 8).
leyti engu ómerkara. Svo virð-
ist, sem allir þeir, er hlut áttu
að máli, hafi verið orðnir ein-
huga um þessa framkvæmd,
eftir að hún hafði verið til um-
ræðu og athugunar í fjörutíu
ár.
Þá vekur það athygli hve .rösk
lega hér hefur verið að unnið.
Það sýnir bæði, að málið hefur
verið vel undirbúið, og verkið
prýðilega skipulagt. Þetta er
öllum þeim, er framkvæmdin
hefur mest mætt á, til mikils
sóma, svo sem bæjarstjóra, verk
fræðingi og verktökum. Þarf
varla að benda á hvert gildi það
hefur, að fé það, sem lagt er í
slíkar framkvæmdir, geti sem
fyrst farið að skila arði.
Það vekur og nokkra undrun
hve einfalt og . lítið áberandi
þetta mannvirki er i megin-
dráttum. Leiðslan frá hverun-
um til bæjarins er gerð úr 10“
víðum asbeströrum, og eru þau
lögð ofan á jörðina, eftir að jafn
að hefur verið undir þau. Er
gamli vegurinn út Reykja-
hverfið að nokkru notaður sem
undirstaða. Síðan er moldar-
hryggur úr jarðvegi þeim, sem
er á staðnum, gerður yfir leiðsl
una, og að öðru leyti búið svo
um með skurðum og ræsum, að
vatn komist ekki að leiðslunni.
Einangrunin er því, auk asbests
ins, jarðvegur sá, er fæst á
hverjum stað meðfram lögninni.
Vatnið er algerlega sjálf-
rennandi. Á hverasvæðinu er
því safnað saman í geymi eða
vatnsturn, og þaðan rennur það
svo í lögnina til bæjarins. Á
þeirri leið, sem er 18.6 km„ er
vatnið um átta stundir, er svar-
ar til, að rennslið sé um 0.7
m./sek. Hitatapið á þessari leið
er 20° C, svo vatnið, sem er
100° C heitt þega það fer inn í
leiðsluna, er um 80° C niðri á
Húsavík. Búist er við, að hita-
tap þetta minnki nokkuð þegar
rennslið í pípunum hefur jafn-
að sig, og jarðvegurinn um-
hverfis þær þornað, sígur og
grær, og verði þá varla yfir
15° C. Auðvitað verður hiti
vatnsins, þrátt fyrir þetta hita-
tap, yfirdrifinn til upphitunar,
og er áætlað, að vatnið verði
um 40° C heitt, er það yfirgefur
hitalögnina. Auðvitað byggist
þessi tilhögun á því hve mikið
heitt vatn er þarna til umráða
og hve mikil hitaorka þess er í
upphafi.
Mannvirki þetta er svo fyrir-
ferðalítið í landslaginu, að þeg-
ar frá öllu verður fullgengið,
og garðurinn, sem orpinn er
yfir leiðsluna, verður gróinn,
munu ókunnugir varla veita
því atliygli nema þeim sé bent á
það. Mesta breytingin á hvera-
svæðinu er sú, að steypt hefur
verið yfir Uxahver og Syðsta-
hver. Gufunni er þar hleypt út
um víðar pípur á þökum byrgj-
anna, og segir hún ein til um
návist hveranna. Þegar búið er
að græða tún fast að byrgjun-
urn, verður þessi umbúnaður
hinn snyrtilegasti. Mesti hver-
inn, Yztihver, er hins vegar
opinn og óbreyttur og svo búið
um útlokið úr honum að varla
er sjáanlegt, og breytir það út-
liti hversins eða hegðun að
engu.
Um bæinn er vatnið leitt í
járnrörum, sem umlukt eru
víðri kápu, og er einangrun
froðuplast, sem fyllir rúmið
milli rörs og kápu, og svo geng-
ið frá samtengingum öllum, að
vatn á hvergi að geta spillt ein-
angrun. Þessar leiðslur hverfa
svo í götur eða gangstéttir á
sama hátt og aðrar leiðslui', eng
ir steyptir stokkar eða annar
kostnaðarsamur umbúnaður.
Ýmis tæknileg vandamál hafa
að sjálfsögðu valdið erfiðleik-
um við gerð þessa mannvirkis,
en þau virðast hafa verið leyst
á mjög hugvitsamlegan og
öruggan hátt, að því er séð
verður í fljótu bragði.
Áætlaður kostnaður við þetta
mannvirki mun hafa verið 56
millj. króna, en búist er við, að
'hann verði 60 millj. og valda
því vitanlega hækkanir, sem
orðið hafa á þessu ári. Notend-
ur hitaveitunnar verður Húsa-
víkurbær með um 2000 íbúa og
um 20 sveitábýli meðfram lögn-
inni. Gert er ráð fyrir, að verð
hitans verði í upphafi ákveðið
um 10% undir verði olíukynd-
ingar, eins og það er nú, e*,
breytist smám saman þannig, ai
eftir svo sem 10 ár verði það ai
eins helmingur af verði olíu ■
kyndingarinnar. Kemur hé
meðal annars til greina, að hit,
veitan mun gerð svo vel vi<.
vöxt, að hún mun þola talsvei
aukna notkun, án þess að bæt ,
þurfi við hana.
Engum dylst, að hér er un.
mjög mikinn gjaldeyrissparna<’
að ræða, en þar við bætist sv>
öryggi það, sem í því er fólgit
að vera óháður innfluttdm hii '.
gjafa og verðsveiflum hans,
Þurfa ekki að kvíða kulda þót
siglingar teppist vegna hafís.1
eða af annarri óáran. Losna vii
ryk og eld í sambandi við upp-
hitun húsa og hér við bætasfc
svo allir þeir nröguleikar, sen.
heita vatnið býður upp á i sam •
bandi við iðnað, böð, marghatt •
aða jurtarækt til gagns og
prýði, fiskirækt, heyverxan o;:
margt fleira.
Þá má ekki gleyma þein .
mikilsverðu staðreynd, að hita ■
veitan, eins og hún er nú, nýtii’
ekki nema % af þvi 100° Ú
heita vatni, sem á hverasvæð •
inu streymir látlaust og sjáli ■
krafa upp úr jörðinni, og a<
með borunum má vafalaust stó
auka það vatnsmagn. Það er þv
mjög auðvelt í framtiðiiini a<
auka hitaveituna eftir þörfum.
Hitaveitan úr Reykjahvenl
til Húsavikur mun mesta hita- •
veita, sem gerð heíur vefið hé ■:
á landi, þegar Hitaveita Reykja
víkur er undanskilín. Þessi hita
veita markar þvi stórt spor i
hitaveitumálum ohkar, ekki
sízt vegna þess, að hún er um
margt sérstæð. Hún marKar líka
alger þáttaskil i menningar- og
þróunarsögu Húsavikur. Það er
því ástæða til að oska Húsvík-
ingum, og öðrum þeim, er veröa
þessara gæða aðnjótandi, til
hamingju með beizlun þessa
orkugjafa og vona, aó þeir verci
eins samtaka um að nýta hann
og njóta hans, eins og peir nú
hafa verið um að hiinaa þess.t
stórvirki í framkvæmct a eiriu
missen.
Ólafur Jénsst.ii,