Dagur - 07.10.1970, Blaðsíða 8

Dagur - 07.10.1970, Blaðsíða 8
c SMATT & STORT !L AU G ARD AGINN 3. þ. m. "irðu þáttaskil í athafnasögu Húsavíkur. Þann dag var form- .ega opnuð hitaveita frá hver- unum í Reykjahverfi til Húsa- víkur, við einfalda en virðulega íithöfn og kaffidrykkju í hinu ijýja félagsheimili á Húsavík, að •’iðstöddum mörgum framá- nönnum bæjarins, forstöðu- jnönnum verksins og nokkrum gestum. Björn Friðfinnsson, bæjarstjóri, flutti þar glögga yfirlitsræðu, lýsti aðdraganda ■náisins, gerð lagnarinnar í : negindráttum, kostnaði og : ekstursgrundvelli fyrirtækis- > rostastöðum, 28. sept. Brúa- • ’tnnuflokkur Gísla S. Gíslason j) írá Eyhildarholti hefur að : nestu leyti verið að störfum fiér í Skagafirði í sumar, lengst if við að smíða brú á Djúpa- Jalsá í Blönduhlíð. Fyrir var á jnni timburbrú, alltraust ennþá en ekki framtíðarmannvirki fyr jr svo mikla og þunga umferð, : em á sér stað um Norðurlands- ’eg. Hin nýja brú er stein- 8ÆNDUR GRAMIR 73ÓNDI úr Saúrbæjarhreppi .lað þess getið, að hann og sveit ungar sínir væru gramir Vega- gerðinni. Lokaði hún vegi við .finnastaðaá, á meðan bændur ■’oru að flytja sláturfé sitt í ill- /iðri, svo að þeir þurftu lengri leið að fara. Endurhæfingarstöð . \ SUNNUDAGINN, kl. 2 e. h, ,’erður opnuð endurhæfingar- .■töð hjá Sjálfsbjörg á Akureyri, að Bjargi. Þangað eru velkomn i r allir félagar þeirra samtaka, er eftir því óska. Nánar verður 1 'æntanlega sagt frá endurhæf- j ngarstöðinni. □ Vaðlaheiði rudd í gær í GÆR var verið að ryðja snjó af Vaðlaheiði, en þar var þá skafrenningur. Öxnadalsheiði var snjólítil en hálka á vegi, jVIúlavegur fær og aðrar heiðar í nágrenninu. Jökuldalsheiði var illfær eða ófær í gær, vegna óveðurs og snjóa og Vopnafjarðarheiði ófær, svo og Axarfjarðarheiði. Á Fjarðarheiði og Oddsskarði var kominn nokkur snjór og vegir ófærir þar í bráð, en Fagridalur fær. □ Málið hefur átt að minnsta kosti fjörutíu ára aðdraganda, síðan fyrst var byrjað að hreyfa því. Á þessum tíma hafa margir um það fjallað, margar nefndir starfað að því og margar áætl- anir verið gerðar. Á tímabili var horfið að því að bora eftir heitu vatni í bæjrlandinu, er þó 330 PUNDA LÚÐA GUNNAR Jóhannsson á Farsæl frá Hrísey dró 330 punda lúðu á handfæri á Grímseyjarsundi á dögunum og þótti það mikill dráttur og góður. □ steypt, rúmlega 50 m. löng. Er hún staðsett svo að segja fast neðan við þá gömlu. Þarf því að færa veginn lítilsháttar hið næsta brúnni og er að því unn- ið nú. Brýn nauðsyn lrefði raun ar verið á að hækka að mun allan veginn neðan Akratorfu því hann verður þar ófær á vetri hverjum að kalla, vegna vatnaágangs, um lengri eða skemmri tíma. Svo mun þó ekki eiga að gera að sinni og er þó vegalengdin öll ekki meiri en svo, að hagkvæmt mætti virð- ast að ljúka verkinu í einum áfanga nú þegar vinnutæki eru komin á staðinn. Það sem gera á nú, styttir að vísu eitthvað ófærukaflann en nær heldur ekki lengra og er aumt til þess að vita að Vegagerðinni skuli ekki endast orka til að ljúka þessu,; v.erki nú í haust. Þegar Gísli og menn hans höfðu lokið smíði Dalsárbrúar- innar fluttu þeir sig út að brúnni á Vestur-Ósi Héraðs- vatnanna. Sú brú er, ef mig minnir rétt, orðin 45 ára gömul, steinsteypt, og var á þeirri tíð, meðal stærstu mannvirkja sinn- ar tegundar á landi hér. Hún er mjó, eins og brýr frá þeim tíma yfirleitt eru en fyrir nokkr um árum voru handrið hennar færð út, svo að þrengslin koma síður að sök en áður. En nú eru undirstöður hennar nokkuð farnar að láta á sjá og vinnur flokkur Gísla að því að treysta þær, því naumast mun önnur brú leysa þá öldnu af hólmi á allra næstu árum. Vegurinn upp frá brúnni aust anverðri hefur löngum verið ill ræmdur vegna krapprar beygju og bratta, sem svellbunki setzt gjarnan í á vetrum. Er það mikil mildi að þarna skuli ekki oftsinnis hafa orðið stórslys, (Framhald á blaðsíðu 2) bar ekki tilætlaðan árangur. Loks tók verkfræðifyrirtækið Fjarhitun í Reykjavík að sér að endurskoða fyrri áætlanir með hliðsjón af breyttri tækni og viðhorfum, og 1969 hafcfi það lokið frumáætlun þeirri, er nú hefur verið unnið eftir. Mun Karl Omar Jónsson, verkfræð- ingur, hafa átt mestan þátt í þessu og hefur hann haft um- sjón með framkvæmd verksins. Framkvæmdir við hitaveit- una hófust 9. maí sl., og nú er lögninni til bæjarins lokið, lagn ingu um bæinn að mestu og áætlað, að tengingu húsa inná kerfið verði það langt komið í byrjun næsta mánaðar, að vatns sala geti hafizt. Eftir verður þó að tengja býlin í Reykjahverfi við lögnina og bíður það verk næsta sumars. Það er ýmislegt í sambandi við þetta mannvirki, sem vekur nokkra furðu. Fyrst má nefna hve hljótt hefur verið um alla framkvæmd þess. Það er næst- um eins og það hafi horfið í allt moldviðrið um virkjanirnar við Laxá, og er það þó að sínu (Framhald á blaðsíðu 4) TIL ÖKUMANNA Góðbóndi úr nágrannasveit hef ur beðið blaðið að benda öku- mönnum vinsamlega á, að til- litssenri í umferð þurfi að ná út fyrir þéttbýlið. Segir hann skóla börn stundum hafa komið heim auri ötuð vegna ruddalegs aksturs ökumanna, og aðrir gangandi vegfarendur einnig. Er þessum ummælum hér með komið á framfæri, í von um að þau vekji til umhugsunar. MIÐKVÍSL Lokað hefur verið vegi þeim yfir Helgey, sem liggur að Mið- kvísl hinni sögufrægu í Laxá í Mývatnssveit. Ekki var það gert, eins og sagt var í útvarpi, til þess að koma í veg fvrir ferð ir forviíinna að Miðkvíslar- stíflu, sem sprengd var. Lokun vegarins mun hins vegar eiga að tákna, að þar verði ekki haf- in vinna án samninga við land- eigendur þar um, eða jafnvel samninga um virkjunarmálin í lieild. Laxárvirkjunarstjórn hef ur skrifað Mývetningum bréf og leitað álits og óskað tillagna þeirra um það, hvernig gera eigi við Miðkvíslarstíflu. Það hefur vakið eftirtekt, að eftir að nefnd stífla var rofin hefur urriði veiðzt á bæjunum Vind- belg, Haganesi og Vagnbrekku, en var áður horfinn. Þykir víst, að urriði þessi hafi gengið úr Laxá, hinn nýopnaða veg um Miðkvísl. EFLING ATVINNULÍFS Efling atvinnulífsins er stærsta verkefni stjórnarv’alda landsins og sv’eitarstjórna á hverjum stað og á hverjum tíma. Bætt lífskjör eru því aðeins mögu- leg, að atv’inna sé nægileg, og nægileg atvinna er alger for- senda alhliða framfara, hverju nafni sem nefnist. Við höfum nú um sinn búið við sæmilega atvinnu, en skannnt er að minn ast mesta atvinnuleysis um ára tugi, landflótti liundraða íslend inga, sem urðu að leita sér at- vinnu í öðrum löndum og jafn- væl heimsálfum. Og það væri mikil skammsýni, að ætla, að sú saga gæti ekki ndurtekið sig, og það áður en varir, ef sofið er á verðinum. En ríki og sveit- arfélög geta mjög mikil áhrif haft á þróun atvihnumála í landinu, jafnvel verulega for- ystu með beinvtm afskiptum, hvátningu og fyrirgreiðslu. En fyrst af öllu er náuðsýn að gera heildaráætlun uni framkvæmd ir í landinu öllu, svp að þær mótist ekki á hverjum .tíma aí þvt handahófi, sem of mikið hef ur borið á og allir þekkja. ÍÞRÓTTIN AÐ' PLÆGJA Fyrir skömmu fór fram heims- meistaramót í plægingum í Dan mörku. þar sem keppendur eru frá 21 þjóð. Listasjóður danska ríkisins hefur veitt fjárhæð til að gera minnismerki um keppn ina. Síðan 1962 hafa sigurveg- ararnir verið frá Finnlancli, Noregi, Sv’íþjóð og Danmörku. íslendingar hafa aldrei sýnt þessari keppni áhuga. SKÓLAMÁLIN LANGT ÁEFTIR Menntunarþörf fslendinga er önnuir og meiri en áður var. f skólamálum þjóðarinnar ríkir hálfgért neyðarástand, allt frá barnaskólastiginu til háskóla- námsins, og er það öllum kunn ara en frá þurfi að segja, og hefur stefnan í skólamálum færzt í það horf, að mennta- brautin sé einkum fyrir þá efnuðu í þessu þjóðfélagi. Og jafnvél lögboðriu skyldunámi er ekki hægt að fullnægja á ýms- urn stöðuin vegna ótrúlegs sleifaralags. Við höfum dregizt aftur úr nágrannaþjóðunum á mörgum sviðiuri menntamála, en hávaðasamur menntamála- ráðhcrra og yfirmaður skóla- mála í meira en áratug, segir flesta hluti að komast í einstak- lega gott lag hjá sér! STENDUR VIÐ ORÐ SÍN? Þegar forsætisráðlierra gerði grein fyrir því, að stjórnin félli frá haustkosningum, sagði hann sér og flokki sínum það til af- sökunar, að samkvæmt samn- ingi við Alþýðuflokkinn gæti hvor flokkurinn um sig neitað ósk hins um þingrof. Sjálfstæð- isflokkurinn stæði ætíð við lof- orð síri og því yrðu engar liaust kosningar! Það er bæði fallegt og drengilegt að standa við lof- orð sín, en jafnframt ljótt og ódrengiíégt að gera það ekki. Sjálfstæðisflckkurinn getur sízt af öllu státað af því að liafa staðið við loforð sín og skulu þess síðar nefnd nokkur dæmi. ÓTELJANDI Eyjarnar á Breiðafirði og vötn- in á Árnarvatnsheiði voru eitt af þv’í, sem engri tölu varð á komið, heyrði maður í æsku, og liið sama var sagt um, Vatns dalshóla. Áður en þingi lauk í vetur var um það spurt þar, hvað þær væru margar, stjórn- skipuðu nefndirnar og hve hátt þær v’æru launaðar. Fjármóla- ráðherra sagði, að óv’innandi verk væri að telja þær og reikna kostnað af tilveru þeirra. Það væri jafnvel ekki unnt að segja hvért væri verkefni þeirra. Gerð var tilraun til að telja þessar nefndir árið 1968, en hún mistókst! Komið hefur fram tillaga uin, að hinar laun- uðu, ríkisskipuðu nefndir gefi sig sjólfar fram og geri grein fyrir störfum sínum, annars verði þær taldar meðal hinna dauðu og eigi ekki að taka laun lengur! , Þrýstiturn ó aðalvatnsæðimii, sem siunir kalla „menningarvita“. (Ljósm.: Pétur, Háaavík)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.