Dagur - 25.11.1970, Blaðsíða 2

Dagur - 25.11.1970, Blaðsíða 2
VÉLRITUN! Tek að mér hvers konar vélritun. Sigríður Jónsdóttir, sími 2-10-82. STÚLKA! Reglusöm stúlka óskast á gott heimili í Bánda- ríkjununi. Allar uppl. gcfnni' í síma 2-11-45. Getur nokkur bíindi í Eyjal jarðar- eða Þing- eyjarsýslu selt í neyðar- tilfelli 15—20 hesta af TÖÐU, mætti vera úthey. Uppl.ísíma (96) 5-12-27. - Endurnýjun togara (Framhald af blaðsíðu 4) forystuhlutverk, sem allir landsmenn hljóta að telja verkefni ríkisvaldsins, og ætti að vera keppikefli þess að leysa á farsælan hátt. Ráð- herrar liafa gefið fyrirheit um stuðning við skipasmíð- arnar á Akureyri, við hátíð- leg tækifæri. Nú mega þeir ekki stinga höfðinu niður í sandinn. □ Til sölu LAND ROVER, árg. 1966. Ekinn 60 þús. km. Klæddur. Greiðsluskil- málar. Uppl. gefur Vilhelm Agústsson, sími 1-19-00 og 1-15-15. TAPAÐ Tapazt hefur KETTLIN GUR, svart- ur með hvita bletti að framan. Þeir, sem ‘vita um kettlinginn, láti vita í Vanab. 15, sími 1-22-95. HERBERGI til leigu. Uppl. í síma 2-15-43, kl. 13-16. ÍBÚÐ til sölu. Til sölu neðsta hæð liússins Hafnarstr. 29, Ak. í búðin er 4 herbergi og eldhús. Getur verið laus nú þegar. Góðir gr eiðsl usk i lm á 1 ar. Til sölu VOLKS- WAGEN, árg. 1967, með útvarpi og snjóhjól- börðum. Greiðsluskil- málar. Uppl. gefur Þórarinn B. Jónsson, sími 1-10-80 og 2-13-50. Til söki OPEL KARAVAN Station, árg. 1959. Uppl. í síma 1-24-05, eftir kl. 19. PLYMOUTH Valiant 200, árg. 1967, 4 dyra, útvarp. Jón Loftsson h.f., sími 2-13-44. Til sölu SKODA 100L, árg. 1970. Skipti koma ti! greina. Uppl. í síma 2-15-37, eftir kl. 20. Til sölu WILLY’S, árg. 1962, á nýjum dekkurn, negldum. Tómas Eyþórsson, símar 1-28-40 og 2-13-70. Til sölu ÞVOTTAVÉL. Uppl. í síma 1-21-64. Góður ÍSSKÁPUR og bónvél til sölu. Upplýsingar á Staðarhóli í Aðaldal. Góður BARNAVAGN til sölu. Verð kr. 5.000.-. Uppl. í síma 1-11-78. Til söl u á hagstæðu verði AEG ELDA- VÉLASAMSTÆÐA, lítið notuð. Uppl. í síma 2-12-61. BARNAKOJUR til sölu. Uppl. í símum 1-14-19 og 1-28-17. Til sölu er nýleg BARNAKERRA, Silver Cross, nýjasta gerð. Uppl. í síma 1-11-09. Til sölu Fama PRJÓNAVÉL, nr. 5. Uppl. í síma 2-16-75. Til sölu er vandaður Stereo-PLÖTU- SPILARI ásamt magn- ara og hátölurum. Uppl. í síma 1-12-49. Til sölu BORÐSTOFU- BORÐ og 6 stólar. Uppl. í síma 1-19-08. BARNAKERRA til sölu. Uppl. í síma 2-14-87. Vel með farið HJÓNA- RÚM ásamt lausum náttborðum til sölu. Uppl. í síma 1-18-08, eftir kl. 19.30. Ný uppgerð VÉL í Moskvits, árgerð 1959, ásamt varahlutum og dekkum, til sölu. Uppl. í Rauðumýri 15, sími 1-23-20. SSSSS55S5SS5S555S555SS5SS5S5S55555SS55555SSS5ÍSSSSS5SS5S5SS5SSSSSSS55S555S5555SS55S5SSSSSSS5SS55S5S55S5SS555 UNGA FÓLKIÐ Happa glappa aðferðin eða markviss uppbygging SAMFARA fólksfjölgun, mennt aðra þjóðfélagi og auknum þæg indiskröfum, hlýtur að vera bætt og vaxandi atvinnumenn- ing. Það hlýtur að vera frum skilyrði vaxtar og velferðar í búskap þjóðarheildarinnar að atvinnutækin séu skynsamlega upp byggð, séu vel rekin, skili þjóðarbúinu arði og veiti ein- staklingnum þau verkefni er hann hefur sitt lífsviðurværi af. Þótt miklar framfarir og upp- bygging hafi átt sér hér stað, sem stafað hefur af hinni hröðu og byltingarsömu tækniöldu, sem lagt hefur hluta heimsins undir sig á síðari tímum, hefur sú þróun er hér hefur orðið á undangengnum árum sýnt og sannað að uppbygging og at- hafnalíf þjóðarinnar hefur villzt af leið. Mun svo reyndar ætíð verða þegar þeir er ferðinni ráða, hætta að hugsa fyrir stefn unni og hvernig greiðfærast sé, heldur ana áfram yfir holt og hóla. Hafa sumir atvinnuvegir þjóðarinnar legið við að grotna niður, nýting verðmæta verið mun minni en þyrfti að vera, atvinnuleysi herjað almenning og að forystuaðilar þjóðfélags- ins hafa misst þá tiltrú á ís- lenzkum atvinnuvegum, sem nauðsynleg er til að tryggja framgang þeirra og grundvallar undirstöðu í afkomu 'þjóðarinn- ar. Þótt land vort sé eigi auðugt verðmætra efna, eru þó ein verðmæti íbúanna innan handa, Eru þau í hafinu er umhverfis hólmann liggur. Þótt nokkuð hafi á ýmsa fiskistofna gengið undanfarið, vegna gengdarlausr ar veiði og ónógrar rannsóknar á ýmsum eiginleikum þeirra, er fjarri því að auðlind þessi sé upp ausin. íslendingum ber að vinna að nýtingu þessara auð- æfa, bæði með rannsóknum, til fyrirbyggingar skaðlegum að- gerðum á veiðisviðinu, svo og stóraukinnar nýtingar þess afla er á land berst hverju sinni og auka þannig framleiðsluna til muna. Þau fiskitæki er undan- farandi hafa verið látin að miklu leyti grotna niður og tog- arar nefnast, sigla oftsinnis beint, með fiskinn eins og hann kemur fyrir úr sjónum til er- lendra kaupenda, sem síðan taka hann til úrvinnslu og fæðu sköpunar á sama tíma og ís- lenzkur almenningur gengur um með hendur í vösum, at- vinnulaus. Er þetta furðulegt í landi sem um aldur hefur að svo miklu leyti byggt afkomu sína á sjávarafla og ísland. Ann að dæmið um sinnuleysi stjórn- valda til verðmætaaukningar sjávarafurða, er niðursuðuiðn- aðurinn. Dýrar og fullkomnar verksmiðjur, er möguleika hafa á því að skapa fjölda fólks at- vinnu og viðurværi að ótöldum verðmætum afurða er starfsemi þeirra leiðir af sér, standa tím- um saman lokaðar vegna þess að hráefnisþörf þeirra er á eng- an hátt sinnt. Hefur þróun ís- lenzks niðursuðuiðnaðar af sum um verig nefndúr áratuga sorg- arsaga. Jafnframt áherzlulagningu á að efla sjávarjtveg og iðnað þeirra afurða er hann gefur af sér, verður að veita því fólki er að slíkum störfum vinnur þekk ing er eykur hæfni þess í starfi. Eftir því sem úrvinnsla afla verður aukin og farið inná nýj- ar og íleiri brautir í framleiðsl- unni, verður krafist aukinnar þekkingar á viðfangsefninu. Er því stofnun skóla, er hefur það markmið að veita því fólki, er hafnað hefur í atvinnulífinu við fiskveiðar og fiskvinnslu, fræðslu á því er það hefur milli hánda. En íslendingar geta eigi byggt upp velferðarþj óðf élag sitt með sjávarútvegi einum saman sem atvinnugrein. Vel- ferðin hlýtur að byggjast á þró- un sem flestra atvinnugreina er við verður komið. Sú atvinnu- grein er frá fornu fari hefur verið önnur aðal atvinnugrein þjóðarinnar, er landbúnaður. Eins og annað hefur hann eflzt mikið á síðari tímum, þótt þeim sem gera hann að ævistarfi sínu hafi farið sífækkandi. Valdur þeirrar þróunar er aukin tækni og hagræðing í ýmsum verkum bóndans. Einingarnar verða stærri, hendurnar færri. Eins og stendur er mestur vandinn er að landbúnaði steðjar ekki einvörðungu sá vandi er óhag- stæð fjárhagsafkoma hefur skap að, þótt þar hafi erfiðleikar sótt heim og bóndinn sé nú og hafi um langt skeið verið tekju- lægsti stofn þjóðarheildarinnar. Heldur er vandinn félagslegs eðlis að miklu leyti. Það þjóð- félag og þeir hættir sem bónd- inn verður í flestum tilfellum að gangast undir, ættu með réttu að heyra liðinni tíð til. Félagsleg aðstaða hans er þann ig, að það fólk, er alizt hefur upp við nútíma menningu þétt- býlisins kann illa að sætta sig við hana. Þar eru að miklu leyti helztu orsa’kir fyrir því að ungt fólk kýs fremur að hazla sér völl við eitthvert annað verk- efni en landbúnað. Á sviði ís- lenzks landbúnað þarf að verð.a mikil breyting og endurskipu- lagning starfshátta, er breytir aðstöðu viðvinnandans í þjóð- félaginu. Þar þarf hann að njóta sömu réttinda og aðrir, án þess að starfsaðstaða hans meini hon um það. Þótt starfsaðstaða þess er við landbúnað vinnur þurfi endurmats við, er það eigi nóg til að rétta hlut landbúnaðar- ins. Þau samtök, er leiða stétta- baráttu hans verður að stórefla. Allir þeir er landbúnað stunda þurfa að standa saman um hlut sinn og vinna í samstarfi við aðra verkalýðsbaráttu, því þótt munur sé á atvinnuvegum eru verkamenn sú viðmiðun er far- ið er eftir varðandi ákvarðanir um kaup og kjör bóndans. Undanfarin ár hefur verið hafður í frammi magnaður áróð ur fyrir þeirri kenningu, að ekk ert sé íslendingum nauðsyn- legra en að komast á það stig efnahagsþróunarinnar, að við þurfum eigi lengur að draga fram lífið á því að draga fisk úr sjó eða rækta gras og skepn- ur. Enda þótt íslendingum sé nauðsyn á fjölbreyttara athafna og atvinnulífi, skapa þeir eigi þá fjölbreytni með niðurníðslu gamalgróinna og undirstöðu- atvinnuvega þjóðarinnar. Held- ur alhliða uppbyggingu þess sem þeim er sjálfum handbært. Aðeins þannig verður þeim fært að hækka sig í stiga efnahags- þróunar og almennrar velmeg- unar. Á undanförnum árum og áratugum hefur vaxið hér upp í skjóli mannlegra framfara ýmiskonar iðnaður. Að þeim iðnaði verðum við að hlú og efla hann eftir föngum, því við getum framleitt í landinu margt það, er að rekstri okkar lítur, ef þessum atvinnuveg verður eigi íþyngt um of með sam- keppni er hann hefur ekki bol- magn til að standast. Það blóm er sumir telja að bera megi mestan ávöxt alls þess er snertir atvinnumenn- ingu og efnahagsþróun, er svo- nefnd stóriðja. Só hlutur muni bjarga þjóð vorri frá því að verða eigin eymd og getuleysi að bráð. En þá er að hyggja. Hvernig ætla hinir stóriðjutrú- uðu að byggja átrúnaðargoð sitt upp? Staðreyndin er sú, að land ið er snautt þeirra efna, er unn- in eru með þeim aðferðum, sem undir slíkan iðnað heyra. Það eina sem hér er til staðar, er orka sú er kemur til með að knýja stói-iðjuver. Vissulega er þetta nokkuð stórt atriði, en það segir eigi alla sögu. Til þess að koma slíku hér á fót í ein- hverju mæli, þarf meira fjár- magn til en við getum sjálfir af mörkum lagt. Við verðum, til þess að geta ráðist í slíkar fram kvæmdii’, að fá mikin hluta þess fjármagns er slík uppbygg ing kostar frá erlendum aðilum. Vegna þeirra mannlegu sjónar- miða, sem rikjandi eru, að eig- endur slíks, sem fjármagn er, vil gjarnan hafa einhverja hönd í bagga með ráðstöfun eigna sinna, þýddi það beina íhlutun erlends auðvalds í þann rekstur og um leið í íslenzkt þjóðfélag, mannlíf. Erlend sjónarmið yrðu hér að einhverju leyti ríkjandi og ráð okkar yfir eigin málefn- um takmörkuð. Frumskilyrði til aukinnar fjárfestingar erlendra atvinnurekenda og fram- kvæmdaaðila eru fullkomin og undanbragðalaus yfirráð íslend inga sjálfra yfir nefndum fyrir- tækjum. Annað getur aldrei komið til greina nema með áður nefndum afleiðingum og kynni ekki að verða harla erfitt að ná rétti sínum aftur er við værum flæktir í viðjar hinna stóru auð hringa. Flvað aukna atvinnu- þörf landsmanna varðar, er langt frá því, að stóriðja skapi hlutfallslega miðað við fjárfest- ingu, eins mörgum vinnuþurf- andi einstaklingum atvinnu og annar sá iðnaður er fyrir er í landinu. Og meðan jafn mikið er ógert og raun ber vitni um í þágu íslenzkra atvinnuvega og þess iðnaðar er þeir leiða af sér, (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.