Dagur - 25.11.1970, Side 4

Dagur - 25.11.1970, Side 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Endumýjun togara Á VORDÖGUM 1947 kom til Akur eyrar fyrsti togaii Ú tgerðarf élags Akureyringa h.f. og á næstu árum fjölgaði þeim í þrjá. Árið 1956 kom fjórði togarinn og sá fimmti árið 1960, en hann heltist úr lestinni fyr- ir tveimur árum. Þegar á öðru staifs- ári hóf Ú. A. netagerð og fljótlega saltfiskverkun og skreiðai'verkun. En árið 1957 hófst starfræksla hrað- frystihússins. Allir verzlunarmenn við Eyja- fjörð, sem spurðir hafa verið, telja sig geta tekið undir orð eins stéttar- bróður þeirra, sem sagði: Kassinn í verzlun okkar getur ætíð sagt til um, hvort full vinna er hjá Ú. A. eða ekki. Af þessu má sjá hve gífurlega þýðingu þetta fyrirtæki hefur fyrir atvinnu- og viðskpitalíf hér um slóðir. Nú stendur Ú. A. á tímamótum. Skip þess eru orðin of gömul og krefjast endumýjunar. Sliþt krefst aftur mikilllar fjárfestingar, því að þau skip, sem talin em koma til greina í þessu sambandi, kosta 150— 190 milljónir hvert. Því miður er þetta ekki aðeins vandamál eins fyrir tækis, Ú tgerðarfélags Akureyringa, heldur allrar togaraútgerðar í land- inu. Reynsla áranna er sú, að togar- arnir eru ömggustu skipin til hrá- efnisöflunar fyrir fiskvinnslustöðv- arnar, hvað bolfisk snertir. Stjómendum landsins mun ætíð hafa verið það ljóst, að endurnýjun togaraflota landsmanna væri útilok- uð nema með forgöngu þeirra. Má því telja það mikið fyrirhyggjuleysi og vítavert, að þessum málum hefur ekki verið sinnt miklu fyrr, og ekki fyrr en í algert óefni er komið. IEér á Akureyri er nú sú skipasmíðastöð, Slippstöðin li.f., sem ein hefur talið sér fært að smíða togara af þeirri stærð og gerð, sem óskað er eftir. Þessi skipasmíðastöð er ung og f jár- vana, en hefur þó leyst af hendi verk- efni, sem eftirtekt alþjóðar hefur vakið. Hún liefur nú gert tilboð í smíði tveggja togara, en af mjög skiljanlegum ástæðum hafa þau til- boð verið hærri en lægstu erlendu tilboðin. En Ú. A. hefur þá ábyrgu sérstöðu, að leggja áheralu á, að end- umýjun Akureyrartogaranna fari fram hér í bæ. Nú hefur bæjai- stjórn Akureyrar hlaupið undir bagga og gert kleift að þessi endur- nýjun fari hér fram. Þessi afstaða bæjarstjórnar orkar þjóðhagslega ekki tvímælis. En á hinn bóginn verður að teljast furðulegt, að févana sveitarfélag þurfi að taka að sér slíkt (Framhald á blaðsíðu 2) Hvað á að gera fyrir Hjalteyri? ÞAÐ var víst í einhverju þeirra málgagna, sem út eru gefin á Akureyri, að ég las spurningu þá, sem ég hef að yfirskrift hér. Spurningin er ákaflega eðlileg. Hvar sem byggð hefur einu sinni verið og athafnir í gangi voru verðmæti sköpuð. Þegar atvinnan bregst og fólkið þarf að leita tilvistar annarsstaðar fer venjulega svo, að um brott- flulning verður að ræða. Þá standa mannvirkin eftir ónotuð, engum að gagni og fyrnast ein- att örar en ef í notkun væru. Þetta er ekkert sérstakt um Hjalteyri en á auðvitað við hana eins og aðra staði úr því að sagan hefur nú gerzt þar, raunasaga, sem öllum er til ógleði að rifja upp. Mannlaus hús í örri fyrningu er rauna- sýn, því að í harðbýlu landi er það dapurt að sjá mannvirki að litlu eða engu verða á sama tíma og mikilla fjármuna og orku þarf að neyta til þess að skapa brottfluttu fólki tilvist á öðrum stað, ef til vill á öðru landshorni. Og þetta er skiljan- lega þeim mun sárara öllum er til þekkja af því að á Hjalteyri eru frá náttúrunnar hálfu búin skilyrði, sem spara mikla fjár- muni við gerð hafnarmann- virkja. En hvaða atvinnu skal stofna til á Hjalteyri þegar síldin er á brott og ekki líklegt að hún sé á næsta leiti svo að þau mann- virki, er hentuðu til nýtingu hennar, verði notuð? Ymsum verður sjálfsagt fyrst fyrir að segja: Auðvitað næsta álver, það verður hvort sem er aldrei reist á Dagverðai-eyri þótt þar hafi verið teiknuð mikil hafnarmannvirki við það miðuð, að þar rísi álver. En því bið ég um að þessar línur kom- ist á framfæri, að um það vil ég segja þetta: Með því að reisa álver á Hjalt eyri eða annarsstaðar við Eyja- fjörð yrði að því stuðlað að eitra land og sæ og eyða í stór- um stíl því lífi, sem þar kvikn- ar, eflist og auðgar tilveru fólks ins. Slík verksmiðja, sem álver er enda þótt reynt sé að binda flourvetnin, er vís eiturlind og lífspillir, sem enginn mannleg- ur máttur mundi geta stjórnað. Minnist þess allir, sem við Eyja fjörð búið, að þvert yfir fjörð- inn frá Hjalteyri, eru aðeins 6 km. Út að Kljáströnd eru aðeins 7 km og til Akureyrar minna en 20 km. Vindur við Eyjafjörð, yfirleitt norðan eða sunnan, yrði flytjandi flourvetila yfiú byggðirnar, og í logni, sem þarna er svo algengt, mundi leggjast móða eiturloftsins yfir lygnan sæ og landið í kring, og í hvert sinn sem úrkoma hreins aði það hverfa í fjörðinn, eyð- andi því lífi, sem þar fæðist, nærist og eflist. Ahrifin og af- drifin yrðu svona og ekki öðru- vísi, ef þarna risi sú eiturlind, sem hver einasta álverksmiðja í heiminum er. Verksmiðjur af því tagi er eðlilegast að reisa á útkjálkum landa og ekki við uppeldisstöðvar né í þéttbýli. Eða hver vill eyða öllu lífi í einni þýðingaimestu uppeldis- stöð lífvera sævarins við landið, þar sem Eyjafjörður er? Hver vill eyða þeim gróðri, sem vex á ströndum og bökkum þessa logn væra fjarðar og býr börnum héraðsins þau skilyrði, sem þar ríkja? Ég hef áður — þegar bygging fyrsta álversins á landi hér var á umræðustigi — á opinberum vettvangi varað við athöfnum sem miðuðu að því að koma upp álverksmiðju við fjörðinn. Ég endurtek þetta nú, þegar spurt er hvað skuli gera fyir Hjalt- eyri. Nú er það engin tillaga til viðreisnar að afneita fyrirtæki, sem gæti veitt mörgum lífsviður væri. Skilyrði til mikilla athafna eru að vísu ekki á eyr- inni. Þó er hægt að koma þar fyrir verksmiðju og sjálfsagt kemur hún. En það má ekki vera eiturverksmiðja heldur at- vinnugjafi án lífshættu. „Pen- ingalyktin“ frá Krossanesi barst langt inn í Eyjafjörð. Hún var óþægileg en ekki eiturloft eins og floursambönd eru. Akureyri færist út með firð- inum, eftir fáa áratugi nær bær inn sjálfsagt út á Dagverðar- eyri. Er þá ekki alveg eðlilegt, að útgerðarstöð Akureyringa og eyfirzkra byggða verði á Hjalt- eyri, og því ekki að móta sem fyrst vísinn að því, er koma skal þar? Framtíðarverkefnið við sjáv- arsíðuna hlýtur að verða að sækja sjó, flytja fiskinn á land, SUNN segir: „Vestmannsvatn er allstórt grunnt vatn, sem myndazt hefir við hraunstíflu í norðanverðum Reykjadal." Þetta er fullkomið öfugmæli, að líkindum byggt á ókunnug- leika. í fyrsta lagi er vatnið til- VÍN- BER KAUPFÉLAG VERKAMANNA Kjörbúð og útibú Snjóþotur Sparksleðar Sraábarnaskíði - með STÖFUM og BINDINGUM, JÁRN OG GLERVÖRU- DEILD NÝKOMIÐ! Drengjanáttföt — ódýr Herranáttföt — m. teg. frá kr. 375.00. Drengjaskyrtur Nærfatnaður — alls konar. HERRADEILD fullvinna hann allan sem neyzluvöru til manneldis innan lands og utan, í neytendaum- búðum. Fjölbreytni í fiskiðn hlýtur að eflast og víkka. Ein- hver stig þess iðnaðar eiga ein- mitt heima á Hjalteyri. Beztu og mestu hráefnabank ar þjóðarinnar eru án efa þeir, sem liggja úti fyrir landsteinum okkar, og þangað verða sótt hrá efni, er skapa vaxandi þjóð framtíðarhlutverk við iðnað í landi. Hins vegar er engin von til þess, að þeir bankar verði hráefnalindii' ef Eyjafjörður og aðrir firðir verða mengaðir efnum frá eiturverksmiðjum, sem eyða því lífi ei' skapar hrá- efnin í hafinu. Byggð við Eyjafjörð er og hefur lengi verið þétt, af því að þar hefur þróazt, í legi og á láði, líf til framfæris fólkinu. Verði því lífi fargað með fyrir- hyggjuleysi hlýtur að fara svo, að Hjalteyri verðj ekki eina eyðibyggðin við fjörðinn heldur komi aðrar í kjölfarið. tölulega rnjög djúpt og hefir aldrei stíflazt af hraunrennsli. Að líkindum er vatnið gamalt jökullón, frá þeim tíma er skrið jökull hefir gengið það langt út í dalinn, hefir hann grafið skál þá sem vatnið er í, og upp- moksturinn er Sýrnesmór og Barðið, sem á þeim tíma hefir verið samfast, þegar jökullinn hörfaði suður dalinn, allt suður fyrir hólaþyrpinguna sunnan við Breiðumýri, hefir orðið stöðuvatn í útdalnum sunnan við jökulgarðinn (Sýrnesmó og Barðið) en smátt og smátt hefir vatnið svo grafið jökulgarðinn sundur, og myndað skarð það milli Sýrnessmós og Barðsins sem Eyvindarlækur rennur nú um. Hvort hryggur sá er vegurinn liggur um vestan Vestmanna- vatns er myndaður af Reykja- dalsá eða leifar skriðjökulsins, skal ósagt látið. Þó er öllu lík- legra að jökullinn hafi verið þar að verki, því svipuð merki hefir hann skilið eftir víðar með báðum brekkum. Glúmur Hólmgeirsson. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). harðvítugu átök ein saman, held ur sýnir liann hina ólíkustu þætti mannlegs lífs af miklu list fengi. Þeir, sem að sýningu þess arri stóðu, sendu boðsbréf á nokkra vinnustaði í bænum, en því miður var aðsókn lieldur dræm. Um leið og þakkað er hið lof- samlega framtak menntaskóla- nema, er hvatt til þess að Borg4 arbíó eða Nýja-Bíó taki þessai mynd til sýningar þótt ekki væri nema eitt kvöld, svo að fleira fólki gefist kostur á að sjá þetta ágæta listaverk S. G. GJAFA- kassar! HERRADEILD Gísli Kristjánsson. Athugasemd við fréttatilkynningu frá SUNN í FRÉTTATILKYNNINGU frá SKÓLBÆRINN AKUREYRI UM ÁRATUGI hefur Akureyri talizt mikill skólabær. Skólar þar hafa að áliti margra verið til fyrirmyndar, enda sérstakir 'atkvæðamenn þar á mennta- brautum ráðandi: Sigurður Guð mundsson, Snorri Sigfússon, Þorsteinn M. Jónsson, og mætti marga fleiri ágætismenn nefna. Enn eigum við vissulega góða skólamenn og að sjálfsögðu ekki vantraust á þeim, sem fær alþ.menn okkar til að vinna að því á Alþingi nú, að efla og bæta Akureyri sem skólabæ. Það er gott og mikilsvert að þing og stjórn sjái og viður- kenni nauðsyn þess, að hér sé bætt við og byggt upp til efling ar fjölbreyttu og sæmilegu skólahaldi, þótt utan Stór- Reykjavíkur sé. Nú eru hér víða þrengsli í skólum og mjög fárra kosta völ, hvað aðstöðu og kennslutæki snertir. En góð- ur skóli byggist þó fyrst og fremst á stjórnanda, kennara og nemendum harts — og samstarfi þessara aðila allra. Þetta getur verið með ágætum, þótt þröngt sé og fátækleg aðstaðan, eins og hitt er lika til, að þrátt fyrir fullkomna og glæsilega áðbúð í hvívetna, getur árangur skóla- starfsins orðið lítill, lélegur og neikvæður, ef samstarfið bygg- ist ekki á góðvilja, gagnkvæm- inii skilningi og samúð." Oft og víða er nú minnzt á áfengisneyzlu íslenzkra ung- menna, jafnvel barna. Flestum mun ljóst orðið, að hér- stefnir í óefni og vilja innst inni, bæði ungir og gamlir, bæta um. En samtökin eru léleg, t>g löggjöfin stórgölluð, enda lítið með hana gert í mörgum tilvikum. For- eldrar, heímili og skólar verða að vinna saman gegn Bakkusi. Skólarnir verða áð taka þetta fastari tökum. Nám, góður skóla andi og áfengi eiga ekki sam- leið. Enginn, — ungur maður, ung stúlka, -—fyndi til þarfar Nýr prófessor að norðan GUÐMUNDUR Björnsson verk fræðingur, sem á sínum tíma varð stærðfræðideildardúx og stúdent við Menntaskólann hér á Akureyri en síðar um skeið kennari við skólann, var í haust sem leið skipaður prófessor við verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands. Hann er fædd- ur á Kópaskeri í N.-Þing. 1925. Foreldrar Guðmundar eru Björn Kristjánsson fyrrv. kaup- félagsstjóri og alþingismaður á Kópaskeri og síðaii kona hans Rannveig Gunnarsdóttir. Guð- mundur lauk stúdentsprófi 1945 og prófi í vélaverkfræði í Stokk hólmi árið 1949, var kennari við Menntaskólann hér 1949—53 og vann þá ýmis verkfræðistörf hér. Starfaði lengi síðan sem verkfræðingur fyrst í Svíþjóð en síðan í Reykjavík, hefir tvisvar sinnum verið formaður Stéttai'félags verkfræðinga og öðru hverju kennt við Háskól- ann en var í fyrra settur í pró- fessorsembætti. Guðmundur er af Vikingavatnsætt í Keldu- hverfi, náfrændi Þórarins sál. skólameistara Björnssonar. — Hann er kvæntur Guðlaugu Olafsdóttur Sveinssonar alþing- ismanns í Firði Olafssonar. Myndin hér að ofan er tekin af prófessornum vorið, sem hann lauk stúdentsprófi hér á Akureyri. □ - Ablrei fleiri farþegar (Framhald af blaðsíðu 8). það hefur Flugfélag íslands aldrgi sótt um né fengið neinn styrk til þessarrar þjónustu frá hinu oþinbera. • Nýir þættir starfseminnar, sem upp voru teknir sl. ár, svo sérn útvegun og skipulagning gistiaðstoðu á sveitaheimilum, þótti lofa góðu með framhaldið. Naesta’. .sumár njunu allmörg '»&veitaheMSiii:‘ 'þætast í hóp þeirra, sem taka á móti gestum til dvalar. Þá hefur félagið gert myndarlegt átak í kynningu lax- og Silungsveiði og hefir í því notið góðra ráðlegginga stangveiðimanna.- Ennfrémur er nú að koma út nýr bæklingur um dvalarmöguleika ferða- mauna í sum arbústöðum, en unnið hefir verið að skipulagn- ingu þeirra mála að undan- förnu. □ að ná í og drekka áfengi, væri það ekki tízka. Skólarnir ættu að ráða tízkunni í þessu efni. Ef öllum nemendum skólans, — t. d. innan tvítugs — væri það Ijóst og vitað, að áfengisneyzlu fylgdi skilyrðislaust brottrekst- ur úr skóla skemmri eða lengri tíma, liðu varla mörg ár, unz tízkan gjörbreyttist, og þar með margt annað til mikilla bóta. Kennari, umsjónarmaður hóps í skóla, á skemmtun eða í ferð, yrði líka að hlíta vissum ákvæð um. Kröfurnar ættu að vera samræmdar fyrir alla skóla á sama stigi, hvar sem er á land- inu. Bæði kennari og nemandi verða fyrirfram að kynna sér kröfurnar og vita getu sína og vilja að lifa eftir þeim, og taka sina ákvörðun samkvæmt því. Góður skóli hlýtur að krefj- ast skyldurækni og háttprýði, jafnt kennara og nemenda. Þar sem nemendur sitja inni í skóla stofu í blautum úlpum og mis- hreinum götuskóm, myndast óloft, ill líðan og næsta ólíkleg- ur skólabragur. Nemendum er — eðlilega —1 ætlað að koma stundvíslega til kennslustundar og biðja afsökunar, ef út af ber. Ennþá mikilsverðara er þó að við, kennarar, séum stundvísir. Þrjátíu barna- eða ungmenna- hópur, sem bíður — og bíður þó ekki —■' eftir kennara sínum 5—10 mínútur — eða lengur — hlýtur að bíða varanlegt tjón, í brestandi skilningi á nauðsyn skyldurækni og stundvísi, höfuð dyggðum í góðum skóla. Stytt- ing kennslustundar hlýtur og að koma niður á námi og ár- angri þess. Víst er að margt getur tafið kennarann og hann stundum haft gildar ástæður, en þá er nemandanum betra, að fá það að vita, og fá tækifæri til að afsaka og fyrirgefa, enda sé um það beðið. í fáum orðum sagt: Akureyri á að vera og verða góður og merkur skólabær. Aðstaða til kennslu þarf að batna, nýir skólar að rísa. Agi, byggður á skilningi beggja, kennara og nemanda, þarf að eflast. Æsku- fólk í skóla og kennarar þess, hér og annars staðar, ættu ekki að snerta við áfengi. Kennara er nauðsyn að halda virðingu nemenda sinna. Sé alls þessa gætt, mun og stundvísi, skyldu- rækni og góðvilji koma sjálf- krafa, og góðir skólar verða kjarni í okkar ágæta bæ, Akur- eyri. Akureyri, 15. nóv. ’70. Jónas frá „Brekknakoti.“ Svar félags landeigenda á Laxársvæðinu við greinargerð stjórnar Laxárvirkjunar vegna vafnsmiðlunar Laxárvirkjunar við Mývatn IV. Um lögmæti aðgerða Mý- vetninga hinn 25. ágúsí 1970. Laxárvirkjun hefur reynt að stimpla Mývetninga sem spell- virkja, eftir að þeir fjarlægðu hina gagnlausu stíflu úr Mið- kvísl, sem valdið hefui' þeim svo miklu tjóni. Hér skal strax tekið fram, að aðeins lítill hluti af rennsli Lax ár rennur m Miðkvísl. Nú eftir að stíflan hefur verið rofin, er eftir sem áður unnt að hafa góða stjórn á vatnsrennslinu, eins og fyrir 1961, með því að minnka eða auka með lokum rennslið í gegnum hinar útfalls kvíslar Laxár úr Mývatni. Vér Iítum því svo á, að hinir raunverulegu spellvirkjar séu stjórn Laxárvirkjunar, sem að nauðsynjalausu hafa valdið tjóni á náttúru- Mývatns og Lax ár og á eignum bænda hér um slóðir. Gagnsemi stíflunnar í Miðkvísl hefur aldrei verið sönn uð, en tjón af henni er vafa- laust. Ákvarðanir stjórnar Laxár- virkjunar og ráðuneytis, sem lágu til grundvallar smíði stífl- unnar í Miðkvísl, voru ógildar, af því að þær urðu til með ólög mætum hætti. Það er megin- regla stjórnsýsluréttar, að borg urunum er ekki skylt að hlýða ólögmætum ákvörðunum yfir- valda. 1) Að lögum er borgurunum ekki skylt að hlýða ógildum yfirvaldsákvörðunum: Noregur er réttarríki sem fæstir íslendingar mndu telja standa á lægra menningarstigi en ísland. Norski prófessorinn og stjórnsýslufræðingurinn Arvid Frihagen segir m. a. í riti sínu „Villfarelsen og ugyldighet i forvaltningsretten“ á bls. 201: „Að bann eða kvöð, sem reist er á röngum forsend- um er ógild, felur fyrst og fremst í sér, að borgarinn er ekki lagalega skuldbundinn til að hlíta banninu eða kvöðinni. Það er þannig ekki refsivert að virða að vettugi bann eða kvöð — sbr. að framan á bls. 47. Þetta gildir hvort heldur yfirtroðslan átti sér stað, áður en ákvörðun- in var lýst ógild af dómstólum eða henni var breytt af stjórn- völdum.“ Mývetningar fjarlægðu sjálfir stífluna, sem hafði valdið þeim svo miklu tjóni, en Laxárvirkj- n hafði þegar hafnað að bæta þeim tjónið á sanngjarnan hátt, eins og fram kemur í greinar- gerð Laxárvirkjunar. 2) Lögum samkvæmt eiga Mý- vetningar fullan rétt á að hreinsa af löndum sínum mann virki, sem þar eru sett í heimildarleysi. Sjálftakan var neyðarréttur Mývetninga, sem hafa mátt horfa upp á sífelldan yfirgang Laxárvirkjunar, án þess að finna nokkurn raunverulegan vott þess, að hún vildi koma fram á mannsæmandi hátt. íslenzkir lögfræðingar hafa lítið skrifað um sjálftöku réttar. Um sjálftöku segir Ólafur heit- inn Lárusson prófessor í Eignar rétti sínum á bls. 179—80. Ritið er kennt við lagadeild Háskóla íslands: „Rétt til neyðarvarnar eiga menn líka gegn óögmætum árás um á vörzlur fasteignar. Einnig myndu svipaðar reglur og þær, sem nú var lýst, gilda um heim ild þess manns, sem fasteignin tilheyrir til að beita valdi til að koma vörzlum sínum eða um- ráðum yfir fasfeign í samt lag aftur eftir ólögmæta röskun, sem þeim hefði verið gert. Ein- staklingurinn getur einnig þar átt rétt á að beita sjálfur bóta- vörzluaðgerðum. Ef maður hef- ur t. d. ólöglega þrengt sér inn í íbúð annars manns, myndi hin um síðarnefnda vera heimilt að færa hann þaðan með valdi. Ef maður hefði í heimildarleysi t. d. grafið skurð á fasteign ann- ars manns eða lokað hliði á girð ingu hans um eign sína, þá myndi eigandanum vera rétt að fylla skurðinn eða opna hliðið og beita til þess valdi, ef með þyrfti. Að því er til þessarar <$><Sx$x®x®xSx®xS>^x$xSxSxSxSx®«SxSx$><Sx®x®x&<J FJÓRÐI HLUTI réttarvörzlu tekur, þá myndi hún eigi verða talin stranglega bundin við það, að hún færi fram .í beinu framhaldi af hinni ólögmætu röskun. Hún myndi vera heimil, þótt nokkuð væri frá liðið.“ Þetta voru orð Ólafs heitins Lárussonar lagaprófessors, og þurfa þau ekki frekari skýring- ar við. Prófessor Ólafur nefnir nokkra dóma íslenzkra dóm- stóla (Lyrd. VII:263; Lyrd. IV:172), þar sem menn voru sýknaðir, eftir að þeir höfðu tekið rétt sinn sjáfir, enda varð ekki sannað, að þeir hefðu ekki átt réttinn. Þess má ennfremur geta, að Reykjavíkurborg hefur að sögn þráfaldlega látið rífa hús manna án þess að leita að- stoðar dómstóla, af því að yfir- Fædd 25. nóvember 1937. MINNING ÉG MINNIST þín með hlýhug kæra vinkona er þú ert.-nú frá okkur kölluð svo fljótt. Margar eru gleðistundirnar, sem við höfum átt saman, fyrst sem börn og síðan fullorðnar. Alltaf var mikil eftirvænting hjá okk- ur systrunum þegar við vissum að þú værir að koma til frænda þíns í sveitinni. Alltaf voru leik imir og búsýslið fullkomnara og skemmtilegra þegar þú lékst með. Þú kunnir marga leiki úr bænum sem þú vildir gjarnan kenna okkur. Svo komu mann- dómsárin, þá vorum við sín á hvorum stað í skóla og í vinnu og hittumst ekki oft, fyrr en þú fluttist aftur til Akureyrar með manni og börnum og bjóst í nágrenni við mig, að þráðurinn var tekinn upp á ný hjá okkur. Sama kætin fylgdi þér og áður. Ef ég kom til þín leið og von- svikin, varst það þú sem réttir huggun. Þú sást alltaf einhverj- ar góðar hliðar á öllu og gazt bent á þær. Ógleymanlegar eru þær stundir, sem ég ásamt fleir- um vinkonum, áttum saman heima hjá þér eða hver hjá annarri. Oft var þá hlegið dátt og skemmt sér vel af litlu. Eins völd borgarinnar hafa talið hús in standa á bæjarlandi í leyfis- lysi. Hafa þeir menn, sem sliku verða að sæta, þó ekki synt borgaryfirvöldum slíka rangs- eitni sem Laxárvii'kjunarstjorn hefur sýnt Þingeyingum né heldur valdið borgaryfirvöla.im teljandi tjóni. V. Vísindaménn fordæma iram- kvæmdir stjórnar Laxárvirkj- unar. Laxárvirkjun hefur kaliaö ao gerðir Mývetnisga skemmdai'- vei'k. Mývetningar benda á, ao hin raunverulegu skemmdar- verk voru unnin, þegar meci stíflugei-ðinni 1961 var hoggið á lífæð Mývatns og Laxái'. Má styðja þá niðurstöðu með um- sögnum náttúrufræðinga, sem. benda á, að enginn hlekkur næv ingarkeðjunnar í Mývatnj og Laxá rná bresta, svo að allt dyrr. ríkið í þessum vötnum gang'. ekki úr skorðum. Síðan stíflurn ar komu 1960 og 1961 hefur mýið við Mývatn og Laxa breytt hegðan sinni, og á síðast- liðnu sumri var nánast ekkeri mý, enda svalt bæði fiskur og fugl. Þess vegna teljum vér fjav lægingu hinnar gagnlausu stíflu úr Miðkvísl vera landhreinsur:, og skiptir það ekki máli, hvors hún var fjarlægð með skóflu, dýnamíti eða öðrum nothæfum verkfærum. Félag landeigenda á Laxái’- og Mývatnssvæðinu mun haida ótrautt áfram baráttu sinni gegn yfirgangi stjórnar Laxar- virkjunar og þeim spjöllum a íslenzkri náttúru, sem hún stefn ir að. Dáin 22. október 1970. eru góðar minningar frá því e:: við unnum saman. Alltaf varsi þú fús að rétta hjálparhönd. Sama held ég að aðrir sem unn ið hafa með þér munu segja. Svo ert þú kölluð svo fljótt og óvænt frá okkur. Guð blessi þig og minning.L þína, sem er björt og einlæg. Manni þínum og börnurn, fósturmóðir og öðrum ættirgy um, votta ég dýpstu samúo mina. Ólöf Halblaub, Frá stjórn Félags landeigenda á Laxar og Mývatnssvæðinu, Ester Randvers

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.