Dagur - 25.11.1970, Page 7

Dagur - 25.11.1970, Page 7
7 - HAPPA GLAPPA AÐFERÐIN EÐA . . . (Framhald af blaðsíðu 2). er eigi sannleikanum sam- kvœmt að boða, að hér sé ekk- ert annað að gera, en selja er- lendum auðhringum orku fall- vatna vorra á því sem næst hlutaveltuverði, gegn því að þeir staðsetji málmbræðslur sín ar á íslenzkri grund. Með auknum þægindum og þar af leiðandi bættum lífsskil- yrðum hefur þjónusta orðið vax andi þáttur í atvinnumenningu vorri. Er nú svo farið að í nán- ast óefni er komið á sumum sviðum. Þjónustubáknið er orð- ið svo yfirgengilegt og þeir sem því sinna eru orðnir hlutfalls- lega margir miðað við þá er starfa að framleiðslu og verð- mætasköpunarstörfum. En þótt betri skipulagningu þurfi við í ýmsum þjónustugreinum ís- lenzks þjóðlífs, er ein atvinnu- grein er við munum í framtíð- inni geta og eigum að gera, að snúa o'kkur að og heyrir hún beint undir þjónustustörf. Er það sú þjónusta er við innum af hendi við þá er koma hingað sem ferðamenn frá öðrum lönd- um. Sú auðlind er eigi verður sízt eftirsóttust af þeim auðlind um eða paradísum er mannkyn mun í framtíðinni eftir sækjast, er að fyrirfinna hér á landi. Nú á þeim tímum er mengun er að verða að miklu vandamáli á þeim svæðum jarðar er þétt- býlli eru, þar sem mikill verk- smiðjurekstur „stóriðja“ er stað settur, munu þeir blettir jarð- arinnar, en minna hafa orðið fyrir barðinu á slíku fyrirbæri, verða eftirsóttir af fólki til dval ar í frí og afslöppunartímum sínum. Af þessum orsökum eiga íslendingar stór tækifæri sem ferðamannaland. En til þess að slík starfsemi, - sem móttaka ferðamanna er, geti oi'ðið okk- ur hagstæð, þarf góð skipulagn- ing til að koma jafnframt því að fyrirbyggja verður, að ferða mannastraumur til lands okkar hafi áhrif til að spilla þeirri grundvallarmenningu er þjóð- félag vort byggir á. Frumskilyrði í öllum rekstri þjóðarbúsins er að hægt sé að útvega öllum þegnum næga at- vinnu. Enginn er undanskilinn því að þurfa sitt lífsviðurværi og einhvern veginn verður hann að verða sér úti um gjald- miðil til að geta greitt fyrir sig. Við sem byggjum þennan hólma, hvort sem búsetan er á þeim skaga suðvestanlands er dregið hefur til sín meirihluta þjóðarinnar, eða annars staðar um byggðir, dali eða útnes, höf- um við öll næg verkefni að vinnað ef á málum væri þannig haldið að öllu því er sinna þyrfti væri sinnt. Því staðreynd in er sú, að mikið eigum við enn ógert. Skilyrði vaxandi grósku ís- lenzks þjóðlífs er markviss upp bygging íslenzkra atvinnuvega, sem bezt nýting afurða, fram- leiðslu og iðnaðar byggðum á þörfum og getu landsmanna sjálfra og góðrar skipulagning- ar. Við höfum of lengi búið við handahófskennda uppbyggingu og happa glappa aðferð í rekstri þjóðarbúsins. Þórður Ingimarsson. Faðir okkar, STEFÁN VILMUNDSSON, verzlunarmaður, andaðist í Fjórðungssjúikraihúsinu á Akureyri fimmtudaginn 19. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju laugar- das,inn 28. nóvember kl. 13.30. Synir liins látna. Faðir okkar, KRISTJÁN ÁRNASON, fyrrv. kaupmaður, Akureyri, sem lézt föstudaginn 20. þ. m., verður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 27, nóvemb- er kl. 13.30. Árni Kristjánsson, Gunnar H. Kristjánsson. Eiginmaður minn, AXEL JÓHANNESSON, Munkaþverárstræti 34, Akureyri, lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðju- daginn 17. nóvember s.l. Jarðarförin verður gerð frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 25. nóvemb- er n.k. kl.lB.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Þorgerður Ólafsdóttir. Móðir mín, JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR, andaðist 22. þ.m. í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri. — Jarðarförin er ákveðin frá Akureyrar- kirkju þriðjudaginn 1. desesnber kl. 13.30. Fyrir mína lrönd og annarra vandanranna, Sigurlína Guðmundsdóttir. BfeiaiMMBBHHBBaMBMHBaMBBBaatMBBMMMBaMai IOOF Rb. 2 — 12025118V2 Sp. I.O.O.F. — 15211278V2 — III □ RÚN 597011257 — II Frl.: Atkv.: AKUREYRARPRESTAKALL. Messur á sunnudag (1. sunnu dag í jólaföstu). Lögmanns- hlíðarkirkja kl. 2 e. h. í til- efni af 110 ára afmæli kirkj- unnar. Sálmar no. 198 — 201 — 613 — O, kom, Immanuel (nýr sálmur) — 203. — í Akureyrarkirkju kl. 5 e. h. Sálmar: 198 — 201 — 612 — Hér stendur það hús (nýr sálmur) — 232. Altarisganga. í báðum messunum predikar biskupinn yfir íslandi herra Sigurbjörn Einarsson. Prófast ur, sóknarprestar og aðkomu- prestar annast altarisþjónustu við guðsþjónusturnar. SUNNUDAGASKÓLI í Glerár hverfi n. k. sunnudag kl. 13.15* í skólahúsinu. Sunnudaga- skóli að Sjónarhæð n. k. sunnudag kl. 13.30. SAMKOMA votía Jehóva að Þingvallastræti 14, II hæð: Hinn guðveldislegi skóli föstu daginn 27. nóvember kl. 20.30. Allir velkomnii'. FRA SJÓNARHÆÐ. Samkoma n. k. sunnudag kl. 17. Sæ- mundur G. Jóhannesson tal- ar. Ræðuefni: Blessun þess að treysta Guði. Drengja- fundur mánudag kl. 17.30. Telpnafundur laugardag kl. 14.30. FRÁ Guðspekistúkunni: Næsti fundui' verður þriðjudaginn 1. des. kl. 8V2. HJÁLPRÆÐISHERINN />, Sunnudaginn kl. 20.30, almenn samkoma. Mánu daginn kl. 16.00, heimil- issambandið. — Krakkar! Fimmtudaginn kl. 17.00, kær- leiksbandið. Kl. 20.00, æsku- lýðsfundur. Sunnudaginn kl. 14.00, sunnudagaskóli. I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99 heldur fund mánudaginn 30. þ. m. að Kaupvangsstræti 4, kl. 21.00. Venjuleg fundar- störf. Hagnefndaratriði. Nýir félagar velkomnir. — Æ.t. KVENFÉLAG Alþýðuflokksins heldur bazar í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 29. þ. m. kl. 15.30. Margt eigulegra muna. — Stjórnin. FRÁ Húsmæðraskólanum. Sýni kennsla í matreiðslu og föndri er í fullum gangi. Upplýsing- ar í síma 1-11-99 fimmtudag- inn 26. nóv. n. k. milli kl. 5 og 6 e. h. Við seljum TEPPIN TEPPADEILD KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Sunnudaginn 29. nóv. Sunnu- dagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn velkomin. Samkoma kl. 8.30 e. h. Björgvin Jörgenson tal- ar. Allir hjartanlega velkomn ir. SKEMMTIKLÚBBUR Templ- ara. Þriðja spilakvöldið verð- ur í Alþýðuhúsinu föstudag- inn 27. þ. m. kl. 20.30. Skemmt ið ykkur án áfengis. — S.K.T. LIONSKLÚBBUR AKUREYRAR Fundur í Sjálfstæðishús inu fimmtudaginn 26. nóv. kl. 12.00. I.O.G.T. st. Ísafold-Fjallkonan no. 1. Fundur fimmtudaginn 26. þ. m. kl. 8.30 e. h. í Kaup- vangsstræti 4. Fundarefni: Vígsla nýliða, önnur mál. Eftirfund: Kvikmynd. —Æ.t. Æ.F.A.K. Fundur í Drengja- deild kl. 8 fimmtudagskvöld. Æ.F.A.K. Stúlknadeild i- "€^\'1 Fundur verður í kvöld ft Tfcí-A I (miðvikudagskvöld) 'N----' kl. 8. Fundarefni: Helgistund, 3. sveit sér um skemmtiefni, veitingar og kvikmynd. Allar stúlkur sem fermdust sl. vor velkomnar. — Stjórnin. BAZAR. Köku- og munasala verður á Hótel Varðborg laug ardaginn 28. nóv. kl. 3.30. Á boðstólum verður laufabrauð, kökur og prjónles. — St. ísa- fold. ÁTTRÆÐ varð á laugardaginn, 21. nóvember, Þorgerður Sig- geirsdóttir á Öngulsstöðum, ekkja Halldórs Sigurgeirsson ar bónda þar. Margir heim- sóttu hana þennan dag og árnuðu henni heilla. MINJASAFNIÐ er opið á sunnudögum kl. 14.00—16.00. Sími safnsins er 1-11-62 og safnvarðar 1-12-72. ÁTTRÆÐUR varð í gær, þriðju daginn 24. nóvember, Eiður Sigurðsson, fyrrum bóndi á Ingvörum og Brekkukoti í Svarfaðardal, nú Smáraveg 7 á Dalvík. FRÁ SJÁLFSBJÖRG. Fjórða spilakvöld fé- lagsins verður í Al- þýðuhúsinu fimmtu- daginn 26. þ. m. kl. 8V2 e. h. Félagar takið með ykkur gesti. Parakeppni líka. — Nefndin. FRÁ EUiheimiIi Akureyrar. — Helga Hermannsdóttir Elli- heimili Akureyrar hefir gefið elliheimilinu kr. 25.000.00 til minningar um eiginmann sinn, Tryggva Jónatansson byggingameistara. — Stjórnin þakkar hina höfðinglegu gjöf og velvilja til heimilisins. SÖFNUN til fólksins á, flóða- svæðunum í Pakistan. Frá Jóni Þorvaldssyni og Ólafíu Haraldsdóttur kr. 1000, frá H. Á. kr. 500, frá J. E. kr. 1000, frá Margréti kr. 200, frá mæðgum kr. 1000, frá Á. F. kr. 500, fi-á Svanfríði Ágústs- dóttur kr. 1000, frá S. J. kr. 1000, frá V. S. og P. S. kr. 3000, frá ónefndum kr. 500 og frá Eyfirðing kr. 100. — Gamalt áheit til Akureyrar- kirkju kr. 150 frá ksk, og til Mæðrastyrksnefndar Akur- eyrar frá Norðlending kr. 100. Beztu þakkir. — Pétur Sigur- geirsson. BRÚÐHJÓN. Nýlega voru gef- in saman í hjónaband brúð- hjónin Ólöf Jenny Eyland og Sigurður Jóhannsson. Heimili þeirra verður að Víðimýi'i 8, Akureyri. BRÚÐHJÓN. Nýlega voru gef- in saman í hjónaband í kirkj- unni í Pennedephie í Frakk- landi, ungfrú Steinunn Kristín Filippusdóttir, lic. lettr,. Heimavist M. A., Akur eyri og Jacques. Le Breton, kennarj í náttúruvísindum við háskólann í Caen í Frakk landi. Heimilisfang þeirra verður fyrst um sinn: Labora toire Maritime (Rue de Dr. Charcot), 14 — Luc-sur-Mer, Frakklandi. KÖKUBAZAR. Hjúkrunarkon ur á Akureyri halda köku- bazar að Hótel KEA laugar- daginn 28. nóv. kl. 15.00. All- ur ágóðinn rennur til væntan legrar sjúkrahússbyggingar. AÐALFUNDUR Náttúrulækn- ingafélags Akureyrar verður haldinn í Amaro, 6. hæð, fimmtudaginn 26. þ. m. kl. 8.30 e. h. Venjuleg aðalfundar störf. Kosin ný stjórn. Ný verkefni rædd. Veitt jurtate og brauð frá bakaríi félag- anna í Reykjavík. Árni Ás- bjarnarson segir frá starfsemi heilsuhælisins og félaganna. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. — Stjórnin. GJAFIR og álieit: f Pakistan- söfnunina: Kr. 100 frá Guð- mundi Jóhannessyni, G. og S. kr. 300, N. N. kr. 500, N. N. kr. 500, N. N. kr. 1000, Ólafur og Sigríður kr 1000, N. N. kr. 1000, Þorsteinn Jónsson og frú kr. 500, J. F. kr. 500, ónefnd hjón kr. 500, J. G. kr. 500, M. S. kr. 100, S. F. kr. 1000, I. Á. kr. 100, Guðmund- ur Jóhannsson, Kambi kr. 1000. — Áheit á Strandar- kirkju: Ónefnd kona kr. 500, J. F. 500. — Áheit á Lög- mannshlíðarkirkju, kr. 200 frá S. G. — Þá barst Akur- eyrarkirkju 3000 króna gjöf á 30 ára afmælinu frá Önnu S. Björnsdóttur, Guðrúnu Jónsdóttur og Birni Jónssyni. Gefendum öllum færi ég inni legustu þakkii-. — Birgir Snæ björnsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.