Dagur - 02.12.1970, Blaðsíða 5

Dagur - 02.12.1970, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðannaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Heilbrigiismál HEILBRIGÐISMÁLIN á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu eru nú nijög á dagskrá. Innan Eyjafjarðar eru tvö læknishéruð skipuðum öldruðum læknum, í því þriðja er settur læknir og á Akureyri situr fjórði héraðs- læknirinn. Á Akureyri er fjórðungs- sjúkrahús fyrir Norðurland. Það er deildarskipt að nokkru, býr við hús- næðisvöntun, of ófullkominn tækja- kost, hefur ónóg starfslið og þröng- an fjárhag. Talið er, að eðlilegri þróun þess liafi verið haldið niðri af opinberum aðilum. Kristneshæli er í Eyjafirði, ætlað fyrir berklasjúkl- inga og langlegusjúklinga, alltaf fullskipað. Tvö elliheimili starfa, annað á Akureyri en hitt í Skjaldar- vík, bæði fullskipuð og meira en það og Sólborg er heimili vangefinna. Endurhæfingarstöð Sjálfsbjargar er nýlega tekin til starfa, en býr við þröngt húsnæði eins og heilsuvemd- arstöðin í bænum. Á svæðinu eru þrjár lyf jabúðir, ein sjúkraflugvél og ein sjúkrabifreið. Auk héraðslækn- anna fjögurra, starfa átta læknar og tveir námskandidatar við Fjórðungs- sjúkrahúsið. Tveir eru sérfræðingar í lyflækningum, einn í barnalækn- ingum, einn í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp og einn í röntgen- lækningum. Einn augnlæknir er á svæðinu, tveir læknar starfa við Kristneshæli, þrír gegna almennum heimilislækningum á Akureyri og þar eru þrír tannlæknar. Þá eru tveir sjúkraþjálfarar. Skortur er á hjúkr- unarkonum og sjúkraliðum. Ríkið rekur Kristneshæli, greiðir héraðs- læknum föst laun fyrir embættisstörf og gegningarskyldu, greiðir 60% af byggingarkostnaði sjúkrahúss og læknisbústaða utan Akureyrar. Tryggingarstofnun ríkisins greiðir 90% af iðgjöldum til sjúkrasamlaga, ásamt bótum. Akureyrarkaupstaður annast rekstur Fjórðungssjúkraliúss- ins, heilsuvemdarstöðvar, elliheimil- anna og greiðir taprekstur, greiðir til sjúkrasamlags, sem og önnur sveitarfélög. Lyfjabúðir á Akureyri sjá læknum bæjarins fyrir leigulausu húsnæði, einkum á þrem stöðum og sjúkrahúsið sér tveim læknum sínum fyrir viðtalsstofum. Fólk greiðir alla tannlæknishjálp nema skólaböm. Þetta er í grófum dráttum fyrir- komulag heilbrigðisþjónustunnar á Akureyri og í nágrenni. í umræðum um þessi mál hevrast spurningar, svo sem þessar: Eru heil- brigðismálin viðunandi? Hverra breytinga er helzt þörf? Em það Eru það skipulagsmálin, sem mest er (Framhald á blaðsíðu 2) GÍSLI GUÐMUNÐSSON, alþingismaður: HINN 22. febrúar 1944 gáfu stjórnarskrárnefndir beggja deilda Alþingis út sameiginlegt álit um frumvarp til laga um stjórnarskrá lýðveldisins Is- lands, sem þá lá fyrir Alþingi. í þessu sameiginlega áliti þing- nefndanna segir svo m. a.: „Það mun vera almenn skoð- un í landinu, að mikil þörf sé gagngerðrar endurskoðunar stjómarskrárinnar og, að sú breyting ein sé ekki fullnægj- andi, að lýðveldi verði stofnað í stað konungdæmis." Með þessum fyrirvara lögðu þingnefndirnar til, að afgreitt yrði frumvarp, sem aðeins fól í sér þær breytingar, sem óhjá- kvæmilega voru til þess að þjóð kjörinn forseti yrði þjóðhöfðingi íslendinga í stað Danakonungs. Síðan var lýðveldið formlega stofnað á Þingvöllum við Öxará 17. júní 1944. En Alþingi tók fyrirvara þingnefndanna til greina, lét 8 manna milliþinga- nefndina frá 1942 í stjórnar- skrármálinu halda áfram störf- um og ákvað árið eftir, að skipa skyldi 12 manna endurskoðunar nefnd 8 manna nefndinni til ráðuneytis. Þarna voru þá sam- kvæmt ákvörðun Alþingis 20 menn að verki við það að semja það, sem almennt var nefnt í þann tíð lýðveldisstjórnarskrá- in, og réðu þeir til utanfarar prófessor í lögfræði, nú þjóð- kunnan mann, sem fór víða um lönd til að safna stjórnarskrám ríkja og draga saman fróðleik um stjórnarskrár. En frá þess- ari 20 manna samvinnu-milli- þinganefnd komu aldrei neinar tillögm-, svo að ég viti, og eftir tvö ár felldi Alþingi niður um- boð hennar árið 1947. En á því sama ári fól Alþingi ríkisstjórn- inni, að skipa nýja nefnd 7 manna til þess að endurskoða stjórnarskrána. Fyrir því eru prentaðar heimildir, að 6—7 árum eftir að nefndin var skip- uð, komu fram tillögur í nefnd- inni, en þæi’ voru ekki afgreidd ar og nefndarálit kom aldrei fram. Það var sameiginlegt með öllum þessum stjómarskrár- nefndum, að nefndar-menn voru skipaðir eftir tilnefningu þing- flokka. Sú almenna skoðun í landinu, svo að notað sé orðalag þing- nefndanna 1944, að mikil þörf væri á gagngerðri endurskoðun stjórnarskrárinnar kom víða fram í þann tíð. Fjórðungsþing Norðlendinga og Austfirðinga létu lýðveldisstjórnarskrármálið mjög til sín taka á fyrsta ára- tug lýðveldisins og gerðu til- lögur til stjómarskrárbreytinga, sem birtar voru og mikla at- hygli vöktu. Sunnanlands var stofnað stjórnarskrárfélag áhugamanna. í blöð og tímarit var mikið um þetta mál ritað og víða var það rætt. Árið 1959 var á Alþingi gerð mjög um- deild skyndibreyting á 31. gr. stjórnarskrárinnar og árið 1968 lítt eða ekki umdeild breyting á 33. gr. En nú 26 árum eftir stofnun lýðveldisins hefur end- urskoðun stjórnarskrárinnar enn ekki farið fram eða er a. m. k. ólokið og hin fyrirheitna lýð- veldisstjórnarskrá ennþá ófeng- in. Hafi það eins og þingskjöl votta, verið almenn skoðun við stofnun lýðveldisins fyrir rúm- um aldarfjórðungi, að nauðsyn- legt væri að endurskoða stjóm arskrána í heild, þá er það áreið anlega ekki síður nauðsynlegt nú, svo að ekki sé meira sagt, enda er það svo, að breytingar á stjórnarskránni hafa verið mikið ræddar á ýmsum vett- vangi nú undanfarin ár, m. a. nú á þessu hausti á félagsfundi lögfræðinga í Reykjavík og kannske víðar. Hér á hinu háa Alþingi var- endurskoðunarmál- ið tekið upp að nýju veturinn 1966—1967. Karl Kristjánsson þáv. alþingismaður flutti þá til- lögu til þingsályktunar um það mál. Þessa tillögu Karls Krist- jánssonar flutti ég svo á næsta þingi á eftir að mestu óbreytta. Á Alþingi 1968, þ. e. í fyrra- vetur, flutti ég á ný tillögu um endurskoðun stjórnarskrárinn- ar. Sú tillaga var með sarna Gísli Guðmundsson. sniði og hinar fyrri tillögur, en fjallaði þó um ýmis ný efnis- atriði, að þau skyldi taka til sér stakrar athugunar við endur- skoðunina, en flest þeirra voru valin með hliðsjón af ýmsu, sem aðrir hafa lagt til mála inn- an þings og utan. Þessari tillögu var vísað til háttvirtrar alls- herfamefndar Sameinaðs þings og nokkuð rædd þar. Ég átti þá, eins og ég á nú, sæti í þeirri háttv. nefnd. En þegar ég komst að raun um það hjá meðnefndar mönnum mínum, að ekki mundi vera nægur áhugi í þingflokk- um fyrir framgangi málsins, ákvað ég að óska ekki eftir af- greiðslu þess í nefndinni í það sinn, taldi réttara að bíða átekta, ef takast mætti að vinna málinu meira fylgi siðar. Það er því óátahð af minni hálfu, að nefndarálit kom ekki fram á því þingi. Nú þegar ég flyt tillöguna enn á ný í þingskjali 41, hef ég gert á henni lítilsháttar breyt- ingar frá tillögunni í fyrra. í stað þess að áður var lagt til, að 4 nefndarmenn væru tilnefndir af þingflokkum, sem voru 4, þegar tillagan var flutt, er nú lagt til, að Alþingi tilnefni þessa 4 nefndarmenn. Ég er tregur til í að leggja til að fjölga nefndar- mönnum, en er þó vel viðmæl- andi um það, ef óskað er. Þá hef ég aukið því við tillöguna frá því í fyrra, að þeim, sem þess kynnu að óska, verði gef- inn kostur á að koma á fram- færi við endurskoðunamefnd- ina skriflegum og skriflega rök- studdum breytingartillögum við stjórnarskrána, og eiga þannig frumkvæði. Þetta mun vera óvenjulegt ákvæði í þingmáli, en ég tel það eðlilegt í þessu máli. Það kom fram á sínum tíma hjá Karli Kristjánssyni og hefur einnig komið fram í fund arsamþykktum undanfarin ár, að tilhlýðilegt sé, að ný lýðveld isstjórnarskrá taki gildi árið 1974 á aldarafmæli íslenzkrar stjórnarskrár og ellefu alda af- mæli íslandsbyggðar. Og í til— lögunni, eins og hún liggur nú fyrir segir, að stefnt skuli að því, að svo megi verða. Ég vil rskrármálið flufl á Alþingi taka það fram nú, eins og á síð- asta þingi, að ég stend einn að þessari tillögu, eins og hún ligg ur fyrir í heild, og finni menn á henni agnúa, er við mig einan að sakast, því að ég hef ekki farið fram á, að henni verði veitt flokksfylgi, og hún er ekki flokksmál, þ. e. tillagan í heild. Um efni tillögunnar ræddi ég nokkuð ýtarlega á síðasta þingi og tel ekki ástæðu til að endur- taka nema að nokkru leyti það, sem þá var sagt. Það virðist eklri hafa gefið góða raun að fela þingflokkum einum eða fulltrúum þeirra að endurskoða stjórnarskrána. Þess vegna er nú lagt til, að endurskoðunar- nefndin verði þannig skipuð, að líklegt sé, að þar ráði fleira til- lögum manna en flokkssjónar- mið ein og að af 9 nefndarmönn um verði 4 frá Alþingi, en 5 frá Hæstarétti og lögfræðideild Há skólans. Ætla má, að slíkri nefnd tækist að ljúka verkinu, hvort sem hún yrði að lokum sammála eða ekki. Jafnvel þó að nefndin kynni að klofna, má vænta þess, að tillögur og rök nefndarhlutanna yrðu mikils- verður umræðugrundvöllur. Að sjálfsögðu hefði nefndin samkv. tillögunni óbundnai' hendur um tillögugerð, en lagt yrði fyrir hana, ef tillagan verður sam- þykkt, að taka til gaumgæfi- legrar athugunar allmörg nánar tilgreind málsatriði. Um þessi málsatriði, sem eru 20 talsins, ætla ég að fara fáeinum orðum. ísland er lýðveldi og hér á að vera lýðræði eða það, sem á er- lendum málum nefnist „demo- krati“. í 2. gr. stjórnarskrárinn- ar er rætt um þrjár greinar stjórnvalds, löggjafarvald, fram kvæmdavald og dómsvald. Þjóð i'n kýs sér fulltrúa, nú 60 tals- ins, til þess að semja lög. Hún kýs sér forseta til þess að fara með framkvæmdavald og kem ég að því síðar. Handhafar dóms valds eru valdir með öðrum hætti, og tekið fram, að þeir flokka. En þá getur þess orðið skammt að bíða, að flokkurinn verði aðeins einn, eins og dæmi sýna. Stjórnarskráin á ekki að vernda flokkaríki hér á landi. Það er um flokkana eins og stéttasamtökin, hvort tveggja. er eðlilegt og getur verið nauðsyn- legt, en bæði stjórnmálaflokkar og stéttasamtök geta orðið þjóð félaginu ofjarl eða ofurefli, ef illa tekst til, eins og ættasam- tökin á 13. öld. Mín skoðun er sú, og hún má gjarnan koma fram þegar á þessu stigi, að sér- hver kjósandi eigi að hafa rétt til að kjósa þann, karl eða konu, til setu á Alþingi, sem hann treystir bezt af þeim, sem völ er á, án þess að kjósa um leið heilan hóp manna eða spila í happdrætti eins og nú er gert í sambandi við uppbótai'sæti. Þess vegna ættu kjördæmln að vera eins mörg og' þingSaSt'Íii á Alþingi og þá er líka hægara fyrir flokka að koma við skoð- anakönnunum eða prófkosning- um. Einmenningskjördæmi munu stuðla að traustri, stað- bundinni þekkingu þingmanna og hin staðbundna þekking ein- staklinganna er undirstaða þess, að þingið þekki þjóðarhag. Ég veit, að skipting landsins í ein- menningskjördæmi er vanda- verk, en ef ég ætti á þessu stigi málsins að gera tillögu um þá skiptingu, mundi ég að líkind- um benda á þá leið, að núver- andi kjördæmum væri skipt í jafnmörg einmenningskjöi'dæmi og þingmenn þeirra eru nú, þó þannig, að uppbótarsætunum ellefu yrði skipt milli þriggja fjölmennustu kjördæmanna og þó aðallega tveggja'hinna fjöl- mennustu, ef þingmenn eru 60. Það er af mörgum talið sann- gjarnt og er það, að strjálbýlið hafi hlutfallslega fleiri þing- menn en höfuðborgarsvæðið eða stærstu kaupstaðirnir. Ég veit, að ýmsir láta sér detta í hug einhvers konar bræðing í þessu máli, eitthvert innflutt liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiMiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiillHiiiiiiiJ | Endurskoðun stjórnarskrárinnar má ekki verða vett- i I vangur fyrir reikningslist og valdaspil klókra manna. i i Hún þarf að mótast af stjórnvizku og umhyggju fyrir í I sjálfstæði fslands á komandi tímum. i immmmmmmmMmmmmmmmmiM m iimi mMMMMMM immm m miimm m mmmmmmmMMiimiimi' dæmi eftir lögum, en séu óháðir framkvæmdavaldi. Forsetinn er kjörinn af þjóðinni, eins og Al- þingi, en hann fer ekki nema að mjög litlu leyti með fram- kvæmdavaldið. Alþingi, eða meirihluti þess, ræður fram'- kvæmdastjórn ríkisins. Þessi framkvæmdastjórn hefur svo í reynd mjög mikil áhrif á lög- gjafarstarfið. Rökréttara væri og að líkindum affarasælla, að forsetinn færi raunverulega með framkvæmdavald samkv. þeim lögum, sem Alþingi setur og stjórnarskránni. Að þessu efni lúta 1. og 3. tölul. tillögunn ar, að um það skuli fjallað í nefndinni. Ég kem þá að því næst, sem mest mun vera rætt í þessu stjórnarskrármáli, og það er kjördæmaskipunin og kosning Alþingis, en um þetta fjallar 7. tölul. tillögunnar. Stjórnmála- flokkar eiga rétt á sér eins og önnur félög, en það orkar tví- mælis, svo að ekki sé meira sagt, að gera stjórnmálaflokk- um eins hátt undii- höfði og nú er gert og mun verða gert í vax andi mæli, ef ekki er í taumana tekið, og stuðla beinlínis að því, að þjóðin skiptist í sem flesta „patent" frá Norðurlöndum eða kannske Þýzkalandi, og má vera, að sú verði niðurstaðan. En núverandi þingflokkai' ættu ekki að láta misjafnlega traust- ar áætlanir um flokksstjórn eða flokkshagnað ráða gerðum sín- um í þessu máli. Þeir ættu að gera sér grein fyrir því, að nú- verandi fyrirkomulag getur orð ið þeim dýrkeypt og er kannske að verða þeim það, sumum. En þjóðin ætti að hugleiða, að rót- tæk breyting í rétta átt á þessu sviði er líkleg til að ýta fram á stjórnmálasviðið ýmsum mikil hæfum mönnum, sem ekki kæmu við sögu að öðrum kosti fyrst um sinn. í 8. tölul. tillögunnar er fjall- að um skyldur og réttindi þing- flokka. Slík ákvæði hafa áður verið sett um sum félög sem mikið láta að sér kveða. í gild- andi stjórnarskrá eru þingflokk um veitt mikilsverð réttindi og eðlilegt er, að réttindi og skyld- ur fylgist að. Að öðru leyti ætla ég ekki að endurtaka það, sem ég hef áður sagt um þetta atriði. í 5. tölul. er fjallað um þjóðar atkvæði. Það er trúlegt, að beita mætti þjóðaratkvæðagreiðslu meha en nú er gert og veita henni meira gildi. JEp„.auðvitað má ekki skapa skilyrði til þess að setja af stað svo margar þjóð aratkvæðagreiðslúr, að þær geri löggjafarþingið óvirkt. í 9. tölul. er fjallað um skipt- ingu landsins í ný.stór umdæmi eða landshluta með sjálfsstjórn í'sériríálúm í líkingu við fjórð- ungá fprnu. eða ömtin á 19. öld. Hinir orðhögu menn, sem stóðu fyrir tillögugérð Norðlendinga og Austfirðinga um þetta efni fyrir 20 árum, ’vildu nefna þessi landshlutaumdæmi fylki, sem er fornt orð og gott. Það var líka skoðun forystumanna máls ins, og undir hana vil ég taka, að þett-a fyrirkomulag, þ. e. a. s. skiptirig laridsins í fylki eða landshluta, mundi verða áhrifa- meira en önnur úrræði til að efla skapándi mátt innan lands- hlutanna og jafnræði milli þeirf’a -sem og heppilega þi'óun landsbyggðar og að stjórnarmið stöðvar, sem: þár kæmu upp, ■myndu : laðá , til sín menntaða hæfileikam’enn, sem ella hverfa til höfúðborgarsvæðisins úr átt- Jiögum:-rínuftt,.-af því að þá vant ar verkefni, en sú blóðtaka er mikil fyrir hlutaðeigandi lands- hluta. í þessu sambandi léyfi ég mér að minna á 19. tölúl. til- lögunnar, þar sem fjallað er um hugsanlega st j órnarskr áry f ir- lýsingu um skyldur þjóðarinnar við landið og um nauðsyn lands byggðar og verndun á eignar- rétti íslendinga á náttúruauðæf um og föstum verðmætum. Yrði þar m. a. um það að ræða, sem kallað er náttúruvernd. Um önnur athugunarefni, sem nefnd eru í tillögunni, skal ég vera fáorður, en vísa til greinar gerðar, sem prentuð er með fi'umvarpinu og framsöguræðu, sem ég flutti um þetta mál á síðasta þingi. Lagt er til, að fjall að verði um samninga við aðr- ar þjóðir, urn kjörgengi, um bráðabirgðalög, um kaúp og sölu ríkiseigna, um óeðlilega vei'ðhækkuri lands, um skipt- ingu Alþingis í deildir, uiri þing setningartíma, um rétt og skyldu til vinnu, um jöfnun að- stöðu til almennrar menntunar, um varnarskyldu, Um líækkun ríkisútgjalda, um mannréttindi og um stjórnlagaþing. Um sum þessara atriða er ég sjálfur í vafa, hvað ég mundi þar vilja leggja til mála eins og sakir standa nú, en öll eru þau þann- ig vaxin éða þannig tilkomin, að um þaú ber að fjalla við endurskoðun. Hin gífurlega verðhækkun lands og lóða og fasteigna sums stáðar I landinu virðist í þann veginn að verða þjóðarmein hér éins og víðar. Mikið er um það rætt, að sum trúnaðarstörf utan þings séu ekki vel samrýmanleg þing- mennsku eða stjórnmálaþátt- töku, og rétt er að gefa því gaum a. m. k„ hvort setja eigi búsetuskilyrði fyrir kjörgengi í einstökum kjördæmum. Rökin fyrir þvi, að sérstaklega kjörið stjórnlagaþing fjalli um stjórnar skrána eru þau, eins og kunn- ugt er, að til slíks þings muni menn. valdir með tilliti til-stjórn arskj'ármálsins eins, og kæmi þá betur fram en verið Kefur þjóð- arVilji í því máli. Fyrir éínstaklingana f land- inú, hvern og einn, er það oft erfitt, en þó jafriframt friikils- vert áð lærú áð stjóma sjálfum sér. Miklu vandasamari er þó sjálfstjói'ri þjóðar, þar sem árekstraréfnin eru mörg milli einstáklinga og þjóðfélagsafla og hin frumstæðá ög þó mann- lega baráttugleði nær, oftar en hollt er fyrir samfélagið, tökum á hugúm manna. Ef hin fá- menna og lítilsmegandi islenzka þjóð gæti lært þá list að stjórna sér sjálf betur en aðrar þjóðir, yrði sannarlega eftir því tekið, og þá yrðu íslendingar ekki lengur áhrifalítil þjóð, heldur stórveldi á sinn hátt, og væri þá vel, ef endurskoðun stjórnar skrárinnar yrði áfangi á leið- inni að því marki, en fleij-a mun þó þurfa til að koma. Ég mun nú senn ljúka þess- ari framsögu, en ég hef orðið þess vai' hjá ýmsum, að þegar þeir ræða urn endurskoðun eða breytingu á stjórnarskránni, þá eiga þeir fyrst og frernst við kjördæmaskipunina eða jafnvel hana eina. Ég lít öðruvísi á það mál. Kjördæmaskipunin er vissulega eitt af meginatriðum stjórnarskrárinnar, en að mín- um dómi er það ekki æskilegt að afgreiða hana eina út af fyrir sig, jafnvel þó að það kynni að reynast óhjákvæmilegt. Kjör- dæmaskipuniria á að athuga í samhengi við ýmislegt annað í stjórnarskránni, t. d. aðgrein- ingu valdsins og stöðu lands- hlutanna innan ríkisheildarinn- ar. Þessi tillaga mín á þingskjali 41 fjallar ekki um kjöi'dæma- málið sérstaklega, heldur um endurskoðun stjórnarskrárinn- ar í heild, þá endurskoðun, sem þjóðin óskaði eftir og heitið var af ráðamönnum við stofnun lýð veldisins. Sú endurskoðun á ekki að verða vettvangur fyrir reikningslist eða valdaspil klókra manna, heldur þarf hún að mótast af stjórnvizku og um- hyggju fyrir sjálfstæði íslands á komandi tímum. □ Síefán Vihnundarson MINNINGARORÐ STEFÁN Vilmundarson verzl- unarmaður, Reynivöllum 4, lézt á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri hinn 19. nóvember, og var útför hans gerð frá Akur- eyrarkirkju síðastliðinn laugar- dag að viðstöddu miklu fjöl- menni. Ekki er ætlunin með þessum fáu orðum að rekja æviferil hans, heldur einungis að minn- ast þess, að með honum er geng Inn mætur maður og vamm- laus. Leiðir okkar Stefáns Vil- mundarsonar lágu saman hér á Akureyri vegna frændsemi- tengsla við konu hans, Ingi- björgu Eiríksdóttur. Þau voru einstaklega sam- hent um smátt og stórt. Á heim ili þeirra ríkti höfðingsbragur og góðvilji í garð samferða- fólksins. Þar var öruggt athvarf og annað heimili á námsárunum í Menntaskólanum á Akureyri, og er gott að minnast þess. Þau voru ævinlega boðin og búin að láta verkin tala, ef vin- um þeirra var einhvers vant. Hreinn Sigfússon KVEÐJGORÐ Ingibjörg lézt árið 1959, og tók Stefán þeim missi með æðru leysi, þótt engum dyldist, að þar hafði þann skugga borið á, að hann varð ekki samur eftir. Síðustu árin átti hann stöðugt við vanheilsu að stríða og sýndi einnig í þeirri raun aðdáanlegt þrek. Stefán átti í ríkum mæli hæfi leikann til vináttu, enda vin- fastur og vinsæll. Þeir eru áreiðanlega margir, sem nú að leiðarlokum mega muna marg- an vinargreiðann frá hans hendi, glatt og gott viðmót og einstakt örlæti í öllum sam- skiptum. Heimili þeirra Stefáns og Ingi bjargar stóð áfram, þótt hennar missti við. Hann bjó í skjóli sonar síns og tengdadóttur, Eiríks og Hólmfríðar, og kunni vel að meta það svo sem vert var. Þegar Stefán Vilmundarson er allur, er skylt að tjá einlæga þökk fyrir margar góðar stund- ir og tryggja vináttu, sem við urðum aðnjótandi um langt árabil. Eftirlifandi sonum, tengda- dætrurn og barnabörnum vott- um við innilega samúð. Soffía, Jón Hafsteinn. SUNNUDAGINN 22. nóv. sl. andaðist í Landsspítalanum í Reykjavík, Hreinn Sigfússon á Syðra-Laugalandi. Hann var sonum hjónanna Sigurlínu Sigmundsdóttur og Sigfúsar Hallgrímssonar, er lengi bjuggu á Ytra-Hóli, eitt af sex börnum þeirra hjóna, að- eins fertugur að aldri. Mér verður lengi minnis- stæður sunnudagur í Kaupangs kirkju fyrii' fjörutíu árum, en þessi litli snáði var vatni ausinn og gefið nafnið Hreinn. Þetta var fallegur drengur, var gaman að koma á heimili foreldra hans og sjá, bæði hann og hin börnin vaxa úr grasi og verða fullorðið fólk. Alltaf var gaman að tala við Hrein, bæði sem barn, ungling og fullorðinn mann. Hann var bjartur yfirlitum, svipurinn hreinn og heiður, hafði rólegt jdirbragð, kurteis og hæverskur .í framkomu. Hann tók snemma til við vinnu, fyrst í foreldrahúsum, síðar hjá öðrum og þótti ætíð góður liðsmaður að hverju, sem hann gekk. Seinustu árin ók hann mjólk- urflutningabifreið úr sveit sinni, sami dugnaðurinn, sama trúmennskan, hverju sem að var gengið. Á síðastliðnu vori keypti hann hluta af jörðinni Hóli á Staðarbyggð, hóf að reisa þar íbúðarhús. Það skyldi verða framtíðarheimilið. Þangað auðn aðist honum ekki að flytja, þvi miður, ævin var alltof stutt. Er ég kveð þig, nú að leiðai • lokum, kæri frændi og vinur, er mér efst í huga þakklæti, þakklæti fyrir að hafa átt slík- an samferðamann, sem þig. Þaij er mannbætandi. Eiginkonu þinni, börnum sv>:: og öldruðum föður, sendi ég mínar innilegustu samúða . • kveðjur. S. B. Fyrsti bændaklúbbsfundurinn FYRSTI fundur Bændaklúbbs Eyfirðinga á þessum vetri var haldinn að Hótel KEA mánu- dagskvöldið 16. nóv. H. Fjösne dýralæknir flutti ítarlegt erindi, er fjallaði að mestu um ormaveiki í sauðfé. Sýndi hann jafnframt skugga- myndir, er skýrðu mjög vel hve furðulega ör fjölgun orma verð- ur þar sem skilyrði til smitunar eru fyrir hendi. Hann taldi smit hættu mesta í saur fjárins, á - EKKI STAÐIÐ VIÐ FYRIRHEITIN (Framhald af blaðsíðu 1). tryggingasjóðs að fjármagna slíkar áætlanir, og trúlegt að fjármagn, sem til slíkrar at- vinnuuppbyggingar færi, myndi á fáum árum skila sér til sjóðs- ins aftur vegna minnkaðra at- vinnuleysisbóta.“ að „engin rök standi til þess að lækka nú kaup láglaunafólks, þar sem allar efnalegar aðstæð- ur eru nú hagstæðari en oftast áður og þjóðarbúið býr við hátt og síhækkandi verðlag útflutn- ings og góða afkomu á flesta grein.“ beitilandi og í heyi af land;, þar sem sýkt fé hefði gengið. Þr.ifn- aður og góð hirðing í husum væri mikil vörn gegn ormaveik . og beitarskipti, þannig aö fó væri ekkj mörg ár samfleytt á sama beitilandi. Smitun kvae hann ekki berast beint frá kind til kindar. Hann ráðlagði bæna- um að gefa sauðfé, einkum lömbum, ormalyf reglulega eftir ráðurn dýralækna. Ágúst Þoi * leifsson dýralæknir snéri a ís ■ lenzku meginhluta þess, e:.' erindið fjallaði um. Að erindinu loknu sýndi dýralæknirinn kvri: mynd, sem gerði þessu sama efni mjög greinileg skil. Eftii' kaffihlé tóku margir til máls ög beindu spurningum til frnm- mælanda, sem hann veitti svo: við með aðstoð og túlkun dyra = læknanna hér. YFIRLYSING ÉG LÝSI hér með yfir, að bak- síðugrein sú, er birtist í Þjóð- viljanum laugai'daginn 28. nóv. 1970 undir titlinum: „Nægði ekki til að koma henni á kné,“ er grófleg rangtúlkun á mála- vöxtum. í fyrsta lagi var ekki borin upp tillaga á skólafundi þess efnis að víkja bæri stjórn Þjóð- máladeildar Hugins skólafélags M. A. Hins vegar var borin upp tillaga, er fól í sér að víkja bæri þrem af stjórnarfulltrúum deild arinnar. í öðru lagi var umrædd til- laga aldrei borin undir dóm skólafundarins, heldur vísað frá með dagskrártillögu. Dag- skrártillaga sem slík segir því ekkert um dóm skólafundarins á umræddu máli. MERGURINNN MÁLSINS ER ÞVÍ EINFALDLEGA SÁ, AÐ TILLAGAN ER GEYMD, EN EKKI GLEYMD. Benedikt Ó. Sveinsson. Mótmæla röskun gildandi samninga. í ályktun fundarins urn kjara mál er því lýst yfir, að með sam þykkt laga um „ráðstafanir til stöðugs verðlags og atvinnu- öryggis" sé „grundvelli kjara- samninganna frá 19. júní sl. kippt brott og frjálsum samn- ingsrétti stefnt í hættu.“ Er skorað á stjórn Alþýðusam- bands íslands „að gaumgæfa vandlega þetta mál og beita sér fyrir sem víðtækustum sam- eiginlegum aðgerðum til að haldið verði uppi samnings- bundnum launakjörum.“ í ályktuninni er bent á, að með lögunum „sé samningsrétti verkalýðshreyfingarinnar stefnt í bráða hættu og þar með allri aðstöðu hennar til sóknar og varnar í hagsmunabaráttu launastéttanna og beri hreyf- ingunni í heild því að snúast af fullri festu gegn þeim samn- ingsrofum.“ Þá er sérstaklega tekið fram Og Iðja mótmælir. Almennur félagsfundur, hald inn í Iðju, félagi verksmiðju- fólks, fimmtudaginn 19. nóv. 1970, mótmælir harðlega þeirri röskun á gildandi kjarasamn- ingi, sem gerð var með setningu laga „Um ráðstafanir til stöðugs verðlags og atvinnuöryggis.“ Telur fundminn að með lög- gjöf þessari hafi löggjafarvaldið breytt grundvelli kaupgjalds- vísitölunnar, verkafólki í óhag og þar með gildandi kjarasamn ingi. Telur fundurinn, að verka lýðshgeyfingin hljóti að krefj- ast nýrra samninga um kaup og kjör. Einnig vill fundurinn alvar- lega vara við slikum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins, því þær hljóta að leiða til vaxandi tor- tryggni á gildi gerðra sanminga og öryggisleysis á vinnumark- aðnum. Framanrituð tillaga var sam- þykkt með samhljóða atkvæð- um. □ - Afengi og íþröttír (Framhald af blaðsíðu 8). „Fundurinn fagnar aukinnf fræðslu lækna um skaðsem: tóbaks og skorar á almenmng að hafa mjög opin augu og eyr; fyrir fræðslu um þennan skaö- vald.“ „Fundurinn skorar á háttvirc Alþingi að samþykkja fram < komið frumvarp Jóns Annanni) •Héðinssonar um bann við tóbaksreykingum.“ „Fundurinn fagnar samtÓK- um ungs fólks gegn neyzlu eitur lyfja — og hvetur til auku.nar samstöðu gegn hvers konar min notkun eitur- og fíknilyíja." Hlöðver Hlöðversson og Sig • urjón Jóhannesson gáfu ekk. kost á sér til endurkjörs i stjórp félagsins. í þeirra stað voru kosnir: Indriði Ketilsson, Ytra- Fjalli og Kristján Ásgeirssoi:, Húsavík. Aðrir í stjórninni eru; Hróar Björnsson, Reykjadal, Jón Illugason, Mývatnssveit ot; Stefán Oskarsson, Reykjahverti,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.