Dagur - 16.12.1970, Page 1

Dagur - 16.12.1970, Page 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarslræti 104 Akureyri Sfmi 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Vindlingasalan jókst í LJÓS er komið, að vindlinga- salan hjá Áfengis- og tóbaks- sölunni hefur aukizt verulega á þessu ári, þrátt fyrir viðvörun- aráletranir á sígarettupökkun- um. En viðvaranirnar eru á botni pakkanna og því ekki lesn ar og gagnslausar. Söluaukning in er 1.5 millj. pakkar fyrstu 11 mánuði þessa árs. Jón Kjartansson hefur lagt til á Alþingi, að 2 prómill af brúttó-heildsölu skuli varið til að greiða viðvörunarauglýsing- ar í fjölmiðlum. Þessi tillaga, sem borin er fram í lagafrum- varpsformi, er mjög skvnsam- leg. Máttur auglýsinganna er mikill, ekki síður en bein fræðsla. □ Hiutu 1250 þús. kr. s DÓMUR í máli ákasruvaldsins gegn þremur fyrrverandi starfs mönnum Sementsverksmiðju ríkisins fyrir brot í opinberu starfi og á skattalögum var kveðinn upp í sakadómi Reykja Minkurinn a5 koma UM næstu helgi fær minkabúið í Grenivík 1300 dýr, bæði karl- og kvendýr. En húsakynni þessa loðdýragarðs, Loðdýrs hf., hafa í sumar verið í smíðum og hluti þeirra er fullgerður, fyrir þessa fyrstu sendingu er- lendra loðdýra. Framkvæmda- stjóri er Jónas Halldórsson, Sveinbjarnargerði. □ víkur á föstudag. Fólkið var samtals dæmt í 1250 þúsund króna sekt, í þriggja mánaða varðhald og í tveggja mánaða skilorðsbundið varðhald. — Ákærðu voru og dæmd til að greiða sakarkostnað. Jón E. Vestdal, fyrrv. for- stjóri Sementsverksmiðjunnar, var dæmdur í 3ja mánaða varð- hald og 700 þúsund króna sekt, Anna Pétursdóttir, fyrrv. aðal- bókari, hlaut 2ja mánaða varð- hald, skilorðsbundið og 250 þús und króna sekt og Sigurður Gunnar Sigurðsson, fyrrv. skrif stofustjóri, hlaut 2ja mánaða skilorðsbundið varðhald og 300 þúsund króna sekt. Þá var eigin maður Önnu, Ólafur Gunnar Jónsson, dæmdur til að greiða 50 þús. króna sekt, þar sem þau hjónin töldu fram sameiginlega. — Jón E. Vestdal hefur óskað ófrýjunar á dóminum. □ Nokkur þingmál Framsóknarmannð Fjárlögin miklu" 1971 Ff ALÞINGI er nýbúið að sam- þykkja verðstöðvun, eins og kunnugt er. En þingið er nú að velta fyrir sér fjárlögum fyrir næsta ár, sem eru á fjórða milljarð hærri en gildandi fjár- lög fyrir árið, sem nú er brátt á enda. Hækkunin ein er litlu lægri upphæð' en öll fjárlaga- upphæðin 1965. Þá er ljóst, að í fjárlagafrumvarpið er ekki gert ráð fyrir niðurgreiðslur vöruverðs nema til 1. septem- ber á næsta ári, og ekki heldur til að greiða verðlagsuppbætur á laun eftir þann tíma. Tvívegis hafa núverandi stjórnarflokkar gripið til þess ráðs að stöðva verðlagshækk- anir í nokkra mánuði fyrir kosningar með niðurgreiðslum, sem kostað hafa skattborgarana hundruð milljóna króna. í þriðja skipti er þessi leið reynd nú til að sýnast fram yfir kosn- ingar. í kjölfar þessara aðgerða Akureyrartogararnir KALDBAKUR landaði 7. des- ember 111 tonnum og er hann á veiðum. SVALBAKUR landaði 9. des ember 141 tonni og er á veið- um. HARÐBAKUR landar hér á morgun, 17. desember. SLÉTTBAKUR landaði á mánudaginn 183 tonnum. Sennilegt er talið, að enginn Akureyrartogaranna verði í heimahöfn á þessum jólum. □ hefur komið verðbólguflóð með stórfelldum gengisbreytingum, svo sem eftirminnilegt er frá árunum 1960 og 1961 og 1967 og 1968. □ INGVAR Gíslason, Gísli Guð- mundsson og Stefán Valgeirs- son flytja á Alþingi tillögu til þingsályktunar, svohljóðandi: „Alþingi lýsir yfir þeim vilja sínum, að stefnt skuli að eðli- legri dreifingu skóla og hvers- konar mennta- og menningar- stofnana um landið og tillit tek ið til þeirrar stefnu í fram- kvæmd byggðaáætlana. Enn- fremur lýsir Alþingi yfir því, að sérstaklega skuli að því stefnt, að Akureyri verði efld sem skólabær og miðstöð mennta og vísinda utan höfuð- borgarinnar." Ingvar Gíslason er framsögumaður málsins. Jónas Jónsson, Gísli Guð- mundsson og Stefán Valgeirs- son fluttu á Alþingi í nóvem- ber tillögu til þingsályktunar um, að komið verði upp klak- og eldisstöð fyrir lax og silung og aðra nytjafiska í Norður- eða Suður-Þingeyjarsýslu, þar Uppeldissfyrkur vegna kals í túnum STEFÁN Valgeirsson, Vilhjálm ur Hjálmarsson og Ágúst Þor- valdsson flytja á Alþingi frum- varp þess efnis, að bændum, sem fækka ám eða kúm um meira en 10 hundraðshluta af bústofni sínum vegna fóður- skorts, sem orsakast hefur af kali eða grasbresti í túnum eða engjum, — og verði áburðar- skorti ekki um kennt, — skuli veittur uppeldisstyrkur til að fjölga búfé sínu að nýju, þegar árferði batnar til fóðuröflunar. Veita skuli í þessu skyni fé á fjárlögum, þegar ástæða þykir til, og Bjargráðasjóði íslands fal ið að annast styrkveitingar og framkvæmd laga þessara sam- kvæmt reglugerð, er ráðherra setur, að fengnum tillögum Bún aðarfélags fslands. Uppeldisstyrkur greiðist, þeg ar komið hefur verið upp bú- stofnsauka, sem svarar að ein- hverju eða öllu leyti til þeirrar búfjárfækkunar, sem átt hefur sér stað, sbr. 1. gr., þó ekki síð- ar en fimm árum eftir að búfé var fækkað. Skal uppeldisstyrk ur vegna þessa bústofnsauka nema hálfu lambsverði fyrir hverja á, eins og það er á þeim tíma, þegar uppeldisstyrkur er greiddur, og fimm lambsverð- um, reiknuðum á sama hátt, fyrir hverja kú. — Lög þessi taki til búfjárfækkunar á árun- um 1969—1974. Um þetta segja flutnings- menn frumvarpsins: „Margur bóndinn hefur á undanförnum árum orðið að horfast í augu við yfirvofandi fóðurskort á haustnóttum vegna kals í túnum eða grasbrests af völdum tíðarfarsins, og er sú staðreynd alkunn. Er þá — ef ekki er teflt á tvísýnu — um tvennt að ræða: minnkun bú- stofnsins eða fóðurkaup, en til þeirra hefur miklu fé verið var- ið og hey flutt milli landshluta með ærnum kostnaði og fyrir- höfn. í þessu frumvarpi er reynt að opna leið fyrir þá, sem það kjósa, til að fækka búfé um stundarsakir vegna fóðurskorts, en fjölga því síðan aftur, er bfet ur árar, og koma sér þannig hjá fóðurkaupum um efni fram eða vanfóðrun vegna hæpins ásetn- ings. Er gert ráð fyrir, að Bjarg ráðasjóði verði gert kleift að greiða uppeldisstyrk, er svo stendur á, samkvæmt nýrri reglu, sem kveðið er á um í frumvrapinu, en nánar yrði út- færð með reglugerð, sem sett yrði að fengnum tillögum Bún- aðarfélags íslands, og er óvíst, að sú aðferð yrði hinu opinbera dýrari en aðstoð sú, sem veitt hefur verið í ýmsu formi vegna heykaupa, en bændum gæti hún í ýmsum tilfellum reynzt hagkvæmari en önnur úrræði.“ Uppeldisstyrkir hafa áður verið greiddir í sambandi við sauðfj ársj úkdóma. Stefán Valgeirsson er fram- sögumaður þessa máls. □ sem skilyrði reynast hagkvæm- ust, en ríkisstjórnin hefur laga- heimild til að koma upp slíkri fiskiræktarstöð, þegar fé er veitt til þess á fjárlögum. Gísli Guðmundsson, Stefán Valgeirsson og Jónas Jónsson fluttu á Alþingi í sama mánuði frumvarp um breytingu á lög- um um eyðingu refa og minka. Er þar gert ráð fyrir að greiðsla til þeirra, sem starfa að refa- og minkaveiðum, hækki til sam ræmis við verðbreytingar, en um þessar greiðslur gilda nú sex ára gömul lagaákvæði, sem eru með öllu úrelt. Ennfremur er þarna gert ráð fyrir, að ríkis sjóður beri einn allan kostnað af minkaeyðingunni, en nú greiða sýslu- og sveitarsjóðir þriðjung þess kostnaðar. Jón Kjartansson flytur á Al- þingi tillögu til þingsályktunar um stækkun flugvallar á Siglu- firði og frumvarp til laga um flöskuverksmiðju, er t. d. yrði á Siglufirði eða Skagaströnd í húsakynnum síldarverksmiðja. Segir Jón, að á sl. ári hafi ís- lenzk fyrirtæki keypt frá út- löndum tómar flöskur fyrir 12 milljónir króna. (Framhald á blaðsíðu 2). Kvenfélagið Hlín 50 ara KVENFÉLAGIÐ HLÍN í Grýtu bakkahreppi minntist fyrir stuttu 50 ára afmælis. En það var fyrst stofnað sem hjúkr- unarfélag og hefur látið margt gott af sér leiða. Afmæhsfagnaðurinn var hald inn í samkomuhúsinu í Greni- vík, og var hann mikill og góð- ur. Margar ræður voru fluttar, m. a. af formanni félagsins, Arn björgu Ar*dóttur á Grýtu- bakka, en Arnbjörg í Réttar- holti rakti sögu félagsins, Sig- rún í Höfða flutti ávarp og full- trúar Kvenfélagasambands S.- Þing. fluttu kveðjur. Séra Bolli Gústafsson las upp úr nýjum bókum og Jón Jóhannesson á Skarði flutti ræðu. Baldur Jóns son á Grýtubakka stjórnaði söng. Ríkulegar veitingar voru á borð bomar og að lokum var etiginn dans. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.