Dagur - 16.12.1970, Blaðsíða 8
0
Þessi mynd er1 af Jónasi Kristjánssyni til vinstri og Einari Ólafi Sveinssyni er þeir skoða nýútkomna
Kfandritabók eftir þann fyrrnefnda. En bókarinnar er getið á öðrum staið í blaðinu í dag.
Handritin og fomsögurnar
eftir Jónas Kristjánsson - Bókaforlagið Saga
; j'ETTA er gullfalleg bók, enda
:njkiS til hennar vandað, bæði
um efni og alla útgerð. Hún er
tæpar 100 bls. í stóru broti. í
Lienni eru rúmlega 70 myndir,
og' þar af h. u. b. helmingur lit-
: nyndir, margar heilsíðumyndir
og allmargar heilar myndopnur,
illar af íslenzkum handritum,
Lvsmgum þeirra og mynd-
; .krauti.
Allt prentverk á þessari bók
vn'ðist unnið af sannri íþrótt og
flOFU STARF MF.Ð
fEIÐIFERÐ
AIONSKLÚBBURINN Þengill
Grenivík, stofnaður 6. desem-
ber á síðasta ári, hefur ýmis-
.egt gott látið af sér leiða. Hóf
Ldúbbur þessi starf með því að
::jska á handfæri, en gáfu síðan
mrefnistæki, sem er í vörzlu
néraðslæknis. Þá vörðuðu
klúbbfélagar leiðina um Leir-
aalsheiði með stöngum, sem á
voru endurskinsmerki. Þá bauð
klúbburinn öldruðu fólk'i í
.kemmtiferð og lagði fram
'iokkurt fé til að styrkja heim-
-li, er þess þurfti vegna slysa
>g sjúkdóma. Yfir stendur nám
.skeið í „hjálp í viðlögum.“ □
GATAN
KOMIN er út hjá Skuggsjá bók
in „Gátan ráðin“, eftir Sigurð
Hreiðar kennara á Bifröst í
Borgarfirði. Þessi bók fjallar
um réttarvísindi í frásögn rit-
íærs höfundar. Hann rekur
áhrifamikil sakamál og hvernig
vísindin oft hjálpa til að upp-
lýsa þau. „Enginn skáldskapur
jafnast á við raunveruleikann
og þau örlög, sem lífið býr
mönnum. Þetta sannast vel í
þessari óvenjulegu og spenn-
andi bók. Hér eru rakin nokkur
fræg dómsmál, sakamál, sem öll
vöktu á sínum tíma mikla at-
hygli, sum hver heimsathygli,
og öll eiga það sameiginlegt að
hafa verið leyst á vísindalegan
hátt. Öll höfðu þessi mál mikil
áhrif á þróun réttarvísinda,
ekki aðeins erlendis, því áhrifa
af lausn þeirra gætir í störfum
rannsóknarlögreglumanna okk-
ar, einkum þó á sviði fingra-
farafræðinnar,“ segir á kápu
bókarinnar.
í inngangi að bókinni segir
frábærri smekkvísi, auk þess
sem myndlist sú, sem hér er
sýnd, er einstæð fyrir sjónum
nútímamanna og fyrir margra
hluta sakir kostuleg. — Margar
myndirnar sameina á skemmti-
legan hátt barnslega einfeldni
og kunnáttuleysi annars vegar
við frumlegt listarskyn og
óstýriláta tjáningarnautn, ef
svo mætti að orði komast, og
oft er kitlandi skopskyn í bland,
sem gerir þessar myndir alveg
ómótstæðilegar. — Innan um
ei-u svo myndir af fagurletruð-
um blaðsíðum ýmissa handrita
með virðulegum og regluföstum
menningarsvip, og einnig öðr-
um, sem minna er í borið, svona
eins og gengur, svo að okkur
finnst jafnvel, að við öðlast
nokkurn keim af svipmóti
mannlífs á Sagnritunaröld með
því einu að fletta bókinni og
skoða myndirnar.
Lesmálskaflar bókarinnar
bera nöfn sem hér segir: Nýtt
land, yfirlit um sögu Víkinga-
aldarinnar, siglingar, hernað,
landnám og landakönnun nor-
rænna manna; Goð og garpar,
greinargerð um átrúnað og lífs-
skoðun heiðninnar, eins og hún
birtist í bókmenntunum, eink-
um þó Eddunum; Fjöður og bók
RAÐIN
höfundur, Sigurður Hreiðar, m.
a.: ..Ég hef tekið þessa bók sam
an vegna þess, að ég hef sjálfur
áhuga á því efni, sem hún flyt-
ur, og þykist hafa sannprófað á
kunningjum mínum, að ég sé
ekki einn með því marki
brenndur. Einkum þykir mér
saga og eðli réttarvísinda stór-
fengleg, og sönn afbrotamál eru
í mínum augum miklu merki-
legri afþreyingarlesning en til-
búnir reyfarar. Ég hef í þessari
bók reynt að sameina hvort
tveggja og segja undan og ofan
af sögu og þróun nokkurra
greina réttarvísinda, með nokkr
um athyglisverðum afbrotamál
um.“
Um þessa bók má segja, að
hún er bæði spennandi og flyt-
ur ennfremur verulegan fróð-
leik. Hún er vel rituð og sér-
stæð nokkuð í meðferð efnis.
„Gátan ráðin“ er 180 blað-
síður að stærð, prentuð í Prent
verki Akraness h.f. Bókarkápu
gerði Atli Már. □
fell, um bókagerð fornaldar;
Bjargvættir norrænnar sögu,
yfirlit um sagnfræði fornaldar
og höfuðsmiði hennar, Ara og
Snorra; Hetjuöld íslands, um
þróunarsögu skáldlistarinnar í
íslendingasögum; Fjöld fræða,
um fræði og bóklistir, sem iðk-
aðar voru til gagns og skemmt-
unai' samtímis hinni klassisku
sagnritun á Sagnritunaröld og
síðar, — og að lokum Lifandi
bókmenntir í þúsund ár, um
þátt fornbókmenntanna í ís-
lenzku þjóðlífi, allt til þess ei'
þær vekja frelsisbaráttu íslend
inga, sem leiddi til. sjálfstæðis
þjóðarinnar á 20. öld.
Ég held, að það megi teljast
frábært, hversu hér hefur tek-
izt að setja yfirgripsmikinn fróð
leik fram í stuttu og ljósu máli.
Kemur þar hvorttveggja til, að
höfundurinn hefur ítarlega
þekkingu á efninu og skýra yfir
sýn og er gæddur óvenjulegum
hæfileika til að setja það fram
á lífmiklu, tæru og auðugu
máli, svo að nautn er þeim, sem
les. — Hér er að sjálfsögðu ekki
um að ræða vísindarit, — en
þess má geta, að höf. hefur ein-
mitt nýlokið við að semja slíkt
rit um merkilegt efni af þessum
vettvangi og hefur lagt það
fram sem doktorsrit við Há-
skóla íslands, og mun það koma
út í bókarformi innan skemms.
— Þetta er hins vegar alþýðlegt
fræðirit, og þótt það sé að
nokkru leyti samið með erlenda
lesendur í huga, er það áreiðan
lega mjög vel til þess fallið að
vekja áhuga almennra íslenzkra
lesenda á gildi hins foma bók-
menntaarfs í menningu þjóðar-
innar og greiða þeim aðgang að
þeim fræðum, sem að þessum
menningararfi lúta. — Rann-
sóknir og vísindastörf á þessum
vettvangi eru vissulega sjálf-
sagðasta verkefni íslenzkra hug
vísindamanna, og heill sé þeim,
sem þar leggja hönd á þann
plóg, en að minni hyggju hvílir
sú skylda einnig á vísindamönn
um á þessu sviði að leitast við
að gera slík fræði alþjóðareign,
svo sem ffamast er unnt. Ég
held, að það sé líka fræðunum
fyrir beztu.' Þau verða þá aldrei
að þurri og geldri sérfræði,
heldur fá af því lífsmátt og
ferskleik, alveg með sama
hætti og íslenzk fræði og bók-
listir „tóku kviknun“ í önd-
verðu við samstilling lærdóms-
mennta við gróandi þjóðlíf í
landinu.
Ámi Kristjánsson.
SMÁTT & STÓRT
ENDURSKINSMERKIN
Notkun endurskinsmerkja eða
borða hefur mjög færzt í vöxt
erlendis á undanfömum árum,
og bjarga árlega þúsundmn
mannslífa. Hins vægar er þörfin
fyrir notkun endurskius hvergi
brýnni en hér á landi yfir vetr-
armánuðina, með hinu- langa og
dinmia skanundegi, slænu-i færð
og skyggni.
SJÁST Á LÖNGU FÆRI
Ef bifreið er ekið með lágan
ljósgeisla í myrkri, sést veg-
farandi ekki fyrr en í 25 m.
fjarlægð. — Ef gangandi veg-
farandi ber endurskinsmerki
sést hann í 125 m. fjarlægð.
ÞOLA ÞVOTT
Endurskinsmerkin, sem nú eru
seld, eru svokölluð straumerki,
og eru seld í tvenns konar
pakkningum, annars vegar fjöl
skyldupakki, sem kostar 65 kr.
og hins vegar minni pakki meði
þremur merkjum, sem kostar
15 kr. Halda merkin eiginleika
sínum, þótt flíkin sé þvegin eða
hreinsuð. Einnig er hægt að
festa merkin á skólatöskur.
UMSVIF HJÁ SÍS
f nýútkomnu hefti Samvinnun-
ar segir Baldur Oskarsson í
greininni, „Að sýna árangur í
verki“: Síðastliðið ár voru mik-
il umsvif í Sambandsverksmiðj
unuin á Akureyri. Skóverk-
smiðjan Iðunn var endurreist
og keyptar nýjar vélar í Gefj-
uni og Heklu. Þær vélar munu
auka faköst verksmiðjanna til
muna. Nú í ár var lokið við
nýja loðsútunarverksmiðju, sem
er einhver hin fullkomnasta
sinnar tegundar. Hún á í fyrsta
áfanga að geta loðsútað um 300
þús. gærur.
88 MILLJ. f VINNULAUN
Heildarútflutningur Iðnaðar-
deildar Sambandsins á ullar-
vörum og loðsútuðum gæruni
nam 118.8 millj. kr. árið 1969 og
mun stóraukast á þessu ári.
Sömu sögu er að segja um veltu
verksmiðjanna og verzlana Iðn
deildar. Heildarsala þeirra var
á sl. ári alls 472 miilj. króna og
verksmiðjumar greiddu 88
milljónir króna í vinnulaun á
árinu.
VAXANDI ÁTNNUAFL
Talið er, að á' næstu 15 árum
bætist 26.500 manns við vinn-
andi mannafla hér á landi, sé
reiknað með saína atvinnuhlut-
falli kvenna og nú er. Kvénna-
vinna á vinnumarkaðinúm er
nú 36%, á aldrinum 15—69 árat,
Ef það hlutfall hækkaði í 5Ó%,
sem talið er eðlilegt, yrði hið
aukna vinnuafl á mgfkaðiniun
ENÐURSKINSMERKI
TIL SÖLU HÉR
UMFERÐARRÁÐ, hefur í sam-
vinnu við lögreglu og umferðar
yfirvöld: á Akureyri, dreift end-
urskinsmerkjum til sölu í mat-
vöruútibúum KEA á Akureyri.
Umferðarráð hefur að undan-
förnu skipulagt sölu á endur-
skinsmerkjum og hafa um 13
þús. merki selzt. □
Innlendar fæðutegundir
NYLEGA birtist í timaritinu
Frey útvarpserindi, sem Baldur
Johnsen yfirlæknir, forstöðu-
maður heilbrigðiseftirlits ríkis-
ins, flutti í útvarp sl. vetur.
Erindi þetta nefnir Baldur
„Hollt er heima hvað“, og fjall-
ar það eins og sagt er í upphafi
erindisins aðallega „um holl-
ustu og næringargildi inn-
lendra fæðutegunda, einkum og
sér í lagi mjólkurafurða".
Erindi þetta hefur nú verið
gefið út sérprentað ásamt tveim
þýddum smágreinum um fitu-
neyzlu. Verður bæklingi þess-
um útbýtt ókeypis í mjólkur-
búðum og víðar, og er ástæða
til að hvetja almenning til að
kynna sér efni hans. ekki sízt
með tilliti til þeirra vafasömu
fullyrðinga, sem nýlega hafa
birzt í blöðum um neyzlu mjólk
ur og mjólkurvara, sem bækl-
ingurinn fjallar einmitt um.
(Fréttatilkynning)
Heklubókin nýja
EFTIR DR. SIGURÐ ÞÓRARINSSON
ALMENNA bókafélagið sendir
frá sér þessa dagana nýja bók
um Heklu, sem dr. Sigurður
Þórarinsson hefur tekið saman.
Þetta verk er vandað að öllum
búningi, en þó umfram allt
markvert og skemmtilega skrif
að fræðirit um stórbrotið efni,
sem er samofið allri sögu
íslenzku þjóðarinnar.
Dr. Sigurður víkur fyrst að
sögum og sögnum um Heklu, en
lýsir svo jarðfræði hennar og
gossögu eftir þeim heimildum,
sem ýmist eru til í rituðu máli
eða hún hefur sjálf látið eftir
sig í aðgreinilegum jarðlögum.
Tekur þá við annáll allra þeirra
gosa, sem átt hafa sér stað frá
upphafi landnáms, en þ«M telur
höfundurinn fimmtán talsins.
En ýtarlegust er greint frá hin-
um síðustu Heklugosum, 1947
og 1970, og er sú frásögn í raun
meginefni bókarinnar.
í bókinni eru ekki færri en
54 heilsíðuljósmyndir, auk
fimmtán mynda í sjálfum text-
anum. Eru fjölmargar mynd-
anna í litum og sumar undra-
fagrar, en aðrar eru m. a. til
átakanlegs vitnis um afleiðing-
ar síðasta Heklugoss í eyddum
gróðri og dauðum búpeningi.
Heklubókin er 114 bls. tví-
dálka. Grafik h.f. litgreindi
myndirnar, Prentþjónustan SLf.
gerði myndamót, en Oddi h.f.
sá um prentun bókarinnar og
Sveinabókbandiö batt hana. □