Dagur - 23.12.1970, Blaðsíða 1

Dagur - 23.12.1970, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÓSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING B!óm að springa úf í Hrísey Hrísey 22. des. Aftur er komin hláka og alveg snjólaust. Við teljum þetta gott desember- veður, og til marks um það er, að blóm voru fyrir skömmu farin að springa út í görðum. Gæftir eru litlar og sjósókn liggur niðri um tíma. Hins veg- ar eru menn farnir að hugsa til hrognkelsaveiða og þorskveiða í net og undirbúa þæi' veiðar, en aðrir eru í byggingavinnu. Enn er sá siður ekki útdauð- ur, að fara kaupstaðarferð fyrir jólin. En margir leggja þá leið sína til Akureyrar, bóndi sér og húsfreyja sér, og eru þá kannski að huga að jólagjöfum, sem ekki er haft hátt um fyrr en á aðfangadag. Unga fólkið er að koma heim úr skólum þessa dagana og það ber með sér gleðina inn á mörg heimilin. S. F. Jófafónleikar LúÓrasveifarinnar Ný sjúkrabifreið keypl fil Akureyrar AÐALFUNDUR Lúðrasveitar Akureyrar var haldinn þriðju- daginn 3. nóvember sl. í skýrslu stjórnar er formaður flutti, kom fram meðal annars, að æfingar á starfsárinu voru 72 talsins og 15 sinnum lék Lúðra- sveitin við ýmiss tækifæri í sam bandi við útihátíðahöld í bæn- um, einnig lék Lúðrasveitin á elliheimilunum og sjúkrahús- inu og vistheimilinu Sólborg. Við stjórnarkjör voru eftir- taldir menn kjörnir í stjórn: Ævar Karl Ólafsson, formaður, Guðlaugur Baldursson, gjald- keri og Hannes Arason, ritari. DAGUR óskar lesendum sín- um nær og f jær, svo og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Stjórnandi Lúðrasveitarinnar er Sigurður Demetz Franzson. Árlegir jólatónleikar verða haldnir sunnudaginn 27. desem ber kl. 5 síðdegis í Akureyrar- kirkju. Og tónleikar fyrir styrkt armeðlimi og aðra verða vænt- anlega haldnir í marz. Félagar í Lúðrasveit Akur- eyrar eru nú 20 talsins. Húsavík 22. des. Menn skreyta hús sín fögrum ljósum og einn- ig tré í görðum, og verzlunar- menn leggja kapp á það einnig í seinni tíð að skreyta búðir bæði úti og inni. Bærinn hefur látið setja upp jólatré á Garðarstúni að venju, og Lionsklúbburinn hefur sett upp annað við sjúkrahúsið. Iþróttafélagið Völsungur hef- Tónleikar UM hátíðarnar verður sitthvað um að vera í tónleikalífi bæjar- ins. Varla hefur tónleikahald á jólum í annan tíma verið öllu líflegra en nú að þessu sinni, og FLU GB J ORGUN ARS VEITIN á Akureyri er nýbúin að kaupa ur skemmtanir þrjá daga um jólin og unglingar safna í mikla brennu úti á Leiti. Verzlun er lífleg um þessar mundir. Sjósókn er engin. Sam göngur á landi eru hinar beztu. Hitaveitan er komin í þorra húsa á Húsavík og þykir fólki það mikill munur. Að venju eru menn að komast í jólaskap þeg- ar svo skammt er til jóla. Þ. J. mn jól og er ástæða til að þakka fram- takssemi allra þeirra, er að væntanlegum jólatónleikum standa. Þessi lota hefst á þriðja í jól- um, sunnudaginn 27. des. kl. 5 síðdegis. Þá mun Lúðrasveit Akureyrar leika í Akureyrar- kirkju undir stjórn Sigurðar Demetz Franzsonar. Á efnisskrá verða jólasálmar eftir ýmsa höfunda, sprpa af alkunnum jólasöngvum ásamt verkum eftir Schubert, Beet- hoven, Verdi og fleiri. Það er óhætt að hvetja bæjar búa, yngri sem eldri til að sækja tónleika þessa. Aðgangur að jólatónleikum Lúði'asveitar Akureyrar er sem fyrr ókeypis. Á mánudagskvöld 28. des. kl. . 20.30 mun svo Sigríður Magnús dóttii' syngja í Akureyrai'kirkju við oi'gelundirleik Jakobs Ti'yggvasonar. Sigríðui' hefur þegar áunnið sér sess sem ein af okkar allra fremstu söngkonum og hvar- vetna hlotið óskipt lof fyrir söng sinn. Hún stundar nú fi'amhaldsnám í Vínarboi'g. Á tónleikum þessum mun hún syngja jólalög frá mörgum löndum bæði frá gamalli tíð og allt til okkar tíma. Ennfremur eru á efnisskrá aría úr Jólaóratóríum eftir Johann Sebastian Bach, lag eft- þessa bifx'eið, sem er stór, rúss- nesk jeppabifreið, yfii'byggð, fyrir ágóða af „jólasölu11 sinni og með hjálp lánastofnana. Sjálfir ætla félagar úr flug- björgunai'sveitinni að útbúa bifreið þessa til sjúkraflutninga í sjálfboðavinnu og kaupa í RÍKISÚTVARPIÐ átti 40 ára afmæli á sunnudaginn, 20. des- ember og minntist það afmælis síns í sjónvai’pi og hljóðvarpi, svo sem vei'ðugt var. Það hóf nýjár ir son tónameistarans Wilhelm Friedemann Bach, Ave verum eftir Mozart og lög eftir íslenzka höfunda, þá Pál ísólfsson, Árna Thorsteinsson og Sigvalda Kaldalóns. Þriðjudaginn 29. des. kl. 21 munu svo þrír kórar efna til jólasöngs í Akureyrarkirkju, Kax-lakór Akureyrar undir stjórn Jóns Hlöðvers Áskels- sonar, Söngsveitin Gígjan undir stjórn Jakobs Tryggvasonar og Kirkjukór Lögmannshlíðai'sókn ar undir stjórn Áskels Jónsson- ar. Einsöngvarar verða Helga Alferðsdóttir og Jóhann Kon- ráðsson. Undirleik annast Jakob Tryggvason á orgel og (Framhald á blaðsíðu 4) Dalvík 22. des. Veður og færi er eins og bezt vei'ður á kosið. Bjai'mi II og Loftur Baldvins- son eru komnir heim, frá veið- um í Norðursjó. Og skólafólkið streymir heim. Flestir eiga ann ríkt, ef ekki í atvinnu, þá við margskonar jólaundirbúning. Einnhvern daginn um jólin verður hjónaball, og brennur eru undirbúnar. Hins vegar er nú lítið »öng- og leiklistina að þessu aitBdM. hana tæki í samráði við lækna. Er þetta lofsvert framtak. Hér á myndinni til hægri er Gísli Kr. Lorenzson formaður Flugbjörgunarsveitar Akureyr- ar og Vernharð Sigursteinsson, er ók bifreiðinni að sunnan. (Ljósmyndastofa Páls) göngu sína undir stjórn Jónasar Þorbergssonar með 8 manna starfsliði og tveggja stunda út- varpssendingum á dag. Þetta var mikill viðburður fyrir fjór- um áratugum og síðan hefur stofnunin eflzt svo mjög, að hljóðvarp og síðan sjónvarp er einn meginþáttur þjóðlífsins. Ríkisútvarpið hefur flutt landsmönnum fréttirnar svo að segja jafnóðum og þær gerast, tónlist og sönglist, leiklist og talað orð í formi fyrirlestra, bundins máls og samræðna. Ríkisútvarpið hefur verið öflugt tæki fræðslu og menn- ingar og auk þess mikill gleði- gjafi. Með útvarpið eitt þurfti enginn að vera „ómenntaður“ í þessu landi. Og Ríkisútvarpið hefur borið gæfu til þess að vera umdeild stofnun og hún hefur haft nægi legan styrk til að mæta gagn- rýni með áhuga á að taka hana til greina. Dagur sendir Ríkisútvarpinu árnaðaróskir í tilefni afmælis- ins. □ Við munum ganga til kirkju okkar á aðfangadagskvöld og hlýða þar messu. En prestur okkar hefur nú í mörg horn að líta, því hann þjónar líka í Ólafsfirði, síðan þar varð prest- laust. Sumir bændur í Svarfaðar- dal hafa naumast gefið strá af heyi ennþá. Eru þeir því mun bjartsýnni en áður og sjá frarn á meira öryggi í fóðurbirgðar- málum. J. 11. V-*••'* '. ' - ' '-7: .-//.- ■ .-/'/■ j,-;/- ■- (Fréttatilkynning) Hifaveitan komin í þorra húsa RíkisúfvarpiS 40 ára Skólafólkið sfreymir heim

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.