Dagur - 23.12.1970, Blaðsíða 8

Dagur - 23.12.1970, Blaðsíða 8
8 SMÁTT & STÓRT 300 minkakassar teknir úr flugvél og settir á flutningabíla á mánudagskvöldið. (Ljósm.: Fr. V.) Grávara hi. iékk 1717 norska minka A ÁTTUNDA tímanum í fyrra- kvöld kom til Akureyrar flug- "Tél frá Flugfragt h.f. með 1717 minka. Dýr þessi eru þau : yrstu, sem Grávara h.f., Greni- vík kaupir, og eru þau frá Jaðri og Hallingdal í Noregi. Lögregla, tollþjónn og dýra- 'æknir athuguðu farminn, en ■ jokkur hundruð forvitinna bæj ,1'bua komu á flugvöllinn til að ; já hina óvenjulegu farþega. Minkarnir eru frá þremur eða ; jórum norskum minkabúum, iæðurnar 6 mánaða gamlar eða á kynþroska- og frálagsaldri, og sum karldýrin á sama aldri og eldri, á fjórða hundrað að tölu. Hús það, sem minkarnir voru fluttir í, er 1300 fermetra, vand- aður skáli. Annar skáli er í smíðum, enda þarf meira hús- rými er minkarnir auka kyn sitt í vor. Framkvæmdastjóri Grávöru er Jónas Halldórsson, en stjórn arformaður hlutafélagsins er Knútur Karlsson. Hluthafar eru um 100 talsins. Eggert Einars- son, sem numið hefur minka- fræði á erlendum loðdýrabúum, verður minkahirðir, en Norð- Frá Tóniisfarfélagi Akureyrar TÓNLISTARFÉLAG Akureyr- ar efnir til tónleika í Borgar- bíói þriðjudaginn 5. janúar 1971 kl. 20.30. Þar koma fram Hafliði Hall- grimsson cellóleikari og Philip benkins leikur undir á píanó. Eru þetta aðrir tónleikar á yfirstandandi starfsári. Hafliði Hallgrímsson er sem !iunnugt er borinn og barn- :.æddur hér á Akureyri. Hann iauk burtfararprófi í cellóleik irá Tónlistarskólanum í Reykja vík og stundaði síðan framhalds jiám í Róm og síðar við Royal Academy í London. Hann á að IQLABREFIÐ 1970 ÆSKULÝÐSSAMBAND Hóla- stiftis hefur sent öllum börnum á barnaskólaaldri á Norður- landi átta síðu fjölritað bréf, Jóla-bréfið 1970, en skólastjóri Bréfaskóla ÆSK er séra Jón Kr. ísfeld, en með honum í rit- nefnd eru Margrét Þorvalds- dóttir, Geirfinnur Jónsson og séra Pétur Sigurgeirsson. Er þetta í fyrsta sinn að bréf af þessu tagi eru send öllum börn- um á Norðurlandi, eða Hóla- stifti, en náði áður aðeins til félaganna. í þessu bréfi er jóla- getraun, fræðsluþáttur séra Sig urðar Guðmundssonar for- manns samtakanna og eitt og annað fleira. □ maður, er minkunum fylgdi, verður um tíma til halds og trausts á hinu nýja loðdýrabúi. VIRKJUN SVARTÁR Virkjun Svartár í Skagafirði virðist á næsta leiti. Virkjunar- staður er við Reykjafoss, sem er nokkra km. frá Vannahlíð. Svartá kemur af Eyvindarstaða heiði en heitir Húseyjarkvísl litlu neðan við fosstnn og til Vestri-Héraðsvatna. Reykjafoss er 7 metra hár. Afköst virkj- unarinnar eru áætiuð 3500 kw. LAXRÆKT f SVARTÁ Félag laxveiöimanna í Reykja- vík hafa tekið Svartá á leigu og ætluðu að gera laxaveg upp fyrir Reykjafoss. Forsvarsmenn virkjunar bjóðast til að gera laxastiga og kosta byggingu hans. Hið sama gerir virkjun sú við Lagarfoss, er ákveðin er. DÝRT GAMAN Fréttir hafa borizt af þvi, að áin Þverá í Borgarfirði sé mjög eftirsótt, svo sem flestar laxár landsins eru á síðustu tímum. En fréttin ber það með sér, hve mjög fara hækkandi tilboð laxveiðiínanna í veiði- leyfin. Tilboð veiðifélags eins í þessa á er sagt 4.4 millj. kr. yfir sumarið. En núverandi Meðalaidur cg dánarorsakir baki sér glæsilegan námsferil og hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn, en hann hefur haldið sjálfstæða tónleika og kornið fram sem einleikari með Sin- fóníuhljómsveit íslands, svo og erlendum hljómsveitum og kammersveitum. Hann leggur einnig stund á tónsmíðar og málaralist. Hafliði er nú búsettur í Eng- landi og er skipaður yfirkenn- ari við Winchester Collega, og er meðlimur í nýju píanótríóií Á efnisskrá verða verk eftir Telemann (1680—1767), Cou- perin (1668—1773) og celló- konsert eftir Haydn. Þessi konsert er saminn á árunum 1765—67 en lenti ein- hvern veginn í glatkistunni. Tveim öldum síðar fannst hann svo á safni einu í Tékkó- slóvakíu, og varð að sjálfsögðu uppi fótur og fit. Fræðimönnum þótti einsýnt að nákvæmri rannsókn undan- genginni, að konsertinn væri (Framhald á blaðsíðu 7). INNANHÚSSMÓT í frjálsum íþróttum INNANHÚSSMÓT UMSE í frjálsum íþróttum fer fram í íþróttahúsinu á Dalvík mið- vikudaginn 30. þ. m. kl. 2 e. h. UMSE í SÍÐUSTU árlegu manntals- skýrslu Sameinuðu þjóðanna (Demographic Yearbook, 1969), sem kom á markaðinn nýlega, segir að meðalaldur kvenna sé hæstur í Svíþjóð og Hollandi eða 76.5 ár. Á íslandi er hann 76.2 ár, en í Noregi, Frakklandi og Úkraínu 75 ár. f 41 af þeim 125 löndum, sem upplýsingar liggja fyrir um, er meðalaldurinn 70 ár eða þar yfir fyrir konur. Einungis í fimm löndum er meðalaldur akrlmanna yfir 70 ár. Þau eru Svíþjóð, Noregur, Holland, ís- land og Danmörk, þar sem með alaldur karla liggur á milli 71.85 og 70.1 árs. Meðalaldur karlmanna er undir 30 árum í Tspad, Guíneu og Gabon, en meðalaldur kvenna undir 35 árum í Tsjad, Guíneu og Efra Volta. í fimm löndum, þ. e. Efra Volta, Ceylon, Indlandi, Jórdan og Pakistan lifa karlmenn að jafnaði lengur en konur. Orsök- (Framhald á blaðsíðu 5) ®'í'«'MS'f'#'^a'f'*'«ö'f'*'^Ö!'f'*'f'®'f'*'**®'f'*'í'Æ!'f'íís'^©'f'í£-f'Ö!'f'S?'f'<l!'f'*-4'®'f'í'í ■r ^ Í 9 Þótt myndin sé ekki ný, fylgir henni kærkominn jólasvipur. (Ljósm.: E. D.) T leiga er 2 millj. kr. og rennur sá leigutími út á næsta ári. Sám kvæmt þessu má með sanni segja, að það sé dýrt gaman að kaupa sér veiðUeyfi í slíkri á, þegar 4.4 millj, kr. leigan hefur* tekið gildi. En hvort sem þessi fregn reynist rétt eða röng, hefur ört vaxandi áhugi á laxveiði, inn- lendra og erlendra manna hækk að mjög veiðileyfin á síðustu árum á frjálsinn markaði, þar sem framboð og eftirspurn ráða verðlagi. Þetta segir okkur skýr ar en allt annað hve laxveiðiár, og einnig silungsár, eru dýr- mætar, en einnig feíst þar ákveðin bending um stóráukna ræktun í ánum pg. einnig í Iieiðarvötnunum,. ' NÝIR SAMNINGAR Magnús Jónsson ráöherra og Kristján Thorlacius formaður BSRB undirrituðu fyrir helgina kjarasamninga til þriggja ára fyrir opinbera starfsmeim. Greiðast launabætur í áföngum og eru samningarnir miðaðir við laun annarra á frjálsum vinnumarkaði og ná þeir til 6—7 þús. manns og hafa auk þess áhrif á launakjör bæjar- starfsmanna. Sú launahækkun, sem á að koma til útborgunar fyrir áramót nemur 17 millj. kr. Þetta er í fyrsta sinn, sein samn ingar opinberra starfsmanna við ríkisvaldið hafa náðzt. Háskóla- menntaðir menn hafa mótmælt samningunum harðlega. RAUÐI KROSSINN Rauði kross íslands hefur sent bæjarbúum hér tilmæli um að senda stofnurtinni péninga. Hafa spurningar borizt til blaðs ins um, hvort Akureyrardeild Rauða krossins standi að þess- ari söfnun. Guðmuhdur Blön- dal formaður déildarinnar svar ar því ákveðið neitandi, og seg- ist líta söfnun þessa fremur óhýru auga og var ekki haft neitt samband við hann eðá dciidina liér í tilefni söfnunar þessarar, RÍKISÚTVARPI LOFAÐ HÚSI Á 40 ÁRA AFMÆLI Ríkisútvarpið varð 40 ára á sunnudaginn eins og rækilega var minnzt á í dagskrám út- varps og sjónvarps. í 500 manna liófi stofnunarinnar á laugar- daginn skýrði dr. Gylfi Þ. Gísla son nienntamálaráðlierra frá því, að nú hefði verið ákveðið að byggja yfir stofnunina í nýja miðbænum en útvarpið hefur alla tíð verið í leiguhús- næði. Ákveðið hefur verið að verja 5% af afnotagjöldum út- varps og sjónvarps í þessu skyni. Akureyrartogararnir eru allir á veiðum og verða ,það fram yfir jól. Enn mun ekki ákveðið hvort þeir landa allir í heimahöfn að þessari veiði- ferð lokinni. □ DAGUR kemur næst út 6. janúar 1971. Enn liggur efni óbirt vegna þrengsla. 8 DREGÍÐ I DAG - 23. des. Þeir, sem ekki ha£a enn gert skil í HAPPDR. FRAMSÓKNARFLOKKSINS, geta gert skil í dag (23. des.) Skrifstofan, Hafnarstræti 90, er opin til klukkan 12 á miðnætti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.