Dagur - 20.03.1971, Blaðsíða 1

Dagur - 20.03.1971, Blaðsíða 1
LÁGFREYÐANDI LIV. árg. — Akureyri, laugardagiim 20. marz 1971 — 14. tölublai FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sfmi 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Rómeó og Júlía á Ákureyri SÍ5Í$Í55Í55ÍÍÍSÍ555Í5ÍÍ$5Í5555Í5SÍ55Í55Í5Í45«55S554WÍÍ5555$ÍS55Í5SÍWÍ555SÍ555SÍ55$5Í5Í55555Í«Í^^ ......."v"'" -■'■■■;■•■'"■■'" ' .................... ;■ ."■ ■■: ; ■' ■■■""■• -■.» Á . MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 24. þ. m. kl. 8.30 frumsýnir Leik félag Menntaskólans á Akur- éyri hið kunna leikrit Rómeó og Júllíu eftir William Shake- speare í þýðingu Helga Hálf- dánarsonar. Mun þetta vera í fyrsta sinn, sem harmleikur eftir Shake- speare er settur á svið hér á Akureyri. Hins vegar sýndi Leikfélag Akureyrar Þrettánda kvöld og' Draum á Jónsmessu- nótt við ágætar undirtektir hér fyrir fáum árum. Leikstjóri er Þórhildur Þor- leifsdóttir og Arnar Jónsson, en titilhlutverkin leika þau Ingólf ur Steinsson og Gyða Bents- dóttir. Búningar eru gerðir af Þór- hildi Þorleifsdóttur, Freygerði Magnúsdóttur, Margréti Harð- ardóttur, Ástu Egilsdóttur o. fl. Björgvin Júníusson sá um hljóð upptökur, ljósameistari er Björgvin S. Jónsson. Auk þess sem sýnt verður á Akureyri, vonast L. M. A. til að geta sýnt leikinn á' Siglufirði og e. t. v. víðar. (Fréttatilkynning) Togaraúfgerðin á Áustfjörðum í VETUR hafa tveir nýlegir skuttogarar bætzt við aust- firzka fiskiskipaflotann, Barði NK 120 og Hólmatindur SU 220. Bæði skipin hafa byrjað veiðar. Hólmatindur er 336 smálestir, aðalvél 1200 hestöfl og gang- hraði 12—13 sjómílur. Skipið er smíðað 1967 og keypt frá Frakk landi. Nokkrar breytingar voru ÁLYKTUN FJÖLMENNUR fundur nem- enda í Menntaskólanum á Akur eyri haldinn 17. marz 1971 lýsir yfir stuðningi við viðleitni þing eyskra bænda til að standa á rétti sínum gagnvart Laxár- virkjunarstjórn. Málfundadeild Hugins, M. A. gerðar á skipinu eftir að það kom heim til Eskifjarðar. Öll siglingatæki eru ný. Eigandi Hólmatinds er Hrað- frystihús Eskifjarðar h.f. Á skip inu eru 14—16 manna áhöfn, skipstjóri Auðunn Auðunsson. Hólmatindur hefur þegar far- ið tveir veiðiferðir. Virðist hann vera gott sjóskip. Og út- búnaður allur reyndist vel. Öll fiskaðgerð fer fram undir þilj- um og er vinnuaðstaða því öll gjörólík því sem verið hefur. Skipið tekur 130—150 tonn af ísvörðum fiski og verður ekki með góðu móti tekið á móti stærri förmum. Barði og Hólmatindur eru systurskip, jafnstórir og eins að gerð og búnaði í aðalatriðum. Skipverjar á Barða láta hið bezta af skipinu, sjóhæfni og vinnuaðstöðu, eftir tvær fyrstu veiðiferðirnar. □ • * Vegagerð norðan við Höfner þar sem sjórinn er undir ís. (Ljórm.: E. D.) '/^VVs/VVV\/VVVVVVVWVSA/VVW^Vs/^^VVs/VVVWs/^s/s/vA/V'/VVVWVVVVv/\^/s/VVVVWVs/V^//VVVn/s/s/VWs/VVs/s/Vs/VnAA/VVVVVV'/VVVv/VVs/\ ÞEGAR blaðið hafði samband við Sauðárkrók í fvrradag og ræddi við þá Svein Guðmunds- son kaupfélagsstjóra og Gutt- orm Óskarsson gjaldkera, var veður bjart en norðan kaldi, snjólaust að kalla, ófært þó til Siglufjarðar en vegurinn vænt- anleg'a ruddur í gær, föstudag. Gæftir eru mjög litlar og hafa verið frá áramótum, en afli nokkur þegar gefur. Bát- arnir hafa komið með þetta 40 —60 tonn, en minni bátarnir hafa lítið á sjó komizt. Janúar- og febrúaraflinn var sáralítill. Hegranesið er komið á miðin, eftir því sem ég veit bezt, í sína fyrstu veiðiferð. Svo er „Sælu- vikan“ framundan og þar sem ég er hættur að taka þátt í þeim, skaltu tala við hann Gutt orm Óskarsson. Guttormur sagði um Sælu- vikuna: Hún hefst á sunnudag- inn, 21. marz. Þar verða tveir sjónleikir sýndir: Skugga- Sveinn hjá Leikfélagi Sauðár- króks, leikstjóri er Kári Jóns- son, og Spretthlauparinn eftir Agnar Bogason á vegum Iðn- aðarmannafélagsins. Leikstjóri er Guðjón Sigurðsson. Karla- (Framhald á blaðsíðu 7) Jarðtiæði eftirsóft í Svarfaðardal FÓRSETI íslands, dr. Kristján Noregs í boði Noregskonungs Eldjárn, mun ásamt konu sinni dagana 3.—5. maí n. k. og til fara í opinbcra lieimsókn til Svíþjóðar í boði Svíalíonungs dagana 5.—8. maí n. k. og er það fyrsta heimsókn forseta- lijónanna til þessara landa. □ í VIÐTALI við einn merkis- bónda í Svarfaðardal á fimmtu- daginn, Hjört E. Þórarinsson, sagði hann á þessa leið: Okkur líður mjög vel hér í Svarfaðardalnum, vinnum nauð synleg störf og' skemmtum okk- ur í hófi. Hér um slóðir hafa menn mikinn áhuga á jarðnæði og bú skap. Engin vöntun er á bænd- um til að sitja lífvænlegar jarð- ir. Hins vegar fara smájarðir í eyði og mun það eðlileg þróun búskapar, einkum þar sem þétt- býlt er, eins og hér og jarðnæði margra bænda í minnsta lagi, miðað við venjulega búskapar- hætti. Snjór er nánast enginn, og klaka leysti af túnum fyrir skömmu. Erum við því ekki hræddir um kal að þessu sinni. Túnin voru slæm í sumar og voru ekki búin að ná sér í haust, m. a. vegna þess hve seint var slegið. Við þyrftum að fá tvö góð ár, til þess að upp grói fyrri túnaskemmdir. Ég sé þegar ég kem út, að það leggur mökk upp af beina- verksmiðjunni á Dalvík, og það er vitnisburður þess, að eitt- hvað hafi aflazt og að unnið sé í frystihúsinu. Enda mun svo vera. Rauðmagann eru menn byrjaðir að afla. Svo kemur (Framhald á blaðsíðu 7) Nökkrar trillur msft hákarlalínu . Vopnafirði 19. marz. Hér hefur verið snjólétt í vetur og eigin- lega aldrei veruleg truflun á samgöngum innansveitar og bregður okkur við það eftir fremur snjóþunga vetur. Við köllum þetta rétt góðan vetur. í Vopnafjarðarkauptúni er of lítil atvinna. Hún er bundin frystihúsinu og þar leggur að- eins Brettingur upp afla og hann heíur ekki aflað sérlega vel. Nokkrir leggja línu fyrir há- karl og hefur veiðzt sæmilega. En undanfarin ár hefur þessi veiði verið stunduð hér, hákarl- inn svo verkaður hér heima, en síðan seldur og er markaður góður. Þ«i eru nokkrar trillur, sem nú eru gerðar út á hákarl- inn. Á sveitabæjunum er lífið ró- legt og í föstum skorðum eins og gengur, og blessunarlega tíðindalítið. 1». Þ. Akureyrartogararnir KALDBAKUR kom með 164 tonn fiskjar 18. marz. Hann fór í gærkveldi á veiðar. Svalbakur landaði 10. marz 45 tonnum, væntanlegur eftir helgina. Harðbakur kom 15. marz með 147 tonn og er á veiðum. Sléttbakur landaði 11. marz 92 tonnum. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.