Dagur - 20.03.1971, Blaðsíða 4

Dagur - 20.03.1971, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. SENDUM ÚT Á SEXTUGT DJÖP ÞAÐ getur orðið mikils virði, að auka orkuna frá Laxá, og það getur líka orðið mikils virði að gera Laxá ofan gljúfra að laxveiðiá. Vera má, að eins hagstætt geti orðið að fá ork- una á annan hátt og vera má að eitt- hvað sé eins líklegt til þess og lax- inn, að tryggja byggð í dalnum. En kannski er unnt að gera hvorttveggja í senn: að fá orku frá Laxá, sem nægja niyndi í bili og gera laxgöng- ur mögulegar um hættusvæðin, ef menn gæfu sér tíma til að bera sam- an ráð sín með það fyrir augum, að gera hver öðrum greiða, í stað þess að verja dýrmætum tíma til að rifja upp gamlar væringar og ávirðingar, eða ástunda liðsbón í öðrum lands- fjórðungum og lijá þeim sem völdin hafa. Fleira kann að vera í hættu en orkan og laxinn, ef hér verður ekki breyting á. Ýmislegt, sem hingað til hefur verið talið dýrmætt: Samstað- an, sem svo oft er nauðsynleg, félags- hyggjan, eru kraftar, sem í samein- ingu geta unnið afrek, en nú eyða hvor öðrum i eldi sundrungar. Vand séð er, hver úrslit niála verða, ef svona verður fram haldið, eða hver áhrif átökin hafa á þróun mála á komandi tímum. Margir hafa látið til sín heyra í þessu deilumáli og myndazt Itafa harðsnúnir flokkar, að vísu ekki pólitískir, en að því er virðist hefur þó flokksræðið staðið þar á nokkuð háu stigi. Hinir eru ]k) miklu fleiri, liér á NorðurTandi eystra, sem ekki hafa látið þessi mál til sín taka og nú líta með vaxandi kvíða á framvindu mála. Skeð getur, að þetta þriðja afl hins þögla meirihluta, hefji fyrr en varir upp raust sína með skáldinu, sem kvað: Sendum út á sextugt djúp sundurlyndisfjandann. Á þjóðveldistímanum forna var oft til þess gripið þegar deilur risu svo hátt að voði var á ferðum, að leggja mál í gerð. Samþykktu þá aðilar fyrirfram, að virða gerðina, án þess að vita fyrirfram, hvernig hún yrði. Til gerðar völdust að jafnaðr menn, sem nutu jöfnum liöndum trausts og virðingar deiluaðila. Þessi aðferð þykir e. t. v. úrelt á tuttug- ustu öld. En um þessar mundir hlýt- u r hún að korna mörgum í huga, en eitthvað því líkt. □ Viðtal við Ingvar Gíslason, alþingismann Fullkomið sjúkrahús á Akureyri MÁLIÐ ER NÚ TIL LMRÆÐU Á ALWNGI FRUMVARP þingmanna Fram sóknarflokksins úr Norðurlands kjördæmi eystra um nýtt og fullkomið sjúkrahús á Akur- eyri hefur að vonum vakið mikla athygli. Var m. a. svo að orði komizt í einu daghlaðanna, að frumvarpið væri meðal merkustu heilbrigðismála, sem fram hefðu komið að undan- förnu. Mun það sízt ofmælt. Sannleikurinn er sá, að allt of lengi hefur dregizt að hefjast handa um byggingu sjúkrahúss á Akureyri, sem í öllu stæðist kröfur nútímans. Má með sanni segja, að það hefði verið eðli- legri röðun byggingarfram- kvæmda sjúkrahúsa að láta stækkun Akureyrarspítala sitja fyrir sumu því, sem gert hefur verið í Reykjavík á undanförn- um árum. í tilefni af þessu máli hefur blaðið snúið sér til Ingvars Gíslasonar alþingismanns, sem er fyrsti flutningsmaður frum- varpsins og framsögumaður þess í þinginu, og spurðist nán- ar fyrir um efni þess og mark- mið. Þess er fyrst að geta, sagði Ingvar Gíslason, að við þing- menn Framsóknarflokksins í kjördæminu höfum unnið að því að marka okkur stefnu um frambúðarskipan sjúkrahús- mála á Akureyri. Við höfum horft upp á það, að Akureyri hefur verið að dragazt aftur úr í sjúkrahúsmálum. Fjórðungs- sjúkrahúsið, sem tók til starfa árið 1953, hefur ekki svarað kröfum tímans nú um langt skeið. Reyndin hefur orðið sú, að endurskipulagning sjúkra- hússins á Akureyri hefur setið á hakanum. Fullkomið sjúkra- hús á Norðurlandi hefur orðið að víkja fyrrir framkvæmdum í Reykjavík. Höfuðástæðan fyr- ir flutningi frumvarpsins er nauðsynin á því að koma sem fyrst upp fullkomnu deilda- skiptu sjúkrahúsi á Akureyri. En er ekki sjúkrahússtjómin að vinna að þessu máli? Að sjálfsögðu gerir hún það fyrir sitt leyti. Sjúkrahússtjórn in á Akureyri er skipuð mjög áhugasömum mönnum, og fram kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra- hússins, Torfi Guðlaugsson, er reglusamur og ötull starfsmað- ur. Þá munu víst allir, sem til þekkja, ljúka upp einum munni um fórnfúst starf lækna og hjúkrunarliðs og annars starfs- liðs sjúkrahússins. Það vekur aðdáun, hversu akureyrsku spítalalæknarnir hafa haldið í horfinu, þrátt fyrir örðug starfs skilyrði. Hitt er annað mál, að vinnuálagið á læknana er oft meira en góðu hófi gegnir. M. a. af þeirri ástæðu er nauðsynlegt að gerbreyta sjúkrahúsaðstöð- unni á Akureyri og leggja grundvöll þess að fá hingað til starfa sem flesta lækna og sér- fræðinga á hinum ýmsu sViðum til þess að tryggja sem mest öryggi í þjónustu sjúkrahúss- ins. Slíkt er almenn krafa og varðar almannaheill. Ingvar Gíslason. í frumvarpinu cr gert ráð fyrir, að ríkið eigi stærstan hlut í sjúkrahúsinu í framtíðinni? Jú, þar er að mínum dómi farið inn á rétta braut. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar persónulega, að ríkið eigi að hafa veg og vanda af rekstri dýrustu og bezt búnu spítal- anna í landinu. Þessari skoðun hef ég fylgt nokkuð eftir opin- berlega, því að nokkrum sinn- um hef ég verið samflutnings- maður Hannibals Valdimars- sonar að frumvarpi um lands- spítaladeildir í öllum landsfjórð ungum, þó að það frumvarp hafi ekki náð fram að ganga. Það er því mjög í mínum anda að ríkið sé sem stærstur aðili að stofnun og rekstri fullkom- ins sjúkrahúss á Akureyri, þótt ekki sé beinlínis um landsspít- ala að ræða. Ég lít á það sem fjarstæðu að ætla Akureyrar- bæ að standa að mestu straum af byggingu slíks sjúkrahúss. Fjárhagur bæjarirns þolir ekki þess háttar ráðsmennsku. Bær- inn hefur nóg á sinni könnu, þótt hann fari ekki að gera það að metnaðarmáli að byggja sjúkrahús fyrir ríkissjóð. En margt mælir með því, að Akur- eyrarbær leggi sitt af mörkum þclir ekki bið í því sambandi. Og á þeirri hugsun er frumvarp okkar byggt. í hvaða hlutföllum gerir frum varpið ráð fyrir að sameign rik- is og bæjar verði að sjúkrahús- inu? í 1. gr. frumvarpsins segir, að starfrækja .skuli á Akureyrri sem fullkomnast deildaskipt sjúkrahús, er sé að 80 hundraðs hlutum eign ríkisins, en að 20 hundraðshlutum eign Akureyr- arbæjar. Hér er um talsvert frá vik að ræða frá hinni almennu reglu, þar sem gert er ráð fyrir hlutfallinu 60:40. Hið ráðgerða eignarhlutfall, 80:20, er eftir atvikum mjög sanngjarnt og eðlilegt, enda byggt á upplýs- ingum, sem stjórn Fjórðungs- sjúkrahússins hefur látið frá sér fara, m. a. um skiptingu legudaga milli Akureyringa og utanbæjarmanna. En nú gerið þið ráð fyrir, að hlutfallið í rekstrinum sé hið sama. Kann það ekki að verða óliagstætt fyrir bæinn? Nei, það er á misskilningi byggt, ef einhver heldur það. Auðvitað mun sjúkrahúsið á Akureyri njóta þess fjárhags- lega stuðnings og réttar, sem lög og reglur ákveða um rekst- ur sjúkrahúsa, ákvörðun dag- gjalda o. s. frv. Að sjálfsögðu fær bærinn sínar greiðslur í því sambandi. Ekki skiptir í því til- felli neinu máli, hver er eig- andi sjúkrahússins, eða hversu sameigendur skipta með sér sameign. Okkur þótti hins veg- ar rétt að ákveða það út af fyr- ir sig að ábyrgð af rekstrinum milli eignaraðilja innbyrðis væri í sömu hlutföllum og sjálf eignaraðildin. Hvernig hugsið þið ykkur, að stjórn sjúkrahússins yrði skip- uð? Við hugsum okkur 5 manna stjórn fyrir sjúkrahúsið, þar sem 2 fulltrúar yrðu kosnir af bæjarstjórn Akureyrar, 2 af sameinuðu Alþingi, en ráðherra skipi fimmta fulltrúann og sé hann formaður. Óttist þið, að með þessu sé verið að auka vald utanbæjar- manna í málefnum sjúkrahúss- ins? Nei, það er óþarfi að hafa áhyggjur af því. Ef sú skipan kemst á, að ríkið eigi 80% af sjúkrahúsinu á Akureyri, þá leiðir það af eðli málsins, að Alþingi verður að fá sinn rétt til þess að kjósa fulltrúa í stjórnina. Alþingi er ekki sama og Reykjavíkurvald. Ekki dett- ur mér annað í hug en að Al- þingi mundi fyrir sitt leyti Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. kjósa norðanmann í stjórn sjúkrahússins. Það er einnig heppilegt og hagkvæmt fyrir- komulag, að ráðherra skipi for- menn slíkra stjórnarnefnda. Það bætir m. a. samband stjórn arnefndanna við ráðherra hverju sinni. Ég held, að reynsl an sýni, að þegar um slíka skip- un er að ræða, þá velur ráð- herra heimamenn til starfans. Stjórn sjúkrahússins verður því eftir sem áður skipuð norð- anmönnum, enda sjálfsagður hlutur. Á hve löngum tíma er gert ráð fyrir, að framkvæma bygg- ingu sjúkrahússins samkvæmt tillögu ykkar? í 2. gr. frumvarpsins segir að reisa skuli á tímabilinu 1972— 1977 viðbyggingu við Fjórðungs sjúkrahúsið á Akureyri. Við gerum því ráð fyrir a. m. k. 5 ára byggingartíma. Æskilegra hefði þó evrið að hraða bygg- ingunni meira. í sambandi við ákvörðun þessa atriðis studd- umst við aðallega við álit, sem fram hafði komið í skýrslu frá sjúkrahússtjórninni sjálfri. Við teljum álit hennar að þessu leyti mjög mikilsvert eins og um svo mörg önnur atriði þessa máls. En hvað um undirhúning og fjáröflun? í 2. gr. er mjög mikilvægt ákvæði þar að lútandi. Þar seg- ir, að ráðherra skuli gera nauð- synlegar ráðstafanir til undir- búnings framkvæmdum og til fjáröflunar. Á þessu stigi er ekki hægt að fullyrða neitt um kostnað við að koma upp full- komnu sjúkrahúsi á Akureyri. Það gæti kostað 300 millj., það gæti líka kostað meira. Ég vil aðeins láta í Ijós það álit, að ekki kemur til neinna mála að skera framkvæmdir við nögl eða rýra búnað sjúkrahússins af fjárhagsástæðum. Slíkt hefn- ir sín óðar en varir. Nauðsyn- legt er að undirbúa málið svo rækilega, að ekki sé tjaldað til einnar nætur eins og reyndin varð með núverandi sjúkrahús, sem úreltist á nokkrum árum og dróst til baga aftur úr öðr- um sjúkrahúsum. Eins og ég hef áður sagt, verður fullkomið sjúkrahús á Akureyri mjög dýr framkvæmd, svo að flestar aðr- ar framkvæmdir blikna hjá henni. Það verður því að undir búa málið vel og í fullu sam- starfi við alla þá, sem hlut eiga að máli, m. a. alþingismenn og Alþingi, sem fer með fjárveit- ingavaldið. Það er fróðlegt að minnast þess, að á hinum um- rædda byggingartíma er 100 ára afmæli sjúkrahússstofnun- ar á Akureyri. Það var árið 1873 sem sjúkrahúsið Gudmans Minde var stofnað, fyrsta sjúkrahús á Akureyri. Það væri verðugt að minnast þessa afmælis með því að koma upp fullkomnu sjúkrahúsi á Akur- eyri, sem hefði það markmið að vera þjónustustofnun í heil- brigðis- og lækningamálum um Norður- og Austurland. Það er eitt nýmæli í frum- varpinu, sem ætti að vekja nokkra athygli. En þar er gert ráð fyrir, að nýtt sjúkrahús á Akureyri verði einnig kennslu- stofnun. Hvað viltu segja nán- ar um þann þátt málsins, Ingv- ar? Já, hér er vissulega um nokk urt nýmæli að r'æða. Að vísu er það svo, að allir góðir spítalar eru öðrum þræði kennslustofn- anir. Ég hygg jafnvel, að nú- verandi Fjórðungssjúkrahús hafi að nokkru gegnt slíku hlut verki. En við flutningsmemi umrædds frumvarps ætlum framtíðarsjúkrahúsi á Akureyri allmikinn hlut 1 læknakemislu (Framhald á blaðsíðu 2) „YNDÆLT STRÍÐ" Bæjarstjórn Akureyrar ásamt okkur öllum, b æjarbúum, er hinn mikli landeigandi, ræður yfir bæjárlöndunum svoköll- uðu, suður fyrir bæ, norður að Lónsbrú og allt til fjalls þar í milli, auk þess töluvert af sjó. En hin víðfeðma forsjá, þar sem nær ellefu þúsund manns búa í margslungnu samfélagi kristinna, krefst þess af land- setum sínum, að þeir virði sett- ar samfélagsreglur og lög, ásamt því að njóta fyrirgreiðslu af mörgum toga og öryggis, er samféíagið veitir. Margar eru reglurnar, sem íbúarnir verða að beygja sig undir, og margir hafa alla tíð, eða allt frá þyí land byggðist, kunnað því betur að ráða sér sjálfir og ekki ætíð átt auðvelt með að lúta reglugerðum, skráð um á forgengilegan pappír. Þegar einhver ætlar að byggja hús, yfir fjölskyldu sína eða fénað, reisa verkstæði eða bara bílskúr, þarf leyfi bæjar- yfirvalda. Umsóknir mn þær framkvæmdir eru vegnar og metnar af þar til kjörnum trún- aðar- og embættismönnum, bæði skriftlærðum og leikum, og hljóta ýmist náð eða er hafn að. Stundum vilja margir byggja á sama stað og verður þá að játa einni umsókninni eða neita öðrum, og hreppir sá jafn- an, sem verðugastur er, eða á mestum skilningi að fagna meðal ráðamanna. Allir vita, að Akureyringar eru mikhr búmenn. Þeir vilja hafa búfé undir höndum, hirða það í tómstundum og njóta arð- semi þess. Sumir eru natnir fjármenn og eiga daglegar yndisstpndir í fjárhúskofa á vetrum, á meðan aðrir fara í danshps eða stytta sér stúndir með öðrum hætti. Aðrir eiga hesta og það hefur ætíð þótt nokkurs um vert, að eiga gæð- ing við staþinn og setjast í kon ungssæti. knapans, ekki sízt á meðan ísar hylja jörð. En bæði hestar og kindur þurfa þak yfir höfuðið, rétt eins og mannfólkið, einhverskonar hús, og ekki má reisa hús nema með leyfi húsbóndans mikla, bæjaryfirvaldanna. Hinir ýmsu ráðsmenn þeirra, svo sem " Vatnsveita og Rafveita, verða svo að leyfa töku vatns og raf- orku, þegar. byggingarleyfi er fyrir hendi og húsið orðið veru- leiki. Hinir .þúglöðu menn og bæj- arstjórn hafa löngum átt í brös- um, og sagði fyrrverandi bæjar stjóri eitt sinn, að vandamál út af fjárþúskofum og hesthúsum á Akureyri væri meðal tor- leystari viðfangsefna. Ekki taldi hann það „yndælt stríð“ og ekki hafa fjár- og hestaeigend- ur heldur talið svo vera. Fyrir nokkrum misserum ákvað bæiars^jórn að allir leyf- islausir skúrar og kofar á Odd- eyri skyldu víkja fyrir nýju og .betra skipúlagi, og meiri. og Verðugri býggingum. Það liðu. bæði ménuðÍT og ár áður en þetta kæmist í framkvæmd, og kostaði mikið vafstur. Búand- menn eru ætíð þybbnir and- stæðiiigar og reyndist svö hér — bæjaryfirvöld hins vegar ólöt á samþykktir, boð og bönn, sem misjafnlega skörulega er framfyígt. Það verður að ségjast eins og er, að hesthús- og kindakofarnir á Oddeyri voru ekki aúgna- yndi, þótt búpeningurinn, sem þar hafðist við, væri það. Það hefur lengi verið siður og eink- um vegna vanefna, að hús fyrir þessar búfjártegundir hafa ver- ið hinar furðulegustu bygging- ar hér í bæ, raunar brot á öllu, er því nafni nefnist nú á dög- um. Hugmyndir um hesthús og hlaupagarð í miðbænum, sem gæti verið bæjarprýði, ef vel væri um gengið og eigendur gerðu sig aldrei aurríari en fer- fætlingarnir, hafa aldrei feng- ist viðurkenndar, og ekki einu sinni teknar á dagskrá. Oddeyrarkofarnir eru nú horfnir, en mönnum var gefinn kostur þess að byggja á öðrum stað, og þar fyrirgreiðsla veitt, hvað snertir vatn og veg. En þangað finnst mönnum löng leið. Gömlu kofarnir voru víst flestir eða jafnvel allir byggðir án nokkurra leyfa. Þess vegna urðu þeir að víkja, án skaða- bóta. Hið „yndæla strið“ gat ekki farið nema á einn veg, með ósigri hinna leyfislausu manna, eftir langvinna og harða „vörn“. Húsbóndinn hlaut að ráða, þegar hann vildi beita valdi sínu. Þótt mörg sjónarmið bænd- anna, og lífsviðhorf þeirra henti vel í þéttbýlinu og sé þar jafn- vel ómissandi, hefur sú raunin á orðið, hvarvetna í vaxandi þéttbýli, að stríð hefur orðið milli búf járhalds og annarra sjónarmiða og búpeningurinn hefur ævinlega þurft að víkja fyrir vaxandi byggð, sam- kvæmt ákvörðun bæjaryfirvald anna á hverjum stað. En nauð- synlegt er, að þau virði þó þá lífsánægju og hagræði einnig, sem fjöldi þegnanna hefur af búfé sínu, eftir því sem framast er unnt. Þrátt fyrir brottreksturinn á Oddeyri, sem vikið hefur verið að, sem dæmi um þetta eilífa stríð tveggja sjónarmiða í þétt- býli, reyna menn nýjar leiðir, fram hjá leyfum yfirvalda. Ris- in er í Glerárhverfi ofurlítil ný- lenda, sem er utan við lög og rétt, leyfislausar byggingar, kannski ekki fyrir neinum og þjóna eflaust vel sínum til- gangi, að vera skýli búfjárteg- unda, og eflaust yndi eigenda sinna. Þetta getur kostað nýtt stríð. Sá, sem byggir hús í bæj- arlandinu án leyfis hins mikla húsbónda, má búast við lands- föðurlegu bréfi frá honum þess efnis, að bygginguna skuli fjar- lægja fyrir ákveðinn dag, ann- ars verði hún fjarlægð á kostn- að húsbyggjanda. Um þessar mundir má búast við, að bæjaryfirvöld hafi miklu meiri skilning á þessum málum en nokkru sinni fyrr, og horfi máski meira í gegn um fingur sér við þá, sem brotlegir gerast og byggja í leyfisleysi. f því trausti eru líklega þessar nýju, vafasömu byggingar til orðnar nú. Þau standa nefnilega sjálf í svipuðum sporum, ásamt Laxár virkjunarstjórn og ríkisvaldinu, að framkvæmdum við Laxá, án þess að hafa öll tilskilin leyfi þeirra austur þar, sem landið eiga. Af því hefur sprottið stríð, og því miður er^ það ekki „yndælt stríð“. En svo aftur sé nú vikið að búskapnum og eigendum hesta og kinda, er það mikill vottur framfara, að jafnhliða þvi að „kofarnir“ hverfa, með illu eða góðu, rísa mörg sómasamleg, jafnvel smekkleg og snyrtileg gripahús á leyfðum stöðum og þarf að halda áfram á sömu braut. □ LEIÐRÉTTING í 12. tbl. Dags, laugardaginn 13. marz sl., birtist „Fréttabréf úr Köldukinn“. Þar stendur í nið- urlagi „bréfsins": Félagsheimilisbygging hér, hefir nú staðið yfir í 10 ár. Að henni standa bæði ríkissjóður og sveitarsjóður".... En á að vera: Að henrii standa: Félags- heimilasjóður, sveitarsjóður og ungmcnnafélag sveitarinnar. „Fréttabréf“ þetta var skrif- að upp úr símtali við mig undir- ritaðann. Ungmennafélag okkar á svo merkan þátt í byggingu félagsheimilisins, að trúlega hefði grunnurinn staðið auður enn, ef ungmennafélagið hefði ekki komið hér við sögu. 17. marz 1971. Baldur Baldvinsson. Helgi Valtýsson kennari og rithöfundur HELGI, vinur minn, Valtýsson, er látinn, í hárri elli. Þar héfur góður drengur kvatt okkur og mikill starfsmaður. Merkur ís- lendingur. Við vorum bæði, við Helgi, miklir Noregsvinir, og áttum þar heima í mörg ár, Helgi jafn vel frá barnæsku, og undum okkur vel. Við tókum þar bæði kennarapróf um aldamótin, sitt á hverju landshorni. Eftir svona 50 ár bárum við saman bækurnar um prófin að gamni, og þá sýndi það sig að við höfðum nákvæmlega sömu stigatöluna. Þótti það gaman. En það fór svo um Helga, eins og fleiri, að hugurinn leit- aði heim á leið. Og margt var það, sem Helgi lagði á gjörva hönd hér, enda maðurinn fjöl- hæfur með afbrigðum og áhug- inn brennandi, og margt þurfti að lagfæra. Það var alveg ótrúlegt, hve miklu Helgi fékk afkastað, og hve mörgum hann fékk rétt hjálparhönd, því hann var allra manna hjálpfúsastur. Ég tel mér það mikið lán að hafa kynnzt þessum góða manni og að hafa átt hann að vin. Guð blessi hann og hans fólk. Blönduósi 11. marz 1971 Halldóra Bjarnadóttir. Á DAGSKRÁ FRÁ því hefur verið gengið, að Hcimir Hannesson, lögfræðing- ur, riti öðru hvoru á næstunni stutta þætti í blaðið um ýmis þau mál, er ofarlega eru á baugi, m. a. um fjármál, at- vinnu- og efnahagsmál o. fl., en Heimir hefur á undanförnum árum fengizt við slík málefni, m. a. fyrir hönd nokkurra at- vinnufyrirtækjá á Norðurlandi. Heimir Hannesson er fæddur og uppalinn á Akureyri. Stúd- ent frá M. A. 1955, tók lögfræði- próf frá Háskóla íslands 1962 of.: varð héraðsdómslögmaðui' skömniu síðar. Hann starfaðí um skeið við blaðamennsku, er cftir háskólanám varð hann lög fræðingur Seðlabanka íslands. þar sem liann starfaði nokkui’ ár. Nú rekur H. H. sjálfsiæðr lögfræðiskrifstofu, svo og út- gáfufyrirtæki, sem m. a. gefur út landkynningarritið leelant Review, og er H. H. annar rit- stjóri þess. GLEYMUM ÉKKI AÐ VARÐVEITA OG EFLA ÞAÐ SEM FYRIR ER FYRIR skömmu ritaði einn kunnasti rithöfundur okkar skemmtilega blaðagrein þar sem hann gerði að umtalsefni það sem hann kallaði hernað landsmanna gegn landinu og kom víða við. Þessi grein vakti að sjálfsögðu mikla athvgli og mikið var til hennar vitnað, einkum í sambandi við náttúru Heimir Hannesson. vernd og skyld mál, sem mikið eru á dagskrá, en þau atriði greinarinnar skulu ekki gerð að umtalsefni að þessu sinni. Rithöfundurinn gerði sér tíð- rætt um Akureyri í sambandi við umræður um stóriðiu og þær hættur er náttúrunni kynnu að stafa af henni, ef ekki væri gætt ýtrustu vai'úðar. Og síðan var spurt, hvort yfirleitt væri til sá staður á jarðríki, jafnvel í hinum háþróuðu iðn- aðarlöndum, þar sem iðnverka- fólki liði betur en á Akureyri, og í spurningunni fólst sú skoð- un skáldsins, að við íslendingar ættum í lengstu lög að forðast allan þann atvinnurekstur, er spillt gæti landinu og gæðum þess, og munu þar margir vera sammála. En fram hjá einu verður ekki litið. Hver sem skoðun manna kann að vera á gildi ýmiskonar iðnreksturs i stærri stíl, sem kallast stundum stóriðja, er rétt að minnast þess, að á Akur eyri hefur um langt árabil ver- ið rekin stóriðja á íslenzkan mælikvarða, þar sem er hinn fjölþætti iðnrekstur samvinnu- manna og flestir munu vera sammála um gildi þess fjöl- þætta reksturs, ekki eingöngu fyrir bæjarfélag og nágrenni, heldur þjóðfélagið í heild. í öll- um umræðum um nauðsyn nýrra atvinnugreina, sem sízt skal gert lítið úr, megum við ekki glejmia gildi þess réksturs, sem fyrir er, og sem framar öðru þarf að efla og styrkja, um leið og nýjar leiðir, t. d. í út- flutningi, eru kannaðar. Ég veit t. d. ekki hvort menn gera sér ahnennt grein fyrir þvi, hversu merkilegt fyrirtæki nýja sútun- arverksmiðja Iðunnar er, þa ’ sem flytja á út 90—95% af fran. leiðslu verksmiðjunnar, og mikilvægt brautryðjendastar: er unnið t. d. í sambandi vic' fullvinnslu mokkaskinna. Og ’ nýju skódeild Iðunnar er stefn að því að framleiða skó árleg; á hvorki meira né minna ei. alla landsmenn og unnið kapp • samlega að því marki, þrát; fyrir aukna samkeppni eriendi: frá og þá furðulega stefnu hin: opinbera að leyfa hærri sölu laun eða álagningu á innflutt;. skó en innlenda. Nýjar vela fyrir á fjórða tug milljóna haf;. verið keyptar til Heklu og Geí j unar, en samtals nemur fjár ■ festing Sambandsins í iðnaði i\ Akureyri á árunum 1969—70 nokkuð á annað hundrað millj- ónum, og fjárfesting KEA ýmiskonar iðnaði nemur enr ■ fremur verulegum fjárhæðun. á sama tíma og sitthvaö' er í undirbúningi á þessu ári og; næsta. Söluverðmæti útflutr ■ ings samvinnuverksmiðjanni’ jókst verulega á síðasta ari, og fyrstu sex mánuði ársins un\ 46% og framleiðsluaukning varð í flestum iðngreinum KEA. og SÍS, þó að lokatölur hafi enn ekki verið birtar. Það fer því ekki á milli mák, að hér er unnið að mikilvægr.. stóriðju í kyrrþey. Mönnun. hættir til að Hta svo á, að allíi sé sjálfsagt sem komið er, og átta sig ekki alltaf á nauðsyr. þess að varðveita og styrkja slíkar stoðir. Sú var tíðin, ao þessi víðtæka starfsemi var til- efni stórpólitískra deilna á milíi anna og flokka, og jafnvel svo langt gengið af andstæðingum samvinnuhreyfingarinnar, ao því var haldið fram, að því e.’ virtist í fullri alvöru, að at- vinnurekstur hennar byggðis.; á einhverjum sérstökum for- réttindum, og við honum var jafnvel amazt. Sem betur fe ’ eru þessar raddir þagnaðar ao mestu, og er það vonandi tií marks um aukinn skilning á einföldum staðreyndum. r j Allir velkomnir á bæjarskrifstofurnar BÆJARSKRIFSTOFURNAR I eru opnar á mánudögum og föstudögum kl. 17—18.30, aun venjulegs skrifstofutíma. Þetia er gert vegna þeirra, sem iengi, vinna dag hvern, tii að auo- velda þeim viðskiptin vio skrii- stofúrnar. Athygli gjaldenda skal hk t á því, að samkvæmt nýjum iö&j um ber útsvarsgreiðenciu n ; 'i greiða fyrirfram 60% i stau 50% áður af útsvarsupphæ j fyrra árs, eða 12% á már.uði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.