Dagur - 21.04.1971, Blaðsíða 1

Dagur - 21.04.1971, Blaðsíða 1
FIUVIU HÚSIÐ Hafnarstrætj 104 Akureyri Sfmi 12771 • P.O. Box 397 SCRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING ÞAÐ vakti verðuga eftirtekt í höfuðborginni, að 15. flokks- þing Framsóknarmanna var öll- um opið. Setningarathöfnin fór fram í Háskólabíói á föstudagskvöldið og var þar fullt hús. Formaður flokksins flutti þar mikið og skörulegt erindi um stefnu Framsókarflokksins og stjórn- málaviðhorfið, og vakti ræða hans óskipta athygli. Að henni lokinni nutu menn menningar- legra skemmtiatriða. Árdegis á laugardaginn hóf- ust svo þingstörf í Súlnasal Bændahallarinnar. Þar fluttu Fvrsln handritin koma heim í dag HINN 17. apríl lagði danska herskipið Vædderen af stað frá Kaupmannahöfn með Sæinund- ar-Eddu og Flateyjarbók í sér- stökum öryggisklefa. Hér er um að ræða fyrstu skinnhand- ritin, sem skilað er til íslands, samkvæmt fyrri samningum og Aflahrofa Olafsfjörður: Hér hefur verið óslitin aflahrota frá því fyrir páska, en þá glæddist aflinn mjög hjá togveiðibátunum. All- ir sem vettlingi geta valdið, hafa verið kvaddir til vinnu, og unnið hefur verið alla daga til kl. 11 að kvöldi, til að bjarga hinum dýrmæta feng undan skemmdum. Á laugardaginn var tveimur elztu bekkjum Gagnfræðaskólans gefið frí í því skyni, að leggja hjálpar- hönd að verki til að vinna úr aflanum, og tókst því að mestu, að vinna úr þessu í gær, með því að vinna allan sunnudag- inn. Snemma í vikunni lönduðu Stígandi 86 smálestum og Sigur björg 106 og á laugardaginn lönduðu Guðbjörg 54 smálest- um, Ólafur bekkur 80 og Hersir 25 smálestum, en það er 35 lesta bátur, keyptur nýlega af Vestfjörðum. Netaveiði hefur verið afar treg þessa viku og sömuleiðis grásleppuveiði. B. S. stórmyndarlegri ákvörðnn danska þingsins fyrir nokkrum árum. Mun Vædderen koma til Reykjavíkur tímanlega í dag, miðvikudag, með liin dýr- mætu rit og danska sendinefnd. í Reykjavík verður tekið á móti handritunum með mikilli við- liöfn, sem verður sjónvarpað beint um land allt. Fyrstu íslenzku handritunum af fjölmörgum, sem nú koma heim, er fagnað um land allt, enda eru þau merkasti menn- ingararfur íslenzku þjóðarinn- ar. Mælzt hefur verið til þess, að sem flestir taki sér frí frá störf- um til að fagna heimkomu liand ritanna. Eins og áður hefur ver ið sagt frá í Degi, hefst sjón- varp í dag laust fyrir kl. 11 f. h. svo allir landsmenn, sem á ann- að borð hafa sjónvarp, geti fylgst með athöfninni á hafnar- bakkanum í Reykjavík. Hér á Akureyri verða allar verzlanir og skrifstofur KEA lokaðar frá kl. 10.30 til hádegis, svo og ef til vill fleiri fyrirtæki. Þá er vert að geta þess, að Amtsbókasafnið hefur til sýnis næstu daga ljósrit af þeim bók- um, sem koma heim í dag, Flat- eyjarbók og Konungsbók Eddu- kvæða. Gefst fólki kostur á að skoða ljósritin í safninu á venjulegum opnunartíma þess, að minnsta kosti fram yfir helgina. Q Skyiisamt slökkvilið bjargaði milljónum ELDUR kom upp í fóðurvöru- geymslu kaupfélagsins á Blönduósi um páskana. Ekki er ljóst, hvenær kviknaði í, en elds ins var vart á þriðjudagsmorg- un, er hann blossaði upp, þegar húsið var opnað. Fóðurvöru- geymslan er tvílyft steinhús, með steyptri milliplötu. Þarna voru um 450 lestir af fóðri inni, bæði sekkjuðu og ósekkjuðu, ásamt fóðurblöndunarvélum og fleiru. Eldurinn kom upp í sekkjaða fóðrinu, sennilega af völdum rafmagns. Slökkviliðið á Blönduósá réö aiðurlögum elds- ins á 2 klukkustundum og fór svo haganlega að öllu, að vatns- tjón varð mjög lítið á fóðrinu. 13 lestir eyðilögðust og var fleygt strax, en 2 lestum síðar, en fóðurvörusérfræðingur frá Rannsóknastofnun landbúnað- arins úrskurðaði, að það sem eftir er, sé algjörlega óskemmd vara og megi seljast sem slík. Utsöluverð þessarar vöru, sem í húsinu var, var áætlað hálf sjötta milljón króna, en það er þakkað skynsamlegum vinnubrögðum slökkviliðsins, að tjónið varð ekki nema 4-6%. Q Læknislausl - Raufarliöfn 20. apríl. Veðrið er farið að skána, en annars var leiðinlegt um helgina. Ekkert hefur verið flogið hingað síðan fyrra sunnudag, en við fáum kannske einhvern póst með Herðubreið, sem kemur í dag. Grásleppuveiðin er heldur treg, eins og víðast, eftir því, sem maður heyrir, en þrír dekk bátar eru komnir með net og þeir hafa fengið heldur lítið líka. Togbátarnir hafa hins veg- ar fiskað vel hér utan við og Jökull er búinn að koma tvisv- ar, á páskunum og svo aftur á laugardaginn með samtals um 150 tonn. Sæmileg vinna hefur verið í frystihúsinu síðan um mánaðamót, Jökull og bátarnir sjá um það. Þetta er sæmilegur fiskur. Vegna veðurs hefur lítið verið aðhafst síðustu dagana, en Jökull fer líklega út í dag. Þæfingur er orðinn á vegum, en þó er fært hér við sjóinn og eitthvað upp um. Flenzan er ekki komin hing- að enn, en við erum læknis- lausir og verðum líklega að sjá um okkur sjálfir, þegar flenzan kemur. Sýslan hefur verið læknislaus síðan í haust, en læknar frá Húsavík hafa litið DAGUR kemur út á laugardaginn, 24. apríl. Sannkallað sumarmálahret með fjúki og frosti gekk yfir land allt, (Ljósm.: E. D.) « engin flenza til okkar reglulega, en nú kom- ast þeir ekki lengur vegna anna á Húsavík. H. H. FLOKKSÞINGIÐ VAR ÖLLUM OPIÐ OG VEIIVANGUR SKOÐANASKIPTA ritari miðstjórnar, Helgi Bergs, og gjaldkeri, Tómas Árnason, skýrslur um starfsemi innan flokksins og fjármál hans. En flokksstarfið er víða vaxandi og fjármálin gefa meiri möguleika en oft áður, til aukins starfs. Að þessum skýrslum loknum hófust almennar umræður um þær og ræðu formanns. Stóðu umræður þessar lengi dags, en síðan hófust störf í hinum ýmsu nefndum, er voru fjölmennari en áður hefur tíðkast. En nefnd irnar voru þessar: Stjórnmála- nefnd, atvinnumálanefnd, menntamálanefnd, félagsmála- nefnd og flokksmálanefnd. Voru nefndir þessar að störfum á sunnudaginn, allt til kl. 7. Á mánudaginn var þingfund- um fram haldið og þá ræddar hinar ýmsu ályktanir og enn- fremur breytingar flokkslag- anna. Og kosið var í miðstjórn. Þetta 15. flokksþing sátu hálft fimmta hundrað manns úr öll- um landshlutum. Umræður voru hreinskilnar og stundum heitar, enda réttur vettvangur til skoðanaskipta (Framhald á blaðsíðu 2) Áttð menn fórusl VÉLBÁTURINN Sigurfari SF 58 fórst í Hornafjarðarósi rétt fyrir hádegið á laugardaginn og með honum átta menn. Tveir komust lífs af. Sigurfari var á leið inn til Homafjarðar, er liann fékk á sig brotsjó og fór á hliðina. Síðar um daginn var vélbáturinn Steinunn á leið inn til Hornafjarðar og tók þá niðri, sennilega á flaki Sigurfara. Q Ólafur Jóliannesson formaður Framsóknarflokksins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.