Dagur


Dagur - 21.04.1971, Qupperneq 5

Dagur - 21.04.1971, Qupperneq 5
4 3 t Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síroar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaðurr ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. FLOKKSÞINGIÐ FIMMTÁNDA flokksþingi Fram- sóknarmanna er lokið. Sú nýjnng vakti athygli, að það var öllum opið, sem fylgjast vildu með þingstörfun- um, þótt kjörnir fulltrúar einir hefðu þar atkvæðisrétt. Þá vakti það athygli hve fjölmennt það var, þrátt fyrir samgönguerfiðleika, og í þriðja lagi hið feimnislausu skoðanaskipti, sem eiga að einkenna hvern lvðræðis legan stjómmálaflokk. Yfirgiips- mikil og sköruleg í'æða flokksfor- mannsins, Ólafs Jóhannessonar, í Háskólabíói á föstudagskvöldið, gaf viðstöddum sannarlega margvísleg umhugsunarefni um stjórnmálavið- horfið í landinu og um stefnu Frarn- sóknarflokksins í hinum ýmsu mála- flokkum. í fjórða lagi einkenndist þingið af bjartsýni og áhuga á þeim viðfangsefnum, sem framundan eru og þegar hafin til undirbúnings al- þingiskosninganna í vor. Mörgum virðist ofarlega í huga sú vonargleði andstæðinganna, að Framsóknarflokkurinn væri að klofna vegna hatrammra deilna inn- an flokksins, milli hinna yngri og eldri. Hafa blöð í Reykjavík og á Akureyri verið margorð um það mál. Umræður um svokallaðar vinstri viðræður ungra manna við Hannibalista voru opnar og gerði formaður grein fyrir þeim í yfirlits- ræðu sinni og síðan ungu mennimir á fundum flokksþingsins. Ungir menn í röðum Framsóknarflokksins hafa ætíð verið vaxtarbroddur flokks ins og eru það ennþá, og sá vaxtar- broddur hefur um áratugi verið áberandi á flestum eða öllum þing- urn af þessu tagi. Nú eru í röðum Framsóknarmanna fjölmargt af ungu fólki, sem héfur kosið að hasla sér þar völl, fremur en í öðrum flokk um, og er það fólk svo sannarlega ekki steypt í sama mót, hefur mikið svigrúm innan flokksins, vegna frjáls lyndrar og öfgalausrar stefnu flokks- ins í fjölmörgum málurn. En flokk- urinn hefur einnig fastmótaðar og ákveðnar skoðanir í þýðingarmestu málum lands og þjóðar og er ekki einn af hentistefnuflokkum í íslenzk um stjórnmálum. En grunntónninn í stefnu Framsóknarflokksins frá upphafi til þessa dags er þessi: Framsóknarflokkurinn vill byggja upp á íslandi sannkallað frjálst lýð- ræðis- og menningarþjóðfélag efna- lega sjálfstæðra manna, sem leysa sameiginleg verkefni eftir leiðum samtaka, samvinnu og félagshyggju. Þjóðfélag, sem metur manngildi meira en auðgildið. Og þar sem vinnan, þekkingin og framtakið er sett ofar og látið vega meira en auð- dýrkun og fésýsla. O ÖLL mín uppvaxtarár hafði ég eyjuna fögru, Hrísey, fyrir aug- unum og síðan er hún mér kær. Hún hefur til forna verið skógi og víði vaxin og af því hlotið nafn sitt. Fjörðurinn hlaut svo nafn af eyjunni og var nefndur Eýjafjörður. Fjallahringnum umhverfis Eyjafjörð hefur oft verið sungið verðugt lof, en sjálfur væri fjörðurinn allur annar ef ekki væri Hrísey í honum miðjum, 7—8 kílómetra löng frá norðri til suðurs og 2.5 km. breið um Miðbæ, en þar er hún breiðust. Byggð var eyjan á landnáms- öld og sennilega ætíð síðan. í jarðabók Árna Magnússonar er þess getið, að í eynni hafi Salt- nes og Hvatastaðir um skeið verið í eyði. Snemma á 14. öld eða 1318 er þess getið í gömlum máldögum, að Munkaþverár- kirkja hafi átt að fá í eftirgjald frá Hrísey 5 vættir af salti, auk 30 vætta af skreið. Gæti það fljótt á litið bent til saltvinnslu. En lengst af hafa bæirnir verið tveir í Hrísey, Yzti- og Syðsti- bær. Frá Hrísey til vesturlandsins eru um 3.5 km. og svipuð vega- lengd austur til Látrastrandar. Á kyrrum kvöldum heyrðist oft hundgá frá eynni vestur yfir sundið, einnig kýrbaul og svo auðvitað skellirnir í mótorbát- unum, og ég held, að einu sinni hafi ég heyrt söng Hreins Páls- sonar yfir fjörðinn, en hann átti það til að syngja við vinnu sína niðri á bryggju í Hrísey, þar sem hann dvaldi um þetta leyti, og þann söng hefði ég viljað heyra á ný. Stundum fórum við strákar á árabáti til Hríseyjar og þótti gaman. Þar var mikið um að vera, sjósókn mikil, eins og þar hefur jafnan verið, líka var þar verzlun og þar voru haldin böll. Marga Hríseyinga þekkti ég um þetta leyti og man suma sérstaklega vel. En flestir þeirra, sem ég man bezt frá æskuárum mínum, voru þá í blóma lífsins eða aldraðir orðn- ir og hafa nú safnazt til feðra sinna. Meðal þeirra voru at- hafnamenn miklir og sjógarpar, félagsmálamenn og margir voru sjómenn og bændur jöfnum höndum. Afkomendur þessara manna búa margir í Hrísey og flutt út sjávarvörur fyrir um 35 milljónir króna. Er það all ríflegur útflutningur 290 eyjar- skeggja. Er þó sjaldan talað um mikinn afla eða „uppgripatekj- ur“ á þeim stað, síðan á síldar- árunum, en þá færðist víða „líf í tuskurnar“, sem kunnugt er. Þá var Hrísey uppgangsstaður hinn mesti, ögn í líkingu við Siglufjörð, sem sló öll met í ævintýrum útgerðar og peninga flóðs, einnig á sviði lystisemda, að því er sagt var. Margir kann ast síðan við svar stúlkunnar, sem var spurð, hvort hún hefði verið á Siglufirði: Nei, en ég hef verið í Hrísey, sagði hún. En nú kveðjum við gamla tím ann og bregðum okkur til eyj- vinna þar mestallt árið. Nýlok- ið er miklum endurbótum í frystihúsinu. Og svo er alltaf einhver vinna hjá hreppnum. Hvar verzlið þið einkum? Okkur tekst að eyða kaupinu okkar þótt ekki sé nema ein verzlun í eynni, en hana hefur Kaupfélag Eyfirðinga. Utibús- stjóri er Björgvin Jónsson. Átta manns vinna að staðaldri við verzlun og skrifstofustörf við útibúið og hjá frystihúsinu. Oft er talað um, að þar sem ein verzlun sé á einhverjum stað, ríki einokun í viðskiptunum. Ekki er það svo hér í Hrísey. Við höfum sama verð á vörum og verzlanir KEA á Akureyri. En hitt er rétt, að menn geta Sigurður Finnbogason. styggð. Og hér er miðstöð þeirra rannsókna, sem undan- farin ár hafa staðið yfir á lifn- aðarháttum hennar. Hér koma árlega fuglafræðingar og dvelja langdvölum við störf sín. Okk- ur er öllum farið að þykja vænt um blessaðar rjúpurnar, énda eru þær svo gæfar, að þær eta með hænsnunum og vappa í húsagörðum, alveg rólegar þótt um sé gengið. Eru nokkrir draugar i Hrís- ey? Draugar! Fólk talar lítið um þá eða þau fyrirbæri, sem nefnt er draugagangur eða þesshátt- ar. Áreiðanlega verður fólk þó vart við eitt og annað, heyrir og sér það, sem ekki er auðvelt hana sem allra fj'rst. En þá verður hún ágæt fyrir fiskiskip. Samgöngurnar? Ferjubáturinn Sævar gengur milli lands og eyjar þrjár fastar ferðir í viku á sumrin, í sam- bandi við áætlunarbíla, eða „Dalvíkurrútuna“ til Akureyr- ar. Á vetrum eru ferðirnar tvær í viku. En auk þess er ferjan ætíð viðbúi að fara auka- ferðir þegar með þarf. Hilmar Símonarson er ferjumaðurinn. Auk þess eru svo ferðir Drangs. Samgöngur mega því heita við- unandi. En flugferðir höfum við engar ennþá, því að til þe'ss vantar flugvöllinn. Hvernig er að eiga heima í Hrísey? HRÍSEY prvði Eviafi arinnar. Sjálf er Hrísey hin sama og fyrr, löng, ávöl, frá sumum sjónarhólum lík risa- hval, sem stendur botn. Á aust- anverðri eyjunni eru sjávar- hamrar, hæst er hún um miðj- una norðanverða og þar er viti og annar á Hrólfsskeri, norðan eyjarinnar. Og líklega er mannlífið líkt því, sem fyrrum var, að minnsta kosti lifir fólkið, sem þar býr nú, eyjalífi eins og for- feður þess, og þótt sjónvarp sé í hverju húsi og tekjur meiri og jafnari en áður, er sjórinn stundaður af sama kappi og áður, á vélknúnum bátum, en sennilega myndu Hríseyingar ekki leggjast eins þungt og öruggt á árina, ef róa þyrfti, eins og þeir gömlu gerðu. Við ræðum að þessu sinni við Sigurð Finnbogason fréttarit- ara Dags í Hrísey og leggjum fyrir hann hverja spurninguna af annarri. Hann svarar greið- lega og á honum er ekkert það hik í samræðum, sem sagt er einkenni þeirra, sem í eyjum búa. Hann er frá Harðbak á Sléttu. ekki skokkað í aðra verzlun, ef einhver vara þykir dýr í kaup- félaginu, og fengið samanburð á vöruverðinu. Þið hafið auðvitað skóla fyrir börn og unglinga? Já, og skólastýra er Nanna Þórsdóttir. Nemendur munu vera um 60 talsins. Þess utan er handavinna kennd í sérstök- um tímum. Skólahúsið er orðið nokkuð gamalt og það er orðið allt of lítið og fullnægir ekki kröfum tímans. Þyrfti því að stækka það og bæta, sem allra fyrst. Námsárangur verður minni þar sem börn á mismun- andi aldri og á mismunandi þroskastigi verða að sitja sam- an í bekk. Lauslega áætlað sýn- ist mér skólakostnaður okkar á hvern nemenda vera um 20 þúsund krónur. Félagslíf? Það er nú sennilega svipað hér og í öðrum þorpum af svip- aðri stærð. Hér eru starfandi verkalýðsfélag, slysavarnafélag, ungmennafélag og kvenfélag. Oll gera þessi félög eitthvað á sviði félagsmálanna. En við karl mennirnir verðum víst að viður Þessa mynd af norðanverðum Eyjafirði tók Snorri Snorrason yngri. Hrísey á miðri myndinni. mynda kjarna þess samfélags, sem þar er og vinnur við fram- leiðslustörf á þéttbýlisstað eyj- arinnar, í landi Syðstabæjar. Enn sækja menn sjóinn en eru nú held ég minni bændur en fyrrum. Og ekki þurfa Hríseyingar að skammast sín fyrir iðjuleysi og slæpingshátt, þótt þeim gefist að vísu ríkulegar næðisstundir, þegar veðurguðunum þóknast. Á síðasta ári munu þeir hafa Hvernig er atvinna í Hrísey? Atvinna var almennt nægileg frá því í marz í fyrra og þar til í lok október í haust. Síðan hef- ur vinna verið misjöfn og oft stopul. Hér er frystihús, rekið af Kaupfélagi Eyfirðinga og er það auðvitað helzta lyftistöng atvinnulífsins. Þar vinna hús- mæðurnar, allar sem geta og svo unglingarnir, þegar fiskast. Og þar fær skólafólkið vinnu á sumrin. En 12—15 karlmenn kenna, að konurnar eru dug- legri en við. Hér, eins og víða annarsstaðar sannast það, að kvenfélagið er duglegast. Kon- urnar láta m. a. líknar- og menn ingarmál til sín taka. En mál málanna hér er auð- vitað útgerðin? Já, afkoma fólksins byggist á henni, fyrst og fremst. Hér eru 9 þilfarsbátar, sex til tuttugu og tvær lestir, og 8—10 opnir vél- bátar. Svo er Frosti frá Skaga- strönd, fimmtíu lesta bátur, að bætast í hópinn. Eigandi er Al- freð Konráðsson. Við þá báta, sem hafa verið hér, vinna 35— 40 manns og hafa þeir sína af- komu af því, sem þeir draga úr sjó. Þessir bátar leggja svo hér upp afla sinn, þar að auki Snæ- fellið og svo ýmsir bátar af og til. En búskapurinn er orðinn lieldur lítill í eynni? Hann er mjög lítill, þó munu um 80 kindur vera á fóðrum hjá okkur í vetur samanlagt og er það nú ekki mikið. Engin kýr er hér lengur og heldur enginn hestur, enginn hundur en nokkrir helvízkir kettir. Menn hafa dálítið af alifuglum, einkum hænsn, en þó ekki nægi legt fyrir staðinn, því að menn eta ósköpin öll af eggjum. Nokk ur garðrækt er stunduð, eink- um kartöflurækt og leigir hreppurinn út garðlönd handa þeim, sem vilja. Við þurfum lítið eða ekkert að kaupa af kartöflum, þegar sæmilega árar. Tún eru töluvert stór og hafa ekki verið nytjuð nema að tak- mörkuðu leyti, síðan búskapur minnkaði og er það náttúrlega síður en svo búmannlegt að eiga ónytjuð tún. En þessi tún eru frá þeim tíma, er búskap- urinn var almennur. Þá var margt sauðfé í Hrísey og 26 kýr þegar þær voru flestar. í sumar heyjuðu bændur úr Grýtu- bakkahreppi tún hér og fluttu uppskeruna heim til sín. Þótti okkur ánægjulegt, að grasið varð einhverjum að gagni. Það er jarðhiti í Hrísey? Já, heldur betuf. Fyrir fjór- um árurn var boráð eftir heitu vatni, tvær holur, átutt frá þorp inu. Þar streyma upp 10 lítrar af 65—67 gráðu heitu vatni. Verið er að rannsaka kostnað við að koma upp hitaveitu, en þeim rannsóknum er ekki lok- ið. En sennilega líður ekki á löngu þar til við fáum heitt vatn í hvert hús óg verða það góð umskipti. í fjörunni við austanverða eyna er sjóðandi vatn, og kemur sá staður upp úr sjó á stórstraumsfjöru. Þar segir sagan, að sjómenn hafi soðið sér egg, er þeir tóku úr varpinu. En í Yztabæjarlandi hefur varp verið nokkurt. Fyrir fáum árum var grafið eftir köldu vatni, og náðist þá ágætt neyzluvatn, hreint og kalt. Hrísey er paradís rjúpunnar? Já, hún er það. Hér á rjúpan griðland og er ekki skotin eða að skýra. Sjálfur hef ég og mitt fólk heyrt dularfullan umgang í mínu húsi, en ekki held ég það séu neinir draugar, a. m. k. er þar ekkert illt á ferð, getur alveg eins verið eltthvað gott Það er sérstaklega friðsæll staður, enginn hávaði af bílum eða flugvélum, því að hér eru aðeins tveir bílar og tvær skelli nöðrur, og svo jarðýta og skurð grafa. En eftir vinnutíma trufl- Hríseyjarkirkja. og það þykir rnér nú líklegra. Jú, ég veit áð kona ein hefur séð sama manninn tvisvar sinn- um að minnsta kosti og kannski óftar, í sama húsinu, þár sem enginn lifandi rnaður var stadd- ur, annar en hún sjálf. En fólk talar lítið um þessháttar. Það ■ eru vissir hlútir, sem ekki er ■talað mikið úm,',eW eflaúst tölu- vert hugsað um og undir það heyra dulræn efni og pólitík, svo dæmi sé neínt. En ■ þetta stafar ekki af því, að Hrísey- ingar séu einhverjir drumbar í viðræðmn, öðru nær, eji sinn er siður í landi hverju. Embættismenn? Já, við höfum auðvitað þkkar embættismenn. Sóknarprestur- inn okkar er séra Kári Valsson, hreppstjóri er’ Björgvin Jóns- son, oddviti er Garðar Sigur- Pálsson og símastjórinn er frú Lára Sigurjónsdþttir, allt ágæt- isfólk. Þið liafið sæmilcga höfn? Höfnin er núýfremúr litil, en hún er góð, ,nú brðið. Brýggju- háusinn var vlengdur um 25 metra í sumar og var það mikil bót. Á móti bryggjuhausnum er hlaðinn hafnargárður, þannig að hafnarmyniiið er ekki nema 35—40 metrar. Er höfnin því súg- og öldulaus, en hún er of grunn og þarf því að dýpka ar enginn vélarhávaði, nema hinn vrðkunnanlegi' og jafni söngur bátavélanna, sem koma og fara. Loftið er hreint og eng- in mengun, enda er fólkið hraust. Og hér í Hrísey er ákaf- lega fagurt og mikið útsýni, og umhverfið mjög breytilegt. En þegar fjörðurinn er lognsléttur, eins og spegill, girtur þessum ■ fagra fjallahring, veit ég ekkert fegurra umhverfi. Fólkið er traust óg gott í umgengni og öllum .viðskiptum. Mér finnst gott að eiga heima í Hrísey. Hvemig er hið pólitíska and- rúmsloft í Hrísey? Við búum við ákaflega gott og heilnæmt loft, eins og áður sagði. Hið pólitíska loftslag er nú aldrei eins hreint, finnst mér. Og það er nú svo í Hrísey, að íbúarnir ræða lítið um stjórn málin og má telja þá fremur dula í þeim efnum. Þetta litla samfélag okkar er að ýmsu leyti öðruvísi en ókunnugir ímynda sér, t. d. að þessu leyti. Nú eru menn pólitískir eins og gengur og gerist, en mönnum er það jafnframt ljóst, að deil- ur, sem oft spretta af pólitísk- um urhræðum, henta ekki vel, fremur en aðrar deilur, þar sem hver þarf að styðja annan ef fólkinu á að líða vel. Ég er aust an af Sléttu og þar var ékki tíðkað að þegja um hlutina, en þar er fremur strjálbýlt og nokkuð veðrasamt og ósam- komulag, ef eitthvert var, veðraðist af manni milli bæja. En fólkið fylgist með í stjórn- málum hér í Hrísey, ekki síður en annarsstaðar, og flestir munu kjósa þegar þar að kem- ur, hvort sem þeir láta það uppi, hvern þeir kjósi. Og póli- tískum forystumönnum er jafn- an vel tekið hjá okkur, hver svo sem í hlut á, og reynt er að greiða götu allra, sem til okkar koma. Rólegt mannlíf? Já, rólegt og indælt þegar hlé er á sjósókn og fiskvinnslu. Fáir eru taugaveiklaðir, held ég, enda verða margir langlífir. Menn eru yfirleitt sáttir við til- veruna, heimta ekki allt af öðr- um, vilja vera sinnar eigin gæfusmiðir, með guðs hjálp og í samvinnu um eitt og annað í lífsbaráttunni. Viltu segja eittlivað um fram tíðina? Flestir hugsa eitthvað um framtíðina, um leið og þeir vinna að verkefnum líðandi stundar. Mér finnst þörf á fleira fólki og ég er viss um, að hér geta verið góð lífsskilyrði fyrir miklu fleira fólk en nú er hér. Fólkið hefur flest verið 306 manns, en er nú 290 manns. Má segja, að fólksfjöldi standi í stað síðustu árin, en hefði átt að fjölga. Unga fólkið á að sjá um það að sínu leyti, en við, hinir eldri eigum að vinna fyrir framtíðina og hagsæld yngri kynslóðarinnar. Við reynum það eftir megni. En það er nú svo um búsetu manna, að ýmis- konar atvik og ástæður ráða henni. Fjölskyldur flytja hing- að stundum, en ungt fólk giftir sig oft burtu frá okkur. En við ættum að vera fleiri hér. Við þurfum að stækka bátana okk- ar og framleiða meira til út- flutnings, við gætum líka nýtt landið á eynni miklu meira og betur og svo þurfum við auð- vitað að geta menntað unga fólkið hér heima, meira en nú. Ég ber ekki kvíðboga fyrir framtíð Hríseyjar, til þess er hún of vel sett með tilliti til fiskveiða, sem er aðal atvinnu- vegurinn. Eyjan hefur búið börnum sínum góð lífsskilyrði, og hvers vegna ættu þau þá ekki að una þar? Og þar eru enn miklir möguleikar ónotað- ir, sem eru verðug verkefni dug mikils fólks að fást við í fram- tíðinni, segir Sigurður Finn- bogason að lokum og þakka ég honum svörin. E. D. A DAGSKRÁ FYRSTA SKREFIÐ ÚT ÚR VÍTAHRINGNUM „BONUS“-FYRIRKOMULAG í SAMVINNUVERKSMIÐJUNUM? ÞAÐ er kunnara cn frá þurfi að segja, að á undapförnum ár- um hefur of oft gætt gagn- kvæmrar tortrýggni í skiptum vinnuveitenda og launþega á hinum íslenzka vinnumarkaði. Hefur þetta m. a. komið þannig fram, að gjarnan hefur óskum launþega um kjarabætur verið þegar í stað svarað með þeim rökum, að atvinnuvegirnir þyldu ekki kauphækkun, en síðan hefur verkalýðshreyfing- in gripið til ýmissa þeirra að- gerða, er ásamt afstöðu vinnu- veitenda hefur of oft leitt málin inn í vítahring verkfalla og sundurlyndis, sem skapað hafa öllum aðilum tjón, sem e. t. v. hefði mátt komast lijá, ef meiri skilningur hefði ríkt af beggja hálfu þegar í upphafi. Það er ljóst, að það mundi mjög verða til þess að skapa bætt andrúmsloft í skiptum launþega og atvinnurekenda, ef fyrir lægi, að sú meginstefna yrði höfð í fyrirrúmi, að laun- þegar fengju að njóta á einn eða annan hátt batnandi afkomu viðkomandi atvinnurekstrar, um leið og kröfum yrði stillt í hóf þegar lakar gengur. Aðild launþega að stjórn fyrirtækja gæti verið einn þátturinn af ýmsum öðrum til að korna slík- um skilningi á, jafnhliða því sem lilutlausar upplýsingar væru veittar um hag atvinnu- rekstrarins. Og slíkur skilning- ur myndi að sjálfsögðu leiða til kjarasanminga til lengri tímn en nú tíðkast og aukinnar festii i þjóðarbúskapnum. Spurning er, hvort ekki væri rétt fyrir samvinnuhreyfing • una að taka það til alvarlegrai athugunar að eiga frumkvæði n þessum efnum og að ýmsu leyti eru þegar fyrir hendi hjá sam ■ vinnuverksmiðjunum á Akur ■ eyri aðstæður til að kanna þess i mál í fullri alvöru. Það vær t. d. ekki óeðlilegt, að iðnverka ■ fólkið í samvinnuverksmiðjun • um fengi að njóta þess, t. d. eft- ir áramótauppgjör, ef hagur verksmiðjanna hefur farið veru lega batnandi. Mætti t. d. liugsti sér, að iðnverkafólkið fengi greidd viðbótarlaun í samræmi við vinnu viðkomandi aðila a árinu, og hluta af hagnaði varií beinlínis i því sambandi. Auð ■ vitað kæmi slíkt ekki til grcina þegar ekkert er til skipta og uppbætur yrðu mismunandi fr: ári til árs miðað við afkonu verksmiðjunnar. Það þarf ekkj að fara mörgum orðum un\ hversu slíkt skipulag mundi hafa Iivetjandi áhrif á storfhi og yrði til þess að skapa nýtt og hressandi andrúmsloft í skipt' um stjórnenda og launþega. Acl sjálfsögðu eru á þessu málá margar hliðar, sem þarf afci ræða og kanna, en það væri veil ef forystumenn samvinnuhreyf ■ ingarinnar könnuðu þetia mál og hreyfðu því við iðnverka- (Framhald á blaðsíðu 2) - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). ár skrifa þeir Grímur B. Jóns- son, Páll Sigbjörnsson, Egill Jónsson og Stefán Aðalsteins- son. Þá er grein urn sauðfjár- ræktarfélögin árið 1967—68 eft- ir Svein Ilallgrímsson og Olaf- ur E. Stefánsson tekur saman skýrslur nautgriparæktarfélag- anna fyrir árið 1968. Síðast, en ekki sízt, er svo mikil grein, myndskrcytt, um landbúnaðar- sýninguna 1968, eftir Agnar Guðnason. Þá liefur blaðinu borizt Skin- faxi, tímarit Ungmennafélags fs Iands, 1. hefti 1971, sem er 62. árg. ritsins. Efni ritsins er fjöl- breytt, þar er m. a. grein um Héraðssambandið Skarphéðin 60 ára, viðtal við Jóhannes Sig- mundsson, forrn. HSK og Þóri Þorgeirsson, íþróttakennara á Laugarvatni. Grein er um sund og sagðar eru fréttir af starfi ungmennafélaganna. Margt fleira efni er í Skinfaxa. Rit- stjóri er Eysteinn Þorvaldsson. Helgi Rðfn Offesen KVEÐJA frá foreldrmn og öðrum ástvinum Hve skjótt hér hefur skugga yfir borið við skapadóm? Hví brást það okkar björtu vonum, vorið? Hví varð hér tóm? Hve óvænt liefur bjartur strengur brostið og brotnað knör, og sár og þungur harmur hugi lostið við heimanför. Þú óskason og elskulegi bróðir um ævistund æ heill og prúður gekkst um gæfuslóðir og græddir und. Og hvar sem fórstu brosti geisli glaður og greri rós. Þú varst sem vori hæfði vorsins maður og vannst þér þrós. Þú varst hin dýra gjöf af Guði þegin, þú geislans barn. Þín minning breiðir blómstur yfir veginn og birtú a hjarn. Hún í sér felur Ijós og læknisdóma og ljúfan yl, og þannig verður angan ungra blóma imi cilífð til. Að baki vetrar bíður vorsins yndi — þess bjarta rós. Þér englar drottins sveig úr blómum bindi við blæ og ljós, J. Ó. I

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.