Dagur - 01.09.1971, Side 1
HÉR á Akureyri hafa götur
verið malbikaðar samkvæmt
þéirri áætlun, er um það var
gérð og mun nú framkvæmdum
lökið.' •
Malbikaðir voru tveir kíló-
metrar eða tuttugu þúsund fer-
metrar samtals.
Þessar götur voru malbikað-
ar: Byggðavegur 210 m.,
Trj'ggvabraut 530 m., Langa-
hlíð og Höfðahlíð 800 m., Skóla-
stígur 350 m. og Möðruvalla-
stræti 140 m.
Fagna ber því, þegar áætlanir
standast, en áætlanirnar voru
auðvitað mjög takmarkaðar,
svo að Akureyri er jafn mikill
ryk- og forarbær og hann hefur
lengi verið vegna þess að varan-
legt slitlag vantar enn á mestan
hluta gatnanna. .□
Fé fennti og rafiínur slifnuðu
Reykjahlíð 30. ágúst. í þessum
hreppi varð úrkoman í norðan-
hretinu 52 mm. á tveim sólar-
hringum, sem er óvenju mikið
hér. Símalínur slitnuðu og staur
ar brotnuðu vegna ísingar. Raf-
línustaurar brotnuðu í Hofs-
staðaheiði, en lögðust út af í
mýrlendi þar sem verst fór.
Urðu því margir bæði rafmagns
og símalausir. Nú hefur verið
gert við þetta og fengu síðustu
bæirnir rafmagn í gær.
Þetta vonda norðanáhlaup
kom á afmæli Miðkvíslar-
atburðarins í fyrra. Fé hefur
fundizt dautt og einnig hefur
það náðzt lifandi úr fönn, svo
sem norður í Reykjahverfi og
hér í sveit á Gautlöndum og
Stöng. Hætt er við slæmum
heimtum í haust af völdum
þessa vonda hrets.
Hey eru ekki úti svo teljandi
sé en bændur áttu eftir að slá
síðari slátt.
Búnaðarfélagið gekkst fyrir
félagsræktun í Hofsstaðaheiði
fyrir þá bændur, er minnst hafa
túnin og vantar ræktanleg lönd
heima hjá sér. Þetta nýja tún er
75 hektarar og var heyjað í
fyrsta sinn nú í sumar, og feng-
ust af því um þrjú þús. hestar
heys.
Innan sveitar lokuðust ekki
vegir af snjó, þótt talsverður
snjór væri. P. J.
Barnaskóli Akureyrar.
(Ljósm.: E. D.)
Barnaskóli Akureyrar 100 ára
SYNINC OPNUÐ I SKOLANUM A FOSTUDAG
Byrjað á nýrri Glerárbrú
TUTTUGU manna vinnuflokk-
ur brúarsmiða undir stjórn
Hauks Karlssonar, hefur búið
um sig við Glerárbrú hina
neðstu. Þar á að byggja nýja
brú, 27 metra breiða, með hand-
riði í miðju og gangbrautum.
Fyrst verða byggðir nýir brú-
arstöflar austan gömlu brúar-
innar og þar komið upp akfærri
brú á. Síðan verður gólf brúar-
innar, sem er laust, fært til og
annað steypt.
Gert er ráð fyrir, að brúar-
smíðin taki þrjá mánuði, en það
fer þó mjög eftir veðráttu hve
vel verkið gengur. Gamla Gler-
árbrúin, sem vísar skakkt við
götur þær, er að henni liggja,
er hættuleg og of mjó. Er gleði-
efni að úr þessu verður nú bætt
með nýrri brú. □
BARNASKOLI AKUREYRAR
er 100 ára og hin opinbera
barnafræðsla er álíka gömul
hér í bæ. Út er að koma bók um
barnafræðsluna og barnaskól-
ana í bænum af þessu tilefni.
Afmælis Barnaskólans hefur
verið minnzt á margvíslegan
hátt, en einn þáttur í því er
sýning, sem opin er almenningi
á föstudaginn kl. 2—4, og á laug
ardag og sunnudag kl. 4—7 e. h.
Sýningin er þrískipt. í einni
Kjördæmisþing að Laugum
KJÖRDÆMISÞING Framsókn-
artnanna í Norðurlandskjör-
dæmi eystra hefst á Laugum í
Reykjadal 4. september og lýk-
ur næsta dag. En hinn 3. sept-
ember verður stjórnarfundur
samtakanna.
Framsóknarfélögin í kjör-
dæminu hafa þegar kosið full-
trúa sína á þingið.
Kjördæmisþingin hafa oftazt
verið haldin í Laugaskóla, fyrst
árið 1960, er kjördæmissam-
bandið var stofnað, og hefur
það þótt ákjósanlegur þingstað-
ur samtakanna. □
deildinni er sýning á sögu skól-
ans, í annarri deild er sýnt
hvernig skólinn er nú, og í
þriðju deildinni eru gamlar
vinnubækur nemenda og margs
konar annarr fróðleikur.
Á sýningunni í Barnaskólan-
um eru sögulegar myndir, yngri
og eldri, teikningar nemenda,
raddir kennara og skólastjóra á
segulböndum, kvikmyndir, söng
upptökur af kórum skólans,
blaðaútgáfan, vinnubækurnar,
kennslubókasafn, smíðisgripir
og margt annað úr skólastarf-
inu, sem fjölmargir hafa eflaust
gaman af að kynna sér.
Efri hæðir barnaskólahússins
eru sem nýjar, málaðar, dúk-
lagðar og lýstar og umhverfi
skólans er stöðugt endurbætt.
Skólastjóri ér Tryggvi Þor-
steinsson, og hefur hann sett
sýningu þessa upp.
Til gamans má geta þess, að
1865 lagði B. A. Steincke það
til í sveitarstjórn hér, að fátæk-
ustu börnunum á Akureyri
væri kennt að lesa, þeim án
kostnaðar. Það náði ekki fram
að ganga, en mun þó hafa átt
sinn þátt í því, að barnaskóli
komst á laggirnar litlu síðar. □
Fé fennti
á Hólsfjöllum
Grímsstöðum á Fjöllum 30.
ágúst. Snjór liggur yfir allt enn-
þá, en veður er mildara og að-
gerðarlítið. Nú er búið að opna
Austurlandsveg og vegurinn til
Vopnafjarðar er talinn fær jepp
um og stærri bílum. Axarfjarð-
arheiði mun hafa verið opnuð
í gær.
Komið hefur í ljós, að fjár-
skaðar hafa orðið, en enginn
veit hve miklir þeir eru. Bónd-
inn á Nýhóli dró fé úr fönn í
stríhríðinni. Þetta kemur ekki
í ljós fyrr en í göngum.
Heyskap var allsstaðar lokið,
að heita má, aðeins uppsett hey
úti. Þetta var gott heyskapar-
sumar. K. S.
Bændadagur Eyiirðinga
Nú er vciðitíma í ám og vötnum að Ijúka. Þessi mynd er frá Bægisárliyl. (Ljósm.: E. D.)
BÆNDADAGUR Eyfirðinga,
sem ákveðið hafði verið að
halda síðasta sunnudag í júlí,
en var frestað, er nú ákveðinn
en með breyttu sniði vegna
þess hve áliðið er sumars og
erfitt um vik með útisamkom-
ur. Verður því aðeins kvöld-
samkoma að þessu sinni. Fer
hún fram í félagsheimilinu
Víkurröst, Dalvík 5. september
og hefst kl. 21 og verða dag-
skráratriði sem hér segir:
Ræða; Sigurður Blöndal skóg
ai-vörður, söngur; Jóhann Kon-
ráðsson og Sigurður Svanbergs
son, spurningaþáttur, er Hjört-
ur E. Þórarinsson stjórnar,
gamanmál, afhending verðlauna
til sveitabæja og að síðustu
verður dansað. Úthljóð leikur
og Eíla Stefánsdóttir syngur.
BSE og UMSE gangast fyrir
Bændadeginum og mun Ár-
mann Dalmannsson stjórna sam
komunni. □
Mikill snjór til heiða
Langanesi 30. ágúst. í dag er 4
gráðu hiti. Talið er, að á Tungu
selsheiði, afrétt Langnesinga,
hafi ekki snjóað mikið og ekki
líklegt að fé hafi fennt. Meiri
snjór er á Þistilfjarðarheiðum.
Ottast er, að fé hafi hrakið í ár
og læki í veðurofsanum. Axar-
fjarðarheiði varð ófær, en var
opnuð í gær. Hálsavegur teppt-
ist ekki. Ófær varð Hellisheiði
og Haukstaðaheiði en þungfært
um Sandvíkurheiði.
í byggðum festi ekki snjó. G.