Dagur - 01.09.1971, Blaðsíða 7

Dagur - 01.09.1971, Blaðsíða 7
7 Ávarp til Veslur-lslendinga flutt í samsæti, sem Islendingum var haldið á Blönduósi 18. júní 1971 af Halldóru Bjarnad. GÓÐU íslendingar að vestan! Verið hjartanlega velkomnir heim til gamla landsins okkar fagra, góða! Þið eruð dugleg að koma heim í hópum árlega. Þakka ykkur fyrir komuna! — Við œttum að fara eins að: Koma árlega í hóp til ykkar. — Það ætti vel við! Þið eigið marga góða vini hér heima. — Nefni einn að gamni, sém þið hittið bráðum: Jón Rögnvaldsson, garðyrkjumann á Akureyri. — Hann var mörg ár vestra, öllu kunnugur. — Það var gaman að athuga til- lögu, sem hann kom með í vet- ur í blaði. — Þið hafið líklega séð hana. — Það var að íslenzka ríkið ætti að gefa íslendingum vestan hafs jörð á íslandi, eyði- jörð, sem þið gætuð svo lagað og ráðskað með eftir ykkar vild. Þið yrðuð sjálfsagt ekki lengi að gera hana að höfuðbóli! At- hugið þetta, góðir hálsar! Ágæt hugmynd! — Jón sagði mér að skrifa Auði, ráðherra um þetta, og leggja hugmyndinni lið. — Sem ég að sjálfsögðu gerði. Það eru nú rétt 33 ár síðan ég varð svo fræg að fá heimboð frá löndum vestan hafs: Þjóðrækn- isfélaginu og Kvennasamband- inu, var heilt ár. — Kvenna- nefnd tók á móti mér og réði öllu um ferðir mínar. — Ég hafði handavinnusýningu með. — Maður var borin á höndum, ekki mátti gista á hóteli, ekki kaupa sér bíl, en bezt af öllu var þó að mega allsstaðar tala íslenzku! Sýningarnar urðu víst 50 meðal landa, frá hafi til hafs, og sjálfsagt jafnmörg erindi. — Maður reyndi að tína til það helzta fréttnæmt að heiman, en þegar karlarnir voru að þákka mér fyrir lesturinn, sögðu þeir: „Þú sagðir okkur ekkert sem við vissum ekki áður!“ — Þetta eigið þið blöðunum ykkar að þakka: Lögbergi og Heims- kringlu, sem bráðum eru 100 ára. Þau fræða ykkur um ailt sem gerist á gamla landinu. — Alls- staðar voru þau frammi þar sem ég fór um. í guðsbænum látið þau ekki niður íalla, það er lífæðin! Við hér heima þurfum að hjálpa ykkur betur með þau. Oll þessi ár hafa mér verið send blöðin ykkar, auðvitað ókeypis! En þetta dugar ekki! — Æ sér gjöf til gjalda! — Ég tók mig þess vegna til og bauð „Frón“, bókasafninu ykkar góða, 100 bækur úr mínu bóka- safni, og lét þá orðsendingu fylgja að þeir skyldu ota „Núma rímum“ hans Sigurðar Breið- fjörð að þeim gömlu, en „Aðal- Gæzlusystur og fóstrur vantar til starfa frá 1. okt. næst komandi. Upplýsingar gefur FORSTÖÐUKONAN í símum (96) 2-14-54 og (96) 2-17-54: ATVINNA! Viljum ráða skrifstofustúlku nu þegar, vana bók- 'haldi og einnig stúlku til símavörzlu frá 1. okt. SLIPPSTÖÐIN H.F. Akureyri. teisf meS vöruverðinu NESQUIK (227 gr.) kr. 45,60. NESOUIK (450 gr.) kr. 87,00. * fc f! NESKAFFI (Luxus) kr. 97,00. KJÖRBUÐIR KEA 1 resmiðir! Okkur vantar NOKKRA TRÉSMIÐI nú þegar í gott verk. — ÁKVÆÐISVINNA. SMÁRI H. F. — byggingarverktakar, Furuvöllum 3 — Sími 2-12-34. steini“, skáldsögunni hans síra Páls, að þeim yngri. Það stóð ekki á þakklæti með mikilli virðingu frá ykkur vestra: Maður var sendur til að veita þessu viðtöku, semja skrá og senda allt vestur. Það gleður mig að bið hafið komið ykkar ágæta safni „Frón“ upp í gott húsnæði, vona að það verði vel þegið. Og nú er tíminn að verða lið- inn! Það var gaman að taka á móti ykkur, og ferðin hefur öll verið góð, því blessað veðrið hefur leikið við okkur! — Ég óska ykkur góðrar ferðar áfram, og svo heim yfir hafið! Og góða heimkomu! — Bið kærlega að heilsa! Verið í Guðsfriði! □ Fyrsta HINN 26. ágúst tók formaður fræðsluráðs Akureyrar, Sigurð- ur Óli Brynjólfsson, fyrstu skóflstunguna að nýja barna- og unglingaskólanum í Glerár- hverfi og síðan tók jarðýta að flytja til jarðveg. Skólanum var valinn staður skammt frá gamla barnaskólahúsinu. □ Héraðsfundur HÉRAÐSFUNDUR Eyjafjarðar prófastsdæmis verður haldinn að Freyvangi og Munkaþverá sunnudaginn 12. sept. n. k. Fundurinn hefst með guðs- þjónustu í Munkaþverárkirkju kl. 13.30. Þeir reikningshaldarar kirkna, sem ekki hafa þegar sent reikninga kirkna og kirkju garða, eru vinsamlegast beðnir að senda þá tafarlaust. Eins og reikningshöldurum á að vera kunnugt þurfa reikningar að berast prófasti það tímanlega, að hægt sé að leggja þá endur- skoðaða fyrir héraðsfund til samþykktar, en á þessu er mjög mikill misbrestur. Prófastur. FRÁ Akureyrarkirkju Messa fellur niður n. k. sunnudag vegna burtveru sóknarprest- anna. HJALPRÆÐISHERINN í tilefni af komu Koman dörs Knudsen og frú til Akureyrar bjóðum vér yður á samkomu í Alþýðu- húsinu miðvikudaginn 1. sept ember kl. 20.30. Þar verður sýnd kynningarkvikmynd og borið fram kaffi. Deildarstjór inn Brigader Enda Mortensen stjórnar. Verið hjartanlega velkomin. — Hjálpræðisher- inn. MÖÐRUVALLAKLAUSTURS- PRESTAKALL. Guðsþjón- usta að Möðruvöllum n. k. laugardag 4. sept. kl. 9 e .h. Ath. breyttan messutíma vegna útvarpsupptöku. — Sóknarprestur. BARNAVERNDARFÉLAG Ak urcyrar heldur fund miðviku daginn 1. sept. kl. 8.30 e. h. í Varðborg (uppi). Fundarefni: Fréttir af Landsfundi ísl. barnaverndarfélaga. — Stjórn in. FRÁ Ferðafélagi Akureyrar: Ferðir þær, sem frestað var vegna ófærðar um síðustu helgi, verða farnar sem hér segir: Berjaferð í Flateyjar- dal 5. sept. Miklafell í Hofs- jökli 3.—5. sept. Miðar óskast sóttir á skrifstofu félagsins, Skipagötu 12, á fimmtudag kl. 18.00—19.30. — Ferðanefnd. DREGIÐ hefur verið í happ- drætti KA og Þórs. Vinning- ar féllu þannig: 1. Flugfar fyrir 2 Ak.—Rvík—Ak. nr. 960. 2. Flugfar fyrir 1 Ak.— Rvík—Ak. nr. 54. 3. Flugfar fyrir 1 Ak.—Rvík—Ak. nr. 294. 4. Flugfar fyrir 1 Ak,— Rvík—Ak. nr. 759. Vinninga má vitja á skrifstofu ÍBA, Hafnarstræti 100. Eiginkona mín HELGA FRÍMANNSDÓTTIR Aðalstræti 76, Akureyri, sem andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 27. þ. m. verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju föstudaginn 3. sept. kl. 1,30 e. h. Ólafur Sölvason Innilegar þakkir til allra ættingja og vina fyrir auðsýnda sanrúð við andlát og jarðarför GARÐARS BJÖRNS PÁLSSONAR frá Garði í Fnjóskadal. Biðjum yk'kur blessunar Guðs. Vandamenn. Hugheilar þakkir flytjum við öllum þeim, er auð- sýndu sarnúð og vinarhug við andlát og útför TRYGGVA JÓHANNSSONAR, Ytra-Hvarfi, og á margvíslegan hátt heiðruðu manningu hans. Sérstaklega viljum við þakka alla veitta aðstoð í sambandi við útförina. Fyrir hönd vandamanna. Ólafur Tryggvason. I.O.G.T. st. Ísafold-Fjallkonan no. 1. Fundur fimmtudaginn 2. sept. kl. 8.30 e. h. í Félags- heimili templara, Varðborg. Fundarefni: Vígsla nýliða. Ferðasaga með myndum. — Æ.t. NONNAHÚS. Daglegum sýn- ingum lýkur frá og með 1. sept. Þeir sem vilja sjá safnið eftir þann tíma vinsamlegast hafi samband við safnvörð í síma 12777 eða 11396. LION SKLÚBBURINN ijý HUGINN. Fyrsti fundur verður að Hótel KEA fimmtudaginn 9. sept. kl. 12. GJAFIR til Tryggva Svein- björnssonar, Hrísum, mót- teknar af Bjarna Kristins- syni. Kristinn Stefánsson, Ránargötu 9, kr. 1.000, Ragn- ar Bollason, Bjargi, kr. 1.000, Jónína Skaptadóttir, Torfu- felli, kr. 500, Gunnar Jónsson kr. 500, Sigurbjörg Guð- mundsdóttir kr. 300, Steinþór Helgason, Brekkugötu 12, kr. 500, Lilja Helgadóttir kr. 200, Ottar Björnsson, Laugalandi, kr. 1.000, Helga, Litla- Hvammi, kr. 500, Jón Aðal- steinsson, Baldursheimi, kr. 1.000, Björn Hermannsson, Aðalstræti 54, kr. 1.000, Jón Kristjánsson kr. 1.000, Stefán Hólm Kristjánsson, Aðal- stræti 16, kr. 1.000, Hreiðar Jónsson, Hafnarstræti 99, kr. 500, Leó Guðmundsson, Aðal- stræti 14, kr. 1.000, Magnús, Möðruvöllum, kr. 50, fjöl- skyldan Vallholti, Akureyri, kr. 500, Helgi Sigurjónsson, Torfum, kr. 1.000, H. H. kr. 200, Hlynur Jónasson kr. 1.000, Jón Ólafsson, Vöku- landi, kr. 2.000, Baldur Hall- dórsson, Aðalstræti 28, kr. I. 000, Hulda Benediktsdóttir, Bitrug., kr. 100, Hreinn Ketils son kr. 2.000, Sigríður og Brynjólfur kr. 1.000, Helga og Guðmundur, Kambi, kr. 2.000, Ingvi Ólason, Litladal, kr. 1.000, Sigurður Stefáns- son, Aðalstræti 17, kr. 1.000, Þuríður Jóhannesdóttir kr. 200, frá hjónunum Dvergs- stöðum kr. 1.500, Helga Sigur- jónsdóttir, Lyngholti 12, kr. 500, Óli Sölva, Aðalstræti 74, kr. 500, Karl Steingrímsson, Hlíðargötu 11, kr. 200, Guð- rún Bjarnadóttir, Hlíðargötu II, kr. 200, Þórunn Stein- grímsdóttir, Hlíðargötu 11, kr. 200, Sigurlaug Tobíasdóttir, Hlíðargötu 11, kr. 200, Theó- dór Gunnarsson, Hlíðargötu 11, kr. 200, Helga Baldursdótt ir, Hlíðargötu 11, kr. 200, Magni Kjartansson, Árgerði, kr. 1.000, Dagný Pálsdóttir frá Skógagerði kr. 500, Rand- ver, Dvergsstöðum, kr. 1.000, Sigtryggur Símonarson, Jór- unnarstöðum, kr. 1.000. — Samtals kr. 31.250.00. (nVkomÍð) HEFST Á MIÐVIKUDAG Mikil verðlækkun. MARKAÐURINN SÍMI 1-12-61. i»i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.