Dagur - 01.09.1971, Síða 2

Dagur - 01.09.1971, Síða 2
19J1 á Ákureyri 4. cg 5. sepi. HIN árlega pílagrímsferð „heim að Hólum“ var farin sunnudag- :inn 20. ágúst sl. Veður var indœlt, svo sem það bezt getur orðið, sólskin og hlýr sunnan- 'iblær. Hóladagurinn var að þsssu sinni helgaður minningu Guð- brands biskups Þorlákssonar. jEn 400 ár eru á þessu sumri jliðin frá því, að hann settist á Hólastól. Dagurinn hófst með fundi í Hólaféláginu kl. 10, en sr. Árni Sigurðsson, formaður félagsins, stjórnaði. Markmið þessa félags skapar er það, að vinna að end- uirreisn Hólastaðar sem kirkju- legrar miðstöðvar í Hólastifti og endurheimt ijiskupsseturs þang að. Klukkan 14 hófst svo Hóla- ihátíðin með messu í dómkirkj- unni. Við dynmikinn og hljóm- fagran seið klukkna Jóns bisk- ups Arasonar gengu prestar og prófastar, ásamt vígslubiskupi stiftisins og biskupi landsins, í skrúðgöngu til kirkjunnar. Áður hafði kirkjumálaráðherra og frú hans, hiskupsfrú, vígslu- biskupsfrú og prestsfrúr gengið í kirkjuna, ásamt öðrum virðu- legum kirkjugestum, er létu þar ekkert sæti óskipað. Fór messan svo fram, að Guð mundur Stefánsson á Hrafn- hóli, meðhjálpari við kirkjuna, flutti bæn í kórdyrum, bæði fyrir og eftir, að gömlum og góð um sið. Kirkjukór Lögmanns- jhlíðar, undir ágætri stjórn Ás- kels Jónssonar, annaðist söng. Altarisþjónustu önnuðust þeir sr. Pétur Sigurgeirsson, vígslu- biskup, og sr. Árni Sigurðsson. Biskup landsins, herra Sigur- 'fojörn Einarsson, sté i stólinn. Mæltist honum skörulega að vanda. Minntist hann Guð- forands biskups, er hélt Hóla- stað í 56 ár, og sat lengur í foiskupsembætti en nokkur ann- ar hér á landi. En Guðbrandur Þorláksson hafði sér til ágætis ileira en þetta, sem of langt yrði upp að telja hér. En segja má í stuttu máli, að hann sé einn hinn svipmesti og atorku- samasti kirkjuhöfðingi þjóðar- finnar, fyrr og síðar. Gat biskup Umf. NARFI sigraði S U N D M Ó T Ungmennasam- foands Eyjafjarðar fór fram að Laugalandi á Þelamörk 14. þ.m. Keppt var í 10 greinum karla og kvenna. Þátttaka var allgóð. Umf. Narfi í Hrísey sigraði með miklum yfirburðum, hlaut alls 58 stig, en í næsta sæti urðu Umf. Þorsteinn Svörfuður og Atli með 20 stig sameiginlega. Narfi vann nú annað árið í röð Sundskjöld UMSE. í kvennagreinum varð stiga- foæst Hrönn Ottósdóttir Umf. Narfa, en í karlagreinum varð Þórarinn Hjartarson Umf. Þor- steini Svörfuði stigahæstur. □ ÚTIMÓTI í handknattleik í öðr- um aldursflokki stúlkna lauk á Húsavík í gær, sunnudag. Leik- ið var á nýjum, malbikuðum handknattleiksvelli. Urslit urðu þau, að sigurvegari varð Ár- mann, Reykjavík, í öðru sæti Valur, Reykjavík, og í þriðja sæti Ungmennafélag Njarðvík- ur. Keppni var mjög jöfn milli efstu liðanna og margir leikirn- ir æsispennandi. Lið frá 12 íþróttafélögum og samb.ndum tóku þátt í mótinu. 14 íþrótta- félög og sambönd höfðu skráð inn þess í ræðu sinni, að þótt ekkert annað hefði komið til en hin stórmerka útgáfa Guð- brands á Biblíunni 1584, sem kom þar í fyrsta skipti öll á ís- lenzkri tungu, að þá nægði það eitt honum til ævarandi frægð- ar. Er Guðbrandsbiblía meist- araverk, bæði hvað þýðingu og ytri frágang snertir. Gat biskup þess, að með Guðbrandsbiblíu hefðu íslendingar orðið fyrri frændþjóðum sínum að eignast Heilaga ritningu á móðurmál- inu. Gengið var til Guðs borðs í lok messunnar. Eftir messu var tekið kaffi- hlé. Sáu hin nýkomnu skóla- stjórahjón, Margrét og Harald- ur Árnáson, 'um veitingar, sem voru með myndarbrag. Klukkan 16.30 hófst svo sam- koma í kirkjunni, er sr. Árni Sigurðsson setti og stjórnaði. Gígja Kjartansdóttir frá Mógili á Svalbarðsströnd lék einleik á dómkirkjuorgelið. Hefir hún nýlega lokið námi við kirkju- organistaskóla í Hannover í Þýzkalandi. Leynir sér eklci, að Gígja er upprennandi listakona, sem mikils má af vænta í fram- tíðinni. Var yndi að hlýða á leik hennar, sem bæði var mjúkur og þróttmikill. Þá flutti forsætis- og kirkju- málaráðherra, Ólafur Jóhannes son, ávarp. Var ræða hans mjög jákvæð gagnvart kirkjulegri endurreisn Hólastaðar, svo sem vænta mátti. „Því máli vil ég gjarnan leggja lið“, sagði hann. „Fagrir draumar framsýnna manna um framtíð Hólastaðar geta rætzt“, sagði kirkjumála- ráðherra ennfremur. Að loknu ávarpi ráðherrans söng Kirkjukór Lögmannshlíð- ar. Tvísöng sungu: Helga Alfreðsdóttir og Eiríkur Stefáns son. Síðan flutti Jóhann Jó- hannsson, skólastjóri á Siglu- firði, prýðilega ræðu. Var meg- inefni hennar þetta: Á ég að gæta bróður míns? Að lokum flutti staðarprófast ur, sr. Björn Björnsson, bæn, og samkomugestir sungu lof- sönginn áður en út var gengið: Son Guðs ertu með sanni. Á laugardaginn fyrir Hóladag var aðalfundur Prestafélags Hólastiftis haldinn að Löngu- mýri í Skagafirði. Stjórnaði honum formaður félagsins, sr. Pétur Sigurgeirsson vígslu- biskup. Með honum eru í stjórn fjórir prófastar stiftisins. Kom margt til umræðu á fundinum. Sr. Sigurður Guðmundsson, pró fastur á Grenjaðarstað, flutti stutt en greinargott erindi um þátttöku safnaðanna í starfi Sumarbúðanna við Vestmanns- vatn. Sr. Gunnar Gíslason í Glaumbæ ræddi um framtíð skóla þjóðkirkjunnar á Löngu- mýri og hugsanlegar breytingar þar á. Út af þessu spunnust svo fjörugar umræður, bæði um sumarbúðastarfið, Löngumýrar- sig til keppninnar, en tvö þeirra mættu ekki til leiks. Víkingur boðaði forföll á síðustu stundu, og Víkingur í Ólafsvík mætti ekki og boðaði ekki forföll. Mótinu var slitið í hófi, sem bæjarstjórn Húsavíkur hélt keppendum og gestum í félags- heimili Húsavíkur ög þar voru afhent verðlaun. Framkvæmd mótsins tókst mjög vel, en þess má geta, að framkvæmdastjóm- ina skipuðu 8 ungir menn og konur og var meðalaldur þeirra 18Vz ár. 23. ágúst. I>. J. skólann og framtíð Hólastaðar og fleira. Einnig bar á góma prestaskortur landsbyggðarinn- ar og ásókn í þeirri stétt til Suðurnesja. Fram kom og veru- leg óánægja með guðfræðideild Háskólans. Var einn prestanna svo stórorður að líkja þeirri virðulegu deild við nátttröll, er dagað hefði uppi. Er það að lík- indum full mikið sagt. Þó and- mælti því enginn. Bezta atlæti höfðu prestarnir í mat og drykk og öðrum að- búnaði, meðan þeir dvöldu á Löngumýri, sem þakka skal. Um andlegu hliðina sáu þeir sjálfir. B. Kr. Á FUNDI T.F.A. hinn 1. júlí 1971 var gerð eftirfarandi álykt- un: Stjórn T.F.A. harmar að Hús- gagnaverksmiðjan Valbjörk á Akureyri varð að hætta starf- semi sinni og lýsir jafnframt furðu sinni á því að ekki var reynt til hins ítrasta að nýta áfram þá aðstöðu, sem orðin var hjá fyrirtækinu, til hús- gagnaframleiðslu. Stjórn T.F.A. vill benda á eftirfarandi: Valbjörk var á tæpum 20 ára ferli sínum orðið stærsta fyrir- tæki sinnar tegundar utan Reykjavíkur og hafði á síðustu árum gert stór átök til þess að auka og bæta framleiðsluað- stöðu sína. Valbjörk starfaði í miklu og góðu eigin húsnæði, sem skipulagt var sem hús- gagnaverksmiðja frá upphafi. Fyrirtækið réði yfir miklum vélakosti og hafði 30 til 40 starfsmenn í sinni þjónustu. Á síðastliðnu hausti voru eignir Valbjarkar, hús og vélar, seldar nauðungarsölu án þess að til gjaldþrota kæmi og keypti uppbyggingarstofnunin At- vinnujöfnunarsjóður íslands eignirnar. Á liðnu vori voru áðurnefndar eignir seldar fyrir- tæki, sem rekur alls óskylda starfsemi og mun nú nær allur vélakostur Valbjarkar seldur burt úr bænum. í iðnaðarbænum Akureyri hafa í dag innan við 20 trésmið- ir atvinnu sína af framleiðslu húsgagna og reykvískar vörur eru yfirgnæfandi í húsgagna- verzlunum bæjarins. Stjórn T.F.A. bendir á, að at- vinna í byggingariðnaði fylgir mjög sveiflum í efnahagsmálum þjóðfélagsins og þótt atvinna trésmiða sé góð í dag, má geta þess að aðeins er liðið rúmt ár síðan umtalsvert atvinnuleysi var hjá trésmiðum á Akureyri. Kann svo að fara að trésmiðir á Akureyri eigi eftir að finna fyrir því að aðstaða fyrir 30 til 40 iðnaðarmanna hefir verið lögð í rústir. Kirkjaii brann KIRKJAN á Breiðabólsstað á Skógarströnd brann til kaldra kola og allt sem í henni var, sunnudaginn 29. ágúst. Á sama tíma var sóknarpresturinn, séra Hjalti Guðmundsson, á leið til kirkjunnar og ætlaði að halda þar guðsþjónustu og varð þá eldur laus í bifreið hans. □ Laugardaginn 4. september: Stangarstökk, 100 m. hlaup karla, kúluvarp kvenna, 100 m. hlaup kvenna, kúluvarp karla, 400 m. hlaup karla, hástökk kvenna, spjótkast karla, 400 m. hlaup kvenna, þrístökk, 1500 m. hlaup, spjótkast kvenna, 4x100 m. boðhlaup kvenna og 4x100 m. boðhlaup karla. Sunnudaginn 5. september: 110 m. grindahlaup karla, kringlukast, langstökk kvenna, Að síðustu leggur stjórn T.F.A. áherzlu á og telur að öll- um megi ljóst vera: Þegar svo stórt fyrirtæki sem Valbjörk var, hættir starfsemi sinni, þá hlýtur Akureyri að vera fátæk- HÉRAÐSMÓT Ungmennasam- bands Eyjafjarðar fór fram á Laugalandsvelli 28. og 29. ágúst sl. Keppt var í 8 kvennagrein- um og 12 karlagreinum. Kepp- endur voru margir, en árangur yfirleitt fremur lélegur. Keppni var þó jöfn og skemmtileg í mörgum greinum og tvísýnt til síðustu stundar hvaða félag færi með sigur af hólmi á mót- inu. Eftir harða baráttu varð Umf. Svarfdæla stigahæst og vann nú fagra styttu sem keppt var um í fyrsta skipti. Bezta afrek í kvennagreinum vann Arna Antonsdóttir Umf. Svarfdæla en í karlagreinum Gísli Pálsson Umf. Skriðu- hrepps. Arna varð einnig stiga- 800 m. hlaup, langstökk karla, 100 m. grindahlaup kvenna, 200 m. hlaup karla, hástökk, 200 m. hlaup kvenna, 3000 m. hlaup og 1000 m. boðhlaup karla. Keppni hefst kl. 13.30 báða dágana. Þátttaka tilkynnist til FRA, pósthólf 112, í síðasta lagi á fimmtudagskvöld 2. sept. Mót þetta er stigakeppni (5, 3, 2, 1) og hefir UMSE sigrað sl. 2 ár. ara eftir en áður. Mætti það vera forráðamönnum bæjar- félagsins nokkurt umhugsunar- efni. Stjórn T.F.A. Sveinn Tryggvason, Ingimar Friðfinnsson, Pétur Brynjólfsson, Gauti Valdimarsson, - Torfi Sigtryggsson. hæst kvenna, en Jóhann Jóns- son Dalbúanum hlaut flest stig karla. Óvæntasta afrekið vann ung stúlka úr Umf. Öxndæla, Hlíf Aradóttir. Hún hefur lítið komið við sögu íþrótta áður. Nú keppti hún og kastaði kúlu 8.58 m. og hlaut sérstaka viðurkenn- ingu fyrir. Stigin milli félaganna skipt- ust þannig: stig Umf. Svarfdæla 46.5 Bindindisfél. Dalbúinn 42.0 Umf. Reynir 39.5 Umf. Þorst. Svörf. og Atli 28.5 Umf. Skriðuhrepps 21.5 Umf. Ársól og Árroðinn 19.0 Umf. Möðruvallasóknar 17.0 Umf. Dagsbrún 12.0 Umf. Öxndæla 6.0 Guðni V. Þorsteinsson Fæddur 2. júlí 1883. — Dáinn 18. júní 1971. Fregnin kom óvænt, frændi minn, að fá oss þú horfinn værir. Svo hress og ungur var hugur þinn, svo hýrleg augun og bros um kinn, þó áttatíu — og átta betur — þú ættir að haki vetur. f moldina sækir bóndinn björg og búféð með vinsemd annast. Hraustur þú áttir handtök mörg við Háls og Mela og Skuggabjörg. Yndi gaf alþýðubagan, ástvinir, Ijóðið, sagan. Þótt fátækt þú ættir að förunaut, liún frá þér ei gleði rændi. Traust á hið góða gaf þrek í þraut og þolgæði að sækja í jarðar skaut ávöxt — með erfiði ströngu en illu að hafna og röngu. Á framtíðarlandið birtu ber bjarminn af lífsgleði þinni. Hún verður ætíð í minni mér, ég met það sem lán að ég kynntist þér. Fúslcga þökk ég færi þér, frændi minn góði, kæri. A. S. Handknattleiksmót á Húsavík Ályktim stjéraar Trésmiðafélags húspgnaverksiæðið Valbjörk h!

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.