Dagur


Dagur - 29.09.1971, Qupperneq 5

Dagur - 29.09.1971, Qupperneq 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar hi. LANDSVIRKJUN ÞJÓÐARINNAR RÍKISSTJÓRNIN hefur birt sam- þykkt um stefnu sína á ýmsum svið- um raforkumála. 1 stjóniarsamþykkt inni felst m. a. það, að stjórnin muni leyfa aðra stórvirkjun syðra af þeim, sem heimilt er að leyfa að lögum frá því í vor, við Siðöldu í Tungnaá og beitir sér fyrir því að tengdar verði sarnan helztu virkjanir landsins og Landsvirkjun gerð að þjóðareign. En Landsvirkjun er að hálfu ríkis- eign á móti Reykjavíkurborg. í sambandi við þessi mál er ástæða til að rifja upp ítarlegar breytingar- tillögur við Landsvirkjunarlögin, sem þingmenn hér í kjördæminu, Gísli Guðmundsson, Ingvar Gísla- son og Stefán Valgeirsson, lögðu fram á Alþingi sl. vetur þegar lögin voru þar til meðferðar. En þeir lögðu m. a. til: 1. Að ekki yrði heimilt að leyfa tvær stórvirkjanir sunnan fjalla, held ur skyldi önnur vera norðan fjalla. 2. Að virkjunarleyfi til Lands- virkjunar yrði bundið tveim skilyrð- um: Að Landsvirkjun skuldbindi sig til að tengja saman raforkuverin á, austanverðu Norðurlandi og Suðirr- landi þegar talið verður, að þess sé þörf. I öðru lagi, að Landsvirkjun selji raforku á sama verði til allra almenningsrafveitna, sem kaupa orku frá orkuveitum Landsvirkjun- ar, hvar sem er á landinu. 3. Að stefnt verði að því, að fyrir- tækið Landsvirkjun verði ríkiseign eða sameign ríkis og þeirra sveitar- og sýslufélaga, er þess óski, í réttu hlutfalli við fólksfjölda og raforka til samskonar nota verði seld við sama verði um land allt. Þessar voru helztu breytingartillög ur G. G., I. G. og S. V. við Lands- virkjunarfrumvarp ríkisstjórnarinn- ar og voru þær felldar. Þingmenn- irnir lögðu það einnig til, að heimil- aðar yrðu minni virkjanir vatns- og gufuafls ef hagkvæmt þætti. Enn- fremur, að gerð yrði gangskör að því, að tryggja sem mesta notkun raforku til húsahitunar. Tillögur G. G. og félaga fjölluðu ekki um svokölluð Laxármál og það gerir hin nýja samþykkt ríkisstjómar innar ekki heldur. Ríkisstjómin hefur lagaheimild, án skilyrða, til að leyfa Landsvirkjun að virkja við Sigöldu, en önnur atriði verður að taka fyrir á Alþingi. En kjördæmisþing Framsóknar- manna á Laugum gerði ályktanir í raforkumálum, sem sagt hefur verið frá í blaðinu. □ Á AÐ SKIPTA Í.B.A.-LIÐINU? AKUREYRINGAR FÉLLU í AÐRA DEILD EINS og öllum er kunnugt, er íslandsmótinu í knattspyrnu, 1. deild, lokið. Keflvíkingar urðu íslandsmeistarar, en Akureyringar urðu að bíta í það súra epli að falla niður í 2. deild. Enginn dómur skal á bað lagð ur hér, hvers vegna Akureyrar- liðið náði ekki betri árangri í sumar en raun ber vitni, eða við hverja er að sakast í þeim efnum. Um slíkt þýðir ekki að fjasa nú. Ég horfði á flesta leiki liðsins hér á Akureyrarvelli í sumar, og voru þeir misjafnir að gæð- um, eins og raunar oft undan- farin ár. Það virðist oftast vanta þennan herzlumun, sem þarf til þess að sigra í leik, og allir hljóta að sjá, að kjölfestu vant- ar í liðið. Á þessum tímamótum skjóta upp kollinum margar spurning- ar. Þær eru raunar ekki nýjar, því hér í bæ hafa á undanförn- um árum oft verið uppi talsvert háværar raddir um það, að skipta ÍBA-liðinu í sínar frum- eindir, KA og Þór. Margir sakna leikjanna milli þessara aðila frá gamalli tíð, en yfir þeim leikjum var sérstök stemn ing, eins og á stórleikjum, og stóðu KA-menn öðrum megin vallarins en Þórs-menn hinum megin, og hvöttu sína liðsmenn til dáða. Ég man oft eftir slíkum leikjum á gamla KA-vellinum og einnig á Þórs-vellinum þeg- ar ég var strákur, og hitnaði oft í kolunum þar. Það fer ekki á milli mála, að skipting á ÍBA-Iiðinu hefur marga erfiðleika í för með sér fyrir Þór og KA, en þeir eru aðallega fjárhagslegs eðlis. Það er mín trú, að þeir séu yfirstíg- anlegir, eins og allir erfiðleikar í sambandi við íþróttamál. Skiptingin hefur vissulega einn ig sína kosti, en þeir eru fyrst og fremst, að fleiri efnilegir knattspyrnumenn komast að en nú er, og þar af leiðandi hljóta Akureyringar að eignast fleiri góða knattspyrnumenn en nú. Miðað við mannfjölda, t. d. Keflavík og Vestmannaeyjar með ca. 5 þús. íbúa hvor bær, ætti fyllilega að vera grundvöll- ur fyrir 2 góðum liðum hér. — Verðlækkun á fóðurvörum f HAUST verður töluverð lækk un á fóðurvöruverði hjá Sam- bandinu, þ. e. á fóðurvörum, sem fluttar eru inn frá FAF í Danmörku. Ástæðan fyrir þess- ari lækkun er fyrst og fremst mikil uppskera á byggi, og þess vegna lækka fóðurblöndurnar í beinu hlutfalli við bygginnihald þeirra, en maís og maísblöndur lækka allmiklu minna en annað fóður. Innflutningsdeildin hefur íest Skólastúlku vantar herbergi, helzt sem næst M.A. Uppl. í síma 2-11-12 milli kl. 14 og 16. 2—3 herbergja íbúð ÓSKAST TIL LEIGU strax eða 15. október. Uppl. í sínia 2-16-08. TIL LEIGU SKRIFSTOFU- HERBERGI í Hafnarstræti 101. (Amaro). Uppl. gefur húsvörður. Nemandi í MA ÓSKAR EFTIR HERBERGI Uppl. í síma 2-14-63. EINBÝLISHÚS TIL SÖLU í innbænum. Uppl. í síma 114-55 eftir kl. 19 og'hjá Ásmundi S. Jóhannssyni, sími 1-27-42. 4ra herbergja ÍBÚÐ TIL SÖLU Hallgrímur Skaptason, síini 1-19-35. kaup á nokkur þúsund tonnum af fóðri, þar á meðal 1500 tonn- um af byggi, sem keypt eru frá Kanada, og er það í fyrsta sinn sem Innflutningsdeildin kaupir korn þaðan. Kanadafóðrið er væntanlegt til landsins með Skaftafellinu í lok október, en skipið er sérstaklega útbúið til að flytja laust fóður. Samkvæma skýrslum frá Dan mörku, þaðan sem allir íslenzk- ir fóðurinnflytjendur kaupa það tilbúna fóður, sem þeir flytja inn, var útflutningur FAF, sem eingöngu selur Sambandinu og kaupfélögunum, 88% af heildar útflutningi Dana á fóðurvörum til íslands fyrstu sex mánuði þessa árs, en var 78% sama tímabil í fyrra. Koma því aðeins 12% til skipta á milli þeirra AFGREIÐSLU- STÚLKA óskast. Bóka og blaðasalan. Brekkugötu 5. Sími 1-13-37. Kona óskast til að gæta barns á öðru ári frá 9—6 fimm daga vikunnar. Uppl. í síma 2-15-74 efir kl. 18. Vantar tvo lagtæka menn Ofnasmiðja Norðurlands h.f. Kaldbaksgötu 5. Sími 2-18-60. Stúlka óskast til bamagæslu tvo tíma á dag. Uppl. í síma 1-28-98. Vil ráða VANAN FJÓSAMANN í vetur. Kjartan Magnússon, Mógili. - Sími 2-15-70. Þessi mál hafa nú verið mik- ið rædd manna á meðal hér í bæ að undanförnu, og sýnist sitt hverjum, eins og eðlilegt er. Að mínu viti verður nú að taka þessi mál fyrir hjá stjórnum félaganna og leikmönnum ÍBA- liðsins, og síðan á almennum félagsfundum, sem auglýsa þarf vel. Þá finnst mér að hinir fjöl- mörgu knattspyrnuunnendur hér í bæ og nágrenni, sem trú- lega hafa greitt milljónir króna í aðgangseyri að knattspyrnu- leikjum undanfarin ár, verði að fá að láta sitt álit í ljós. Þess vegna fylgir hér með atkvæða- seðill, sem þeir geta fyllt út og sent síðan til Dags, pósthólf 58, Akureyri, og stendur atkvæða- greiðslan yfir til 15. október, en þá verða atkvæðin talin og nið- urstaðan birt í blaðinu. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem ég hef aflað mér, ligg- ur ekki ljóst fyrir hvernig fara skuli með svona mál eins og þetta, því ekkert slíkt mál hefur komið upp síðan 3. deild var stofnuð. Eitt sæti er laust í 2. deild, og sýnist því eðlilegast, að KA og Þór fengju að leika um það sæti, ef af skiptingu yrði, og það liðið sem sigraði í þeirri viðureign léki í 2. deild, en hitt liðið í 3., þó vissulega megi segja, að það sé „klassa“- munur á Akureyrarfélögunum og þeim liðum, sem leika í 3. deild. Ef skipting yrði sam- þykkt af íþróttafélögunum, Þór og KA, væri því trúlega eðli- legast að næsta skref í málinu yrði að sækja um það til KSÍ að félögin fengju að leika um lausa sætið í 2. deild, og það væri mjög óeðlilegt ef slíkri beiðni yrði hafnað. En ef svo færi mætti taka málið upp á árs þingi KSÍ, sem venjulega er haldið í nóvember. Ekki verður frekar rætt um þetta að sinni, en orðið er auð- vitað laust hér í blaðinu, ef menn vilja segja sitt álit á prenti. Að lokum eru sem flest- ir knattspyrnuunnendur hvattir til að taka þátt í atkvæðagreiðsl unni o ghafa þannig með at- kvæði sínu áhrif á ákvörðun í þessu stórmáli. Sv. O. ATKVÆÐASEÐILL 'Vilt þú láta skipta ÍBA-liðinu? 1 □ NEI □ JÁ Nafn Heimili Krossið í reitinn, nei, já, eftir því sem ykkur finnst. Dilkar þyngstir á Þórshöfn SAMKVÆMT þeim fregnum um vænleika fjár í haust, sem blaðið hefur aflað sér, eru dilk- ar vænstir á Þórshöfn. Sagði ÓJi Halldórsson sláturhússtjóri, að meðalvigt væri um 16.5 kg, og hefði hretið þó áreiðanlega truflað vöxt dilkanna nokkuð. Fréttamaður sagði ennfrem- ur, að heimtur margra bænda væru mjög slæmar, vantaði 50 dilka og jafnvel fleiri á fjár- mörgum bæjum. Væri senni- legt, að mun fleira fé hefði far- izt í snjó en ennþá væri ljóst orðið. Töluvert margt fé bæri það með sér, að það hefði skrið- ið úr fönn. □ Tvíbreiður SVEFNSÓFI TIL SÖLU Uppl. í síma 1-14-99 eftir kl. 18. ÞRIÐJA STÚRVIRKJUN VERÐI VIÐ DETTIFOSS EINS og kunnugt er hefur nú verið ákveðin virkjun við Sigöldu ásamt háspennulínu til Norðurlands. Samtenging orkuveitusvæðanna gefur margvíslega möguleika um orku- flutninga milli Norður- og Suðurlands. Samkvæmt upplýs- ingum Jakobs Björnssonar, verkfræðings Orkustofnunar- inpar, sem fram komu á fundi í Fjórðungsráði Norðlendinga 3. september sl., er ljóst, að virkjun við Dettifoss er jafnvel hagkvæmari en virkjun við Sigöldu. Verkfræðingurinn gat þess, að slík virkjun væri útilokuð því að ekki er markaður | fýrfr orkuna í Norðurlandi. Með þeirri ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að leggja háspennulínu norður um Sprengisand, skapast skilyrði til þess að virkja Dettifoss, sem næstu stór- virkjun, þótt í byrjun væri ekki nægur markaður fyrir ork- ; una fyrir norðan. Við þá endurskoðun laga um Landsvirkj- un, scm rífifestjórnin Icggur til, er nauðsynlegt að taka 61 greina það baráttumál Norðlendinga, að virkjun við Detti- foss verði ákveðin sem næsta stórvirkjun. Landsvirkjun verður ekki sameignarvirkjun allra lands- manna í augum þjóðarinnar nema að fulltrúar allra lands- liluta eigi stjómaraðild að hinni nýju alþjóðarvirkjun. Ákvörðun um að ákveða eða jafnvel lögfesta virkjun Detti- foss, sem næstu stórvirkjun á eftir Sigölduvirkjun er Iíkleg 61 að sameina menn um stefnu ríkisstjórnarinnar í orku- málum. ~ '■■■»-' □ Nauðsynlegt er að vernda fiskisfofnana Heilsuhæli á Norðurlandi TIL SOLU er LÍTIÐ HJÓNARÚM með dýnum og náttborðum. Einnig HÁLFSJÁLFVIRK ÞVOTTAVÉL Uppl. í síma 210-87 f.h. og eftir kl. 5. TIL SOLU er DVERG HONDA Uppl. í síma 1-22-09., FATASKÁPUR og SNYRTIBORÐ til sölu. Uppl. í síma 1-15-37. I ERINDI, sem Ingvar Hall- grímsson, forstjóri Haframi- sóknastofnunarinnar, fluttn á fundi þeim, sem sjávarútvegs- ráðherra boðaði til um land- helgismálið sl. fimmtudag, rakti hann m. a. þróun vciða á ýsu hér við land og ofveiði ýsu- stofnsins. Ilann sagði m. a.: „Ýsustofninn við ísland var talinn sígilt dæmi um ofveidd-. an stofn. Eftir að ýsustofninnl hafði hlotið verðskuldaða hvild á stríðsárunum 1914—1918 var meðaldagsveiði cnskra togara af ýsu um 1000 kg. árið 1920, en var kominn niður í 250 kg. 1937:, Þrátt fyrir stóraukna sókn og bætta veiðitækni féll heildar- ýsuveiðin við ísland á tímabil- inu 1928—1937 úr 60 þúsund' tonnum á ári í 28 þúsund tonn, og ýsuafli íslendinga sjálfra íéll úr 11 þúsund tonnum á ári nið- ur í 4 þúsund tonn á sama tíma. Sú aukning, sem varð á ýsu- stofninum á stríðsárunum fyrri gekk því fljótt 61 þurrðar vegna ofveiði, og 19 árum eftir fyrri stríðslok, árið 1937, var ýsu- stofninn við ísland einn sá nið- urníddasti, sem sögur fóru af. A stríðsárunum síðari 1939—. 1944 hlaut stofninn hvfld á ný og er ýsuveiðarnar hófust fyrir alvöru eftir seinna stríð, nam ársaflinn þegar 33 þúsund tonn um árið 1946 og óx upp í 76 þús- und tonn árið 1949. En nú þoldi stofninn ekki meira álag, veið- inni hrakaði jafnt og þétt og var komin niður í 46 þúsund tonn árið 1952, Sagan frá fyrri stríðsárunum hafði því endur- tekið sig: Bæði> stríðsdmabilin veittú stofninum' niiklá ‘ hvíldj það bættist meira í liann en úr honum’var tekiþ, og er veiðat: hófust að loknu ístríði, gaf stofn • inn góðá véiði fýrst í stað, en>að;( nokkrum árum Íiðnum var álag : ið órðið of mikið, meira var ték ; ið úr stofninum en í hann b'ætt-í: ist, aílt var að falla í sama horf ■sem fyír. — En hið fyrrncfnda ; ár, 1952, færa íslendiiigar út landheJgina, mikilvægum upp- eldisstöðvum svó sem Faxaflóa er lokað og bregðúr þá svo við, að heildarýsuaflinn — svo og ýsuafli fslendinga---vex- hröð- um skrefum næstu tíu árin og nær hámarki árið 1962, 120 þús und tonn, eða um tvö falt það árlega aflamagn, er mcst varð á jrnilli heimsstyrjaldanna tveggja. Menn eru samdóma um, að þessa aukning megi þakka út- þerslu landhelginnar og auk- inni möskvastærð í botnvörpu og dragnót, er komst á um svip- áð ‘ leyti. Þessar ráðstafanir ásanit útfærslunni 1958 höfðu einnig í för með sér, að ýsan fékk að vaxa í friði 2—3 ár lengur en áður, það er, að lengd og þyngd veiddrar ýsu óx að mikluni mun. Mikilvægi þess fyrir þjóðarbúið má t. d. sjá af því að 3ja ára vegur ýsan um 300 grömm, en 5 ára tæp tvö kíló. Hún næstum sjöfaldar þyngd sína á þessum tveimur árum, og sést t. d. á því, hve mikilvægt er, að veiða t. d. 5 ára ýsu í stað 3ja ára. Þyngdar- aukningin er næstum sjöföld, og veit ég ekki um neina betri fjárfestingu. Hér er um afskap- lega mikilvægt mál að ræða fyrir íslenzkan útveg og þjóðar búið í heild, en á meðan erlend- ir aðilar hirða stóran hluta af ýsunni á íslandsmiðum verðum við ekki stjórnendur þróunar- innar.“ □ AÐ UNDANFÖRNU hafa birzt nokkrar greinar í blöðum um nauðsyn þess að reisa nýtt heilsuhæli á Norðurlandi, sem hefði svipað verkefni og Heilsu- hæli N.L.F.Í. í Hveragerði. En það hæli hefur verið yfirfullt alla tíð síðan sjúkrasamlögin fóru að greiða daggjöldin að fullu, svo að umsóknir um hæl- isvist eru þar stundum a. m. k. helmingi fleiri en hægt er að sinna. Má því öllum ljóst vera, að það er meira en tímabært að hefjast handa um að byggja nýtt hæli. Af blaðaskrifum hef- ur komið í ljós, að viðræður hafa farið fram milli félagsskap ar fatlaðra og lamaðra og félags náttúrulækningamanna á Akur eyri. Tel ég það æskilegt, að samvinna geti tekizt með sem flestum félögum og einstakling- um um mál þetta, þar sem það hlýtur að verða mikið fjárhags- legt átak að koma slíkri stofnun upp. Og þar sem auglýst hefur verið eftir fjárframlögum í þessu skyni, þá finnst mér tíma- bært að ræða mál þetta frá fleiri hliðum en gert hefur ver- ið í blöðum til þessa. Fyrsta spurningin, sem í hug minn kemur um þetta mál, er sú, hvar eigi að reisa slíkt hæli. Mývetningar hafa þegar boðið nægilegt landrými fyrir slíka stofnun og þar er nægur jarð- hiti fyrir hendi. Ennfremur er leir nærtækur, en raunar er flutningur á honum algert auka atriði, miðað við alla flutninga frá og til slíkrar stofnunar. En þó að ég unni Mývetningum alls hins bezta, þá tel ég samt flest mæla á móti því að reisa hælið í Mývatnssveit. Eru helztu rök þessi: 1. Veðurfar er miklu verra í Mývatnssveit og raunar í allri Þingeyjarsýslu en t. d. í Eyja- firði. í Mývatnssveit vorar oft seint en haustar snemma að, sumrin því stutt. Nokkra beztu sumardagana fyllist þar allt af rykmýi og mývargi, sem angrar Velrarslarf Leiklélagsins a5 heljasl Nýr íramkvæmdastjóri hefur verið ráðinn í ÞESSAR viku hefjast æfingar hjá Leikfélagi Akureyrar. Leik- listarnefnd, sem kosin var á síð- •asta aðalfundi hefur undanfarn- ar vikur unnið að verkefnavali með stjórninni. Fyrsta verk- efnið verður „Það er kominn gestur“ eftir István Örkeny, pólskan höfund. Þetta leikrit hefur áður verið sýnt hjá Leik- félagi Reykjavíkur og á Egils- stöðum. Leikstjóri verður Arn- ar Jónsson og er áætlað að sýna í byrjun nóvember. Jafnframt mun Arnar stjórna leikriti fyrir barnatíma útvarpsins, er það framhald af „Leyniskjalinu“ eft ir índriða Ulfsson, sem flutt var af félaginu sl. vetur. Eins og kunnugt er hefur Arn ar unnið af miklum dugnaði með félaginu sl. tvo vetur, en mun að þessum verkefnum loknum á förum til útlanda þar sem hann mun kynna sér leik- list næsta vetur. Annað verkefni í leikhúsinu verður svo barnaleikritið „Dýr- in í Hálsaskógi“ eftir hinn kunna höfund Torbjörn Egner. Mun það verða sýnt í byrjun janúar. í vetur er fyrirhugað að sýna a. m. k. fjögur verkefni og í athugun er m. a. íslenzkt leik- rit. Ekki er að svo stöddu unnt að greina frekar frá síðari verk- efnunum, en vonir standa til að Dalvík 28. sept. Sauðfjárslátr- unin stendur yfir og er féð vænna en fyrirfarandi haust, serp munar um einu kílói á kropppþað sem af er. Vinna hefur verið samfelld í frystíþ-úsinu, þótt aflabrögð hafi Verið hcldur léleg um tíma. Björgvjn -var að landa ,i dag um 18 tonnum. Björgúlfur er bilað- úrt ~Eír 4—15 dragnótabátar hafa lagt hér upp auk togbátanna ágælum tveggja svo að frystihúsið hefur fengið allmikinn fisk. Og svo reyta trillurnar talsvert, og meira í sumar en undanfarið. í sveitinni gengur allt vel. Heimtur voru góðar og áfallið í sumar grandaði ekki fé, svo vitað sé. Á Dalvík eru 20 íbúðir í smíð- um, mislangt á veg komnar. Yfirleitt má segja, að mann- lífið sé með ágætum. J. H. Stefán Baldursson, sem nýlokið hefur námi í leikhúsfræðum, verði leikstjóri að einu verk- efni. Félagið hefur gengizt fyrir leiklistarnámskeiðum tvö sl. starfsár með ágætum árangri, og er fyrirhugað framhald á þeirri starfsemi. Mun leiklistar- námskeiðið auglýst innan tíðar. Á undanförnum árum hefur félagið hamrað á því, að nauð- synlegar endurbætur væru gerðar á leikhúsinu. Á sl. ári var sett upp nýtt og fullkomið ljósastýriborð og í sumar var sviðsopið breikkað. Nú eru í athugun breytingar á fatamót- töku og forstofu, til hagræðis fyrir leikhúsgesti, en vinna þarf að gagngerðum endurbót- um hússins, sem allra fyrst. Sigmundur Örn Arngríms- son, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri félagsins tvö sl. ár, lætur nú af störfum og mun hann ætla að dvelja erlendis við leiklistarnám í vetur. Við starfi hans hefur tekið Þráinn Karls- son. Stjóm L. A: er þannig skip- uð: Formaður er Jón Kristins- son, gjaldkeri Guðmundur Magnússon, ritari Guðmundur Gunnarsson, meðstjórnendur Sigurveig Jónsdóttir og Krist- jana Jónsdóttir. (Fréttatilkynning) alla þá, sém útivistar vilja njóta. Jafnvel í húsum inni eru þessi kvikindi til mikilla óþæg- inda. 2. Samgöngur geta orðið mjög erfiðar í miklum snjóavetrum til Mývatnssveitar, jafnvel um hinn svonefnda kísilgúrveg. Er þess skemmst að minnast, að.fé fennti á þessum slóðum í ágúst- mánuði sl. Reynslan er sú, að hér á landi skiptast á hlýrri og kaldari tímabil. Það má því ekki gera ráð fyrir, að -hlýinda- tímabil eins og verið hefur frá því um 1920—1965 standi mjög lengi. Þvert á móti er fn11 ástæða til að ætla, að kulda- tímabil sé að byrja. Ef við fáum veðráttu nokkra áratugi svip- aða því, sem var hér á landi síð- ustu áratugi 19. aldar og 2 fyrstu áratugi. þessarar aldar, þá held ég að það væri ékki hyggilegt að stofna til óþarfa sjúkraflutninga um þær þyggð- ir landsins, sem verið hafa einna snjóþyngstar og harð- viðrasamastar á öllu Norður- landi, að útkjálkum einum undanskildum. 3. Nágrenni kisilgúrverk- smiðjunnar er til leiðinda slíku hæli. Sumir telja, að ryk frá verksmiðjunni geti verið til óþæginda, en ekki er ég svo kunnugur að ég geti um það dæmt. Þetta þarf þó að athug- ast. 4. Mývatnssveit er þegar eftir sóttur staður fyrir ferðamenn. Benda allar líkur til, að ferða- mannastraumurinn aukist með hverju ári, sem líður. Síðast- liðið sumar mátti sjá tjald við tjald á stórum svæðum. Mikinn straum erlendra og innlendra ferðamanna verður að meta til ókosta fyrir hælið. 5. Vegna fjarlægðar frá Akur eyri og öðrum kaupstöðum á Norðurlandi verður lítið um heimsóknir til sjúklinganna. Er þetta ekki svo lítill ókostur. 6. Þá er ótalið það atriði, sem í mínum augum og margra ann- arra er einna alvarlegastur ann- marki á því að reisa hælið í Mý vatnssveit, eða öðrum afskekkt- um stöðum. Hvernig í ósköpun- um á að tryggja það, að þangað fáist læknar, hjúkrunarfólk og sjúkraþjálfarar? Enginn læknir fæst til að þjóna Breiðumýrar- héraði, sem ér þó í einni búsæld arlegustu og fegurstu sveit landsins, við hlið tveggja fjöl- mennra skóla, á krossgötum með greiðar samgöngur til allra átta. Enginn læknir fæst til að þjóna þorpunum á Norðaustur- landi frá Húsavík til Vopna- fjarðar. Það verður að athugast í þessu sambandi, að það er mikill munur á að dvelja í Mý- vatnssveit í sumarleyfi eða seti ■ ast þar að um árabil. Ég læt þessa upptalningu nægja, þó að ekki sé allt upp talið, sem ég hef heyrt nefnt þessu sambandi. Mun eg nú fáum orðum fyrir mitt ieyt svara spurningunni um pac, hvar hælið eigi að rísa ai grunni. Svar mitt er hiklaus það, að hælið eigi að reisa í 5— 15 km. fjarlægð frá Akureyri, Það er í mínum augurn fjar ■ stæða að byggja slíka stofnun i mikilli fjarlægð frá fólkinu, sen. kemur til með að nota hælic mest. En öllum má ljóst vera, að flestir sjúklinganna hljótá afv verða frá Akureyri og Eyjs- fjarðarsýslu, ásamt Ólafsfirð og Siglufirði, því að á þessu svæði eru langflestir íbuarni’' Það er líka alveg víst, að á Ak ureyri verður höfuðmiðstöf’ læknaþjónustu utan Reykjavík- ur. Hið nýja hæli á því ao erða í skaplegri fjarlægð frá Fjórð ■ ungssjúkrahúsi Akureyrar, er, þaðan munu koma flestir aftur ■ batasjúklingar. Nú hefur boðizt iand undi hælið að Stokkahlöðum í Eyja- firði. Ef nægilegt heitt catr fæst úr næstu laug (Hrafnagils ■ laug syðri), þá væri hælið ai mínu viti hvergi betur seit er á svæðinu Stokkahlaöir— Hrafnagil. Það er alkunna, ac veðurfar í Eyjafirði framai Akureyrar er einna bezt a öllr landinu. í því sambandi má benda á, að það sem mórgun þykir leiðinlegast við Heiisu • hælið í Hveragerði er einmitr, veðurfarið, þó að þar se ekk snjóþyngslum fyrir að fara, Nv munu standa yfir rannsóknir ; laugunum í kringum Hrafnagii og fæst vonandi úr því skoric áður en langt um líður, hvort þar fæst nægilegt heitt vatn. Er. ef það bregst, þá tel ég Skjaldar vik næst bezta staðinn. Geri éf þá ráð fyrir, að heitt vatn faisr frá Laugalandi á Þelamörk, er þar rennur nú mikið magn af 96 gráðu heitu vatni ut í Hörga, engum til nytja. Ég lýk við þessar hugleiðing- ar að sinni. Tel nauðsynlegt, aö um þetta mál verði rætt og rit- að fyrr en seinna, þar sem aug ljóst er, að sínum augum iitl hver á silfrið í þessu mali sen . öðrum. En að lokum leyfi ég mér að skora á alla Norðlena- inga að styðja þetta aðkalland:. mál og styrkja, svo að hælio komizt upp áður en langir tim- ar líða. Akureyri, 24. sept. 1971 Árni Bjarnarsou. ■ Slýrim.skóli á Akureyri Fyrsti bekkur starfræktur í vetur f VETUR verður 1. bekkur Stýrimannaskólans starfræktur á Akureyri, samkvæmt lögum frá 1966, þar sem gert er ráð fyrir, að 1. bekkur starfi til skiptis á nokkrum stöðum á landinu. Guðmundur Steingrímsson stýrimaður á Akureyri veitir skólanum forstöðu og eru þegar komnir yfir 20 nemendur. Hér er um að ræða ánægju- lega viðbótargrein í skólabæn- um og vonandi verður framhald á þessu námi. Skólinn starfar í 6 mánuði og verður hann settur 1. október. — Sjá auglýsingu á öðrum stað, □ Guðmundur Steingrímsson,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.