Dagur - 19.01.1972, Side 4

Dagur - 19.01.1972, Side 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og óbyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Bjart framundan BLÍÐVIÐRI það, er enn stendur liér á landi, og orðið er undrunar- efni, hófst á jólum. Er jörð nú víðast klakalaus orðin á láglendi, vegir landsins greiðfærari en um hásumar og von til þess, samkvæmt reynsl- unni, að hvorki komi hér eftir gróð- ureyðandi svellalög né djúpfrosin jörð, á þessum vetri. Löngu verkfalli sjómanna á far- skipum er lokið, án verulegs vöru- skorts í landinu. En allsherjarverk- falli því, sem yfirvofandi var, var af- stýrt og samningar til tveggja ára undirritaðir 4. desember. Bátaflot- inn hefur þegar siglt úr höfn og án tafa af síðbúnum samningum, svo sem oft hefúr áður orðið. Atvinna í landinu er meiri en oftast áður á síð- ustu tímum, kaupgeta almennings er mikil og þjóðarliagur góður eftir liag fellt nýliðið ár. Ástæða er því til verulegrar bjartsýni, þó að fram- leiðslu markaðs- og atvinnugóðæri séu verðbólguskapandi þættir efna- liagsmálanna. Útfærsla landhelginn- ar, sem nú ber hæst í þjóðmálunum og Islendingar hafa sameinazt um, á að geta veitt landsmönnum tækifæri til aukinna fiskveiða á landgrunninu og hagfeldari sjósóknar. En jafn- framt, og engu síður, ber að stefna að fullnýtingu sjávarafla og kasta endanlega fyrir borð hinum þaul- sætnu hráefnissjónarmiðum, sem of lengi hafa mótað stefnuna. Styrkari ríkisstjórn, betri markað- ir og ákveðin stefna í útfærslu land- helginnar liafa samanlagt aukið mjög bjartsýni allra þeirra er við út- gerð fást. Kaup á þrjátíu nýtízku togurum, sem nii eru þegar gerð eða eru í undirbúningi, undirstrikar þessa nýju bjartsýni. En togarafloti landsmanna minnkaði um nær helm- ing í valdatíð fyn-verandi stjórnar. Á heimaslóðum eru málefni Slipp stöðvarinnar í brennidepli og gefa nýorðnar breytingar þar, auk fjár- hagsaðstoðar, nokkur fyrirheit. Lax- árdeilan er enn óleyst en nýir menn hafa verið kvaddir þar til starfa. Má vænta þess af nýrri Laxárvirkjunar- stjóm, að hún bjargi því sem bjargað verður í töpuðu máli, en raforku- hungrinu verði af létt eftir nýjum leiðum. Að samanlögðu virðist bjart fram- undan á ýmsum sviðum, þótt marg- an vanda þurfi að leysa. □ B E R G M A L Dánarminnmg Þórdísar jónsd. frá Hamraborg NÝÚTKOMIN skáldsaga hefst á spurningu höfundar, hvað sé hægt að segja um unga konu, sem kvatt hefir líf og starf, sem naumast var nema ný hafið. Svar hans verður það, að jafn- vel í því tilfelli er hægt að segja stóra, sanna sögu. Þetta svar skáldsins þarf að vísu engum að koma á óvart; lífið, jafnvel í hinni smæstu smæð, er alltaf stórt. En manns- hjartað er með þeim undrum gert, að á það verður ekki lögð mælistika. Stærð þess er óskil- greinanleg. Eins hitt hvenær það er stærst og með hverjum hætti. Og á mannsævina verður engin mælistika lögð, sem nokk urt fullnægjandi svar gefur ein- um eða neinum, hvort sem hún er löng eða stutt. Spurning skáldsins er hins vegar áleitin; því áleitnari að vísu, sem mannsævin er styttri og endar sviplegar. En svarið verður ætíð hið sama. Saga hennar alltaf undursamleg og stór. Þórdís Jónsdóttir fæddist að Halldórsstöðum í Reykjadal, 7. október 1934. Hún var yngst af sex börnum hjónanna Friðriku Sigfúsdóttur og Jóns Friðriks- sonar, sem síðar bjuggu á Hömr um í sömu sveit um langt ára- bil. Þar ólst Þórdís upp, og um þann stað orti Guðfinna Jóns- dóttir, skáldkona: „Ég bjó undir hömrum. Bergið var líf og sál, svo blátt og svart. Oft strauk ég það höndum mínum. Og bærist því hljómsins skæra silfurskál, það skalf eins og fiðlu- strengur í mætti sínum.“ Og síðar í sama ljóði: „Og björgin endurómuðu gleðiljóð, en unað þöglan gátu við hjartað falið. Svo skilur vor hug og bindur bernskuslóð. Þar birtist sál þess lands, er oss hefur alið.“ Þórdís Jónsdóttir ólst upp við ástríki góðra foreldra og syst- kina, og við söng og trúarljóð, ættjarðarljóð og „gleðiljóð“. Sá söngur og þau gleðiljóð fundu ekki aðeins bergmál í hömrun- um ofan við bæinn, heldur einnig í hug og hjarta þess fólks, sem byggði dal hamranna allan og þó enn víðar. En sjálf var hún frá fyrstu bernsku sterkast bergmál söngs og gleði; ekki einungis vegna áhrifa uppeldis og heimilis, heldur einnig vegna meðfæddra hæfileika; hún hafði góða söng- rödd og var ríkulega næm á túlkun ljóðs og lags. Söngur og gleði mótuðu skapgerð hennar og hún var alla tíð umleikin hvoru tveggja af hógværð en örlátri gjafmildi. Hinn 25. nóvember 1956 gift- ist Þórdís Jónsdóttir unnusta sínum, Illuga Þórarinssyni frá Borg í Mývatnssveit. Þau yfir- gáfu ekki æskubyggð hennar, en bjuggu næstu ár við þröng- an kost á fleiri en einum stað í dalnum og allajafnan við lítinn veraldarauð. Síðan réðust þau í það stór- virki að byggja sér hús í þétt- býliskjarna dalsins. Nefndu þau hús sitt Hamraborg. Þetta var ærið átak ungum hjónum, sem nutu lítillar aðstoðar þess þjóð- félags, sem landið byggir; því þjóðfélagið er stórlátt og horfir hærra en svo, að það sinni söng fuglum, sem byggia sér hreiður á vordögum. Því sést yfir hvammana, þar sem lítil hús rísa, en sér því betur hallirnar á hæðunum. Illugi Þórarinsson vann á vélaverkstæði í námunda við heimilið, þar sem hann vann sér traust allra, sem þangað leituðu, vann af trúmennsku og veitti að lokum verkstæðinu forstöðu. Hann aflaði sér nokkurra auka- tekna með næturvökum í hljóm sveitum á gleðisamkomum, en var jafnframt ágætur heimilis- faðir, góður eiginmaður og upp- alandi ungra barna. Þórdís Jónsdóttir söng í kirkjukór safnaðarins og fleiri söngfélögum sveitarinnar, hvar gjald kemur ekki fyrir, en hóf síðan og jafnframt vinnu utan heimilis, í útibúi kaupfélagsins í nágrenni þess. Þar vann hún að vísu oftast hluta úr deginum, en varð síðan þegar heim kom, að vinna heimilisstörfin, sem voru oft ærið erilsöm. Við hvoru tveggja störfin nutu mannkostir hennar sér vel og hún ávann sér vinsældir allra. Þrek hennar, óralangan vinnu- dag var ótrúlegt. Þórdís og Illugi eignuðust fjögur börn. Það elzta er nú sextán ára, en hið yngsta sex ára. Fyrir fáum missirum kenndi Þórdís sjúkdóms þess, sem reyndist hinum færustu lækn- um ofviða. Þá hófst fyrir henni það stríð, sem hún að vísu hlaut að tapa, þótt hún hins vegar héldi velli til þess síðasta. Eftir að stríðið hófst, hélt bergmál söngs hennar og gleði áfram að hljóma unz það hlaut að fjara út í óskilgreindan fjarska. Og þá hófst einnig hin þjak- andi bið eiginmanns og annarra ástvina, sem í öðru Ijóði, en fyrr er til vitnað, er orðað svo: „Ég er að bíða. Ég á von á gesti, og ég veit ekki daginn nær hann kemur, né heldur stund . .. . “ Þórdís andaðist á Landspítal- anum í Reykjavík 20. desember 1971, eftir sárar þjáningar. Hún var jarðsungin að Einarsstöðum í Reykjadal, 30. desember að viðstöddu miklu fjölmenni. Þannig er í stórum dráttum ramminn um líf þessarar ungu konu. En það er aðeins ramm- inn. Innan hans er saga, sem Dýrin í Hálsaskógi ekki verður sögð, sem fyrst og fremst er skynjuð og lifir í minningu allra, sem þekktu Þór dísi; vakir þar og lifir sem „bergmál“ og „hljómsins skæra silfurskál“. En sú saga kemur þó mannlífinu öllu harla mikið við. Þórdís Jónsdóttir gekk ekki fram fyrir skjöldu í baráttumál um. Hún var ekki kjörin til for- ustu í félögum, né heldur kosin á þing. En hún var fús til starfa og tilbúin til starfa, hvenær og hvar sem hún vissi sín þörf. Hún var maður, í þeirri merk- ingu þess orðs og af þeirri mann gerð, sem lífið hefir óþrjótandi þörf fyrir. Bærinn hennar í hvamminum við þjóðveginn stóð öllum op- inn. Þar var gestkvæmt og gest- risni, sem átti ekki takmörk. Þar var hjartahlýja og hjarta- rúm. Þar var gleði. Þangað var endalaust leitað skjóls og yls og gleði. Þar var umburðarlyndi og' takmarkalaus góðvild. Og bergmál þessara mannkosta barst um langan veg. Og þeir voru svo einlægir og mannlegir að til hennar laðaðist ungt fólk eins og þær jurtir, sem leita sér sólskins og hlýju. Gestkoma þess og margra anr.arra og gest risni heimilisins var ærin við- bót alltof löngu og erfiðu dags- verki. En hún var þjónusta við mannlífið. Og þessi þjónusta Þórdísar náði út fyrir heimili hennar. Þegar sízt varði var þessi unga kona, sem svo lítið fór fyrir á akreinum hraðbrautanna, skyndilega mætt við hlið þeirra vina, sem ef til vill voru að ganga þyngstu spor lífs síns, þótt v'æri jafnvel flestum hulið, en sem Þórdís skynjaði af næm- (Framhald á blaðsíðu 2) NORRÆNA SUNDKEPPNIN — OG SUNDLAUGIN OKKAR Fyrir nokkrum vikum heyrði ég í útvarpi rætt við formann sundráðs Reykjavíkur---að mig minnir — og m. a. sagði hann, að ákveðin væri Norræn sundkeppni á næsta sumri. Það eru enn liðin þrjú ár frá síð- ustu keppni, og því mál komið að reyna með sér á ný! Einnig kom í ljós í viðtalinu, að breytt yrði fyrirkomulagi keppninnar þannig, að hverjum og einum skyldi heimilt að synda 200 metrana svo oft, sem hann lysti, — þó ekki nema einu sinni dag- hvern meðan keppnin stæði, — — og allt talið. Hér er um gagn- gerða breytingu að ræða, sem vissulega getur valdið miklu um úrslit keppninnar. Á hvern hátt það yrði, er ekki gott að gizka á fyrirfram, en þar sem aðstaða er eins góð og hér á Ak. og í Rvík til sunds, ætti þetta að auka þátttöku (þ. e. hækka töl- ur) að miklum mun. En erfitt verður að fylgja þessu eftir, svo að rétt verði fram talið á hverj- um stað að lokum. En þar er nú víst alltaf og víða pottur brot- inn. Kynning á þessu ætti nú að fara að berast landslýð öllum. Mikilsvert væri fslendingum að keppnin yrði hafin meðan börn og æskufólk er í skólastarfi, og að frá skóla sé fylgt eftir, að nemendur syndi 200 m a. m. k. einu sinni. Og til þess þyrfti að byrja 1. maí (í stað 15. áður) því að skólar hætta hér fyrr en á hinum Norðurlöndunum, sumarfríið styttra þar. Hér er unga fólkið farið að tvístrast og vinna meira og minna síðari- hluta maí, og að enn fyrrihluta Sviðsmynd. LEIKFÉLAG AKUREYRAR frumsýndi barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi á laugardaginn og hafði tvær sýningar á sunnudag inn. Voru þær allar vel sóttar og var leiknum ágætlega vel tekið. Höfundur leiksins er Thor- björn Egner, norskur maður, þýðandi óbundins máls er Hulda Valtýsdóttir en Kristján skáld frá Djúpalæk þýddi söng- textana. Leikritið fjallar um dýrin í Hálsaskógi, svo sem íkorna, uglu, broddgölt og kráku, einnig bangsa, mýslu, ref o. fl. Oll þessi dýr eru önnum kafin og þau eiga mörg áhugamál og umræðuefni, eins og gefur að sept. Keppnin mætti eins standa í 5 mín. Ráðamenn íslands í þessari Norrænu keppni mættu athuga þetta. Ég kom í Sundlaug Akureyr- ar og „pottinn“ sl. sunnudag og líkaði sem fyrr sérlega vel. Ég sá, að svo var um fleiri, því að sjá mátti og heyra um alla laug gleði ungra og vaxinna og full- ur var „potturinn“ öðru hvoru. Enda var veðrið gott — eins og aðra daga nú, dásamlegt:------ Stillt, bjart og hlýtt, og sund- laugin svo góð, að unun var að svamla þar tímum saman. Ég tala nú ekki um „pottinn"! Við ættum ekki að gleyma að vera þakklát skaparanum og bæjarstjórninni okkar, sem hjálpast að, og veita okkur, bæj arbúum, slíka aðstöðu um há- vetur, hér norður undir mörk- um hins byggilega heims! Góða tíðin kostar skaparann e. t. v. ekki mikið, en bæjarstjórnin (með aðstoð okkar hinna!) kost- ar miklu til að hita „pott“ og laug, þótt skaparinn og kalda landið okkar eigi þar líka sinn þátt-----hver þó ætti að vera meiri: heita vatnið í Glerárgili kemur ekki fram eins og vera ætti. Það er undarlegt, að hag- fræðingar, verkfræðingar o. fl. á vegum bæjarins skuli ekki fá því komið í framkvæmd að leiðslan fyrir heita vatnið sé endurbætt. Búið er að leggja nýjar pípur upp undir Glerá, en ofar eru pípur lekar og illa varðar, svo að laugavatnið, sem kemst alla leið er að mun minna að vöxtum og hitamagni en vera ætti. Það kostar mikið að hita laug og „pott‘ með raf- magni, svo sem nú er gert, og (Ljósmyndastofa Páls) skilja. Skógurinn er umhverfi þeirra allra og þar gerast ævin- týrin. Hér er um að ræða barna leikrit, sem mun verða vel sótt og þess virði að lofa yngstu borgurunum að horfa á það. Leikstjori er Ragnhildur Steingrímsdóttir, spm orðin er mjög vön að setja hin ólíkustu leikhúsverk á svið. Leikendur eru hátt í tuttugu talsins. Þeir eru: Saga Jónsdóttir, Þráinn Karlssón, Kristjana Jónsdóttir, Nanna Leifsdóttir, Eggert Ólafs son, Þórhalla Þorsteinsdóttir, Sigríður Sigtryggsdóttir, Jón- steinn Aðalstéinsson, Sigurveig Jónsdóttir, Hilmar "Malmquist, Hermann Arason, Marinó Þor- óvíða gæti bærinn lagt í hag- kvæmari fjárfestingu en með því að ljúka endurbót hitaleiðsl unnar upp í Glerárgilinu. Er ekki nú tækifderi til þess; tals- vert um atvinnulausa menn og tíð hagstæð? Sundlaug Akureyrar er vel notuð; hópar frá 'skólum bæjar- ins eru þar flesta daga nú kl. 8—17, (5-^-6 daga vikunnar) úti og inni, ,K1.. 7.30 kemur alltaf góður hópur áhugasundmanna á ýmsum aldri. Gætu þó verið fleiri, og mættu aðrir taka sér þá" til. fyrinnyndar og koma í hópinn. Mörgum veitir ekki af að „þjála“, liðka sig og efla til heilsubótar, hvað sem keppni líður. Eftir kl. 17 á daginn er opið fyrir almenning. Nú, vjð styttan vinnutíma gefst mörgum betra tækifæri- að sinna heilsurækt — og er' þá gatt hér að koma. Á fimmtud. er sértími kvenna, 14—100 ára, og er oftast vel sóttur. Þá er lífsins notið úti og inni, í „potti“, gufuba.ði og við sund. Þar er þá líka hægt að fá leiðbeiningar og kennslu. Ein, sem byrjaði, ósýnd í haust, er nú búin að sleppa kút og leikur sér við 200 metrana í sumar! Þjón- ustan er mjög góð i sundlaug- inni, en starfsliðið þyrfti þó oft að vera fléira, eftirlit-ekki sem skyldi — og ræður þar kostnað- urinn. Það lágast, þegar leiðslan að ofan er heil orðin, og kostn- aður við upphitun hefur minnk- að verulega. Akureyringar! Þakkið, með því að koma í sundlaug og grípa sundtökin. „Brekkukoti“ 12. jan. 1972. Jónas Jónsson. '.*.*.*•*•*•*•*•*•’•*•*•*• • • ••••.*.*.*.••*•*•*•*•*•*•*•*****•*•** • * *,'.•.•.'.■.'.*.*.*.*•*•*•*•*•*•*» •*••_• • _• .•.*.*.•,•.•.•,*.'.'.'.*. .......... • • ••,•,*,*.•.•.*.'.*•*.*•'. .... ‘,*,*1',*,',*.V.*.*.*.'.*.'.........................'.*.*.*.* •.*»*.*.*.*•*•*•*•*•*•*•’•*•*•’• • •' steinsson, Aðalsteinn Bergdal, Gestur E. Jónasson, Helgi Jóns- son, Stefán Arnaldsson og Helga Sigurðardóttir. Sextugur sæmdarmaður Málun leiktjalda annaðist Aðalsteinn Vestmann og Jó- hann Sigurjónsson. Búningar voru fengnir að láni hjá Þjóð- leikhúsinu. Ljósameistari er Árni V. Viggósson, en smíði leik tjalda og muna önnuðust Þrá- inn Karlsson og Gestur E. Jónas son. Söngstjóri og undirleikari var Áskell Jónsson. Hér hefur Leikfélagi Akur- eyrar vel tekizt um efnisvalið, og er sómi að sýningunni. í leikhúsinu er sýning teikn- inga, er börn gerðu um Línu langsokk er flutt var í fyrra. Verðlaun hlaut Halla Einars- dóttir, en nokkrar aðrar telpur hlutu viðurkenningu, svo og Glerárskólinn fyrir mikla og góða þátttöku í þessari keppni. Verðlaun voru afhent á frum- sýningunni. PÁLL Gíslason á Aðalbóli á Jökuldal, varð sextugur í gær. Hann er fæddur að Skógargerði á Fljótsdalshéraði, 18. janúar 1912, sonur Gísla fræðimanns og bónda Helgasonar og konu hans Dagnýjar Pálsdóttur. Að- eins tveggja ára gamall fór hann í fóstur til móðurbróður síns, Páls Pálssonar á Krossi og ólst þar upp til 18 ára aldurs, en fór þá í Laugarvatnsskóla. Eftir tveggja vetra nám þar lá leiðin til Akureyrar, þar sem hann dvaldi næstu 4 árin við ýmsa vinnu bæði til sjós og lands. Árið 1942 hóf hann svo búskap á Ekkjufelli eystra og var þar þrjú ár, en flutti þá á hið forna höfuðból í Hrafnkels- dal, Aðalból, og hefir búið þar síðan. Páll kvæntist árið 1938, Ing- Um jól í Ólafsfirði Ólafsfirði 10. janúar. Fyrri hluta desember var hér norðan og norðaustan hríðarveður öðru hverju. Snjóaði stundum svo mikið, að allir vegir tepptust og snjóflóð féllu á Múlaveg hvað eftir annað. Á aðfangadag jóla var logn- hríð og hlóðust snjókornin eins og glitrandi kristallar. Fallegri jólasnjó var ekki hægt að hugsa sér. Á jóladag birti upp og síðan hefur ekki komið snjókorn úr lofti. Þriðja í jólum var þíðviðri, sem helzt svo fram á nýársdag, en síðan hefur verið frost öðru hverju, en annars bezta veður. Hér átti að messa á annan dag jóla, en af því gat ekki orð- ið vegna þess að Múlavegur var lokaður og prófastur komst ekki frá Dalvík. En fyrrv. prestur okkar, séra Einar Sigurbjörns- son, er var hér gestkomandi. 2. janúar kom svo prófesturinn, messaði og skírði tvö börn. Loks fengum við lækni hing- - Nýr skóli . . . (Framhald af blaðsíðu 8) nú eru fullgerðar, eru fjórar kennslustofur, bókasafnssalur, skólastjórastofa, kennarastofur og geymslur. Ein kennslustofa er sérstaklega ætluð fyrir eðlis- og efnafræðikennslu. Henni fylgja tvær tilraunastofur bún- ar nútíma þægindum. í C álmu á að koma fatageymsla nemenda og snyrtiherbergi stúlkna og pilta. Skólahúsið teiknuðu arkitekt- arnir Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir. Verkfræðilegur ráðunautur var Vífill Oddsson, verkfræðingur. Byggingameist- arar við byggingu skólans voru Gunnlaugur Magnússon, bygg- ingameistari og Svavar B. Magn ússon, byggingameistari. Alla fagvinnu við byggingu skólans leystu heimafagmenn vel og myndarlega af hendi. Kl. 5 síðdegis á laugardaginn hafði bæjarstjórn Ólafsfjarðar og fræðsluráð kaffiboð í Tjarn- arborg. Þorvaldur Þorsteinsson, formaður fræðsluráðs, bauð gesti velkomna og stjórnaði hóf- inu. Ávörp fluttu Lárus Jóns- son, alþingismaður, og Ásgrím- ur Hartmannsson, bæjarstjóri. Almennum söng undir borðum stjórnaði Jón Frímannsson. Að lokum þakkaði formaður fræðsluráðs heillaskeyti og góð- ar óskir er forráðamönnum skól ans bárust í tilefni dagsins. B. S. , að rétt fyrir jólin og þurftu margir til hans að leita. Hætt er við að jólafríið hans hafi ver- ið stutt og ónæðissamt, því að flesta dagana var hann að störf- um frá morgni til kvölds. Hann heitir lafur Ólafsson og fór sl. laugardag til sinna starfa syðra. Fylgir honum hlýhugur allra þeirra^ er hann liðsinnti hér á þessum skamma tíma. Annar læknir kom svo sama daginn og Ólafur fór, Jósep Ólafsson. Von um við að hafa hann lengur en hinn. Skátar komu upp raflýstu ár- tali í fjallinu fyrir ofan bæinn og var kveikt á því kl. 5 á gamlársdag. Skein ártalið 1971 við bæjarbúum til kl. 12 á gamlársdagskvöld, en þá var því breytt í 1972. íþróttafélagið Leiftur gekkst fyrir áramótabrennu á söndun- um vestan við bæinn. Atvinnulíf var dauft svo sem venja er á þessum árstíma. Þó vitjaði mótorbáturinn Anna um þorskanet sín milli jóla og ný- árs og fékk upp í þrjár smá- lestir í róðri. En síðustu dagana er aflinn tregari í netin. Arnar, sem rær með línu, hefur verið að fá allt upp í þrjár smálestir í róðri nú eftir áramótin. Nú eru stóru fiskiskipin okk- ar ekki orðin nema þrjú. Eitt af þeim, Sæþór, er í slipp á Akur- eyri. Sigurbjörg sigldi á laugar- daginn til Englands með 60 smá- lestir. Stígandi kom í morgun með 36 smálestir. B. S. - Fréttir frá Latisum C' (Framhald af blaðsiðu 1). bóndi þar síðan 1948. Hin síð- ustu ár hefur Haraldur unnið manna mest að endurreisn glím unnar í héraðinu. Kvæntur er Haraldur Málfríði Sigurðar- dóttur frá Arnarvatni og eiga þau 7 börn. Jón varð með fyrstu mönnum í héraði til að stjórna jarðýtu og vann víða að vegalagningu í sýslunni. Síðari ár er hann vél- stjóri á togurum en á heimili að Valagili, býli í land Einars- staða. Kvæntur er Jón Helgu Þráinsdóttur frá Húsavík og eiga þau eina dóttur barna. Hinn 1. des. opinberuðu trú- lofun sína Gyða Haraldsdóttir, Hólum í Hjaltadal og Hermann skarsson, Laugum. Um jólin opinberuðu trúlofun sína Guð- björg Herbertsdóttir, Sigriðar- stöðum, Ljósavatnsskarði og Jón Kristján Brynjarsson, Glaumbæ, Reykjadal. G. G. miklum dugnaði fram á þennan dag, eftir efnum og ástæðum. Mun safn hans nú telja meira en 5000 bindi góðra bóka og rita auk mikils blaðasafns. Ver hann öllum frístundum sínum frá bú • skapnum við að hlvnna að bók - um sínum. Hann les mikið og er vel fróður. um sögu lands og þjóðar, menn og málefni, end: gefast oft rólegar stundir til bók lesturs á löngum vetrarkvöld ■ um á einu afskekktasta býl:. landsins, við rætur Vatnajökuls. Páll er allur mikill að vallar- sýn, hár og herðabreiður, trausr, ur og trygglyndur og hinn mesti höfðingi í sjón og raun. Gest- risni og greiðasemi þeirra hjóna þekkja allir, sem gist hafa hio vinalega heiðabýli. Páll er hraustmenni hio mesta, og landskunnur fyrir það afrek að komast úr Jökulsá á sundi, þegar kláfferjan við Brú. slitnaði niður með hann og steypti honum í ólgandi jökul- vatnið. Hann er í engu meðal- maður og því spái ég, að þenna sögukunna stað, eigi húsbónd ■ inn á Aðalbóli og fjölskylda hans eftir að hefja til sömu frægðar og á dögum Hrafnkelu Freysgoða. Um leið og ég sendi Páli mín- ar innilegustu afmæliskveðjui, vil ég um leið þakka þeim hjón- um margar ógleymanleg'ai.’ ánægjustundir, sem ég hefi át.; á heimili þeirra. Páll Gíslason. Árni Bjarnarson. Elzti maður landsins ELZTI íbúi þessa lands, Pétur Friðbjörn Jóhannsson, Aðal- stræti 13, Akureyri, var jarð- settur á Möðruvöllum í Hörgár- dal 29. desember sl. En fyrr þann sama dag fór fram minn- ingarathöfn í Akureyrarkirkju og kom margt fólk á báða þessa staði til að kveðja þennan elzta samborgara sinn. Pétur var fæddur 22. maí árið 1868 í Garðshorni í Kræklinga- hlíð. Foreldrar hans voru Jó- hann Jónsson, sem þar bjó og kona hans, Málfríður Péturs- dóttir, ættuð af Svalbarðs- strönd. Með foreldrum sínum dvaldi hann til fermingaraldurs, en fór þá að heiman og vann fyrir sér. Uppkominn gerðist hann bóndi, sem forfeður hans og mun lengst hafa búið á Blómst- urvöllum í Glæsibæjarhreppi og á Hallgilsstöðum í Arnarnes- hreppi. Síðast bjó hann á Efri- Vindheimum á Þelamörk, þar sem kona hans, Sigríður Manas- esdóttir, andaðist 1928. Brá hann þá búi og átti lengi lög- heimili hjá Jónu Þórdísi dóttur sinni og Sigurvini Jónssyni á Djúpárbakka. En síðustu tvo áratugina dvaldi hann hjá ann- arri dóttur sinni og tengdasyni; Lovísu Sigríði og Jóni Svein- björnssyni, Aðalstræti 13, eða þar til 31. ágúst í sumar, er hann veiktist og var fluttur í Fjórðungssjúkrahúsið, þar sem hann andaðist 17. desember. Auk dætranna tveggja, áttu þau Pétur og Sigríður synina Steindór, sem búsettur er á Akureyri, Guðmundur Karl, yfirlækni, sem er látinn og Snorra, bónda á Skipalóni. Ævi Péturs spannaði langa og viðburðaríka sögu. Hungrið gerði sig heimakömið víða um land á uppvaxtárárum hans, enda flúðu þá fjölmargir vestur Pétur F. Jóliannsson. i um haf. Hús almennings voru úr torfi og grjóti og bæði lek og köld, vegir og brýr naumast til, engin vélknúin farartæki n landi, hvorki sími, útvarp eða rafmagn, fiskibátar knúðir ár- um. Pétur vann oft á Möðruvöli- um, var þar á skólastjórnarár- um Hjaltalíns og Stefáns, og löngu síðar hjá Sigurði Stefáns- syni vígslubiskupi, og mun þetta allt hafa verið honum góð- ur skóli. Hann lifði það öllum öðrum fremur, að sjá og reyna tímana tvenna, fátækt, iand- flótta og umkomuleysi, og síðar örar framfarir og batnandi efna- hag þorra þjóðarinnar. Hin mikla lífsorka Péturs, langlíf.1 og andlegt þrek þar til nú i smnar, er mönnum undrunar- efni og leiðir hugann að kjarna þeirra kynslóðar, sem nú er horfin af sviðinu og lagði grund völlinn að nýju framfaraskeiði þjóðarinnar. E. Do [/ unni Einarsdóttur hinni mestu myndar- og dugnaðarkonu frá Fellsseli í Fellnahreppi, Eiríks- sonar bónda frá Bót og konu hans Kristrúnar Hallgrímsdótt- ur. Hafa þau eignazt 9 börn, 5 drengi og 4 stúlkur, sem öll eru hin mannvænlegustu eins og þau eiga kyn til. Þegar þau hjón hófu búskap á Aðalbóli voru öll bæjarhús mjög hrörleg og sum að falli komin, en nú hafa þau reist stór myndarlegt íbúðarhús tveggja hæða, sem ekki á aðeins að hýsa stóra fjölskyldu heldur einnig eitt hið mesta bókasafn í sveit á íslandi. Páll hóf að safna bókum aðeins 25 ára gam- all og hefir haldið því áfram af

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.