Dagur - 26.01.1972, Side 1
Dagur
LV. árg. — Akureyri, miðvikudagiim 26. janúar 1972 — 4. tölublað
Franski togarinn aS koma
KALDBAKUR landaði í Grims-
by 7. janúar 88 tonnum og seldi
aflann fyrir 15.120 pund eða kr.
38.03 pr. kg.
Svalbakur landaði á sama
stað 11. janúar 117 tonnum.
Verð 20.491 pund eða 38.80 pr.
Harðbakur landaði 3. janúar
í Grimsby 89 tonnum. Seldi
fyrir 15.696 pund eða kr. 37.50
kr. kg.
Sléttbakur landaði 11. janúar
einnig í Grimsby 98 tonnum.
Verð aflans var 18.605 pund eða
42 krónur kílóið.
Harðbakur er í siglingu en
hinir togararnir eru á veiðum.
Áki Stefánsson togaraskip-
stjóri er, ásamt nokkrum öðr-
um, farinn til Buologne í Frakk
landi til að sækja nýkeyptan
togara U. A., sem væntanlega
verður tilbúinn til afhendingar
fyrir mánaðámótin. Q
Dalvík
UM miðjan mánuðinn komu
hingað 12—1300 minkar, tvær
tegundir, keyptir frá Sauðár-
króki og Akranesi.
Eigandinn er Þorsteinn Aðal-
steinsson útgerðarmaður á Dal-
vík, sem keypti af hreppnum
íbúðarhúsið á Böggvisstöðum,
fékk þar ennfremur stóra lóð og
hefur byggt vandað hús fyrir
loðdýrin og sett upp trausta
girðingu umhverfis það. Skarp-
héðinn Pétursson er þar bú-
stjóri. Mun í ráði að stækka
búið til muna. Mestur hluti fóð-
ursins fæst hjá frystihúsinu á
Dalvík.
Stofnkostnaður nú er um 12
milljónir króna, þar með talin
dýrin og gamlar og nýjar bygg-
ingar.
Félagsútgerð Aðalsteins Lofts
sonar er að byggja frystiaðstöðu
Vinningaskrá Happ-
drættis Framsóknar
1. Bifreið: nr. 9203.
2. Snjósleði: nr. 31970.
3. Sunnuferð: nr. 9320.
4. Segulbandstæki I: nr.
35155.
5-10. Reiðhjól: nr. 3842, 18365,
23168, 26501, 31574, 37500.
11-12. Segulbandstæki II: nr.
21949, 37771.
13-15. Mynd-sýningavélar: nr.
6893, 16414, 43853.
16-25. Sportvörur: nr. 9684,
13343, 18776, 18964, 20750,
26435, 28990, 31396, 32607,
44859.
26-50. Bækur: nr. 1618, 1824,
3157, 5674, 5967, 7470,
8502, 10130, 11873, 15471,
15795, 16615, 19523, 20629,
23486, 23914, 32980, 34937,
35633, 39896, 40061, 40176,
42204, 42544, 43432.
(Birt án ábyrgðar).
við fiskmóttökuhús sitt hér á
staðnum, og er félagsútgerðin
mikill atvinnuveitandi hér. Bát-
ur hennar, Loftur Baldvinsson,
er nú að búast til loðnuveiða,
mun halda úr höfn í dag eða á
morgun.
Snjór er orðinn um 40 senti-
metrar, jafnfallinn. Fólksbíla-
færi er því ekki.
Togbátarnir eru báðir inni
eins og er. Dauft er yfir atvinnu
lífinu ennþá, enda hefur lítið
fiskazt það sem af er árinu.
J. H.
Húsavíkurkaupstaður.
(Ljósm.: E. D.)
Róið á hverjum degi út frá Húsavík
Húsavík 25. janúar. Róið var í
fyrri hluta þessa mánaðar á
hverjum virkum degi og 15.
janúar hafði Fiskiðjusamlag
Húsavíkur tekið á móti 212
tonnum af fiski. í síðustu viku
voru farnir 5 róðrar og aflinn
var 50 tonn. Laugardaginn 22.
Æskulýðssfarfsemi í Lóni
ÆSKULYÐSRÁÐ Akureyrar
hefur tekið á leigu í sex mánuði
félagsheimili Geysis, Lón. Þar
er nú undirbúnin ýmiskonar
starfsemi og húsnefnd hefur
verið skipuð, tveir frá Æsku-
lýðsráði og þrjú ungmenni. For-
maður er Ingólfur Ármannsson
en framkvæmdastjóri er Har-
aldur Hansen.
í Lóni et ráðgert að hafa opið
hús, halda dansleiki, námskeið
og kvöldvökur. Þar verður
einnig veitingasala.
Unglingar hafa unnið að
breytingum á húsinu og munu
þeir kvaddir þar til meira
starfs. Eflaust gefst tækifæri til
þess síðar, að segja nánar frá
þessari starfsemi. Q
ASl kynnir landhelgismál
ALÞYÐUSAMBAND íslands
hefur sent frá sér yfirlit um
landhelgismálið til verkalýðs-
og sjómannasambanda víðsveg-
ar um heim.
í greinargerðinni er fyrst sýnt
ljóslega fram á hversu íslend-
ingar eru háðir fiskveiðum, í
öðru lagi er fjallað um nauðsyn
þess að vernda fiskistofnana, þá
er fjallað um lagahlið málsins
og lagarétt til landgrunnsins,
um gildi einhliða aðgerða, sögu-
legan rétt, hlutdeild íslendinga
í fiskveiðum, alþjóðega verka-
skiptingu, alþjóðlega samstöðu
verkalýðssamtaka og er það
lengsti kaflinn, sem lýkur með
áskorun til verkafólks á sjó og
landi í öllum löndum. Q
janúar hafði Verið róið svo til
hvern einasta virkan dag mán-
aðarins og Fiskiðjusamlagið tek
ið á móti 262 tonnum. Þess
munu fá dæmi eða engin, að
hægt hafi verið að sækja svo vel
sjó í janúarmánuði á Húsavík.
Sjóinn sækja 7 þilfarsbátar með
línu og einn með net. Ennfrem-
ur róa örfáar trillur þegar á sjó
gefur fyrir þær.
Vinna hefur verið í Fiskiðju-
samlaginu alla virka daga mán-
aðarins til þessa. Hafin er til-
raun með ákvæðisvinnu í frysti
húsinu. í öllum janúarmánuði í
fyrra fékk Fiskiðjusamlagið 171
tonn af fiski.
Rétt eftir áramót voru teknar
í notkun tvær kennslustofur í
bvggingu Gagnfræðaskóla á
Húsavík. Þar er kennt tveim
bekkjardeildum Gagnfræðaskól
ans fyrri hluta dags og Iðnskól-
anum síðari hluta dagsins.
Stefnt er að þvi, að taka alla
bygginguna í notkun næsta
haust. Þar verða 8 kennslustof-
ur, auk þess salur fyrir bóka-
safn og lestrarstofa.
Hinn 14. þ. m. hófst hér á
Húsavík námskeið til meira-
HríseyingarlátasmíJabáta
Á LAUGARDAGINN var hald-
inn sérstæður fundur í Háskóla
bíói í Reykjavík. Þar mætti fólk
á tvítugsaldri, fjögur þúsund
talsins, en til fundarins boðaði
svonefnd Glaumbæjarhreyfing,
sem fjölmiðlar hafa frá sagt.
Tilgangur hreyfingar þessar-
ar, svo og fundarins, er að búa
ungu fólki aðstöðu til að „tjá
sig og gleðja á eðlilegan hátt“.
DAGUR
kemur út á miðvikudaginn 2.
febrúar.
arhreyfing
En þann stað er ekki að finna
í Reykjavík eða nágrenni, síðan
Glaumbær brann í vetur, en
hann var, skemmtistaður, vett-
vangur til umræðna, fundarstað
ur, leikhús og tónleikahús.
Hinn fjölmenni fundur kaus
30 manna Glaumbæjarráð til að
vinna að því við ráðamenn borg
arinnar, að úr verði bætt. Ef
ekki reynist unnt að fá Glaum-
bæ endurbyggðan, vill unga
fólkið fá annan stað óþekkan,
og er reiðubúið að rétta þeim
hjálparhönd, sem vinna vilja að
framgangi þessa máls. Q
Hrísey 24. janúar. Því miður
hefur einn bátur, Auðunn, ver-
ið seldur héðan og fór hann til
Grenivíkur. En hins vegar er
nú búið að semja um smíði
þriggja báta og verið að semja
um þann fjórða.
Byrjað er á fyrsta bátnum,
30 tonna bát hjá Slippstöðinni
á Akureyri, og einnig á 12 tonna
bát hjá Skipasmíðastöð KEA.
Þá mun smíði að hefjast á 12
tonna bát á Siglufirði, en ekki
er fullsamið um smíði á þeim
fjórða, sem væntanlega verður
um 20—25 tonna bátur.
Kominn er töluverður snjór
og hefur rennt í djúpa skafla.
Sjósókn er engin, eins og er,
enda hefur viðrað illa til þess.
Senn verður þorrablót haldið.
Söngkennari er hér og hefur
víst sjaldan verið sungið eins
mikið og nú.
Menn eru á kafi í launamið-
um og öðrum hrellingarplögg-
um hins opinbera, svo sem
skattaskýrslum, og geta ekki
litið upp úr því, fyrr en því er
lokið.
íbúar eru um 300, eins og
verið hefur undanfarin ár.
Tekjur manna eru alveg sæmi-
legar, og ekki yfir neinu að
kvarta. Menn eru glaðir í hjarta
og ber það vott um gott trúar-
líf, enda mikið messað og kirkju
sókn góð. S. F.
prófs fyrir bifreiðastjóra. Er
gert ráð fyrir, að það standi í
5—6 vikur. Þátttakendur eru 43.
Kennarar eru: Sigurður Indriða
son frá Akureyri, sem kennir á
vél og yagn, Vilhjálmur Páls-
son íþróttakennari á Húsavík,
sem kennir hjálp í viðlögum og
Aðolf Aðolfsson lögfræðingur
frá Reykjavík, sem kennir um-
ferðarlög og reglur. Aðolf er
nýfluttur til Húsavíkur, ráðinn
að embætti bæjarfógetans.
Kaupfélag Þingeyinga verður
90 ára 20. febrúar n. k. og verð-
ur nánar sagt frá því síðar. Þ. J.
Bíðum enn
efíir
sjónvarpinu
Haganesvík 24. jan. Hér er kom
inn ofurlítill snjór og nokkrir
skaflar. En veðurhæð var hér
mikil í nótt, og enn gengur á
með éljum. Ofært mun minni
bílum.
Við bíðum ennþá eftir sjón-
varpinu, sem við vonuðum að
stytti okkur stundir um jólin.
En sjónvarpið er enn ókomið,
en von til þess nú, að sjónvarps
stöðin, sem hér var reist, komi
nú loks í gagnið, innan skamms
tíma. Góða tíðin undanfarið
mun hafa flýtt framkvæmdum.
Svo er þorrablót í Ketilási
framundan. Það er góður sam-
komustaður og þar verður
þorramatur fram borinn í trog-
um, og mun þar ekki matföng
skorta. E. Á.
Þorrablót Iramundan
Ási Vatnsdal 24. jan. Frá því um
jól og þar til fyrir tæpri viku
hefur verið einmunatíð. En þá
fór að snjóa ofurlítið og nú er
kominn þæfingur. Þungfært er
orðið á vegum og verður að
flytja mjólkina á trukk.
Engin stórtíðindi hafa hér
gerzt. Þó er feikna mikið þorra-
blót nýafstaðið á Blönduósi og
stóð kvenfélagasamband sýsl-
unnar fyrir því og þótti það vel
takast o£ var þar fjölmenni
saman komið. Svo eru miðs-
vetrarskemmtanir framundan
eða þorrablót heima í hreppun-
um. Menn verða að gera sér ein-
hvem dagamun, því að víða er
frekar fámennt á heimilunum.
Nú er allmikil snjókoma. Þó
mun ennþá gott í högum fyrir
hrossin. Mín hross eru þó að
koma hér heim, og eiga von á
tuggu út.
Veðurblíðan stytti skammdeg
ið, fannst manni a. m. k. G. J.