Dagur - 26.01.1972, Síða 5

Dagur - 26.01.1972, Síða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAYlÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Ör þróun í prentun TEKIÐ er til starfa í Revkjavík nýtt fyrirtæki fjögurra dagblaða borgar- innar, Blaðprent h.f., sem Tíminn, Vísir, Þjóðviljinn og Alþýðublaðið sameinuðust um að kaupa og er þetta offsetprentsmiðja. fslendinga- þættir Tímans var fyrsta blaðið, sem þar var prentað nú um helgina. Gefur þessi prentsmiðja, sem kostar 35 milljónir, miklu fleiri möguleika í prentun, svo sem hvað liti snertir, og sparar vinnukraft um 25%. Stjórnarformaður Blaðprents er Jónas Kristjánsson en fiamkvæmda- stjóri Ólafur Eyjólfsson. Eyrirtækið er til húsa í Síðumúla 14. Með þessarri nýju offsetprent- smiðju er brotið blað í prentun dag- blaða hér á landi. En í prentun er þróun ör hin síðustu áiin. Sam- kvæmt nýjum upplýsingum er offset- prentun nú í undirbúningi lijá Morgunblaðinu. > Með offsetprentun eru hinar dýru setjaravélar og blýsteypa úr sögunni, en ritvélar og myndamót koma þar í staðinn. Dagblöð höfuðborgarinnar liafa flest átt við fjáihagsörðugleika að stríða og hið sama má segja um viku- blöð þau, sem út eru gefin í öðrum landshlutum. En öll eru þessi blöð gefin út af pólitískum flokkum eða félögum, dagblöðin reglulega, sex daga vikunnar en vikublöðin, sem svo eru flest íanglega nefnd, koma út hálfsmánaðarlega eða enn sjaldn- ar. Hin íaunverulegu vikublöð eru aðeins útgefin á Akureyii, stundum reglulega langtímum saman. En mánaðaeyður voru t. d. í útgáfu Verkamanns, Alþýðumanns og Al- þýðubandalagsblaðs sl. sumar, eftir kosningarnar og á þessu ári hefur aðalmálgagn Sjálfstæðismanna enn ekki komið út. Fjárskorturinn lamar útgáfustarfsemina og hann hefur heldur ekki gengið hjá garði Dags, Jxótt regluleg útgáfa hans hafi ekki verið látin raskazt af þeim sökum. Rætt hefur verið um sameiningu blaða á Akureyri, og kom það mál á dagskrá hjá bæjaxstjórn. Þótt það kunni að vera áhugaverð hugmynd, væri eflaust líklegra til efnahagslegs ávinnings, að athuga leiðir til sam- vinnu í prentun að hætti forráða- manna sunnanblaða. □ RáSsiefna um heiibrigðismáfin Bjarney GuSbjartsdóflir Nokkur minningarorð GAMLAR, þögular bæjarrústir finnast víða og grænir blettir í kring. En þar er nú ekkert fólk og horfið mannlíf þar hjúpað þoku gleymskunnar. Einn af þessum stöðum er Sker á Látraströnd, og nú eru allir bæir þar komnir í eyði. En á þessum bæ fæddist Bjarney Guðbjartsdóttir 25. maí 1895, en hún hefur nú nýlega kvatt þennan heim 76 ára að aldri. Þarna hófst löng vegferð, sem ekki verður þó unnt að rekja í þessum línum. Foreldrar Bjarneyjar voru hjónin Guðbjartur Björnsson og Sigríður Bjarnadóttir. Var Guð bjartur lengst af sjómaður. Um tvítugsaldur giftist Bjarn- ey Jóni Þorgeiri Gunnlaugssyni. Fluttu þau þaðan að Nolli og síðar bjuggu þau lengi á Greni- vík. Þaðan fluttu þau til Akur- eyrar. Bjarney var dugmikil hús- móðir en það kom sér vel, því að hún eignaðist 10 börn, en sum þeirra dóu í æsku. Þegar hún missti Jón mann sinn 1932, giftist hún nokkru síðar í annað sinn Guðlaugi Stefánssyni. Hann var sjómaður framan af ævi en bæjarstarfsmaður hin síðari ár meðan heilsan entist. Hann er nú 79 ára að aldri. Yngsta barn hennar er Jóngeir af síðara hjónabandi. Af börnum Bjarneyjar eru 5 á lífi: Páll, Héðinn og Jóngeir togarasjómenn á Akureyri, Sig- urlína búsett í Ólafsfirði og Sig- ríður búsett á Húsavík. Bjarney átti lengi heima í Lundargötunni. En 3 síðustu árin átti hún heima á Hvanna- völlum 8. Þá var heilsa hennar mjög farin að bila. Hún lézt á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur eyri 12. janúar sl. Ný reglugerð um eiturefni. Nýjar reglugerðir um með- ferð og notkun eiturefna birtust í haust í Stjórnartíðindum, og öðluðust þá gildi. Er ein um útgáfu og afgreiðslu eiturbeiðna og tilsvarandi leyfa, önnur um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og útrýmingu meindýra og sú þriðja um notkun og bann við notkun tiltekinna eiturefna og hættulegra efna. Hver sem er getur nú ekki keypt eða selt og haft undir höndum eiturefni og sá, sem leyfi hefur til þess, ber persónulega ábyrgð á því. í reglugerð eiturefnanefndar er gert ráð fyrir að einstakling- ar þurfi sérstök leyfi til að fá keypt eiturefni og séu gefin út, skilríki til þess. Á lögreglustjóri að gefa út eiturbeiðnir og má selja einu sinni gegn sömu eitur beiðni, ef um er að ræða efni. sem talið er á lista I um sterk eiturefni, en þrisvar sinnum, ef um er að ræða efni, sem talin eru á lista tvö. Veita má iðnaðarmönnum leyfi til 1—3 ára í senn og er þeim skylt, að bera á sér leyfis- skírteinið við störf. Sett hefur verið sérstök reglugerð með ýtarlegum ákvæðum til nota vegna garðyrkju og landbún- aðar. Eiturefnum er skipt í hættu- flokkana X, A, B og C. Eru efn- in í hættuflokknum X og A talin eiturefni, en efnin í hættu- flokknum B og C hættuleg efni. Tvö börn sín missti hún upp- komin. Geir drukknaði af bát frá Grenivík ungur að aldri og Guðlaug lézt í Reykjavík og var gift þar. Ég hygg að fráfall Guð- laugar hafi verið henni þyngri sorg en flest annað, sem hana henti á lífsleiðinni. Um þessa dóttur sína talaði hún ætíð með viðkvæmni. Hér verður ekki rakin nein ævisaga. En allir vita, að þeir, sem fæddust fyrir síðustu alda- mót þekktu fátækt og erfið- leika. En ekki skyggði það þó á eðlilega lífsgleði þessa fólks. Það leit sízt daprari augum á lífið en nútímamaðurinn gerir. Bjarney var í eðli sínu skap- rík og stjórnsöm. En glaðlynd var hún og bjartsýn. Sjúkleika sinn bar hún með hetjuskap. Hún lét sér mjög annt um heimili sitt og vildi hafa það sem snyrtilegast. Löng ævi er liðin og minning- arnar einar eftir. Guð blessi minningu hennar. Eiríkur Sigurðsson. Leyfi fyrir efni í A hættuflokki fá þeir einir, sem hafa leyfi til að kaupa og nota efni og efna- sambönd í hættuflokki X. Ekki þarf sérstök leyfi til að nota efni á B og C lista, en efni í X, A og B flokkum á einungis að selja í sérverzlunum. Aftur á móti er hægt að kaupa efni á C-lista hvar sem er. í þessari reglugerð eru ströng ákvæði um ílát og umbúðir og merkingu þeirra. Sem dæmi má geta þess að á lista I, sem er sterkt eitur má m. a. finna blá- sýru, nikótín, styrknin, fosfór o. s. frv. Á lista II, sem er eitur BÓKASAFN ÞORSTEINS M. Þorsteinn M. Jónsson, fyrrum skólastjóri á Akureyri, og Sigur jóna Jakobsdóttir kona hans, seldu ríkinu bókasafn sitt, 10— 12 þús. bindi. En þau gáfu jafn- framt Handritastofnuninni hehn ing söluverðsins, og mun sú stofnun eiga að fá allt safn Þor- stcins. Þá hefur Handritastofn- un borizt gjöf frá Júdit Jón- björnsdóttur, og eru það upp- tökur á rímnakveðskap föður hennar, frá þriðja tug aldar- innar, gerðar hjá danska út- varpinu. ÞORRABLÓT Hinn gamli siður, að blóta þorra, er erm við lýði á landi LAUGARDAGINN 8. janúar var haldinn í Húsavík ráðstefna um heilbrigðismál. Til ráðstefn- unnar voru boðaðir oddvitar og fleiri sveitarstjórnarmenn úr Húsavíkur- og Breiðumýrar- læknishéruðum auk oddvita Kelduness-, Oxarfjarðar- og Presthólahrepps í Kópaskers- læknishéraði. Einnig mættu á fundinum sjúkrasamlagsfor- menn, læknar, starfsmenn sjúkrahússins í Húsavík og fleiri aðilar úr héraðinu. Þá komu til fundarins þeir Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri og Tryggvi Helgason flugmaður. Miklar umræður urðu um ástand heilbrigðismála í hérað- inu og væntanlegar skipulags- breytingar heilbrigðismála í landinu, um læknaskort, sjúkra flutninga, mál sjúkrasamlag- anna o. fl. Kom þar m. a. fram, að fyrirhugað e rað sjúkrasam- lögin starfi í óbreyttri mynd út þetta ár, þótt innheimta hjá ein- staklingum falli niður, en eignir og skuldir samlaganna verða gerðar upp miðað við sl. áramót og þeim skipt á ríki og sveitar- félög. Mikill einhugur var meðal fundarmanna um að styðja fyr- irhuguð kaup Tryggva Helga- sonar á nýrri sjúkraflugvél með kaupum eða milligöngu um sölu skuldabréfa eða á einhvern annan hátt og sýna með því í verki hug almennings í hérað- inu gagnvart þeirri mikilsverðu þjónustu, sem Tryggvi hefur innt af hendi með sjúkraflugi sínu. Þá urðu miklar umræour um læknamiðstöðina, sem í reynd hefur starfað í Húsavík að und- anförnu og sem þjónað hefur Húsavíkur- og Breiðumýrar- læknishéruðum auk Kópaskers- og Raufarhafnarlæknishéruðum lengst af eftir því sem unnt hef- ur reynzt. Á Húsavík starfa nú 4 læknar. má finna rottueyðingarefnin Warfarin og Antu, DDT í blönd um, lindan í blöndum o. s. frv. Á lista III má finna efni eins og vítissóta, enda má selja þau efni frjálst, en greinilega merkt. Allir aðilar, sem hafa hags- muna að gæta í þessum málum svo og einstaklingar sem þurfa á notkun þessarra efna að halda, ættu skilyrðislaust að kynna sér þessar nýju reglu- gerðir, ef það hefur ekki þegar verið gert. — Fjögur dauðsföll urðu af eiturefnum 1971. Oddgeir Þ. Árnason, garðyrkjustjóri. hér. Fólk kcmur saman, étur úr troguni og gerir sér glaðan dag í mat og drykk. Var sá munað- ur umtalsverður á þeim tínium, er kjör voru svo kröpp, að maga fylli var hátíð, og svo virðist enn vera, þótt flestir éti eins og þeir þola á degi hverjum. Þorrablótin eru haldin í sveit um og bæjum um land allt. Víða í sveitum eru þau þó miklu meira en átveizla og drykkja, því að vanalega er kapp lagt á, að finna og flytja ýmiskonar skenuntiefni, og tekst' það oft vel, þótt ekki sé leitað út fyrir viðkomandi sveit. Svipað gera einnig margir starfs hópar í þéttbýli, er enn blóta þorra. í fundarlok var samþykkt svo hljóðandi ábending til sveitar- stjórna í héraðinu: „Fundur um heilbirgiðismál, haldinn í Húsavík 8. janúar 1972, telur að setja beri á stofn og löggilda læknismiðstöð í Húsavík fyrir Húsavíkur- og Breiðumýrarlæknishéruð ásamt Kópaskerslæknishérað eða hluta þess þótt síðar yrði. Jafn- framt verði komið upp starfs- aðstöðu fyrir lækna á nánar til- teknum stöðum í umdæminu. Beinir fundurinn því til við- komandi sveitarstjórna, að þær geri með sér samstarfssamning um þessi mál.“ 9. 1. 1972. FRÁ BRIDGEFÉLAGI AKUREYRAR STAÐAN í Ak.mótinu í bridge fyrir síðustu umf. stig 1. Sv. Halldórs Helgasonar 123 2. Sv. Páls Pálssonar 117 3. Sv. Mikaels Jónssonar 107 4. Sv. Harðar Steinbergss. 89 5. Sv. Guðm. Guðlaugssonar 78 6. Sv. Sveinbj. Sigurðssonar 70 7. Sv. Viðars Valdimarssonar 22 8. Sv. Hauks Arnþórssonar 19 9. Sv. Gunnars Berg 15 Síðasta umf. er spiluð 25/1 að Hótel KEA og eigast þá við sveit Halldórs og sveit Mikaels og er það úrslitaleikur um Ak- ureyrarmeistaratitilinn, því að sveit Páls situr yfir. □ Bílainnflutmgur SAMKVÆMT skýrslu frá'Hag- stofu íslands var mikill bifreiða innflutningur á liðnu ári. Alls voru fluttar inn 6434 nýjar fólksbifreiðar og 625 not- aðar, eða samtals 7059. Enn- fremur voru fluttir inn 302 sendiferðabílar, þar af 31 not- aður. Þá voru fluttir inn 235 nýir vörubílar, auk notaðra af ýms- um gerðum. Innfluttir bílar samtals árið 1971 voru 7729 talsins. Fólksbifreiðar í tíu efstu sæt- unum voru: Volkswagen .... ... 1160 Ford ■,•••• ... 798 Volvo .... 468 Fiat ... 444 Saab ... 384 Moskvitch ... 339 Toyota ... 322 Sunbeam ... 293 Citroen ........ ... 292 Land Rover .... ... 276 Frá Náttúrulækninga- félagi Akureyrar KÆRU BÆJARBÚAR! Eins og flestum er kunnugt hefur N.L. F.A. sett sér það markmið að hyggja heilsuhæli á Norður- landi sem rekið verði með svip- uðu sniði og hælið í Hveragerði. Þetta er ekkert smáfyrirtæki eins og flestir gera sér jóst og munu margir þurfa að leggja hönd á plóginn áður en markinu verður náð. En „sameinaðir stöndum vér“ og með sameigin- legu átaki hefur oft verið lyft sannkölluðum Grettistökum. Á nýafstöðnum aðalfundi N.L.F.A. var samþykkt að halda hluta- veltu í fjáröflunarskyni um miðjan febrúar. Ákveðið hefur verið að félagið heimsækji bæj- arbúa í byrjun febrúar til að biðja um hluti eða peninga- framlög. Treystum á góðar undirtektir. Með fyrirfram þökk. Fjáröflunarnefnd. Fjögur dauðslöll al eiturefnum 1971 SMATT & STÚRl 5 Saga Jónsdóttir í hlutverki sínu. (Ljósniyndastofa Páls) Dýrin í Hálsaskógi MIKKI refur, Lilli klifurmús, bangsafjölskyldan, Héra-stubb- ur bakari og bakaradrengur, ásamt öðrum skógardýrum, hafa nú skemmt börnum jafnt sem fullorðnum átta sinnum. Mikil aðsókn hefur verið að sýningunum og segja má að jafnan hafi hvert sæti í húsinu verið skipað. Hafa skólar úr Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýsl- - SAMBANDSFRÉTTIR Framhald af blaðsíðu 8. nauðsynlegar breytingar og endurbætur á þeim. Heildarkostnaður 650—700 milljónir. Meðalkostnaður við breyting- ar, sem eingöngu miðast við hinar bandarísku kröfur, er um 11—12 millj. kr. á hvert frysti- hús. Ef hins vegar er reiknað með æskilegum endurbótum, nýbyggingum, þar sem slíkt er talið nauðsynlegt, og nýjum og endurbættum vélakosti, er heildarkostnaðurinn fyrir þau 30 frystihús, sem Sambandið annast sölu fyrir, talinn nema 650—700 millj. kr. Fjármagn, sem samsvarar verð- mæti 6 skuttogara. Guðjón gat þess einnig, að greinilegt væri, að fjármagns til þessara framkvæmda yrði að afla á næstu 2—3 árum, til þess að hægt væri að mæta þeim kröfum, sem gerðar yrðu á hin- um þýðingarmikla bandaríska fiskmarkaði, og ekki siður til að hægt væri að vinna úr ,því vænt anlega aukna aflamagni, sem kæmi til með að berast á land úr hinum nýju togurum, sem í smíðum eru. í því sambandi væri o gvert a ðhafa í huga, að til þess að koma þessum 30 frystihúsum í það ástand, að þau væru samkeppnishæf fram leiðslutæki, þyrfti aðeins fjár- magn sem samsvaraði verðmæti 6 skuttogara. Freðfiskur til Sovétríkjanna. Nú fyrir skömmu var undir- ritaður í Moskvu samningur milli Sjávarafurðadeildar og Sölumiðstöðvar -hxaðfrystihús- um efnt til hópferða á sýning- arnar. Næstu sýningar á þessu skemmtilega skógarævintýri Torbjörns Egner verða fimmtu- dagskvöld kl. 8 og laugardag og sunnudag. Sjá auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. (Fréttatilkynning) anna annars vegar og matvæla- innkaupastofnunarinnar Prodin torg V/O hins vegar um sölu á 10.500 tonnum af frystum fisk- flökum og 4.000 tonnum af heil- frystum fiski til Sovétríkjanna á árinu 1972. Var þessi samning- ur gerður á grundvelli ramma- samnings landanna um við- skipti á árunum 1972—75, en áður höfðu verið seld 1.500 tonn af fiskflökum, sem falla undir rammasamninginn fyrir árið 1972. Að heildarverðmæti eru þess- ar sölur um 800 milljónir króna. Af hálfu Sambandsins annaðist samningsgerðina Andrés Þor- varðarson sölufulltrúi, en af hálfu Sölumiðstöðvarinnar Árni Finnbjörnsson sölustjóri. □ Popphljómsveitir á Ak ALLMIKLAR breytingar hafa átt sér stað hjá hljómsveitum bæjarins nú um áramótin. Hljómsveitin „Úthljóð" ásamt Erlu Stefánsdóttur hætti störf- um og breytingar urðu í hljóm- sveit Pálma Stefánssonar. Stofn_ uð var ný hljómsveit sem ber nafnið „Tilfelli". Hana skipa þeir Orvarr Kristjánsson, sem er hljómsveitárstjóri, Gunnar Tryggvason, Sævar Benedikts- son, Júlíus Fossberg og Stefán Baldvinsson. í hljómsveit Pálma Stefáns- sonar verða auk hans þeir Stein grímur Stefánsson, Grétar Ingv arsson og Brynleifur Hallsson. Á Hótel KEA verður starf- rækt hljómsveit í vetur. Þar verða Rafn Sveinsson, Þórarinn Magnússon og Orn Bjarnason, söngkona er Erla Stefánsdóttir Áfieif á Sfrandarkirkju EFTIRTALIN áheit á Strandar- kirkju hefur afgreiðsla blaðsins móttekið og eru sum þeirra állt frá árinu 1966, en trassazt hefur að birta þessi áheit. Frá H.K. kr. 50, ónefnd kona kr. 200, Á. kr. 250, S.S. kr. 150, Ingibjörg Halldórsdóttir kr. 300, Lilja kr. 100, N.N. kr. 300, ónefndur kr. 100, J.S. kr. 400, S.H. kr. 100, S.F. kr. 20, G.S. kr. 200, K.H. kr. 300, Jónas kr. 300, tvö áheit frá K.H. kr. 100, Árni kr. 500, S.K. kr. 200, N.N. Dal- vík kr. 200, Á.S. kr. 175, G.J. kr. 125, H.S. kr. 300, Á.J. kr. 300, frá ónefndum hjónum kr. 200, St. Hj. kr. 50, Har. Jóh. kr. 50, Þ.J. kr. 200, F.J. kr. 100, N.N. kr. 3.000, G.L. kr. 200, M.S. Dal- vik kr. 150, N.N. Dalvík kr. 100, R. J. kr. 200, Ó.Ó. kr. 200, G.S. kr. 175, G.J. kr. 1.000, G.J. kr. 300, N.N. kr. 100, R.L. kr. 100, Á. kr. 200, ónefnd kona kr. 100, K.J. og F.S. kr. 100, gömul kona kr. 100, Lilla kr. 100, B.S. kr. 275, M. kr. 500, N. og N. kr. 200, G.S.S. Blönduósi kr. 500, B.Á. Dalvík kr. 100, ónefnd kona kr. 100, ónefnd kona kr. 100, G.J. gamalt áheit kr. 700, G.K. kr. 200, Þ.L. Dalvík kr. 215, G.S. Dalvík kr. 25, Kristín Ólafsdóttir kr. 250, kona á Dalvík kr. 500, H.K. kr. 100, G.S. kr. 200, N.N. kr. 200, Rósa kr. 150, V.Á. kr 500, Gunnlaugur Friðriksson kr. 200, F. kr. 1.500, frá móður kr. 250, S. F. kr. 50, Kristjana Halldórs- dóttir kr. 500, Kjartan Júlíusson kr. 100, S.O. kr. 200, ónefndur kr. 500, N.N. kr. 1.000, N.N. Dal- vík kr. 200, Sigurgeir Sigurpáls- son kr. 500, B.S. kr. 215, Gunn- laugur Friðriksson kr. 100, ónefndur gamalt áheit kr. 500, Þ.S. kr. 200, Anna kr. 300, G.S. kr. 100, Þ.J. kr. 500, R.Á. kr. 500, K.A. kr. 500, ónefndur kr. 300, Sigríður kr. 200, V.Á. kr. I. 000, S.Ó. kr. 100, K.R. kr. 200, Kristín Stefánsdóttir kr. 200, S.F. kr. 200, Þ.J. kr. 500, H.B. kr. 100, G.L. kr. 200, ónefndur kr. 200, Z kr. 200, N.N. kr. 200, J. J. kr. 1.000, S.S. kr. 325, H.Á. kr. 300, K.K. gömul áheit kr. 100, L.G. kr. 100, Á. kr. 500, F.B. kr. 100, Sigrún Þorláksdóttir kr. 500, Á. kr. 100, M.J. kr. 200, ónefndur kr. 1.000, G.S.S. tvö áheit kr. 1.500, J.T. kr. 500, B.E. kr. 100, A.J. kr. 100, Valdimar kr. 1.000, G.K. kr. 600, Ása kr. 500, H.Á. kr. 25, G.L. kr. 100, D.B. kr. 200, G.J. kr. 300, Anna kr. 300, H.Á. kr. 50, Inga kr. 200, Lóa kr. 100, amma kr. 100, A.J. kr. 500, kona á Húsavík kr. 500, ómerkt kr. 150, Halldór kr. 50, K. K. gamalt áheit kr. 100, N.N. kr. 150, S.K. kr. 60, N.N. kr. 500, Ingibjörg Halldórsdóttir kr. 200, N.N. kr. 100, B.G. kr. 200, K.G. kr. 200, H.J. kr. 50, G.L. kr. 100, G. K. kr. 500, Sigríður kr. 200, N.N. kr. 1.000, Dalvíkingur kr. 150, N.N. kr. 100, ónefnd kona kr. 100, Þ.L. Dalvík kr. 230, gamalt áheit frá S.G. kr. 200, ónefndur kr. 1.000, N.N. kr. 1.000, S.J. gamalt áheit kr. 100, P. kr. 1.000, S.H.P.H. kr. 300, N.N.Á. kr. 200, S.H. kr. 100, Á.J. kr. 100, N.N. kr. 1.000, G.S. kr. 300, S.P. kr. 100, B.Á. Dalvík kr. 400, G.F. Dalvík kr. 25, S.H. kr. 100, K.K. kr. 100, S.K. og K.K. kr.100, G.S. kr. 1.000, S.H. kr. 200, ónefndur kr. 500, J.G. kr. 300, N.N. kr. 100, Á.S. gamalt áheit kr. 200, E.L. kr. 200, Þ.J. kr. 500, J.V.J. kr. 500, H.B. kr. 300, Valdimar kr. 1.000, ónefnd- ur kr. 100, ónefndur maður kr. 200, J.K. kr. 500, Í.S. kr. 1.000, N.N. kr. 300, N.N. kr. 150. ónefndur kr. 500, J.F. kr. 200, Eyfirðingur kr. 1.000, hjón að norðan kr. 9.040, í. kr. 200, S.S. og S.f. kr. 1.000, N.N. kr. 1.000, Á.F. kr. 300, Á.S. kr. 300, N.N. kr. 100, Þorbjörg kr. 100, Hanna kr. 100, Sigrún kr. 100, kona á Akureyri kr. 300, F.S. kr. 200, Á.H. kr. 500, N.N. kr. 100, S.G.S. kr. 250, N.N. Dalvík kr. 200, Á.G. kr. 200, L.G. kr. 200, G.J. kr. 500, J.G. kr. 150, M.E. kr. 1.000, kona á Húsavík kr. 500, G.S. kr. 200, ónefndur kr. 50, K.R. kr. 100, Á.H. kr. 1.000, Dal búi kr. 200, K.R. kr. 500, G.S. kr. 100, R.K.J. kr. 500, ónefndur kr. 50, Þ.M. kr. 200, Kristjana Halldórsdóttir kr. 00, H. og K. kr. 1.000, ónefndur kr. 300, Ó.P. og K.H. kr. 100, N.N. Dalvík kr. 100, F. kr. 500, H.L. kr. 25, H.S. kr. 25, G.A.D. kr. 100, Þ.J. kr. 500, G.P. kr. 500, J.T. kr. 1.000, Ö.P. kr. 50, ónefndur kr. 250, Á.H. kr. 500, Kristjana kr. 200, Guðrún Guðnadóttir Hólsgerði kr. 500, K.F. kr. 300, Þ.L. Dalvík kr. 150, N.N. Dalvík kr. 950, H. F. kr. 2.000, ónefnd kona kr. I. 000, frá ónefndum kr. 300, ónefnd kr. 600, V. kr. 100, S.Á. kr. 500, N.N. kr. 500, G.S. kr, 200, V.G. kr. 300, I.H. kr. 1.000, ónefndur kr. 500. — Samtals kr. 91.870.00. Séra Birgir Snæbjörnsson sóknarprestur hefur veitt fénu móttöku fyrir hönd kirkjunnar. Nýft grænmeii RAUÐRÓFUR ' HVÍTKÁL GULRÆTUR KJÖRBUDIR KEA Bifreiðaeigendur! Bifreiðaverkstæði! • LÍMUM HEMLABORÐA í ALLAR TEGUNDIR BIFREIÐA, VINNUVÉLA og IÐN AÐARVÉL A • RENNUM SKÁLAR OG DISKA • FELLUM BORÐANA í SKÁLARNAR ........ÖVHjBEAT!NG B8AKES Hemlaviðgerðiii kennir ekki að fullum notum, nerna borðarnir liggi vel í skálunum. FULLKOMIN TÆKI - VÖNDUÐ VINNA. ★ ★ ★ ★ HEMLABORÐAR í flestar bifreiðir EFNI: - ofið og fíber ÞÓRSHAMAR H.F., Akureyri - S í M I (96) 1-27-00 - Dansflokkurinn Torea frá Taliiti skemmtir n.k. föstudags- laugardags- og sunu- dagskvöld. O Flokkurinn kemur fram kl. 10.30. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.