Dagur - 02.02.1972, Side 1

Dagur - 02.02.1972, Side 1
Dagur LV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 2. febrúar 1972 — 5. tölublaS Akureyringar drukku fyrir nær 100 milljónir króna í FRÉTT frá Áfengisvarnarráði segir, að áíengissalan á síðasta ári hafi numið rúmum 1084.5 millj. kr. á móti 856 milljónum árið 1970. Söluaukningin er 26.7% en magnaukning áfengis- ins var um 8%, því að áfengi hækkaði í verði. Á Akureyri var áfengi selt fyrir tæpar 100 milljónir króna en fyrir 76 milljónir árið 1970. Þessar tölur eru allar samkv. heimild Áfengis- og tóbaksverzl un ríkisins, og miðað við sölu áfengisverzlana. Hinir almennu borgarar á Akureyri, sem samkvæmt þessu kaupa áfengi fyrir 100 millj. króna, láta þó mun hærri upp- hæð af hendi rakna, af því að þeir kaupa verulegan hluta víns ins á vínveitingastöðum og þá fyrir margfalt verð. Akureyr- ingar virðast hafa mikið aura- ráð. □ Raufarhöfn 31. janúar. Hér er himnablíða og hefur svo löng- um verið allt frá jólum, að fáum dögum frátöldum. Snjór sá, er kom um fyrri helgi, er að mestu farinn og færi orðið ágætt. 1 vetur hafa nálega engar sam göngutruflanir orðið á landleið- um, miðað við venju. Jökull er búinn að fiska um 80 tonn frá 10. janúar. Þor- steinn, 10 tonna bátur, rær með línu þegar gefur og Þorsteinn, 60 tonna bátur, er á togi. Atvinna er ekki nógu mikil en þó meiri en oft áður. Nú voru ekki nema 25 á skrá at- vinnulausra, sem er miklu lægri tala en um þetta leyti í fyrra. Vörur hingað eru að mestu fluttar landleiðina. Læknislaust er hér ennþá en hingað kemur hálfsmánaðarlega læknir frá Húsavík. Hér er hjúkrunarkona í vetur og er það mikil bót, og læknisheim- sóknirnar nýtast betur vegna starfa hennar hér á staðnum. Prestlausir erum við einnig, en hér þjónar presturinn á Skinnastað, séra Sigurvin F.lías- son, er fyrrum var hér prestur. H. H. Brynjólfur ÁR 4 í reynsluferð. Á LAUGARDAGINN afhenti Slippstöðin h.f. á Akureyri 105 lesta fiskibátinn Brynjólf ÁR 4, sem Meitillinn h.f. í Þorláks- Hikilfenglegt þorrabló) Laufási í Kelduhverfi 31. jan. Mikilfenglegt þorrablót var haldið í Skúlagarði 29. janúar, enda fjölmennt. Þetta er siður hér og sjá konur um það annað árið en búnaðarsambandið hitt árið. Hér er annars hversdagslegt líf, bílfært um allt og veður- blíða löngum, þótt út af því hafi brugðið. í vor verður hafizt handa um klak laxfiska og eldi, sem áður var frá sagt og binda menn miklar vonir við þessa fiskrækt. í fyrra var borað eftir heitu vatni fyrir Skúlagarð og ég held upp undir tuttugu eldhús önn- ur. Árangur varð minni en menn væntu. En ekki er full- reynt ennþá og ekki búið að segja síðasta orðið í því máli. í norðan áhlaupi voru menn frammi á heiði. Lentu þeir í illviðri, en lieilir komu þeir aft- Atvinnuleysi á Þórshöfn ur. Um 20 manns voru hríðar- tepptir hér í Kelduhverfi á meðan veður var verst og vegir tepptir. Fjórir menn voru hríð- tepptir hjá Bjarna á Auðbjarg- arstöðum, sem þar býr einn. Fengu þeir góðar móttökur þar og undu sér hið bezta, enda nóg að bíta og brenna hjá bóndan- um. Bíl sinn skildu þeir eftir í Auðbjargarstaðabrekku. En nokkru síðar tók snjóflóð bílinn og færði hann niður í brekku. Það var gott að mennina sakaði ekki, en þeir nutu gestrisni Bjarna bónda er snjóflóðið féll á bílinn. Oddviti, kaupmaður og ég held lögfræðingur voru þarna á ferðinni, auk bílstjór- ans, ekkert rusl, heldur dýrmæt ur farmur. Það sakar ekki að geta þess, að þótt kveðskapur væri ekki á þessu mikla þorrablóti, eru margir hagyrðingar í Keldu- hverfi um þessar mundir, ekki færri en tíu, að ég hygg. Þessi íþrótt var dauf um tíma, en er að koma upp aftur. Þ. H. (Ljósm.: E. D.) höfn hafði keypt. Sama dag var farið í reynsluferð á bótnum út undir Hrísey, og virtist allt í lagi með bát og tæki. Formaður er ungur maður, Einar F. Sigurðsson, og fer bát- urinn strax á veiðar syðra með þorskanet. Síðar í þessum mánuði mun svo annar 105 lesta fiskibátur afhentur Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja og heitir hann Heimaey VE 1. Næstu bátar, sem eru í smíð- um hjá Slippsttöðinni eru 105 og 150 lésta fiskibátar. Og í apríl hefst væntanlega smíði fyrri 1000 tonna skuttog- arans, sem ráðgert er að smíða hér á Akureyri. Kaupandi þess togara er Utgerðarfélag Akur- eyringa h.f. Bátarnir Brynjólfur ÁR 4 og Heimaey VE 1 hafa verið sam- ferða í smíði. Þeir voru sjósettir hinn 7. janúar sl. □ Um borð í Brynjólfi. (Ljósm.: E. D.) Borað eltir heitu vatni og einnig köldu Arnþór Þorsteinsson látinn ARNÞÓR ÞORSTEINSSON verksmiðjustjóri á Akureyri andaðist að kveldi mánudags- ins, 31. janúar, 69 ára. Hann var ættaður af Austur- landi, en fluttist til Akureyrar 1935 og vann hjá samvinnu- mönnum, fyrst sem skrifstofu- stjóri og sölustjóri, en síðan sem framkvæmdastjóri Gefjunn ar til dauðadags. Hann sat lengi í bæjarstjórn og tók verulegan þótt í ýmsum öðrum félagsstörf um. Ekkja Arnþórs er Guðbjörg Kristín Sveinbjarnardóttir. □ Gunnarsstöðum 1. febrúar. Um næstsíðustu helgi kom nokkur snjór, sem nú er farinn. Vetur- inn er svo snjóléttur, að jafna má til ársins 1964. Jarðklaki nú er ekki nema 3—4 þumlungar, en það sögðu mér símamenn. Nokkrir símastaurar brotn- uðu um daginn í Bakkafirði. Annars ber hér ekki neitt til tíðinda, nema að menn hafa blótað þorra með tilheyrandi. Afli er nánast enginn og mik- ið atvinnuleysi á Þórshöfn. Þó eru þar nokkrar byggingafram- kvæmdir. Kaupfélagið er að byggja verkstæðishús, sem byrj að var á í desember. Þetta er stálgrindahús fyrir bifreiða- og landbúnaðarvélaverkstæði. Margir fóru frá Þórshöfn til Suðurnesja í atvinnuleit. Ó. H. Sauðárkrólti 1. febrúar. Búið er að selja héðan fiskiskipið Drang ey vestur á Patreksfjörð. En þetta skip kom til Sauðárkróks í marz 1968 og má segja, að það hafi verið okkur mikið happa- skip og atvinnulífinu í bænum lyftistöng. Hegranesið var keypt hingað í byrjun síðasta árs. Það kom í morgun með 70—80 tonn af fiski. Ráðamenn bæjarins eru nú að leita samninga um kaup á skuttogara. í haust hófust skelfiskveiðar hér á austanverðum Skagafirði. Þær veiðar stunda nú sjö bátar, flestir frá Sauðárkróki. Aflinn er orðinn 120 tonn. Skelin er unnin í báðum frystihúsunum hér og einnig á Hofsósi. Þetta skapar mikla atvinnu, en hitt er önnur saga, að frystihúsin telja óhagstætt að vinna skelina. Ekkert sérstakt atvinnule.vsi er hér núna. Verið er að bora eftir heitu vatni í landi bæjarins norðan við Áshildarholtsvatn. Komið er í meira en 200 metra dýpi. Vatn er ekki komið en borun heldur áfram. Sauðárkrókskaupstaður stækkar óðum og er allur hitað- ur með 0 gráðu heitu vatni, teknu við áðurnefnt vatn. Einnig er byrjað að bora eftir köldu vatni og að undirbúa nýja vatnsveitu. Borað er í Veðra- mótslandi, en þaðan getur vatn ið runnið sjálfkrafa til bæjarins og þarf enga dælustöð. G. I. Landhelgisviðræður FRAMHALDSUMRÆÐUR um landhelgismálið milli íslendinga og Þjóðverja hófust í Ráðherra- bústaðnum kl. 11 í dag. For- maður íslenzku viðræðunefndar innar er Hans G. Andersen sendiherra, en forystumaður Þjóðverjanna er von Schenck frá Bonn. Q

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.