Dagur - 02.02.1972, Blaðsíða 8
8
SMÁTT & STÓRT
Aðal verzlunar- og skrifstofuhús KEA á Akureyri.
(Ljósm.: E. D.)
Kornmölisn cg fóðurblöndunarstöð á Oddeyri
Bændur byggja sér korngeymslur við f jósin
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
■ jndirbýr nú breytingar á flutn-
:ngi og meðferð fóðurvara.
"Stefnt er að því að flytja hingað
:aust korn og mala það síðan á
staðnum. Korngeymar, mölun
Sveit Halldórs Helga-
sonar varð Akureyrar-
meistari í bridge
JRSLIT í sveitakeppni B. A.
1971—72 urðu þessi: stig
1. Sv. Halldórs Helgasonar 129
2. — Mikaels Jónssonar 123
3. — Páls Pálssonar 117
1. — Harðar Steinbergss. 109
1. — Guðm. Guðlaugssonar 95
3. — Sveinbj. Sigurðssonar 73
7. — Viðars Valdemarss. 31
3. — Gunnars Berg 26
9. — Hauks Arnþórssonar 19
Næsta keppni er einmenn-
ngs- og firmakeppni og hefst
lún þriðjudaginn 8. febrúar kl.
20. Spilað verður í Landsbanka-
salnum. Q
og blöndun verður við Sjávar-
götu á Oddeyri, þar sem áður
var Plasteinangrun. Er talið lík-
legt, að framkvæmdin verði
gerð í sumar.
KEA annast að mestu sölu
erlendra fóðurvara til bænda í
héraðinu og að nokkru dreif-
ingu á ósekkjuðu fóðri, með sér
stökum flutningabíl, er tekur
sex tonn. Bændur útbúa nú hjá
sér fóðurgeymslur til að geta
tekið á móti hinu ósekkjaða
fóðri.
Fyrir jól og fyrri hluta janúar
mánaðar var mjög óttast um, að
þurrð yrði á kjarnfóðri vegna
verkfalla á flutningaskipum.
Var þá mjög mikil sala en KEA
átti nægar birgðir til að mæta
þeirri eftirspurn.
Samkvæmt viðtali við Ásgeir
Halldórsson, er veitir Kornvöru
húsi KEA forstöðu, er sala er-
lendrar fóðurvöru meiri en gert
hafði verið ráð fyrir og þrátt
fyrir mikil og góð hey bænd-
anna. Stafar þetta m. a. af lækk
uðu verði sl. haust, og nemur sú
lækkun 1100 krónum á tonni. Q
GLAUMBÆR
Fjórar þúsundir ungra manna
og kvenna komu nýlega saman
í Reykjavík til að ræða aðsteðj-
andi vandaniál sín. Eitt af meiri
háttar gleðskaparhúsum borgar
innar, Glaumbær, var brunnið.
Takinark og baráttumál þessa
unga fólks er að fá nýjan Glaum
bæ hið fyrsta. Stundum hefur
æska þessa lands átt sér háleit-
ari hugsjónir.
LAXINN NEMUR LAND
Á síðustu árum hefur laxinn
numið land með aðstoð áhuga-
manna. Fiskvegir liafa verið
gerðir, þar sem náttúrlegar
hindranir stöðvuðu laxinn á ár-
legri göngu sinni upp eftir veiði
ánum. Á sumum stöðum voru
laxastigar byggðir við hlið foss-
anna, eða fossar og flúðir
„sprengdir niður“. Opnuðust
laxinum þá ný svæði. Með þess-
um hætti lengdust laxgöngu-
svæði, og jafnframt laxveiði-
svæði um meira en 300 kíló-
metra samtals. Enda hefur lax-
veiði aukizt verulega hér á
landi á sama tíma, og er land
okkar það eina á norðurliveli
jarðar, sem getur státað af auk-
inni gengd laxa.
LENGSTI LAXFISKVEGUR
Lengsti, nýgerður fiskvegur er
í Svartá við Reykjafoss. En við
það opnast 25 km. veiðisvæði.
Fiskvegur þessi er nær 200
metra langur og liggur úr 14 m.
djúpum gljúfrum upp fyrir foss-
inn. Veiðivötn h.f. önnuðust
framkvæmdina og njóta svo lax
veiðanna, samkv. samningi við
landeigendur.
LÆKNAR OG FÍKNILYF
Læknar hafa opinberlega verið
sakaðir um óhóflega og víta-
verða útgáfu á ávísun ávana- og
fíknilyfja, síðast í sjónvarpi fyr-
ir skömmu. Læknafélag íslands
hefur af þessu tilefni endurtekið
tilmæli sín lun, að skrásett verði
öll „reseft“ á slík lyf, svo að hið
sanna megi koma í 4-jós. Munu
margir ætla, að þörf sé á að
taka þau tilmæli til greina.
ÍSf 60 ÁRA
íþróttasamband íslands, sem er
f jölmennasti félagsskapur ungra
manna og kvenna hér á landi er
íþróttir stunda, með öllum sín-
um félögum og sérgreinadeild-
um, átti 60 ára afmæli á föstu-
daginn. Voru þá mikil og veg-
leg hátíðaliöld í liöfuðborginni
og fjölþættar íþróttasýningar í
Laugardalshöll, að viðstöddum
ýmsum helztu virðingarmönn-
um þjóðarinnar.
NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ
hefur sent frá sér tilkvnningu
þess efnis, að lífkerfi Laxár og
Mývatns sé svo sérstakt, að var-
hugavert sé að byggja laxastiga
lijá Brúurn og gera efri hluta
Laxár að laxveiðiá, nema að
rannsókn leiði í Ijós, að ekki
hljótist tjón af.
KEMUR DROTTNINGIN?
Friðrik IX. Danakonungur ætl-
aði að koma liingað til lands í
opinbera lieimsókn í vor. Nú
hefur verið rætt um, að Margrét
(Framhald á blaðsíðu 4)
Léifu bifhjólin eru óvinsæl
LÉTTUM bifhjólum fer fjölg-
andi á Akureyri, að því er yfir-
lögregluþjónninn tjáði. Þessi
Nýr flugvöllur á Egilstöðum ?
Egilsstöðum 31. janúar. Vegir
eru blautir en greiðfærir. Fjarð-
arheiði var rudd í dag og Odds-
skarð bílfært. Héðan fóru tveir
vörubílar til Mývatnssveitar í
dag með smíðað efni í skemmu,
sem þar á að reisa. Veghefill
var með í för, en ekki talið lík-
legt, að hann þyrfti mikið að
hefla.
Bílfæri hefur verið óvenju-
gott á þessum vetri. Hins vegar
hefur flug legið niðri vegna
þess hve flugvöllurinn hefur
verið meir síðustu daga. Þykir
okkur það hart þegar vegir eru
allir færir. Vonir standa til, að
flugvöllurinn verði endurbvggð
ur á næsta ári, enda er þess
full þörf að gera við þann gamla
eða búa til nýjan.
Þorrablótin, með tilheyrandi
matar- og drykkjugleði, eru enn
tíðkuð, ásamt með enn fleiri
lystisemdum.
Atvinna er næg, enda hægt
að stunda útivinnu í allan vet-
ur. Og í dag er verið að steypa
efstu hæð fjölbýlishúss, sem
Brúnás byggir. Aðrar iðngrein-
ar ganga þokkalega, þótt menn
beri ugg í brjósti vegna kaup-
hækkana og vöntunar á lánsfé.
En hreindýrin, sem enn er
komið slangur af, líta vel út og
eru augnayndi, og hafa þau
ekki þungar áhyggjur af morg-
undeginum, og ekki er að sjá,
að skattahrellingar þjaki þau
hið minnsta, og víst er um það,
að þau þrífast ekki síður síðan
„viðreisn“ geispaði golunni.
V. S.
farartæki eru heldur óvinsæl
meðal almennings, einkum sök-
um hávaðans af þeim. Lögregl-
an hefur stöðvað allmarga ungl-
inga á léttum bifhjólum, eða
skellinöðrum vegna brota á um-
ferðarreglum. Meðal annars er
bannað að hafa farþega á þess-
um hjólum, en brot á því banni
eru nokkuð algeng og fara í
vöxt. Margar kvartanir hafa
auk þess þorizt frá almennum
borgurum út. af skellinöðrunum.
Við höfum, sagði lögregluþjónn
inn, tekið létt bifhjól úr umferð
og látið Bifreiðaeftirlitið skoða
þau með tilliti til hávaðans. Q
F élaasmálanámskeið
Kartöflur seldar austur cg vestur
Svalbarðseyri 31. janúar. Hér
eru vegir betri nú en oftast að
sumarlagi, og í dag er verið að
opna Vaðlaheiði, en þar munu
Bernadetta Devlin
HEIÐURSGESTURINN á
„Pressuballinu“ 17. marz, verð-
ur Bernadetta Devlin, þekkt
kona í heimsfréttum, yngsti
þingmaður Breta, ættuð frá
Norður-írlandi og hefur mjög
komið við sögu í átökunum þar,
sat í fangelsi um hríð, eftir að
hún varð þingmaður, og í fyrra-
dag lagði hún hendur á einn af
ráðherrunum í brezka þinginu,
er írlandsmálin voru þar á dag-
skrá. Q
SAMKV. mótaskrá eiga að fara-
fram tveir leikir í 2. deild ís-
landsmótsins í handknattleik í
íþróttaskemmunni um næstu
helgi. Grótta kemur norður og
leikur við Þór og KA. Segja má
að þetta séu úrslitaleikirnir í
þessum riðli 2. deildar. Grótta
hefur unnið alla sína leiki, þar
á meðal Þrótt úr Reykjavík tví-
vegis. Q
hafa verið einhverjir smá-
skaflar.
Hér er verið að vinna í kart-
öflum, því að héðan er talsverð
sala til Austurlands og einnig
til margra staða á vestanverðu
Norðurlandi. Kaupfélagið tók á
móti meiri kartöflum en síðustu
árin, eða 7500—-8000 tunnum,
bæði af Svalbarðsströnd og úr
Grýtubakkahreppi, en ræktun-
in hefur færzt norður hin síð-
ari ár.
Stöku sinnum er skotist á sjó,
en hér á Svalbarðseyri er ekki
önnur sjósókn en sú, að stöku
menn fara á sjó, renna hand-
færi og afla sér í soðið.
Spilakvöld munu vera fram-
undan og þorrablót, en leiklist
er ekki stunduð nú í vetur.
K. G.
Á MORGUN, fimmtudag, hefst
félagsmálanámskeið í Félags-
heimili Framsóknarmanna,
Hafnarstræti 90, Akurevri.
Leiðbeinandi er Guðmundur
Birkir Þorkelsson og verður
áherzla lögð á þjálfun í félags-
málastörfum, svo sem fundar-
stjórn og ræðulist. Þátttaka er
þegar veruleg.
Það er kjördæmissamband
Síminn lélegur
Kópaskeri 31. janúar. Konur í
Kelduhverfi efndu nýlega til
þorrablóts í Skúlagarði og fleiri
munu væntanleg.
Vegir eru mjög greiðfærir, en
aurbleyta er ofurlítil.
Hér er verið að breyta og
endurbæta verzlun kaupfélags-
ins þessa dagána.
Síminn er í hinu mesta ólagi
og hefur svo verið undanfarið.
K. Á.
Framsóknarmanna og Félag
ungra Framsóknarmanna á
Akureyri, sem námskeið þetta
halda. □
ÞÓRARINN HARALDSSON
bóndi í Laufási í Kelduhverfi
varð sjötugur 29. janúar. —
Dagur sendir honum árnaðar-
óskir.