Dagur - 02.02.1972, Blaðsíða 4

Dagur - 02.02.1972, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarniaður: ERLINGUR DAVlÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Rembihnútur Lárusar ÞAÐ er bagaleg meinloka í höfði Lárusar Jónssonar, er fram köm í Morgunbl. 27. jan., að Ólafur .Jó- hannesson forsaetisræðheira eða rikis stjóm hans hafi hnýtt þann rembi- hnút í raforkumálum Norðlendinga, sem nú þarf að leysa. Það var fyrrver- andi ríkisstjóm og þeir sem að henni stóðu, að meðtöldum Lárusi, sem bundu rembihnútinn á sínum tíma og skildu síðan öðrum eftir að leysa hann. Það var fyrrv. stjóm, sem ákvað að virkja Þórsá við Búrfell en ekki Detti foss. Ennfremur á síðasta þingi, að heimila tvær stórvirkjanir til viðbót- ar syðra, við Sigöldu og Hrauneyjar- foss, en felldi með þingliði sínu til- lögur Eramsóknarmanna um að heimila Dettifoss- eða Skjálfanda- fljótsvirkjun. Það var fyrrv. stjórn, sem, eftir að Búrfellsvirkjun var ákveðin, hafði raforkumál Norðlendinga fyrir horn reku í fimm ár, en réð síðan úrslitum um það með ráðleggingum, leyfis- veitingum og fjármagnsútvegun, að ráðist var í margnefnda Gljúfurvers- virkjun við Laxá á þann hátt sem gert var og með þeim afleiðingum sem kunnar em. Það var fyrrv. ríkisstjórn, sem hét því á Alþingi 1969—70, að gera skyldi gangskör að framhaldsrannsókri við Dettifoss, en gleymdi að standa við það fyrirheit og lét í staðinn hraða undirbúningi Sigölduvirkjunar syðra með þeim afleiðingum, að und- irbúningi er þar lengra komið en við Dettifoss, þótt Dettifossvirkjun sé trúlega hagkvæmari. Nauðsynlegt er fyrir Lárus og aðra í þeim hópi að muna, að hug- myndin um „hund að sunnan“ er ekki ný. Hundurinn að sunnan var trompið, sem Magnús Jónsson taldi sig hafa á hendinni 1964, til að koma upp álverksmiðju við Eyjafjörð þeg- ar búið væri að reikna Dettifoss úr leik. En þegar á reyndi var trompinu aldrei spilað út. Sannleikurinn er sá, að eðlilegast- ar forsendur fyrir slíkri háspennu- línu þvert yfir landið, eru auðvitað þær, að stórvirkjanir séu til staðar bæði norðan og sunnan fjalla. Ef slík lína verður lögð, kemur auðvitað ekki til mála, að Norðlendingar verði öðrum fremur látnir bera kostnað af því mannvirki. Hinn torleysta rembihnút fyrrver- andi ríkisstjórnar, í raforkumálum Norðurlands, þarf auðvitað að leysa og hinni ömurlegu vanþróun undir „viðreisn“ þarf að snúa í hagsæla þróun. □ HELZTU FJÁRVEITINGAR ALÞINGIS skv. fjárlögum 1972 til Norðurl.kjörd. eystra Jóhann G. Sigfússon í RÆÐU sinni á fundi Framsóknarfélaganna á Akureyri fyrir skömmu, skýrði Ingvar Gíslason alþm. frá helztu fjórveitingum, sem veittar eru á fjárlögum fyrir árið 1972 í Norðurlandskjördæmi eystra. Til iðnskóla á Akureyri.............................. 7.500.000 Til skóla í Svarfaðardal skv. eldri lögum............ 1.300.000 Til skóla á Árskógsströnd skv. eldri lögum........... 383.000 Til skóla á Svalbarðsströnd (eldri lög).............. 507.000 Til kennaraíbúðar sama stað (eldri lög).............. 251.000 Til skóla í Reykjadal (eldri lög).................... 856.000 Til Héraðsskólans á Laugum (eldri lög)............... 550.000 Framhaldsf járveitingar til skólabygginga samkvæmt nýju skólakostnaðarlögunum eru sem hér segir: Til Ólafsfjarðar..................................... 4.303.000 Til Hríseyjar........................................... 837.000 Til Árskógshrepps (íbúð)............................... 917.000 Til 2. áfanga Þelamerkurskóla........................ 9.761.000 Til Hrafnagilsskóla................................. 12.878.000 Tjlskóla á Akureyri.................................. 6.945.000 Til íþróttahúss á Laugum............................. 1.966.000 Til Hafralækjarskóla................................ 10.976.000 Til Stóru-Tjarnaskóla................................ 12.798.000 .Titskóla á Húsavík................................... 5.120.000 Til kennaraíbúðar að Lundi í Öxarfirði.................. 900.000 Framlög til skólamannvirkja, sem ráðgert er að hefja framkvæmdir við á þessu ári: Til sundlaugar á Dalvík............................... 550.000 Til smíði heimavistar á Dalvík....................... 2.000.000 Til kennaraíbúðar í Svarfaðardal...................... 480.000 Til Hríseyjarhrepps.................................. 1.000.000 Til Skútustaðahrepps ................................... 500.000 Til sameiginl. skóla Norður-Þingeyjarsýslu........... 5.000.000 Til sundlaugar að Lundi.............................. 550.000 Til skólans í Kelduhverfi............................... 300.000 Eftirtaldir skólar fá fjárveitingu til undirbúnings framkvæmdum: Hrafnagil (2. áfangi).................................. 300.000 Svalbarðs- og Sauðanesskólahverfi....................... 200.000 Til byggingar sjúkraliúsa, læknamiðstöðva e. fl. er veitt sem hér segir: Ólafsfjörður ........................................ 1.500.000 Dalvík, læknamiðstöð................................. 4.000.000 Akureyri ........................................... 10.000.000 Akureyri, vegna þvottahúss sjúkrahússins................ 900.000 Húsavík .............................................. 7.000.000 Til læknisbústaða er veitt: Ólafsfjörður ........................................ 1.000.000 Dalvík ................................................. 420.000 Til fyrirhleðslu gegn 1/8 kostnaðar heimamanna er veitt: í Svarfaðardalsá hjá Grund.............................. 50.000 í Hörgá gegn þv ískilyrði að stofnað verði vatnafélag .. 100.000 í Skálará í Út-Kinn .................................... 60.000 Til flóabáta, flugferða og snjóbifreiða, er veitt fé sem hér segir: Til Norðurlandsbáts (Drangs)......................... 3.000.000 Hríseyjarbátur ......................................... 175.000 Grímsey, vegna flugferða................................ 250.000 Til snjóbifreiðar í Dalvíkurlæknishéraði............... 100.000 Til snjóbifreiðar í Þórshafnarhéraði................... 100.000 Til snjóbifreiðar á Akureyri........................... 100.000 Ýmsar fjárveitingar: Til Æskulýðsnefndar Eyjafjarðarsýslu..................... 50.000 Til Matthíasarsafnsins á Akureyri........................ 40.000 Til Zontaklúbbs Akureyrar vegna Nonnahúss............... 50.000 Til Sambands norðlenzkra kvenna......................... 50.000 Til Samb. norðl. kvenna vegna garðyrkjunámsk............ 25.000 Til varðveizlu gamla prestshússins á Sauðanesi á Langa- nesi (steinhús frá 1880) ............................. 50.000 Til Náttúrugripasafnsins á Akureyri.................... 100.000 Til Efnarannsóknarstofu Norðurlands.................... 500.000 Til Rannsóknarstöðvarinnar Kötlu, Árskógsströnd .... 100.000 Til hafnarmannvirkja er veitt: Ólafsfjörður ......................................... 4.800.000 Dalvík .............................................. 1.500.000 Árskógssandur......................................... 1.400.000 Hrísey ............................................... 1.000.000 Grímsey .............................................. 6.800.000 Grenivík................................................ 750.000 Akureyri ............................................. 6.500.000 Akureyri, dráttarbraut................................ 1.600.000 Þórshöfn.............................................. 6.000.000 Heimildagrein f járlaga. M. a. er ríkisstjórninni heimilt skv. þessari grein: 1. Að auka hlutafé ríkisins í Slippstöðinni h.f. á Akureyri í 45 millj. kr. og ábyrgjast lán vegna Slippstöðvarinnar allt að 30 millj. kr. 2. Að ábyrgjast allt að 6 millj. kr. lán til Norðurflugs á Akureyri til kaupa á flugvél til sjúkraflugs, gegn tryggingum, sem ríkis- stjórnin metur gildar. □ MINNING OFT er það svo að menn, sem hafa unnið af atorku og trú- mennsku alla sína starfstíð hverfa af sjónarsviðinu, án þess að margir taki eftir því. En samt eru þetta menn, sem eru ómissandi í hverju starfi, og þjóðarheildinni ómetanlegir. Einn slíkur maður var Jó- hann G. Sigfússon, er andaðist á Sjúkrahúsi Akureyrar 5. októ ber sl. og var jarðsettur þriðju- daginn 12. sama mánaðar, að viðstöddu miklu fjölmenni. Jóhann var fæddur 18. nóv- ember 1904 að Grjótárgerði í Fnjóskadal. Foreldrar hans voru hjónin Aðalbjörg Hall- grímsdóttir og Sigfús Davíðs- son er þar bjuggu. Ólst hann þar upp við mestu fátækt, því Grjótárgerði var mesta harð- býlisjörð. Árið 1925 tóku þeir bræðurnir Jóhann og Hallgrím- ur við búi af föður sínum, og hafa þeir alla tíð búið saman, og nú hin síðustu ár, eftir að Hallgrímur varð ekkjumaður, hefur Jóhann að mestu leyti séð um heimilishald fyrir þá bræð- ur ásamt sinni vinnu. Árið 1937 fluttu þeir bræður að Hálsi í sömu sveit og voru þar í eitt ár, en þaðan að Illugastöðum og bjuggu þar í 11 ár. Hallgrímur var við kennslustörf á vetrum, og kom því meira á Jóhann að sjá um búskapinn. Hef ég heyrt, að hann hafi annazt allar skepn- ur með mestu prýði. Árið 1949 fluttist Jóhann úr dalnum sem hafði fóstrað hann frá bernsku langt fram á fullorðinsár. Þar hafði hann ætíð unnið hörðum höndum, en einnig átt margar yndisstundir, því hann undi alltaf glaður við sitt, og það var sama hvort hann var að leik eða starfi, þá var hann alltaf ÁSKORUN ÉG undirritaður leyfi mér hér með að skora á hæstvirta ríkis- stjórn íslands, að láta sem fyrst: 1. Hætta öllum vínveitingum í opinberum veizlum. 2. Loka öllum áfengisútsölum utan Reykjavíkur, og í Reykja- vík, föstudaga og laugardaga. 3. Auka stórlega lögreglueftir lit með áfengissölu til unglinga, og leggja þung viðurlög við að veita eða selja unglingum áfengi, háar fésektir, eða fang- elsisvist ella. Greinargerð. Það hlýtur að vera hlutverk hverrar ríkis- stjórnar að vinna að farsæld og hagsæld þegnanna. Vínnautn á íslandi er nú komin á það stig að til ófarnaðar horfir. Það er þjóðarnauðsyn að taka nú í taumana, og stöðva þessa óheillavænlegu þróun, áður en ver fer. Treysti því að hæstvirt ríkis- stjórn finni til ábyrgðar sinnar, og skilji hlutverk sitt. Önnur blöð eru beðin að birta áskorun þessa. sami áhugasami, glaði og góði drengurinn, sem alltaf var reiðu búinn að rétta fram hjálpar- hönd, ef einhver þurfti þess með. Þótt Jóhann væri fluttur hingað til Akureyrar býst ég við að hugurinn hafi oft leitað heim í dalinn, og hann hafi tal- ið það sínar beztu stundir er hann fékk tækifæri til að sjá fallega dalinn sinn aftur. Síðastliðin 22 ár hefur Jóhann unnið hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga af mestu atorku og trúnaði hverja stund. Hann skildi aldrei eftir sig sóðaslóð, heldur var reglusemi, þrifnaður og snyrti- mennska honum alltaf samfara. Hann ávann sér undantekning- arlaust vináttu og traust sam- starfsmanna sinna. Litlum börn um var hann sem góður faðir eða bezti bróðir. Ef öll sú vinátta og góðvild, sem Jóhann ávann sér hjá sam- ferðamönnum fylgir honum yfir landamærin, þá mun hann eiga góða heimkomu. AÐALFUNDUR Æðarræktar- félags íslands var haldinn í fundarsal bændasamtakanna í Bændahöllinni í Reykjavík 20. nóvember sl. Helztu mál, sem til umræðu voru: Eyðing svartbaks og annars vargfugls, sem ýmist rænir eggjum í varplöndum eða hremmir æðarungana jafnskjótt og þeir koma úr hreiðrinu og jafnvel granda fullvöxnum fugl- um. Nú hefur menntamálaráðu- neytið ásamt landbúnaðarráðu- neytinu skipað þriggja manna nefnd, til þess að bera fram til- lögur í þessu máli, en nefndina skipa þeir dr. Finnur Guð- mundsson, Sveinn Einarsson, veiðistjóri og Gísli Kristjáns- son, ritstjóri. Æðarræktarfélag íslands hefur farið fram á kr. 50.000,00 fjárveitingu hjá Al- þingi til fyrstu framkvæmda væntanlegra aðgerða. í skýrslu ráðunautar í æðar- rækt, Árna G. Péturssonar, kom það ótvírætt fram, hve þau æðarvörp skara fram úr, sem eru í nábýli við mannabústaði og njóta verndar íyrir ágengni flugvargs og annarra vargdýra. Ber þar ekki sízt á vörpum ungra og áhugasamra varp- bænda, en mörg eldri vörp liggja við að verða ördeyða. Þá væri áberandi hve dúntekja hefði minnkað á Norðurlandi og vildu margir telja aðalorsökina hina gengdarlausu netaveiði á hrognkelsi í landhelgi margra landeigenda og' einnig með til- komu nælonnetanna, en þau eru æðarfuglinum mun skæð- ari en eldri netin. Einnig væri skúm að fjölga norðanlands, en hann nýtur friðunar um það leyti, sem hann er hve skæð- astur æðarfuglinum. SVEINN FRAMTÍÐARSKÁLD FYRIR sextíu árum settist ung- ur maður, Sveinn Jónsson frá Blöndubakka, Austur-Húna- vatnssýslu, í 4. bekk Mennta- skólans í Reykjavík. Varð hann að heita mátti jafnsnemma kunnur af skáldskap sínum, og var hann í miklu áliti meðal skólabræðra sinna. Birti hann margt ljóða sinna í mánaðar- riti Þorsteins Gíslasonar, Oðni. Enn fleiri kvæði hans komu í ljóðabók Framtíðarinnar, skóla- félags lærdómsdeildár. Var hann þá oft kénndur við þann félagsskap og nefndur Sveinn Framtíðarskáld. . Björn O. Björnsson hefur tek ið saman bók, sem að röskum helmingi er ævisaga Sveins í frásögn og minningum, en að hinum hlutanum ljóð, sem hann lét eftir sig, auk 15 bréfa. Nefn- ist bókin Sveinn Framtíðar- skáld, en útgefandinn er Al- menna bókafélagið. Sveinn JónsSon átti sér undar lega sögu og andstæðukennda. Æviferill hans lá frá sviðsljósi Samþykkt var að hefja undir- búning að útgáfu leiðbeininga- rits um æðarrækt, Rætt var um hættu af olíu- mengun og hvernig mætti draga úr henni, auk þess að láta þá sæta ábyrgð, sem þar ættu sök í máli, Talið var æskilegt, að Æðar- ræktarfélag íslands, hin ýmsu samtök um fiskirækt í ám og vötnum svo og öðrum félags- hópum og áhugamenn gerðu sameiginlegt átak um verndun ýmissa fuglategunda annarra sem og æðarfugls, sem nú eru á hröðu undanhaldi víða um land fyrir vargfugli og öðrum meindýrum. Núverandi stjórn félagsins skipa: Sæmundur Stefánsson, forstjóri, formaður, Gísli Vagns- son, Mýrum og Jón Benedikts- son, Höfnum, meðstjórnendur. í varastjórn: Helgi Þórarinsson, Æðey og Eðyald Halldórsson, Stöpum. □ Spassky vill keppa í Reykjavík GUÐMUNDUR G. Þórarinsson forseti Skáksambands íslands skýrði frá því í viðtali við sjón- varpið í fyrra'kvöld, að nefnd sú er ákveður hvar skákeinvígi þeirra Fischers og Spasskys skuli fara fram, hafi tekið sér frest til 10. fébrúar til að útkljá málið. Báðir aðilur tilnefndu í dag fjórar borgir sem þeir vildu keppa í, en engar þær sömu. Reykjavík vár efst á blaði hjá Spassky, en Be'Igrad hjá Fischer TAPAÐ Kvenanubandsúr tapað- ist s. 1. njámidag. Finnandi vinsamlegast ihringi í síma 2-16-12. Fundarlaun. 21/1 1972. Stefán Kr. Vigfússon. UTSALA! - ÚTSALA! Enn má g’era góð kaup á útsölunni hjá okkur. Svo sem á kjólum, kápurn, úlpum og mörgu fleiru. KLÆÐAVERZLUN SI6. GUÐMUNDSS0NAR Akureyri, 24. október 1971. Sigurður Karlsson. Æðarfugli fækkar áN<landi aðdáunar, ásta og skáldskapar, inn í ofdrykkjumannahæli, sem skilaði honum af sér sem at- hafnasömum góðborgara, með forn kynni og bernskubrek langt úr sjónmáli. Það er þessi saga, sem hér er rakin. Auk Björns O. Björnssonar, sem seg- ir ævisögu Sveins af hlýju hispursleyti, á Sigurður Nor- dal þar grein, sem nefnist Morg- unn í Assistenskirkjugarði, en þar skýrir hann frá því, með hverjum atvikum hann kom Sveini á drykkjumannahæli. Þá rekja þeir Björn Karel Þórólfs- son og Bolli Thoroddsen minn- ingar um Svein og ennfremur á Davíð Stefánsson kvæði, sem hann orti til hans og ekki hefur áður komizt á bók. Þá eru hér tvær ritgerðir eftir Þórberg Þórðarson. Bókin er 169 bls. að stærð, auk mynda af Sveini og eigin- konu hans danskri. Prentun og bókband önnuðust Víkingsprent og Bókfell h.f. Torfi Jónsson teiknaði kápu. □ ÞJÓÐSAGNABÓK Sigurðar Nordals HÉR á landi eru þjóðsögur sú grein bókmennta, sem tvímæla- laust nýtur mestra vinsælda, og hefur sú verið reyndin allt frá því, er hafizt var handa um söfnun þeirra og útgáfu um og eftir miðja nítjándu öld. Á þessu merkilega sviði þjóðlegra fræða ber að sjálfsögðu enn í dag hæst þá frumherja, er ruddu brautina, enda bótt fjöl- margir ágætismenn hafi seinna látið þar verulega að sér kveð'a og sumir hverjir reynzt furðu- fengsælir. En nú er svo komið, að flestum lesendum er ofvaxið að henda reiður á öllum þeim mörgu þjóðsagnasöfnum, smá- um og stórum, sem hlaðizt hafa upp og eru vitanlega ærið mis- jöfn að gerð og gildi. Að tilhlut- un Almenna bókafélagsins hef- ur Sigurður Nordal unnið að því hin síðustu ár að taka sam- an allyfirgripsmikið þjóðsagna- úrval, og er fyrsta bindi þess af þremur nýlega komið út. Nefn- ist rit þetta Þjóðsagnabókin, en undirtitill hennar er Sýnisbók íslenzkra þjóðsagnasafna. Þjóðsagnabókin er mikið rit, um 400 bls. að stærð. Fylgir Sigurður Nordal því úr hlaði með ýtarlegu og afburðasnjöllu forspjalli í þremur köflum. Þjóðsagnabók Sigurðar Nor- dals á ugglaust fyrir sér að verða hið sígilda eftirlætisrit á íslenzkum heimilum. Það miðl- ar lesendum sínum ótrúlegum auði, hvort sem þeir meta sög- urnar öðru fremur eftir skemmt anagildi, listrænni frásögn eða heillandi leiðsögn þeirra inn í hugarheim liðinna kynslóða. Og sennilega eru þjóðsögurnar einar um það allra bókmennta að vera mönnum jafnhugnæmt lestrarefni. Þjóðsagnabókin er fiórða sjálfstæða ritið í flokki ís- lenzkra þjóðfræða, sem Al- menna bókafélagið gefur út. Hún er sett og prentuð í Prent- smiðju Jóns Helgasonar, en bundin í Félagsbókbandinu. Hafsteinn Guðmundsson sá um útlit. □ - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) II. Danadrottning muni heim- sækja landið, svo og V-Þýzka- land. En þessar ferðir voru báð- ar ákveðnar löngu áður en konungur lézt. Vöruverðið og neytendur NEYTENDASAMTÖKIN á ís- landi hafa um nokkurra ára skeið gefið út Neytendablaðið. Nýlega áttu sér stað breytingar á forystuliði samtakanna og upp úr því varð einnig breyting á málgagni þeirra, Neytendablað- inu, sem nú er offsetprentað og stóraukið að lesefni, sem flest er mjög athyglisvert. Ætlast er til að 3—4 tbl. komi út árlega og eru þau send öllum félags- mönnum Neytendasamtakanna, og til fastra áskrifenda. f fyrsta tölublaði nýliðins árs er birt niðurstaða á verðsaman- burði og könnun á nauðsynja- vörum, sem Neytendasamtökin gerðu á almennri neyzluvöru í ágúst 1970, og er þá fyrst og fremst átt við matvörur og hreinlætisvörur. Könnunin náði til 40 vörutegunda og 102 vöru- merkja og var framkvæmd hjá 3 verzlunum í Reykjavík, 9 verzlunum á Austurlandi og hjá KEA á Akureyri. Samanburðar taflan sýnir lægsta og hæsta út- söluverð á þessum stöðum, Vörutegund og magn: Hveiti 5 lbs................ Strásykur 2 kg.............. Molasykur 1 kg.............. Kartöflumjöl 1 kg........... Sólgrjón 1 kg............... Korn Flakes Kell 1 pk....... Ferskjur 1/1 dós............ Blandaðir ávextir 1/1 dós... nema hjá KEA, sem var eini samanburðaraðilinn, sem tekin var á Akureyri, og því aðeins um eitt verð að ræða. Það kem- ur greinilega fram, við lestur töflunnar, að matvöruverzlanir KEA geta mjög vel við unað, því að verðlag þar er að jafnaði lægst, oft lægra en lægsta sam- anburðarvöruverð í Reykjavík, og á það einkum við um inn- fluttar vörur, sem fluttar eru beint til Akureyrar erlendis frá. Um vöruverð ræður mestu hag- kvæm innkaup og flutnings- gjald, en hið síðar talda veldur því að mestu að Austfirðingar búa við hæsta vöruverð, skv. þessari könnun. Þessi grein gaf blaðinu tilefni til að kynna sér verð á nokkr- um algengum neyzluvörum hér á Akureyri og var þetta því at- hugað um miðjan nóv. hjá Ný- lenduvörudeild KEA og tveim öðrum verzlunum, sem seldu sömu vörur. Fara hér á eftir nokkur atriði þessarar athugun- ar, valin af handahófi: KEA Verzl. I Verzl. II 64,40 62,00 . 46,90 54,60 52,00 32,40 32,00 . 25,60 31,00 31,30 . 35,00 41,00 40,40 . 30,60 33,00 31,50 ,. 85,50 82,50 84,00 ,. 97,50 104,00 111,00 Eins og sézt á framantöldu er verðið yfirleitt lægst hjá mat- vöruverzlunum KEA og munar í sumum tilfellum talsverðu. Þessi athugun er ábending til neytenda um, að þeir kynni sér verð vara betur en almennt mun gert. □ r Skemmtilegur leikur Þórs og Armanns SL. LAUGARDAG fór fram leikur í 1. deild íslandsmótsins í körfuknattleik í íþróttaskemm unni á Akureyri. Ármenningar komu norður og léku við Þór. í stuttu máli sagt var leikur þessi hinn skemmtilegasti, sem hér hefur farið fram í vetur og skemmtu áhorfendur sér vel, en þeir voru margir. Ármenningar höfðu frum- kvæðið í fyrri hálfleik og höfðu 7 stig yfir í leikhléi, 28:21. Þórs- arar færðust í aukana í síðari hálfleik og um miðjan hálfleik- inn var staðan jöfn, 41:41 stig, og Þórsarar komust 4 stig yfir, 45:41, en á síðustu míh. tókst Ármenningum að jafna 45:45. Leiktíminn var nú framlengdur og tókst Ármenningum að KVEÐJA frá eiginmanni, dætrum og barnabörnum Er falla Iauf og blikna blóm og birtan fer að dvína. Við kveðjum þig við klukknahljóm og hvflu signum þína. Og hljótt er nú í hugans borg og haustlegt svipmót dagsins. Og hjörtun fyllir höfug sorg við hljóma kveðjulagsins. En göfug minning geisla ber og gleði veitir nýja, þvi fegurð var í fylgd með þér og friðarmildi og hlýja. Þótt sjúkdómsraunir þreyttu þig svo þungt var oft um sporið, þú græddir blóm, hvar gekkstu um stig, og gafst — svo minnti á vorið. Þín mildi náði að mýkja und , og mynda geisla úr tári. Til lokadags þín líknarmund æ lagði smyrsl að sári. Þú undir glöð við Ijóðsins lind og lestur helgra fræða, og auðlegð sú varð mótuð mynd, sem mátti trúna glæða. Við fylgjum þér í friðarreit, sem felur þig við hjarta. Og okkar þökk er lieil og lieit og helg þín minning hjarta. Því sá, er fékk þitt sálargull að sjá — og reyna líka á vé, sem eru af fegurð full cg finnur auðlegð ríka. Nú rökkurtjöldin rofnað fá og raddir bjartar óma. Þér vorsins dísir vaki lijá í veröld Ijóss og blóma. J. Ó. KVEÐJA frá Katrínu Haraldsdóttur og syni Við kveðjum þig með klökkvum hug en kærar þakkir færum, þín lífsbók virtist letruð öll við ljós frá geisla skærum, því sérhver lína lof þér var við ljúfa minning geymum um ástúð þína, er okkur bar þann auð, sem ei við gleymum. Svo far þú sæl til fegri heims í fylgd með englum björtum, þú sem að ölluin vildir vel og vaktir gleði í lijörtum. Þig blessi allt, sem bezt er til og brautir nýjar greiði. — Þín minning vermir björt og blíð, sem bros frá sól í heiði. J. Ó. tryggja sér sigur, skoruðu 52 stig gegn 49 stigum Þórs. — Þarna töpuðu Þórsarar tvein stigum, en segja má að úrsliturr hafi ráðið hve vítaköstin nýtt- ust illa hjá þeim síðustu mínút- urnar. Þórsarar hafa hlotið 4 stig afc' loknum 5 leikjum. □ Frá happdrætti Sjálfsbjargar NÝLEGA var afhentur vinning ■ ur nr. 1 í happdrætti Sjálfs* bjargar 1971. Vinningurinn, serr. var bifreið af gerðinni Jeep Wagoneer Custom árgerð 1972, hlaut Anna S. Egilsdóttir, Hvera gerði. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.