Dagur - 22.03.1972, Page 1

Dagur - 22.03.1972, Page 1
»/ kopral IJf u/or i I Dagur LV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 22. marz 1972 — 15. tölublað Tiilaga Laxárvirkjunarstjórnar FORMAÐUR Laxárvirkjunar- stjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu á fundi Laxárvirkjunar- stjórnar 14. marz sl.: „Stjórn Laxárvirkjunar lýsir yfir jákvæðri afstöðu til þeirra hugmynda iðnaðarmálaráðherra um orkuvinnslufyrirtæki fyrir Norðurland, er fram kom í ræðu hans á miðsvetrarfundi Sambands íslenzkra rafveitna 7. marz sl. Stjórn Laxárvirkjunar telur eðlilegt að skipuð verði nefnd til könnunar á málinu og tjáir sig reiðubúna að tilnefna full- trúa af sinni hálfu í nefndina." Tillagan var samþykkt sam- hljóða. □ AÐALFUNDUR B.S.E. AÐALFUNDUR Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar var haldinn á Hótel KEA 16. og 17. marz sl. Mættir voru á fundinum full- trúar frá öllum 14 sambands- félögunum, auk stjórnar, ráðu- nauta og nokkurra gesta. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar og verður þeirra getið síðar. í skýrslu stjórnarinnar kom m. a. fram, að B.S.E. hafði auka fulltrúafund í lok janúar sl. og þar hefðu verið gerðar sam- DAGUR kemur út á laugardaginn, 25. marz. Handritin þurfa að berast hið fyrsta. þykktir, sem fóru til Búnaðar- þings og aukafundar Stéttarsam bands bænda. Á þeim fundi var stjórninni einnig falið að vinna að því, að í Eyjafirði yrði gerð tilraun með að nota færanlega heykökuverksmiðju til hey- verkunar næsta sumar. Slík verksmiðja hefur nú verið pönt- uð frá Danmörku og er ætlunin, að þessi tilraun komi til fram- kvæmda í sumar. Það kom einnig fram í skýrslu stjórnarinnar, að Búnaðarsam- bandið varð 40 ára í byrjun þessa árs og verður þeirra tíma- móta minnzt með útgáfu byggða sögu Eyjafjarðarsýslu, sem nú er í prentun. Hefur verið unnið (Framhald á blaðsíðu 4) Vanfar fieiri reiðhesta til úiflutnings ÚTLENDIR menn fá um þessar mundir færri reiðhesta en þeir vilja kaupa, og greiða hærra verð fyrir þá en áður hér á landi. FÖRNARVIKA KIRKJUNNAR EITT helzta einkenni kristins manns er að sinna þeim, sem bágt eiga, eru sjúkir, særðir og þurfa á hjálp að halda. Kristur lagði höfuðáherzlu á þessa líkn- arþjónustu í kenningu sinni, og á sú þjónusta ætíð að vera til reiðu, þar sem nafn hans er boð- að. Enda eru líknarstofnanir og samhjálp í kristnum þjóðfélög- um ávöxtur af kristnum kær- leiksanda, sem veitir þjóðum mikla blessun. Kirkjan efnir nú til fórnar- viku þessa daga. Það er gert í því skyni að efla líknarsjóðinn ( Hj álparstof nun kirkj unnar), sem hefir því veigamikla hlut- verki að gegna að rétta nauð- stöddum hjálparhönd. Með til- komu þessa sjóðs hefir verið hægt að liðsinna að undanförnu, þar sem neyðin hefir verið stærst í heiminum og sömuleiðis hér innanlands. Nú er safnaðarfólk um allt land minnt á að leggja skerf í þessa sameiginlegu guðskistu, svo að Kirkjuhjálpin verði þess megnug að vinna verk hins miskunnsama Samverja. Við, sóknarprestarnir, munum taka á móti gjöfum þeirra í presta- Hestur féll af bíl í SÍÐUSTU VIKU, er verið var að flytja hross til bæjarins á yfirbyggðum bíl, vildi það óhapp til, að hurð opnaðist, eitt hrossið féll á veginn og var það þess bani. Á laugardagskvöldið varð það slys skammt frá Freyvan'gi, að bíll valt út af veginum og skemmdist verulega, en fólk slapp ómeitt. □ kallinu, sem vilja láta eitthvað af mörkum rakna, og jafnframt þökkum við þeim mörgu, sem hafa áður sýnt hug sinn í verki og hlýtt kallinu, að gera slíkt hið sama og sá, sem miskunnar- verkið gjörði. Sóknarprestar. Blaðið hafði fréttir af hrossa- sölu í Skagafirði og leitaði frétta af því máli hjá Sveini Guð- mundssyni á Sauðárkróki. Hann sagði svo, efnislega: Markaðurinn er efnilegur eins og er. Danir, Hollendingar og Þjóðverjar hafa verið hér og vilja kaupa reiðhesta, hesta og hryssur 4—8 vetra í öllum lit- um, en nú er ljós litur ekki eftirsóttur, eins og áður. Hross, sem Þjóðverji keypti hér, eru farin suður, en hross Dana og Hollendinga eru hér ennþá. Það er búið að selja nokkra tugi reiðhrossa. Algeng- ast verð er 40—45 þús. krónur. Þeir reyna hvern einstakan hest sjálfir og er hér eingöngu um húshesta að ræða. Mikils ósamræmis gætir í verði hjá hinum ýmsu bændum og er það alvarlegt mál. Stjörnu háar upphæðir eru settar á stöku hest, svo ekkert vit er í. Bóndi einn gaf Þjóðverjum hest falan fyrir 70 þús. kr. Hann vildi ekki kaupa. Síðar komu Danir og fengu hestinn fyrir 35 þús. Það verður að vera samræmi og vit í verðlagningunni, og til þess þarf einhverskonar sölumiðstöð. Og kappkosta þarf að uppfylla sem flest veigamikil atriði, er útlendir menn meta. Hæsta verð á hesti hér var 75 þús. kr. eftir því, sem heyrzt hefur, en lægst 30 þús. lcr. Otamdir folar eru ekki seldir hér fyrir minna en 25 þús. kr. Hrossum hér um slóðir hefur fækkað, en þau eru þó enn of mörg, og ekki nógu góð. Tamningastöð er hér á Sauð- árkróki og eru þar 25 hross. Q Akureyrartogarar KALDBAKUR landaði 13. marz 165 tonnum. Svalbakur landaði 15. marz 145 tonnum. Harðbakur landaði 8. marz 184 tonnum. Sléttbakur var að landa í gær um 130 tonnum. Sólbakur landar sennilega á mánudaginn afla sínum úr fyrstu veiðiferð sinni. □ Bændaklúbbsfundur verður haldinn á Hótel KEA mánudaginn 27. þ. m. kl. 9 e. h. Oli Valur Hansson ráðunaut- ur B. í. ræðir um garðyrkju. Þess er vænst, að húsfreyjur, sem hafa áhuga á málinu, fjöl- menni á fundinn, ásamt eigin- mönnum sínum. □ Félag til styrktar heyrnardaufum Börnin eru að koma úr sunnudagaskólanum í Akureyrarkirkju á sunnudaginn var. (Ljósm.: E. D.) Á SL. hausti var stofnað hér í bæ félag er hlotið hefur nafnið Heyrn. Félaginu er ætlað að stuðla að aukinni og bættri þjón ustu við heyrnarskert fólk á fé- lagssvæðinu, sem er Skagafjarð ar-, Eyjafj,- og Þingeyjarsýslur. Aðalmál félagsins nú er að koma upp á Akureyri betri að- stöðu til útvegunar og viðhalds á heyrnartækjum, og verður leitað eftir samvinnu um það mál við hliðstæð félög í Reykja- vík, er haldið hafa uppi þeirri þjónustu þar. Mun félagið óska eftir því við bæjarstjórn, að þessari þjónustu verði veitt að- staða í fyrirhugaðri heilsuvernd arstöð bæjarins. Vonast stjórn félagsins eftir, að þar verði hægt að koma upp allgóðum lager af heyrnartækjum og varahlutum til þeirra ásamt aðstöðu til heyrnarmælinga. N. k. laugardag kl. 15.00 efnir foreldradeild félagsins til köku- bazars að Hótel Varðborg í fjár- öflunarskyni fyrir starfsemi þess og til styrktar Heyrnleys- ingjaskólanum í Reykjavík. Er allur stiiðningur vel þeginn, og þeim, sem vildu gerast félags- menn, er bent á að senda nöfn sín í pósthólf 523, Akurey.ri. Félagsgjald er kr. 500.00. Stjórn féiagsins Heyrnar,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.