Dagur - 22.03.1972, Side 8

Dagur - 22.03.1972, Side 8
s SMÁTT & STÓRT Hraðbrautarframkvæmdir á Akureyri — frá Krókeyri að Höpnersbryggju. (Ljósm.: E. D.) ALÞJÖÐADAGUR FATLÁÐRA ALÞJÓÐASAMTÖK fatlaðra, FIMITIC, hafa útnefRt einn dag irlega sem alþjóðadag fatlaðra. Fr svo til ætlazt, að sá dagur sé öðrum fremur notaður til að neta stöðu fatlaðra borgara í ojóðfélaginu, líta til baka og íagna því, sem áunnizt hefur, ’ íta íram á við og gera sér greín yrir því, sem gera þarf í náinni ::ramtíð. I ár er alþjóðadagurinn 19. marz. Við skulum aðeins staldra við og gera okkur grein fyrir óví, sem næst okkur er . Sá tími er ekki löngu liðinn, að fatlaður maður taldist þriðja xlokks mannvera í íslenzku þjóð felagi, flestir höfðu horn í síðu aans, hann mátti þola uppnefni og háðsglósur vegna fötlunar sinnar og una því að vera talinn einsis nýtur ómagi á öðrum. En tímar breytast, menn og 'iðhorf. Með breyttum atvinnu- 'iátt.um hefur orðið ljóst, að fatl aðir þurfa yfirleitt ekki að vera Enn drepinn minkur i bænum ‘VTINKAR hafa nú verið drepnir : ýmsum bæjarhlutum Akureyr ar á skömmum tíma. Síðast á jóðinni Vanabyggð 5. En ung stúlka þaðan og félagar hennar, er voru að koma þangað heim sl, miðvikudagskvöld, sáu mink : nn og hófu eltingarleik og köll- uðu síðan á lögregluna. Ungling arnir náðu minknum og drápu jiann, „því að löggan var svo sein að hlaupa og hló svo mik- : ð,“ sögðu unglingarnir. □ HEIMSÓKN FRÁ GUÐFRÆÐÍDEILD NEMENDUR úr Guðfræðideild jHáskólans, ásamt gestum og vveim kennurum, séra Jónasi Gíslasyni og Sigurði Erni Stein- grímssyni, samtals 36 manna jnópur, komu til Akureyrar fyrir síðustu helgi. Fór hópurinn að Vestmannsvatni og héldu tvær kvöldvökur, aðra í Einarsstaða- kirkju og hina í Laufáskirkju, jbeimsóttu Grenjaðarstað og Húsavík. Á Akureyri dvöldu þeir á sunnudaginn, sátu hádeg- isverðarboð bæjarstjórnar og tóku þátt í guðsþjónustu í Akur eyrarkirkju. Heimleiðis hélt hópurinn á sunnudagskvöld. — Fararstjóri var Vigfús Þór Árna son. □ G ssasE. ómagar eða öðrum til byrði. Þrátt fyrir meiri eða minni fötl- un geta þeir oft verið virkir og dugandi í atvinnulífinu, takist þeim að fá rétt viðhorf til fötl- unar sinnar og þeim sé búin að- staða við þeirra hæfi. Starfs- hæfni byggist ekki lengur á kröftum 'feða hlaupaþoli. Nú eru það fremur handlagni og óbrengluð hugsun, sem máli skipta. Fótavana maður getur verið jafnlaginn í höndum og sáj sem hefur heila fætur. Hand ar.vana maður getur verið meiri hugsuður en sá, sem enga líkam lega ágalla hefur. Dæmi um and leg afrek fatlaðs fólks eru mý- mörg. Takmark hins fatlaða hlýtur að vera, að standa jafnfætis þeim heila á hverju því sviði, sem möguleikar leyfa. Hann vill leggja sambærilegt af mörkum og njóta í sama mæli, þess sem lífið hefur að bjóða. Heilbrigt þjóðfélag hlýtur einnig að stuðla að því, að svo megi verða. Vinnuaflið er auðlegð hverrar þjóðar og vinna hins fatlaða eigi minna virði en annarra. En sér- staða fatlaðra verður þó alltaf einhver, og til hennar þarf að taka tillit. Sá, sem erfitt á um gang, þarf t. d. að geta komizt hindranalaust út og inn úr íbúð sinni og út og inn á vinnustað, og hann þarf að hafa ráð á farar tæki til að komast á milli. Við hönnun opinberra stofnana og skemmtistaða þarf einnig að taka tillit til fatlaðra. Oft þarf þetta ekki að hafa mikinn auka kostnað í för með sér, öllu frem ur að viðkomandi aðilar minn- ist þess, að ekki eru allir jafn- færir í umferðinni. Ymis hjálp- artæki geta líka oft komið fötl- uðum að ótrúleg ugagni. Þá þurfa þeir gjarna sérstakrar líkamsþjálfunar með, svo og náms og þjálfunar í starfsgrein- um, sem betur henta þeim en aðrar. Að öllu þessu og fleiru, er sér- staklega varðar kjör og aðstöðu fatlaðra, hafa félög þeirra unnið á liðnum árum og í starfi sínu Dauðaslys á Akureyri HINN 16. marz sl. varð dauða- slys í umferðinni á Akureyri. Fjögurra ára teipa, Kolbrún Lára Malmquist, Lönguhlíð 4, varð fyrir vörubil í Glerárhverfi og lézt samstundis. Foreldrar litlu stúlkunnar eru Anna Soffía Ásgeirsdóttir hafa þau notið sívaxandi skiln- ings og aðstoðar jafnt frá hinum almenna borgara sem opinber- um stofnunum. Fyrir það eru félögin þakklát, en vona jafn- framt, að hvorki þjóðarbúið sem slíkt né aðrir þurfi nokkru sinni að sjá eftir þeim fjármunum eða annarri aðstoð, sem veitt hefur verið til að færa fatlaða nær því marki að geta verið veitendur og skapendur í sama mæli og aðrir. Af ófyrirséðurri ástæðum reyndist ekki unnt fyrir Sjálfs- björg á Akureyri að efna til sér- stakrar hátíðarsamkomu í dag, en við notum þetta tækifæri til að þakka öllum þeim, se mstutt (Framhald á blaðsíðu 5) MIKIL BUVORUFRAM- LEIÐSLA Talið er, að verðmæti íslenzkrar búvöru sé árlega 4—5 milljarð- ar, miðað við verðlag okkar tíma. En bændur landsins eru um 5 þús. að tölu og hefur þeim fækkað verulega á undanförn- um árum. Samkvæmt skýrslum er rækt- að Iand nú 110 þús. hektarar eða nálægt hálfur ha. á hvert manns barn í landinu. Birgðir búvara hafa minnkað mjög á síðasta ári. HALLORMSSTAÐA-BIRKI Vestur í Stykkishólmi smíðar maður einn, Dagbjartur Stígs- son að nafni, húsgögn úr Hall- ormsstaða-birki og er eftirspurn meiri en framleiðslan. Úr birk- inu eru smíðuð margskonar liús- gögn af ýmsum gerðum. Sagt er, að Dagbjartur, sem hefur 12 menn með sér við framleiðsl- una, hafi smíðað allar vélar verkstæðisins sjálfur og er það eitt út af fyrir sig fullrar athygli vert. AKURE YRIN GUR LEIKSTJÓRI I Stykkishólmi sviðsetti Jóliann Ögmundsson frá Akureyri Pilt og stúlku eftir Emil Thoroddsen og hafa sýningar notið mikilla vinsælda. Hefur Jóhann látið þess getið, að áhugi fólks þar vestra sé frábær og hvergi betra að starfa með áhugaleikfólki en þar, og sé það þó víða gott. TVÖ STÓR VERKEFNI Hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarð ar, sem er fertugur félagsskapur 14 búnaðarfélaga, eru tvö stór- mál efst á baugi. Hið fyrra er heykögglaverksmiðja, sem sam- bandið hefur pantað frá Dan- mörku og verður reynd hér í sumar, og má skila í haust ef Músagildrunni vel tekið LEIKFÉLAG AKUREYRAR hefur nú sýnt sakamálaleikritið „Músagildruna“ eftir Agatha Christie fimm sinnum við ágæt- ar undirtektir áhorfenda. „Músa gildran“ sem er langfrægasta leikrit Christie var frumsýnt í London í nóvember 1952 og hef- ur verið sýnt þar samfellt síðan, eða í hartnær 20 ár. Leikendur eru átta og leikstjóri Stefán Baldursson, en leikmynd gerði Iván Török. Sjá auglýsingu frá öðrum stað í blaðinu. L. A. á □ og Gunnar Malmquist. □ hún hentar ekki staðháttum^ Hitt stórmálið er Byggðasaga Eyjafjarðar, tvö bindi, hið fyrra í prentun. Verður þar urn merka útgáfu að ræða. RÁÐSTEFNA Ekki hrökkva menn upp við það þótt lialdin sé ráðstefna, enda nokkuð algengt. Nýlega var ein haldin á Akureyri um norð- lenzk atvinnumál og frá hcnni sagt í 14. tbl. Dags. En það merkilegasta við ráðstefnu þessa var e. t. v. það, að með lienni tókst samvinna milli Fjórðungssambands Norðlend- inga og Alþýðusambands Norð- urlands. Má vænta þess, að ef þessi fjölmennu félagssamtök vinna framvegis saman að fram- faramálum Norðurlands, eink- um atvinnumálum, þá muni góð ur árangur af því verðá. Þessi félagssamtök hafa mörg sömu málin á dagskrá. Ber því að efla samstarf þeirra, því að sameig- inlega geta þau lyft Grettistök- um. REGINN Reginn, blað templara á Siglu- firði, sein Jóhann Þorvaldsson ritstýrir, barst hingað um helg- ina, og er eftirtektarvert blað að venju. Þar segir m. a.: „Árið 1971 seldi Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins áfengi fyrir 1084 millj. kr. Það sam- svarar því að hver finnn manna fjölskylda hafi keypt áfangi fyr- ir 25 þús. kr. Þá seldi sama verzlun tóbak fyrir 810 millj. kr. og er það þá um 47 þúsund kr. fyrir áfengi og tóbak á hverja fimrn manna fjölskyldu, eða um 9.500 kr. á livert manns- barn frá vöggu tiLgrafar. Þetta er geigvænleg fjáreyðsla og þætti þungur skattur, ef greiða ætti til þjóðfélagsþarfa. En hvað er þó fjáreyðslan sjálf, ef ekki fylgdi annáð verra.“ ÁFENpISSJÚKLINGAR Reginn segir ennfremur: „Áfengissjúklingar hér á landi skipta orðið þúsundum. Lágmarkstala er tvö þúsund, eða 1% þjóðarinnar. Sumir telja að áfengissjúklingar séu þó mun fleiri. Enginn einn sjúkdómur herj- ar nú á jafn stóran hóp manna liér á landi og drykkjusýkin. Og svo koina hundriiðin, sem tóbaksneyzlan er að eyðileggja og leggur í gröfina árlega. Álitið er af þeim sem bezt þekkja, að vínnautn sé orðin svo almenn mcðal þjóðarmnar, að það sé mikill minni hluti manna, sem ekki bragðar áfengi.“ (Framhald á blaðsíðu 4). ÞEIR DANSA í MÝVATNSSVEIT Reynihlíð 20. marz. Hér er fólk að stunda dansnám. Magðalena Torfadóttir er kennarinn og kennir bæði ungum og gömlum. Þátttaka er góð og er kennt í þrem flokkum og sá fjórði bæt- ist við í dag. Nú stendúr sauðfjárrúningur sem hæst, sumir búnir og aðrir eiga það effír. í gær kom lúðrasveit og karla kór frá Húsavík og skemmti £ Skjólbrekku. Þótti það góð skemmtun og var hún nokkuð vel sótt. Kísilframléiðslan gengur held ég ágætlega þennan mánuð, alveg full afköst. Ætlunin var að fara að dæla úr vatninu því að þar var ísa að leysa. En svo lokaði ísinn því svæði aftur. En dæling hefst eins fljótt og hægt er, því allt er tilbúið og bátur- inn kominn fram á vatnið. P. J.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.