Dagur - 31.05.1972, Síða 1

Dagur - 31.05.1972, Síða 1
Nýja iínan hjá Fegrunarfélaginu FEGRUN ARFÉL AG AKUR- EYRAR er eitt af þeim félögum í bænum, sem setja málin á hreyfingu. ÞaS vill fegra bæinn, skipuleggur starf sitt nokkuS og beinir baráttu sinni gegn ýmsu því óæskilegu í útliti og um- gengni, sem annars er látiS „dánka“. Þetta félag hefur engin völd, aSeins áhugann og áróSur- inn aS vopni, og þau vopn hafa dugaS svo vel aS bærinn ber þess greinileg merki. Sá maSur- inn, sem hefur á undan gengiS og veriS ódeigastur, er Jón Kristjánsson, og ber aS þakka honum öSrum fremur margt hiS „Leikur lamb á Gunnarsstöðum 30. maí. ÁfelliS var meinlaust hér og olli ekki skakkaföllum í búskap og nú er átta stiga hiti. Vorverk eru ekki langt á veg komin því að sauSburöurinn tek ur tíma bændanna frá öðru, þótt vel hafi viðraS og allt gengið aS óskum hér í nágrenni. Granni minn, sem hér kom í gær, lét vel af þessu vori og á nú fjölda tvílembinga á ágætu fjárbúi sínu. Sagðist einhverjum svo frá, eftir þessa góðu heimsókn, að hjá honum hefði „leikið lamb á hverjum fingri“. Reitingsafli var hér áður en brælan kom. Fagranesið fékk t. d. einn daginn 15 tonn í nót, og var það svo nærri landi, að DAGUR kemur næst út 7. júní. góða, er Fegrunarfélagið hefur látið af sér leiða í betri átt. Á föstudagskvöldið hélt Fegr- unarfélagið aðalfund sinn á Hótel Varðborg og stjórnaði hon um félagsformaðurinn, Jón Kristjánsson, rakti hann störf félagsins á liðnu ári og reifaði framtíðarmálin. Spunnust um þau talsverðar umræður, sem vænta mátti. Félagið hefur barizt harðri baráttu fyrir því á undanförnum árum að fjarlægja kofa og skúra í þéttbýlinu og ruslahaugana rnörgu. Félagið örvar fólk til að (Framhald á blaðsíðu 4) hverjum fingri” við spurðum sjómenn hvort þeir hefðu fengiS þetta í kartöflu- garðinum okkar. Blandaður áburður var kom- inn, en fosforsýruáburðurinn tafðist, því að dann var í danska skipinu, sem strandaði. Áburð- urinn er nú rétt kominn og meira en mál að bera hann á. Nú er verið að setja upp mötuneyti og viðleguútbúnað fyrir vegagerðarmenn þá, sem nú byrja á Hálsavegi. Laxárnar hér í nágrenni eru allar leigðar eitthvað fram í tím ann fyrir skítaleigu, sem alveg er til skammar. Þrjár árnar eru hér í sveitinni, Svalbarðsá, Sandá og Hölkná. Aðrar tvær í næsta nágrenni, Hafralónsá og Ormarsá. Nú er verið að endurvekja gamla Fiskiræktar- og veiði- félagið, sem stofnað var 1934. Hefur það næg verkefni að vinna. O. H. Fuglamergð í Grímseyjarhjörgum Grímsey 30. maí. í gær og dag eru menn að síga í björgin eftir eggjum. Mjög margir notfæra sér þau hlunnindi, að síga og leggja þetta góða nýmeti í búin. Fíllinn byrjaði að verpa fyrir nokkru og eru einir tíu dagar síðan maður fékk egg hans á borðið. Nú eru það hins vegar egg langvíu og skeglu, sem tekin eru. Það er óhemju mikið af fugli í björgunum og skeglan hefur þurft að færa út varpland sitt vegna þrengsla í björgunum. Menn mega koma hingað og LISTAHÁTÍÐIN hefst á simnudaginn kemur HINN 4. júní hefst Listahátíðin í Reykjavík og stendur til 15. júní. Margt verður þar til kynn- ingar og skemmtunar og kosta aðgöngumiðar frá 100 krónum upp í 540 krónur. Flugfélag íslands veitir veru- legan afslátt á fargjöldum og ætti fólk að veita því athygli, ef það hefur hug á að heimsækja Listahátíðina, en sá afsláttur nemur 1000 krónum innanlands. En fjölmiðlar kynna dagskrárn- ar, og hefur ekki verið beðið um birtingu á þeim hér í blaðinu. □ síga eftir eggjum. Hér í eynni tekur hver það sem hann hefur not fyrfr og til að gefa vinum og kunningjum. Segja má, að gróska sé í flestu hér nú í vor. Sjálft er sumarið mánuði fyrr á ferðinni, eftir gróðrinum að dæma og miðað við hin síðari ár. Sauðburðurinn gengur ágætlega og er mikið um þrílembinga nú í vor, en annars flestar ær tvílembdar. Um þetta leyti árs er venju- lega lítill fiskur, og var svo áður en norðankastið kom á dögun- um. En róðrar hefjast á ný um miðjan mánuðinn, ef að vanda lætur. Sigfús Jóhannesson, ungur maður og gamall Grímseyingur þó, er hingað fluttur með fjöl- skyldu og hefur keypt 11 tonna þilfarsbát, sem hann gerir út héðan. Nú er hafnargerðin framund- an. Strax og stýrimannaverk- falli lýkur verða flutt hingað nauðsynleg tæki og verkið þá hafið. Mun eiga að fara að ráð- um heimamanna um gerð hafn- arbótanna og skulum við vona, að betur takist til en í hið fyrra sinn. Verið er að steypa kör á Akureyri, sem dregin verða til eyjarinnar og sökkt á sínum stað og grjótfyllt. S. S. Rannsóknum hjarla- og æðasjúkdóma lokið RANNSÓKN Hjarta- og æða- verndar á Akureyri, sem staðið hefur yfir síðan 4. febrúar 1971, er lokið. Rannsakað var fólk á aldrinum 41—60 ára, bæði á Akureyri og í hreppum sýsl- unnar, auk næstu nágranna- hreppa S.-Þingeyjarsýslu. Auk þess nutu Ólafsfirðingar rann- sóknarinnar. Þetta er fyrsta hóp rannsókn hér á landi utan Reykjavíkur á hjarta- og æða- sjúkdómum, þar sem um leið var þó jafnframt rannsakað heilsufarsástand fólksins að öðru leyti, jafnhliða. Kallaðir voru 2816 manns, bréflega um að mæta til skoð- unar, en 2145 mættu, eða 76.2%, konur og karlar, nálega jafn margt af hvoru kyni. Helztu niðurstöður rannsókn- arinnar urðu þessar, að því er Ásgeir Jónsson læknir, sá er annaðist rannsóknarstörfin, sagði fréttamönnum nú um helg ina. AÐFARARNÓTT síðasta sunnu dags var ekið á fjórar kindur nálægt Konuklöpp í Hragnagils- hreppi, þ. e. skammt frá nyrðri afleggjaranum að Kristneshæli, og þær drepnar. Voru það þrjú lömb og ein ær og lágu þessar skepnur ýmist á veginum eða í vegarkanti kl. rúmlega þrjú um nóttina þegar að var komið. Öku maður gaf sig ekki fram og leit- ar lögreglan hans. Innbrot hafa enn verið fram- in, og má þar nefna, að brotist var inn í hús skógræktarinnar í Kjarnaskógi, ennfremur í sumar bústað austan fjarðarins. Samkvæmt upplýsingum bæj- arfógetaembættisins í gær, er líklegt talið, að hassmálið hér í bæ, hafi nú verið rakin til rótar- innar. En með mál þetta verður farið sem önnur svipuð, að þau eru send saksóknara ríkisins til Tíðni kransæðasjúkdóma var 5.9% hjá körlum en 6.5% hjá konum. Háþrýstingur var 6.3% hjá konum en 16% hjá körlum. Þá voru 14.6 af hundraði kvenna með sykursýki og 14.2 karlar af hverju hundraði. Offita var hjá 46.4% kvenn- anna en 33.6% hjá körlum. Gláka eða grunur um þann augnsjúkdóm var hjá 5% kvenna en 6.5% karla og eru þetta mjög háar tölur. Blóðleysi var hjá 6% kvenna en 1.5% karla. Þvagfærasjúkdómar voru hjá 8% kvenna. Það var mikið nauðsynjaverk hjá Félagi hjarta- og æðavernd- ar á Akureyri að hrinda rann- sókn þessari af stað og ljúka henni, því að nú liggur ljós fyrir sá vandi í heilbrigðismál- um, sem rannsóknin fjallaði um, en þær eru grundvöllur skyn- samlegra ákvarðana heilbrigðis- yfirvalda. Stjórnarformaður þessa félags ákvörðunar um opinbera mál- sókn. Viðbót frá lögreglunni: Síð- degis í gær gaf maður sá sig fram, er valdur var að slysinu við Konuklöpp. □ Hrísey 29. maí. Á laugardaginn varð það slys á Hríseyjarferj- unni Sævari, að ferjumaðurinn, Hilmar Símonarson, drukknaði. Hann var á leið frá Litla-Ár- skógssandi til Hríseyjar í ágætu veðri, einn á ferjunni. Lagði hann ofurlitla lykkju á leið sína og hitti tengdason sinn, er þar var á handfæri, en hélt svo för sinni áfram. En eftir litla stund sáu menn ferjuna reka og var þá farið að athuga hverju það er Ólafur Sigurðsson yfirlæknir, gjaldkeri er Eyþór H. Tómasson forstjóri, en Þóroddur Jónasson héraðslæknir er ritari stjórnar- innar. En rannsóknum stjórnaði, sem fyrr segir, Ásgeir Jónsson læknir. Félög hjarta- og æðaverndar njóta hluta af svonefndu „tappa- gjaldi“. En hér þurfti miklu meira til. Gjaldkerinn Eyþór „fjármagnaði“ fyrirtækið af miklum dugnaði og sagði hann við þetta tækifæri, að fyrirtæki, félög og einstaklingar hefðu allir tekið málaleitan um stuðning á jákvæðan hátt. Nefndi hann þar sérstaka rausn Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, Kaup- félag Eyfirðinga, Akureyrarbæ, svo og peningastofnana á Akur- eyri. Samatls kostaði rannsókn- in á fjórðu milljón króna, og nú, þegar lokið er, eru allar skuldir greiddar, sagði gjaldkerinn. En rannsóknartækin, sem keypt voru til rannsóknanna, ganga til Fjórðungssjúkrahússins og munu koma þar að góðu gagni. Sigurður Samúelsson pró- fessor var á blaðamannafundin- um og fór hann lofsamlegum orðum um alla framkvæmd hjarta- og æðarannsóknanna hér á Akureyri. Hann sagði, að slík- um rannsóknum á landinu öllu ætti að ljúka 1975. □ sætti. Hríseyjarferjan var þá mannlaus. Slys þetta varð um hádegisbil. Leit var gerð, en hún bar ekki árangur. Hilmar Símonarson var 46 ára, harðduglegur og mjög ör- uggur sjómaður og lengi ferju- maður. Mun vandfenginn mað- ur í hans stað. Hilmar var kvæntur maður og lætur eftir sig konu og fimm dætur, eina innan fermingar- aldurs. S. F. Frá lösrefilunni

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.