Dagur - 21.06.1972, Qupperneq 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
FYRR 0G NÖ
ÞJ ÓÐARST OLT Islendinga vajr
löngum áberandi. Jafnvel á þeim
niðurlægingartímum, er þjóðin galt
afhroð í mannslífum vegna hungúrs,
glataði hún ekki sjálfsvirðingunni
og liinni andlegu reisn sinni. Vits-
munir, hreysti og háttvísi voru hinir
lýsandi vitar. Með iðkun andlegra
viðfangsefna, svo sem með ritun
bóka, lestri, ljóðagerð og sagnalist
var þjóðin að bæta sér upp ein-
angrun, umkomuleysi og veialdlega
fátækt sína, jafnvel að breiða yfir
liana.
Nú er öldin önnur því að tvær kyn
slóðir liafa nú lifað í landinu, án þess
að þekkja sult nema af sögunni. Og
menntunarhungrið alkunna er einn-
ig mettað, svo sem 750 stúdentar, út-
skrifaðir á þessu vori, bera meðal
annars vitni um. Þjóðin hefur búið
ört vaxandi velmegun á síðustu ára-
tugum, einkum síðan fullveldið var
stofnað fyrir 28 árum og framfarir á
fjölmörgum sviðum hafa aukizt með
risaskrefum og margir eiga digra
sjóði í bönkum. Lýðveldisins er um
land allt minnzt 17. júní og Jóns
Sigurðssonar forseta, sem með lífi
sínu og starfi varð frelsistákn þjóðar-
innar. En þess ber þá jafnframt að
minnast, að forfeðurnir, kynslóð
fram af kynslóð, varðveittu tunguna
og söguna, hin andlegu vopnin.
En við lifum ekki lengur í heimi
sagna því að frelsið og fullveldið
lagði okkur óteljandi möguleika í
hendur, sem beina huganum að verk
efnum framtíðarinnar. Forfeður okk
ar um aldir þroskuðu með sér ýmis-
konar manndyggðir, sem urðu rót-
fastar, metnar öðru meira og urðu
mestur styrkur fátækrar þjóðar.
Við höfum hins vegar leyft okkur
að taka upp nýja siði og að meta and
leg og veraldleg verðmæti á annan
hátt en áður var. Við þurfum ekki
lengur að breiða yfir fátæktina með
því að drýgja andlegar dáðir, og þær
virðast hafa fallið í áliti. Hins vegar
finna margir hvöt hjá sér til þess á
síðustu tímum, að breiða yfir hina
andlegu fátækt sína með harðviði og
gólfteppum, hylja lífsleiða og ham-
ingjuskort með áfengi og eiturlyfj-
um.
Á minningardegi Jóns Sigurðsson-
ar forseta og lýðveldisins, og á sigur-
degi hinna „hvítu kolla“, er skylt að
leiða liugann að því, hvort hið nýja
mat okkar á andlegum og veraldleg-
um verðmætum leiðir okkur á veg
hamingjunnar, hvort við höfum ver-
ið of fljót að kasta liinum fornu
dyggðum, hvort við erum að leggja
rétta mynt inn í sjóði framtíðar-
Tvö
SÍÐASTA Búnaðarþing ákvað
að fá innflutt sæði úr holdanaut
um af Gallowaykyni frá Bret-
landi, til þess að ná meiri væn-
leik sláturgripa. En hér þarf
meira að gera. Búnaðarþing og
Búnaðarfélag íslands þurfa að
beita sér fyrir því að komið
fjárkyn
7. Innflutningur á sæði á ekki
að valda sjúkdómshættu.
8. Ég tel sterkar líkur á því,
að þetta sé merkilegra mál, en
um holdanautin. Þau eru ekki
æskileg nema í snjóléttum sveit
um, þar sem hægt er að beita
þeim á veturna — með allri gát.
JÓN H. ÞORBERGSSON:
verði upp í landinu nýju sauð-
fjárkyni til sláturfjárbóta. Þetta
'ér'Kægt á auðveldan hátt, með
því að fá innflutt sæði úr Boder
Leicester hrútum og hreinrækta
fyrsta liðs kynblendinga út af
þeim og innlendum ám. Þannig
“gétur'hið nýja sauðfjárkyn orð-
ið til.
Border Leicester féð varð til
um 1770 á þennan hátt með ein-
blendingsræktun. Með því að
hreinrækta fyrsta liðs kynblend
inga tveggja ólíkra fjárkynja —
hrúta af Dishleykyni og ær af
Teeswaterkyni, langullað fé.
Þessi fjárkyn eru nú horfin. Ut
í þetta fer ég ekki frekar, þótt
ég hafi um það langt mál í bók
sem heitir Sheep, Breeds and
Management (London 1908).
Svo sem áður segir ér Border
Leicester féð orðið til með ein-
blendingsrækt og mörg fleiri
fjárkyn. Kynblöndun til að fá
verðmeiri sláturlömb viðgengst
víðsvegar um lönd. Rökfærsla
mín í-þessu máli er í sem fæst-
um orðum þessi:
1. Border Leicester féð er
mest notað til blöndunar, í fram
leiðslu sláturdilka, vegna þess
hvað það er hraust, afurðasamt,
kynsterkt og bráðþroska. Bretar
nota hrúta af því kyni til að fá
sláturdilka undan Svarthöfða-
ám og Cheviotám, sem eru fjall-
fjárkyn.
2. Nota ætti langræktaðar
þingeyskar ær við stofnræktun
nýja fjárkynsins.
3. Fyrsta liðs kynblendingarn-
ir yrðu mjög líkir í föðurkyn,
stórír, drifhvítir á ull og kollótt-
ir, þótt mæðurnar væru hyrnd-
ar. í vaxtarlagi yrðu þeir líkir
föðurkyninu, jafnvaxnir með
sléttan herðakamp, breitt bak
og miklar malir, sem okkar
dilka vantar svo mjög og gang-
limir kjötmeiri.
4. Af þessu fyrsta liðs hrein-
ræktaða fé, á svo að nota hrúta
handa þeim ám, sem gefa eiga
sláturlömb, til þess að fá vænni
dilka — sem ekki mundi bregð-
ast — bæði á skrokk og gæru og
betri vöru, kjötið meira og ekki
laus fita í því og betri söluvara.
Gærur af þessum dilkum — !4
af útlendu blóði — tel ég mjög
líklegt að yrðu jafn gjaldgengar
til sams konar nota og á sams
konar markað og dilkagærur
okkar eru nú. Eftir því sem ég
man. Sjá síðar.
5. Á þennan hátt gætu og
mundu bændur græða áriega
milljónir, án aukins tilkostn-
aðar.
6. Við í stjórn Búnaðarsam-
bands S.-Þingeyjarsýslu eða
Hallgrímur heitinn bróðir minn,
gerði þessa tilraun. Nefndi hann
þetta einblendingsfé þingskota-
kyn. Taldi það, ýmsra hluta
vegna, henta okkur betur en
Border Leicester féð. Ærnar
nýja fjárins reyndust stálþrifn-
ar, mjólkurlagnar og hraustar.
Dilkar undan fyrsta liðs hrútum
og heimaám, reyndust ótrúlega
vænir. Ég nefni ekki tölur í því
sambandi. Nýjar tilraunir eiga
að leiða þær í ljós.
9. Ai þessu nýja fjárkyni
þurfa svo að vera bú víðsvegar
um land sem seldu bændum
hrúta til framleiðslu sláturdilka.
Ailt undir eftirliti Búnaðar-
félags íslands.
10. Ég er þess fullviss að
bændur mundu yfirleitt skilja
það, að hér yrði að fara eftir
föstum reglum. Sérrækta heima
Jón H. Þorbergsson.
féð og sérrækta nýja kynið. Það
er undirstaðan fyrir því að fá
vænni sláturdilka.
Ég hefi oftar en einu sinni
sent Búnaðarþingi erindi um
þetta mál, en það hefir ekkert
gert í þessu merkilega máli.
Verður þao að teljast miður far-
ið, ekki vakað nógu vel yfir
þessu mikla hagsmunamáli
bænda, sem ég fullyrði að það
er. Hér er ekki talað út í bláinn.
Það er búið að gera hér tilraun,
sem reyndist mjög jákvæð.
Hér er ekki um annað holda-
fjárkyn að ræða en Border
Leicester. Onnur eru of snoð-
uiluð og illa lit eða of grófgerð
og ekki eins fjölhæf. Bretar hafa
myndað nýtt fjárkyn með hrein
ræktun fyrsta liðs kynblendinga
af Border Leicester hrútum og
Cheviotám. Nefna þeir þetta fé
Havbreed. Telja það betur henta
við minni skilyrði.
Ég vil taka það fram, að fyrir
margra ára áróður okkar Hall-
gríms heitins bróður, fengum
við í nafni Búnaðarsambandsins
hér, leyfi landsstjórnarinnar til
að gera tilraunir með útlenda
féð. Landssjóður lagði til stofn-
kostnaðinn en Hallgrímur bróð-
ir minn keypti féð í Bretlandi
sumarið 1932, hafði tilraunirnar
og fjárbúið og lét það bera sig.
Þetta fé tók ekki mæðiveikina,
en lenti þá allt í niðurskurðin-
um.
Með tímanum verður það al-
gengara hér í landi sem víða er-
lendis, að bændur láti förgunar-
dilka sína á ræktað land, lengri
eða skemmri tíma fyrir slátrun.
Það er hagnaðarmál og mikil
undirstaða þess, að hægt sé að
hafa miklu fleira sauðfé í land-
inu en úthagi og afréttir duga
því til fullra þrifa dilkunum —
þetta mál þarf athugunar með.
Bezt er að fitunarlandið sé
tún, hafragras, síðsprottið og út-
hagi með, svo að haldist gott
bragð að kjötinu, sem er mikið
markaðsskilyrði. Mikið fóður-
kál spillir mjög bragðinu. Blend
ingsdilkar mundu, rpeð þessum
hætti, taka miklu meiri fram-
förum en önnur lömb. Okkar
sauðfé er í eðli sínu seinþroska
fjallafé, þess vegna þurfum við
að koma hinum bráða þroska
láglandsfjárins í okkar sláturfé.
Þetta er algengt hjá öðrum þjóð
um. í Hjaltlandi er líffjá’rstofn-
inn hinn sami og hér í landi, en
féð þar mun smávaxnara en hér
— fénu þar aldrei gefið fóður
svo að teljandi sé. Þar fá bænd-
ur langtum hærra verð fyrir
kynblendingsdilkana og þá líka
vegna þess að þeir taka miklu
meiri framförum, er þeir koma
á ræktað land, undir slátrun.
Bændur á Bretlandi kaupa lömb
in af Hjaltlendingum að haust-
inu og setja þau á ræktað land
fyrir slátdrun.
Svo sem áður getur, er ekki á
þessu stigi málsins, hægt að
nefna gildandi tölur um meiri
vænleika sláturdilka með þeirri
aðferð, er hér um ræðir, enda
grípa skilyrðin þar inn í. Þegar
ég hafði Border Leicester hrút,
voru kynblendingar með á
þriðja kg. meira kjöt og hátt í
kg. merii gæru. En hér er léleg-
ur sumarhagi, og ég gerði ekk-
ert til að mismuna mæðrum
þeirra í gjöf. í landgæðasveitum
var munurinn miklu meiri. Ég
tel ekki fjarri lagi, eins og nú
horfir, að ef notaðir væru hálf-
blóðshrútar, mundu dilkar und-
an þeim gera, á blóðvelli, minnst
300 kr. meira en heimalömb.
Annars eiga tilraunir að segja
til um þetta.
Bændur þurfa að vaka yfir
þessu máli og knýja á um fram-
kvæmdir.
15. marz 1972.
Mikiii söngur og góð tónlist Sundkeppniii - - 200 mef ra
Egilsstöðum 19. júní. Hátíða-
höldin hér á Egilsstöðum voru
að þessu sinni haldin innanhúss
að mestu, í Valaskjálf. Veður
var þurrt en kuldaþræsingur og
snjóaði í fjöll. Tónlistarfélagið
annaðist' undirbúning hátíða-
haldanna en hátíðaræðuna flutti
Vilhjálmur Hjálmarsson alþing-
ismaður. Tónkórinn söng og
lúðrasveitin lék. Úti voru leikir
og knattspyrnukeppni. Um
kvöldið var dansleikur. Allt fór
fram með friðí og spekt og virð-
ist ekki hafa sannazt sú fullyrð-
ing eins „menningarvita“ syðra,
að hið mikla þéttbýli þár, skap-
aði siðmannlegt og ménningar-
legt mannlíf fremur éri" smærri
staðirnir. En fréttir af 17. júní
hátíðahöldunum í Réykjavík
gefa tiléfni íiTað minna á þetta
nú.
Samband norðlénzkra karla-
kóra, 250—300 söngmenn, heim-
- Ný heyverkunaraðferð reynd
(Framhald af blaðsíðu 1)
um að ræða heymjöl eða hey-
köggla þótt hráefnið sé hið
sama, heldur sérstaka verkun
heys, sem væntanlega má nota
að öllu leyti í stað heys, sem
verkað er með öðrum hætti.
Kostir þessarar heyverkunar
munu þeir helztir, að unnt er að
heyja í hvaða veðráttu sem er,
heykökurnar taka mjög lítið
rúm í hlöðu og er auðveldara að
gefa þær en hey úr stáli. Bú-
peningur getur notfært sér fleiri
fóðureiningar í dagsfóðrinu en
með heygjöf og á það að geta
sparað tilsvarandi aðkeypt
kjarnfóður. Þá er talið, að um
þriðjungi fleiri fóðureiningar
fáist af hverjum hektara lands
með þessari aðferð en öðrum.
Byggist það á minna efnatapi
- Skólaslit Menntaskólans á Ák.
(Framhald af blaðsíðu 8)
valið af kennurum og nemend-
um, starfaði í fyrsta sinn, og
þótti sú skipan reynast vel. Þá
var einnig í fyrsta sinn ráðinn
aðstoðarskólastjóri, Jón Árni
Jónsson. Auk þess sem hann
annaðist mikinn hluta hinna
daglegu starfa, fór hann með
alla stjórn skólans í október-
mánuði og annaðist undirbún-
ing vetrarstarfsins í veikinda-
forföllum skólameistara.
Nýlega barst skólanum
30.000.00 króna gjöf frá Huldu
SMÁTT & STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8)
gætisiðnaði, sem hneykslaði
margan en sennilcga er ekki
mjög óhollt í maga, saurgerlam-
ir í akureyrskum' ísiðnaði og
ferðalög landsmanna til meng-
aðra baðstranda á suðlægum
slóðum, eru allt undantekning-
ar, en þó nægilega glögg dæmi
um það, að alltaf verða menn
að halda vöku sinni, einnig hér,
í Iandi hins tæra lofts og hreina
vatns.
MARGT AÐ SJÁ
Heimskt er heimaalið barn, og
heimskir vilja menn ekki vera.
Ferðalög eru vel til þess fallin
að víkka sjóndeildarliringinn.
Bækur eru einnig vel til þess
fallnar, ferðir á söfn, viðræður
við fróða menn o. s. frv. Akur-
eyringar hafa eflaust flestir
skoðað sín eigin söfn, svo sem
náttúrugripasafn, minjasafn,
amtsbókasafn og ennfremur
hafa þeir komið í liús skáldanna,
Davíðs, Matthíasar og Nonna.
Margt er að sjá á þessum stöð-
um og margir koma um langan
veg þeirra erinda.
FLEIRA ER AÐ SJÁ
En fleira er að sjá en söfn og
safnhús. Við örlitla athugun fyr-
ir fáum dögum, kom í ljós, að
fullorðið fólk í bæ og héraði
hefur mjög vanrækt að fylgjast
með iðnframleiðslu á Akureyri.
Það liefur fæst litið inn í verk-
smiðjur KEA og SÍS, í Iirað-
frystihúsið, niðursuðuna eða
stórsmiðjur, sem kenndar eru
við tré og járn, naumast kynnt
sér þá staði, sem framleiða
mjólluir- og kjötvörur. Og því
miður láta bændur hjá líða að
kynna sér ræktunartilraunir,
sem hér eru þó framkvæmdar í
liöfuðstað Norðurlands.
Á. Stefánsdóttur í minningar-
sjóð Stefáns Stefánssonar, skóla
meistara, en Hulda á 60 ára
gagnfræðongsafmæli á þessu
ári.
Á þeim 6 árum, sem Steindór
Steindórsson hefir veitt M. A.
forstöðu, hefir hann brautskráð
696 stúdenta.
Að loknu máli skólameistara
flutti Olafur Jónsson, læknir,
kveðjur frá 40 ára stúdentum.
Þeir sendu gjöf í minningarsjóð
Sigurðar Guðmundssonar, skóla
meistara. Heillaskeyti barst frá
30 ára stúdentum. Fyrir 25 ára
stúdenta talaði Hannes Haf-
stein, fulltrúi. Þeir gáfu mál-
verk af dr. Kristni Guðmunds-
syni, fyrrum kennara við M. A.
um mörg ár. Dr. Kristinn af-
hjúpaði myndina sjálfur og
flutti nokkur ávarps- og þakkar-
orð. Af hálfu tíu ára stúdenta
talaði Hreinn Pálsson, lögfræð-
ingur, en þeir gáfu tæki til
tungumálakennslu, segulbands-
og heyrnartæki ósamt stjórn-
borði. Valdimar Gunnarsson,
menntaskólakennari, talaði af
hálfu 5 ára stúdenta, sem gáfu
veggklukku til varðveizlu í
skólastofu í minningu Stein-
gríms Blöndals, sem var inspec-
tor scholae og forustumaður í
félagsmálum, en lézt fyrir tveim
ur árum.
Hermann Stefánsson, yfir-
kennari, ávarpaði Steindór Stein
dórsson, skólameistara, og flutti
honum þakkir af hálfu kennara
M. A.
Að lokum flutti Steindór
Steindórsson ræðu. Q
með þessari verkun heys. Enn-
fremur er aðferðin mjög vinnu-
sparandi. Ráðgert er, að bændur
greiði krónur 3.50 fyrir hvern
heyhest, verkaðan í þessari nýju
verksmiðju.
Hér háfa verið taldir margir
augljósir kostir nýrrar heyverk-
unaraðferðar, ef allt fer a'ð ósk-
um í framkvæmd. Þess er þó að
geta, að ekki er um að ræða
kjarnfóðurframleiðslu, heldur
vel verkað hey, eða gróffóður.
Þá liggur það auðvitað ekki
ljóst fyrir, hver kostnaðurinn
raunverulega verður, að til-
raunasumri loknu. Þá krefst
verksmiðjan mikils samfellds
lands, því að langir flutningar
heys að verksmiðjunni eru dýr-
ir. Verksmiðjan hefur að þessu
leyti sínar takmarkanir við ís-
lenzka aðstöðu, víðast hvar.
Vel má hugsa sér' sameign
bænda og samvinnurekstur á
verksmiðjunni, þar sem ræktar-
lönd eru mikil og tún samliggj-
andi. En naumast hentár hún þó
'til viðbótar venjulegum hey-
skapartækjúm, sem nú eru al-
gengust. Til þess er hún of dýr
í innkaupi og rekstri. En hvort
hún getur komið í staðinn fyrir
■núvérándi heyskapartæki, er
annað mál, og væri þá um gjör-
byltingu í heyskap og heyverk-
un að ræðá. Og i .fljótu bragði
sýnist það hagkvæmt, fyrir þá,
sem nú hefðu um það að velja,
að kaupa sér öll algeng hey-
skapartækí ásamt heygeymslum
og heyverkunartækjum í hlöðu,
svo sem súgþurrkun, að velja
sér fremur heykökuverksmiðju,
ef hún reynist eins vel og af er
látið. Hins vegar virðist það
miklu hæpnara, að slík verk-
smiðja eigi .rétt á sér til við-
bótar því, sem fyrir er. En í því
máli verður reynslan úr að
skera og ‘mikilvægt er, að það
verður gert nú í sumar, Q
sótti okkur um fyrri helgi og
þótti sú heimsókn góð og var
enda óvenjuleg. Hefur aldrei
áður verið svo fjölmennur hóp-
ur söngmanna hér.
Um þessa helgi heimsótti okk-
ur svo Karlakór Reykjavíkur og
söng einnig í Valaskjálf, en fór
að því búnu til Neskaupstaðar
og söng þar: Er þetta mikil söng-
hrina, sú mesta hér um slóðir og
var tekið með fögnuði.
Til viðbótar hinum mikla og
góða söng kemur svo Sinfoníu-
hljómsveit íslands hingað um
næstu helgi.
Veraldarvafstrið er hreint
með mesta móti og atvinna bæði
mikil og góð. Á þetta við bæði
um byggingaframkvæmdir, vega
MINNI HAGNAÐUR
Ytri-Nýpum 19. júní. Rudda-
veðrið, sem hér hefur verið í
Vopnafirði, er að ganga niður.
Nokkuð snjóaði í háfjöll. Tún
eru vel sprottin og mun víða
skammt til sláttar, eða strax og
veður verður heyskap hagstætt.
Aðalfundur Kaupfélags Vopn-
firðinga var nýlega haldinn.
Rekstursafkoman varð lakari
en í fyrra og skilaði starfsemin
litlum hagnaði. Kaupfélagsstjóri
er Halldór Halldórsson. Af for-
mannsstarfi í kaupfélagsstjórn
lét Friðrik Sigurjónsson, Ytri-
Hlíð, að eigin ósk, en í hans
stað var kosinn Sigurjón Frið-
riksson, sama stað. Aðrir stjórn
armenn eru Kjartan Björnsson
símastjóri og Þórður Pálsson,
Refstað. Þ. Þ.
ÁSKORUN
AÐALFUNDUR Bílstjórafélags
Akureyrar, haldinn í Þingvalla-
stræti 14, mánudaginn 12. júní
1972, beinir þeir tilmælum til
bæjarstjórnar Akureyrar, að
hún hefjist þegar handa við upp
setningu umferðarljósa við
gatnamót Glerárgötu og
Tryggvabrautar, og Strandgötu
og Glerárgötu, þar sem sam-
þykktir liggja fyrir frá umferð-
arnefnd og bæjarstjórn um
þetta efni.
Ennfremur beinir fundurinn
þeim tilmælum til viðkomandi
aðila, a ðnotað verði ferska vatn
til vökvunar gatna í bænum í
staðinn fyrir sjó, sem tekinn
mun vera á miður heppilegum
stað. Q
framkvæmdir og svo er Lagar-
fossvirkjun að auki. Vegagerðin
er komin í gang með öll sín tól
og tæki, enda meira fé lagt til
vegaframkvæmda en áður, eink
um sunnan Reyðarfjarðar. Þá
er byrjað á jarðgöngunum í
Oddsskarði. Brúaframkvæmdir
verða verulegar og stærsta brú-
in verður byggð á Gilsá á Jökul
dal og var hennar mikil þörf.
Verður það mikið mannvirki, í
fyrra áætlað 18 millj. kr. mann-
virki, 60—80 metra löng brú.
Þegar skólum lauk, fóru menn
að búa sig undir móttöku ferða-
manna og eru þegar nokkrir
hópar komnir.
Heyskapur mun hefjast þegar
þurrkur kemur, en ennþá er
hvergi byrjað að slá.
1 dag verður hér haldinn aðal
fundur Stangveiðifélags íslands.
En Stangveiðifélag Reykjavíkur
tók á leigu vatnasvæði Jökulsár
og Lagarfljóts og sleppti miklu
af seiðum í árnar í fyrra og nú
í ár mun verða sleppt í þær 400
þús. seiðum. Er nú mjög aðkall-
andi, að laxastiginn við Lagar-
foss verði sem fyrst fullgerður,
svo að árangur verði sem fyrst
af hinni miklu fiskirækt á þessu
vatnasvæði. Fyrrum var laxa-
stigi byggður við Lagarfoss, en
smíði hans mun hafa mistekizt,
því að hann hefur ekki komið
að notum. V. S.
SUNDKEPPNI Norðurlandanna
er nú með nokkuð öðru sniði en
verið hefur. Nú má hver og einn
synda einu sinni á dag, allan
keppnistímann (apríl—okt.), og
reiknast allt til keppninnar.
Keppnin, ásamt góða veðrinu,
hefur valdið mjög mikilli að-
sókn til sundstaðanna. Þetta er
gleðilegt. Sundið er vissulega '
íþrótt, sem vert er að iðka,
iþrótt, sem gerir fólkið hrein-
legra, hraustle'gra' ‘glaðpra, þeg-
ar rétt er að farið. Aðstaða Akúr
eyringa til sunds er ágéet^ enda
aðsóknin eftir þyþ f. d. þréfafcP'
aðist aðsókn í'apríl, nþðað við .
sama tíma 1971’.
En 200 metra sundkeppniij
verður erfið í framkvæmd, við'
svo mikla aðsókn í ekki stærri
laug. Vegna þrengsla er öR'nær'
ómögulegt að synda 200 metr--
ana, og til þess áð fylgjast með
hverjum keppenda þyrfti, stýjj-.
aukið starfslið. En því hefur —
yfirleitt — verið treyzt, áð fólk
tæki ekki kvittun fyrir ógreiddri
skuld — bæði ekki um miða
(þátttökukvittun) í afgreiðsl-
unni, nema sæmilega væri lokið
við 200 metrana hverju sinni. En
bæði vegna ókunnugleika um
reglur fyrir keppnina og vegna
barnaskapar (lítið synd börn
halda að þau hafi lokið þessu),
vill eitthvað út af bera um full-
komin skil. Sundsamband ís-
Háfíffðfundur og afmælisgefraun
f TILEFNI af 70 ára afmæli
Sambands íslenzkra samvinnu-
félaga og 90 ára afmæli elzta
kaupfélagsins, verður aðalfund-
ur SÍS haldinn hátíðlegur með
ýmsum hætti í Reykjavík síðar
í vikunni.
En í kaupfélögum landsins og
m. a. hér á Akureyri hefst í dag
afmælisgetraun kaupfélaganna
og lýkur henni 24. júní. Get-
raunaseðlar fást hér á Akureyri
í úti'oúum Nýlenduvörudeildar,
Herradeild, Vefnaðarvörudeild,
Kjötbúð og í útibúum KEA við
Eyjafjörð. Þeir eru afhentir um
leið og viðskiptavinir gera upp
hjá gjaldkera í búðunum og
þeim þarf að skila á sama stað
útfylltum. Hver búð veitir verð-
laun, og auk þess eru veitt
myndarleg heildarverðlaun.
Sjá nánar í auglýsingu á öðr-
um stað í blaðinu. Q
Mikið vðtn og gotf valn
Sauðárkróki 19. júní. Hegranes-
ið var að koma hingað með 100
tonn til löndunar.
Framkvæmdir við hina nýju
vatnsveitu Sauðárkróks eru
hafnar. Borað var með góðum
Golfkennari fil Ákureyrar
MIKILL áhugi er nú ríkjandi
hjá Golfklúbbi Akureyrar.
Nokkrar keppnir hafa verið
haldnar og hefur ágætur árang-
ur náðzt. í síðustu viku var golf
völlurinn að Jaðri tekinn í notk
un þetta árið og lítur hann
mjög vel út. Ákveðið hefur ver-
ið að fá golfkennara til Akur-
Akiíreyringar ósigraðir heima
AKUREYRINGAR léku við ís-
fitðinga í. 2, deild sl. fimmtudag
á ísafirði og lauk leiknum með
sigri Akureyringa, sem skoruðu
7 mörk gegn 1.
SI’. rnánudagskvöld léku svo
Akureyringar við 1. deildarlið
Vals á Akureyrarvelli og sigr-
urðu þeir Valsliðið með 1 marki
gegn engu. Akureyringar áttu
meira í leiknum og sanngjarnari
úrslit hefðu verið 3:1 fyrir Akur
eyringa.
Völsungar á Húsavík léku við
Þrótt úr Reykjávík: á Húsavík-
urvelli sl. föstudag og varð jafn-
tefli í þeim leik, 1:1.
N. k. laugardag leika á Akur-
eyrarvelli ÍBA og FH og hefst
leikurinn kl. 4. Þessi leikur er
einn hinn þýðingarmesti, sem
Akureyringar leika í 2. deild,
því FH-liðið er talið mjög gott
um þessar mundir og er trúlega
hættulegasti mótherji Akureyr-
inga í 2. deild.
N. k. sunnudag kl, 2 fer fram
leikur í Bikarkeppni KSÍ, 2. fl.,
á Akureyrarvelli og er það lið
FH sem mætir ÍBA-liðinu. Q
eyrar og kemur Þorvaldur Ás-
geirsson á föstudaginn kemur
23. þ. m. og kennir til þriðju-
dags 27. Kennslan fer fram á
tímanum frá kl. 10.30 f. h. til
22.30 e. h. Þorvaldur mun kenna
hópum og einstaklingum fyrir
mjög vægt gjald. Byrjendur vill
hann helzt fá 3 saman, en þá
sem lengra eru á veg komnir í
einkatíma.
Golfíþróttin hefur átt mjög
vaxandi fylgi að fagna hér á
landi undanfarin ár, enda er
íþróttin holl og skemmtileg.
Þetta tækifæri, sem nú gefst
til að hefja iðkun þessarar
íþróttar, ættu því sem flestir að
nota. Það skal tekið fram, að
öll áhöld til kennslunnar útveg-
ar Golfklúbbur Akureyrar og
Þorvaldur Ásgeirsson golf-
kennari.
Allar nánari upplýsingar gef-
ur Arnar Einarsson, starfsmaður
Golfklúbbsins að Jaðri, frá kl.
1 til 5 næstu daga.
(Fréttatilkynning)
árangri eftir köldu vatni í
Veðramótslandi og fékkst þar
bæði gott vatn og nægilega mik
ið vatn, sem nú verður leitt um
kaupstaðinn. En vatnatakan er
3—4 km. frá kaUpstaðnum.
Hestamenn héraðsins láta að
sér kveða, svo sem vera ber, og
undirbúa nú fjórðungsmótið á
Vindheimamelum, sem haldið
verður 7.—9. júlí.
í athugun eru gatnagerða-
framkvæmdir með aðstoð mal-
bikunarstöðvarinnar á Akur-
eyri. G. I.
Aðalfundur SUNN
AÐALFUNDUR Samtaka um
náttúruvernd á Norðurlandi
(SUNN) verður að þessu sinni
á Hólum í Hjaltadal, dagana 1.
—2. júlí.
Til umræðu verður m. a.
stefnuskrá samtakanna og drög
að náttúruminjaskrá fyrir Norð-
urland. Vonir standa til að Ey-
steinn Jónsson formaður Nátt-
úruverndarráðs geti mætt á
fundinum, og Hjörleifur Gutt-
ormsson mun segja frá Stokk-
hólmsráðstefnunni.
Síðari daginn verður fræðslu-
fundur um jarðveg á íslandi,
myndun hans og gerð, en þar
flytur dr. Þorleifur Einarsson
jarðfræðingur aðalerindið. Síð-
degis verður farið út í eyjar.
Ollum er heimil þátttaka í
fundinum. Q
lands hefði gjarnan mátt kynm .
betur reglurnar t. d. með því ac'
senda til sundstaða spjöld, með
helztu fyrirsögn og hvatningu.
Eitt spjald hef ég séð, og það ei
með hættulegri villu: að hvei:
og einn megi synda svo ofí sen:
hann vill! Enda heyrði ég eftir
einum höfuðstaðarbúa, þegar
um 70 dagar voru liðnir ai:
keppnistíma, að hann væri bú-
inn að fá 140 miða! Hann hafði
bara farið milli sundlauga og
synt tvisvar—þrisvar á dag og
alltaf fengið miða.
Til þess að tryggja betur frani
gang keppninnar hér vill sund-
nefndin reyna að bæta að
nokkru aðstöðuna og auka eftir.
litið.
Sundlauginni verður eitthvað
skipt til keppninnar og annarra
sundiðkana og leika. Vissir tím •
ar dagsins skulu öðrum fremur
ætlaðir þeim, sem synda vilj;:
200 metrana.
Sundlaugin er opnuð, á með ■
an á þessari sundkeppni stend-
ur, kl. 7 að morgni, virka daga
og er fyrsti tíminn aðallega ætl •
aður fullorðnu fólki og þá ma
gera ráð fyrir þolanlegri aðStöðu
til keppni. Kl. 8—11 er laugir.
öllum opin. Kl. 11—13 er oft,
góður tími til keppni, börn frek •
ar heima um hádegið, en þeirr;
tími er aftur — og allra — kl. 1! i
—16. Kl. 16—18 skal ætlaður ful.
orðnu fólki, konum og körlurr;,
m. a. þeim, sem illa treysta séi,
þegar þrengsli eru mikil. Verður
þá fylgst með og leiðbeint í san:.
bandi við 200 metrana.
Annars er ágætur sértím:1.
kvenna, 14—100 ára, á fimmtu ■
dögum eftir kl. 19. Þá er jafnve
kennt sund ef óskað er.
Kl. 20—21.15 er sundlaugn
öllum opin, þeim sem eru 10 arr
og eldri. Á sunnudögum er laug;
in opin kl. 8—11.15 og fyrst:;
tíminn ekki ætlaður börnum.
Foreldrar ættu ekki að leyft
ósyndum börnum — eða þvi næ.:
ósyndum — að fara í laugina,
nema í öruggri fylgd.
í síðustu keppni syntu uir.
2500 Akureyringar, nú þega:
hafa 3200 synt þennan sprett.
Útlitið er gott, en margir eru
eftir. Áfram nú!
F. h. sundnefndar, i
Jónas frá „BrekkrakoviT
Akureyrartogararnír
KALDBAKUR landaði á mánu*
daginn og þriðjudaginn, um 160
tonnum.
Svalbakur landaði 15. júni,
222 tonnum.
Harðbakur landaði 13. júni,
172 tonnum.
Sléttbakur landaði 11. júni,
186 tonnum.
Sólbakur landar væntaniega
nú um miðja vikuna. Q
T A P A Ð
Þann 10/6 tapaðist peysa
í bænum, grænbrún og
heimaprjónuð á 8 ára.
Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 1-23-5L
Kvenarmbandsúr.
Fiundist hefur kvenarm-
bandsúr.
Réttur eigandi vitji þess
á afgreiðslu blaðsins.