Dagur - 02.08.1972, Blaðsíða 1

Dagur - 02.08.1972, Blaðsíða 1
segir Jóliann Þorvaldsson kennari Sprettuhorfur í kartöflugörð- unum eru góðar og er enn sem fyrr mikið ræktað af kartöflum á Svalbarðsströnd. Þá hefur kartöfluræktin færzt mjög í aukanna í Grýtubakkahreppi. Undanfarið hefur verið reit- ingsafli út á firðinum. Kaup- félagið hér tekur nú á móti fiski tveggja báta og verkar í salt. Heita má, að allir séu á kafi í annríki, einkum fólkið á sveita- bæjunum, sem nú hefur lengri vinnudag en allir aðrir og kepp- ist við heyskapinn. K. G. MATSTOFA KEA átti tíu ára afmæli á föstudaginn var. Hún var stofnuð vegna ferðafólks, er í bæinn átti erindi og þurfti á slíkum stað að halda til að fá sér ódýra hressingu, mat, kaffi o. s. frv. Staðurinn varð vinsæll FRÉTTARITARI Dags á Siglu- firði, Jóhann Þorvaldsson, kenn ari sagði blaðinu eftirfarandi um hélginaf Framtíðarhorfurnar í Siglu- firði hafa aldrei verið bjartari en nú, síðan ég kom þangað. Mörg mál hafa legið í deiglunni áratugum saman, einkum hvað uppbyggingu atvinnulífsins snertir og kallað á úrræði, eftir að síldin hvarf. Síldarplönin 22—24 talsins og byggingar þeim viðkomandi eru ónýt mannvirki með öllu og og er það enn. Það er notalegt að koma þar, þrátt fyrir það, að húsakynni eru mjög á annan veg en talið er heppilegt. Og nú er þar ös á degi hverjum. Forstöðumaður Matstofunnar loksins afskrifuð, en uppbygg- ing hafin á allt öðrum grund- velli, og hefði þurft að gera þetta fyrir 10—15 árum síðan. Margskonar útivinna hefur gengið vel í sumar vegna hag- stæðrar veðráttu. Og nú er ver- ið að byggja þrjú íbúðarhús í Siglufirði og hefur slíkt ekki verið borið við síðustu tíu árin, og eru þetta verkamannabústað ir, fyrsti áfangi. er Jóhann Jónsson matsveinn, en starfsfólk er þar samtals 14 manns, enda vaktavinna. Mat- stofan er rekin undir sömu stjórn og Hótel KEA, en hótel- stjóri er Ragnar Ragnarsson. □ Atvinnulífið í Siglufirði hefur á undanförnum árum verið með sérstæðum hætti ög alkunnugt. Atvinnutæki voru engin til á staðnum þegar síldin hvarf, nema Síldarverksmiðjur rikjs- ins, stórar og miklar, og svo síldarsöltunin á milh tuttugu og þrjátíu stöðum. Tunn,uvexk- smiðja var og í gangi hluta úr árinu, í sambandi við þetta. Síldarverksmiðjur ríkisins ráku eina frystihúsið, en annað 4rysti hús lognaðist út af .um þetta leyti. Verksmiðjurnar eignuð- ust aldrei fiskiskip til að leggja upp aflann, heldur var það tog- ari bæjarins og skip önnur, eftir atvikum. Var atvinnugrundvöll urinn því mjög óviss, enda löng- um atvinnuleysi, meira og minna. Nú er sú stórkostlega breyt- ing á orðin, að búið er að gera upp tvo hluti, sem þurfti að gera fyrir löngu, en var ekki gert fyrr en núverandi stjórn tók við völdum. Bærinn er búinn að dragnast með síldarverksmiðjuna Rauðku og skuldahala hennar öll þessi ór, verkefnalausa. Loforð og at- (Framhald á blaðsíðu 4) Vann embættiseiðinn KJÖR TÍMABIL forse tans, dr. Kristjáns Eldjárns, rann út á þessu ári og gaf hann kost á sér til endurkjörs. Hann varð sjálfkjörinn þar sem mótframbjóðandi var enginn. Forsetinn vann embcettis- eið sinn í gcer við hátíðlega athöfn er hann var settur í embœttið á ný. Matstofa K. E. A. orðin tíu ára Margir búnir ðf$ siá cg þurrka Frá vinstri: Jóhann Jónsson forstööumaður, Halla Thuliníus, Þórdís Jakobsdóttir, Þórey Halídórs- dóttir, Sumarrós Guðjónsdóttir, Sigríður Olgeirsdóttir, Herdís Sigurðardóttir, Kristrún Þórhallsdótt- ir, Guðný Björnsdóttir og Rut Björnsdóttir. (Ljósm.: E. D.) FORMAÐUR Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar sagði, að- spurður um heyskap bænda við Eyjafjörð og nýju heykökuverk- smiðjuna, efnislega á þessa leið: Bænd'ur munu að mestu vera búnir að slá og þurrka megin- hluta túna sinna og sumir öll, en mikið er enn úti af heyjum, sem náðzt hafa upp en eftir er að flytja í hlöður. Verða eflaust mjög mikil hey í haust og mikið af þeim vel verkað hey, eftir að veðrátta batnaði, en það, sem fyrst var slegið, hraktist veru- lega hjá mörgum. Heymarkaður er víst enginn, eða ekki hefur heyrzt um heysölu. Heyin munu að þessu sinni talin fremur létt, svo sem oft er þegar sv* aiikið sprettur og tíð leyfði ekki að slegið væri fyrr en gert var. Heykökuverksmiðjan er nú rétt komin að Grund í Hrafna- gilshreppi og byrjar að vinna í dag eða á morgun. Hún var áður á Stórhóli í sömu sveit en þar áður á Svalbarðsströnd. Engar bilanir hafa orðið á sjálfri verksmiðjunni en smátafir vegna þess að sláttuvél hefur brotnað smávegis vegna járna- rusls í túnum. Yfirleitt má segja, að þessi heyverkun hafi gengið fyllilega eftir því, sem vonir stóðu til í upphafi. Fram- leiðslan er 6—20 tonn af hey- kökum á dag. Framleiðslan hef- ur verið prófuð sem kálfafóður og virðist ágætt, nema að því leyti, að kálfarnir liafa ekki vilj- að eta venjulegt hey á eftir. Q Flekka rann á jökulinn SAUÐKINDIN er brattgeng og kann vel við sig til fjalla í hinu stutta sumarleyfi sínu. Og ekki er sjaldgæft að sjá kindaslóðir á smájöklum og fönnum í haust göngum. Þó þykir nokkrum tíð- indum sæta, að fyrir nokkrum dögum kom flekkótt ær með lamb sitt upp á Bárðarbungu á Vainajökli, þar sem vísinda- Aliir á kðíi í annríki Svalbarðseyri 31. júlí. Heyskap- urinn gengur mjög vel hjá bændum, enda ágæt heyskapar- tíð síðasta hálfan mánuð. Þeir fyrstu munu um það bil að ljúka heyskap og heyin verða mjög mikil svo að flestir eða allir bændur munu vera aflögufærir. Líklegt er, að.einhverjir bænd ur taki sér nokkurra daga frí við heyskaparlokin, ef einhverj- ir fást til að sinna nauðsynleg- ustu bústörfum á meðan. En ekki hef ég þó heyrt getið um neinar heimsreisur bændanna hér um slóðir. Tímamót í atvinnulífi og fraoikv menn eru að bora jökulinn, mörg hundruð metra þykkan, og lesa þar í áður lokaða bók liðinna alda og árþúsunda. En óvíst er hvort Flekka hef- ur áhuga á þeim rannsóknum og líklegra, að ævintýraþráin hafi leitt hana á þessar gróður- lausu villigötur. Einhver gerði þá tillögu, að láta Flekku og lambið hennar í pottinn og eta kærkomið nýmeti. En æðsta vald á jöklinum hafnaði því og taldi ekki við hæfi að borða gesti sína, sem á þessum slóð- um eru fáir og því mjög kær- komnir. En síðast þegar blaðið hafði fregnir af Flekku, var eigand- inn fundinn: Páll Bjarnason bóndi á Hörgslandi á Síðu. Rætt var um að flytja kindurnar á þyrlu til síns heima, því að norð ur af jöklinum má hún ekki fara lifandi vegna sauðfjárveiki- varna. Flekka er einskonar „super-stjarna“ Vatnajökuls og verður fylgzt með hvað af henni verður. Q í skáklieiminum liverfur allt í skuggann vegna „skákeinvígis aldarinnar“ á milli heimsmeistarans, Boris Spasskýs, og áskorandans, Robert Fischers, sem nú stendur yfir í Reykjavík. — Sextán ára piltur á Akureyri, Haraldur Ingi Haraldsson, Byggðavegi 91, gerði sér þessa hugmynd af skáksnill- ingunum og hefur fest hana á blað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.