Dagur - 11.10.1972, Qupperneq 1
Sæstrengurinn til Hríseyjar
iur upp
SÆSÍMINN til Hríseyjar hefur
verið bilaður um vikutíma, en
von var á því í gærmorgun, er
blaðið spurði Pál Bjarnason
yfirsímvirkjaverkstjóra um mál
ið í gærmrogun..
SESSEUA ELDJÁRN
að flytja úr bænum
Sesselja Eldjárn mun í þann
vegin að flytja úr bænum til að
eyða ellidögum sínum í fjarlæg
um Iandshluta, Störf hennar í
þágu slysavarna og annarra
mannúðarmála eru kunn, dreng
lyndi hennar og skörungsskap-
ur einnig. Þótt seint sé, ættu
yfirvöld bæjarins að sýna lienni
verðugan sóma áður en hún
kveður Norðurland.
Síminn er meira og minna
ónýtur orðinn, sagði Páll. Efni
kafla er komið og lýkur viðgerð
í nýjan streng á kílómeters
væntanlega í dag. Skemmdirn-
ar voru einkum á grunninu
fram af Helluhöfða, en þar er
skelfiskur plægður upp. Þegar
svo ber við að plógur lendir á
sæsímanum og er hífað upp,
tognar hann og myndast síðan
lykkjur í botninum, og er þetta
aðalorsök bilananna, sagði verk
stjórinn. □
Glerárskólinn nýi í byggingu í sumar. Þar hefst kennsla á morgun.
(Ljósm.: E. D.)
Glerárskólimi flytnr nú í nýtt húsnæði
GLERÁRSKÓLAHÚSIÐ nýja
er nú svo langt á veg komið, að
kennsla á að hefjast þar á morg
un, fimmtudag. Nemendur eru
288 og kennarar 9. Skólastjóri
FRA BÆJARSTJÓRN AKUREYRAR
Um orkumálin á Norðurlandi
BÆJARSTJÓRNIN á Akureyri
hefur gert samþykkt um orku-
málin á Norðurlandi og fer hún
hér á eftir:
„Bæjarstjórn lýsir samþykki
sínu við ályktun Fjórðungs-
þings Norðlendinga frá 5. sept-
ember sl. um orkumál. Einnig
lýsir bæjarstjórn samþykki
sínu við ályktun stjórnar Laxár
virkjunar frá 14. marz sl. um
stofnun orkuvinnslufyrirtækis
fyrir allt Norðurland og telur
bæjarstjórn nauðsynlegt ef af
slíkri stofnun verður, að Norð-
lendingar eigi hana a. m. k. að
hálfu. Dreifing raforku á Akur-
eyri felur ekki í sér nein vanda
mál, en bæjarstjórn er reiðu-
búin til viðræðna um skipulags-
breytingar á dreifingu raforku,
'sem miði að sem hagkvæmastri
orkudreifingu til Norðl. allra.“
En samþykkt Laxárvirkjunar
stjórnar, sem að framan er
vísað til, er frá 14. marz 1972 og
hljóðar þannig:
„Stjórn Laxárvirkjunar lýsir
yfir jákvæðri afstöðu til þeirra
hugmynda iðnaðarráðherra um
orkuvinnslufyrirtæki fyrir
Norðurland, er fram kom í
ræðu hans á miðsvetrarfundi
Sambands íslenzkra rafveitna
7. marz sl.
Stjórn Laxárvirkjunar telur
eðlilegt að skipuð verði nefnd
til könnunar á málunum og tjá-
ir sig reiðubúna að tilnefna full
trúa af sinni hálfu í nefndina.“
er Vilberg Alexandersson. —
Kennslustofur eru 7.
Gamla skólahúsið verður þó
fyrst um sinn notað jafnhliða,
eftir þörfum.
Byggingarframkvæmdum
verður haldið áfram og á fyrsti
áfangi hússins að verða full-
búinn í ágústmánuði á næsta
sumri.
í barnaskólum bæjarins eru
nú 1430 nemendur á aldrinum
7—12 ára. Á gagnfræða- og
unglingastigi eru 840 nemendur
og þar af eru um 750 í Gagn-
fræðaskólanum, en um 90 nem-
endur í fyrsta bekk unglinga-
stigs í Glerárskóla og Oddeyrar
skóla.
Þá eru nær 500 nemendur í
Menntaskólanum, 100 í Tónlist-
arskólanum með fulla kennslu,
auk forskólans. Þá má nefna
tækniskóla, vélskóla og stýri-
mannaskóla, fyrstu stig og enn
eru ótaldir Námsflokkar og svo
fjölmennur Iðnskóli og Hús-
mæðraskóli. '
Má því með sanni segja, að
margir sitja á skólabekk á
Akureyri í vetur. □
Tónlisfarskóii Ákureyrar settur
Nemendur þar fleiri en nokkru sinni áður
TONLISTARSKOLI Akureyr-
ar var settur 3. október og er
28. starfsár skólans þar með
hafið. Jakob Tryggvason skóla-
stjóri er nú í ársleyfi frá störf-
um og við starfi hans á meðan
tekur frú Soffía Guðmunds-
dóttir og setti hún skólann í
húsakynnum hans.
er 19. oki
Á BLAÐAMANNAFUNDI með
Leikfélagi Akureyrar á mánu-
daginn í Samkomuhúsinu, gerði
formaðurinn, Jón Kristinsson,
grein fyrir stefnu Leikfélagsins
í stórum dráttum. Nú hefur,
auk framkvæmdastjóra Þráins
Karlssonar, verið ráðinn leik-
hússtjóri, Magnús Jónsson, til
tveggja ára. En Magnús hefur
sviðsett tvö leikhúsverk á Akur
eyri og er leikhúsfólki kunnur.
Þá sagði formaður, að unnið
væri markvisst að því að koma
hér upp leikhúsi atvinnumanna,
því að áhugamannaleikhús
væru að syngja sitt síðasta,
Einsfæð^r afhisrður við Álþingi
ÞEGAR forseti, forsetafrú,
biskup fslands, ráðherrar og
þingmenn gengu úr kirkju til
þinghúss, til setningar Alþingis
í gær, stóðu 12 lögregluþjónar
heiðursvörð. Er forseti og
biskup voru að koma að gang-
stéttarhorninu við Alþingishús
ið, hljóp maður að nafni Helgi
Hósíasson þar að með fötu í
hendi og skvettu skyrblöndu á
hvern af öðrum, samtals að
minnsta kosti 20 manns í fylk-
ingunni, þar sem tveir og tveir
gengu saman. Forseti og frú,
biskup, prestur, ráðherrar og
þingmenn fengu allir sinn
skammt, þar til lögreglan vakn-
aði, réðist á Helga og felldu
liann niður. Þótti það ekki von-
um fyrr.
Helgi þessi hefur, án árang-
urs, reynt að fá afnuminn skírn
arsáttmála sinn með dóms-
úrskurði og mun haldinn mik-
illi þráhyggju í því máli, en er
annars manna gæfastur, reglu-
maður og hjálpfús.
Auk virðingarmestu mann-
anna í fararbroddi fylkingar-
innar á leið í þinghúsið, fengu
þessir alþingismenn sinn
skammt: Magnús Jónsson,
Gunnar Thoroddsen, Eysteinn
Jónsson, Matthías Matthíassen,
Matthías Bjarnason, Oddur
Olafsson, Björn Jónsson, Jón
Skaftason og fleiri. □
m. a. vegna þess hve örðugt
væri að fá fólk til starfa við
þau. Á dagskrá væri einnig að
lagfæra leikhúsið sjálft og
þyrfti að ljúka viðgerðum hið
fyrsta.
Þessu næst kynnti Magnús
Jónsson fyrirhugað leikhússtarf
í vetur. Fyrsta verkefnið er
„Stundum og stundum ekki“
eftir Arnold og Bach. Þar fara
með veigamikil hlutverk: Jón
Kristinsson, Þórhalla Þorsteins
dóttir, Marinó Þorsteinsson,
Guðlaug Hermannsdóttir,
Helga Thorberg, Hjördís Daní-
elsdóttir, Arnar Jónsson, Ágúst
Guðmundsson og Þráinn Karls-
son, en alls eru leikendur 17.
Frumsýningin verður 19. októ-
bre. Leikstjóri er Guðrún Ás-
mundsdóttir.
Alls hyggst L. A. sýna fjóra
sjónleiki á þessu 56. liekári fé-
lagsins. Verður annað verkefn-
ið Kardimommubærinn, barna-
leikrit. Næst kemur svo Brúðu-
heimili Ibsens, en síðasta við-
fangsefnið verður íslenzkt leik-
rit, sem síðar verður frá sagt.
Leikfélagið hefur tveggja
mánaða leiklistarnámskeið, sem
hefst um miðjan mánuðinn. Þá
ætlar félagið að hafa bók-
menntakynningar, eins og það
hefur áður gert.
Seld verður stuðningsáskrift
að sýninguém félagsins í vetur
með 25% afslætti frá venjulegu
miðaverði. Skólafólk fær að-
Guðrún Ásmundsdóttir.
göngumiða við hálfvirði, með
því að kaupa skólakort. Nýir
frumsýningargestir geta pantað
ákveðin sæti á frumsýningar í
vetur, en fyrri frumsýningar-
gestir sitja þó fyrir sætum sín-
um.
Sala á stuðningsáskrift, skóla
kortum og móttaka á pöntunum
á frumsýningarsætum hefjast
n. k. laugardag í leikhúsinu og
verður miðasalan opin frá 3—5
daglega. Á sama tíma n. k. laug
ardag og sunnudag verður inn-
ritun á fyrsta leiklistarnám-
skeiáii í vetur. □
Nemendur eru nálega hundr-
að að tölu og fleiri en áður, við
fullt, reglulegt nám. Píanónem-
endur eru 54, orgelnemendur
31, fiðlunemendur 6 og söng-
nemendur álíka margir. í fiðlu-
sveit nemenda á barnaskóla-
aldri eru 9 og í lúðrasveit eru
um 30 og nemendur ó altblokk-
flautu eru 12 talsins.
I forskólanum eru nemendur
um 70, en þar eru börn frá 6—9
ára og veitir Jón Hlöðver Ás-
kelsson þeirri deild forstöðu.
Kennarar Tónlistarskólans, að
meðtöldum skólastjóra, eru 11.
Philip Jenkins kennir ekki við
skólann í vetur, fékk ársleyfi,
en í hans stað kennir Anna Ás-
laug Ragnarsdóttir frá ísafirði.
Nemcndum í píanó- og orgel-
leik hefur því miður orðið að
vísa frá. En ennþá er unnt að
taka á móti nemendum á fiðlu
og í söng. □
FRA LOGREGLUNNI
Á AKUREYRI
ÞETTA var róleg helgi hjá lög-
reglunni, sagði hún blaðinu á
mánudaginn. Ennfremur eftir-
farandi:
Tveir bifreiðaárekstrar urðu
á sunnudaginn, ekki alvarlegir,
og einn maður var tekinn fyrir
meinta ölvun við akstur. Á
laugardag var einn árekstur og
á föstudaginn voru rúður brotn
ar á tveim stöðum, af vangá
ölvaðra.
En á sunnudagsnóttina var
farið inn í bakhús eitt á Odd-
eyri, ónotað en með húsgögn-
um. Þar var allt brotið og braml
að þegar að var komið og þar
var einn sofandi maður, sem
gat litlar upplýsingar gefið,
sökum ölvunar. Sýnt þótti, að
fleira fólk hafði áður verið þar,
og ekki aðeins í friðsamlegum
tilgangi. □