Dagur - 11.10.1972, Blaðsíða 4

Dagur - 11.10.1972, Blaðsíða 4
4 III I Skriístoíur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. ÍRÉITAÁTT UM það leyti sem lýðveldið var stofnað, fyrir rúmum aldarfjórðungi, var komið upp fjórðungssambönd- um á Norður- og Austurlandi. Sýslur og kaupstaðir áttu fulltrúa á fjórð- ungsþingum. Einn elsti forgangs- maður þessarar hreyfingar var Hjálmar Vilhjálmsson, þá sýslumað- ur á Seyðisfirði. Þessi tvö fjórðungs- samök gerðu tillögur um nýja lýð- veldisstjómarskrá, en samkvæmt þeim átti m. a. að skipta landinu í fylki, sem minntu á hina fornu lands- fjórðunga. Liðu svo fram tímar og enn er lýðveldisstjórnarskráin ósam- in. En árið 1964, rétt áður en þús- und ár vom liðin frá lögfestingu hinna fornu landsfjórðunga, fluttu þeir Karl Kristjánsson og Gísli Guð- mundsson tillögu um það á Alþingi, að athugaðir yrðu möguleikar á, aS skipta landinu í fylki með sjálfstæði í sérmálum. Ekki hefur slík. löggjöf enn náð fram að ganga, en hinsveg- ar hafa í flestum landshlutum, án lagasetningar, myndast samtök sveit- arfélaga sem halda aðalfundi eða fjórðungsþing, gera ályktanir, kjósa sér stjórn og framkvæmdastjórn og ráða framkvæmdastjóra til starfa, afla sér tekna og láta ýmislegt til sín taka á opinberum vettvangi í þágu sinna landshluta. Á fjórðungsþingi Norðlendinga nú í haust náðist eftirtektarverð sam- staða í raforkumálum og flugvallar- málum en bæði þessi mál voru hita- mál og virtust ætla að verða Þrándur í Götu í allri samvinnu heimafyrir. I raforkumálum var stefnan mótuð þannig með fullri samstöðu fulltnía: Fullnýtt verði öll tiltæk raforka á Norðurlandi og svæðið sameinað í eina Norðurlandsvirkjun, eign heimamanna og ríkisins. Hlutlaus könnun verði gerð á hagkvæmustu lausninni. Norðurlandsvirkjun selji alla raforku á sama heildsöluverði til dreifingaraðila og unnið verði að auknum áhrifum heimamanna í stjórn Rafmagnsveitna ríkisins Nátt- iiruverndarsjónarmið verði í heiðri höfð við allar raforkuframkvæmdir. Þá náðist um það full samstaða, hvernig Norðlendingar sjálfir telji bezt leystan þann vanda, sem skap- ast hefur um gerð flugvalla. En þar komu til greina Akureyri, Sauðár- krókur og Aðaldalur, sem staðir fyr- ir flugvallargerð og í sambandi við samgönguáætlun. Fjórðungsþing náði fullri samstöðu um röðun verk- efna í þessu máli og var hörð deila þar með leyst. Má af þessu Ijóst vera, að Fjórðungssambandið er í vaxandi mæli sameiningarafl Norðlendinga og að naumast verður fram hjá því gengið með mál þau er þennan landsfjórðung varðar sérstaklega. Margskonar framkvæmdir í Úlafsfirði StyrktarféL aldraðra Ólafsfirði 5. október. Hér hefur verið einmuna veðurblíða allan septembermánuð og það sem af er október, svo að segja má, að við höfum búið við einstæða sumarveðráttu þessa haust- daga. Telja má, að næg atvinna hafi haldizt hér frá því snemma í ágúst, en þá glæddist aflinn heldur hjá bátunum yfirleitt. Aftur á móti var atvinna stopul hjá hraðfrystihúsunum í júní og júlí, þar sem afli var þá afar tregur. Nokkuð hefur verið hér um byggingaframkvæmdir. Tíu íbúðarhús eru í smíðum og auk þess stór og mikil slökkvistöð. Er ráðgert að björgunarsveit Slysavarnafélagsins verði þar einnig til húsa með sinn útbún- að. Þá hefur Ólafsfjarðarbær staðið í stórræðum á þessu sumri og m. a. látið steypa 240 metra langan akbrautarkafla til viðbótar þeim, sem áður var steyptur á aðalgötu bæjarins, stéttarhellur lagðar og kantar steyptir beggja megin vegarins. Ennfremur hafa kantar verið steyptir og hellur lagðar með- fram Ólafsvegi. En sá vegur var malbikaður í fyrra. Er að þessu mikill þrifnaðarauki og vel séður bæjarbragur af aðkom- andi gestum. Þá hefur verið unnið mikið KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK: SÚLUR annað hefti 1972 Rifstjórar Jóhannes Óli Sæmundsson og Erlingur Davíðsson .. EKKI er þetta sízta heftið af Súlum. Enginn þurfti að efa að nóg væri hráefnið hér um slóð- ir í kostmikla andlega rétti. Hitt hafði maður á tilfinningunni, að færri myndu til að matreiða, en raun ber vitni. í þessu fjöl- breytta lesefni er allt furðulega vel skrifað, og trúlega frá hendi höfundanna sjálfra, þótt ritstjór ar kunni að bæta þar um á stöku stað. Það er til dæmis 'ékki amalegt að lesa greinina hans Þorkels Björnssonar, sem —Erlingur Davíðsson skráði. Raunar eru þetta tvær greinar. Sú fyrri, „Frændfólk mitt á 'Þröm“, er skrifuð af svo ríkum -húmor og góðvild í bland, að það vekur manni gleði, því oft viljum við verða dálítið grimm- ir í gríninu, íslendingar. Síðari greinin, „Doktorinn á Jökuldal“ er mikill fengur ekki einungis vegna sinna sérstæðu skemmti- legheita, heldur gefur hún okk- ur Ijósa mynd af því, hvernig fólk í afskekktum sveitum bjó sér gleðiföng. Raunar er þetta framhalds gamanleikrit, sem þéir léku þarna á Jökuldalnum, og entist nokkur ár. Það mun hafa stytt þeim vetrarkvöldin. Næst vil ég nefna „Skolur og Gráni“, grein, sem Erlingur skráði eftir Aðalsteini Guð- mundssyni. Greinin fjallar um dýr! Hundur og sauður eru aðálpersónurnar. En sögur af dýrum eru ekki síður merkileg- ar en sögur af fólki. Ég vildi að Súlur gætu flutt okkur í hvert sinn svo ágæta frásögn af dýrum. Á líkri bylgju er grein Jóns í Garðsvík: „Þegar ég keypti TEKINN TRAUSTATAKI EFTIR dansleik í Sjálfstæðis- húsinu sl. laugardagskvöld var tekinn traustataki einn af mögn urum hljómsveitarinnar. Er hér um að ræða 100 vatta bassa- magnara af gerðinni Marshall. Magnari þessi kemur engum að gagni nema þeim, sem viðeig- andi tæki hefur. Nú eru það vinsamleg til- mæli, að hann eða þeir, sem magnarann tóku, skili honum til undirritaðs og verður þá fall ið frá skaðabótakröfu og lög- reglunni ekki blandað í málið. Ef hlutaðeigandi vill halda nafni sínu leyndu, er nóg að hringja og segja hvar magnar- ann er að finna, og mun þá horf ið frá frekari eftirgrennslan. Ingimar Eydal. hann Bleik“. Enginn, sem þekk- ir Jón, mun efast um ágæti tungutaksins. En gaman væri að fá framhald, sambýlissögu þeirra Jóns og Bleiks. Af miklu er að taka. Eiður Guðmundsson skrifar greinina „Benedikt í Flöguseli“. Já, það var stundum dimmt í fortíð- inni. Jóhannes Óli ritar „Sjórinn vildi mig ekki“, frásögn Aðal- steins Jónssonar vélstjóra. Slík- ar mannraunasögur eru hverj- um íslendingi hugstæðar. Og sízt ætti ég að gleyma hlut Hall freðar Arnar: „Lífsatriði og draumar“ því þótt vökuveröld okkar sé dásamleg er draum- heimurinn fegri. Gjarna vildi ég að draumar og frásagnir af því hvernig þeir rætast yrði fastur liður í Súlum. Jóhannes Óli heldur áfram að skrá örnefni á fiskimiðum Eyfirð- inga og Erlingur dulræna þætti. Auk þessa er margt af fróð- leik og öðru merkisefni í þessu 4. hefti hins unga norðlenzka rits, sem rúm leyfir ekki að nefna nú. En þökk sé öllum, sem að ritinu vinna. Ég er þess fullviss, að sá, sem kemst í eitt af heftum þessa rits mun vilja sjá þau öll. Efnið er rétt valið. Frágangur allur er góður og prófarkalestur í lagi. Eitt ártal er þó rangprentað, neðstu línu á bls. 190, 1915 á að vera 1815. að endurbótum við hafnargarð- ana í sumar og er unnið enn. Á norðurgarði var slitlag hellu endurnýjað og rétt af á nokkr- um kafla, framendi á vestari hafnargarði endurbættur stór- lega og lokað með þykku, járn- bentu steinsteypulagi. Varnar- garður fyrir væntanlega friðar- höfn styrktur mjög með hleðslu úr stórbjörgum. í dag hófst hér borun eftir heitu vatni í landi Skeggja- brekku, um hálfan annan kíló- meter frá bænum. En jörð þessa keypti Ólafsfjarðarbær fyrir réttum tveim árum. Ráð- gert er að bora 300 metra djúpa holu, við svonefndan Laugar- læk, sem er rétt á landamerkj- um Ósbrekku og Skeggja- brekku. Er þetta talinn heldur álitlegur staður því að þarna hefur fundizt heit æð, Skeggja- brekkumegin, 32 stiga heit. Slátrun lauk hér í fyrradag og var slátrað 1816 kindum. Féð var fallegt og vænt. Tveir þyngstu dilkarnir höfðu 26 kg skrokkþunga og áttu þá frú Ásta Jónsdóttir á Brimnesi og Sveinn Stefánsson frá Vatns- enda. Nýrnamör og nýru voru ekki í þessari vigt. B. S. LAUGARDAGINN 30. sept. sí. var stofnað í Húsavík Styrktar- félag aldraðra í Þingeyjarsýslu. Starfssvið félagsins eru Þing- eyjarsýslurnar báðar og Húsa- víkurkaupstaður, en það er opið öllum einstaklingum. Markmið þess er að stuðla að bættri aðbúð aldraðra þjóð-: félagsþegna og bætum hag • þeirra á allan hátt. Hyg'gst félagið m. a. ná mark miði sínu með því að beita sér fyrir byggingu íbúðar- og hjúkr unaraðstöðu fyrir aldraða í hér aðinu í samvinnu við sveitar- stjórnir, sýslufélög, sjúkrahús- stjórn og fleiri aðila. Á fundinum var samþykkt, að fyrstu framkvæmdir, sem félagið beiti sér fyrir verði bygging dvalar- og hjúkrunar- aðstöðu fyrir aldraða í tengsl- um við sjúkrahúsbygginguna í Húsavík enda fáist til þess full- nægjandi landrými og heim- - ildir. Er ætlunin að haft verði sam- band við stjórn sjúkrahússins og eigendur þess um málið og þess farið á leit að allir aðilar komi sameiginlega á fót sér- stakri byggingarnefnd. Náist samstaða um málið er Safnamál á Ausfurlandi AÐALFUNDUR Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, kaus á síðastliðnu ári fimm manna nefnd til að „kanna skipulag og uppbyggingu safna á Austurlandi, jafnframt því að gera tillögur til stjórnar SSA um framtíðarskipulag þessara mála“. Á aðalfundi SSA, 2. sept. sl., skilaði nefndin ýtarlegri skýrslu, þar sem greint er frá þeim söfnum og safnavísum, sem nú eru í fjórðungnum, og gerðar tillögur um skipan safna mála í framtíðinni. Nefndin leggur til að fyrst um sinn verði unnið að upp- byggingu eftirtalinna safna: a) Burstarfellsbær og minja- safn á Burstarfelli. b) Skjalasafn á Egilsstöðum. c) Minja- og landbúnaðar- safn á Skriðuklaustri. d) Skógminjasafn á Hall- ormsstað. e) Náttúrugripa- og byggða- sögusafn í Neskaupstað. SMÁTT & STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) spáð er, vegna þess hve stofn- arnir eru þegar orðnir veikir og ásókn mikil, höfum við nokkrum árum of seint hafizt lianda um útfærsluna. Það hef- ur jafnan reynzt þjóðinni dýrt að lifa undir íhaldsstjórn. ÚTIVIST BARNA Mikið ber á því, að börn og unglingar séu úti á götum bæj- arins eftir þann tíma á kvöldin, sem lög og reglur banna útivist. Mun þetta einkuin sök foreldra og e. t. v. þeirra einnig, sem um eiga að fjalla. En á öðrum stað í blaðinu er birt grein um þetta efni. Um leið og foreldrar eru minntir á þetta mál, ber barna- verndarnefnd og yfirvöldum að sjá um, að eftir lögunum sé farið. BRENNUR Nú þegar má sjá, að börn undir búa brennur fyrir næstu ára- mót. Þetta er gott og blessað svo langt sem það nær. Hins vegar þurfa börnin að fá leyfi lögreglu og slökkviliðs um brennustæðin hverju sinni, og er skynsamlegra að gcra það áður en brennuefni er safnað saman. Ennfremur cr hætt við, að hið léttara efni verði fokið út í veður og vind, þegar svo snemma er byrjað. EINKAMÁL EÐA HVAÐ? Ýmsir halda því fram, að neyzla áfengis sé einkamál, sem öðrum komi ekki við. Þetta er rétt svo laugt sem það nær. En mál þetta er miklu meira en einka- mál. Svo mun þeim finnast, sem mæta ölóðum ökumönnum og öðrum slíkum á förnum vegi. Tæpast mun þeim finnast áfengisneyzlan cinkamál og öðrum óviðkomandi, sem hug- leiða, að tveir ölvaðir lestar- stjórar í Mexíkó voru valdir að dauða rúmlega 200 manna og slysum á meira en 1000 manns, í mesta járnbrautarslysi um áratugi í því ríki, um þrjátíu ára skeið. stefnt að því, að undirbúningi undir byggingaframkvæmdir verði lokið í vetur. Á næstunni fer fram skrán- ing félagsmanna í Styrktarfélag aldraðra, en síðar verður undir- búin fjársöfnun til væntanlegr- ar dvalarheimilisbyggingar. :Þá mun félagið einnig leitast við að hefja í vétur félagslega starfsemi meðal aldraðra í hér- aðinu. Fyrstu stjóm félagsins skipa: Björn Friðfinnsson, Mývatns- sveit, formaður, Óskar Sig- tryggsson, Reykjahvérfi, gjald- keri, Björn Haraldsson, Keldu- hverfi, ritari, Teitur Björnsson, Reykjadal og sr. Björn H. Jóns- son, Húsavík, meðstjórnendur. Varamenn í stjórn eru Aldís Friðriksdóttir, Húsavík, Aðal- björn Gunnlaugsson, Áxarfirði og Sigurjón Jóhannesson, Húsa vík, -- Þorm. J., Húsavík. FYRSTI SNJÓRINN UM helgipa féll fyrsti snjórinn í byggð a þessu hausti, þó að- eíns -fölrí gær voru vegir hálir á Vaðlaheiði, Öxnadalsheiði og í Ólafsfjarðarmúla. Lágheiði var fær bílum á keðjum. Vopna fjarðarheiði var talin ófær nema jeppum, svo og Axar- fjarðarheiði. □ f) Sjóminjasafn á Eskifirði. g) Kirkj usögusafn í Eydölum í Breiðdal. h) Byggðasafn á Höfn í Hornafirði. Þá leggur nefndin til, að kom ið verði á fót Safnastofnun Austurlands, er nái yfir öll söfn í fjórðungnum, sem rekin eru með stuðningi sveitarfélaga eða ríkis, önnur en bókasöfn. Stjórn stofnunarinnar skal vinna að skipulegri uppbyggingu safna á Austurlandi, og ráða til þeirra sérhæfða starfskrafta eftir því sem nauðsynlegt þykir, og afla þeim tekna. Með tillögum þessum er stig- ið stórt spor í áttina til raun- hæfrar skipunar safnamála á Austurlandi. Annars vegar er stefnt að eflirigu vissra safna (náttúrugripasafns, skjala- safns), sem taka til alls fjórð- ungsins, og hins vegar að eðli- legri dreifingu. Þótt nefndin fjallaði ekki um bókasafnsmál, virðist hún gera ráð fyrir, að aðalbókasafn fjórð ungsins verði á Egilsstöðum, í tengslum við skjalasafnið. Með tillögum þessum er horfið frá einstrengingslegri „höfuðstaðar stefnu", enda mun enn verða nokkur bið á því, að einhver staður marki sér ótvíræðan höfuðstaðarsess á Austurlandi. Einnig er sú stefna tekin, að aðalsöfnin þurfi ekki endilega að vera í kaupstöðum, eins og hingað til hefur verið ríkjandi skoðun. Hugmyndin um safna- stofnun er og lrið merk,asta ný- mæli, sem ef til vill verður inn- an tíðar að veruleika. H. Hg. Fréttafilkynning Á FUNDI stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Sjómannafélags Eyjafjarðar, 8. október, var ein- róma samþykkt að lýsa yfir stuðningi við samþykkt þá, sem þing Sjómannasamband íslands gerði um landhelgismálio og jafnframt að vara við öllum undanslætti í samningum við aðrar þjóðir. □ BlLAR TIL SÖLU: Vplvo 144 de luxe 71 Gitroen D, S. special 71 Vuxhall Viva 71-72 Cortina 1600 4ra dyra 70 model • ' (lortiua GT 1600 ’68 Mazda 71 Fiat 125 71 Datsum 1200 72 Camaro (blæju) ’67 Höfum kaupendur að jeppum. BÍLA OG VÉLASALAN SÍMI 1-19-09. HERRADEILD Stakir JAKKAR OG BUXUR NÝ SENDING GÓÐAR VÖRUR GOTT VERÐ HAGSTROM guitarar margar gerðir. YAMAHA RAFMAGNSORGEL með trommuheila væntanleg næstu WRANGLER FLUELSBUXUR FYRIR DRENGI OG KARLMENN. ’ «. 4 Góðar buxur — gott verð. i r HERRADEILD Bifreiðaverkstæði! - Bifreiðaeigendur! Vélaeigendur! Olíusíur OG loftsíur fyrirliggjandi í flestar tegundir bifreiða, vinnu- véla og bátavéla. ATH.: VERÐ HAGSTÆTT. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU. Verzlið við innflytjanda. ÞÓRSHAMAR H. F.f Akureyri — S í M I (96) 1-27-00 - Bifreiðaeigendur! Bifreiðaverkstæði! • LÍMUM HEMLABORÐA í ALLAR TEGUNDIR BIFREIÐA, VINNUVÉLA og IÐNAÐARVÉLA • RENNUM SKÁLAR OG DISKA O FELLUM BORÐANA í SKÁLARNAR Hemlaviðgerðin kemur ekki að fullum notum, nema borðarnir liggi vel í skálunum. FULLKOMIN TÆKI - VÖNDUÐ VINNA. ★ ★ ★ ★ HEMLABORÐAR í flcstar bifreiðir EFNI: - ofið og fíber ÞÓRSHAMAR H. F., Akureyri - S í M I (96) 1-27-00 - Tilboð óskast í bifreiðina A—2136 sem er Cortina árgerð 1972. Bifreiðin er löskuð efir árekstur og selst í núver- andi ástandi. Tilboð leggist inn á skrifstofu voru fyrir næstu helgi. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS FRÁ BRUNABÓTAFÉLAGI ÍSLANDS Iðgjöld af öllum fasteigna- og lausafjártrygging- um falla í gjalddaga 15. þ. m. Vinsamlega gérið skil sem fyrst. Fyrst um sinn verður. s'krifstofan í Glerárgötu 24 opin til k'l. 19 á mánudögum. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Akureyrarumboð. Nýkomin sending af MASTA PÍPUM NYLON PÍPUM LILLEHA3V1MER PÍPUM ★ ★ ★ FÍPUSTATÍF RONSON KVEIKJARAR LUKKUTRÖLL KERTASTJAIÍAR TÖFRAGLÖS TÓBAKSBÚÐÍN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.